Indland

 Indverski fáninnSamstarf Íslenskrar ættleiðingar við Indland hófst 1987 og er það elsta sambandið sem félagið hefur við upprunaríki. 

Miðstjórnvald Indlands er Central Adoption Resource Authority (CARA). Nú eru 72 indverskar ættleiðingarstofnanir sem hafa heimild til að miðla ættleiðingum frá Indlandi, bæði innanlands og alþjóðlegar, en að auki 254 ættleiðingarstofnanir sem hafa heimild til að miðla ættleiðingum innanlands.

Indland er aðili að Haagsamningnum og staðfesti hann árið 2003.

Fjöldi barna ættleidd til Íslands frá IndlandiAlls hafa 164 börn verið ættleidd frá Indlandi með milligöngu félagsins.

Engin íslensk umsókn er í ferli hjá CARA.

Á árum áður starfaði Íslensk ættleiðing með Indian Society for Rehabilitation of Children (ISRC) í Kolkata og hefur mikill meirihluti barna sem hafa verið ættleidd frá Indlandi til Íslands komið frá barnaheimilinu. Beint samband var á milli félagsins og ISRC og bárust upplýsingar beint frá heimilinu til ÍÆ. Með nýjum reglum CARA hefur verið tekið fyrir þessa tengingu og fara allar umsóknir nú beint til ættleiðingarmiðstöðvarinnar í Nýju Dehli, sem sendir umsóknina áfram til ættleiðingarfélags sem CARA hefur veitt starfsleyfi.

Alþjóðlegum ættleiðingum hefur fækkað talsvert síðastliðin ár eins og sést á línuritinu.

Fjöldi ættleiðinga frá Indlandi 2003-2011Ættleiðingareglur hafa breyst mikið á síðastliðnum árum
Nýjar reglur voru teknar í gildi 1. ágúst 2015 og aftur voru teknar upp nýjar reglur 4.janúar 2017.

Í nýju reglunum er fjallað um grunn forsendur fyrir ættleiðingum barna frá Indlandi:

  • Hagsmunir barns skal vera í forgrunni þegar tekin er ákvörðun um ættleiðingu.
  • Ættleiðingar innan Indlands skulu vera í forgangi.
  • Ættleiðingar skulu fara fram eftir ákveðnum ferlum sem eru bundnir í tímaramma.
  • Enginn má hagnast, hvorki fjárhagslega né á neinn annan hátt, af ættleiðingum.
  • Öll munaðarlaus börn má ættleiða ef reglum CARA er fylgt og barnið hefur verið lýst ættleiðanlegt af Barnaverndarnefnd.

Athugið: Ekki er tekið á móti umsóknum til Indlands í augnablikinu 

Svæði