Fréttir

MBL - 600 þúsund króna klipping

Erna Kristín Stefánsdóttir hét því að láta raka af sér allt hárið ef henni tækist að safna hálfri milljón til styrktar hjálparstarfi á vegum ABC. Söfnunin gekk vonum framar og í morgun höfðu safnast tæpar sexhundruð þúsund krónur og hárið því látið fjúka.

MonitorTV fékk að fylgjast með, ásamt fjölskyldu Ernu Kristínar, þegar hún fór frá því að vera með sítt ljóst hár og yfir í að vera með 9 millimetra stutt hár á ekki nema nokkrum mínútum. Hárið hyggst hún svo gefa til Krabbameinsfélagsins í hárkollugerð.

http://www.mbl.is/folk/frettir/2012/06/13/600_thusund_krona_klipping/


Svæði