Um félagið

Íslensk ættleiðing er eina ættleiðingarfélagið á Íslandi og hefur löggildingu frá Dómsmálaráðuneytinu til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Þetta eru löndin: Kólumbía, Tékkland og Tógó.

Félagið er í grunninn frjáls félagasamtök þar sem hver félagsmaður hefur atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins sem haldinn er í mars ár hvert. 

Á aðalfundi velja félagsmenn fulltrúa í stjórn félagsins sem stýrir félaginu á milli aðalfunda. Stjórn ræður framkvæmdastjóra sem stýrir rekstri félagsins.

Stjórn:
Helga Pálmadóttir - helga.palmadottir (hjá) isadopt.is - meðstjórnandi
Kristín Ósk Wium - kristin.osk (hjá) isadopt.is - formaður
Selma Hafsteinsdóttir - selma.hafsteinsdottir (hjá) isadopt.is - ritari
Sigríður Dhammika Haraldsdóttir - sigridur.haraldsdottir (hjá) isadopt.is - varaformaður
Sólveig Diljá Haraldsdóttir - solveig.haraldsdottir (hjá) isadopt.is - meðstjórnandi
 
Þeir sem vilja senda stjórnarmönnum póst, öllum í einu,
geta notað netfangið - stjorn (hjá) isadopt.is
 
Starfsfólk skrifstofu:
Ásta Sól Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri - astasol (hjá) isadopt.is 
Thelma Rún Runólfsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur - thelma.run (hjá) isadopt.is
Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur - rut.sigurdardottir (hjá) isadopt.is
Elísabet Hrund Salvarsdóttir - elisabet.salvarsdottir (hjá) isadopt.is - sérstök verkefni
 
Marion Brochet, verkefnastjóri Tógó, staðsett í Frakklandi.
 
 Íslensk ættleiðing er aðili að Nordic Adoption Council.
Formaður Nordic Adoption Council er  Elísabet Hrund Salvardóttir.

 Aðalfulltrúi Íslands í stjórn Nordic Adoption Council er Sigríður Dhammika Haraldsdóttir.
 Varafulltrúi í stjórn Nordic Adoption Council er Helga Pálmadóttir. 
 

 
Íslensk ættleiðing er aðili að EurAdopt.
Aðalfulltrúi í stjórn EurAdopt er Kristín Ósk Wium.
Varafulltrúi í stjórn EurAdopt er Sigríður Dhammika Haraldsdóttir.

 
 

Íslensk ættleiðing var fyrsta félag kjörforeldra og var stofnað í Reykjavík í janúar 1978 og kallaðist í fyrstu Ísland-Kórea. Árið 1981 var nafni þess breytt í Íslensk ættleiðing. Fljótlega var annað félag stofnað á Akureyri; Ísland-Guatemala, sem einnig vann að ættleiðingum. Árið 1983 sameinuðust félögin undir nafninu Íslensk ættleiðing og búa félagsmenn um allt land. Árið 2008 var stofnað nýtt ættleiðingarfélag og hlaut það nafnið Alþjóðleg ættleiðing, tveimur árum síðar sameinuðust félögin undir nafni Íslenskrar ættleiðingar og er það eina félagið sem hefur löggildingu dómsmálaráðuneytisins til að annast milligöngu um alþjóðlegar ættleiðingar á Íslandi.

Meginmarkmið félagsins

  • Að aðstoða þá sem vilja ættleiða börn af erlendum uppruna og ávallt þannig að hagsmunir barnsins sitji í fyrirrúmi.
  • Að stuðla að velferð kjörfjölskyldna.
  • Að vinna að velferðarmálum barna erlendis.

Starfið tekur mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Haagsamningnum og miðast jafnframt við siðareglur EurAdopt sem eru samtök ættleiðingarfélaga í Evrópu, Íslensk ættleiðing var eitt stofnfélaga samtakanna. Einnig er ÍÆ aðili að Nordic Adoption Council sem eru samtök ættleiðingarfélaga á Norðurlöndunum.  

Upplýsingar birtar á vef þessum eru byggðar á heimildum sem Íslensk ættleiðing telja áreiðanlegar. Íslensk ættleiðing leitast við að hafa upplýsingar á vef félagsins, sem og tilvísanir í íslenskar og erlendar réttarheimildir og upplýsingasöfn, áreiðanlegar og réttar. Hins vegar er ekki unnt að ábyrgjast að svo sé í öllum tilvikum. Þá kunna upplýsingar og skoðanir þær sem fram koma að breytast án fyrirvara.

Íslensk ættleiðing ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af upplýsingagjöf félagsins né tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vef þess.

Svæði