Þegar heim er komið er sótt um staðfestingu á réttáráhrifum ættleiðingar, sjá nánar undir fjölskyldumál/ættleiðingar hér.
Mismunandi er eftir löndum hvenær hægt að sækja um þessa staðfestingu.
Í Tékklandi er ferlið öðruvísi. Fyrst þarf að sækja um leyfi ættleiðingar til Tékklands en það er gert eftir 3 eftirfylgniskýrslur og 6 mánuði. Þegar leyfi ættleiðingar frá Tékklandi er komið er hægt að sækja um staðfestingu réttaráhrifa hjá sýslumannsembættinu.
Staðfestingu réttaráhrifa þurfa að fylgja eftirfarandi skjöl:
- Erlent ættleiðingarskjal eða ættleiðingardómur
- Erlent vegabréf barnsins
- Skjal sem sýnir að mátt hafi ættleiða barnið
- Fæðingarvottorð barnsins
Foreldrar með umsókn um staðfestingu réttaráhrifa / leyfi til ættleiðingar á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar sem sér svo um að senda umsóknina til sýslumannsembættisins.