Fréttir

Jólaskemmtun 8. desember 2024

Skráning er hafin á jólaball sem haldið verður fyrir alla fjölskylduna þann 8. desember 2024 milli klukkan 14 og 1 í Safnarheimili Laugarneskirkju, 105 Reykjavík. Jólasveinar mæta vonandi á svæðið og dansað og sungið verður í kringum jólatréð við skemmtilegt undirspil. Veitingar eru innifaldar í verðinu og það er aldrei að vita hvað Sveinki verður með í pokanum sínum.
Lesa meira

Söfnun fyrir barnaheimili í Kalkútta

Söfnun fyrir barnaheimili í Kalkútta
Söfnun á Húsavík fyrir barnaheimili í Kalkútta í tilefni alþjóðlega ættleiðingadagsins en nokkrir uppkomnir ættleiddir búa á Húsavík.
Lesa meira

Visir.is Blendnar tilfinningar fyrir langþráð ferðalag

Visir.is Þann 1. september 2024 birtist frétt þar sem sagt var frá fyrirhuguðu ferðalagi Tinnu Rúnarsdóttur sem ættleidd var frá Sri Lanka árið 1984. Hún heldur út með litlar sem engar væntingar til að verða ekki fyrir vonbrigðum. Hún kemur til með að hitta ömmu sína og systur en stuttu eftir að hún hóf leit að blóðforeldrum sínum komst hún að því að þeir væru látnir.
Lesa meira

Ásta Sól tekur til starfa sem framkvæmdastjóri

Í dag, 12.ágúst, tók Ásta Sól við sem framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar af Elísabetu Hrund Salvarsdóttur.
Lesa meira

Rúv.is - Má ekki syrgja upprunann því hún á að vera svo þakklát fyrir björgina

Miðvikudaginn 24.7.2024 birtist grein á rúv.is um Steinunni Önnu Radha sem ættleidd var til Íslands sem ungabarn. Steinunn Anna segist fyrst hafa virkilega fundið fyrir þörf til að tjá sig þegar Black Lives Matter hreyfingin fór af stað hér á landi. Þá hafi hún fundið fyrir mikilli vanlíðan „og þegar þú ert byrjaður að tjá þig þá er rosalega erfitt að stoppa.“
Lesa meira

Ferð fjölskyldu til Kína

Ferð fjölskyldu til Kína
Núna í sumar fór fjölskylda í upprunaleit til Kína til að skoða land og menningu, þaðan sem strákurinn Tianyu var ættleiddur frá árið 2012.
Lesa meira

Vísir.is - Fjallar um móður sína sem er fyrsti Íslendingurinn ættleiddur frá Asíu

Vísir.is - Fjallar um móður sína sem er fyrsti Íslendingurinn ættleiddur frá Asíu
Mánudaginn 22.7.2024 birtist grein á vísir.is um umfjöllun sem var í Bítinu við Friðrik Agna Árnason sem hyggst gera heimildamynd um móður sína þar sem hann freistar þess að komast á snoðir um uppruna hennar. Móðir hans er fyrsta ættleidda barnið sem kom frá Asíu til Íslands.
Lesa meira

Vísir.is - „Væri ekki að fara ef ekki væri fyrir góð­vild fólks“

Vísir.is - „Væri ekki að fara ef ekki væri fyrir góð­vild fólks“
Þriðjudaginn 16.7.2024 birtist grein á visir.is um Tinnu Rúnarsdóttur sem var ættleidd til Íslands frá Sri Lanka 1985. Hún stefnir á ferð til Srí Lanka í september, til þess að hitta sammæðra systur sínar tvær og ömmu sína.
Lesa meira

Hlaðvarp frá Adoptionscentrum í Svíþjóð

Hlaðvarp frá Adoptionscentrum í Svíþjóð
Ættleiðingarfélagið Adoptionscentrum í Svíþjóð hefur verið með hlaðvarp: Adoption & sånt (Adoption & such), síðustu ár. Nokkrir þættir eru á ensku og nýjasti þátturinn er á ensku og fjallar um tvær systur sem ættleiddar voru frá Kína.
Lesa meira

Sumargrill ÍÆ 25.ágúst

Sunnudaginn 25.ágúst klukkan 13.00 ætlum við að hittast í Frístundagarðinum í Gufunesbæ og eiga góða stund saman. Þar er að finna virkilega skemmtilegt svæði fyrir börn og fjölskyldur og við höfum góða reynslu af því að hittast á þessu svæði.
Lesa meira

Sumarleyfi 2024

Sumarleyfi 2024
Starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar er í sumarleyfi 8.júlí til 6.ágúst 2024. Skrifstofan verður því með skert aðgengi á þessum tíma og ekki verður opið fyrir gangangi umferð.
Lesa meira

Starf framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar

Starf framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar
Ásta Sól Kristjánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar og mun hún hefja störf 12.ágúst næstkomandi.
Lesa meira

Rúv.is - Meðvitaður um takmarkaðan tíma og fann þörf til að leita upprunans

Sunnudaginn 19.5.2024 birtist grein á rúv.is um Anton Gunnar Ólafsson sem var ættleiddur frá Indlandi sjö mánaða gamall. Nýlega komst hann að nýrri merkingu nafns síns, möguleg skilaboð. Hann hélt í mánaðarferð til heimalandsins og segir það hafa verið góða stund að hitta konurnar sem önnuðust hann.
Lesa meira

Farsæld ættleiddra barna

Farsæld ættleiddra barna
Í upphafi þessa árs var sagt frá styrktarsamningi sem Íslensk ættleiðing skrifaði undir við mennta- og barnamálaráðuneytið til tveggja ára um þróun verklags um samþætta þjónustu við börn sem ættleidd eru til Íslands.
Lesa meira

Ráðstefna EurAdopt í Cambridge

Ráðstefna EurAdopt í Cambridge
Ráðstefna EurAdopt var haldin í Cambridge, Englandi, dagana 17.-18.apríl. Starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar fór á ráðstefnuna en fjallað var um kynslóðaáhrif ættleiðingar - The Generational Impact of Adoption.
Lesa meira

Vísir.is - Leitinni að for­eldrunum lauk á hörmu­legum nótum

Tinna Rúnarsdóttir hóf leit að blóðforeldum sínum á Srí Lanka fyrir um mánuði. Þar fæddist hún í nóvember árið 1984. Þremur mánuðum síðar var hún ættleidd til Íslands. Tinna sagði sögu sína á Vísi um helgina og fékk á sama tíma afar erfiðar fréttir um afdrif blóðforeldra sinna.
Lesa meira

Skrifstofa lokuð vegna ráðstefnu

Skrifstofa lokuð vegna ráðstefnu
Skrifstofa félagsins verður lokuð frá og með þriðjudeginum 16.apríl til og með föstudagsins 19.apríl vegna ráðstefnu á vegum EurAdopt, samtökum ættleiðingarfélaga í Evrópu. Ráðstefnan verður haldin í Cambridge, Bretlandi og er þema hennar: The Generational Impact of Adoption.
Lesa meira

Dv.is - Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Sunnudaginn 14.4.2024 birtist grein á dv.is um Tinnu Rúnarsdóttur sem ættleidd var til Íslands frá Srí Lanka 1985.
Lesa meira

Vísir.is - Skrítin til­finning að vera mögu­lega búin að finna mömmu sína

Laugardaginn 13.4.2024 birtist grein á visir.is um Tinnu Rúnarsdóttur sem var ættleidd til Íslands frá Srí Lanka 1985.
Lesa meira

Starf framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar

Starf framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar
Starf framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar er laust til umsóknar. Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar er í Skipholti 50b, 105 Reykjavík. Félagið leitar eftir drífandi og metnaðarfullum einstaklingi með áhuga á ættleiðingum og málefnum þeim tengdum. Íslensk ættleiðing eru frjáls félagasamtök með löggildingu frá dómsmálaráðuneytinu til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Markmið félagsins er að veita þeim sem vilja ættleiða börn erlendis frá aðstoð með það að leiðarljósi að hagsmunir barnsins séu ávallt í fyrirrúmi. Þá er markmið félagsins einnig að stuðla að velferð kjörfjölskyldna fyrir og eftir ættleiðingu.
Lesa meira

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar 2023

Miðvikudaginn 20.mars 2024 var haldinn aðalfundur félagsins í húsnæði Framvegis að Borgartúni 20. Mætt voru af hálfu stjórnar: Berglind Glóð Garðarsdóttir formaður, Gylfi Már Ágústsson, Svandís Sigurðardóttir varaformaður og Örn Haraldsson. Fjarverandi voru: Sigríður Dhammika Haraldsdóttir og Sólveig Diljá Haraldsdóttir. Mættar af hálfu starfsfólks skrifstofu: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, framkvæmdarstjóri og Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi. Fundargerð aðalfundar ritaði: Ragnheiður Davíðsdóttir, fundargerð verður birt eftir að stjórn hefur samþykkt hana.
Lesa meira

Fjölskyldufjör í fimleikum laugardaginn 6.apríl

Fjölskyldufjör í fimleikum laugardaginn 6.apríl
Laugardaginn 6.apríl frá klukkan 15:30 – 17:00 verður fjölskyldufjör í fimleikasal Aftureldingar í íþróttamiðstöðinni Varmá, Mosfellsbæ.
Lesa meira

Vísir.is - Heyrðu hún er fundin

Vísir.is - Heyrðu hún er fundin
Sunnudaginn 3.3.2024 birtist grein á visir.is um Fanney Ýr Gunnlaugsdóttur sem var ungabarn þegar hún var ættleidd frá Sri Lanka.
Lesa meira

Framboð til stjórnar Íslenskrar ættleiðingar

Framboð til stjórnar Íslenskrar ættleiðingar
Á næsta aðalfundi félagsins sem haldinn verður miðvikudaginn 20.mars, kl. 20:00 eru tvö stjórnarsæti laus til kosningar og eru félagsmenn hvattir til að bjóða sig fram.
Lesa meira

Aðalfundur 2024 - 20.mars 2024

Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður hjá Framvegis, miðstöð símenntunar, Borgartún 20, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 20.mars 2024, kl. 20:00.
Lesa meira

Kínversk nýárshátíð á Háskólatorgi

Kínversk nýárshátíð á Háskólatorgi
Í tilefni árs drekans sem gekk í garð um síðustu helgina, býður Konfúsíusarstofnun öllum velkomin á nýárshátíð sem haldin verður á Háskólatorgi í Háskóla Íslands laugardaginn, 17. febrúar. kl. 14:00 - 16:00.
Lesa meira

Fræðsluerindi - David Asplund

Fræðsluerindi - David Asplund
Fimmtudaginn 15.febrúar kl.20:00 stendur Íslensk ættleiðing fyrir fræðsluerindi í gegnum fjarfundarbúnað sem Davið Asplund mun halda. David Asplund er mannfræðingur frá Svíþjóð og var sjálfur ættleiddur frá Ísrael.
Lesa meira

Fyrirlestraröðin Snarl og spjall

Fyrirlestraröðin Snarl og spjall
Næsta fimmtudag, 15.febrúar, verður haldið erindi á vegum Konfúsíusarstofnunar og Kínversk – íslenska menningarfélagsins (KÍM). Yabei Hu, kínverskukennari og myndasöguteiknari, mun flytja erindi um kínverskt netmál og menningu.
Lesa meira

Fyrirlestraröðin Snarl og spjall

Fyrirlestraröðin Snarl og spjall
Fimmtudaginn 25.janúar verður haldið erindi á vegum Konfúsíusarstofnunar og Kínversk – íslenska menningarfélagsins (KÍM). Kjartan Pétur Sigurðsson mun koma og spjalla um reynslu sína í Shanghai sem tækniáhugamaður, frumkvöðull og fjölskyldumaður. Hann mun auk þess velta fyrir sér ýmsum áhugaverðum menningarmun á milli Kína og Norðurlandana.
Lesa meira

Rás2 - Samningur um þróun verklags farsæld ættleiddra barna

Rás2 - Samningur um þróun verklags farsæld ættleiddra barna
Mennta- og barna­málaráðuneytið hef­ur gert samn­ing við Íslenska ætt­leiðingu um þróun verklags um samþætta þjón­ustu við börn sem ætt­leidd eru til Íslands. Ásmundur Einar Daðason mennta og barnamálaráðherra og Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar undirrituðu samning þess efnis.
Lesa meira

Mbl.is - Þróa verklag um samþætta þjónustu við ættleidd börn

Mennta- og barna­málaráðuneytið hef­ur gert samn­ing við Íslenska ætt­leiðingu um þróun verklags um samþætta þjón­ustu við börn sem ætt­leidd eru til Íslands. Samn­ing­ur­inn er gerður til tveggja ára og nem­ur þrem­ur millj­ón­um króna.
Lesa meira

Farsæld fyrir ættleidd börn

Farsæld fyrir ættleidd börn
Miðvikudaginn 17.janúar skrifaði framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar undir styrktarsamning við mennta- og barnamálaráðuneytið til tveggja ára um þróun verklags um samþætta þjónustu við börn sem ættleidd eru til Íslands.
Lesa meira

Kínversk menningarvika

Kínversk menningarvika
Kínverska sendiráðið heldur menningarviku í tilefni af vorhátíð árs drekans með Félagi Kínverja á Íslandi, Íslenska kínverska menningarfélaginu og Íslenska kínverska viðskiptaráðinu. Dagskráin byrjar sunnudaginn 28. janúar með opnu húsi í Sendiráðinu.
Lesa meira

Íslensk ættleiðing 46 ára

Íslensk ættleiðing 46 ára
Þann 15.janúar 1978 var stofnfundur félagsins haldin og hlaut félagið nafnið Ísland – Kórea sem síðan var sameinað félaginu Ísland - Guatemala og hlaut hið sameinaða félag nafnið Íslensk ættleiðing árið 1983. Árið 2010 var félagið svo sameinað Aðþjóðlegri ættleiðingu. En á þeim 46 árum síðan félagið var stofnað hefur margt breyst. 14 formenn hafa starfað fyrir hönd félagsins, í mislangan tíma.
Lesa meira

EurAdopt - 30 ára saga

EurAdopt - 30 ára saga
Á síðasta ári, 2023, fagnaði EurAdopt 30 ára afmæli samtakana. Í tilefni af því gaf EurAdopt út sögu um myndun samtakana og hvernig það hefur á undanförnum þremur áratugum sinnt hlutverki sínu sem er að tryggja að alþjóðlegar ættleiðingar fari fram samkvæmt lögum og stöðlum, með tilliti til réttinda allra aðila og með hafsmuna barnsins í fyrirrúmi.
Lesa meira

Gleðilega hátíð

Gleðilega hátíð
Skrifstofa félagsins verður lokuð á milli jóla og nýárs og er því ekki opið fyrir gangandi umferð en skrifstofa opnar aftur þann 3.janúar. Þó skrifstofan sé lokuð mun starfsfólk félagsins fylgjast með tölvupósti og sinna því sem nauðsynlegt er. Starfsfólk og stjórn Íslenskrar ættleiðingar óskar félagsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 10.desember

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 10.desember
Jólaskemmtun fyrir alla fjölskylduna þann 10.desember 2023 kl. 14:00 - 16:00 í Safnarheimili Laugarneskirkju, 105 Reykjavík. Jólasveinar mæta vonandi á svæðið og við syngjum og dönsum saman í kringum jólatré við skemmtilegt undirspil. Veitingar eru innifaldar í verðinu og það er aldrei að vita hvað Sveinki verður með í pokanum sínum.
Lesa meira

Boð hjá Kínverska sendiráðinu vegna 70 ára afmælis KÍM

Boð hjá Kínverska sendiráðinu vegna 70 ára afmælis KÍM
Miðvikudaginn 29.nóvember kl. 13:00 býður Kínverska sendiráðið og KÍM, Kínversk-íslenska menningarfélagið til viðburðar í tilefni af 70 ára afmæli KÍM. Viðburðinn verður haldinn í Safnahúsinu, Hverfisgögu 15, 101 Reykjavík.
Lesa meira

Adoption Awareness Week - Colombia

Adoption Awareness Week - Colombia
Today we will meet Alvaro Vega. Growing up in the countryside of Denmark, I quickly found myself in a situation where I felt different. Moreover, ever since my teenage years, it has been a desire of mine sparked by reading Malcolm X's autobiography to explore the significance of 'X' as representing the unknown in relation to his roots, leading me to contemplate my own.
Lesa meira

Adoption Awareness Week - Brazil

Adoption Awareness Week - Brazil
Today we will meet Magnus Helio Holen After not knowing much about my biological family and origins my entire life, my curiosity got the best of me. I wanted to find the place and the people that I once belonged to and to learn more about my biological family and where my life began.
Lesa meira

Adoption Awereness Week - Thailand

Adoption Awereness Week - Thailand
Adoption Awareness Week 2023: Searching for your roots Suti Niemelä went to search his roots in Thailand in September 2023.
Lesa meira

Adoption Awereness Week - India

Adoption Awereness Week - India
Adoption Awareness Week 2023: Searching for your roots Here comes the story from Emma Karuna Lundgren, she was adopted from India.
Lesa meira

Adoption Awereness Week - Sri Lanka

Adoption Awereness Week - Sri Lanka
Today we start the Adoption awareness week! All of us Nordic adoption organizations go together on social media to raise awareness on intercountry adoption. Here comes the story of Sigridur Dhammika Haraldsdóttir from Iceland, adopted from Sri Lanka.
Lesa meira

Adoption Awareness Week á Norðurlöndunum

Adoption Awareness Week á Norðurlöndunum
Í þessari viku er Adoption Awareness Week á Norðurlöndunum. Þetta er samvinnuverkefni á milli allra félagana sem eru í Nordic Adoption Council, þema þessarar viku er "Leit að uppruna" - "Searching for Roots". Öll skilaboð verða á ensku og birtast á samfélagsmiðlum félagana.
Lesa meira

Nýr starfsmaður hjá Íslenskri ættleiðingu

Nýr starfsmaður hjá Íslenskri ættleiðingu
Á næstu vikum mun taka til starfa nýr starfsmaður hjá félaginu. Thelma Rún Runólfsdóttir er að klára Uppeldis- og menntunarfræði frá HÍ vorið 2024. Hlutverk hennar verður að sinna fræðslu og ráðgjöf fyrir umsækjendur í ættleiðingarferlinu, fræðslu inní skólakerfið og til annarra ef þess þarf.
Lesa meira

Yfirlýsing frá NAC

Yfirlýsing frá NAC
Eftir norræna ættleiðingarráðstefnu sem haldin var á Íslandi 15.september 2023 hefur verið stjórn Nordic Adoption Council sent út yfirlýsingu.
Lesa meira

Rás1 - Ættleidd börn í sömu stöðu og vöggustofubörnin

Rás1 - Ættleidd börn í sömu stöðu og vöggustofubörnin
Reynsla ættleiddra barna sem koma hingað til lands er sambærileg reynslu þeirra sem vistuð voru á vöggustofum í Reykjavík á árum áður. Þetta segir Selma Hafsteinsdóttir, móðir ættleidds barns. Hún segir ættleiddra barna bíði sömu örlög nema þau fái kerfisbudninn stuðning til að vinna úr sínum áföllum.
Lesa meira

Vísir.is - Hver læknar sárin?

Vísir.is - Hver læknar sárin?
Munurinn á milli líffræðilegra barna sem alast upp með ástríkum foreldrum frá fæðingu og ættleiddra barna sem eru ættleidd til ástríkra foreldra. Af hverju þarf að grípa börnin okkar strax. Í lok á greininni er reynslusaga móður sem á tvö ættleidd börn á grunnskólaaldri og lýsir hún því að yngra barnið var gripið strax en eldra barnið ekki og munurinn þar á milli er sláandi.
Lesa meira

Skrifstofa ÍÆ lokuð dagana 24.-27.október

Skrifstofa ÍÆ lokuð dagana 24.-27.október
Skrifstofa félagsins verður lokuð frá þriðjudeginum 24.október til og með föstudagsins 27.október vegna vetrarleyfis.
Lesa meira

Lífið er lótterí - Upprunaleit með hjálp DNA

Lífið er lótterí - Upprunaleit með hjálp DNA
Í ágúst var haldið fræðsluerindi sem bar heitið "Upprunaleit með hjálp DNA". Krístin Valdemarsdóttir og fjölskylda hennar sögðu sína sögu. Mjög góð þátttaka var á fræðslunni og hefur Kristín nún tekið saman skjal í framhaldi af erindi sínu fyrir félagsmenn.
Lesa meira

Rauða borðið - Vöggustofur

Rauða borðið - Vöggustofur
Viðtal við Selmu Hafsteinsdóttur og Elísabetu Hrund Salvarsdóttur, mæður ættleiddra barna, um vöggustofur og áhrif þeirra á börnin.
Lesa meira

DV.is - Segir skilning og aðstoð vegna áfalla ættleiddra barna skorta

DV.is - Segir skilning og aðstoð vegna áfalla ættleiddra barna skorta
Hver huggaði barnið mitt fyrstu tvö árin? „Það er sorglegt að allir foreldrar ættleiddra barna þurfa að berjast fyrir börnunum sínum. Berjast fyrir skilning, berjast fyrir aðstoð í heilbrigðiskerfinu, berjast fyrir aðstoð og stuðning í skólakerfinu, berjast fyrir því að fá greiningu fyrir börnin, berjast fyrir að fá skilning frá öðrum foreldrum af hverju barnið hagar sér svona og hinsegin. Berjast fyrir því að fá stuðning fyrir foreldrana sjálfa þar sem álagið er alveg svakalega mikið. Berjast fyrir því að barnið og fjölskyldan fái alla þá aðstoð sem það þarf til að hjálpa þeim að vinna úr áföllunum,“
Lesa meira

Vísir.is - Ennþá raunveruleiki fyrir ættleiddu börnin okkar

Vísir.is - Ennþá raunveruleiki fyrir ættleiddu börnin okkar
Ég hlusta og les skelfilegar frásagnir frá vöggustofu. Sem betur fer er þetta ekki lengur raunin hér á íslandi. En á sama tíma eru börn að koma hingað til landsins sem hafa upplifað svipað, ættleidd börn þar á meðal ættleidda barnið mitt sem bjó á stofnun ekki langt frá því að vera eins og vöggustofan.
Lesa meira

Heimsókn til landsamtaka foreldra

Heimsókn til landsamtaka foreldra
Framkvæmdastjóri félagsins fór í heimsókn til landsamtaka foreldra, Heimili og skóli. Markmiðið með heimsókninni var að ræða um ættleiðingarmálaflokkinn og þær áskoranir sem ættleidd börn og foreldrar þeirra geta lent í.
Lesa meira

Breyting á þjónustu og reglugerðum

Breyting á þjónustu og reglugerðum
Starf og þjónusta Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ) miðar að því að sinna félagsmönnum eins vel og kostur er enda eru þeir félagið. Eitt af markmiðum félagsins er að tryggja góða faglega þjónustu. Ættleiðingarmálaflokkurinn hefur breyst mikið á síðustu árum, ættleiðingum hefur fækkað en á móti er hvert mál orðið flóknara. Þessar breytingar eru ekki eingöngu að eiga sér stað á Íslandi heldur í öllum heiminum.
Lesa meira

Hlaðvarpið

Hlaðvarpið
"Allt um ættleiðingar" er hlaðvarp um allt sem tengist ættleiðingum. Selma Hafsteinsdóttir móðir ættleidds drengs og meðlimur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar fór af stað í upphafi árs með hlaðvarpið, og hefur Selma fengið marga til sín. Sumir segja frá sinni persónulegu reynslu af ættleiðingum, bæði foreldrar og uppkomnir ættleiddir.
Lesa meira

Komið að kveðjustund

Komið að kveðjustund
Nú um mánaðarmótin mun Ragnheiður Davíðsdóttir verkefnastjóri láta af störfum, en hún hefur unnið hjá Íslenskri ættleiðingu síðan maí 2012, eða rúmlega 11 ár. Ragnheiður hefur sinnt starfi sínu af mikilli alúð og hefur komið að þeirri miklu þróun sem átt hefur sér stað á fræðslu og þjónustu við ættleidda og fjölskyldur þeirra.
Lesa meira

Norræn ráðstefna um ættleiðingar - samantekt

Norræn ráðstefna um ættleiðingar - samantekt
Síðasta föstudag, 15.september, var haldin norræn ættleiðingarráðstefna á vegum Nordic Adoption Council (NAC). Þema ráðstefnunnar var, Adoption – a lifelong process. Fjöldi fyrirlesara komu fram á ráðstefnunni, bæði innlendir og erlendir.
Lesa meira

Kínverskur menningardagur 6.september

Kínverskur menningardagur 6.september
Kínverska sendiráðið á Íslandi býður félagsmönnum Íslenskrar ættleiðingar og fjölskyldum á viðburðinn "Kínverskur menningardagur" sem haldinn verður miðvikudaginn 6.september kl. 17:00 í Stóra salnum í Háskólabíó.
Lesa meira

Fræðsluerindi - Upprunaleit með hjálp DNA

Fræðsluerindi - Upprunaleit með hjálp DNA
Þriðjudaginn 22.ágúst, stendur Íslensk ættleiðing fyrir fræðsluerindi sem ber nafnið "Upprunaleit með hjálp DNA" Kristín Valdemarsdóttir og fjölskylda hennar segja frá ævintýri sínu við að nota DNA til að leita að uppruna.
Lesa meira

Adoption - a lifelong process

Adoption - a lifelong process
Dagana 15.-16.september 2023 verður haldin ættleiðingarráðstefna á Íslandi á vegum Nordic Adoption Council (NAC). Öll ættleiðingarfélög á Norðurlöndunum standa að regnhlífasamtökunum NAC, ásamt tveimur foreldrafélögum ættleiddra barna. Samtökin standa fyrir ráðstefnu á tveggja ára fresti og flakkar hún yfirleitt á milli norðurlandanna. Árið 2019 sá Íslensk ættleiðing um að skipuleggja ráðstefnuna og hefur aftur fengið það hlutverk vegna ráðstefnunnar á þessu ári. Meginþemað á ráðstefnunni verður Adoption - a lifelong process Best Practises in Adoption.
Lesa meira

Grein um íslenska ættleiðingarmódelið

Í nýjasta fréttabréfi ISS, the global social work organisation, birtist grein eftir fyrrum framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, Kristinn Ingvarsson. Í greininni er farið yfir uppruna Íslenska ættleiðingarmódelsins en það samanstendur af því að félagið sé með þjónustusamning við miðstjórnvaldið og sé ekki háð fjölda ættleiðinga eða umsækjenda til að bjóða uppá gæða þjónustu og stuðning.
Lesa meira

Sumarleyfi 2023

Sumarleyfi 2023
Starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar fer í sumarleyfi 12.júlí til 8.ágúst. Skrifstofan verður því með skert aðgengi á þessum tíma og ekki verður opið fyrir gangangi umferð,
Lesa meira

Er ættleiðing fyrir mig - seinni hluti

Lesa meira

Er ættleiðing fyrir mig - fyrri hluti

Lesa meira

Ruv.is - Fann alsystur sína með DNA-prófi

Ruv.is - Fann alsystur sína með DNA-prófi
Fann alsystur sína með DNA-prófi Þegar hin 15 ára Karólína Ágústsdóttir tók DNA-próf vildi hún helst vita hvaðan hún væri en fann í staðinn líffræðilega alsystur. Báðar eru þær ættleiddar frá Kína. Systir hennar býr í Bandaríkjunum og er fjórum árum eldri.
Lesa meira

Fálkaorða fyrir störf í þágu ættleiddra

Fálkaorða fyrir störf í þágu ættleiddra
Á þjóðhátíðardaginn, 17.júní, voru fjórtán sæmd fálkaorðu. Meðal þeirra sem sæmd voru orðunni að þessu sinni var Árný Aurangsari Hinriksson, Auri, kennari en hún fékk riddarakrossinn fyrir störf í þágu ættleiddra.
Lesa meira

Ný reglugerð um ættleiðingar í Samráðsgátt

Ný reglugerð um ættleiðingar í Samráðsgátt
Dómsmálaráðuneytiuð hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda drög að nýrri reglugerð um ættleiðingar. Þessari reglugerð er ætlað að koma í stað núgildandi reglugerðar um ættleiðingar nr. 238/2005.
Lesa meira

Nýtt skrifstofurými Íslenskrar ættleiðingar

Nýtt skrifstofurými Íslenskrar ættleiðingar
Síðustu 2 vikur hafa staðið yfir flutningar hjá Íslenskri ættleiðingu en verið var flytja í annað skrifstofurými á sömu hæð í Skipholti 50b.
Lesa meira

Hin asíska ímyndun í íslensku samfélagi

Fimmtudaginn 13.apríl verður haldinn þriðji fyrirlestur í fyrirlestraröð fyrirlestraröð Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnunar Snarl og spjall. Fyrirlesturinn að þessu sinni ber heitið: Hin asíska ímyndun í íslensku samfélagi. Form fyrirlestursins verður með óhefðbundnum hætti en um er að ræða óformlegar umræður með Wei Lin og Elizabeth Lay um ólík sjónarhorn þeirra á að búa á Íslandi sem kínversk/íslenskur tónlistarmaður og kínversk-amerískur menntafræðingur, sérstaklega í kjölfar opinberrar gagnrýni á uppsetningu Íslensku óperunnar á Madame Butterfly.
Lesa meira

Komið að tímamótum

Komið að tímamótum
Nú um mánaðarmótin lét Rut Sigurðardóttir af störfum hjá Íslenskri ættleiðingu, en hún hefur starfað hjá félaginu frá 2017. Rut hefur fengið vinnu sem Málstjóri hjá Reykjavíkurborg en mun aðstoða félagið áfram sem verktaki.
Lesa meira

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar 2023

Þriðjudaginn 28.mars 2023 var haldinn aðalfundur félagsins í húsnæði Framvegis að Borgartúni 20. Mætt voru af hálfu stjórnar: Lísa Björg Lárusdóttir formaður, Berglind Glóð Garðarsdóttir varaformaður, Gylfi Már Ágústsson, Svandís Sigurðardóttir, Tinna Þórarinsdóttir og Örn Haraldsson. Fjarverandi var: Brynja Dan Gunnarsdóttir. Mættar voru af hálfu starfsfólks skrifstofu: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, framkvæmdarstjóri, Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri og Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi. Fundargerð aðalfundar ritaði: Ragnheiður Davíðsdóttir, fundargerð verður birt eftir að stjórn hefur samþykkt hana.
Lesa meira

Fyrirlestur um Áhrif áfalla á börn

Fyrirlestur um Áhrif áfalla á börn
Síðustu vikur hefur Rut Sigurðardóttir félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá félaginu haldið fyrirlestra um Áhrif áfalla á börn í borgarmiðstöðvum Reykjavíkurborgar.
Lesa meira

Viðtal við móður sem hefur ættleitt frá Tékklandi

Viðtal við móður sem hefur ættleitt frá Tékklandi
Selma Hafsteinsdóttir er móðir drengs frá Tékklandi, hún fór í viðtal í Ísland vaknar á K100 og ræddi í stuttu máli og sýna reynslu af ættleiðingarheiminum. Einnig sagði hún frá pod-castinu sínu "Allt um ættleiðingar".
Lesa meira

Adoption Awareness Week á Norðurlöndunum

Adoption Awareness Week á Norðurlöndunum
Í þessari viku er Adoption Awareness Week á Norðurlöndunum. Þetta er samvinnuverkefni á milli allra félagana sem eru Nordic Adoption Council.
Lesa meira

Barnaheimili á Indlandi styrkt af íslenskum fyrirtækjum

Barnaheimili á Indlandi styrkt af íslenskum fyrirtækjum
Daníel Chandrachur Annisius sem ættleiddur var frá Indlandi fyrir 33 árum síðan fór í heimsókn á gamla barnaheimilið sitt í Kalkútta í byrjun þess árs.
Lesa meira

Fyrirlestrarröðin Snarl og spjall

Fyrirlestrarröðin Snarl og spjall
Fyrirlestraröðin Snarl og spjall hefst nú aftur eftir töluvert hlé þann 16. febrúar nk. Allar upplýsingar um fyrsta fyrirlesturinn og fyrirlesarann sjálfan eru hér að neðan. Fyrirlestraröðin er samstarfsverkefni Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa og Kínversk-íslenska menningarfélagsins.
Lesa meira

Aðalfundur 2023

Aðalfundur 2023
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður hjá Framvegis, miðstöð símenntunar, Borgartún 20, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 28.mars 2023, kl. 20:00.
Lesa meira

Kínversk nýárshátíð á Háskólatorgi

Kínversk nýárshátíð á Háskólatorgi
Í tilefni árs kanínunnar mun Konfúsíusarstofnunin Norðurljós halda upp á kínverska nýárið með veglegri nýárshátíð á Háskólatorgi í HÍ nk. laugardag (4. febrúar) kl. 14:00 – 16:00. Boðið verður upp á alvöru kínverska nýársstemmningu með atriðum á sviði og síðan verður kynning á kínverskri menningu, m.a. kínverskri skrautskrift, matarmenningu, tesmökkun, kínverskum hljóðfærum o.fl. Kínverski drekinn mun einnig láta sjá sig og dansa fyrir okkur í byrjun.
Lesa meira

Þjóðhátíðardagur Indlands

Þjóðhátíðardagur Indlands
Sendiherra Indlands á Íslandi, B. Shyam og sendiherrafrú Ramya Shyam buðu til viðburðar í tilefni af því að 74 ár eru líðin frá því að Indland varð lýðveldi. Skrifstofu og stjórn Íslenskrar ættleiðngar var boðið að fagna með sendiráðinu ásamt öðrum, en 164 börn hafa verið ættleidd frá Indlandi til Íslands.
Lesa meira

Íslensk ættleiðing 45 ára

Íslensk ættleiðing 45 ára
Í ár fagnar félagið Íslensk ættleiðing 45 ára afmæli á þessu ári, en afmælisdagurinn var í gær. Þann 15.janúar var stofnfundur félagsins haldin og hlaut félagið nafnið Ísland – Kórea sem síðan var sameinað félaginu Ísland - Guatemala og hlaut hið sameinaða félag nafnið Íslensk ættleiðing árið 1983. Árið 2010 var félagið svo sameinað Aðþjóðlegri ættleiðingu. En á þeim 40 árum síðan félagið var stofnað hefur margt breyst. 12 formenn hafa starfað fyrir hönd félagsins, í mislangan tíma.
Lesa meira

Foreldrahittingur

Foreldrahittingur
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 frá kl. 20:30 mun Örn Haraldsson, stjórnarmaður Íslenskrar ættleiðingar og foreldri ættleidds drengs, stendur fyrir hittingi fyrir foreldra á skrifstofu félagsins.
Lesa meira

Sögur um upplifun á því að vera ættleidd/ur til Noregs

Sögur um upplifun á því að vera ættleidd/ur til Noregs
Á vefsíðunni www.spagaten.no er að finna yfir 20 sögur, sagðar af fólki sem ættleitt hefur verið til Noregs frá mismunandi löndum. Í sögunum er rætt um sjálfsmyn, heimþrá, rasisma, að tilheyra og endurfundi við blóðfjölskyldu.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár
Breytingar urðu hjá Íslenskri ættleiðingu í upphafi síðasta árs þegar fyrrum framkvæmdastjóri Kristinn Ingvarsson kvaddi félagið og nýr framkvæmdastjóri, Elísabet Hrund Salvarsdóttir kom til starfa. Árið var að mestu leyti laust við áhrif eftir Covid-19 faraldurinn þó áhrifa hafi gætt í upprunaríkjum sem félagið er í samstarfi við.
Lesa meira

Mbl.is - Vill öll gögn um ættleiðingar frá Sri Lanka

Dóms­málaráðuneytið hef­ur óskað eft­ir því við Íslenska ætt­leiðingu að fá öll gögn sem fé­lagið hef­ur und­ir hönd­um um ætt­leiðing­ar frá Sri Lanka til varðveislu og skoðunar í ráðuneyt­inu. Seg­ir ráðuneytið frá frá því í til­kynn­ingu í dag að það hafi stöðvað ætt­leiðing­ar frá Sri Lanka árið 1986. Til­efnið er um­fjöll­un Stöðvar 2 í þátt­un­um „Leit­in að upp­run­an­um", sem sýni glögg­lega hve dýr­mætt það er hverju manns­barni að vita upp­runa sinn.
Lesa meira

Rúv.is - Ráðuneytið fékk ákúrur fyrir að stöðva ættleiðingar

Rúv.is - Ráðuneytið fékk ákúrur fyrir að stöðva ættleiðingar
Dómsmálaráðuneytið stöðvaði ættleiðingar frá Sri Lanka árið 1986, vegna þess vafa sem ráðuneytið taldi leika á ferli ættleiðinga þaðan á þeim tíma. Þá hafði komið upp tilfelli um fölsuð skjöl barns sem ættleitt var þaðan hingað til lands. Ráðuneytið kveðst hafa fullan vilja til að aðstoða í tilfellum þar sem hugsanlegt er að gögn um uppruna ættleiddra barna gætu hafa verið fölsuð, en segir að úrræði ráðuneytisins kunni að vera takmörkuð.
Lesa meira

Fréttablaðið - DNA-próf gjörbreytti leitinni

Leitin að upprunanum kallar fram bæði bros og tár hjá áhorfendum enda er þátturinn algjör tilfinningarússíbani. Auk þess geta gerst óvæntir hlutir sem koma Sigrúnu og viðmælanda hennar stórkostlega á óvart ekki síður en áhorfendum.
Lesa meira

Vísir.is - Ólöglegar ættleiðingar, ábyrgð stjórnvalda og Íslands

Líkt og kom fram í þættinum Leitin að upprunanum sem sýnd var nýliðna helgi, hefur Ísland og stjórnvöld hér á landi því miður verið þátttakendur í ólöglegum ættleiðingum erlendis frá og hingað til lands. Sem betur fer í dag, hafa ferlar, lög og reglugerðir breyst og við sem samfélag ásamt Íslenskri ættleiðingu lagt kappsmál á að löglega sé staðið að ættleiðingum hingað til lands. Undir Skoðun á vísir.is birtist innsend grein frá Rut félagsráðgjafa og fjölskyldufræðingi Íslenskrar ættleiðingar.
Lesa meira

RÚV - Ósátt við viðbrögð stjórnvalda

RÚV - Ósátt við viðbrögð stjórnvalda
Vísbendingar eru um að börn hafi verið ættleidd frá Sri Lanka til Íslands með milligöngu svokallaðra barnamangara á níunda áratugnum og að skjöl þeirra hafi verið fölsuð. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld, en fjallað var um málið í þættinum Leitin að upprunanum sem sýndur er á Stöð tvö.
Lesa meira

Visir.is - Lygar og skjalafals en allt í einu komst önnur kona á Íslandi á sporið

Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka árið 1985 og sagði sögu sína í annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum fyrir fimm árum. Þá kom í ljós að ættleiðingarskjöl hennar voru fölsuð og í ferð okkar til Sri Lanka rötuðum við í hvert öngstrætið á fætur öðru. Ása hefur reynt ýmislegt á þeim tíma og langar nú að freista þess að gera lokatilraun til að finna móður sína í Sri Lanka. Fjallað var um leit hennar á nýjan leik í síðasta þætti af Leitinni af upprunanum. Ef þú hefur ekki séð umræddan þátt ættir þú ekki að lesa lengur. . . . . . . Það er búið að vera þig við. . . . . . . Þegar hún lagði af stað til Sri Lanka á sínum tíma með Sigrúnu Ósk komst landið í heimsfréttir fyrir umfangsmikið skjalafals í tengslum við ættleiðingar frá Sri Lanka og sölu á börnum. Þá aðstoðaði Auri Hinriksson Sigrúnu og Ásu með leitina og gerir hún það á nýjan leik að þessu sinni. Finna átti Chöndru Malini sem átti að vera móðir Ásu. Að þessu sinni var ákveðið að senda inn auglýsingu í einu stærsta dagblaði Sri Lanka, Silumina. Daginn eftir að auglýsingin birtist höfðu borist 14 ábendingar, þar af tvær sem vöktu sérstaka athygli. Réttarlæknirinn í Eratna, þorpinu sem móðir Ásu var sögð vera frá, hafði samband við Auri og sagðist þekkja Chöndru Malini. Sama konan og á myndinni Auk þess hringdi kona að nafni Maduka og sagði að konan á myndinni sem Ása á af sér og konunni væri móðir hennar. Í ljós kom að þessar tvær ábendingar áttu við um sömu konuna. Ekki nóg með það, samkvæmt ættleiðingarskjölum Ásu átti hún eldri systur. Hún hét Maduka. Auri brást skjótt við og sendi þorpshöfðingjann Samantha og réttarlækninn til fundar við Chöndru Malini. Og þegar réttarlæknirinn og þorpshöfðinginn sýndu henni myndina sem mamma Ásu tók þegar hún fékk hana í fangið staðfesti hún að hún væri konan á myndinni. Þorpshöfðinginn tók mynd af Chöndru og sendi Ásu. Ása komst sjálf að þeirri niðurstöðu að þessi rúmlega sextuga kona væri sú sama og sú sem var á myndinni hennar Ásu. En ákveðið var að taka DNA sýnin sem fóru af stað haustið 2021, eitt frá Íslandi og annað frá Sri Lanka. Það var skráð á Ásu og kom það í hlutverk hennar að tilkynna Sigrúnu tíðindin í þættinum þegar niðurstöður voru komnar. Í ljós kom að konan væri ekki móðir Ásu. Chandra sagði Auri að á þessum tíma hefði hún búið á heimili konu sem hét Kanthi og var svokallaður „child agent” eða barnamangari, en þeir sáu um að útvega Evrópubúum börn til ættleiðingar. Ása segir í þættinum að það komi einna verst við hana hversu illa og óheiðarlega hafi verið staðið að ættleiðingum frá Sri Lanka og segir að sér finnist hluti ábyrgðarinnar liggja hér á landi. Chandra Malini, sem leitað var að í fimm ár reyndist hafa verið að leika móður Ásu í dómssal. En þegar þarna var komið við sögu tók málið aftur á móti lygilegan snúning. Auri vildi allt í einu fá DNA sýni frá konu sem heitir Harpa Sif Ingadóttir þar sem Chandra var barnshafandi sjálf þegar hún hélt á Ásu og þóttist vera móðir hennar. Eftir að hafa horft á Leitina að upprunanum fyrir nokkrum árum ákvað hún að hana langaði að freista þess að finna líffræðilega móður sína, en hún var ættleidd frá Sri Lanka árið 1985, líkt og Ása. Harpa fór með pappírana sína til Íslenskrar ættleiðingar þar sem Kristinn Ingvarsson, þáverandi framkvæmdastjóri, tók á móti henni. Þannig vildi til að Kristinn var með í för Sigrún Ósk fór út með Ásu til Sri Lanka og þær leituðu að Chöndru Malini. Harpa og Ása eru í dag miklar vinkonur. Honum brá við þegar hann sá skjölin því þar var ýmislegt kunnuglegt, ekki síst nafnið á móður hennar, Chandra Malini. Í ljós kom að líkindin í skjölum Ásu og Hörpu voru sláandi. Sama móðir, sami faðir, sami bær og sama eldri systir. Ása er fædd 20. febrúar og Harpa 3. október. Harpa sendi DNA prófið af stað í byrjun desember. Svo komu jól og á nýju ári komu niðurstöðurnar. Þar kom í ljós að Chandra Malini er ekki móðir Ásu, en hún er hins vegar móðir Hörpu. Örlögin höguðu því þannig að þær enduðu báðar á eyju norður í Atlantshafi með hálfs árs millibili og urðu vinkonur án þess að hafa hugmynd um að fimm árum seinna kæmust þær að því að konan sem önnur hafði leitað í mörg ár var í raun móðir hinnar. Harpa er á leið til Sri Lanka og þótt Chandra Malini hafi sagt að hún vilji líka hitta Ásu afþakkaði Ása boðið, treysti sér ekki í það. Hún segist þó ákveðin í að horfa fram á veginn. Harpa mun því í næsta þætti af Leitinni af upprunanum fara út móður bróður sínum Ívari en hér að neðan má sjá atriðið úr þættinum sem var á sunnudaginn – ótrúleg saga Visir.is - Lygar og skjalafals en allt í einu komst önnur kona á Íslandi á sporið
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 11.desember

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 11.desember
Jólaskemmtun fyrir alla fjölskylduna þann 11. desember 2022 kl. 14:00 - 16:00 á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík. Gleðin verður í sal 2, sem er staðsettur í suðurvæng hússins, eða til vinstri þegar maður kemur að húsinu. Jólasveinar láta sjá sig og við syngjum og dönsum saman í kringum jólatré við skemmtilegt undirspil. Veitingar eru innifaldar í verðinu og það er aldrei að vita hvað Sveinki verður með í pokanum sínum. Það kostar aðeins 1800 krónur fyrir félagsmenn og 600 krónur fyrir börn þeirra, en fyrir þá sem ekki eru félagsmenn kostar 3500 kr á mann. Allir velkomnir - börn og foreldrar, ömmur og afar, frændur og frænkur og allir hinir. *síðasti skráningardagur er 7.desember
Lesa meira

Jólakósý Íslenskrar ættleiðingar 3.desember

Jólakósý Íslenskrar ættleiðingar 3.desember
Félagsmenn hafa kallað eftir því að hugað sé að eldri kynslóðinni, þá þeim aldri sem endilega hefur ekki áhuga á jólaballi, en vilja samt taka þátt í starfi félagsins. Í ár ætlum við því að hafa jólagleði fyrir krakka á aldrinum 12-16 ára (miðum við grunnskólaaldur) Viðburðurinn verður haldinn 3. desember í húsakynnum Íslenskrar ættleiðingar í Skipholti frá klukkan 17-19 Spilavinir ætlar að mæta á svæðið og kenna okkur á skemmtileg spil, en einnig gefst tækifæri til að spjalla og hafa það notalegt með léttum veitingum í anda jólanna. Starfsmenn Íslenskrar ættleiðingar verða á staðnum, en foreldrar að sjálfsögðu velkomnir með. Viðburðurinn er félagsmönnum að kostnaðarlausu, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér; Fyrir utanfélagsmenn kostar 3500 krónur á mann. *síðasti skráningardagur er 1. desember
Lesa meira

Visir.is - Mamma Elvars rakst á konu á Facebook sem hún kannaðist við

Elvar Már Torfason var ættleiddur frá Gvatemala fyrir fjörutíu árum, aðeins nokkurra mánaða gamall. Hann var alinn upp af yndislegum foreldrum í hópi þriggja systkina á Íslandi. Áhugi hans á upprunaleit kviknaði ekki fyrr en fyrir örfáum árum, en eftir það ákvað móðir hans, Margrét Þráinsdóttir, að gera allt sem í hennar valdi stæði til að hjálpa honum að leita. Kærasta og barnsmóðir Elvars er fædd í Taílandi en fluttist til Íslands á unglingsárunum og hefur búið hér síðan. Synir þeirra eru því íslenskir og taílenskir, eiga ættingja í Taílandi sem þeir heimsækja reglulega og föðurfjölskyldu hér heima - og svo eru það líffræðilegu ættingjarnir í Gvatemala sem Elvar vissi lítið sem ekkert um.
Lesa meira

Málstofa í málefnum Rómafólks

Málstofa í málefnum Rómafólks
Í tilefni af Alþjóðadegi rómískunnar - tungumáli Rómafólks, stendur Vigdísarstofnun fyrir málstofu með þátttöku virtra sérfræðinga í málefnum Rómafólks sem getið hafa sér gott orð fyrir áratugalangan stuðning við rómíska tungu, menningu og mannréttindi.
Lesa meira

Visir.is - Missti andlitið þegar hann sá ljósmyndina mikilvægu

Fimmta þáttaröðin af Leitin að upprunanum hóf göngu sína á sunnudagskvöldið á Stöð 2 en þar var fjallað um leit Juan Gabriel Rios Kristjánssonar sem ættleiddur var frá Kólumbíu fyrir fjörutíu árum og ólst upp á Akureyri. Juan var upphaflega skírður Jóhannes Gabriel en breytti nafninu sínu í sitt upprunalega nafn svo fjölskyldan hans ytra ætti auðveldara með að finna hann. Juan hefur leitað að blóðmóður sinni árum saman, en það eina sem hann átti til að byrja með var 40 ára gömul ljósmynd. Þar heldur móðir hans á honum í návist blómóður hans. Gabriel fékk góða hæfileika til náms, en eftir að hafa klárað gráðu í lífefnafræði frá Háskóla Íslands ákvað hann að halda áfram og náði sér í mastersgráðu í lífeðlisfræði. Síðar ákvað hann að taka aðra mastersgráðu í efnagreiningu og í framhaldinu var honum boðið í doktorsnám í lífeðlisfræði, sem hann þáði. Lagt jafn mikinn metnað í námið og leitina Það er skemmst frá því að segja að Gabriel hefur lagt sama metnað í upprunaleit sína og námsferilinn. Hann er á rúmum áratug búinn að viða að sér töluverðu magni af upplýsingum, og skipulagið er slíkt að þær eru settar upp í lítinn gagnagrunn. Þegar hann lagði af stað hafði hann þó ekki úr miklu að moða. Hann vissi að hann var fæddur í borginni Cucuta, rétt við landamæri Venesúela, að móðir hans héti Nelie Rios og að hann ætti bróður sem væri um tveimur árum eldri en hann.
Lesa meira

Opið hús hjá Íslenskri ættleiðingu

Opið hús hjá Íslenskri ættleiðingu
Verið velkomin á Opið hús hjá Íslenskri ættleiðingu, miðvikudaginn 16.nóvember milli kl. 17:00 og 19:00. Allir áhugasamir hvattir til að mæta, hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki.
Lesa meira

RÚV - Því dekkri sem húðliturinn er því meiri eru fordómarnir

RÚV - Því dekkri sem húðliturinn er því meiri eru fordómarnir
Allir sem eru ættleiddir hingað til lands verða fyrir fordómum. Þetta segir Elísabet Salvarsdóttir framkvæmdastjóri félagsins Íslensk ættleiðing. Hún segir félagið hafa kallað eftir fræðslu í mörg ár en enginn hafi hlustað. Umræðu um fordóma gegn ættleiddum börnum hafi lengi vantað hér á landi.
Lesa meira

Fréttablaðið - Ættleidd börn verði fyrir miklum fordómum

Fréttablaðið - Ættleidd börn verði fyrir miklum fordómum
Elísabet Salvarsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir ekki einsdæmi að ættleidd börn verði fyrir fordómum , eins og Sóley Lóa Smáradóttir greindi frá í Kastljósi í fyrradag. Þar greindi hún meðal annars frá því að kennari í grunnskóla hefði beðið hana að segja bekknum frá Afríku, en Sóley fæddist í Tógó og kom hingað til lands aðeins nokkurra mánaða gömul.
Lesa meira

Boð hjá Kínverska sendiráðinu vegna útgáfu bókar

Boð hjá Kínverska sendiráðinu vegna útgáfu bókar
Síðasta þriðjudag tók framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar þátt í útgáfuathöfn hjá Kínverska sendiráðinu í tilefni íslenskrar útgáfu bókar XI Jinping um Kínversk Stjórnmál I bindi.
Lesa meira

Fyrirlestur á vegum NAC um málþroska ættleiddra barna

Fyrirlestur á vegum NAC um málþroska ættleiddra barna
Nordic Adoption Council (NAC) stendur fyrir rafrænum fyrirlestri miðvikudaginn 23.nóvember kl. 15:00, um málþroska ættleiddra barna. Félagsmönnum Íslenskrar ættleiðingar er boðað að taka þátt.
Lesa meira

Hvað langar þig að fræðast um ?

Hvað langar þig að fræðast um ?
Íslensk ættleiðing eru í grunninn frjáls félagasamtök og er félagið ekkert án félagsmanna sinna og hefur síðustu ár dregið úr þátttöku þeirra í starfi félagsins, en það er okkar von að félagsmenn fari að nýta sér alla þá fræðslu sem þeim stendur til boða og aðstoð þess góða starfsfólks sem starfar á skrifstofu félagsins.
Lesa meira

Fundir formanns og framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar með ráðherrum

Fundir formanns og framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar með ráðherrum
Síðustu vikur hafa framkvæmdastjóri og formaður Íslenskrar ættleiðingar átt fundi með forsætisráðherra, dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra, til að ræða stöðuna á ættleiðingarmálaflokknum.
Lesa meira

Ættleidd börn í skóla

Ættleidd börn í skóla
Jafnrétti - Virðing - Virk Boðskipti - Þátttaka Fyrirlesari er Svanhildur Kristjansson og fræðslan fer fram í sal Framvegis í Borgartúni 20, þriðju hæð klukkan 19:30. Svanhildur er lærður kennari, sérkennari, talmeinafræðingur frá Noregi og með meistaragráðu í talmeinafræði, ásamt að hafa lokið starfsnámi sem einhverfu TEACCH ráðgjafi. Hún hefur starfað sem ráðgjafi í flestum sérskólum Íslands, var ráðgjafi á BUGL í 10 ár og stofnaði sérdeild einhverfra í Langholtskóla. Hún flutti til Arizona í Bandaríkjunum árið 1996 en er nú stödd hér á landi og ætlar að koma til okkar með fyrirlestur.
Lesa meira

Ráðstefna EurAdopt í Kaupmannahöfn

Ráðstefna EurAdopt í Kaupmannahöfn
Ráðstefna EurAdopt var haldin í Kaupmannahöfn dagana 1.-2.september. Starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar fór á ráðstefnuna en fjallað var um framtíð ættleiðinga milli landa frá ýmsum sjónarhornum. Fjöldi fyrirlesara tóku þátt, t.d fulltrúi frá Haag, miðstjórnvöld, fulltrúar frá upprunaríkjum, rannsakendur og uppkomnir ættleiddir.
Lesa meira

Lokað vegna ráðstefnu

Lokað vegna ráðstefnu
Skrifstofa félagsins verður lokuð frá miðvikudeginum 31.ágúst til og með föstudagsins 2.september vegna ráðstefnu á vegum EurAdopt, samtökum ættleiðingarfélaga í Evrópu. Ráðstefnan verður haldin í Kaupamannahöfn og er þema hennar Sustainability of intercountry adoption, hægt er að kynna sér dagskrá ráðstefnunnar hér. Skrifstofan verður svo opin venju samkvæmt 5.september frá 9-12, verið velkomin.
Lesa meira

Sumargrill Íslenskrar ættleiðingar 4.september

Sumargrill Íslenskrar ættleiðingar 4.september
Sunnudaginn 4.september klukkan 13.00 ætlum við að hittast í Frístundagarðinum í Gufunesbæ og eiga góða stund saman. Þar er að finna virkilega skemmtilegt svæði fyrir börn og fjölskyldur og við höfum góða reynslu af því að hittast á þessu svæði. Sjá hér; https://gufunes.is/fristundagardurinn/ Klósettaðastaða hefur verið opnuð á svæðinu. Krossum fingur að sólin láti sjá sig, en annars bara klæðum við okkur upp eftir veðri. Íslensk ættleiðing sér um að kveikja upp í grillinu sem er á staðnum og koma með áhöld á grillið, en hver og ein fjölskylda sér um að koma með sitt á grillið, meðlæti og drykki/kaffi. Viðburðurinn kostar ekkert, en við óskum eftir því að fólk skrái þátttöku og fjölda hér
Lesa meira

Sumarleyfi

Sumarleyfi
Starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar fer í sumarleyfi 11.júlí til 8.ágúst. Skrifstofan verður því með skert aðgengi á þessum tíma og ekki verður opið fyrir gangandi umferð, heldur verður hægt að panta viðtalstíma á heimasíðu félagsins og þá mun starfsfólk skrifstofu bregðast við. Eins og áður er stöðug bakvakt og mun þeim verkefnum sem þola enga bið vera sinnt.
Lesa meira

Fjölskyldumeðferð hluti af ættleiðingaferlinu

Fjölskyldumeðferð hluti af ættleiðingaferlinu
Í Fréttablaðinu í dag, 14.maí, birtist viðtal við Rut Sigurðardóttur, félagsráðgjafa og fjölskyldufræðing hjá félaginu. Félagsráðgjafinn Rut Sigurðardóttir hjá Íslenskri ættleiðingu bætti við sig námi í veitt þeim sem leita til félagsins víðtækari þjónustu. Það er mikilvægt að veita fólki sem ættleiðir öfluga þjónustu, fyrir, meðan og eftir ættleiðingu og að ættleiddir fái hana líka á unglings- og fullorðinsárum.
Lesa meira

Málþing um réttindi barna í stafrænu umhverfi

Málþing um réttindi barna í stafrænu umhverfi
Síðasta föstudag, 29.apríl, var haldið Málþing um réttindi barna í starfrænu umhverfi á vegum Fjölmiðlanefndar, Persónuverndar og Umboðsmanns barna. Kynntar voru nýjar leiðbeiningar fyrir foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn.
Lesa meira

Fyrirlestur- Bati eftir áföll í æsku

Fyrirlestur- Bati eftir áföll í æsku
Næsta fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar verður 12.maí næstkomandi klukkan 20:00 í sal Framvegis í Borgartúni 20, þriðju hæð. Heiti fyrirlestursins er "Bati eftir áföll í æsku" og til okkar er að koma Svava Brooks en hún er TRE® sérfræðingur og ráðgjafi. Hún vinnur gjarnan með einstaklingum sem eru í bata eftir áföll í æsku. Svava hefur unnið með sjálfshjálparhópum í Bandaríkjunum og á íslandi. Hún hefur einnig starfað fyrir einkafyrirtæki, stofnanir og grasrótarsamtök í mörg ár. Að auki hefur Svava unnið við forvarnir gegn kynferðisofbeldi í meira en áratug. Svava hefur gefið út vinnubækur og skrifar gjarnan um heilun og líf eftir ofbeldi, um áföll og víðtæk áhrif þeirra. Þetta má finna á bloggsíðu hennar á http://www.svavabrooks.com Rannsóknir sýna að áhrif streitu, spennu og áföll eru oftast bæði andleg og líkamleg. Svava fræðir okkur um áhrif streitu og áföll á líkamlega og andlega heilsu okkar, og á samskipti og líðan okkar. Á síðastliðnum árum erum við að kynnast og lærum hvernig hægt er að vinna með líkamann og taugakerfið, m.a. til að fyrirbyggja erfiðleika í samskiptum og bæta andlega og líkamlega heilsu. Einnig lærum við hvernig við getum marktækt minnkað líkurnar á því að við verðum alvarlega veik síðar á lífsleiðinni. Meiri þekking og skilningur á rannsóknum eflir okkur í vinnu með það sem við getum breytt. Líkaminn og hugurinn breytast stöðugt og þroskast. Svava deilir með okkur aðferðum og verkfærum sem við getum strax notað við að byrja á að tengjast eigin líkama og minnka um leið streitu og álag á taugakerfið. Það veitir betri líðan og betri tengsl við okkur sjálf og aðra. Það sem við kynnumst er m.a. þetta: • Áhrif áfalla og streitu á líkamann • Hegðun og líðan, áhrif eða orsök? • Hverju getum við breytt • Líkaminn heilar sig • Áhrif umhverfisins
Lesa meira

Gjöf til félagsins

Gjöf til félagsins
Félaginu barst óvænt gjöf frá Origo í gær. Patrekur mætti á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar ásamt pabba sínum og færði starfsfólki skrifstofunnar tvo tölvuskjái. Þessi gjöf mun svo sannarlega koma að góðum notum. Stjórn og starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar þakkar Patreki og Origo kærlega fyrir frábæra gjöf!
Lesa meira

Alþjóðlegar ættleiðingar aftur leyfðar til Hollands

Alþjóðlegar ættleiðingar aftur leyfðar til Hollands
Í janúar 2021 voru ættleiðingar frá erlendum ríkum stöðvaðar eftir að umfangsmikil rannsókn leiddi í ljós að núverandi kerfi innihélt veikleika og að hættan á misnoktun var til staðar. Nú hefur verið ákveðið að leyfa aftur alþjóðlegar ættleiðingar til Hollands en umgjörðin um ættleiðingar verður breytt.
Lesa meira

Fjölskyldustund laugardaginn 30.apríl

Fjölskyldustund laugardaginn 30.apríl
Laugardaginn 30.apríl frá klukkan 15:30 - 17:00 verður fjölskyldustund í fimleikasal Aftureldingar í íþróttamiðstöðinni Varmá, Mosfellsbæ. Hvetjum þátttakendur að muna eftir að taka með vatnsbrúsa. Frítt fyrir félagsmenn en kostar annars 1000 kr fyrir hvert barn.
Lesa meira

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Aðgát skal höfð í nærveru sálar
Aðgát skal höfð í nærveru sálar Eftir umræðu í fjölmiðlun síðustu daga tengda fyrrum formanni Íslenskrar ættleiðingar þykir félaginu rétt að minna á mikilvægi þess að við lifum í fjölbreytilegu samfélagi., Duldir fordómar eru viða til staðar og er mikilvægt að gera sér grein fyrir orsökum og afleiðingum særandi orða.
Lesa meira

Róma dagar í Veröld - húsi Vigdísar

Róma dagar í Veröld -  húsi Vigdísar
Dagana 8. – 13.apríl verða haldnir Róma dagar í Veröld – húsi Vigdísar, þetta er í fyrsta skipti sem Róma dagar verða haldnir á Íslandi, með fjölbreyttri dagskrá þar sem rómönsk menning, fræðimenn í rómönskum fræðum og aðgerðarsinnar koma saman.
Lesa meira

Róma dagar - Tónlistarsmiðja 9.apríl

Róma dagar - Tónlistarsmiðja 9.apríl
40 mínútna tónlistarsmiðja. Í smiðjunni munu börnin kynnast hljóðfærum og læra einfalt lag sem tónlistarfólk af rómönskum uppruna kynna. Tónlistarfólkið verður leitt af Vojtěch Lavička, þekktum fiðluleikara, tónskáldi, leikstjóra og aðgerðasinna. Jelenu Ćirić mun svo stjórna smiðjunni sjálfri en hún talar íslensku og hefur stýrt og komið fram á nokkrum gagnvirkum viðburðum. Smiðjan mun eingöngu snúast um að kynna fyrir börnum tónlist og hljóðfæri sem tengjast Róma menningunni. Boðið verður uppá veitingar fyrir börnin Skráning 10:30 – 11:00 Tónlistarsmiðja fyrir börn á aldrinum 2 – 7 ára. 11:15 – 11:45 Tónlistarsmiðja fyrir börn á aldrinum 8 – 13 ára (eldri börn velkomin) Staðsetning: Veröld – húsi Vigdísar
Lesa meira

Minning - Ole Bergman

Minning - Ole Bergman
Í dag kveðjum við kæran vin, Ole Bergman ritara NAC, Nordic Adoption Council verður jarðsettur í dag. Ole var hjartahlýr, húmorískur og vitur maður, sem var alltaf tilbúinn að deila visku sinni til annarra. Ole vann í heimi ættleiðinga í yfir 35 ár, í mörg ár sem framkvæmdastjóri DanAdopt og þar til hann lést var hann ritari NAC, Nordic Adoption Council. Stjórn og starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar hefur unnið með Ole í gegnum NAC og hefur framkvæmdastjóri félagsins átt náið samstarf við hann vegna starfa sem stjórnarformaður NAC. Ole lést skyndilega aðfaranótt miðvikudagsins 16.mars og var dauði hans mikið áfall fyrir fjölskyldu hans, vini og samstarfsfélaga. Við munum minnast Ole með þakklæti fyrir allt það sem hann gerði og þá ástríðu sem hann sýndi málaflokknum í gegnum árin. Íslensk ættleiðing hefur sent innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda Ole og er framkvæmdastjóri félagsins í Danmörku vegna jarðarfarar Ole. Hvíl í friði Stjórn og starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar
Lesa meira

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar
Fimmtudaginn 17.mars 2022 var haldinn aðalfundur félagsins í húsnæði Framvegis að Borgartúni 20. Mætt voru af hálfu stjórnar:  Lísa Björg Lárusdóttir sitjandi formaður, Berglind Glóð Garðarsdóttir, Brynja Dan Gunnarsdóttir, Tinna Þórarinsdóttir. Fjarverandi voru: Dylan Herrera og Sigurður Halldór Jesson. Mætt voru af hálfu starfsfólks skrifstofu: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, framkvæmdarstjóri, Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri og Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi. Fundargerð aðalfundar ritaði: Ragnheiður Davíðsdóttir 
Lesa meira

Fyrirlestur - Öruggt samband foreldra og barna

Næsta fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar verður 31. mars næstkomandi frá 18-20 í sal Framvegis í Borgartúni 20 https://www.framvegis.is/ Sú sem kemur til okkar heitir Kristjana en hún er leikmeðferðar- og geðtengslafræðingur MA/MSc frá Roehampton Háskóla í London, ásamt því að vera leikskólakennari og að hafa verið skólastjórnandi til margra ára. Hún hefur starfað með börnum og unglingum í yfir 25 ár. Hún starfaði í London sem skólaráðgjafi í grunnskóla fyrir börn sem hefur verið vikið varanlega úr skólakerfinu sökum slæmrar hegðunar og einnig innan breska heilbrigðiskerfisins (NHS) á Barna- og Unglingageðdeild (CAMHS) en þar var hún yfir sviði fósturbarna og unglinga. Þar vann Kristjana náið með barnavernd og félagsráðgjöfum ásamt skólum og öðrum sem komu að umönnun barnanna. Kristjana hefur haldið styttri og lengri námskeið fyrir fagfólk, foreldra og fóstur- og kjörforeldra og verið ráðgjafi á öllum stigum mála barna innan fósturkerfisins. Í dag starfar Kristjana sem ráðgjafi innan barnaverndar. Á fyrirlestrinum verður farið í hagnýt ráð m.a. út frá PACE Daniel's Huges "Playfulness – Acceptance – Curiosity – Empathy" Þar sem undirstaðan er samyggð (empathy) og samþykki einstaklingsins ásamt því að veita huggun og öryggi til að hafa rými til að kanna og vinna úr fyrri áföllum. Einnig er fjallað um Child parent Relationship Therapy Garry's Landreth. Öruggt samband foreldra og barna er nauðsynlegur þáttur í velferð barna, og mikilvægt að geta stillt sig inn á tilfinningalegar þarfir barnsins. Meðferðin gengur út á að foreldrar fá færni til að bregðast betur við tilfinningalegum og hegðunarvandamálum barna sinna í gegnum leik. Fólk er vinsamlegast beðið um að skrá sig hér; Ef fólk vill fylgjast með rafrænt, þá er hægt að skrá þátttöku hér; Fræðslan er félagsmönnum að kostnaðarlausu en það kostar 1000 krónur fyrir aðra.
Lesa meira

Okkar barnalukka

Okkar barnalukka
Við hjónin höfðum gefist upp á að eignast barn með hefðbundnu leiðinni eftir mörg ár af svekkjandi pissuprófum. Fórum í okkar fyrsta viðtal hjá Íslenskri Ættleiðingu árið 2015 og sóttum síðan námskeiðið „Er ættleiðing fyrir mig?“ árið 2016 sem var byrjunin á okkar barnaláni. Við fengum forsamþykkið okkar í júní 2017 og vorum komin á biðlista í Tékklandi í nóvember sama ár. Árin 2016 og 2017 einkenndust af mikilli pappírsvinnu og möppuskipulagi til þess að halda utan um allt. Strax jólin 2017 vorum við, vinir og fjölskylda viss um að það kæmi að þessu á örfáum mánuðum, þó svo að meðal biðtíminn væri um 2 ár. Ömmurnar fóru að prjóna og við breyttum til heimafyrir og gerðum barnaherbergi. Barnaherbergi sem átti síðan eftir að standa autt í þó nokkur ár.
Lesa meira

Hvers vegna eru lög og regla - #Adoptionawareness

Hvers vegna eru lög og regla - #Adoptionawareness
Lög um ættleiðingar nr. 130/1999 með síðari breytingum, tóku gildi hér á landi þann 11. júlí 2000. Lögin voru sett í kjölfarið af heildarendurskoðun á eldri ættleiðingarlögum nr. 15/1978 og víðækri athugun á framkvæmd þágilandi laga um ættleiðingar. Þá var ný lagasetning jafnframt mikilvægur þáttur í því að skapa grundvöll fyrir fullgildingu Haag-samningsins frá 29. maí 1993 um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingu á milli landa. Við endurskoðun á ættleiðingarlögum var litið til þróunar ættleiðingarlöggjafar á Norðurlöndum og öðrum Evrópulöndum. Er það sameiginlegt með ættleiðingarlöggjöf víða í Evrópu að lögfest er sú grunnregla að við ættleiðingu skuli hagsmuni barnsins hafðir að leiðarljósi, þ.e. það sem barni fyrir bestu. Við endurskoðun á lögunum þótti jafnframt mikilvægt að samræma ættleiðingarlög ákvæðum nýrra laga m.a. á sviði sifjaréttar, s.s. barnalaga og laga um vernd barna- og ungmenna.
Lesa meira

Mikilvægi þjónustu og fræðslu félagsins

Mikilvægi þjónustu og fræðslu félagsins
Tímamót urðu í starfi félagsins urðu árið 2018 þegar ný fræðsluáætlun tók gildi. Með henni jókst fræðsla til umsækjenda og færðist hún mun framar í ættleiðingarferilinn en áður. Þá var tekið upp nýtt verklag þegar umsækjendur leggja fram umsókn um forsamþykki og hefur frá þessum tíma verður gerður samningur á milli umsækjanda og félagsins um þá þjónustu sem veitt er í ferlinu.
Lesa meira

Adoption Awareness Week

Adoption Awareness Week
Í þessari viku, fagnar Íslensk ættleiðing norrænni ættleiðingarviku, en ættleiðingarfélögin á norðurlöndunum hafa fagnað ættleiðingum sérstaklega í einni viku á ári síðustu ár.
Lesa meira

Breytingar á fésbókarsíðu Íslenskrar ættleiðingar

Breytingar á fésbókarsíðu Íslenskrar ættleiðingar
Breytingar hafa verið gerðar á fésbókarsíðu Íslenskrar ættleiðingar, útbúin hefur verið ný síða þar sem hægt að er að koma meiri upplýsingum á framfæri og auðveldar félaginu að viðhalda tengslum við félagsmenn og vini.
Lesa meira

Af hverju vissi ég það ekki? 4.þáttur

Af hverju vissi ég það ekki? 4.þáttur
Í þessum þætti hlaðvarpsins Ættleiðingar - Af hverju vissi ég það ekki? er skyggnst inn í líf ættleidda barnsins, sem er orðið fullorðið í dag. Hvetjum alla til að hlusta á þetta skemmtilega spjall
Lesa meira

Af hverju vissi ég það ekki ? 3.þáttur

Af hverju vissi ég það ekki ? 3.þáttur
Í þessum þætti hlaðvarpsins Ættleiðingar - Af hverju vissi ég það ekki? er rætt við móður sem fékk bestu jólagjöf ársins 2020, þegar hjónin fengu þau tíðindi að búið væri að para þau sama við barn. Hvetjum alla til að hlusta á þetta skemmtilega spjall.
Lesa meira

Aðalfundur 2022

Aðalfundur 2022
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður hjá Framvegis, miðstöð símenntunar, Borgartún 20, 10 Reykjavík, fimmtudaginn 17. mars 2022, kl. 20:00.
Lesa meira

Af hverju vissi ég það ekki? 2.þáttur

Af hverju vissi ég það ekki? 2.þáttur
Nú er komið að 2 þætti í Ættleiðingar - Af hverju vissi ég það ekki? Í þessum þætti er rætt um ættleiðingar frá allt öðru sjónarhorni, innanlands ættleiðingum fyrir nær 55 árum síðan.
Lesa meira

Norsk skýrsla um þjónustu eftir ættleiðingu

Norsk skýrsla um þjónustu eftir ættleiðingu
Í lok janúar var gefin út skýrsla í Noregi á vegum Bufdir um þjónustu eftir ættleiðingu. Bufdir er barna, unglinga- og fjölskyldustofnun í Noregi. Skýrslan er mjög áhugaverð og sýnir fram á mikilvægi þess að styrkja við ættleidd börn og fjölskyldur þeirra og greind var þörfin á þjónustu eða fræðslu eftir ættleiðingu.
Lesa meira

Hlaðvarp um ættleiðingu - saga föður

Hlaðvarp um ættleiðingu - saga föður
Áhugavert hlaðvarp þar sem fjallað er um ættleiðingu sem fór í gegnum Danmörku. Það hefur margt breyst frá því að þetta ferli var, bæði í Danmörku og öllu því sem snýr að fræðslu og þjónustu við umsækjendur á Íslandi.
Lesa meira

Yndislegt viðtal við móður ættleidds drengs

Yndislegt viðtal við móður ættleidds drengs
Selma móðir sem fékk son sinn í hendurnar tveggja ára gamlan, samdi lag í tilefni af sameiningu fjölskyldunnar. K100 tók viðtal við hana og lagið hennar Heim var frumflutt í Ísland vaknar í gær.
Lesa meira

Af hverju vissi ég það ekki?

Af hverju vissi ég það ekki?
Íslenskri ættleiðingu var boðið að taka þátt í hlaðvarpinu Af hverju vissi ég það ekki?, en þetta er 3ja þáttaröð um ættleiðingar frá ýmsum hliðum. Elísabet framkvæmdarstjóri félagsins og Rut félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá félaginu hittu aðstandendur hlaðvarpsins síðasta mánudag og fórum aðeins yfir ferlið sem verðandi foreldrar þurfa að fara í gegnum, tímann sem það tekur, hvaðan er verið að ættleiða og fleiri áhugaverð atriði tengd ættleiðingum. Í framhaldinu verður svo talað við foreldri sem hefur farið í gegnum ferlið og einnig ættleiddan einstakling, til að fá mismunandi sjónarhorn á ættleiðingar. Fyrsti þátturinn kom út í gær og munum svo næstu 2 þættir koma á næstu vikum. Við hvetjum ykkur til að hlusta á hlaðvarpið.
Lesa meira

RÚV -

RÚV -
„Þetta er drottningin okkar, hún Maya,“ stóð í bréfi sem móðir Mayu, fyrstu stúlkunnar sem var ættleidd opinberlega til Íslands frá Asíu, fékk sent frá munaðarleysingjahæli á Indlandi árið 1968. Móðir Mayu er frá Tékkóslóvakíu en alin upp í Þýskalandi. Hún flutti til Þýskalands þegar Maya var níu ára og barnið varð eftir. Barnabarn hennar segir söguna af mæðgunum. Maya Jill Einarsdóttir er fyrsta barnið sem var opinberlega ættleitt til Íslands frá Asíu. Hún fæddist á Indlandi árið 1966 en stelpan fannst í borg sem tilheyrir Mumbai. Tveir ókunnugir menn fundu hana aðeins nokkurra vikna gamla innan um önnur götubörn og fóru með hana á heimili fyrir munaðarlaus börn í Mumbai. Þremur árum síðar var hún ættleidd til Íslands og fékk afmælisdaginn 28. október. Móðir hennar, Liselotte Bensch Fuchs, er fædd í Tékkóslóvakíu en flúði þaðan til Þýskalands. Hún bjó á Íslandi þegar hún ættleiddi Mayu. Friðrik Agni Árnason, sonur Mayu og barnabarn Liselotte, segir sögu mæðgnanna í þættinum Ugla sat á kvisti á Rás 1. Hélt með systur sinni til Íslands 1963 Liselotte flutti með fjölskyldunni frá Tékkóslóvakíu til Berlínar og var faðir hennar undir eftirliti stjórnvalda. Þetta voru miklir óróatímar og lenti faðir hennar nokkrum sinnum í fangelsi fyrir að smygla fólki frá austur Berlín til vesturs. Svo flutti litla fjölskyldan til Dusseldorf þar sem hjónin bjuggu allt sitt líf í nýbyggðri blokk sem hýsti tuttugu og eina flóttafjölskyldu. „Allir þekktust og hjálpuðust að. Þau þekktu flóttalífið og vissu hvernig best væri að hjálpa.“ Sautján og átján ára þurftu Liselotte og systir hennar að byrja að vinna fyrir sér og flytja heiman því það var þröngt í búi. Þá var stungið upp á því að þær færu í að læra hjúkrun. Þær fengu vinnu á spítala og þar kynntist Liselotte konu sem átti dóttur sem hafði ákveðið að taka sér ársfrí frá vinnu í banka og flytja til Íslands til að starfa sem sjúkraliði. Liselotte var forvitin og fékk sjálf heimilisfangið hjá Landakotsspítala. Þangað skrifaði hún bréf og bauð fram starfskrafta sína og systur sinnar. Henni var strax svarað að þær væru velkomnar og þær héldu af stað þangað árið 1963. Kynntist eldri manni sem söng fyrir íbúana Systurnar nutu þess sem Ísland hafði upp á að bjóða og flugu meðal annars yfir landið og skoðuðu Surtseyjargosið. Liselotte fannst Íslendingar ekkert sérstaklega almennilegir, síst eldra fólk og hún lenti í að vera kölluð helvítis útlendingur. En þrátt fyrir þetta kunni hún ágætlega við sig. En eftir ágreining á Landakoti um launakjör var hún látin fara. Hún fékk þá vinnu á Grund þar sem hún kynntist Einari Sturlusyni sem var töluvert eldri en hún. Einar starfaði þar og sá meðal annars um að skemmta íbúum með söng. Vináttan breyttist svo í annað og meira. Parið talaði þýsku saman sín á milli og síðar einnig við dóttur sína. Mundi eftir frásögn um munaðarleysingjahæli Þegar Liselotte var 27 ára var hún sú eina í vinahópnum á Íslandi sem átti ekki barn. Hana hafði lengi langað að láta gott af sér leiða en vissi ekki hvernig hún ætti að fara að því. Svo mundi hún skyndilega eftir því þegar hún kynntist indverskri hjúkrunarkonu í Dusseldorf sem kvaðst hafa starfað sem sjálfboðaliði á munaðarleysingjahæli. Liselotte ákvað að skrifa munaðarleysingjahælinu bréf. Nunnurnar þar svöruðu henni um hæl og sögðu að ættleiðingaferlið væri flókið, það tæki tíma og kostaði sitt. En Liselotte lét slag standa og eftir eins og hálfs árs ferli var hún boðuð í danska sendiráðið þar sem hún hitti danskan ráðherra. Hann sagði henni að þetta væri mögulegt en benti á að hér á landi byggju ekki margir litaðir einstaklingar og það væri ekki víst að Íslendingar myndu taka barninu vel. „En ég var sannfærð um að það yrði ekki vandamál, enda kom hið gagnstæða í ljós þegar á hólminn var komið. Fólk var alveg heillað af Mayu,“ rifjar Liselotte upp. Valdi barnið með lokuð augu Þegar hún fékk fregnir af því að hún ætti von á stelpu voru henni sendar myndir af nokkrum stúlkum til að velja úr. Hún var ekki viss hvernig ætti að velja. „Ég vildi stelpu og það voru bara stelpur í boði en það skipti engu máli fyrir mig hvort hún væri eins eða tveggja ára. Ég var í algjörum vandræðum,“ rifjar Liselotte upp. Hún skoðaði myndirnar oft og ákvað svo að velja þær með ugla sat á kvisti. „Ég valdi myndina með lokuð augu, skellti í umslag og sendi til baka. Ég fékk svo svarið: Já, þetta er drottningin okkar hún Maya.“ Mynd með færslu Mynd: Friðrik Agni Árnason - Aðsend Nýleg mynd af Friðriki með móður sinni Mayu. Leigubílstjórinn vildi taka þátt í góðverkinu og bauð þeim farið frítt Liselotte hélt til foreldra sinna í Dusseldorf í heimsókn á meðan hún beið frekari fregna og kvöld eitt barst henni loks símskeyti þar sem stóð að Maya væri væntanleg til Amsterdam morguninn eftir. Það gengu ekki lestir eða strætó beint til Amsterdam á þessum tíma svo Liselotte og móðir hennar hringdu í leigubílstjóra og báðu hann að skutla sér. „Hann spurði: Eruð þið vissar, vitið þið hvað það kostar? En okkur var alveg sama um það. Við þurftum bara að komast til Amsterdam,“ segir Liselotte. Þær sóttu drottnignuna, hana Mayu, úr fanginu á hjúkrunarkonu sem hafði fylgt henni á leiðinni og létu leigubílstjórann bíða á meðan. Sá varð nokkuð hvumsa þegar hann sá hvernig þeim fjölgaði fyrir bakaleiðina. „Hann var afar forvitinn og við sögðum honum alla söguna,“ rifjar Liselotte upp. Leigubílstjórinn var upprifinn yfir sögunni um ættleiðinguna og barnið. „Þetta getur ekki verið, sagði hann. Svona gott fólk er ekki til. Svo bætti hann við að við þyrftum ekki að greiða fyrir farið,“ segir Liselotte. „Þetta er minn hluti í þessu góðverki,“ bætti bílstjórinn við. Skildi að hún væri komin heim Um tíu tímum eftir heimkomu segir Liselotte að Maya hafi áttað sig á því að hún væri komin heim. „Þá byrjaði hún að leiða mig, og okkur öll. Hún sagði alltaf: Leiða mig. Þannig gekk það svo mánuðum skipti,“ rifjar hún upp. Þegar hún lagði barnið í rúmið stóð hún upp við rimlana og hvíslaði: „Mamma.“ Mægðurnar voru strax samrýmdar. Á Íslandi göptu margir yfir Mayu og dökku hörundi hennar, en barnið var fljótt að aðlagast og eignast vini og allir vildu leika við hana. „Ég átti auðvelt með að eignast vini sem barn. Þau voru forvitin um hvað ég væri dökk og með dökkt hár en það var engin stríðni eða neitt svoleiðis,“ segir Maya. Í leikskólanum fékk hún súrmjólk í hyrnu og söng í rólunum og fór í sund með dóttur nágrannakonunnar. Æskan var ljúf á Laugarásveginum þar sem fjölskyldan bjó. Maya segir að það hafi alltaf verið líf í kringum sig og hún upplifði enga stríðni, bara forvitni. Krakkarnir fóru í Yfir, Brennó og Teygjutvist og út að renna sér í brekkunum. Svo var kallað á hana og dreng sem bjó á sömu hæð í átta hæða blokkinni sem Maya bjó í: „Þórir og Maya, inn að borða!“ Hamingjuríkar stundir í barnaleikjum og hjá ömmu og afa í Þýskalandi Þetta voru á meðal bestu stunda sem Maya upplifði en henni leið líka alltaf vel þegar hún fór í heimsókn til ömmu og afa í Dusseldorf á sumrin. „Það er sterkt í minningunni, amma og afi og hvernig þau voru. Þau voru yndisleg og þetta var yndislegur tími. Það eru eiginlega hamingjusömustu stundirnar.“ Samband mæðgnanna Mayu og Liselotte var afar sterkt. „Hún var svo kelin, alltaf að knúsa mig og kjassa. Hún hugsaði líka vel um mig, alltaf að sauma og prjóna á mig. Ákveðin, nei var nei, en hún segir mér að ég hafi verið auðvelt barn og þægileg,“ segir Maya. „Ég var bara eins og dúkka, gerði það sem mér var sagt, og hún hugsaði ofboðslega vel um mig eins og mæður eiga að gera.“ Varð þreytt á Íslandi og sótti um skilnað Föður sínum Einari lýsir Maya svo sem miklum stríðniskarli sem sagði brandara. En þegar Maya var á tíunda ári var djúpt skarð hoggið í tilveru hennar. Liselotte var orðin þreytt á lífinu á Íslandi og hún sótti um skilnað. „Veðrið á Íslandi var slæmt, það kom varla sumar í fimm eða sex ár. Ég kom fyrst til Íslands 22 ára og var ekki vön svona aðstæðum,“ segir Liselotte um ákvörðunina um að skilja og fara burt. Hún bætir við að það hafi líka verið krísur í sambandinu. „Ég ákvað á endanum að flytja aftur til Þýskalands. Ég kynntist líka öðrum manni heima á Íslandi, Herra Fuchs sem vann hjá sendiráðinu. Það var bara vináttusamband til að byrja með en svo segir hann mér að hann sé að fara til Þýskalands og það samræmdist mínum áætlunum.“ „Allt í einu er ástin farin, öryggið farið“ Maya man eftir þessum vendingum og hvað henni leist illa á blikuna. Hún fylgdi móður sinni í sendiráðið og leist illa á nýja manninn og minnist þess líka að verða vitni að rifrildum á lögfræðistofu, á milli foreldra sinna. Svo var tekin ákvörðun um að móðir hennar flytti til Þýskalands en Maya yrði eftir. „Það eru tvennar frásagnir, ég hef ekki fengið alveg frá mömmu um af hverju ég varð hér eftir. Hún sagði að hann hafi fengið forræði því hann var íslenskur ríkisborgari en ekki hún,“ segir Maya. En henni hefur líka verið tjáð að hún hafi sjálf fengið að ráða. „Þarna var ég níu ára gömul og sagði bara nei. Ég vissi að hún væri komin með annan mann og langaði ekkert að vera með henni og þessum manni í burtu frá vinum.“ En þegar Maya lítur um öxl í dag finnst henni ekki rétt að hafa verið látin taka slíka ákvörðun á þessum aldri. „Ég var bara barn og maður á kannski ekkert að spyrja svona ungt barn,“ segir Maya. Og móðir hennar fór. „Allt í einu er ástin farin, öryggið farið. Það er allt farið.“ Friðrik Agni Árnason ræddi við móður sína og ömmu í þættinum Ugla sat á kvisti á Rás 1. Þessi samantekt er úr fyrsta þætti af tveimur en það er hægt að hlýða á báða þættina hér í spilara RÚV.
Lesa meira

Rúv.is - „Hún stóð upp við rimlana og hvíslaði: mamma“

Friðrik Agni Árnason ræðir við móður sína Mayu Jill Einarsdóttur og skyggnist á bak við hennar sögu í þættinum Ugla sat á kvisti á Rás 1.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár
Eftir sérstakt ár 2020 var vonast eftir því að faraldurinn hefði ekki eins mikil áhrif á 2021, en því miður varð það ekki raunin. Áskoranir héldu áfram og það umhverfi sem við þekktum áður hefur tekið stöðugum breytingum. Starf félagsins hélt að mestu óbreytt en ekki var hægt að bjóða upp á þá fræðslu og félagsstarf sem búið var að gera áætlanir um. Við styrktum samskiptin við upprunaríkin í gegnum rafrænar lausnir og höfum lært mikið á þessum tveimur árum sem faraldurinn hefur geisað. 20 fjölskyldur heimsóttu félagið í fyrsta skipti á árinu og eru það aðeins fleiri en árið áður. Umsóknir um forsamþykki voru 7. Í lok ársins voru 14 umsóknir í ferli hjá erlendum ættleiðingaryfirvöldum, 5 samþykktar / 1 á bið / 1 í þýðingu í Tékklandi, 3 í Kólumbíu, 3 í Kína og 3 í Tógó. Fjögur börn eignuðust foreldra með milligöngu félagsins og eru þau öll frá Tékklandi, 3 drengir og 1 stúlka. Á aðalfundi félagsins í mars sl. urðu breytingar í stjórn. Brynja Dan Gunnarsdóttir og Tinna Þórarinsdóttir komu nýjar inn og tóku við af Ara Þór Guðmannssyni og Magali Mouy. Ara og Magali er þakkað fyrir sín störf í þágu barna og þeirra fjölskyldna sem hafa ættleitt í gegnum árin. Í desember náði félagið að halda jólaball fyrir félagsmenn sem heppnaðist vel og vöktu jólasveinar mikla gleði. Árið endaði svo með því að Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri kvaddi félagið eftir 12 viðburðarrík ár. Kristni er þakkað fyrir allt sem hann hefur gert fyrir og gefið félaginu á þessum tíma. Vonandi heldur hann áfram að kynna Íslenska ættleiðingarmódelið á alþjóðavettvangi, því það er mikilvægt að allt sem tengist ættleiðingum sé hugsað út frá hag barnsins. Nýr framkvæmdarstjóri, Elísabet Hrund kemur til starfa núna í upphafi árs. Miklar breytingar eru því í gangi sem starfsfólk og stjórn félagsins telja af hinu góða og horfa björtum augum fram á við. Gleðilegt nýtt ár – við hlökkum til samstarfsins á árinu.
Lesa meira

Foreldravinnustofa - námskeið fyrir foreldra ættleiddra barna - frestað

Foreldravinnustofa - námskeið fyrir foreldra ættleiddra barna - frestað
Foreldravinnustofa með aðferðum markþjálfunar Námskeið fyrir foreldra ættleiddra barna Þann 24. Janúar næstkomandi hefst námskeið hjá Íslenskri ættleiðingu undir leiðsögn Arnars Haraldssonar, teymisþjálfa og PCC markþjálfa en hann er einnig faðir ættleidds drengs. Markmiðið með námskeiðinu er að styrkja foreldra í hlutverki sínu. Þeir fái tækifæri til að spegla áskoranir, sigra og hindranir með það að leiðarljósi að auka jákvæð samskipti. Unnið verður með fjögur mismunandi þemu á námskeiðinu, eitt í hvert í skipti, en áhersla lögð á að virkja þátttakendur og rými verður til að aðlaga tímana að þeim umræðuefnum sem brenna á fólki. Örn mun einnig miðla sinni þekkingu og verkfærum með sinni faglegu reynslu. Þar sem að um tilraunaverkefni er að ræða býðst félagsmönnum sérstakt verð fyrir námskeiðið nú þegar það er haldið í fyrsta sinn, aðeins 30.000 (hægt verður að fá kvittun og nýta styrk í stéttarfélagi). Hámark 10 manns komast á námskeiði sem verður haldið á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar í Skipholti 50b. • Námskeiðið er 4 skipti, 2 klst í senn 17.30 - 19.30 • Námskeiðið fer fram á mánudögum á eftirfarandi dagsetningum - 24. Janúar, 31. Janúar, 7. Febrúar og 14. Febrúar
Lesa meira

SOS dagatalið

SOS dagatalið
Íslenskri ættleiðingu hefur verið bent á að nokkrir skólar eru að horfa á og nota SOS dagatalið nú í desember sem má sjá hér Þarna eru umræður og efni sem geta verið viðkvæm fyrir ættleidd börn og því mikilvægt að skólar og umhverfi barna séu vakandi fyrir því. Við vitum að það getur breytt miklu að foreldrar fái tækifæri til að skoða efnisþætti og ræða það heima fyrir áður en hver gluggi er opnaður. Dagatalið í heild sinni, umræður og spurningar sem fylgja má finna hér Félagið hefur ennfremur haft samband við SOS vegna málsins og ætla þeir að senda út á þá skóla sem voru skráðir til þátttöku í dagatalinu, ábendingu um að láta foreldra vita af notkun á dagatalinu í skólaumhverfinu. Ekki eru allir skólar, sem eru að nota dagatalið hins vegar skráðir og því ekki víst að þessar upplýsingar náist til allra skóla sem eru að sýna þetta efni.
Lesa meira

Starf framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar

Starf framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar
Elísabet Hrund Salvarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar og mun hún hefja störf þann 1. febrúar næstkomandi. Elísabet hefur starfað sem mannauðsstjóri og sérfræðingur í fjármálum hjá Torg ehf. en hún hefur áralanga reynslu af stjórnunarstörfum. Elísabet hefur setið í stjórn Íslenskrar ættleiðingar síðastliðin átta ár og sem stjórnarformaður félagsins síðustu fimm ár. Elísabet er formaður samtaka ættleiðingarfélaga á norðurlöndum, Nordic Adoption Council (NAC). Þar að auki er hún fulltrúi Íslands í EuroAdopt, samtökum ættleiðingarfélaga í Evrópu. Elísabet býr yfir mikilli þekkingu á ættleiðingarmálum, bæði sem móðir 2ja ættleiddra barna frá Tékklandi og í gegnum reynslu sína af störfum innan málaflokksins, bæði hérlendis og erlendis. Elísabet er alþjóðamarkaðsfræðingur að mennt auk þess sem hún hefur stundað nám við mannauðsstjórnun og stjórnun hjá Háskóla Íslands. Félagið telur sig afar lánsamt að hafa fengið Elísabetu til liðs við sig og hlakkar til komandi tíma.
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 2021

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 2021
Jólaskemmtun fyrir alla fjölskylduna þann 12. desember 2021 kl. 14:00 - 16:00 á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík. Gleðin verður í sal 2, sem er staðsettur í suðurvæng hússins, eða til vinstri þegar maður kemur að húsinu. Jólasveinar láta sjá sig og við syngjum og dönsum saman í kringum jólatré við skemmtilegt undirspil. Veitingar eru innifaldar í verðinu og það er aldrei að vita hvað Sveinki verður með í pokanum sínum. Það kostar aðeins 1600 krónur fyrir félagsmenn og 500 krónur fyrir börn þeirra, en fyrir þá sem ekki eru félagsmenn kostar 2900 kr á mann. Allir velkomnir - börn og foreldrar, ömmur og afar, frændur og frænkur og allir hinir. *Skráningarfrestur er til klukkan 16 þann 9. desember næstkomandi
Lesa meira

Ættleiddir í kastljósinu á Diwali hátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur

Ættleiddir í kastljósinu á Diwali hátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur
Indverska sendiráðið í samvinnu við samtök Indverja á Íslandi hélt uppá ljósahátíðina með miklum glæsibrag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Að þessu sinni var hátíðin tvískipt, annars vegar lagði sendiherrann áherslu á tengingu við þá sem eru ættleiddir frá Indlandi til Íslands og hins vegar á hefðbundin hátíðarhöld tendum ljósahátíðinni. Sendiherra Indlands Shri B. Shyam setti hátíðina bauð framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, Kristinn Ingvarsson og formann félagsins Elísabetu Hrund Salvarsdóttur sérstaklega velkomin. Sendiherran bauð ættleiddum að deila með samkomunni upplfiun sinni og reynslu af Indlandi og Íslandi. Hann bað einnig framkvæmdastjóra félagsins að segja nokkur orð um hvað ættleiðingar frá Indlandi til Íslands hafa haft á samfélagið. Kristinn fór fögrum orðum um hversu dásamleg viðbót við íslenskt samfélag þessi börn hafa verið og fór stuttlega yfir samband félagsins við ISRC á Indlandi. Ljósahátíðin var svo formlega sett með því að kveikja á fallegum olíulampa og voru fengnar til verksins fimm konur, þar á meðal Elísabet Hrund og sendiherrafrúin. Hófst þá glæsileg dagskrá þar sem hæfileikar indverska samfélagsins á Íslandi fengu að njóta sín. Dans, söngur, leiklist og tískusýning, ekkert til sparað og skemmtu hátíðargestir sér konunglega. Hátíðin endaði svo með glæsilegri veislu þar sem boðið var uppá guðdómlega rétti frá Indlandi og samveru við frábært fólk.
Lesa meira

Starf framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar

Starf framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar
Starf framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar er laust til umsóknar. Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar er í Skipholti 50b, 105 Reykjavík. Félagið leitar eftir drífandi og metnaðarfullum einstaklingi með áhuga á ættleiðingum og málefnum þeim tengdum. Íslensk ættleiðing eru frjáls félagasamtök með löggildingu frá dómsmálaráðuneytinu til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Markmið félagsins er að veita þeim sem vilja ættleiða börn erlendis frá aðstoð með það að leiðarljósi að hagsmunir barnsins séu ávallt í fyrirrúmi. Þá er markmið félagsins einnig að stuðla að velferð kjörfjölskyldna fyrir og eftir ættleiðingu. Helstu verkefni og ábyrgð • Stjórnun mannauðs og ábyrgð á daglegum rekstri félagsins. • Stefnumótun, samningagerð og áætlanagerð. • Eftirfylgni með stefnu og ákvörðun stjórnar. • Tryggja að stefnu félagsins og lögum sé fylgt eftir. • Ábyrgð á starfsemi félagsins gagnvart stjórn. • Samskipti við hagsmunaaðila. • Koma á framfæri og viðhalda traustu sambandi við félagsmenn, samstarfsaðila og stjórnvöld. • Umsjón með fjárhagslegri afkomu félagsins. • Málsvari og almannatengslafulltrúi félagsins. • Önnur tilfallandi verkefni. Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af stjórnun, stefnumótun og áætlanagerð. • Reynsla og þekking á bókhaldi og reikningsskilum. • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi. • Þekking á stjórnsýslu. • Þekking á íslenskum lögum og reglum um ættleiðingar auk þekkingar á Haag samningnum um vernd barna og samvinnu á milli landa. • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta. • Góð hæfni í mannlegum samskiptum. Frekari upplýsingar um starfið Umsókn þarf að fylgja ferilskrá, afrit af prófskírteinum og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Um er að ræða fullt starf. Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember 2021. Umsóknir berist á netfangið lisa.larusdottir@isadopt.is Nánari upplýsingar veitir Lísa Björg Lárusdóttir lisa.larusdottir@isadopt.is
Lesa meira

Bollywood mynd í Bíó Paradís

Bollywood mynd í Bíó Paradís
Indverska sendiráðið í samvinnu við Bíó Paradís býður uppá sýningu indverskrar kvikmyndar í tilefni af alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni. Hátíðin er nú haldin í áttunda skipti og stendur hún frá 28. október til 7. nóvember. Að þessu sinni mun sendiráðið stykja sýningu gaman myndarinnar Nil Battey Sannata. Sýningin verður með íslenskum texta. Þeir sem hafa áhuga á að ná sér í miða geta tryggt sér hann með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan. Tvær sýningar verða á myndinni: 30. október kl. 13:00 7. nóvember kl. 17:00
Lesa meira

Diwali hátíðarhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur

Diwali hátíðarhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur
Undanfarin ár hefur sendiráð Indlands á Íslandi verið duglegt við að rækta tengsl við þá sem eru ættleiddir frá Indlandi til Íslands og fjölskyldur þeirra og boðið þeim til margskonar mannfagnaða. Indverska sendiráðið í samvinnu við félag Indverja á Íslandi býður til Diwali, ljósahátíðar í Ráðhúsi Reykjavíkur 6. nóvember og hefst hún kl. 16:00 og stendur til kl. 20:00. Hátíðin verður stórglæsileg og með fjölbreyttu sniði, dans, söngur, ljóð, tískusýning og leikir ásamt því að siðir í kringum Diwali verða kynntir og boðið uppá veitingar sem tengdir eru hátíðinni.
Lesa meira

mbl.is - Rannsaka misferli í ættleiðingum

mbl.is - Rannsaka misferli í ættleiðingum
Ráðist verður í op­in­bera rann­sókn á alþjóðleg­um ætt­leiðing­um sem hafa tekið sér stað síðustu 70 árin í Svíþjóð. Til­efnið er umræða sem hef­ur verið áber­andi upp á síðkastið um mögu­leg barn­arán og mis­ferli við ætt­leiðing­ar­ferl­in. Rann­sókn­in mun sér­stak­lega taka fyr­ir ætt­leiðing­ar á börn­um frá Síle og Kína en und­an­farið hafa komið upp á yf­ir­borðið gögn sem benda til þess að ekki hafi allt verið með feldu í þeim ætt­leiðing­ar­ferl­um.
Lesa meira

Unnið gegn ólöglegum ættleiðingum

Unnið gegn ólöglegum ættleiðingum
Eitt af leiðarljósum þeirra sem vinna að löglegum ættleiðingum barna er Haagsamningurinn um vernd barna og samvinnu um ættleiðingar milli landa frá 1993. Ísland gerist aðila að samningnum árið 2000 og er löggjöfin og reglugerðir innblásnar af samningnum. Í samningnum er lögð áhersla á réttindi barna við ættleiðingar og er upprunaríkjum barnanna skylt að tryggja að búið sé að kanna uppruna þeirra og möguleika þeirra til að alast upp innan fjölskyldu sinnar eða hvort möguleiki sé að ættleiða barnið innanlands. Að sameina þarfir barna sem þurfa á fjölskyldu að halda og drauma umsækjenda sem vilja bjóða barni inni fjölskyldu sína er stórkostlegt. En því miður er víða pottur brotinn í málaflokknum og hafa þjóðirnar sem eru aðilar að Haagsamningnum lagt sig fram við að vinna að bættum vinnubrögðum.
Lesa meira

Fyrirlestur um vináttuna 14.október kl 18:00

Við ætlum að fjalla um vináttuna og fyrirlesarinn er Lilja Eivor. Lilja Eivor hefur unnið með börnum og unglingum í 10 ár. Hún vinnur hjá fyrirtækinu Kvan þar sem hún er m.a. með "Vináttufærnis-námskeið". Á þessum námskeiðum er unnið með félagsfærni og sjáfseflingu barna. Í fyrirlestri sínum hjá okkur mun Lilja fara yfir það hvernig foreldrar geta stuðst við börnin sín í vináttu og eflt félagsfærni þeirra. Hún mun einnig fara yfir hvaða hlutverk foreldrar spila í vináttu barna sinna og hvaða ráð reynast börnum skýr og auðveld. Við ætlum að hittast í nýjum húsakynnum Framvegis, sem er flutt í Borgartún 20.
Lesa meira

Íslensk ættleiðing áberandi á aðalfundi Nordic Adoption Council

Íslensk ættleiðing áberandi á aðalfundi Nordic Adoption Council
Aðalfundur Nordic Adoption Council (NAC) var haldinn nú á dögunum en aðalfundir félagsins eru haldnir á tveggja ára fresti. Þessi aðalfundur var með öðru sniði en venjulega þar sem ekki var hægt að koma saman og því um rafrænan aðalfund, síðasti aðalfundur var haldinn í Reykjavík, 21.september 2019 eftir vel heppnaða ættleiðingarráðstefnu Best Pracises in Adoption á vegum Nordic Adoption Council. Nordic Adoption Council er regnhlífasamtök ættleiðingarfélaga á Norðurlöndunum ásamt foreldrasamtökum ættleiddra í Danmörku og Finnlandi.
Lesa meira

Félags- og barnamálaráðherra heimsækir Íslenska ættleiðingu

Félags- og barnamálaráðherra heimsækir Íslenska ættleiðingu
Nú á dögunum heimsótti Ásmundur Einar Daðason, Félags- og barnamálaráðherra Íslenska ættleiðingu til að kynnast betur því mikla starfi sem félagið sinnir í þágu ættleiddra barna og fjölskyldna þeirra. Starfsfólk og stjórn félagsins fundaði með Ásmundi og fór í saumanna á þjónustunni sem félagið veitir nú til þeirra sem sækja um alþjóðlega ættleiðingu, stuðninginn sem veittur er á meðan á ferlinu stendur og þá þjónustu sem félagið sinnir fyrst eftir að fjölskyldan kemur til Íslands. Þá voru fyrirætlanir félagsins varðandi þjónustu eftir ættleiðingu, barna- og unglingastarf ásamt þeirri þjónustu sem félagið sér fyrir sér að þurfi að veita til uppkominna ættleiddra varðandi stuðning vegna upprunaleitar og úrvinnslu þess að vera ættleiddur frá öðru landi. Rannsóknir sem hafa verið gerðar í málaflokknum hafa aukið skilning á því að ættleiddir þurfi mun meiri stuðning en hefur verið í boði og eru þjónustuaðilar sífellt að bæta þjónustuna í ferlinu, jafnt í undirbúningsferli fyrir ættleiðingu, við ættleiðingu og þjónustu eftir ættleiðingu ásamt því að styðja við fullorðna ættleidda sem þurfa að vinna úr þeirra reynslu sem ættleiðing þeirra hefur skilið eftir sig. Þær kerfisbreytingar sem Ásmundur Einar hefur komið í gegn á síðastliðnu kjörtímabili ættu að bylta þjónustu við ættleidd börn og fjölskyldur þeirra og kom það berlega í ljós í samtali félagsins við ráðherra. Nú þegar útfærsla þjónustunnar er að hefjast má búast við auknum skilningi á þeirri þörf sem ættleidd börn og fjölskyldur þeirra þurfa á að halda og eru væntingar um að staðið verði betri vörð um hagsmuni ættleiddra en verið hefur.
Lesa meira

"sumar"leyfi

Skrifstofa félagsins verður lokuð frá 7. september til og með 15. september vegna sumarleyfa og rannsóknarleyfis. Starfsfólk félagsins hafði í mörgu að snúast í sumar og var því ekki hægt að njóta sumarleyfa eins og ráð var gert fyrir. Félagsráðgjafi félagsins verður á sama tíma í rannsóknarleyfi í Tékklandi, þar sem hún mun heimsækja barnaheimili og sálfræðiteymi miðstjórnvalds Tékklands. Eins og áður verður bakvakt vegna erinda sem ekki þola bið. Þeir sem þurfa að koma gögnum eða fá svör við fyrirspurnum er bent á að hafa samband fyrir 7. september.
Lesa meira

Barnaþing Umboðsmanns barna

Barnaþing Umboðsmanns barna
Umboðsmaður barna hefur leitað til félagsins vegna tilnefningu barna á barnaþing Umboðsmanns sem haldið verður í Hörpu daganna 18.-19. nóvember næstkomandi. Markmið barnaþings er að efla lýðræðislega þátttöku barna og virkja þau í umræðu um málefni sem snerta þau. Þetta er í annað sinn sem barnaþing er haldið en fyrst var það haldið árið 2019 og er reynslan af því mjög góð og var upplifun barnanna sem tóku þátt afar jákvæð. Um 350 börn á aldrinum 11-15 ára fá boð um að sækja þingið en þau eru valin með slembivali barna af öllu landinu úr þjóðskrá. Þingið verður sett eftir hádegi þann 18. nóvember með formlegri dagskrá en þann 19. nóvember verður dagskránni skipt í tvennt. Annars vegar verða umræður í þjóðfundarstíl með þátttöku barna og fullorðinna og hins vegar opin dagskrá með málstofum og fjölbreyttum viðburðum. Niðurstöður barnaþings verða kynntar ríkisstjórninni sem mikilvægt framlag til stefnumótunar um málefni barna.
Lesa meira

Alþjóðadagur jóga 21.júní 2021

Alþjóðadagur jóga 21.júní 2021
Sendiráð Indlands fagnar 7. alþjóðadegi jóga í dag, 21.júní 2021 frá klukkan 17:00 til 19:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á dagskránni verða ræðuhöld, jóga undir leiðsögn Guðrúnar Svövu Kristinsdóttur og horft verður á heimildarmynd um jóga, Ayurveda og indverska menningu. Allir eru velkomnir á viðburðinn en þeir sem hafa hug á að mæta eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á netfangið cons.reykjavik@mea.gov.in Sjá nánar um viðburðinn hér Þeir sem ekki geta mætt en hafa áhuga á að fylgjast með geta horft á facebook eða á youtube Facebook: @indiainReykjavik YouTube: 'India in Iceland'
Lesa meira

rúv.is - Ólöglegar ættleiðingar í Svíþjóð

rúv.is - Ólöglegar ættleiðingar í Svíþjóð
Riksdagen - sænska þingið - fól ríkisstjórninni í vikunni að rannsaka alþjóðlegar ættleiðingar til Svíþjóðar undanfarna áratugi. Ákvörðunin kemur í kjölfar á ítarlegri fjölmiðlaumfjöllun um ættleiðingar erlendis frá, þar sem sterkar vísbendingar eru um blekkingar, þvinganir, lögbrot og í sumum tilfellum hrein og klár mannrán.
Lesa meira

Börn þjóða

Börn þjóða
Föstudaginn 28. maí ​kl. 17:00-18:30​ í Háskólabíó ætlar ​Logi Pedro að deila reynslu sinni af gerð þáttanna Börn þjóða með félögum Íslenskrar ættleiðingar.​​ Í þáttunum er ljósi varpað á samfélagslegan reynsluheim hvers og eins viðmælanda, uppeldi og búsetu í samfélagi á norðurhjara veraldar og upplifun. Rætt er um íslenska menningu og samfélag í samhengi við réttindabaráttu minnihlutahópa og kynþáttafordóma á alþjóðavettvangi. Efni þáttana á því mikið erindi til félagsmanna Íslenskrar ættleiðingar, fjölskyldna þeirra og vina og hvetjum við sem flesta til að mæta. ​ ​
Lesa meira

Námskeið í vináttuþjálfun fyrir 7-9 ára börn (2.-4.bekk)

Íslensk ættleiðing og KVAN bjóða í samstarfi upp á spennandi og vandað námskeið í vináttuþjálfun fyrir 7-9 ára börn (2.-4. bekk). Námskeiðið er sérlega gagnlegt fyrir þá sem vilja efla sjálfstraust sitt, sjálfsmynd og samskipti, þá sem eiga eða hafa átt í félagslegum vanda, eins og einangrun, vinaleysi, einelti eða höfnun. Námskeiðið er sérhannað og skipulagt af KVAN en starfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins hafa mikla menntun og áralanga reynslu í námskeiðahaldi fyrir ungt fólk til að ýta undir meira sjálfstraust, bætta vináttufærni, sjálfsmynd, leiðtogahæfileika og betri líðan barna og ungmenna. Námskeiðið er uppbyggilegt og um leið skemmtilegt og eflir börn til að takast á við þær félagslegu aðstæður sem upp koma í lífi þeirra. Til þess að geta tekist á við daglegt líf er mjög mikilvægt að hafa góða samskipta-, félags- og vináttufærni en þessir þættir skipta sköpum þegar kemur að líðan og heilsu barna. Að lenda í vandræðum í jafningjasamskiptum getur haft í för með sér víðtækar og langvarandi neikvæðar afleiðingar. Því er mikilvægt fyrir öll börn að fá fræðslu og þjálfun í þessum færniþáttum. Leiðtogafærni er einnig mjög mikilvæg og getur hjálpað börnum að vegna vel í lífinu. Allir geta verið leiðtogar ef þeir einungis fá tækifæri til þess, ásamt þjálfun og reynslu.
Lesa meira

FRESTAÐ - Indverska sendiráðið býður til málþings - FRESTAÐ

FRESTAÐ - Indverska sendiráðið býður til málþings - FRESTAÐ
Uppfærð frétt - Þá er komið í ljós að tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti í kvöld (25 Mars 2021) og þess vegna þurfum við þvi miður að fresta málþingi þangað til seinna þegar leyft verdur aftur að halda samkomur. Við munum fljótlega senda út frekari upplýsingar strax og þær liggja fyrir með framhaldið, Farið vel með ykkur á meðan,
Lesa meira

Adoption Joy Week

Adoption Joy Week
Í þessari viku, fagnar Íslensk ættleiðing norrænni ættleiðingarviku, en ættleiðingarfélögin á norðurlöndunum hafa fagnað ættleiðingum sérstaklega í einni viku á ári síðustu ár. Samstarfsfélög Íslenskrar ættleiðingar hafa sett brennidepilinn á jákvæða umræðu um ættleiðingar og ættleiðingartengd málefni. Núna í ár langar okkur að hylla nokkur upprunalönd með því að setja inn skemmtilegt efni frá hverju landi. Við hvetjum alla sem tengjast viðkomandi landi að gleðjast með okkur og taka þátt. Á hverjum degi verður byrjað á því að setja inn efni tengt einu ákveðnu upprunalandi og félagsmenn geta sett inn á facebook síðu sína mynd, teikningu eða minningu tengda þessu landi og tengt færsluna við Íslenska ættleiðingu og #Adoptionjoy. Fyrsti dagur Adoption Joy Week er tileinkaður fjölskyldum sem hafa ættleitt frá Indlandi. Íslensk ættleiðing hóf samstarf sitt við Indland árið 1987. Alls hafa 164 börn verið ættleidd frá Indlandi með milligöngu félagsins, síðast árið 2012. Indland er annað fjölmennasta ríki heims og sjöunda stærsta ríki heims að flatarmáli. Indland er sambandsríki sem öðlaðist sjálfstæði árið 1947 og er höfuðborg þess Nýja-Dehli. Opinbert tungumál landsins er hindí og enska, en alls eru töluð um 23 tungumál í landinu. Menningu landsins má rekja aftur um 5000 ár og á landið sér ríka og langa sögu. Alls eru samtals 38 sögufrægir staðir og byggingar í Indlandi á heimsminjaskrá Unesco, má þar til dæmis nefna Taj Mahal, The Golden Temple og The Great Himalayan National Park Conservation Area. Félagið hvetur alla sem tengjast viðkomandi landi að gleðjast með okkur og taka þátt með því að setja á facebook til dæmis mynd, teikningu eða minningu tengda Indlandi og tengt færsluna við Íslenska ættleiðingu og #Adoptionjoy http://www.isadopt.is/is/lond/indland
Lesa meira

Aðalfundur 2021

Aðalfundur 2021
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður hjá Framvegis, miðstöð símenntunar, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík, þriðjudaginn 23. mars 2021, kl. 20:00. Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins skal lagður fram til samþykktar. 3. Kjör stjórnar. 4. Ákvörðun árgjalds. 5. Breytingar á samþykktum félagsins. 6. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Um stjórnarkjör: Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta. Um breytingar á samþykktum félagsins: Skv. 7 gr. samþykktum félagsins skulu tillögur að breytingu á þeim berast skriflega eigi síðar en 31. janúar ár hvert. Engin breytingatillaga barst. 7. grein Aðalfundur Aðalfundur skal haldinn fyrir marslok ár hvert. Skal hann boðaður bréflega eða með öðrum sannanlegum hætti með minnst þriggja vikna fyrirvara. Til aukaaðalfundar skal boða með sama fyrirkomulagi og til aðalfundar samkvæmt 7. mgr. Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál: Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins skal lagður fram til samþykktar. Gjaldskrá félagsins. Kjör stjórnar. Ákvörðun árgjalds. Breytingar á samþykktum félagsins. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Breytingar á stjórn félagsins skal tilkynna dómsmálaráðuneytinu áður en 14 dagar eru liðnir. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins skulu berast stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 31. janúar ár hvert og skulu þær tilgreindar í fundarboði. Framboð til stjórnarkjörs skulu berast skriflega til skrifstofu félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund. Aukafundi skal halda eftir ákvörðun stjórnar eða að kröfu endurskoðenda eða 2/3 félagsmanna. Skulu þeir boðaðir bréflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Í fundarboði skal koma fram tilefni fundarins. Úr samþykktum Íslenskrar ættleiðingar Vakin er athygli á að framboðsfrestur til stjórnarkjörs er samkvæmt samþykktum félagsins til klukkan 20:00 þann 9.mars 2021 og skal senda framboð til félagsins á netfangið isadopt@isadopt.is
Lesa meira

Byrjendanámskeið í kínversku fyrir börn 8-12 ára

Byrjendanámskeið í kínversku fyrir börn 8-12 ára
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós mun bjóða upp á byrjendanámskeið í kínversku fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Um er að ræða 8 skipta námskeið einu sinni í viku á laugardögum kl. 10:30 – 11:45 sem hefst 13. mars og stendur til og með 15. maí. Kennt verður í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. Kennari námskeiðsins er Snæfríður Grímsdóttir, BA í kínverskum fræðum frá HÍ. Á námskeiðinu verður farið í grunnstef í kínversku talmáli og rittáknum. Áhersla verður á að hafa tímana skemmtilega og áhugaverða og mikið lagt upp úr leikjum og söng. Nánari upplýsingar á www.konfusius.is
Lesa meira

Visir.is - Stöðva ætt­leiðingar frá er­lendum ríkjum

Visir.is - Stöðva ætt­leiðingar frá er­lendum ríkjum
Yfirvöld í Hollandi hafa ákveðið að banna ættleiðingar frá erlendum ríkjum og tekur bannið gildi tafarlaust. Ákveðið var að grípa til þessa úrræðis eftir að umfangsmikil rannsókn leiddi í ljós of mörg tilvik ofbeldis og misnotkunar. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins einblíndi rannsóknin á ættleiðingar barna frá Bangladesh, Brasilíu, Kólumbíu, Indónesíu og Sri Landa á árunum 1967 til 1998, en að sögn Tjibbe Joustra, sem fór fyrir störfum nefndarinnar, er ljóst að margt hafi farið úrskeiðis bæði árin fyrir og eftir þann tíma. Þau tilvik sem rannsóknin leiddi í ljós beindist einna helst að mæðrum barnanna sem ættleidd voru, en dæmi voru um að þeim hafi verið hótað eða mútað til þess að gefa börn sín til ættleiðingar. Þá kom einnig í ljós að yfirvöld hafi verið meðvituð um það sem átti sér stað og í sumum tilfellum tekið þátt í því sem fram fór. Widya Astuti Boerma, 45 ára gömul kona sem ættleidd var af hollenskum foreldrum, leitar nú líffræðilegra foreldra sinna í Indónesíu. Hún segist fagna ákvörðuninni þar sem núverandi kerfi ýti undir það að börn séu fórnarlömb mansals.
Lesa meira

Aðalfundur 2021

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar verður haldinn þriðjudaginn 23. mars 2021 kl. 20:00. Frekari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár!
Síðastliðið ár var óvenjulegt í alla staði og hver áskorunin tók við af annari. Starf ættleiðngarfélaga var óvenjulegt í alla staði eins og annað á þessu blessaða ári og var mikil umræða innan samstarfsfélaga um þær áskorannir sem félögin stóðu frammi fyrir. Starf Íslenskrar ættleiðngar gat þó haldið með nokkuð eðlilegum hætti og má þakka það góðu samstarfi við upprunaríkin sem félagið starfar með, enda hefur verið lögð áhersla á að styrkja tengslin við þær stofnanir sem félagið er í mestu samstarfi við. Átján fjölskyldur heimsóttu félagið í fyrsta skipti á þessu ári og er það talsvert færra en á síðastliðinum árum. Hins vegar var nánast 100% aukning á umsóknum um forsamþykki frá síðasta ári og eru því fleiri sem eru að hefja ættleiðingarferil með félaginu. Það hefur vakið athygli að fjöldi synjana frá sýslumannsembættinu hefur aukist verulega uppá síðkastið. Þá hefur það ekki vakið síðri athygli að fjöldi þeirra mála sem hafa verið kærð til dómsmálaráðuneytisins hefur aukist og að lang flestum tilvikum er synjun sýslumannsembættisins felld úr gildi og annaðhvort hefur embættinu verið gert að gefa út forsamþykki eða að taka málið til umfjöllunar á ný. Í lok ársins voru aðeins 14 umsóknir í ferli hjá erlendum ættleiðingaryfirvöldum, 7 í Tékklandi, 4 í Kólumbíu og 3 í Kína. Fimm börn eignuðust foreldra með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á árinu sem leið, 4 frá Tékklandi og 1 frá Tógó, en það eru jafn mörg börn og árið á undan, sem kemur verulega á óvart í því ástandi sem ríkti. Á aðalfundi félagsins komu tveir nýjir inní stjórn og tveir létu af störfum fyrir félagið. Berglind Glóð Garðarsdóttir og Dylan Andres Herrera Chacon tóku við af Ingibjörgu Valgeirsdóttur og Sigrúnu Evu Grétarsdóttur. Ingibjörgu og Sigrúnu er þakkað fyrir ómetanlegt starf í þágu munaðarlausra barna og þeirra fjölskyldna sem hafa ættleitt í gegnum árin. Formaður Íslenskrar ættleiðingar, Elísabet Hrund Salvarsdóttir tók við formennsku Nordic Adoption Council á árinu og er það í fyrsta skipti sem Ísland leiðir starf samtakanna. Það hefur verið í nógu að snúast hjá NAC, enda fordæmalausir tímar þar eins og annarsstaðar. Íslensk ættleiðing bætti við sig verkefnum á árinu með samningi við félagsmálaráðuneytið um þjónustu við flóttafólk sem hefur fengið hæli á Íslandi og fær fjölskyldusameiningu á þeim grundvelli. Sá stuðningur og aðferðafræði sem félagið vinnur eftir hefur vakið athygli og eru aðstæður þessara fjölskyldna á margan hátt sambærilegar við þær aðstæður sem fjölskyldurnar sem ættleiða eru í þegar þær eru að hitta börnin sín í fyrsta skipti. Árið endaði svo á afar jákvæðum nótum. Rétt fyrir jólin færði starfsfólk félagsins einni fjölskyldu þær dásamlegu fréttir að búið væri að para þau við barn. Árið 2021 byrjar því ljómandi vel og er þess að vænta að fjölskyldan ferðist til upprunaríkis barnsins um leið og ástandið þar verður betra. Starfsfólk og stjórn félagsins líta því björtum augum til ársins sem er að hefjast. Gleðilegt ár öll sömul – við hlökkum til samstarfsins á komandi ári.
Lesa meira

Sarah Naish fyrirlestur og ráðstefna

Sarah Naish fyrirlestur og ráðstefna
Sarah Naish félagsráðgjafi kom hér til lands á vegum Íslenskrar ættleiðingar árið 2018 og hélt bæði fyrirlestur og námskeið sem vakti mikla lukku. Sarah hefur mikla reynslu af ráðgjöf, þjálfun og uppeldi barna, en hún hefur ættleitt 5 börn og hefur notast við meðferðanálgun (Therapeutic Parenting) í uppeldi þeirra, nálgun sem hún hefur þróað í gegnum árin. Hún hefur fjölþætta reynslu innan barnaverndar á Bretlandi og hefur í uppeldi barna sinna síðastliðin 16 ár byggt upp gagnabanka sem hún hefur miðlað úr til fagfólks og foreldra. Mikil ánægja var með nálgun Söruh þegar hún kom hingað og kynnti aðferðir sínar fyrir þátttakendum á ráðstefnu félagsins og námskeiði í framhaldin af henni. Enn er hópur fólks hér á landi sem fylgir henni eftir og því sem hún og hennar samtök eru að fást við (The National Association of Therapeutic Parents). Nú á tímum Covid hafa þau verið dugleg að deila efni, fyrirlestrum og ráðstefnum á netinu og hér er slóð á fyrirlestur sem fór fram fyrir helgi. Þarna er góð kynning á hugmyndafræði þeirra og inngangur að einni bókinni sem þau hafa gefið út. Áhugavert fyrir ykkur sem ekki hafið kynnt ykkur efnið þeirra og góð upprifjun fyrir hina sem hafa gluggað í efnið. Þann 27. nóvember næstkomandi, standa samtökin fyrir heilsdagsráðstefnu á netinu, þátttakendum að kostnaðarlausu og hvetjum við félagsmenn að gefa sér stund til að taka þátt í henni.
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 2020 - Aflýst

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 2020 - Aflýst
Kæru félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar Senn líður að jólum og við reynum að hafa hugann við það sem framundan er ef aðstæður í samfélaginu gefa leyfi til. Við í að minnsta eigum allt bókað og undirbúið ef að rými skapast til að koma saman og gleðjast. Jólaballið okkar er áætlað sunnudaginn 13. desember á Hótel Natura, frá klukkan 14-16 og þar mun gleði, veitingar, dans og rauðklæddir sveinar ráða ríkjum. Biðjum ykkur því að taka daginn frá, skráning hefst þegar nær dregur settum degi.
Lesa meira

Morgunblaðið - Frumættleiðingum fjölgaði, flest börn ættleidd frá Tékklandi

Morgunblaðið - Frumættleiðingum fjölgaði, flest börn ættleidd frá Tékklandi
Frumættleiðingar frá útlöndum voru níu í fyrra eða talsvert fleiri en árin tvö á undan þegar þær voru einungis fjórar hvort ár. Frumættleiðingar frá útlöndum höfðu aldrei verið jafn fáar á einu ári og á árunum 2017 og 2018. Frumættleiðing merkir ættleiðingu á barni sem ekki er barn maka umsækjanda. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands. "Fyrir utan árin 2017-2018 voru frumættleiðingar frá útlöndum fæstar 1992 þegar einungs fimm börn voru ættleidd erlendis frá. Flest börn voru ættleidd frá útlöndum árið 2005 þegar 41 frumættleiðing átti sér stað. Undanfarin ár hafa flest ættleidd börn verið frá Tékklandi og árið 2019 voru einnig flestar ættleiðingar þaðan eða sjö," að sögn Hagstofunnar.
Lesa meira

mbl.is - 49 börn ætt­leidd í fyrra

mbl.is - 49 börn ætt­leidd í fyrra
Alls voru 49 börn ætt­leidd á Íslandi árið 2019. Þetta eru aðeins fleiri en 2018 en þá voru ætt­leiðing­ar 46. Árið 2019 voru stjúpætt­leiðing­ar 31 en frumætt­leiðing­ar 18.
Lesa meira

Visir.is - Stærsta ár í ættleiðingum síðan 2013

Visir.is - Stærsta ár í ættleiðingum síðan 2013
49 ættleiðingar voru á Íslandi árið 2019. Þetta eru aðeins fleiri en árið 2018 en þá voru ættleiðingar 46. Árið 2019 voru stjúpættleiðingar 31 en frumættleiðingar 18. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar.
Lesa meira

Frettabladid.is - Ættleiðingum fjölgar á milli ára

Frettabladid.is - Ættleiðingum fjölgar á milli ára
Ætleiðingum fjölgar á milli ára en alls voru 49 börn ættleidd árið 2019. Undanfarin ár hafa flest ættleidd börn verið frá Tékklandi og hafa fjögur börn verið ættleidd þaðan á þessi ári.
Lesa meira

Indverski sendiherrann býður til veislu

Indverski sendiherrann býður til veislu
On the occasion of Mahatma Gandhi's 150th birth anniversary celebration, Ambassador of India invites to a festive gathering on Friday 2 October at Reykjavík City Hall. The Ambassador has requested from Icelandic Adoption to mediate invitations to those who have been adopted from India to Iceland and their families. Those interested in attending the meeting can register by sending an email to cons.reykjavik@mea.gov.in, but availability is limited and those who register first will have priority. The Ambassador has also invited adoptees to come forward and show their talents, but the topic of the entertainment needs to be linked to Gandhi in some way. Those who are interested in shining their light can send an email to cons.reykjavik@mea.gov.in with a suggested item.
Lesa meira

Frettabladid.is - Ættleiðingarbiðlistar að styttast í Tékklandi

Frettabladid.is - Ættleiðingarbiðlistar að styttast í Tékklandi
Um þessar mundir eru flest ættleidd börn frá Tékklandi. Fjórar íslenskar fjölskyldur og tékknesk börn hafa verið pöruð saman á þessu ári. Framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar segir að samstarfið við Tékka hafi reynst farsælt. Biðlistar eftir ættleiðingu í Tékklandi hafa styst. Á þessu ári hafa fjórar íslenskar fjölskyldur og tékknesk börn verið pöruð saman og tvö af þeim nú þegar komin til landsins. Tvö til viðbótar munu væntanlega koma til landsins síðar á þessu ári. Núna eru flest ættleidd börn á Íslandi að koma frá Tékklandi og samstarfið hefur gengið farsællega. Félagið Íslensk ættleiðing, sem hefur milligöngu um ættleiðingar, er einnig í samstarfi við fjögur önnur lönd, Tógó, Búlgaríu, Kína og Kólumbíu.
Lesa meira

Námskeið fyrir verðandi umsækjendur

Námskeið fyrir verðandi umsækjendur
Umsækjendur um ættleiðingu þurfa samkvæmt reglugerð að sækja námskeið til undirbúnings ættleiðingu. Íslensk ættleiðing heldur námskeiðið Er ættleiðing fyrir mig? tvisvar á ári, að vori og að hausti. Næstu helgi verður næsta námskeið haldið og er búið að tryggja sóttvarnir og fjarlægðamörk á námskeiðinu. Á námskeiðinu er mörgum steinum velt við og kafað ofaní hvernig er að vera kjörforeldri, hver sé munurinn að eignast barn líffræðilega og því að ættleiða og hvaða áskoranir séu líklegar í ættleiðingarferlinu.
Lesa meira

Þjónusta á tímum COVID-19

Þjónusta á tímum COVID-19
Af öryggisástæðum verður skrifstofa félagsins lokuð tímabundið fyrir gangandi umferð vegna COVID-19 veirunnar. Áfram verður hægt að panta tíma í viðtöl hjá starfsfólki félagsins. Sími félagsins er eins og alltaf opinn frá 09:00-16:00 og er fyrirspurnum á netfang félagsins svarað um hæl. Förum varlega - við erum öll almannavarnir.
Lesa meira

Sumarleyfi Íslenskrar ættleiðingar

Sumarleyfi Íslenskrar ættleiðingar
Starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar mun eins og aðrir landsmenn fara í sumarleyfi til að endurhlaða rafhlöðurnar og verður því opnunartími skrifstofunnar með öðru móti en venjulega. Skrifstofan verður með skert aðgengi frá og með 6. júlí og fram yfir Verslunarmannahelgi og verður því ekki opin fyrir gangandi umferð, heldur verður hægt að panta viðtalstíma á heimasíðu félagsins og þá mun starfsfólk skrifstofu bregðast við.
Lesa meira

Aðalfundur 2020

Aðalfundur 2020
Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar var haldinn 25. maí síðastliðinn eftir að hafa í tvígang verið frestað vegna COVID-19. Á fundinum fór formaður félagsins yfir árskýrslu stjórnar og reikninga félagsins á síðastliðinu ári. Ársskýrsluna ásamt ársreikningi er hægt að skoða hér á heimasíðu félagsins.
Lesa meira

Aðalfundur 25.maí kl. 20:00

Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 25. maí, kl. 20:00 í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík. Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf. Sjálfkjörið er í stjórn, en þrjú sæti voru til kjörs og bárust þrjú framboð. Kosið verður um eina breytingatillögu á samþykktum félagsins, en breytingatillaga barst um breytingar á 7. grein samþykktanna. 7. grein samþykktanna hljóðar svo: 7. grein Aðalfundur Aðalfundur skal haldinn fyrir marslok ár hvert. Skal hann boðaður bréflega eða með öðrum sannanlegum hætti með minnst þriggja vikna fyrirvara. Til aukaaðalfundar skal boða með sama fyrirkomulagi og til aðalfundar samkvæmt 7. mgr. Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál: Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins skal lagður fram til samþykktar. Kjör stjórnar. Ákvörðun árgjalds. Breytingar á samþykktum félagsins. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Breytingar á stjórn félagsins skal tilkynna dómsmálaráðuneytinu áður en 14 dagar eru liðnir. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins skulu berast stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 31. janúar ár hvert og skulu þær tilgreindar í fundarboði. Framboð til stjórnarkjörs skulu berast skriflega til skrifstofu félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund. Aukafundi skal halda eftir ákvörðun stjórnar eða að kröfu endurskoðenda eða 2/3 félagsmanna. Skulu þeir boðaðir bréflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Í fundarboði skal koma fram tilefni fundarins.
Lesa meira

mbl.is - Fólk í ætt­leiðing­ar­ferli í biðstöðu

mbl.is - Fólk í ætt­leiðing­ar­ferli í biðstöðu
Krist­inn Ingvars­son, fram­kvæmda­stjóri Íslenskr­ar ætt­leiðing­ar, seg­ir kór­ónu­veir­una hafa haft áhrif á starf­semi fé­lags­ins eins og á annað í þjóðfé­lag­inu. For­eldr­ar bíða nú eft­ir því að hitta börn sem þeir hafa verið paraðir við.
Lesa meira

Opið á ný!

Íslensk ættleiðing hefur opnað skrifstofuna á ný fyrir gangandi umferð eftir að reglum um samkomubann hefur verið breytt. Þjónusta félagsins við félagsmenn féll aldrei niður á meðan á samkomubanninu stóð, heldur breyttist þjónustan aðeins. Starfsfólk félagsins vann ýmist að heiman eða á skrifstofunni og svaraði erindum, tók viðtöl og sinnti því sem þurfti, þannig að aldrei datt starfsemi félagsins niður. Starfsfólk félagsins er spennt að halda áfram að þjónusta félagsmenn og hlakkar til að fjölga Íslendingum enn frekar!
Lesa meira

Aðalfundur 2020 - frestað enn frekar

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja samkomubann fram til 4. maí. Íslensk ættleiðing fer vitaskuld eftir því og frestar því aðalfundi á ný. Aðalfundurinn var fyrirhugaður þann 16. apríl en hefur verið færður til 25. maí, með þeim fyrirvara að takmörkunum um samkomubann hafi verið aflétt þá.
Lesa meira

Lokað í bili

Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður lokuð á meðan á samkomubanni stendur. Starfsfólk félagsins mun sinna vinnu sinni ýmist á skrifstofu félagsins eða að heiman. Hægt er að ná í starfsfólk í gegnum tölvupóst og hægt er að hafa samband í neyðarsíma félagsins 895-1480.
Lesa meira

Aðalfundi frestað vegna COVID-19

Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna COVID-19 veirunnar hefur stjórn Íslenskrar ættleiðingar ákveðið að fresta aðalfundi félagsins sem átti að fara fram fimmtudaginn 19. mars 2020. Þessi ákvörðun var tekin á stjórnarfundi í gærkvöldi, 12. mars 2020. Nýtt fundarboð: Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar verður haldinn fimmtudaginn 16.apríl 2020 kl. 20:00 í húsnæði Framvegis, miðstöð símenntunar, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík.
Lesa meira

Mikilvægi öruggra tengsla - frestað vegna COVID-19

Fjallað verður um hvernig foreldrar og aðrir umönnunaraðilar geta eflt örugg tengsl með því að vera tilfinningalega til staðar fyrir barnið og hvernig öryggishringurinn (circle of security-parenting) geti hjálpað foreldrum að átta sig á þörfum barna sinna fyrir öryggi og vernd. Öryggishringurinn er byggður á tengslakenningum John Bowlby, hann er myndrænn og kennir okkur að sjá barnið innan frá og hjálpar okkur að átta okkur á þörfum barnsins. Í öryggishringnum er lögð áhersla á að hinn fullorðni sé örugg hönd þannig að barnið geti lært, leikið og kannað umhverfið. Einnig þarf hinn fullorðni að vera örugg höfn sem barnið leitar til þegar það þarfnast huggunar og verndar. Fyrirlesarar eru þær Ástríður Thorarensen þroskaþjálfi, listmeðferðar-og fjölskyldufræðingur og Unnur Valdemarsdóttir leikskólasérkennari og fjölskyldufræðingur en þær starfa meðal annars hjá Tengslamiðstöðinni – fjölskyldumeðferð og foreldraráðgjöf Fræðslan hefst klukkan 20.00 fimmtudaginn 26. mars og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð.
Lesa meira

Lokað vegna vetrarfrís

Í dag, 2.mars verður skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar lokuð vegna vetrarfrís í grunnskólum.
Lesa meira

Hringbraut - Tengslamyndun við ættleidd börn

Hringbraut - Tengslamyndun við ættleidd börn
Elísabet Hrund Salvarsdóttir, formaður Íslenskrar ættleiðingar og Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi hjá Íslenskri ættleiðingu í viðtali á Hringbraut vegna Félagsráðgjafaþings.
Lesa meira

“Ertu ekki glöð að vera ættleidd?”

Fimmtudaginn 20. febrúar, stendur Íslensk ættleiðing fyrir fræðsluerindi sem ber nafnið „Ertu ekki glöð að vera ættleidd?“ Þær Dísa og Kæja sem eru 24 og 25 ára Íslendingar ættleiddar frá Indlandi verða með það erindi. Þær ætla að deila sinni reynslu af því að vera ættleiddar til Íslands, bæði áskorunum og styrkleikum. „Við erum báðar mjög týpískir Íslendingar, borðum ís þegar það er kalt, förum á Þjóðhátíð og erum stoltar af landinu okkar en þar sem við erum ættleiddar og höfum öðruvísi útlit er okkar upplifun ekki sú sama og hjá þessum týpíska Íslendingi“, segja þær í kynningunni á sjálfum sér. Þær munu einnig koma inná ólíkar skoðanir á uppruna sínum og svara spurningum ef einhverjar eru Allir velkomnir og einnig velkomið að taka börn og unglinga með sér til að hlusta á þær stöllur deila reynslu sinni og sýn. Fræðslan hefst klukkan 18.00 fimmtudaginn 20. febrúar og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð.
Lesa meira

Aðalfundur 2020 - frestað vegna COVID-19

Aðalfundur 2020 - frestað vegna COVID-19
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður hjá Framvegis, miðstöð símenntunar, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík, fimmtudaginn 19. mars 2020, kl. 20:00. Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar. 3. Kjör stjórnar. 4. Ákvörðun árgjalds. 5. Breytingar á samþykktum. 6. Önnur mál. Um stjórnarkjör: Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta. Breytingar á samþykktum: Skv. 7 gr. samþykktar félagsins íslenskrar ættleiðingar skulu tillögur að breytingu á samþykkt félagsins berast skriflega eigi síðar en 31. janúar ár hvert. Einn breytingartillaga barst á 7. grein í samþykktum félagsins.
Lesa meira

mbl.is - „Gleymi því stund­um að ég er ætt­leidd“

mbl.is - „Gleymi því stund­um að ég er ætt­leidd“
Hrafn­hild­ur Ming Þór­unn­ar­dótt­ir hef­ur búið hér á Íslandi frá því hún var 14 mánaða göm­ul. Mamma henn­ar, Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, ætt­leiddi hana frá Kína árið 2003 en Hrafn­hild­ur held­ur fyr­ir­lest­ur í dag um hvernig það hef­ur verið fyr­ir hana að búa á Íslandi, haf­andi annað út­lit og ann­an bak­grunn en flest­ir Íslend­ing­ar.
Lesa meira

Breyttir tímar - þjónusta og þjónustugjöld á nýju ári

Breyttir tímar - þjónusta og þjónustugjöld á nýju ári
Þjónusta Íslenskrar ættleiðingar hefur tekið miklum breytingum síðastliðin misseri og breyttust þjónustugjöld félagsins nú um áramótin. Í þessari fræðslu fara Elísabet Hrund Salvarsdóttir formaður og Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri félagsins yfir helstu breytingar og forsendur þjónustugjaldanna. Fræðslan hefst klukkan 20.00 þriðjudaginn 21.janúar og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð. Fræðslan er ókeypis og öllum opin. Einnig verður boðið uppá að horfa á erindið á netinu, skráning hér fyrir neðan:
Lesa meira

Kínversk vorhátíð 3.febrúar - aflýst

Kínversk vorhátíð 3.febrúar - aflýst
Sendiherra Kína JIN Zhijian býður öllum börnum ættleiddum frá Kína og fjölskyldum þeirra á Kínverska vorhátíð (Chinese Spring Festival Gala) sem haldin verður mánudaginn 3.febrúar klukkan 19:30 í Háskólabíó. Fram koma fjöldi listamanna úr listahópi frá Innri Mongólíu sem sýna m. a. hefðbundna dansa og flytja þjóðlagatónlist. Þar verður leikið á hið hefðbundna strengjahljóðfæri „Morin khuur“ og hinn sérstæði barkasöngur sunginn auk fjölda fleiri atriða. Aðgangur er gjaldfrjáls en þar sem sætafjöldi er takmarkaður þarf að panta miða hjá þeim fyrir 22.janúar á netfanginu: chinaemb@simnet.is , tilgreina miðafjölda og póstfang og miðarnir verða svo sendir út með pósti. Sunnudaginn 2. febrúar býður Konfúsíusarstofnun í samstarfi við Kínverska sendiráðið gesti velkomna á opinn dag í Hörpu, á 2. hæð, frá kl. 13:30-16:00. Nánar má fræðast um viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/739002539959684/
Lesa meira

Breytingar á þjónustugjöldum

Gjaldskrá Íslenskrar ættleiðingar tók breytingum nú um áramótin. Með breyttum aðstæðum í málaflokknum hefur félagið verið nauðbeygt til að hækka endurgjald fyrir þjónustu félagsins en hægt er að skoða ítarlegar upplýsingar um þjónustugjöld á heimasíðunni.
Lesa meira

Fjölskylduhátíð í Kínverska sendiráðinu

Fjölskylduhátíð í Kínverska sendiráðinu
Jin Zhijian sendiherra og sendiherrafrúin bjóða börnum ættleiddum frá Kína og fjölskyldu þeirra á fjölskylduhátíð laugardaginn 18.janúar kl 17:00 í Kínverska sendiráðinu, Bríetartúni 1, 105 Reykjavík og verður boðið uppá kvöldverðarhlaðborð. Þau hafa beðið Íslenska ættleiðingu að hafa milligöngu um að bjóða börnunum og fjölskyldum þeirra og til að áætla fjölda gesta biðjum við ykkur vinsamlegast um að skrá þá sem munu þiggja boðið fyrir 13.janúar. Sendiherrahjónunum langaði að kanna hvort einhver börn hefðu áhuga á að sýna hæfileika sína í móttökunni. Hafið endilega samband ef þið hafið áhuga á því.
Lesa meira

Fréttablaðið - Danir hætta að taka við ættleiðingarumsóknum vegna fjárskorts

Fréttablaðið - Danir hætta að taka við ættleiðingarumsóknum vegna fjárskorts
Danska ættleiðingastofnunin, DIA, sem haft hefur milligöngu um frumættleiðingar frá öðrum löndum er hætt að taka við umsóknum. Var gefin út fréttatilkynning um þetta fyrr í mánuðinum. Ástæðan er sú að stofnunin telur sig ekki geta tryggt að mál verði kláruð vegna fjárskorts og var fjölskyldum greint frá þessu í vor.
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 8.desember

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar verður haldið sunnudaginn 8.desember frá klukkan 15-17 á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík. Verð fyrir félagsmenn er 1500 krónur fyrir fullorðinn og 500 krónur fyrir barn. Fyrir utanfélagsmenn kostar 2900 krónur á mann.
Lesa meira

Visir.is - Reyndu í mörg ár að eignast börn en enduðu með að ættleiða tvö frá Tékklandi

Visir.is - Reyndu í mörg ár að eignast börn en enduðu með að ættleiða tvö frá Tékklandi
Elísabet og Smári kynntust árið 1999 en þá unnu þau bæði í banka. Þeim líkaði strax vel við hvort annað, byrjuðu saman og byrjuðu að búa. „Einhverjum árum seinna förum við að hugsa um barneignir og okkur langaði að eignast fjölskyldu. Maður byrjar að reyna heima í leikfiminni í einhver ár,“ segir Elísabet Hrund Salvarsdóttir. En það skilaði engum árangri og í framhaldinu létu þau rannsaka málið. Þá kom í ljós að Elísabet var með væga endómetríósu og fóru þau því í tæknisæðingu, alls sex sinnum.
Lesa meira

Visir.is - Ís­lendingurinn ég og Ís­lendingurinn þú

Visir.is - Ís­lendingurinn ég og Ís­lendingurinn þú
„Vá hvað þú talar góða íslensku!” „Hvaðan ertu?” „Íslandi.” „Nei ég meina hvaðan ertu upprunalega?” „Íslandi.” „Og talar alveg íslensku?” … Að ofan er byrjunin að samtali sem ég á við nýtt fólk að meðaltali einu sinni í viku. Ég fæddist á Íslandi þann 24. desember 1987.
Lesa meira

Áhrif áfalla á börn

Áhrif áfalla á börn
Þann 6. nóvember næstkomandi klukkan 20:00, stendur Íslensk ættleiðing fyrir fræðsluerindi sem heitir Áhrif áfalla á börn og er það Þóra Sigfríður Einarsdóttir sálfræðingur sem mætir til okkar í þetta sinn. Fjallað verður um hvernig áföll hafa áhrif á þroska barnsins, ekki síst áföll sem barnið verður fyrir í frumbernsku. Farið verður yfir helstu einkenni í kjölfar áfalla og hvernig best er að hlúa fjölskyldunni þegar barn á að baki áfallasögu. Þóra Sigfríður Einarsdóttir er sérfræðingur í klínískri barnasálfræði með áfallasálfræði sem undirgrein. Þóra Sigfríður hefur starfað sem sálfræðingur frá 2003, þá einkum með fólki sem hefur orðið fyrir áföllum. Í dag starfar hún á Domus Mentis – Geðheilsustöð, ásamt því að vera í doktorsnámi í sálfræði þar sem hún rannsakar áhrif áfalla á geðheilsu fólks. Fræðslan hefst klukkan 20.00 miðvikudaginn 6.nóvember og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð. Erindið er félagsmönnum Íslenskrar ættleiðingar að kostnaðarlausu en kostar 1000 kr fyrir aðra.
Lesa meira

Fjölskyldustund í Spilavinum - aflýst

Fjölskyldustund í Spilavinum - aflýst
Sunnudaginn 20. október næstkomandi ætlum við að hittast í Spilavinum frá klukkan 14-16 í salnum hjá þeim á neðri hæð verslunarinnar sem staðsett er á Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Skeifunni). Kjörið tækifæri fyrir félagsmenn, börn og fullorðna saman, til að hittast og spjalla, eiga notalega stund ásamt því að læra ný spil eða dusta rykið af gömlum spilum. Salurinn tekur aðeins við 40 manns, því þurfum við að takmarka fjöldann við þá tölu. Verð á mann fyrir þátttöku er 1000 krónur fyrir fullorðinn og 500 krónur fyrir börn ef þið eruð félagsmenn. Verð fyrir utanfélagsmenn er 2900 krónur á mann.
Lesa meira

Vísir.is - "Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu"

Vísir.is -
Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. Elísabet Hrund Salvarsdóttir og eiginmaður hennar reyndu í mörg ár að eignast barn áður en þau tóku ákvörðun um að ættleiða. Nú eiga þau tvö börn, fjögurra og sjö ára gömul, sem bæði eru ættleidd hingað frá Tékklandi. Elísabet segir að hún hefði viljað ættleiða fyrr í stað þess að fara í allar frjósemismeðferðirnar og bíða svona lengi með að byrja ferlið. „Ég held að ég hafi verið svona 25 ára. Ég og maðurinn minn vorum búin að vera saman í að verða fjögur ár, þá fórum við að hugsa að við vildum ekki verða of gamlir foreldrar,“ segir Elísabet um það hvenær þau fóru fyrst að ræða barneignir. „Við vorum bara tilbúin. Við vorum í fínni vinnu, búin að mennta okkur og komin með húsnæði. Þá byrjaði þetta. Fyrst með heimaleikfimi í nokkur ár og svo þegar það var ekki að virka þá fór ég til kvensjúkdómalæknis í skoðun. Það var allt í lagi nema mjög líklega væri ég með endómetríósu.“ Aftur og aftur í sama rússíbanann Endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og geta valdið þar bólgum, blæðingum, blöðrum og samgróningum. Endómetríósa getur valdið miklum sársauka, þvagblöðru- og þarmavandamálum auk ófrjósemi. „Ég fór í aðgerð við því og þá er í rauninni brennt fyrir. Hún var ótrúlega sársaukafull, það er blásið eins og lofti inn í mann og maður fær svo mikla verki í axlirnar. Þetta gekk samt mjög vel. Eftir þetta leituðum við til Art Medica, þá var Livio ekki komið.“ Við tók langt og erfitt ferli við að reyna að eignast barn með aðstoð. „Ég held að við höfum farið sex sinnum í tæknisæðingu. Það gekk ekki neitt. Við þá rannsókn kom í ljós að sæðið hjá manninum mínum væri latt og þyrfti aðstoð. Samt erum við skráð með óútskýrða ófrjósemi. Eftir þessar sex meðferðir var ákveðið að fara í smásjárfrjóvgun og það voru einhver fjögur eða fimm skipti.“ Elísabet segir að þetta hafi ekki verið auðvelt ferli, en þau fóru mjög oft í gegnum sama rússíbanann. „Öll hormónin sem þú þarft að taka. Þú verður í rauninni óléttur þó að líkaminn verði ekki óléttur bara út af þessum efnum. Það náðust alltaf heilbrigð egg og það urðu til fósturvísar en þau festust aldrei.“
Lesa meira

Lokað vegna ráðstefnu

Skrifstofa félagsins verður lokuð miðvikudaginn 2. október vegna ráðstefnu félags- og barnamálaráðherra, Breytingar í þágu barna. Skrifstofan verður opin venju samkvæmt 3. október frá 09-12, verið velkomin.
Lesa meira

Vísir.is - Snýst ekki um vanhæfni heldur þekkingarleysi á ættleiðingum

Vísir.is - Snýst ekki um vanhæfni heldur þekkingarleysi á ættleiðingum
„Það er margt í lífinu sem er ekki algengt en þegar þær aðstæður koma upp þurfum við að kunna að takast á við þær,“ segir Dr. David Brodzinsky, doktor í sálfræði, í samtali við Vísi. Hann segir mikilvægt að þeir sem starfi með ættleiddum börnum og fjölskyldum þeirra hér á landi hafi einhverja þekkingu á ættleiðingum, hvort sem það eru kennarar, félagsráðgjafar, heilbrigðisstarfsmenn eða aðrir. „Það er ekki hægt að vita hvort ættleiðingum fjölgar hér á landi eða fækkar og það fylgja vandamál þegar fólk hefur ekki næga þjálfun. Þegar það er ekki mikil þörf, það er að segja ef það eru ekki margir þannig einstaklingar sem þarf að sinna, þá er minni hvatning fyrir fagfólk að leita sér frekari þekkingar. Þetta þýðir að foreldrar ættleiddra barna þurfa að vera sterk og fylgja sínum málum vel eftir, fyrir sig og börnin sín.“ Nefnir hann sem sambærilegt dæmi að foreldrar barna með sjaldgæfa sjúkdóma þurfa stundum að berjast til þess að fá réttar greiningar, rétt lyf og þá þjónustu sem þarf. „Þetta er reyndar kannski ekki besta dæmið þar sem annars vegar er um að ræða sjúkdóm og ættleiðing er ekki sjúkdómur. En bæði er samt sjaldgæft. Það sem ég reyni alltaf að segja fagfólki er að enginn ætlast til þess að þú vitir allt, en við getum ætlast til þess að þú sért opin fyrir því að læra.“
Lesa meira

Vísir.is - Félagið ekki fjárhagslega drifið áfram af fjölda ættleiðinga

Vísir.is - Félagið ekki fjárhagslega drifið áfram af fjölda ættleiðinga
Íslenska ættleiðingarmódelið hefur vakið athygli víða um heim segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann segir að fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við ættleidd börn og foreldra þeirra sé mikilvæg og að ríkin sem ættleiða börn til sín eigi að kappkosta við að standa vörð um málaflokkin. Farið verður yfir þessi mál á sameiginlegri ráðstefnu ættleiðingarfélaga á norðurlöndunum í Reykjavík í vikunni.
Lesa meira

Mannlíf - „Okkar hlutverk er ekki að finna börn“

Mannlíf - „Okkar hlutverk er ekki að finna börn“
Ættleiðingum hefur fækkað en enn sem áður þarf að vanda til verka. Yfirvöld erlendis leggja síaukna áherslu á að para saman umsækjendur og barn en aðstoð við upprunaleit hefur bæst á verkefnalista Íslenskrar ættleiðingar. Það heyrist oft að ættleiðingarferlið sé langt og biðin löng en Kristinn segir það ekki að ástæðulausu. Ættleiðingum erlendis frá hefur fækkað töluvert síðustu ár. Víða hefur þörfin dregist saman, t.d. í Kína þar sem ættleiðingum innanlands hefur fjölgað verulega, en á sama tíma eru börn í fjölskylduleit nú jafnan eldri og/eða með skilgreindar þarfir. „Það eru færri sem treysta sér í það,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, en hann segir tölurnar langt í frá endurspegla umfang starfsemi félagsins, sem hefur aukist töluvert.
Lesa meira

Sumargrill 1.september

Sumargrill 1.september
Sunnudaginn 1.september frá kl 14:00 til 16:00 ætlum við að hittast í Gufunesi í Grafarvogi og eiga góða stund saman. Íslensk ættleiðing mun koma með kol á grillið ef fólk vill snæða e-ð í samverunni. Vinsamlegast hafið í huga að þeir sem það vilja þurfa að koma með mat á grillið, meðlæti, drykki og áhöld til að grilla. Salernisaðstöðu er hægt að nýta í hlöðunni sem er samkomuhúsið á staðnum en við hittumst í grillskálanum á leiksvæðinu. Í ljósi þessara breytinga verður viðburðurinn öllum að kostnaðarlausu en óskað er eftir því að fólk skrái sig engu að síður.
Lesa meira

Sumargrill Íslenskrar ættleiðingar

Sumargrill Íslenskrar ættleiðingar
Sunnudaginn 1.september frá kl 14:00 til 16:00 ætlum við að hittast í Gufunesi í Grafarvogi og eiga góða stund saman. Kostnaður er 2500 fyrir félagsmenn og 1500 kr fyrir börn 12 ára og yngri. Fyrir utanfélagsmenn kostar 3500 kr og 2500 kr fyrir börn 12 ára og yngri. Boðið verður uppá hamborgaraveislu og drykki. Síðasti skráningardagur er 26.ágúst.
Lesa meira

Grill í Gufunesi 1.september

Kæru félagsmenn, í ár sem áður ætlum við að hittast og grilla saman í lok sumars. Við ætlum að hittast í Gufunesi, sunnudaginn 1. september frá klukkan 14-16 svo að endilega takið daginn frá. Nánari upplýsingar og skráning hefst í ágúst.
Lesa meira

Sumarnámskeið í kínversku og kungfu

Sumarnámskeið í kínversku og kungfu
Spennandi sumarnámskeið fyrir börn og unglinga sem vilja læra kungfu og kínversku. Námskeiðin standa frá 18. júní til 18. júlí og hægt er að bóka viku í senn. Kennt verður eftir hádegi kl. 13:00 – 15:00. Góð hreyfing og skemmtileg áskorun að læra framandi tungumál! Kennsluefni fylgir með námskeiðinu.☯️✨🐉 Kungfu er bardagaíþrótt sem leggur áherslu á að kenna sjálfsvörn, mýkingu og styrkingu líkamans og einbeitingu hugans. Lögð er áhersla á í námskeiðinu að hafa gaman og að það sé leikur að læra. Námskeiðið er haldið af Heilsudrekanum í samstarfi við Konfúsíusarstofnunina Norðurljós við Háskóla Íslands og Wushu félag Reykjavíkur. www.konfusius.is Báðir kennarar koma frá háskólum í Kína og hafa mikla reynslu af kennslu. Sendið fyrirspurnir og skráningar á: heilsudrekinn@heilsudrekinn.is
Lesa meira

Best Practises in Adoption

Best Practises in Adoption
Dagana 19.-21.september verður haldin ættleiðingarráðstefna á Íslandi á vegum Nordic Adoption Council (NAC). Öll ættleiðingarfélög á norðurlöndunum standa að regnhlífasamtökunum NAC, ásamt tveimur foreldrafélögum ættleiddra barna. Samtökin standa fyrir ráðstefnu á tveggja ára fresti og flakkar hún á milli norðurlandanna. Að þessu sinni skipuleggur Íslensk ættleiðing ráðstefnuna og leggur upp með meginþemað Best Practises in Adoption, með þemanu verður reynt að draga fram það góða starf sem unnið er í ættleiðingamálaflokknum og læra hvert af öðru. Á ráðstefnunni koma fram erlendir og innlendir fyrirlesarar með sérþekkingu á sviði ættleiðinga og er ráðstefnan opin öllum þeim sem hafa áhuga á þessum málaflokki. Fyrirlesarar verða Dr. David Brodzinsky doktor í sálfræði, Päivi Pietarila félagsráðgjafi hjá Save the Children Finland og doktorsnemi, Ondřej Bouša yfirsálfræðingur hjá miðstjórnvaldi Tékklands, Irene Parssinen-Hentula formaður NAC, Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri Dómsmálaráðuneytisins og Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. 19. september Dagskráin hefst á vinnustofu með Dr. David Brodzinsky um Specific needs Adopted Youth, milli kl. 14:00 – 17:00 í Veröld, húsi Vigdísar. Um kvöldið verður svo sérstök sýning á finnsku heimildarmyndinni Moonchild / Kuutyttö eftir leikstjórann Önnu Korhonen. Myndin gefur innsýn inní hugarheim taílenskra mæðra sem hafa gefið frá sér barn til ættleiðingar. Myndin verður sýnt í Háskólabíói kl. 20:30 og verður Anna Korhonen viðstödd sýninguna og verður boðið uppá umræður eftir hana. Vinnustofan, sýningin Moonchild og ráðstefnan er opin fyrir öllum þeim sem hafa áhuga á ættleiðingum. 20. september Ráðstefnan Best Practises in Adoption hefst formlega með setningarávarpi forseta Íslands, kl. 08:30 – 16:30 í Veröld, húsi Vigdísar. Íslensk ættleiðing er eina ættleiðingarfélagið á Íslandi og hefur löggildingu frá Dómsmálaráðuneytinu til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Starf ættleiðingafélags er margþætt og tekur mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Haagsamningnum um vernd barna og samvinnu um ættleiðingu milli landa og miðast jafnframt við siðareglur Nordic Adoption Council, siðareglur EurAdopt og siðareglur Íslenskrar ættleiðingar. Meginmarkmið félagsins eru þrjú: að aðstoða þá sem vilja ættleiða börn af erlendum uppruna og ávallt þannig að hagsmunir barnsins sitji í fyrirrúmi. Að stuðla að velferð kjörfjölskyldna og að vinna að velferðamálum barna erlendis. Hægt er að skoða meiri upplýsingar og skrá sig á ráðstefnuna og viðburði í kringum hana á http://www.isadopt.is/is/nac
Lesa meira

Skipulagsdagur

Á morgun, 17.maí verður lokað á skrifstofunni vegna skipulagsdags í grunnskólum. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið isadopt@isadopt.is og við svörum við fyrsta tækifæri.
Lesa meira

Fjölskylduganga á Akrafjall

Fjölskylduganga á Akrafjall
Hjónin Stephan og Ute Schiffel ætla að stýra gönguferð á Akrafjall þann 19.maí næstkomandi. Akrafjall er tiltölulega auðvelt og skemmtilegt að ganga á, með frábæru útsýni og hentar fjölskyldufólki sérstaklega vel. Mæting kl 11:00 á bílastæðinu hjá Akrafjalli - kort Endilega koma með nesti sem er hægt að borða á toppnum og svo er tilvalið að koma með sunddótið og fara í sund á leiðinni heim. Ferðin kostar ekkert, hver fjölskylda sér aðeins um koma með nesti en til að vita hversu margir mæta, þætti okkur vænt um ef fólk myndi skrá sig.
Lesa meira

Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra á fyrstu árum skólagöngunnar.

Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra á fyrstu árum skólagöngunnar.
Næsta fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar verður laugardaginn 4.maí klukkan 11.00 - 12.30 í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð. Þá mun Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir grunnskólakennari, með MA í sérkennslu halda erindi sem heitir "Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra á fyrstu árum skólagöngunnar." Ingibjörg Magnúsdóttir er móðir tveggja ættleiddra stúlkna, 12 ára og 16 ára. Fjölskyldan er búsett á Akureyri. Hún er kennari að mennt, útskrifaðist sem grunnskólakennari frá KHÍ árið 2006 og fór svo nokkrum árum seinna í Meistaranám sem hún lauk árið 2014 með MA gráðu í Menntavísindum með áherslu á sérkennslu. Í fyrirlestrinum verður stiklað í gegnum þann hluta rannsóknar Ingibjargar sem snýr að; ˶…ættleidd börn hafa með sér aukaferðatösku í gegnum lífið“. Þjónustuþörf ættleiddra barna við upphaf grunnskóla, sem snýr að skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstöðu þeirra almennt fyrstu ár skólagöngunnar. Rannsóknin sem um ræðir var unnin sem hluti af 60 eininga Meistaraprófsritgerð við Háskólann á Akureyri. Jafnframt mun Ingibjörg ræða hvað hefur komið nýtt í ljós síðan hún lauk sínu námi 2014, fara yfir þá þætti sem mörg ættleidd börn virðast eiga sameiginlega þegar kemur að skólagöngunni. Hvað hægt sé að gera til að auka vellíðan ættleiddra barna í skólasamfélaginu ásamt því að skoða hvað gerist við tilfærslu á milli skólastiga, hverju þurfi að huga að við þau tímamót. Erindi þetta ætti að höfða til flestra, ef ekki allra félagsmanna þar sem að annað hvort á fólk barn á skólaaldri eða mun eignast barn á skólaaldri. Við minnum einnig á að erindi okkar eru öllum opin og fólki er velkomið að benda skólum/kennurum barna sinna á þetta erindi. Þessi fyrirlestur er kennurum og starfsmönnum skóla að kostnaðarlausu, sem og félagsmönnum.
Lesa meira

Hvernig styrkja má sjálfsmynd og sjálfstraust barna og unglinga

Hvernig styrkja má sjálfsmynd og sjálfstraust barna og unglinga
Hvaða þættir auka og viðhalda sjálfstrausti og hvað þarf að varast. Fræðslan byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar en einnig núvitund. Fyrirlesari er Anna Sigríður Jökulsdóttir, hún hefur starfað sem sálfræðingur frá 2010, fyrst í grunnskólum við greiningar og ráðgjöf en starfar nú á Kvíðameðferðarstöðinni. Í hartnær áratug hefur hún haldið fræðsluerindi um sjálfsmynd barna og unglinga fyrir foreldrahópa, námskeið fyrir kennara og nýlega bættist við fræðsla fyrir nemendur. Anna Sigríður lýkur sérfræðinámi í hugrænni atferlismeðferð í vor. Fræðslan hefst klukkan 20.00 fimmtudaginn 11. apríl og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð. Fræðslan er öllum opin, frítt er fyrir félagsmenn en kostar 2900 kr fyrir aðra.
Lesa meira

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar 2019

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar 2019
Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar var haldinn miðvikudaginn 13. mars í húsnæði Framvegis, miðstöð símenntunar. Elísabet Hrund Salvarsdóttir formaður félagsins bauð fundargesti velkomna og tilnefndi Eygló Jónsdóttur sem fundarstjóra sem var samþykkt með lófataki. Hún stýrði svo fundinum með röggsemi og festu. Elísabet Hrund fór yfir skýrslu stjórnar en þar bar margt áhugavert á góma: Skýrsla stjórnar Meginstarfsemi félagsins Samkvæmt samþykktum Íslenskrar ættleiðingar er tilgangur félagsins: að vinna að alþjóðlegum ættleiðingum með því markmiði að hagsmunir barnsins séu ávallt hafðir í fyrirrúmi í anda Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og Haagsamningsins um vernd b
Lesa meira

Páskaeggjaleit Íslenskrar ættleiðingar

Páskaeggjaleit Íslenskrar ættleiðingar
Í tilefni komandi páska ætlum við að koma saman og leita af eggjum í Laugardalnum sunnudaginn 31. mars klukkan 14.00 Mæting er við þvottalaugarnar í Laugardalnum þar sem leikreglur verða útskýrðar og leitin hefst þaðan. Það kostar 400 krónur fyrir hvert barn að taka þátt (allir fá lítið egg, smá hollustu og drykk) Skráningu lýkur föstudaginn 29. mars klukka 12.00 Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í þessari samverustund félagsmanna.
Lesa meira

mbl.is - Leik­skóla­börn á EM #Adoptionjoy

Íslensk ættleiðing fylgist spennt með Evrópumeistaramótinu í skólaskák. Gangi þér vel Kristján Freyr og félagar! Börn á Lauf­ás­borg taka þátt í Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í skóla­skák, sem hefst í Rúm­en­íu í lok maí. Skól­inn átti full­trúa á heims­meist­ara­móti barna í Alban­íu í fyrra og er fyrsti leik­skóli heims til þess að fara á bæði mót­in. Omar Salama, FIDE-skák­k­enn­ari, kom skák­k­ennsl­unni á Lauf­ás­borg á lagg­irn­ar 2008 og hef­ur séð um hana síðan. Hann seg­ir að í byrj­un hafi mark­miðið verið að kynna tafl­menn­ina fyr­ir börn­un­um og kenna þeim mann­gang­inn. Um val hafi verið að ræða rétt eins og til dæm­is að leika sér með kubba eða fara út í garð. Árið 2017 hafi verið ákveðið að taka þátt í grunn­skóla­móti barna níu ára og yngri.
Lesa meira

Hamingjustund #Adoptionjoy

Hamingjustund #Adoptionjoy
Þann 1.janúar lagði lítil fjölskylda af stað í ferðalag til Tékklands, þetta var ekki venjulegt ferðalag heldur ævintýraferð að hitta nýjasta meðlim fjölskyldunnar, stúlkuna hana Anetu. Ég, Elísabet, Smári og Birkir Jan sonur okkar flugum til Prag með smá viðkomu í Manchester. Öryggisleitin tók aðeins lengri tíma í Manchester þar sem foreldarnir voru ekki alveg aðfara eftir öllum leiðbeiningum og einhver var meðfullt veski af breskri mynt í handfarangri og gleymdi að taka það upp, viðnefnum engin nöfn en það er þessi veskisóða.
Lesa meira

Nordic Adoption Joy week

Þessa vikuna fagnar Íslensk ættleiðing norrænni ættleiðingarviku, en ættleiðingarfélögin á norðurlöndunum hafa sammælst að fagna ættleiðingum sérstaklega þessa vikuna. Í þessari viku hafa samstarfsfélög Íslenskrar ættleiðingar sett brennidepilinn á jákvæða umræðu um ættleiðingar og ættleiðingartengd málefni. Ættleiðingum í heiminum hefur fækkað mikið og hefur fjöldi umsækjenda dregist stórkostlega saman á norðurlöndunum. Með þessu hefur rekstrargrundvöllur ættleiðingarfélaganna farið versnandi þar sem rekstrargrundvöllur byggir á gjöldum sem byggja á fjölda umsækjenda og fjölda ættleiðinga. Þetta rekstrar fyrirkomulag á ekki við á Íslandi, þar sem félagið og dómsmálaráðuneytið hefur gert með sér þjónustusamning um þjónustu sem skilgreind er í ættleiðingarlögum, reglugerðum, Haagsamningnum um vernd barna og samvinnu um ættleiðingar milli landa, Barnasáttmálanum og siðareglum NAC og EurAdopt. Það var mikið þrekvirki þegar fyrsti þjónustusamningur ráðuneytisins og félagsins var undirritaður árið 2012. Með því breyttist málaflokkurinn úr því að vera rekinn áfram af fjölda umsækjenda og fjölda ættleiðinga yfir í að hægt sé að setja brennidepilinn á fræðslu, ráðgjöf og stuðning við þá sem eru í ættleiðingarferlinum. Þessi leið er nú kölluð The Icelandic Adoption Model, af samstarfsaðilum félagsins og er mikill áhugi á því að taka Ísland sér til fyrirmyndar við framþróun málaflokksins. Nú í febrúar voru fulltrúar danska miðstjórnvaldsins í heimsókn hjá því íslenska að kynna sér módelið. Framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar var fenginn til að kynna starf félagsins fyrir dönunum og þótti margt í starfinu vera til fyrirmyndar. Það fjármagn sem fylgir þjónustusamningnum dugar ekki til að standa við allar þær skuldbindingar sem fylgja því að vera þátttakandi í alþjóðlegum ættleiðingum. En félagið er í viðræðum við ráðuneytið að endurmeta, kostnaðargreina, bæta reglugerð og treysta rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar. Þetta eru jákvæðu skilaboð dagsins í boði #Adoptionjoy
Lesa meira

Vetrarfrí

Daganna 25. og 26. febrúar eru vetrarfrí í skólunum á höfuðborgarsvæðinu. Skrifstofa félagsins er lokuð vegna þeirra, þar sem starfsfólk félagsins er hvatt til að sinna börnunum sínum í vetrarfríinu. Skrifstofan opnar á ný miðvikudaginn 27. febrúar kl. 09:00.
Lesa meira

Aðalfundur 2019

Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður hjá Framvegis, miðstöð símenntunar, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík, miðvikudaginn 13. mars 2019, kl. 20:30. Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar. 3. Kjör stjórnar. 4. Ákvörðun árgjalds. 5. Lagabreytingar. 6. Önnur mál. Um stjórnarkjör: Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta.
Lesa meira

Er ættleiðing fyrir mig - seinni helgi

Lesa meira

Er ættleiðing fyrir mig - fyrri helgi

Lesa meira

Kínverskunámskeið fyrir börn 8-12 ára

Kínverskunámskeið fyrir börn 8-12 ára
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós mun bjóða upp á byrjendanámskeið í kínversku fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Um er að ræða 10 skipta námskeið einu sinni í viku á laugardögum kl. 10:00 – 11:15 sem hefst 2. febrúar og stendur til og með 6. apríl. Kennt verður í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. Kennari námskeiðsins er Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir, BA í kínverskum fræðum frá HÍ. Á námskeiðinu verður farið í grunnstef í kínversku talmáli og rittáknum. Áhersla verður á að hafa tímana skemmtilega og áhugaverða og mikið lagt upp úr leikjum og söng.
Lesa meira

Tengslamyndunar- og einhverfurófin, hvernig greinum við á milli.

Tengslamyndunar- og einhverfurófin, hvernig greinum við á milli.
Fræðsla um tengslamyndunar- og einhverfurófin, hvernig greinum við á milli. Björn Hjálmarson sér um fyrirlesturinn en hann er barna- og unglingageðlæknir á BUGL og hefur starfað þar síðan 2013. Áður en hann hóf störf á BUGL starfaði hann á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fræðslan hefst klukkan 18.00 þriðjudaginn 12.febrúar og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð. Fræðslan er öllum opin, frítt er fyrir félagsmenn en kostar 2900 kr fyrir aðra.
Lesa meira

Fjölskyldustund 3.febrúar

Fjölskyldusamvera í íþróttahúsinu Lágafellslaug, Lækjarhlíð 1a, 270 Mosfellsbæ sunnudaginn 3.febrúar. Sjá nánar á korti. Hittumst í íþróttasal Lágafellslaugar með íþróttafötin í farteskinu og leikum okkur saman frá klukkan 14-15. Þátttaka kostar ekkert fyrir félagsmenn en kostar 1000 krónur fyrir aðra. Hlökkum til að sjá ykkur
Lesa meira

austurfrett.is - Með börnunum hófst nýr og skemmilegur kafli

austurfrett.is - Með börnunum hófst nýr og skemmilegur kafli
„Okkur líður rosalega vel í dag, við erum orðin barnafjölskylda,“ segir Hulda Guðnadóttir á Reyðarfirði, sem var í viðtali við Austurgluggann fyrir stuttu. Þar sagði hún meðal annars frá erfiðu tækni- og glasafrjóvgunarferli sem þau hjónin gegnu í gegnum sem og ættleiðingarferli sem reyndi verulega á. Hulda og Jón Hafliði Sigurjónsson búa með börnum sínum Nínu Dýrleifu og Baldri Hrafni á Reyðarfirði. Enn fjölgar í barnahópnum í vor, en von er á lítilli stúlku í mars. Þau þurftu þó að bíða lengi eftir því að verða foreldrar. Eftir fjölmargar árangurslausar tækni- og glasafrjóvgunarmeðferðir tóku þau ákvörðun um að eignast börn með öðrum hætti til að uppfylla draum sinn um að verða fjölskylda.
Lesa meira

Gleðilega hátíð

Gleðilega hátíð
Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður lokuð á milli jóla og nýárs, en opnar 4.janúar. Þó skrifstofan sé lokuð munu starfsmenn félagsins fylgjast með tölvupósti og sinna því sem nauðsynlegt er. Neyðarsími félagsins 895-1480 verður opinn og brugðist verður við neyðartilvikum. Starfsmenn og stjórn Íslenskrar ættleiðingar óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Lesa meira

mbl.is - Svona not­um við ekki orðið „ætt­leiðing“

mbl.is - Svona not­um við ekki orðið „ætt­leiðing“
Birna Gunn­ars­dótt­ir móðir ætt­leidds drengs seg­ir að það fari fyr­ir brjóstið á henni þegar orðið ætt­leiðing sé notað um dauða hluti eða gælu­dýr. „Þótt skráp­ur­inn á mér hafi ör­lítið þykknað þessi fimm ár sem liðin eru síðan ég skrifaði nót­una hér fyr­ir neðan læt ég ennþá trufla mig þegar ég sé orðið ætt­leiðing notað af léttúð og virðing­ar­leysi. Það eru svo mörg orð sem lýsa því bet­ur þegar fólk fær sér leik­fang, potta­plöntu, dýr eða drasl. Í hug­um margra okk­ar sem höf­um ætt­leitt lif­andi barn og þekkj­um all­ar til­finn­ing­arn­ar sem því tengj­ast hef­ur orðið ætt­leiðing mjög sér­staka og nán­ast heil­aga merk­ingu sem við yrðum þakk­lát fyr­ir að fá að eiga í friði með börn­un­um okk­ar,“ seg­ir Birna.
Lesa meira

Lokað í dag

Í dag, 7.desember, verður lokað á skrifstofunni vegna anna starfsmanna félagsins. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið isadopt@isadopt.is og við svörum við fyrsta tækifæri.
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 9.desember

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 9.desember
Hið árlega jólaball Íslenskrar ættleiðingar verður haldið á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík, sunnudaginn 9. desember frá kl. 14 - 16. Það kostar aðeins 1000 kr fyrir félagsmenn og 500 kr fyrir börn þeirra, en fyrir þá sem ekki eru félagsmenn kostar 2900 kr og 1450 kr fyrir börn þeirra.
Lesa meira

visir.is - „Mjög sár yfir öllu sem er búið að gerast í kringum mig“

Hann var sendur frá Delí til Kalkútta með lest aðeins sex ára gamall þar sem hann var einn á götunni í mörg ár. Þá var hann ættleiddur af hjónum í Þorlákshöfn. Ári eftir var honum skilað sem er í fyrsta og eina skiptið sem það hefur gerst hér á landi. Hasim Ægir Khan á í dag konu og fjögur börn, líður vel en segir þó að hann muni aldrei jafna sig á erfiðri æsku sinni. Rætt var við hann og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, rithöfund, sem skrifaði bókina Hasim sem fjallar um sögu mannsins sem fékk hvergi inn. Árið 1993 kom Hasim til Íslands og hafði þá gengið í gegnum hreint helvíti.
Lesa meira

ruv.is - Var ættleiddur en skilað ári síðar

ruv.is - Var ættleiddur en skilað ári síðar
Kvöldfréttir
Lesa meira

Stöð 2 - Ísland í dag - Ættleiddur en skilað ári síðar

Stöð 2 - Ísland í dag - Ættleiddur en skilað ári síðar
Hann var sendur frá Dehli til Kalkútta með lest aðeins sex ára gamall þar sem hann var einn á götunni í mörg ár. Þá var hann ættleiddur af hjónum í Þorlákshöfn. Ári eftir var honum skilað sem er í fyrsta og eina skiptið sem það hefur gerst hér á landi. Hasim Ægir Khan á í dag konu og fjögur börn, líður vel en segir þó að hann muni aldrei jafna sig á erfiðri æsku sinni.
Lesa meira

visir.is - Götustrákur í Reykjavík

visir.is - Götustrákur í Reykjavík
Hrekkjavakan er í algleymingi í lítilli hliðargötu í miðborginni. Litlir púkar, nornir og börn með ófrýnilegar gúmmígrímur stökkva á milli garða. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir rithöfundur og Hasim Ægir Khan sitja inni við og fylgjast með atganginum í börnunum. Þau bjóða upp á kaffi og kleinur og á stofuborðinu er nýútkomin bók Þóru; Hasim, götustrákur í Kalkútta og Reykjavík. Hasim á engar minningar um að hafa tekið þátt í þessum tiltölulega nýja sið þegar hann var að alast upp hér á landi en hann bjó ekki heldur við neinar venjulegar fjölskylduaðstæður. „En þetta er líka mjög vinsælt í Noregi,“ segir hann. Þar býr Hasim í dag með eiginkonu sinni og fjórum börnum. Hann á einnig átján ára son sem býr hér á Íslandi með móður sinni. „Ég bý í fjörðunum í Noregi og finnst það yndislegt. Oft er ég spurður hvernig Indverji eins og ég þoli kuldann, þá svara ég því til að ég sé Íslendingur og ég elski frost og kulda. Og reyndar er veðrið í Noregi betra en á Íslandi, það er ekki jafnmikið rok,“ segir hann glaður í bragði.
Lesa meira

ruv.is - Ættleiddur til Íslands og skilað eftir ár

ruv.is - Ættleiddur til Íslands og skilað eftir ár
Það var auðveldara að vera umkomulaus í Kalkútta en í Reykjavík, segir Hasim Ægir Khan. Hann fæddist á Indlandi en var ættleiddur til Íslands ellefu ára en svo skilað ári síðar. Hann flæktist á milli fósturheimila hér á landi eftir að ættleiðingarforeldrar hans hættu við að ættleiða hann og leigði einnig með rónum í miðborginni, á meðan hann lauk námi í Austurbæjarskóla. Saga Hasims er átakanleg. Þegar hann var sex ára setti ný stjúp-amma hann einan upp í lest í Gömlu-Delhi án skýringa og endaði hann í Kalkútta þar sem hann bjó á götunni. Þegar hann var ellefu ára fékk Hasim von um betra líf þegar hann var ættleiddur til Þorlákshafnar. Hann bjó hjá nýju fjölskyldunni sinni í ár, eða þangað til honum var skilað. Hann er eina barnið á Íslandi sem hefur verið ættleitt - og skilað. Hann segist hafa fengið að vita að Ísland væri ríkt land og að hann væri að fara til fjölskyldu sem myndi búa honum gott heimili og öruggt líf.
Lesa meira

mbl.is - Barnið sem eng­inn vildi

mbl.is - Barnið sem eng­inn vildi
„Þetta er mjög mik­il saga og maður skynj­ar sterkt hversu mikið til­finn­inga­legt álag þetta hef­ur verið á lítið barn. Það hef­ur ekki verið auðvelt fyr­ir ís­lenska götu­barnið að horfa upp á fé­laga sína eiga allt sem þá dreymdi um sjálfa, meðan það átti ekk­ert. Ein­mana­leik­inn var al­gjör og eng­in völ á þess­ari skil­yrðis­lausu ást sem við þurf­um öll á að halda til að vaxa og þrosk­ast. Það er í raun ótrú­legt að Hasim hafi lifað þetta af. Al­gjört krafta­verk.“
Lesa meira

Fjölskylduhátíð í Kínverska sendiráðinu

Fjölskylduhátíð í Kínverska sendiráðinu
Sendiherra Kína á Íslandi Jin Zhijian og sendiherrafrú He Linyun bjóða börnum ættleiddum frá Kína og fjölskyldu þeirra á fjölskylduhátíð laugardaginn 10.nóvember kl 16:30 - 18:30 í Kínverska sendiráðinu, Bríetartúni 1, 105 Reykjavík og verður boðið uppá kvöldverðarhlaðborð. Þau hafa beðið Íslenska ættleiðingu að hafa milligöngu um að bjóða börnunum og fjölskyldum þeirra og til að áætla fjölda gesta biðjum við ykkur um að skrá þá sem munu þiggja boðið. Sendiherrahjónin hafa einnig óskað eftir því að fá upplýsingar um á hvaða aldri börnin eru og því óskum við eftir því að það komi fram við skráningu. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir laugardaginn 27.október.
Lesa meira

Lokað vegna vetrarfrís

Lokað vegna vetrarfrís
Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður lokuð fimmtudaginn 18.október og föstudaginn 19.október vegna vetrarfrís í grunnskólum. Skrifstofan verður opin venju samkvæmt, mánudaginn 22.október. Ef félagsmenn eiga brýnt erindi sem ekki þolir neina bið - er hægt að senda tölvupóst á netfangið isadopt@isadopt.is
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 9.desember

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 9.desember
Hið árlega jólaball Íslenskrar ættleiðingar verður haldið á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík, sunnudaginn 9. desember frá kl. 14 - 16. Það kostar aðeins 1000 kr fyrir félagsmenn og 500 kr fyrir börn þeirra, en fyrir þá sem ekki eru félagsmenn kostar 2900 kr og 1450 kr fyrir börn þeirra. Skráning hefst í lok nóvember og við hvetjum ykkur til að taka daginn frá.
Lesa meira

Tengslavandi og tengslaeflandi nálgun / aðferðir foreldra

Fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar fimmtudaginn 11. október klukkan 20.00 í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11. Fyrirlesari er Vilborg G. Guðnadóttir, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og handleiðari. Hún starfar á göngudeild BUGL við klíniska fjölskyldumeðferð þegar barn/unglingur glímir við afleiðingar misalvarlegs tengslavanda. Einnig er hún að þjálfa og handleiða fagfólk í þessari stuðningsaðferð. Tilgangur fræðslunnar er kynna ákveðna tengslaeflandi hugmyndafræði sem byggir á að auðvelda foreldrum að "skyggnast á bak við" hér og nú hegðun barnsins og ná þannig að setja hana í merkingarbært samhengi aldurs, þroska og tengslavanda. Við það aukast líkur á að þörfum barnsins sé mætt á þroskavænlegan máta. Skráning er hafin á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Fræðslan er félagsmönnum að kostnaðarlausu en fyrir utanfélagsmenn kostar 2900. Fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar fimmtudaginn 11. október klukkan 20.00 í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11. Fyrirlesari er Vilborg G. Guðnadóttir, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og handleiðari. Hún starfar á göngudeild BUGL við klíniska fjölskyldumeðferð þegar barn/unglingur glímir við afleiðingar misalvarlegs tengslavanda. Einnig er hún að þjálfa og handleiða fagfólk í þessari stuðningsaðferð. Tilgangur fræðslunnar er kynna ákveðna tengslaeflandi hugmyndafræði sem byggir á að auðvelda foreldrum að "skyggnast á bak við" hér og nú hegðun barnsins og ná þannig að setja hana í merkingarbært samhengi aldurs, þroska og tengslavanda. Við það aukast líkur á að þörfum barnsins sé mætt á þroskavænlegan máta. Skráning er hafin á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Fræðslan er félagsmönnum að kostnaðarlausu en fyrir utanfélagsmenn kostar 2900.
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Afgreiðsluhraði í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 11. febrúar 2007 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 7. febrúar til og með 11. febrúar, eða umsóknir sem bárust á 4 dögum.
Lesa meira

Takmarkaður opnunartími í næstu viku

Takmarkaður opnunartími í næstu viku
Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður með takmarkaðan opnunartíma í næstu viku, dagana 10.-13.september vegna heimsóknar miðstjórnvalds Tékklands.
Lesa meira

Best interest determination

Best interest determination
Fulltrúar miðstjórnvalds Tékklands þau Lucia Skorušová, tengiliður okkar og Ondřej Bouša, yfirsálfræðingur heimsækja Íslenska ættleiðingu í næstu viku. Félagið hefur fengið þau til að halda fyrirlestur um Best interest determination og aðferðafræði þeirra við að para börn við verðandi foreldra. Fyrirlesturinn er öllum opinn Erindið fer fram á ensku og fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3.hæð, frá kl 20:00 - 22:00, mánudaginn 10.september 2018. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 2900 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Fjölskyldumorgun

Fjölskyldumorgnar Íslenskrar ættleiðingar eru haldnir annan hvern fimmtudag frá kl. 10:00 til 12:00 í húsakynnum félagsins að Skipholti 50 b, 2.hæð. Þessi litla stund er á margan hátt mikilvæg. Mikilvægur vettvangur fyrir foreldra og börn þeirra að hittast og njóta samvistar við hvert annað. Ekki síður er mikilvægt fyrir foreldrana að sjá börn hvors annars vaxa, þroskast og dafna. Auk þess gefst kjörið tækifæri að bera saman reynslu sína og gefa og þiggja ráð. Fyrir börnin er þetta mikilvæg stund að fá tækifæri til að hittast, kynnast og leika sér saman. Starfsfólk skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar, Kristinn, Ragnheiður og Rut eru á staðnum til skrafs og ráðagerða. Ekki má gleyma mikilvægi þess fyrir starfsfólkið að fá að hitta ykkur foreldrana ásamt börnunum og fá að fylgjast með þeim. Algjör forréttindi. Við hvetjum foreldra að koma með börnin á fjölskyldumorgna félagsins.
Lesa meira

Fjölskyldumorgun

Fjölskyldumorgnar Íslenskrar ættleiðingar eru haldnir annan hvern fimmtudag frá kl. 10:00 til 12:00 í húsakynnum félagsins að Skipholti 50 b, 2.hæð. Þessi litla stund er á margan hátt mikilvæg. Mikilvægur vettvangur fyrir foreldra og börn þeirra að hittast og njóta samvistar við hvert annað. Ekki síður er mikilvægt fyrir foreldrana að sjá börn hvors annars vaxa, þroskast og dafna. Auk þess gefst kjörið tækifæri að bera saman reynslu sína og gefa og þiggja ráð. Fyrir börnin er þetta mikilvæg stund að fá tækifæri til að hittast, kynnast og leika sér saman. Starfsfólk skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar, Kristinn, Ragnheiður og Rut eru á staðnum til skrafs og ráðagerða. Ekki má gleyma mikilvægi þess fyrir starfsfólkið að fá að hitta ykkur foreldrana ásamt börnunum og fá að fylgjast með þeim. Algjör forréttindi. Við hvetjum foreldra að koma með börnin á fjölskyldumorgna félagsins.
Lesa meira

Fjölskyldumorgun

Fjölskyldumorgnar Íslenskrar ættleiðingar eru haldnir annan hvern fimmtudag frá kl. 10:00 til 12:00 í húsakynnum félagsins að Skipholti 50 b, 2.hæð. Þessi litla stund er á margan hátt mikilvæg. Mikilvægur vettvangur fyrir foreldra og börn þeirra að hittast og njóta samvistar við hvert annað. Ekki síður er mikilvægt fyrir foreldrana að sjá börn hvors annars vaxa, þroskast og dafna. Auk þess gefst kjörið tækifæri að bera saman reynslu sína og gefa og þiggja ráð. Fyrir börnin er þetta mikilvæg stund að fá tækifæri til að hittast, kynnast og leika sér saman. Starfsfólk skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar, Kristinn, Ragnheiður og Rut eru á staðnum til skrafs og ráðagerða. Ekki má gleyma mikilvægi þess fyrir starfsfólkið að fá að hitta ykkur foreldrana ásamt börnunum og fá að fylgjast með þeim. Algjör forréttindi. Við hvetjum foreldra að koma með börnin á fjölskyldumorgna félagsins.
Lesa meira

Fjölskyldumorgun

Fjölskyldumorgnar Íslenskrar ættleiðingar eru haldnir annan hvern fimmtudag frá kl. 10:00 til 12:00 í húsakynnum félagsins að Skipholti 50 b, 2.hæð. Þessi litla stund er á margan hátt mikilvæg. Mikilvægur vettvangur fyrir foreldra og börn þeirra að hittast og njóta samvistar við hvert annað. Ekki síður er mikilvægt fyrir foreldrana að sjá börn hvors annars vaxa, þroskast og dafna. Auk þess gefst kjörið tækifæri að bera saman reynslu sína og gefa og þiggja ráð. Fyrir börnin er þetta mikilvæg stund að fá tækifæri til að hittast, kynnast og leika sér saman. Starfsfólk skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar, Kristinn, Ragnheiður og Rut eru á staðnum til skrafs og ráðagerða. Ekki má gleyma mikilvægi þess fyrir starfsfólkið að fá að hitta ykkur foreldrana ásamt börnunum og fá að fylgjast með þeim. Algjör forréttindi. Við hvetjum foreldra að koma með börnin á fjölskyldumorgna félagsins.
Lesa meira

Fjölskyldumorgun

Fjölskyldumorgnar Íslenskrar ættleiðingar eru haldnir annan hvern fimmtudag frá kl. 10:00 til 12:00 í húsakynnum félagsins að Skipholti 50 b, 2.hæð. Þessi litla stund er á margan hátt mikilvæg. Mikilvægur vettvangur fyrir foreldra og börn þeirra að hittast og njóta samvistar við hvert annað. Ekki síður er mikilvægt fyrir foreldrana að sjá börn hvors annars vaxa, þroskast og dafna. Auk þess gefst kjörið tækifæri að bera saman reynslu sína og gefa og þiggja ráð. Fyrir börnin er þetta mikilvæg stund að fá tækifæri til að hittast, kynnast og leika sér saman. Starfsfólk skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar, Kristinn, Ragnheiður og Rut eru á staðnum til skrafs og ráðagerða. Ekki má gleyma mikilvægi þess fyrir starfsfólkið að fá að hitta ykkur foreldrana ásamt börnunum og fá að fylgjast með þeim. Algjör forréttindi. Við hvetjum foreldra að koma með börnin á fjölskyldumorgna félagsins.
Lesa meira

Fjölskyldumorgun

Fjölskyldumorgnar Íslenskrar ættleiðingar eru haldnir annan hvern fimmtudag frá kl. 10:00 til 12:00 í húsakynnum félagsins að Skipholti 50 b, 2.hæð. Þessi litla stund er á margan hátt mikilvæg. Mikilvægur vettvangur fyrir foreldra og börn þeirra að hittast og njóta samvistar við hvert annað. Ekki síður er mikilvægt fyrir foreldrana að sjá börn hvors annars vaxa, þroskast og dafna. Auk þess gefst kjörið tækifæri að bera saman reynslu sína og gefa og þiggja ráð. Fyrir börnin er þetta mikilvæg stund að fá tækifæri til að hittast, kynnast og leika sér saman. Starfsfólk skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar, Kristinn, Ragnheiður og Rut eru á staðnum til skrafs og ráðagerða. Ekki má gleyma mikilvægi þess fyrir starfsfólkið að fá að hitta ykkur foreldrana ásamt börnunum og fá að fylgjast með þeim. Algjör forréttindi. Við hvetjum foreldra að koma með börnin á fjölskyldumorgna félagsins.
Lesa meira

Fjölskyldumorgun

Fjölskyldumorgnar Íslenskrar ættleiðingar eru haldnir annan hvern fimmtudag frá kl. 10:00 til 12:00 í húsakynnum félagsins að Skipholti 50 b, 2.hæð. Þessi litla stund er á margan hátt mikilvæg. Mikilvægur vettvangur fyrir foreldra og börn þeirra að hittast og njóta samvistar við hvert annað. Ekki síður er mikilvægt fyrir foreldrana að sjá börn hvors annars vaxa, þroskast og dafna. Auk þess gefst kjörið tækifæri að bera saman reynslu sína og gefa og þiggja ráð. Fyrir börnin er þetta mikilvæg stund að fá tækifæri til að hittast, kynnast og leika sér saman. Starfsfólk skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar, Kristinn, Ragnheiður og Rut eru á staðnum til skrafs og ráðagerða. Ekki má gleyma mikilvægi þess fyrir starfsfólkið að fá að hitta ykkur foreldrana ásamt börnunum og fá að fylgjast með þeim. Algjör forréttindi. Við hvetjum foreldra að koma með börnin á fjölskyldumorgna félagsins.
Lesa meira

Fjölskyldumorgun

Fjölskyldumorgnar Íslenskrar ættleiðingar eru haldnir annan hvern fimmtudag frá kl. 10:00 til 12:00 í húsakynnum félagsins að Skipholti 50 b, 2.hæð. Þessi litla stund er á margan hátt mikilvæg. Mikilvægur vettvangur fyrir foreldra og börn þeirra að hittast og njóta samvistar við hvert annað. Ekki síður er mikilvægt fyrir foreldrana að sjá börn hvors annars vaxa, þroskast og dafna. Auk þess gefst kjörið tækifæri að bera saman reynslu sína og gefa og þiggja ráð. Fyrir börnin er þetta mikilvæg stund að fá tækifæri til að hittast, kynnast og leika sér saman. Starfsfólk skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar, Kristinn, Ragnheiður og Rut eru á staðnum til skrafs og ráðagerða. Ekki má gleyma mikilvægi þess fyrir starfsfólkið að fá að hitta ykkur foreldrana ásamt börnunum og fá að fylgjast með þeim. Algjör forréttindi. Við hvetjum foreldra að koma með börnin á fjölskyldumorgna félagsins.
Lesa meira

Fjölskyldumorgun

Fjölskyldumorgnar Íslenskrar ættleiðingar eru haldnir annan hvern fimmtudag frá kl. 10:00 til 12:00 í húsakynnum félagsins að Skipholti 50 b, 2.hæð. Þessi litla stund er á margan hátt mikilvæg. Mikilvægur vettvangur fyrir foreldra og börn þeirra að hittast og njóta samvistar við hvert annað. Ekki síður er mikilvægt fyrir foreldrana að sjá börn hvors annars vaxa, þroskast og dafna. Auk þess gefst kjörið tækifæri að bera saman reynslu sína og gefa og þiggja ráð. Fyrir börnin er þetta mikilvæg stund að fá tækifæri til að hittast, kynnast og leika sér saman. Starfsfólk skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar, Kristinn, Ragnheiður og Rut eru á staðnum til skrafs og ráðagerða. Ekki má gleyma mikilvægi þess fyrir starfsfólkið að fá að hitta ykkur foreldrana ásamt börnunum og fá að fylgjast með þeim. Algjör forréttindi. Við hvetjum foreldra að koma með börnin á fjölskyldumorgna félagsins.
Lesa meira

7.tími - Barna og unglingastarf, eldri hópur

Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi. Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu. Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru. Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni. Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast. Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi. Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili. Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri. Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ árið 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina. Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst. Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi: Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl. Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf: tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir tími í október: Leiklist tími í nóvember: Útinám tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu tími í janúar: Sjálfsstyrking tími í febrúar: Myndlist og Yoga tími í mars: Matreiðsla tími í apríl: Lokahóf með foreldrum Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.
Lesa meira

8.tími - Barna og unglingastarf, eldri hópur

Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi. Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu. Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru. Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni. Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast. Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi. Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili. Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri. Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ árið 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina. Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst. Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi: Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl. Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf: tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir tími í október: Leiklist tími í nóvember: Útinám tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu tími í janúar: Sjálfsstyrking tími í febrúar: Myndlist og Yoga tími í mars: Matreiðsla tími í apríl: Lokahóf með foreldrum Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.
Lesa meira

6.tími - Barna og unglingastarf, eldri hópur

Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi. Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu. Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru. Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni. Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast. Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi. Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili. Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri. Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ árið 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina. Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst. Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi: Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl. Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf: tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir tími í október: Leiklist tími í nóvember: Útinám tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu tími í janúar: Sjálfsstyrking tími í febrúar: Myndlist og Yoga tími í mars: Matreiðsla tími í apríl: Lokahóf með foreldrum Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.
Lesa meira

5.tími - Barna og unglingastarf, eldri hópur

Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi. Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu. Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru. Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni. Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast. Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi. Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili. Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri. Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ árið 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina. Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst. Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi: Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl. Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf: tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir tími í október: Leiklist tími í nóvember: Útinám tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu tími í janúar: Sjálfsstyrking tími í febrúar: Myndlist og Yoga tími í mars: Matreiðsla tími í apríl: Lokahóf með foreldrum Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.
Lesa meira

3.tími - Barna og unglingastarf, eldri hópur

Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi. Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu. Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru. Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni. Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast. Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi. Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili. Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri. Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ árið 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina. Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst. Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi: Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl. Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf: tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir tími í október: Leiklist tími í nóvember: Útinám tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu tími í janúar: Sjálfsstyrking tími í febrúar: Myndlist og Yoga tími í mars: Matreiðsla tími í apríl: Lokahóf með foreldrum Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.
Lesa meira

4.tími - Barna og unglingastarf, eldri hópur

Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi. Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu. Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru. Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni. Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast. Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi. Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili. Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri. Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ árið 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina. Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst. Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi: Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl. Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf: tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir tími í október: Leiklist tími í nóvember: Útinám tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu tími í janúar: Sjálfsstyrking tími í febrúar: Myndlist og Yoga tími í mars: Matreiðsla tími í apríl: Lokahóf með foreldrum Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.
Lesa meira

2.tími - Barna og unglingastarf, eldri hópur

Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi. Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu. Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru. Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni. Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast. Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi. Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili. Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri. Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ árið 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina. Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst. Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi: Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl. Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf: tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir tími í október: Leiklist tími í nóvember: Útinám tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu tími í janúar: Sjálfsstyrking tími í febrúar: Myndlist og Yoga tími í mars: Matreiðsla tími í apríl: Lokahóf með foreldrum Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.
Lesa meira

1.tími - Barna og unglingastarf, eldri hópur

Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi. Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu. Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru. Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni. Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast. Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi. Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili. Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri. Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ árið 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina. Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst. Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi: Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl. Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf: tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir tími í október: Leiklist tími í nóvember: Útinám tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu tími í janúar: Sjálfsstyrking tími í febrúar: Myndlist og Yoga tími í mars: Matreiðsla tími í apríl: Lokahóf með foreldrum Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.
Lesa meira

8.tími - Barna og unglingastarf, yngri hópur

Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi. Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu. Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru. Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni. Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast. Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi. Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili. Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri. Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ árið 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina. Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst. Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi: Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl. Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf: tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir tími í október: Leiklist tími í nóvember: Útinám tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu tími í janúar: Sjálfsstyrking tími í febrúar: Myndlist og Yoga tími í mars: Matreiðsla tími í apríl: Lokahóf með foreldrum Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.
Lesa meira

6.tími - Barna og unglingastarf, yngri hópur

Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi. Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu. Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru. Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni. Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast. Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi. Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili. Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri. Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ árið 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina. Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst. Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi: Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl. Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf: tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir tími í október: Leiklist tími í nóvember: Útinám tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu tími í janúar: Sjálfsstyrking tími í febrúar: Myndlist og Yoga tími í mars: Matreiðsla tími í apríl: Lokahóf með foreldrum Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.
Lesa meira

7.tími - Barna og unglingastarf, yngri hópur

Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi. Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu. Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru. Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni. Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast. Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi. Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili. Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri. Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ árið 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina. Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst. Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi: Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl. Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf: tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir tími í október: Leiklist tími í nóvember: Útinám tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu tími í janúar: Sjálfsstyrking tími í febrúar: Myndlist og Yoga tími í mars: Matreiðsla tími í apríl: Lokahóf með foreldrum Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.
Lesa meira

5.tími - Barna og unglingastarf, yngri hópur

Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi. Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu. Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru. Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni. Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast. Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi. Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili. Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri. Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ árið 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina. Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst. Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi: Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl. Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf: tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir tími í október: Leiklist tími í nóvember: Útinám tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu tími í janúar: Sjálfsstyrking tími í febrúar: Myndlist og Yoga tími í mars: Matreiðsla tími í apríl: Lokahóf með foreldrum Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.
Lesa meira

3.tími - Barna og unglingastarf, yngri hópur

Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi. Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu. Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru. Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni. Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast. Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi. Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili. Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri. Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ árið 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina. Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst. Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi: Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl. Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf: tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir tími í október: Leiklist tími í nóvember: Útinám tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu tími í janúar: Sjálfsstyrking tími í febrúar: Myndlist og Yoga tími í mars: Matreiðsla tími í apríl: Lokahóf með foreldrum Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.
Lesa meira

4.tími - Barna og unglingastarf, yngri hópur

Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi. Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu. Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru. Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni. Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast. Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi. Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili. Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri. Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ árið 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina. Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst. Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi: Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl. Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf: tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir tími í október: Leiklist tími í nóvember: Útinám tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu tími í janúar: Sjálfsstyrking tími í febrúar: Myndlist og Yoga tími í mars: Matreiðsla tími í apríl: Lokahóf með foreldrum Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.
Lesa meira

2.tími - Barna og unglingastarf, yngri hópur

Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi. Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu. Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru. Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni. Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast. Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi. Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili. Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri. Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ árið 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina. Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst. Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi: Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl. Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf: tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir tími í október: Leiklist tími í nóvember: Útinám tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu tími í janúar: Sjálfsstyrking tími í febrúar: Myndlist og Yoga tími í mars: Matreiðsla tími í apríl: Lokahóf með foreldrum Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.
Lesa meira

1.tími - Barna og unglingastarf, yngri hópur

Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi. Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu. Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru. Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni. Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast. Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi. Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili. Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri. Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ árið 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina. Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst. Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi: Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl. Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf: tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir tími í október: Leiklist tími í nóvember: Útinám tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu tími í janúar: Sjálfsstyrking tími í febrúar: Myndlist og Yoga tími í mars: Matreiðsla tími í apríl: Lokahóf með foreldrum Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.
Lesa meira

Barna og unglingastarf Íslenskrar ættleiðingar 2018/2019

Barna og unglingastarf Íslenskrar ættleiðingar 2018/2019
Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi.. Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu, Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru. Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni. Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast. Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi. Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili. Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri. Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina. Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst. Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi: Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl. Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf: 1. tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir 2. tími í október: Leiklist 3. tími í nóvember: Útinám 4. tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu 5. tími í janúar: Sjálfsstyrking 6. tími í febrúar: Myndlist og Yoga 7. tími í mars: Matreiðsla 8. tími í apríl: Lokahóf með foreldrum Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.
Lesa meira

Lokað á morgun 23.ágúst

Á morgun 23.ágúst verður lokað á skrifstofunni vegna skólasetningar. Hægt er að senda tölvupóst á isadopt@isadopt.is og við svörum við fyrsta tækifæri.
Lesa meira

40 ára afmæli Íslenskrar ættleiðingar

Þér er boðið í 40 ára afmæli Íslensk ættleiðing býður félagsmönnum sínum að fagna afmæli félagsins sunnudaginn 2.september á milli kl. 14:00-16:00 við Hlöðuna í Gufunesbæ. Söng- og leikhópurinn Tónafljóð spilar og leikur við hvern sinn fingur, börnin fá andlitsmálningu og boðið verður uppá grillað góðgæti fyrir afmælisgesti. Skráning er opin til 30.ágúst.
Lesa meira

Hinsegindagar.is - Nú er í vinnslu fyrsta ættleiðing hinsegin foreldra á Íslandi á barni frá öðru landi

Hinsegindagar.is - Nú er í vinnslu fyrsta ættleiðing hinsegin foreldra á Íslandi á barni frá öðru landi
Hinsegin pör hafa áður sótt um að fá að ættleiða en Íslensk ættleiðing hefur aldrei áður átt í formlegu sambandi við land sem leyfir ættleiðingar til hinsegin fólks. Við hittum Kristin Ingvarsson, framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, og spurðum hann um stöðuna í dag og hvers vegna ekkert hafi gerst fyrr en árið 2018.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Nú í nótt hittust þau Áslaug Júlía, Rúnar og Daníel Steinberg, hann Kristján Svanberg í fyrsta skipti. Fjölskyldan var orðin mjög spennt og eftirvæntingin sennilega mest hjá Daníel Steinberg sem er búinn að bíða lengi eftir því að verða stóri bróðir. Stóra stundin var svo mjög tilfinningaþrungin þegar loks kom að því að þau hittust öll. Bræðurnir voru fljótt farnir að leika og er greinilegt að þeir eiga vel saman. Forstöðukona barnaheimilisins og fóstran hans komu með hann á ættleiðingamiðstöðina og fylgdu honum í fang nýrrar fjölskyldu. Það var greinilegt að Kristján Svanberg hefur verið í góðum höndum, því hann átti erfitt með að kveðja fóstruna sem hefur séð um hann síðustu þrjú árin. Ferðin á hótelið gekk vel og hann sofnaði aðeins. Þegar á hótelið var komið sat hann í fangi móður sinnar nokkuð lengi, þar var hann öruggur í þessu nýja umhverfi. Eftir smá stund var hann tilbúinn að skoða sig aðeins um, en mjög varkár. Þegar Kristján Svanberg var búinn að skoða allt í krók og kima voru bræðurnir fljótir að komast í leik á ný og hann fór brátt að leika á alls oddi. Eftir langan og strangan dag sofnuðu þeir bræðurnir svo saman.
Lesa meira

Sumaropnun Íslenskrar ættleiðingar

Sumaropnun Íslenskrar ættleiðingar
Starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar mun eins og aðrir landsmenn fara í sumarleyfi til að endurhlaða rafhlöðurnar og verður því opnunartími skrifstofunnar með öðru móti en venjulega. Skrifstofan verður með skert aðgengi frá og með 6. júlí og fram yfir Verslunarmannahelgi og verður því ekki opin fyrir gangandi umferð, heldur verður hægt að panta viðtalstíma á heimasíðu félagsins og þá mun starfsfólk skrifstofu bregðast við. Eins og áður er stöðug bakvakt og mun þeim verkefnum sem þola enga bið vera sinnt.
Lesa meira

Ruv.is - Ættleiðingum fer fækkandi

Ruv.is - Ættleiðingum fer fækkandi
Ættleiðingum hefur farið fækkandi undanfarin ár, jafnt hér á landi sem annars staðar í heiminum. Framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar segir það liðna tíða að eitt land sé langstærst í ættleiðingum, eins og Kína hefur verið fyrir Ísland. Hátt í þúsund börn hafa verið ættleidd erlendis frá fyrir milligöngu Íslenskrar ættleiðingar frá því að samtökin voru stofnuð fyrir fjörutíu árum. Undanfarin ár hefur ættleiðingum í heiminum fækkað, og þar er Ísland engin undantekning, að sögn Kristins Ingvarssonar framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar. „Í fyrra erum við með sex börn ættleidd til Íslands, árið þar á undan voru þau fimm, árið þar á undan voru þau 20. Það var fjölgun hjá okkur sem var þvert á það sem var að gerast annars staðar í heiminum.“
Lesa meira

Tónleikar í Hörpu sunnudaginn 3.júní kl:19:00

Tónleikar í Hörpu sunnudaginn 3.júní kl:19:00
Kínverska sendiráðið býður börnum ættleiddum frá Kína og fjölskyldum þeirra á tónleika í Hörpu, norðurljósasal, sunnudaginn 3. júní frá kl 19:00 – 20:45. Tilefni tónleikanna er Silkivegurinn “Silk road” en auk sögulegrar tilvísunar er það tilvísun í eitt stærsta menningarverkefni Kína í dag sem kallast á ensku "One Belt One Road Initiative" Ekki er mælt með því að taka með börn yngri en 6 ára. Það er enginn aðgangseyrir en nauðsynlegt er að skrá sig á tónleikana fyrir föstudaginn 1. júní. Sýna þarf boðsbréfið við inngöngu.
Lesa meira

Hun.is - Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Hun.is - Aðgát skal höfð í nærveru sálar
Ég er móðir tveggja barna, sem ég er svo heppin að hafa ættleitt. En þar sem þau eru bæði dökk á hörund fer það ekki á milli mála að þau eru ættleidd, og hef ég (og aðrir ættleiddir foreldrar) fengið allskonar mismunandi komment og það jafnvel frá bláókunnugu fólki. Í lang flestum, ef ekki öllum, tilvikum þá meinar fólk vel, en orðar hlutina óheppilega og ég skil vel að fólk sé forvitið, en aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Lesa meira

Útilega - aflýst

Löng hefð er fyrir útilegum á vegum félagsins, en síðustu ár hefur þátttaka í þeim verið dræm og hefur skemmtinefndin ekki staðið fyrir útilegum uppá síðkastið. Nú í sumar ætlar nefndin hins vegar að reyna að blása lífi í þessa fallegu hefð. Helgin 29.júní til 1.júlí hefur orðið fyrir valinu og munu félagsmenn flykkjast í Brautartungi í Lundarreykjadal. Félagsheimilið hefur verið vinsæll staður fyrir ættarmót, brúðkaup og aðra viðburði en í húsinu er stór salur sem rúmar um 200 manns í sæti. Öðru megin salarins er svið en hinumegin minni salur og rúmgott eldhús. Á efri hæð er setustofa með nokkrum sófum og sófaborðum. Sundlaug á staðnum, aðeins fyrir okkur og salur sem að um 30 manns geta gist í ef veður er með þeim hætti að fólk þarf að komast í skjól. Að ógleymdu tjaldsvæði sem við verðum með út af fyrir okkur þessa helgi. Búið er að bóka Grillvagninn til að sjá um sameiginlegan kvöldverð á laugardeginum og vonandi náum við að setja saman skipulagða dagskrá með skemmtun og fjöri yfir helgina. Við óskum hér með eftir áhugasömum sem vilja koma að því að skipuleggja þessa helgi og hafa tök á því að leggja sitt af mörkum. Við vitum að í félaginu okkar eru margir hæfileikarríkir einstaklingar sem gætu komið að því að gera þessa helgi skemmtilega og minnistæða. Skráning hefst í maí
Lesa meira

Biðlistahittingur

Næsti biðlistahittingur verður þriðjudaginn 15.maí kl. 20:30 í húsnæði ÍÆ. Þessir hittingar eru hugsaðir fyrir þá sem eru að sækja um forsamþykki, þá sem eru að safna saman gögnum til að senda út til upprunalands og þá sem hafa sent umsókn sína út. Um er að ræða óformlega fundi til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvert af öðru, styðja hvert annað og hafa gaman saman.
Lesa meira

Viðeyjarferð 19.maí

Viðeyjarferð 19.maí
Skemmtinefnd Íslenskrar ættleiðingar stendur fyrir fjölskylduferð í Viðey laugardaginn 19.maí. Ætlunin er að hittast á Skarfabakka og taka ferjuna í Viðey klukkan 10:15. Byrjum á því að leika okkur á rólóvellinum og leikum okkur jafnvel saman í skipulögðum leikjum. Næst göngum við saman að fjörunni þar sem Viðeyjarnaust stendur. Þar ætlum við að borða saman nesti, sem hver og einn kemur með fyrir sig, skoða lífið í fjörunni og hafa gaman í góðum félagsskap. Ef veður er með þeim hætti að ekki er hægt að sitja úti, þá er aðstaða inni í Viðeyjarnausti til að setjast og borða. Heimferð er áætluð klukkan 14.30. Ferðin kostar ekkert, hver fjölskylda sér um að greiða ferjutoll og koma með nesti. En til að vita hversu margir mæta, þætti okkur vænt um ef fólk myndi skrá sig. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í góðum félagsskap þann 19.maí.
Lesa meira

Útilega 29.júní - 1.júlí - aflýst

Útilega 29.júní - 1.júlí - aflýst
Löng hefð er fyrir útilegum á vegum félagsins, en síðustu ár hefur þátttaka í þeim verið dræm og hefur skemmtinefndin ekki staðið fyrir útilegum uppá síðkastið. Nú í sumar ætlar nefndin hins vegar að reyna að blása lífi í þessa fallegu hefð. Helgin 29.júní til 1.júlí hefur orðið fyrir valinu og munu félagsmenn flykkjast í Brautartungi í Lundarreykjadal. Félagsheimilið hefur verið vinsæll staður fyrir ættarmót, brúðkaup og aðra viðburði en í húsinu er stór salur sem rúmar um 200 manns í sæti. Öðru megin salarins er svið en hinumegin minni salur og rúmgott eldhús. Á efri hæð er setustofa með nokkrum sófum og sófaborðum. Sundlaug á staðnum, aðeins fyrir okkur og salur sem að um 30 manns geta gist í ef veður er með þeim hætti að fólk þarf að komast í skjól. Að ógleymdu tjaldsvæði sem við verðum með út af fyrir okkur þessa helgi. Búið er að bóka Grillvagninn til að sjá um sameiginlegan kvöldverð á laugardeginum og vonandi náum við að setja saman skipulagða dagskrá með skemmtun og fjöri yfir helgina. Við óskum hér með eftir áhugasömum sem vilja koma að því að skipuleggja þessa helgi og hafa tök á því að leggja sitt af mörkum. Við vitum að í félaginu okkar eru margir hæfileikarríkir einstaklingar sem gætu komið að því að gera þessa helgi skemmtilega og minnistæða.
Lesa meira

Viðeyjarferð 19.maí

Viðeyjarferð 19.maí
Skemmtinefnd Íslenskrar ættleiðingar stendur fyrir fjölskylduferð í Viðey Laugardaginn 19. maí. Ætlunin er að hittast á Skarfabakka og taka ferjuna í Viðey klukkan 10.15. Byrjum á því að leika okkur á rólóvellinum og leikum okkur jafnvel saman í skipulögðum leikjum. Næst göngum við saman að fjörunni þar sem Viðeyjarnaust stendur. Þar ætlum við að borða saman nesti, sem hver og einn kemur með fyrir sig, skoða lífið í fjörunni og hafa gaman í góðum félagsskap. Ef veður er með þeim hætti að ekki er hægt að sitja úti, þá er aðstaða inni í Viðeyjarnausti til að setjast og borða. Hver og einn sér um að greiða fyrir sig og sína í ferjuna og koma með nesti. Skráning er hafin á heimasíðu Íslenskrar Ættleiðingar og við biðjum fólk vinsamlegast um að skrá sig og sína, þannig að við getum gefið ferjustjóranum einhverja mynd af því hvað verða margir á ferðinni þennan dag. Leiðinlegt ef ekki verður pláss fyrir alla að komast yfir, enda gerum við ráð fyrir góðri mætingu félagsmanna á þennan skemmtilega viðburð. Áætluð heimferð er 14.30, en ferðir eru reglulega tilbaka yfir daginn. Hægt er að skoða áætlun ferjunnar hér ef fólk vill nýta sér annan ferðatíma tilbaka: http://borgarsogusafn.is/is/videy/ferjan Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í góðum félagsskap þann 19. maí. Skráning hér
Lesa meira

Dominíkanska lýðveldið

Dominíkanska lýðveldið
Framkvæmdastjóri félagsins heimsótti Dóminíkanska lýðveldið með það fyrir augum að stofna til sambands á milli landanna. Fundað var með miðstjórnvaldi Dóminíkanska lýðveldisins CONANI sem ber ábyrgð á öllum ættleiðingum í landinu, jafnt innanlands ættleiðingum sem alþjóðlegum. Á fundinum var farið vel yfir íslenska ættleiðingarmódelið og allt skipulag í kringum ættleiðingar á Íslandi. Fulltrúar CONANI heilluðust af verklagi Íslenskrar ættleiðingar og voru spenntir að taka upp samstarf við félagið. Flestar spurningar þeirra snerust um fræðslu fyrir ættleiðingu og eftirfylgni við fjölskyldurnar eftir heimkomu. Framkvæmdastjóri CONANI kynnti framkvæmd ættleiðingarmálaflokksins í Dominíkanska lýðveldinu og virðist vera faglegt og gott starf unnið þar. Þar sem Dominíkanska lýðveldið er aðila að Haagsamningnum um verndun barna og samvinnu um ættleiðingar milli landa svipar regluverkinu við önnur lönd sem félagið er í samvinnu við. 2018.04.05_Giovanni KI og Adalberto.jpg Síðastliðin ár hafa tiltölulega fáar ættleiðingar verið í Dominíkanska lýðveldinu. Á síðasta ári voru þær 74 og þar af voru um helmingur ættleiðingar innanlands. Yfirvöld sögðu frá því að það mætti búast við að biðtími eftir ættleiðingu barns frá Dominíkanska lýðveldinu gæti verið 3-4 ár.
Lesa meira

Nýr félagsráðgjafi til starfa

Nýr félagsráðgjafi til starfa
Að kröfu upprunaríkjanna eru gerðar eftirfylgdarskýrslur þar sem fylgst er með hvernig líðan barnsins er hjá foreldrum sínum. Mikill munur er á milli upprunaríkjanna um hversu margar skýrslur skulu gerðar og á hvaða tímapunkti í lífi barnanna. Fæstar skýrslur eru sendar til Kólumbíu en þar á bæ vilja þau aðeins fá fjórar skýrslur á tveimur árum frá því að barnið kemur til Íslands. Flestar skýrslur eru sendar til Tékklands, en þar eru þrjár skýrslur sendar fyrsta árið, en allt í allt níu skýrslur, allt til átján ára aldurs. Þegar Lárus H. Blöndal fór að minnka við sig vinnu hjá félaginu, var Rut Sigurðardóttir ráðin til að sitja við skör meistarans og nema af honum. Til að ná skörun á meðan Lárus væri að minnka við sig starfshlutfall og fram að því að hann hætti vegna aldurs, nýtti félagið þær tekjur sem Rut hafði fengið sem verktaki til að brúa bilið sem uppá vantaði til að hafa ráð á því að borga henni laun í takti við menntun hennar og reynslu. Nú þegar Rut hefur alfarið tekið við fræðslu- og ráðgjafahlutverkinu, lætur hún af gerð eftirfylgniskýrslna. Félagið hefur því ráðið nýjan félagsráðgjafa til verksins, Aðalbjörgu Jóhönnu Bárudóttur en hún mun sinna gerð eftirfylgniskýrslna á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira

Afmælisgjöf frá Foreldrafélagi ættleiddra barna

Afmælisgjöf frá Foreldrafélagi ættleiddra barna
Foreldrafélag ættleiddra barna færði Íslenskri ættleiðingu veglega afmælisgjöf á afmælismálþingi félagsins. Formaður Foreldrafélagsins Elín Henriksen fylgdi gjöfinni úr hlaði með nokkrum orðum: Komið þið sæl. Það er okkur, í Foreldrafélagi ættleiddra barna, sönn ánægja að fá nokkrar mínútur í dagskrá þessarar glæsilegu 40 ára afmælisráðstefnu. Foreldrafélag ættleiddra barna var stofnað árið 2006, og hlutverk og markmið félagsins var að að sinna fræðslustarfi um ættleiðingartengd málefni sem mikil eftirspurn var eftir auk þess að vera hagsmunafélag. Félagið stóð fyrir fjölda fyrirlestra og hélt meðal annars ráðstefnu þar sem færustu sérfræðingar erlendis héldu framsögu. En hvatinn að stofnun félagsins var að hópur fólk fór að hittast og beita sér fyrir því að komið yrði á fót ættleiðingarstyrk til kjörforeldra til að koma til móts við þann kostnað sem skapast í ættleiðingarferlinu. Skrifaðar voru greinar í dagblöð, fundað með alþingismönnum auk fleiri aðgerða. Markmiðið náðist árið 2006 og í dag fá kjörforeldrar eingreiðslu að upphæð kr. 687.660 að uppfylltum skilyrðum.
Lesa meira

Þjónustusamningur

Þjónustusamningur
Þjónustusamningur dómsmálaráðuneytisins og Íslenskrar ættleiðingar um endurgjald fyrir veitta þjónustu rann út um síðastliðin áramót. Mikill áhugi var á áframhaldandi samningi en ekki hafði gefist tími til að reka endahnút á samningsgerðina. Það var því gleðifregnir að samningsaðilar náðu saman um að endurnýja samninginn til eins árs og leggja vinnu í að kostnaðargreina þá þjónustu sem í boði er fyrir félagsmenn. Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins skrifaði undir samninginn á afmælismálþinginu og flutti eftirfarandi erindi við það tækifæri. Kæru gestir, ég vil byrja á því að óska Íslenskri ættleiðingu til hamingju með 40 ára afmælið. Dómsmálaráðuneytið hefur í gegnum árin átt gott samstarf við Íslenska ættleiðingu, en eins og hefur verið minnst á hér á undan þá var félagið upphaflega löggilt af hálfu ráðuneytisins árið 2000 í kjölfar þess að Ísland gerðist aðili að Haagsamningnum um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingu milli landa.
Lesa meira

Líðan fullorðinna ættleiddra á Íslandi

Líðan fullorðinna ættleiddra á Íslandi
Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík var með erindi á málþingi Íslenskrar ættleiðingar þann 16. mars sl. Hildur er 29 ára og var ættleidd hingað til lands frá Indlandi þegar hún var 5 mánaða gömul. Hún kynnti rannsókn sem hún vinnur að og snýr að líðan og tilfinningatengslum uppkominna ættleiddra. En Hildur lýkur meistaranámi sínu núna í vor og við fáum vonandi tækifæri til að hlýða aftur á Hildi þegar hún hefur lokið meistaraverkefni sínu. Íslensk Ættleiðing var í samstarfi við Hildi með að finna þátttakendur í rannsókninni, en alls voru þátttakendur spurningarlista 120 talsins, á aldrinum 18-45 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar endurspegluðu 3 stærstu löndin, Indónesíu, Sri Lanka og Indland. Þá voru einnig tekin viðtöl við 7 þáttakendur á aldrinum 18-33 ára. Í niðurstöðum sem hún kynnti á málþinginu var komið inn á eftirfarandi þætti; aðskilnaðarkvíða, tengslamyndun í nánum samböndum, þunglyndiseinkenni, kvíðaeinkenni og lífsánægju uppkominna ættleiddra á Íslandi.
Lesa meira

Ímyndunaraflið og af hverju skiptir það ættleidd börn máli?

Ímyndunaraflið og af hverju skiptir það ættleidd börn máli?
Jórunn Elídóttir, dósent við Háskólann á Akureyri, doktor í sérkennslu- og menntunarfræðum og móðir stelpu sem er ættleidd frá Kína flutti erindi um ímyndunarafl ættleiddra barna. Erindi Jórunnar var sérlega áhugavert og gaf innsýn inní þann skort sem ættleidd börn lifa við þegar kemur að minningum um fyrsta skeið ævinnar. Ímyndunaraflið og af hverju skiptir það ættleidd börn máli? Ímyndunaraflið er merkilegt fyrirbæri eins rannsóknir hafa staðfest á margvíslegan hátt. Ímyndunaraflið færir okkur nýja sýn á tilveruna, undirbýr okkur fyrir það sem kemur og breytir ásýnd þess sem hefur verið, á eftir að gerast eða ekki gerast. Með því að nota ímyndunaraflið hefur manneskjan getað umbreytt og endurskapað veröldina á óendanlega fjölbreyttan hátt. Þetta er kjarninn í tilveru barna og einn mikilvægasti hlekkurinn í leik og þroska þeirra.
Lesa meira

Therapeutic parenting and adoption

Therapeutic parenting and adoption
Í tilefni af 40 ára afmæli Íslenskrar ættleiðingar stóð félagið fyrir málþingi þann 16. mars sl. Aðalfyrirlesarinn á málþinginu var Sarah Naish, félagsráðgjafi í Bretlandi. En hún var einnig með heilsdagsnámskeið á vegum Íslenskrar ættleiðingar daginn eftir málþingið. Sarah hefur starfað sem félagsráðgjafi í tæp 30 ár og hefur mikla reynslu af ráðgjöf, þjálfun og uppeldi barna. Hún hefur ættleitt 5 börn og hefur hún notast við meðferðanálgun (Therapeutic Parenting) í uppeldi barna sinna, nálgun sem hún hefur þróað í gegnum árin. Hún hefur fjölþætta reynslu innan barnaverndar í Bretlandi og hefur í uppeldi barna sinna síðastliðin 16 ár byggt upp gagnabanka sem hún hefur miðlað úr til fagfólks og foreldra. Það var frábært að fá tækifæri til að fá Söruh hingað til lands en bæði erindi hennar á málþinginu og námskeiðið, voru skemmtileg, raunsæ og fræðandi.
Lesa meira

Í 40 ár - Saga Íslenskrar ættleiðingar

Í 40 ár - Saga Íslenskrar ættleiðingar
Formaður Íslenskrar ættleiðingar Elísabet Hrund Salvarsdóttir flutti erindi á 40 ára afmælismálþingi félagsins nú á dögunum. Gefum Elísabetu orðið: Hæstvirti forseti, félagsmenn og aðrir góðir gestir. Ég vil fyrir hönd Íslenskrar ættleiðingar bjóða ykkur hjartanlega velkomin á þetta málþing sem haldið er í tilefni af 40 ára afmæli félagsins. Ég hef verið formaður félagsins síðan haustið 2016 og hefur þetta verið mjög áhugavert starf, en við sem sitjum í stjórn vinnum mikið með skrifstofunni að ýmsum málum. Ég hef getað nýtt menntun mína og komið að fjármálum félagsins. Það er því mikil tími af mínu lífi sem snýst um ættleiðingar. En saga mín er sú að árið 2010 ákváðum við hjónin eftir margra ára árangurslausra tilraunir til barnaeigna, að leita til Íslenskrar ættleiðingar. Með því töldum við að möguleiki okkar á því að verða foreldrar yrðu meiri. Við fórum á námskeið eins og allir þeir sem vilja ættleiða erlendis frá, hræðslunámskeiðið eins og margir segja, en á því námskeiði er farið yfir hinar ýmsu hliðar ættleiðingar og ekki bara dregin upp hin rósrauða mynd. En það gerði okkur hjónin bara enn ákveðnari í að stiga endanlegt skref og byrja að vinna í okkar umsókn. Þeir sem vilja ættleiða þurfa að senda inn umsókn um forsamþykki til íslenskra stjórnvalda til að fá leyfi til að ættleiða eins og mörg ykkar þekkið. Á þessum tíma var biðin eftir því ekki löng og tók það okkur um 5 mánuði frá því að við sendum inn umsókn þar til forsamþykki hafði borist ólíkt því sem það er í dag en það getur tekið allt að ári að fá samþykkið í
Lesa meira

Ávarp forseta Íslands á 40 ára afmælismálþingi Íslenskrar ættleiðingar

Ávarp forseta Íslands á 40 ára afmælismálþingi Íslenskrar ættleiðingar
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heiðraði Íslenska ættleiðingu á afmælisráðstefnu félagsins og flutti stutt ávarp. Það gladdi alla viðstadda að sjá hversu áhugasamur Guðni var um málaflokkinn en hann dvaldi lengi á málþinginu og tók glósur úr fyrirlestrunum, enda voru þeir mjög áhugaverðir, jafnvel fyrir forseta. Ávarp forsetans er hér fyrir neðan: Formaður og forystufólk Íslenskrar ættleiðingar, aðrir góðir gestir
Lesa meira

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar
Aðalfundur félagsins var haldinn 6. mars síðastliðinn á Hótel Hilton. Á fundinu var stungið uppá Gísla Ásgeirssyni sem fundarstjóra og gekk hann í það starf og stýrði fundinum með prýði. Á fundinum fór formaður félagsins yfir skýrslu stjórnar frá liðnu ári. Ársreikningar félagsins voru lagðir fram og fór formaður yfir helstu kennitölur í rekstrinum. Ársreikningurinn var svo borinn upp til samþykktar og var hann samþykktur athugasemdalaust. Síðastliðin ár hefur ekki þurft að kjósa til stjórnar, þar sem stjórnarmenn hafa verið sjálfkjörnir. Að þessu sinni gáfu fjórir kost á sér til starfa fyrir félagið næstu tvö árin, en aðeins voru þrjú sæti í boði. Stjórn félagsins er skipuð sjö stjórnarmönnum, þau eru: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, formaður Ingibjörg Valgeirsdóttir, varaformaður Lára Guðmundsdóttir Lísa Björg Lárusdóttir
Lesa meira

Vel heppnað afmælismálþing

Vel heppnað afmælismálþing
Íslensk ættleiðing fangar 40 ára afmæli sínu á þessu ári og að því tilefni stóð félagið fyrir málþingi í mars. Glæsileg dagskrá var í boði fyrir gesti málþingsins og voru fyrirlesararnir ekki af verri endanum. Forseti Íslands setti málþingið og afhenti formanni félagsins hljóðneman, en Elísabet Hrund sagði frá helstu vörðum í 40 ára sögu félagsins. Þá tók Sarah Naish við keflinu og fræddi ráðstefnugesti um Therapeutical parenting, sem er aðferðafræði sem hún hefur þróað með samstarfsfólki sínu í Bretlandi. Jórunn Elídóttir ætti að vera félagsmönnum kunn, en hún hefur verið viðloðandi fræðslustarf félagsins lengi. Hún f
Lesa meira

Skólaaðlögun ættleiddra barna

Skólaaðlögun ættleiddra barna
Næsta fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar verður Laugardaginn 5.maí klukkan 10.30 - 12.00. Þá mun Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir grunnskólakennari, með MA í sérkennslu halda erindi sem heitir "Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra á fyrstu árum skólagöngunnar." Erindið verður haldið í húsnæði Orange í Lágmúla 4-6, 108 Reykjavík. Erindi þetta ætti að höfða til flestra, ef ekki allra félagsmanna þar sem að annað hvort á fólk barn á skólaaldri eða mun eignast barn á skólaaldri. VIð minnum einnig á að erindi okkar eru öllum opin og fólki er velkomið að benda skólum/kennurum barna sinna á þetta erindi. Sem áður er erindið frítt fyrir félagsmenn, fyrir aðra kostar 1000 krónur. * Unnið er að því að finna lausn á því að senda erindið út á netinu, takist það verður send tilkynning þess efnis og boðið upp á skráningu. Sem stendur er aðeins skráning fyrir þá sem komast á staðinn.
Lesa meira

hun.is - Þegar ég vann í lottóinu… tvisvar

hun.is - Þegar ég vann í lottóinu… tvisvar
Ég á 2 börn, 10 ára gamla dóttur og son sem er 7 ára. Ég hef samt ekki alltaf verið mamma þeirra, þ.e.a.s. ég varð ekki mamma þeirra við fæðingu þeirra. Börnin mín eru bæði ættleidd, dóttirin frá Indlandi og sonurinn frá Tékklandi. Ég varð mamma dóttur minnar mánuði áður en hún varð 1 árs. Þá fengum við langþráða símtalið, símtalið sem sagði okkur að það væri lítil stelpa á Indlandi, og hvort að við vildum fá heilsufarsupplýsingarnar um hana áður en við ákveddum okkur. Við sögðum já en í hjarta mínu vissi ég að þetta væri það, þetta væri stundin. Við lásum yfir skýrsluna frá lækninum (grátandi), föðmuðum hvort annað og grétum aðeins meira. Tengingin, þessi ótrúlega sterka tenging, kom strax þetta kvöld, og þó að það hafi liðið nokkrir dagar frá símtalinu og þangað til að við fengum að sjá mynd að þá var hún samt orðin dóttir mín, og ég var orðin mamma, ég var loksins orðin mamma.
Lesa meira

Lokað vegna jarðarfarar

Skrifstofa félagsins verður lokuð eftir hádegi föstudaginn 13. apríl vegna jarðarfarar Erlu Hallgrímsdóttur.
Lesa meira

Fjölskyldumorgun

Fjölskyldumorgnar Íslenskrar ættleiðingar eru haldnir annan hvern fimmtudag frá kl. 10:00 til 12:00 í húsakynnum félagsins að Skipholti 50 b, 2.hæð. Þessi litla stund er á margan hátt mikilvæg. Mikilvægur vettvangur fyrir foreldra og börn þeirra að hittast og njóta samvistar við hvert annað. Ekki síður er mikilvægt fyrir foreldrana að sjá börn hvors annars vaxa, þroskast og dafna. Auk þess gefst kjörið tækifæri að bera saman reynslu sína og gefa og þiggja ráð. Fyrir börnin er þetta mikilvæg stund að fá tækifæri til að hittast, kynnast og leika sér saman. Starfsfólk skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar, Kristinn, Ragnheiður, Rut og Lárus eru á staðnum til skrafs og ráðagerða. Ekki má gleyma mikilvægi þess fyrir starfsfólkið að fá að hitta ykkur foreldrana ásamt börnunum og fá að fylgjast með þeim. Algjör forréttindi. Við hvetjum foreldra að koma með börnin á fjölskyldumorgna félagsins.
Lesa meira

Ruv.is - Samfélagið

Ruv.is - Samfélagið
Samfélagið - Ættleiðingar á Íslandi. Elísabet Hrund Salvarsdóttir, formaður íslenskrar ættleiðingar: fjörutíu ára afmæli félagsins, breytingar á starfseminu, áskoranir og framtíð.
Lesa meira

Mannlíf - Vantar fleiri eggjagjafa og ættleiðing ekki alltaf kostur

Mannlíf kynnti sér þá möguleika sem í boði eru fyrir þá sem greinast með krabbamein en vilja samt eignast börn eftir að meðferð lýkur, í tengslum við viðtöl við parið Láru og Kristleifannars vegar og hjónin Ástrósu og Bjarka hins vegar. Meiri áhersla lögð á að fyrirbyggja ófrjósemi en fyrir 20 árum Ásgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum, segir að það sé afar mismunandi hvaða áhrif krabbameinsmeðferð hefur á frjósemi þeirra sem greinast og að þar spili margir þættir inn í. „Það er mjög mismunandi eftir því hvaða lyf eru notuð og í hvaða skömmtum og einnig tímalengd meðferðarinnar. Þetta eru allt óháðir áhættuþættir. Eftir því sem að þú færð lengri meðferð, því meiri er áhættan. Svo eru sum krabbameinslyf sem eru meira eiturvirk fyrir kynkirtlana, það er eistu og eggjastokka. Samsetning krabbameinslyfjanna hefur líka áhrif og þeir sem fara til dæmis í það sem er kallað háskammtameðferð eru í mikilli áhættu á langtímaófrjósemi. Aldur spilar einnig inn í og til dæmis ef konur sem komnar eru yfir fertugt fara í gegnum lyfjameðferð eru meiri líkur en minni á að þær fari inn í tíðahvörf í framhaldinu,“ segir hún og bætir við:
Lesa meira

visir.is - Ættleidd börn verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu

visir.is - Ættleidd börn verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu
Ættleidd börn fá frekar aðskilnaðarkvíða en önnur börn og verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu, en einnig á fullorðinsárum þegar þau fara út að skemmta sér. Þetta kemur meðal annars fram í rannsókn um líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga. Efla þarf fræðslu í samfélaginu, segir rannsakandinn, sem sjálf er ættleidd frá Indlandi. Íslensk ættleiðing fagnar fjörutíu ára afmæli um þessar mundir og hélt af því tilefni málþing í dag. Þar kynnti Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, rannsókn sína á líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga en hún er sjálf ættleidd frá Indlandi.
Lesa meira

mbl.is - Rýna í líðan full­orðinna ætt­leiddra

mbl.is - Rýna í líðan full­orðinna ætt­leiddra
Vís­bend­ing­ar eru um að full­orðnir ætt­leidd­ir á Íslandi eru frek­ar með aðskilnaðarkvíða og eru óör­ugg­ari í nán­um sam­bönd­um en þeir sem ekki eru ætt­leidd­ir. Þetta kem­ur fram í rann­sókn­ar Hild­ar Óskar Gunn­laugs­dótt­ur, meist­ara­nema í klín­ískri sál­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, á líðan full­orðinna ætt­leiddra á Íslandi. Hild­ur kynnti rann­sókn­ina á 40 ára af­mæl­is­málþingi Íslenskr­ar ætt­leiðing­ar sem haldið var í dag. Rann­sókn­in er viðamik­il og er hluti af meist­ara­rit­gerð henn­ar sem snýr að líðan og til­finn­inga­tengsl­um upp­kom­inna ætt­leiddra. Hild­ur bend­ir á að enn eigi eft­ir að vinna frek­ar úr rann­sókn­inni og skoða fjöl­marga þætti henn­ar. Rann­sókn­in er unn­in í sam­vinnu við Íslenska ætt­leiðingu og bygg­ist á þátt­töku upp­kom­inna ætt­leiddra ein­stak­linga.
Lesa meira

40 ára afmælis málþing, á morgun 16.mars

40 ára afmælis málþing, á morgun 16.mars
Á morgun, 16.mars verður haldið 40 ára afmælis málþing Íslenskrar ættleiðingar á Hótel Natura frá kl 12.30 til kl 17.00. Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig og hvetjum við alla til þess að gera það. Virkilega áhugaverð erindi og fyrirlesarar og ráðstefnugjald er einungis 2.900 kr.
Lesa meira

Fjölskyldumorgun

Fjölskyldumorgnar Íslenskrar ættleiðingar eru haldnir annan hvern fimmtudag frá kl. 10:00 til 12:00 í húsakynnum félagsins að Skipholti 50 b, 2.hæð. Þessi litla stund er á margan hátt mikilvæg. Mikilvægur vettvangur fyrir foreldra og börn þeirra að hittast og njóta samvistar við hvert annað. Ekki síður er mikilvægt fyrir foreldrana að sjá börn hvors annars vaxa, þroskast og dafna. Auk þess gefst kjörið tækifæri að bera saman reynslu sína og gefa og þiggja ráð. Fyrir börnin er þetta mikilvæg stund að fá tækifæri til að hittast, kynnast og leika sér saman. Starfsfólk skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar, Kristinn, Ragnheiður, Rut og Lárus eru á staðnum til skrafs og ráðagerða. Ekki má gleyma mikilvægi þess fyrir starfsfólkið að fá að hitta ykkur foreldrana ásamt börnunum og fá að fylgjast með þeim. Algjör forréttindi. Við hvetjum foreldra að koma með börnin á fjölskyldumorgna félagsins.
Lesa meira

Aðalfundur 2018

Aðalfundur 2018
Íslensk ættleiðing minnir á aðalfund félagsins í kvöld kl. 20:00 á Hótel Hilton. Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins eftirfarandi. 1. Skýrsla stjórnar Formaður Íslenskrar ættleiðingar, Elísabet Hrund Salvarsdóttir flytur skýrslu um síðastliðið starfsár. 2. Ársreikningur 2017 Ársreikningur síðastliðins árs lagður fram. Farið yfir helstu kennitölur í ársreikningnum og hann borinn upp til samþykktar. 3. Kjör stjórnar Að þessu sinni eru þrjú sæti til stjórnar félagsins laus. Fjórir frambjóðendur hafa gefið kost á sér og þarf því að kjósa á milli þeirra. Frambjóðendur voru kynntir í síðasta fréttabréfi og er hægt að skoða kynninguna hér. Þeir sem hafa ekki tök á að koma á aðalfundinn geta gefið umboð til að koma atkvæði sínu til skila á fundinum. Umboð er hægt að nálgast hér. 4. Ákvörðun árgjalds Aðalfundur leggur til upphæð árgjalds og lagt fram til samþykktar. 5. Lagabreytingar Breytingar á samþykktum þarf að skila inn fyrir 31.01. Engin breyting var lögð fram að þessu sinni. 6. Önnur mál.
Lesa meira

Kynning á frambjóðendum í stjórn Íslenskrar ættleiðingar

Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 6. mars kl. 20:00 á Hótel Hilton. Á fundinum mun Elísabet Hrund Salvarsdóttir formaður félagsins fara yfir það helsta sem hefur drifið á daga félagsins á síðasta ári. Undanfarin ár hefur verið sjálfkjörið í stjórn félagsins og því ekki þurft að kjósa á milli frambjóðenda. Nú eru þrjú sæti til kjörs í stjórn félagsins og frambjóðendurnir fjórir. Það mun því þurfa að kjósa á milli frambjóðenda sem bjóða sig fram að þessu sinni.
Lesa meira

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
Íslensk ættleiðing hefur um árabil verið eitt af þeim félögum sem hægt hefur verið að heita á í Reykjavíkurmaraþoni. Félagið var fyrst skráð árið 2010 og hefur verið með á hverju ári síðan. Fjölmargir hlauparar hafa lagt á sig að hlaupa til styrktar félaginu á þessum árum, og margir oftar en einu sinni. Samtals eru hlaupararnir 76, og sá sem oftast hefur hlaupið farið 6 sinnum 10 kílómetra. Hlaupararnir hafa safnað samtals nálægt tveimur milljónum á þessum árum. Síðustu ár hefur upphæðin sem safnast runnið í barna- og unglingastarf félagsins. Íslensk ættleiðing hefur skráð sig á nýjan leik og eru nú þegar 8 hlauparar búnir að taka ákvörðun um að hlaupa til styrktar félaginu í ár. Að þessu sinni verður Reykjavíkurmaraþon haldið 18. ágúst, það er því nægur tími til að koma sér í gott hlaupaform og hlaupa fyrir félagið sitt. https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/485/islensk-aettleiding
Lesa meira

Fyrsti sólargeisli ársins

Fyrsti sólargeisli ársins
Það fjölgar enn í hópi þeirra barna sem ættleidd eru frá Tékklandi til Íslands, en nú í febrúar kom fyrsta barn ársins til landsins með fjölskyldu sinni. Nú hafa 36 börn verið ættleidd frá Tékklandi frá árinu 2007, en þá kom fyrsta barnið þaðan. Næstu börn komu árið 2010, en þá voru ættleidd þaðan 2 börn. Sömu sögu er að segja frá árunum 2011 og 2012, þ.e. þá voru ættleidd 2 börn hvort ár. Árið 2013 voru svo ættleidd þaðan 4 börn og 5 börn árið 2014. Mikil aukning var árið 2015, en það ár ættleiddu tvær fjölskyldur þriggja systkina hópa. Samtals voru börnin 12 það árið. Árið 2016 voru svo 3 börn ættleidd frá Tékklandi og á síðasta ári voru þau 4. Íslensk ættleiðing býður þau hjartanlega velkomin til Íslands og hlakkar til að þjónusta fjölskylduna í framtíðinni.
Lesa meira

Therapeutic Parenting in Real life

Therapeutic Parenting in Real life
Einstakt tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara Íslensk ættleiðing býður upp á afar fróðlegt og hagnýtt námskeið laugardaginn 17. mars næstkomandi sem ég mun svo sannarlega ekki láta fram hjá mér fara. Námskeiðið ber yfirskriftina Therapeutic Parenting in Real Life og kennari er Sarah Naish, félagsráðgjafi í Bretlandi og foreldri fimm ættleiddra barna. Hún hefur lengi starfað að málefnum ættleiddra barna og fósturbarna sem ráðgjafi auk persónulegrar reynslu hennar. Hún er einn helst sérfræðingur Breta í þessum málaflokki og rekur nú sitt eigið ráðgjafarfyrirtæki. Bæði hún sjálf og fyrirtæki hennar hafa hlotið fjölda verðlauna fyrir vönduð störf sín.
Lesa meira

40 ára afmælismálþing Íslenskrar ættleiðingar

40 ára afmælismálþing Íslenskrar ættleiðingar
Þann 16. mars mun félagið halda uppá 40 ára afmæli sitt með metnaðarfullu málþingi. Margir áhugaverðir fyrirlestar verða á málþinginu og hefur fagfólk í málaflokknum tekið vel við sér og mun fjölmenna á málþingið. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson mun heiðra félagið með opnunarávarpi ráðstefnunnar. Í kjölfar forsetans mun formaður félagsins segja frá því helsta sem hefur gerst í 40 ára sögu Íslenskrar ættleiðingar, en þar hefur margt gott fólk komið við sögu. Aðalfyrirlesarinn, Sarah Naish mun svo taka við keflinu og verja klukkustund í að segja málþingsgestum frá aðferðum sem hún hefur þróað í samvinnu við samstarfsfólk sitt í vinnu með börnum sem glíma við tengslavanda og foreldrum þeirra. Eftir kaffihlé mun Jórunn Elídóttir velta vöngum um hvers vegna ímyndunaraflið skipti ættleidd börn máli. Jórunn ætti að vera félagsmönnum vel kunn, en hún hefur ritað greinar fyrir félagið og komið fram á fræðslufundum Íslenskrar ættleiðingar. Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir verður með síðasta erindi málþingsins, en hún hefur verið að rannsaka líðan fullorðinna ættleiddra í meistararitgerð sinni í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Hildur Ósk hefur mikla innsýn inní reynsluheim ættleiddra, þar sem hún er sjálf ættleidd frá Indlandi. Boðið verður uppá hringborðsumræður að erindunum loknum. Til þess að ljúka ráðstefnunni mun Kristín Ósk Wium Hjartardóttir ásamt börnum sínum flytja nokkur lög og ættu því allir að geta liðið inn í helgina orkumiklir og fullir innblæstri. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, tvöfaldur Edduverðlaunahafi stýrir málþinginu
Lesa meira

Ævinlega, flýgur rétta leið...

Ævinlega, flýgur rétta leið...
Nú um mánaðamótin lét Lárus H. Blöndal af störfum hjá Íslenskri ættleiðingu, en hann hefur starfað hjá okkur frá árinu 2013. Lárus hefur að eigin ósk verið að draga smátt og smátt úr vinnu síðastliðin misseri og er hann að draga saman seglin sökum aldurs. Lárus hefur verið burðarásin í uppbyggingu fræðslu og ráðgjafar hjá félaginu, en fræðsla og þjónusta við ættleidda og fjölskyldur þeirra hefur verið í brennidepli lengi. Lárus hefur haft aðkomu að Íslenskri ættleiðingu lengi, en hann var ásamt eiginkonu sinni hluti að þeim hópi sem kom að stofnun félagsins fyrir 40 árum síðan. Þó að Lárus hætti að mæta til vinnu hjá félaginu er ekki þar með sagt að hann sé hættur afskiptum af starfi félagsins, en hann mun halda áfram að handleiða starfsfólk félagsins. Rut Sigurðardóttir mun nú taka við þeim verkefnum sem snúa að fræðslu og ráðgjöf. Íslensk ættleiðing þakkar Lárusi fyrir ánægjulegt samstarf, með ósk um að hann njóti þeirra tíma sem eru framundan.
Lesa meira

Leitin heldur áfram

Leitin heldur áfram
Þó að sýningum á "Leitin að upprunanum" sé lokið er leit af líffræðilegum foreldrum hvergi lokið. Nú um þessar mundir hefur kraftaverkakonan Arný Aurangsasri Hinriksson, betur þekkt sem Auri verið á Sri Lanka að kanna uppruna nokkurra sem eru ættleiddir þaðan. Auri hefur nú þegar fundið þrjár fjölskyldur í þessari atrennu, en leitin heldur áfram. Von er á Auri til Íslands í vor og mun félagið þá bjóða uppá fund með henni og þeim sem eru ættleiddir frá Sri lanka. Meira um það síðar.
Lesa meira

Similar or different?

Similar or different?
Febrúar fyrirlestur félagsins var í höndum norska talmeinafræðingsins Anne-Lise Rygvold, en hún fjallaði um rannsóknir sínar á málþroska ættleiddra barna. Ekki er hægt að segja að félagsmenn hafi fjölmennt, en þeir sem komu fengu kraftmikinn og faglegan fyrirlestur, enda Anne-Lise virtur fræðimaður í sínu heimalandi. Það var ánægjulegt að sjá að nokkrir talmeinafræðingar nýttu sér þennan áhugaverða fyrirlestur til að fá frekari þekkingu til að styðja við hópinn okkar í framtíðinni. Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér metnaðarfulla fræðsluáætlun Íslenskrar ættleiðingar, sérstaklega þeir sem eru að taka fyrstu skrefin í ferlinu, því tíminn til að undirbúa sig er núna!
Lesa meira

Fjölskyldumorgun

Fjölskyldumorgnar Íslenskrar ættleiðingar eru haldnir annan hvern fimmtudag frá kl. 10:00 til 12:00 í húsakynnum félagsins að Skipholti 50 b, 2.hæð. Þessi litla stund er á margan hátt mikilvæg. Mikilvægur vettvangur fyrir foreldra og börn þeirra að hittast og njóta samvistar við hvert annað. Ekki síður er mikilvægt fyrir foreldrana að sjá börn hvors annars vaxa, þroskast og dafna. Auk þess gefst kjörið tækifæri að bera saman reynslu sína og gefa og þiggja ráð. Fyrir börnin er þetta mikilvæg stund að fá tækifæri til að hittast, kynnast og leika sér saman. Starfsfólk skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar, Kristinn, Ragnheiður, Rut og Lárus eru á staðnum til skrafs og ráðagerða. Ekki má gleyma mikilvægi þess fyrir starfsfólkið að fá að hitta ykkur foreldrana ásamt börnunum og fá að fylgjast með þeim. Algjör forréttindi. Við hvetjum foreldra að koma með börnin á fjölskyldumorgna félagsins.
Lesa meira

Therapeutic Parenting in Real Life

Therapeutic Parenting in Real Life
Í kjölfar málþings Íslenskrar ættleiðingar býður félagið uppá námskeiðið Therapeutic Parenting in Real life sem Sarah Naish kennir. Námskeiðið er jafnt fyrir foreldra ættleiddra barna, fósturforeldra og fagfólk í starfi með börnum. Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn inní hvernig aðferðir sem notaðar eru í faglegu starfi með börnum geta hjálpað við uppeldi ættleiddra barna. Hvernig þær eru notaðar í samskiptum foreldra og barna með tengslavanda vegna áfalla í bernsku og hvernig aðferðirnar bæta samskipti, samkennd og skilning. Sarah Naish hefur starfað sem félagsráðgjafi í tæp 30 ár og hefur mikla reynslu af ráðgjöf, þjálfun og uppeldi. Hún hefur ættleitt 5
Lesa meira

40. ára afmælismálþing Íslenskrar ættleiðingar

40. ára afmælismálþing Íslenskrar ættleiðingar
Í tilefni af 40 ára afmæli Íslenskrar ættleiðingar stendur félagið fyrir málþingi föstudaginn 16. mars n.k. á Hótel Natura. Á málþinginu koma fram, fagfólk, fræðimenn og fólk sem hefur notið þjónustu félagsins með einum eða öðrum hætti, sem umsækjendur, foreldrar og ættleiddir.
Lesa meira

Pressan.is - Eva Dögg hefur misst fóstur þrisvar sinnum – Talar opinskátt um ættleiðingar

Pressan.is - Eva Dögg hefur misst fóstur þrisvar sinnum – Talar opinskátt um ættleiðingar
Eva Dögg Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar hafa reynt að eignast barn í sex ár án árangurs. Eva hefur þrisvar sinnum orðið ólétt en hefur í öll skiptin misst fóstur og hefur það tekið gríðarlega á þau. Einn fallegan morgun árið 2015 vaknaði Eva og varð ljóst að hana langaði til þess að ættleiða barn og eru þau hjónin í því ferli núna.
Lesa meira

Fjölskyldumorgun

Fjölskyldumorgnar Íslenskrar ættleiðingar eru haldnir annan hvern fimmtudag frá kl. 10:00 til 12:00 í húsakynnum félagsins að Skipholti 50 b, 2.hæð. Þessi litla stund er á margan hátt mikilvæg. Mikilvægur vettvangur fyrir foreldra og börn þeirra að hittast og njóta samvistar við hvert annað. Ekki síður er mikilvægt fyrir foreldrana að sjá börn hvors annars vaxa, þroskast og dafna. Auk þess gefst kjörið tækifæri að bera saman reynslu sína og gefa og þiggja ráð. Fyrir börnin er þetta mikilvæg stund að fá tækifæri til að hittast, kynnast og leika sér saman. Starfsfólk skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar, Kristinn, Ragnheiður, Rut og Lárus eru á staðnum til skrafs og ráðagerða. Ekki má gleyma mikilvægi þess fyrir starfsfólkið að fá að hitta ykkur foreldrana ásamt börnunum og fá að fylgjast með þeim. Algjör forréttindi. Við hvetjum foreldra að koma með börnin á fjölskyldumorgna félagsins.
Lesa meira

Aðalfundarboð 6.mars 2018

Aðalfundarboð 6.mars 2018
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar sem haldinn verður á Hótel Hilton, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, þriðjudaginn 6. mars 2018, kl. 20:00. Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar. 3. Kjör stjórnar. 4. Ákvörðun árgjalds. 5. Lagabreytingar. 6. Önnur mál. Um stjórnarkjör: Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta. Um lagabreytingar: Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins skulu berast stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 31. janúar ár hvert og skulu þær tilgreindar í fundarboði. Engar tillögur um breytingar á samþykktum bárust að þessu sinni. Vakin er athygli á að framboðsfrestur til stjórnarkjörs er samkvæmt samþykktum félagsins til klukkan 20:00 þann 20. febrúar og skal senda framboð til félagsins á netfangið isadopt@isadopt.is Úr samþykktum Íslenskrar ættleiðingar 7. grein Aðalfundur Aðalfundur skal haldinn fyrir marslok ár hvert. Skal hann boðaður bréflega eða með öðrum sannanlegum hætti með minnst þriggja vikna fyrirvara. Til aukaaðalfundar skal boða með sama fyrirkomulagi og til aðalfundar samkvæmt 7. mgr. Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál: Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins skal lagður fram til samþykktar. Kjör stjórnar. Ákvörðun árgjalds. Breytingar á samþykktum félagsins. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Breytingar á stjórn félagsins skal tilkynna dómsmálaráðuneytinu áður en 14 dagar eru liðnir. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins skulu berast stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 31. janúar ár hvert og skulu þær tilgreindar í fundarboði. Framboð til stjórnarkjörs skulu berast skriflega til skrifstofu félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund.
Lesa meira

40 ára afmæli Íslenskrar ættleiðingar

40 ára afmæli Íslenskrar ættleiðingar
15.janúar 1978 var stofnfundur félagsins haldinn í Norræna húsinu. Félagið hlaut nafnið Ísland – Kórea og var síðan sameinað félaginu Ísland – Guatemala og hlaut hið sameinaða félag nafnið Íslensk ættleiðing árið 1983. Árið 2010 var félagið svo sameinað Aðþjóðlegri ættleiðingu. Á þessum 40 árum síðan félagið var stofnað hefur margt breyst. Í upphafi byggðist allt starf Íslenskrar ættleiðingar upp á sjálfboðavinnu félagsmanna og annarra velunnara, ekki var skrifstofa og flestir stjórnarfundir voru haldnir heima hjá stjórnarmönnum. Vendipunktur varð í starfi félagsins þegar skrifstofa var opnuð árið 1988, en þegar hafið var samstarf við Indland var eitt af skilyrðum þeirra að félagið væri með skrifstofu. Mikil hluti starfsins hélt þó áfram að vera í sjálfboðavinnu, t.d. fræðsla og stjórnarstörf. Árið 1993 kom svo jákvætt svar frá Fjárlaganefnd Alþingis um að félagið fengi árlegan styrk frá hinu opinbera en fyrir það hafði eina tekjulind félagsins verið félagsgjöld. Miklar breytingar urðu í heimi ættleiðingarmála á þessum árum. Árið 1993 var gerður Haag samningurinn um vernd barna og ættleiðingar á milli landa en Ísland gat ekki gerst aðili að þeim samningi fyrr en ný ættleiðingarlög komu árið 2000. Með aðild að samningnum er tryggð samvinna aðildarríkjanna um ættleiðingar barna. Sama ár, 1993, kemur Íslensk ættleiðing að stofnun Euradopt – regnhlífarsamtök ættleiðingarfélaga í Evrópu. Og tveimur árum síðar gengur félagið í samtök norrænna ættleiðingarfélaga NAC. Það hefur verið og er mjög mikilvægt fyrir lítið félag eins og okkar að komast í samstarf við önnur félög til að efla allt starf. Kjörforeldrar áttu ekki rétt á fæðingarorlofi áður en frumvarp um það var samþykkt á Alþingi 1995. 2006 kemur Ættleiðingarstyrkur en fram að því töldu stjórnvöld að sá styrkur sem félagið sjálft fékk væri nóg, ekki þyrfti sérstaklega að styrkja kjörforeldra. Eins og í öllum félögum hafa skapast deilur, komið fram ólíkar hugmyndir sem ekki allir voru kannski sáttir við á sínum tíma, en ég held að við getum öll verið sammála því að sú þróun sem átt hefur sér stað innan félagsins sé mjög jákvæð. Í desember 2013 var undirritaður þjónustusamningur milli Innanríkisráðuneytis og Íslenskrar ættleiðingar. Baráttan sem átt hafði sér stað á árunum á undan hafði skilað sér að hluta. Samningurinn tryggði fjármögnun félagsins til 2 ára og gjörbreyti aðstöðu þess til að sinna þeim verkum sem því er ætlað skv. lögum og reglugerðum. Þessi samningur og framlög til félagsins úr fjárlögum mörkuðu tímamót í sögu ættleiðinga, vöktu og vekja athygli erlendis því með þessu eru fjármögnun og gæði ættleiðingarstarfsins ekki lengur háð fjölda ættleiðinga. Hið Íslenska módel er orðið vel þekkt, þjónustusamningurinn við ráðuneytið sem tryggir rekstur félagsins þannig að fræðsla, ráðgjöf, stuðningur og þjónusta er tryggð. Um síðustu áramót var komið að endurnýjun á þjónustusamningnum. Teljum við að margt í samningnum þurfa að laga að breyttu umhverfi og erum enn þeirrar skoðunar að það fjármagn sem félagið fær vegna hans, nægi ekki til að sinna öllum lögboðnum verkefnum. En eins og við vitum öll hafa miklar breytingar átt sér stað í íslenskum stjórnmálum síðasta árið og munu næstu mánuðir vera nýttir til að kynna þeim aðilum sem koma nýir að, málaflokkinn. Starf og þjónusta félagsins miðar að því að sinna félagsmönnum eins vel og kostur er enda eru þeir félagið. Eitt af markmiðum Íslenskrar ættleiðingar er að tryggja góða faglega þjónustu. Nú starfa bæði sálfræðingur og félagsráðgjafi ásamt starfsmanni skrifstofu og framkvæmdarstjóra. það mikil breyting frá 1988 þegar einn starfsmaður var í hlutastarfi. Uppbygging á fræðslustarf hefur verið í mikilli endurskoðun síðustu mánuði, farið hefur verið af stað með Barna – og unglingastarf aftur, auk þess sem fræðsla til væntanlegra kjörforeldra verður efld. Félagið þarf að vera tilbúið að taka þátt í þeirri þróun sem á sér stað hverju sinni og leita að nýjum leiðum til að aðstoða og fræða félagsmenn. Í viðræðum okkar við ráðuneytið í tengslum við endurskoðun á þjónustusamningnum hefur komið fram að ráðuneytið telji mikilvægt að félagið haldi áfram að leggja áherslu á að veita félagsmönnum víðtæka ráðgjöf og þjónustu eftir ættleiðingu, þar sem sá stuðningur er gríðarlega mikilvægur þáttur í ættleiðingarferlinu. Í gæðahandbók Haag-stofnunarinnar er meðal annars vísað til þess að ættleiðing sé ekki einn einstakur atburður sem lýkur eftir að ættleiðing fer fram heldur er um lífslangt ferli einstaklings að ræða. Og lýsir þetta vel stöðu ættleiðingarmála í dag, ættleiðingum fer fækkandi og biðin er orðin lengri. Þessar breytingar eru ekki bara að eiga sér stað hjá okkur heldur í öllum heiminum. Rúmlega 1.000 börn hafa verið ættleidd til landsins, þó ekki öll í gegnum félagið, og á síðustu árum hafa ættleiðingar verið um 6 á ári. Áherslan hefur færst mun meira frá því að sjá um milligöngu um ættleiðingu yfir í meiri kröfur um fræðslu og stuðning til bæði væntanlegra foreldra á meðan biðin er, þegar heim er komið og einnig eftir því sem árin líða frá ættleiðingunni. Fleiri eru farnir að huga að því hvaða áhrif ættleiðingin getur hafa haft og aðrir eru farnir að huga að uppruna sínum og vilja leggja í þá vegferð að leita uppruna síns og þessir aðilar þurfa aðstoð félagsins. Og Íslensk ættleiðing þarf tækifæri og fjármagn til að mæta því. Frá því að ég kom að félaginu fyrir 7 árum hefur mikil þróun átt sér stað, sérstaklega er viðkemur allri fræðslu og fjárhagslegum stöðugleika félagsins. En félagið er ekkert án félagsmanna sinna og hefur síðustu ár dregið úr þátttöku þeirra í starfi félagsins, ég vona að félagsmenn fari að nýta sér alla þá fræðslu sem þeim stendur til boða og það góða starfsfólk sem við höfum aðgang að. Ég vil fyrir hönd félagsins þakka öllum þeim sem hafa komið að þeirri þróun sem átt hefur sér stað frá því að félagið var stofnað fyrir 40 árum síðan. Elísabet Hrund Salvarsdóttir, formaður Íslenskrar ættleiðingar
Lesa meira

Sagan okkar, eftir Olgu Elenoru Marcher Egonsdóttur

Sagan okkar, eftir Olgu Elenoru Marcher Egonsdóttur
Daginn eftir 38 ára afmælisdaginn minn gekk ég til fundar við Íslenska Ættleiðingu til að athuga hvaða möguleika ég hefði, þessi fundur markaði upphafið af mínu ættleiðingaferli. Þetta var í nóvember 2010. Sex árum eftir fundinn, eftir að hafa verið búin að ganga í gegnum allt ferlið hjá sýslumanni, verið samþykkt á biðlista í Togo, endurnýjun á forsamþykki og óendanlega bið, var ekkert að frétta. Ég var við það að gefa upp alla von og sömuleiðis fólkið í kringum mig. Einn góðan sunnudag í janúar 2017 vaknaði ég upp af værum svefni svolítið rykug eftir Þorrablót. Síminn hringdi og það eina sem ég fékk að vita var að þetta væri símtalið sem ég hefði beðið eftir í allan þennan tíma. Hugsanirnar og tilfinningarnar sem streymdu á þessum örfáu mínútum sem tók að keyra uppí Skipholt verður seint toppað. Litla stelpan mín hún Emilía Audrey var orðin mín og það var var aldrei neinn vafi á því, ég held að við báðar höfum verið að bíða eftir rétta tímanum. Eftir að ég sendi bréf út varðandi það að ég vildi ættleiða hana þurfti málið að fara í gegnum dómskerfið í Togo. Vanalega hefur þetta ferli tekið um 6-7 mánuði og ég átti því ekki von á því að fara út fyrr en í fyrsta lagi í júlí. Ég var nokkuð róleg framanaf, fannst ég hafa allan tímann í heiminum til að undirbúa komu hennar. En einn dag í byrjun maí 2017 fékk ég að vita að ég mætti koma og sækja hana. Ég var í vinnunni og fékk vægt taugaáfall, andaði ótt og títt, gekk í hringi og talaði bara tóma vitleysu. Þegar ég var búin að átta mig aðeins betur á þessu öllu saman vaknaði verkefnastjórinn í mér og allt fór á flug. Það þurfti að panta flug, fá vegabréfsáritun, bóka hótel, finna bílsstjóra, losna úr vinnunni, pakka og svona mætti lengi telja. Ég setti upp Kanban borð í vinnuherberginu heima og post-it miðarnir flæddu um allt. Blessunarlega naut ég aðstoðar fjölskyldu og vina bæði áður en ég fór út og á meðan ég var úti. Þrjár vinnu og skemmtiferðir voru planaðar þetta sumar erlendis og var öllum flugmiðum hent nema einum. Ég ákvað að fara með vinkonunum í húsmæðraorlof um Hvítasunnuhelgina og halda svo áfram til Parísar en þaðan flaug ég til Togo. Það var kærkomið að kúpla sig frá öllu og fá aðeins „frí“. Mamma fór með mér til Togo og það voru því gríðarlega spenntar mæðgur sem hittust á Charles de Gaulle eldsnemma að morgni Hvítasunnudags 4. júní, tilbúnar fyrir ævintýrin framundan. Flugið til Lome tók bara um átta tíma með millilendingu í Niger og við lentum í Lome höfuðborg Togo um kvöldmatarleytið. Theo starfsmaður íslenskrar ættleiðingar og Fabrice bílstjórinn okkar tóku á móti okkur á flugvellinum og keyrðu okkur uppá hótel. Við dvöldum á Hótel Residence Madiba sem var um 30 mínútur fyrir utan borgina. Þarna var notalegur garður, flott sundlaug og strönd. Við leigðum lítinn bungalow með verönd þar sem við gátum horft út á hafið. Eftirvæntingin þegar við vöknuðum daginn eftir var ólýsanleg. Hinsvegar, þegar við komum uppá skrifstofu ættleiðingarnefndarinnar var okkur tjáð að afþví að það væri annar í Hvítasunnu þá fengjum við ekki að hitta Emilíu Audrey fyrr en daginn eftir. Þvílík vonbrigði. Ljósi punkturinn var þó að frænka mín flaug til okkar frá Sierra Leoni til að vera okkur til halds og trausts fyrstu dagana. Skt. Claire barnaheimilið sem Emilía Audrey bjó á er inní Lome. Barnaheimilið er rekið af kaþólskum nunnum og er klaustur þarna við. Aðkoman að barnaheimilinu er vinaleg þetta eru lágreistar byggingar, ljósgular að lit og það eru trjágöng upp að aðalhúsinu til að veita skugga. Fyrir framan húsið er leiksvæði fyrir krakkana með allskonar tækjum. Á barnaheimilinu eru 3 deildir með rúmlega 60 börnum og er markmiðið að þau verði öll ættleidd. Emilía Audrey var á elstu deildinni. Við fengum að koma á barnaheimilið þriðjudaginn eftir Hvítasunnu. Þegar við komum var okkur vísað inná skrifstofu og þar var byrjaði að ræða málin, hvernig aðlögunin færi fram og svo framleiðis. Ég átti svo von á því að við færum í annað herbergi til að hitta Emilíu Audrey. En allt í einu birtist lítil stelpa í screen-hurðinni, hún var í ljósbleikum kjól, með stýri í hárinu. Á þessu augnabliki missti hjartað úr nokkur slög. Þegar hurðin opnaðist hljóp hún beint í fangið á mér og hélt svo fast um hálsinn, eins og hún ætlaði aldrei að sleppa. Það var ekki þurrt auga á skrifstofunni. Emilía Audrey kúrði fast í hálsakotinu hjá mér þangað til henni voru boðnar rúsínur, þá fyrst fékk ég að sjá almennilega framan í hana. Eftir smá tíma fengu svo amma og frænka að knúsa hana líka. Nunnurnar sögðu mér seinna að hún hefði sýnt lítil viðbrögð þegar þau voru að segja henni að hún ætti mömmu og voru að sýna henni myndir, eftirvæntingin var því mikil að sjá hvernig hún myndi taka mér. Næstu fjóra daga kom ég í daglegar heimsóknir á barnaheimilið og var þar frá því klukkan sjö á morgnana til sex á kvöldin með smá hléi yfir daginn. Lífið á Skt. Claire er í fastmótuðum skorðum og gekk ég inní það til að læra hennar rútínu. Ég gaf henni að borða, klæddi hana og baðaði, setti á koppinn og lék við hana. Við fórum í marga göngutúra um klausturgarðinn að leita að eðlum og fiðrildum og hoppa, en þetta voru fyrstu orðin hennar. Þarna var líka skemmtilegt leikherbergi með fullt af dóti og bókum. Á meðan ég var með Emilíu Audrey voru mamma og frænka að aðstoða á heimilinu. Emilía Audrey tengdist mér strax, ég var alltaf að bíða eftir því að það kæmi bakslag og að hún myndi hafna mér en það kom aldrei. Það var í raun ótrúlegt að hún vildi ekkert hafa með börnin eða starfsfólkið á barnaheimilinu þegar ég var á staðnum, algjörlega hundsaði þau. Á fimmta degi mátti ég svo taka dömuna með mér heim á hótel en þurfti að koma með hana aftur á barnaheimilið klukkan sex. Það að skilja hana eftir er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni. Blessunarlega gekk aðlögunin framar vonum og aðeins viku eftir að við vorum sameinaðar fékk hún að koma alveg til mín, eftir það fórum við bara á barnaheimilið í heimsóknir. Við vorum í Togo í heilan mánuð. Næstu vikurnar fóru því í að kynnast betur og njóta lífsins við sundlaugina. Borða ís og gera annað skemmtilegt. Við heimsóttum barnaheimili í Aneho, heimsóttum saumastofu Tau frá Togo, fórum á leikvelli í borginni, í ísbíltúra og göngutúra. Síðustu 10 dagana kom svo mágkona mín til að aðstoða okkur á lokasprettinum og vera til halds og trausts á heimleiðinni. Undir lok júní voru svo allir pappírar tilbúnir og Emilía Audrey var útskrifuð af barnaheimilinu. Til þess að fagna því slógum við til stórrar veislu. Það var sko fjör þann eftirmiðdag. Öll börnin á deildinni voru mætt og allt starfsfólkið líka. Það var dansað og sungið, það voru blöðrur, borðaðar kökur og drukkið gos. Allir krakkarnir voru svo leystir út með sleikjó. Það var hátíðleg stund þegar við fórum á skrifstofu Claude, Ræðismanns Íslands í Lome til að fá íslenskt vegabréf fyrir dömuna. Daman hafði aldrei áður komið í húsakynni með svona miklu fíneríi sem þurfti að skoða og snerta. Mamman og amman voru því alveg á nálum. Þegar Emilía Audrey var orðin íslenskur ríkisborgari og komin með íslenskt vegabréf var hún í raun orðin „ólögleg“ inní landinum, við þurftum því að sækja um vegabréfsáritun fyrir hana svo við kæmumst út úr landinu. Það tók þrjár heimsóknir til Immigration og nokkra daga. Það hefði ekki mátt tæpara standa, því að aðeins tveimur dögum fyrir brottför vorum við komin með alla pappíra. Heimferðin gekk framar öllum vonum. Emilía Audrey lét eins og hún væri alvanur ferðalangur, settist strax í sætið sitt í flugvélinni og spennti beltin. Þetta var næturflug og hún sofnaði því fljótt og vaknaði ekki fyrr en rétt fyrir lendingu í París. Það var ótrúlegt að fylgjast með þessari litlu stelpu á flugvellinum í París, hún lét sér fátt um finnast og steig í rúllustiga og inní lest eins og ekkert væri sjálfsagðara. Heillaði alla uppúr skónum og vakti athygli hvert sem hún fór. Henni leist nú ekkert á þetta land þegar rokið og rigningin uppá Miðnesheiði skall á andlitið á henni, en hefur tekið það í sátt síðan. Nú eru liðnir sjö mánuðir frá því við komum heim. Allt hefur gengið framar óskum. Emilía Audrey er gríðarlega orkumikill fjörkálfur, hún elskar allan ærslagang og hlær dillandi hlátri. Hún er mjög örugg og sjálfstæð lítil stelpa og er ekkert smeyk við að kanna heiminn án mömmu sinnar. Emilía Audrey byrjaði á Grænuborg í október, fyrst hálfan daginn. Það var ómetanlegt að hafa Theo, starfsmann Íslenskrar Ættleiðingar í Togo, með okkur í þessu ferli. Hann var okkur til halds og trausts og hjálpaði okkur í gegnum allt ferlið. Hann var alltaf til taks og mættur ef það þurfti að þýða fyrir okkur eða redda einhverju hvort sem það var vegabréfsáritun, áletruð terta eða klæðskeri. Í gegnum Theo réðum við svo bílstjórann Fabrice, þvílík stoð og stytta sem hann var. Hann gat sagt okkur svo mikið um Togo á okkar löngu bíltúrum, þekkti alla og allt sem okkur vantaði sá hann til þess að við fengjum.
Lesa meira

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar
Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 6.mars kl. 20:00 á Hótel Hilton.   Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar. 3. Kjör stjórnar. 4. Ákvörðun árgjalds. 5. Lagabreytingar. 6. Önnur mál.   Í samþykktum félagsins segir um stjórnarkjör: Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta.    Engar lagabreytingar verða lagðar fram á fundinum, þar sem engar lagabreytingatillögur bárust fyrir tímamörk. Í samþykktum félagsins segir um lagabreytingar: Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins skulu berast stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 31. janúar ár hvert og skulu þær tilgreindar í fundarboði. Engar tillögur um breytingar á samþykktum bárust að þessu sinni. Í stjórn félagsins nú eru: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, formaður Ari Þór Guðmannsson Dagný Rut Haraldsdóttir Lára Guðmundsdóttir Lísa Björg Lárusdóttir Magali Mouy Sigurður Halldór Jesson Að þessu sinni eru þrjú sæti í stjórn félagsins til kjörs. Dagný Rut Haraldsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu að þessu sinni. Ari Þór og Sigurður Halldór hafa hins vegar ákveðið að gefa kost á sér að nýju.   Vakin er athygli á að framboðsfrestur til stjórnarkjörs er samkvæmt samþykktum félagsins til klukkan 20:00 þann 20. febrúar og skal senda framboð til félagsins á netfangið isadopt@isadopt.is
Lesa meira

Fræðsluerindi framundan

Fræðsluerindi framundan
Íslensk ættleiðing leggur mikið uppúr að fræðslu, ráðgjöf og stuðningi, bæði fyrir og eftir ættleiðingu. Eitt af því sem félagið bíður uppá fyrir félagsmenn og fagfólk er fyrirlestrarröð yfir vetrarmánuðina. Fyrirlestur febrúarmánaðar verður haldinn 8. febrúar klukkan 17.30 og er titill fyrirlestrarins Internationally adopted children’s language and reading mastery. Fyrirlesarinn að þessu sinni er hin norska Anne-Lise Rygvold. Hún fór nýlega á eftirlaun eftir margra ára starf innan sérkennslusviðs Oslóarháskóla, en þar hefur hún stýrt talmeinafræðideild háskólans. Anne-Lise hefur haft mikinn áhuga á ættleiddum börnum og lauk nýverið langtímarannsókn þar sem börn sem ættleidd voru frá öðrum löndum voru borin saman við samanburðarhóp þeirra sem ekki voru ættleiddir. Áhersla rannsóknarinnar var að kanna hvernig tungumálið og lestrarkunnátta þeirra sem ættleiddir eru í þessum samanburði. Skráning hér   16. mars, 13-17 á Hótel Natura Í mars mun félagið standa fyrir afmælismálþingi og bjóða þar uppá metnaðarfulla dagskrá. Aðalfyrirlesari er Sarah Naish, með erindi sem heitir Therapeutic parenting and adoption. Auk Söruh verða fleiri áhugaverð erindi á dagskrá. Nánari upplýsingar munu verða kynntar fljótlega. Sarah er búin að starfa í þrjá áratugi innan málefna ættleiddra ásamt því að vera foreldri fimm ættleiddra barna. Hún hefur því gríðarlega reynslu af málaflokknum, bæði faglega og persónulega. Sarah var valin Kona ársins árið 2014 af samtökum kvenna í atvinnulífinu í Bretlandi. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér frekar störf og bakgrunn Söruh Naish, ættu að smella hér   Í kjölfar afmælismálþings mun félagið standa fyrir námskeiðinu, PACE in real life sem Sarah leiðbeinir á. Námskeiðið er sérstaklega fyrir þá sem hafa ættleitt börn sem glíma við tengslavanda, en gagnast öllum foreldrum ættleiddra barna. Þá hentar námskeiðið foreldrum barna sem eru í langtímafóstri og fagfólki sem starfar í málaflokkunum. Námskeiðið verður haldið laugardaginn 17. mars.    Í fræðsluerindi aprílmánaðar verður kastljósinu beint að skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstöðu þeirra á fyrstu árum skólagöngunnar. Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir grunnskólakennari, MA í sérkennslu er fyrirlesari í þetta skiptið en hún er móðir tveggja ættleiddra barna. Fyrirlesturinn verður haldinn 28. apríl, 11.00 – 12.30.   Að venju verður fókusinn í maí á þau börn sem eru að hefja leik- eða grunnskólagöngu. Foreldrar þeirra barna sem eru að byrja á þessum skólastigum eru sérstaklega boðaðir á þessa fræðslu, en aðrir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir. Fræðslan verður haldin 29. maí.
Lesa meira

Er eitthvað að óttast?

Er eitthvað að óttast?
Í janúar bauð félagið uppá fyrirlestur Björns Hjálmarssonar barna- og unglingageðlæknis, sem nefndist "Er eitthvað að óttast?" þar sem fjallað var um snjallsímanotkun barna og unglinga, skjátímann sem hefur verið að lengjast á undanförnum árum eftir því sem tækninni fleygir fram. Björn starfar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans en þar hefur skjólstæðingum verið að fjölga sem hafa þurft á þjónustu að halda vegna vandamála sem hægt er að tengja við snjallsímanotkun. Fyrirlestur Björns þótti mjög fræðandi og áhrifaríkur. Félagið hefur lagt sig fram um að þjónusta sem flesta og hefur boðið þeim sem ekki hafa tök á því að koma á fyrirlestranna að fylgjast með þeim í beinni útsendingu. Þessi þjónusta er sérstaklega hugsuð fyrir félagsmenn sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu Síðan í haust hefur félagið boðið uppá barnagæslu fyrir þá sem þurfa á að halda. Að þessu sinni mættu 8 börn.
Lesa meira

Skemmtinefnd

Skemmtinefnd
Í gær stóð skemmtinefnd félagsins fyrir íþróttafjöri fyrir félagsmenn. Mikil gleði var með þennan viðburð sem verður klárlega aftur á dagskrá hjá nefndinni. Yfir 15 fjölskyldur mættu og léku sér. Settar voru upp nokkrar brautir ásamt því að fólk gat leikið sér með bolta og sveiflað sér í köðlum. Húlludúllan mætti svo galvösk á svæðið og kenndi börnunum og foreldrum þeirra um leyndardóma húllahringja. Skemmtinefnd ÍÆ vill þakka öllum þeim sem sáu sér fært um að mæta og halda upp stuðinu. Laugardaginn 24. mars Páskabingó Í mars mun skemmtinefnd bjóða uppá páskabingó fyrir félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar. Bingóið verður laugardaginn 24. mars og verður væntanlega mikið fjör, eins og alltaf. Ef einhver félagsmaður er í aðstöðu til að hjálpa til við að aðstoða við öflun vinninga eru þeir beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins. Sumardagurinn fyrsti, 19.apríl Afmælishátíð Íslenskrar ættleiðingar Fjölskylduskemmtun fyrir ættleidd börn og foreldra þeirra, þá sem hafa notið milligöngu félagsins í áranna rás. Viðburðurinn verður auglýstur nánar síðar en takið daginn frá. Laugardaginn 19. maí Viðeyjarferð Í maí verður skemmtinefndin í sjógallanum og ætlar að sigla til Viðeyjar með félagsmenn. Þar verður leikið í fjörunni og eyjan könnuð. Útilega 29.júní til 1.júlí, í Brautartungu Löng hefð er fyrir útilegum á vegum félagsins, en síðustu ár hefur þáttaka í þeim verið dræm og hefur skemmtinefndin ekki staðið fyrir útilegum uppá síðkastið. Nú í sumar ætlar nefndin hins vegar að reyna að blása lífi í þessa fallegu hefð. Helgin 29.júní til 1.júlí hefur orðið fyrir valinu og munu félagsmenn flykkjast í Brautartungi í Lundarreykjadal. Félagsheimilið hefur verið vinsæll staður fyrir ættarmót, brúðkaup og aðra viðburði en í húsinu er stór salur sem rúmar um 200 manns í sæti. Öðru megin salarins er svið en hinumegin minni salur og rúmgott eldhús. Á efri hæð er setustofa með nokkrum sófum og sófaborðum. Sundlaug á staðnum, aðeins fyrir okkur og salur sem að um 30 manns geta gist í ef veður er með þeim hætti að fólk þarf að komast í skjól. Að ógleymdu tjaldsvæði sem við verðum með út af fyrir okkur þessa helgi.
Lesa meira

Þjóðhátíðardagur Indlands

Þjóðhátíðardagur Indlands
Sendiherra Indlands á Íslandi Rajiv Kumar Nagpal hélt uppá þjóðhátíðardag Indlands með pomp og prakt 26. janúar síðastliðinn. Sendiherrann bauð formanni og framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar til hátíðarhaldanna til að styrkja tengsl félagsins við sendiráðið, en 164 börn hafa verið ættleidd frá Indlandi til Íslands. Hátíðin var sérlega glæsileg og hjartnæm, en sendiherrann fór mörgum orðum um gott samstarf Íslands og Indlands. Sendiherrann vildi koma því á framfæri við félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar að þeir væru velkomnir í Yoga í sendiráðinu, en sendiherrann hefur fengið yoga kennara frá Indlandi til að tryggja aðgengi Íslendinga af þessar rótgrónu heilsubót. Sjálfur telur sendiherrann Yoga vera allra meina bót, en hann hóf að stunda Yoga fyrir rúmum fjórum árum. Yoga kennaranum er margt til lista lagt því hún söng eins og engill fyrir gesti sendiherranns. Hægt er að skrá sig í Yoga tímanna hér. Allir geta skráð sig og er frítt inn á meðan húsrúm leyfir.
Lesa meira

Upprunaleit og erfðapróf - eftir Láru Guðmundsdóttur

Upprunaleit og erfðapróf - eftir Láru Guðmundsdóttur
Fyrir sjálfsmynd fólks er mikilvægt að vita hver við erum, hvaða hópum við tilheyrum, hvaðan við komum o.s.frv. Fyrir ættleidda einstaklinga er mörgum af þessum spurningum ósvarað og því eðlilegt að þessir einstaklingar vilji kanna uppruna sinn. Að sama skapi hafa kjörforeldrar oftar en ekki áhuga á að fræðast meira um uppruna barna sinna. Með umhyggju og velferð kjörbarna sinna að leiðarljósi vilja kjörforeldrar eigi síður geta veitt börnum sínum þau svör sem þau leita að. Margar leiðir eru til þess fallnar til að leita uppruna síns fyrir ættleidda einstaklinga. Í mörgum löndum er pappírs slóð vegna ættleiðingarinnar lítil sem engin og jafnvel óáreiðanleg og hafa því margir prufað erfðapróf á netinu í leit sinni að upprunanum. Erfðaefni okkar eða DNA hefur að geyma upplýsingar um okkur allt frá því hver augnlitur, hárlitur og kyn okkar er. Við fæðumst flest með 46 litninga og helmingur hvers litnings kemur frá móður og hinn helmingurinn kemur frá föður. DNA okkar hefur því meðal annars að geyma upplýsingar um hverjir líffræðilegir foreldrar okkar eru og til hvaða þjóðernishópa við eigum ættir okkar að rekja. Erfðamengi okkar hefur einnig að geyma upplýsingar um sjúkdómsvaldandi gen og fleira í þeim dúr. Undanfarið hafa Íslenskri ættleiðingu borist fyrirspurnir um það hvort DNA próf, eða erfðapróf, gætu nýst við upprunaleit. Með einfaldri leit á netinu kemur upp fjöldinn allur af fyrirtækjum sem segjast sérhæfa sig í slíkum prófum. Sum fyrirtækin bjóða upp á einföld próf þar sem viðkomandi fær upplýsingar um þjóðerni sitt sem og aðra ættingja sem skráðir eru í sama gagnagrunn. Flest þessara prófa virka þannig að inn um bréfalúguna kemur eins konar eyrnapinni og tekið er munnstrok sem síðan er sent til baka í merktu umslagi. Nokkrum vikum seinna ættu niðurstöður að berast. Á heimasíðum þessara fyrirtækja má finna aragrúa af reynslusögum þar sem einstaklingar finna líffræðilega foreldra sína eða jafnvel systkini. Spjallþræðir á Facebook sem ætlaðir eru ættleiddum í upprunaleit og kjörforeldrum eru engu að síður uppfullir af sögum kjörbarna sem fundið hafa ættingja sína. Sjálf þekki ég til stúlku sem ættleidd var frá Kína árið 2013 til Bandaríkjanna sem fundið hefur náskylda frænku sína sem einnig var ættleidd frá Kína til Bandaríkjanna. Kjörfjölskyldur þeirra ferðast nú á milli fylkja í Bandaríkjunum til að eyða hátíðisdögum saman. Auk þess hefur hún undir höndunum upplýsingar um 299 aðra fjarskylda ættingja, sem fundust í gagnabankanum sem tengdur er þessu tiltekna prófi sem hún gekst undir. Forsenda fyrir því að finna ættinga með því að taka erfðapróf er samt sem áður ávalt sú að erfðaefni viðkomandi aðila sé til staðar í viðeigandi gagnabanka. Það er því oftar en ekki langsótt að finna líffræðilega foreldra ættleiddra einstaklinga í bandarískum gagnabönkum. Á dögunum bárust sláandi fréttir frá Sri Lanka í kjölfar afhjúpunar á því hvernig staðið var að ættleiðingarmálum þar í landi á 9. áratugnum. Til að koma til móts við ættleidda einstaklinga og mögulega líffræðilega foreldra þeirra ætla stjórnvöld þar í landi að setja á laggirnar erfðabanka þar sem börn sem ættleidd voru úr landi á þessu tímabili geta leitað uppruna síns. Að sama skapi er því lofað að foreldrar sem gefið hafa frá sér börn og sem grunar að börn þeirra hafi verið seld til ættleiðinga eða að ekki hafi verið staðið eðlilega að ættleiðingunni, að þau geti einnig leitað þeirra í þessum erfðabanka[1]. Ekki hafa borist fregnir af því hvernig eða hvenær stjórnvöld í Sri Lanka muni opna fyrir þennan möguleika en ljóst er að Íslensk ættleiðing mun fylgjast vel með gangi mála. Nokkur munur er á milli fyrirtækja varðandi það hvers konar upplýsingar er hægt að fá í þessum erfðaprófum sem boðið er uppá á netinu. Hægt er að velja um einföld próf þar sem þjóðerni er skoðað ásamt því sem einstaklingar eru paraðir við ættingja í gagnabankanum. Síðan eru til erfðapróf sem greina frá mun ítarlegri upplýsingum um hvað leynist í okkar erfðamengi fyrir lítið minni upphæðir. Upplýsingar sem snúa að heilsufari, líkur á vissum sjúkdómum o.s.frv. Við fyrstu sýn kann það jafnvel að virðast skynsamlegt að afla upplýsinga um mögulega alvarlega sjúkdóma sem gætu legið í fjölskylduarfinum. Sér í lagi fyrir ættleidda einstaklinga sem þrá oftar en ekki að vita meira um uppruna sinn. Þetta er þó ekki algilt en ekki hafa allir ættleiddir einstaklingar áhuga á að leita uppruna síns. Við sem þekkjum okkar blóðtengsl þekkjum jú sjúkrasögu fjölskyldunnar. Þrátt fyrir það höfum við ekki vissu fyrir því að fá þá sjúkdóma sem leynast í fjölskyldunni. Gagnlegt er að velta fyrir sér hvort slík vitneskja og auknar upplýsingar auki lífsgæði okkar eður ei. Slíkar upplýsingar eru viðkvæmar og ber að umgangast þær sem slíkar. Mikilvægt er leiða hugann að persónuvernd og að upplýst samþykki viðkomandi sé til staðar áður en slík erfðapróf eru framkvæmd. Jafnframt er eindregið mælt með því að ef heilsufarsleg ástæða er til að gangast undir erfðapróf að það sé gert á vottuðum rannsóknarstofum í samráði við lækna og sérfræðinga. Er þar sérstaklega bent á erfðaráðgjöf Landspítalans, þar sem sérhæfð þekking og ráðgjöf er í boði, jafnt áður en erfðapróf er tekið og eftir að niðurstöður liggja fyrir. Þrátt fyrir að margir spennandi kostir séu í boði er þó vert að taka fram að áreiðanlegustu niðurstöðurnar fást ávallt frá vottaðri rannsóknarstofu þar sem unnið er með blóðsýni fremur en munnstrok. Almennt er varað við því að erfðapróf sem seld eru á netinu séu ónákvæm og niðurstöður þeirra eru víða dregnar í efa[2]. Þessi erfðapróf eru engu að síður til marks um hve erfðatækninni fleygir áfram, þar sem kostnaður við erfðagreiningar lækkar í sífellu og gerir slíkar greiningar mögulegar fyrir einstaklinga. Einfaldari erfðapróf þar sem skyldleiki og uppruni er kannaður eru áhugaverður kostur fyrir ættleidda einstaklinga í upprunaleit. Mikilvægt er þó að taka niðurstöðum með varúð með tilliti til mögulegrar ónákvæmni þeirra og og stilla væntingum í hóf. Auk þess er gagnlegt að kynna sé vel rannsóknastofurnar eða fyrirtækin sem bjóða uppá þessa þjónustu og hvort þær hafi til þess gerðar vottanir, enda óáreiðanlegar upplýsingar og brostnar vonir ekki það sem fólk er að leita að þegar það heldur af stað í leitinni að upprunanum.   Frekari fróðleikur   Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar hvernig erfðapróf eru framkvæmd er bent á eftirfarandi grein eftir Arnar Pálsson dósent í lífupplýsingatækni við Háskóla Íslands. Arnar Pálsson. Hvernig virka erfðapróf? Vísindavefurinn, 21. júní 2016. [1] https://www.theguardian.com/global-development/2017/sep/20/baby-farms-sri-lanka-admits-adoption-racket-claims [2] https://www.theguardian.com/science/2017/jul/23/what-i-learned-from-home-dna-test-kits-are-they-accurate-or-worthwhile
Lesa meira

Barna og unglingastarf

Barna og unglingastarf
Frá haustmánuðum 2017 hefur verið starfrækt barna- og unglingastarf hjá Íslenskri ættleiðingu. Börnunum hefur verið skipt í tvo hópa eftir aldri, yngri hópur er fyrir börn 8-10 ára og eldri hópur er fyrir 11- 14 ára. Fyrir áramót voru 25 börn skráð, en eftir áramót voru þau 23. Það hefur verið mikil ánægja með starfið hjá börnunum, foreldrum og þeim aðilum sem koma að verkefninu. Við höfum meðal annars verið að fá skilaboð sem þessi:   „Ég vildi bara segja að mín stelpa var efins með að fara í fyrsta tímann, en hún kom heim alveg í skýjunum með hittinginn og er að telja niður dagana í næsta hitting“ „Mínum stelpum fannst mjög gaman“ „Mig langar bara að segja ykkur að barnið mitt var var í hópastarfinu hjá ykkur áðan. Hún var alsæl en reyndar pínu spæld yfir að þetta yrði ekki strax aftur í næstu viku. Hún bíður því spennt eftir næsta hitting“ „Stelpurnar okkar komu mjög glaðar heim“ „Mín stelpa er mjög spennt að byrja aftur, virkilega ánægð með þetta framtak hjá ÍÆ“ „Takk fyrir minn dreng, hann var ánægður og spurði hvenær hann mætti koma næst.“ „Alveg frábærlega vel staðið að þessum námskeiðum hjá ykkur, stelpan mín kemur alltaf voða glöð heim“ „Takk fyrir kvöldið, mín stelpa var mjög glöð og hamingjusöm þegar hún kom heim eftir daginn“ „Takk fyrir frábært framtak, mín var mjög ánægð með kvöldið“   Markmiðið með starfinu, er að krakkarnir nái að kynnast í gegnum leik og afþreyingu og nái að mynda tengsl og traust sín á milli. Með því að leggja þann grunn með þeim er hægt að styðja þau í að miðla hvers til annars, reynslu og hugleiðingum varðandi uppruna og ættleiðingu í gegnum samtöl, leik og verkefni. Þá er einnig unnið með sjálfsstyrkingu og sjálfsmynd í gegnum verkefni og afþreyingu sem höfðar til aldurs barnanna. Þeir starfsmenn sem hafa leitt starfið eru, Rut Sigurðardóttir félagsráðgjafi og starfsmaður Íslenskrar ættleiðingar og Kjartan Björn Elísson sem er ættleiddur frá Kólumbíu. Að auki hafa og munu aðrir fagaðilar koma inn í starfið, með mismunandi bakgrunn og þekkingu. Hér má sjá myndir frá þremur viðburðum sem krakkanir hafa tekið þátt í, fyrst er það spilastund í Spilavinum, svo er það jógatími og að lokum tími í sjálfstyrkingu í gegnum myndlist.
Lesa meira

Breytingar í Kína

Breytingar í Kína
Um árabil hefur miðstjórnvald Kína rekið styrktaráætlun þar sem ættleiðingafélög hafa getað styrkt ákveðin barnaheimili. Þessi styrktaráætlun hefur verið nefnd One-to-One og hafa ættleiðingafélög frá Bandaríkjunum aðallega tekið þátt í þeim. Með þátttöku í áætluninni gátu ættleiðingafélög styrkt ákveðið barnaheimili og fengið í staðinn upplýsingar um börn án þess að miðstjórnvald Kína kæmi að ferlinu. Nú um áramótin lokaði miðstjórnvald Kína fyrir áætlunina, svo nú er ekki lengur í boði fyrir ættleiðingafélög að vera með beint samband við barnaheimilin. Þess í stað eiga barnaheimilin nú að senda upplýsingar um öll börnin sem eru í umsjá þeirra til miðstjórnvaldsins, sem mun í kjölfarið deila upplýsingum um börnin í gegnum gagnagrunn sem ættleiðingafélögin öll hafa aðgang að. Það eru því líkur á að fjöldi barna sem hefur verið í gagnagrunninum muni fjölga með þessari breytingu. Ættleiðingamálaflokkurinn í Kína hefur verið í stöðugri þróun síðastliðin ár. Nú á síðustu árum hefur fjöldi ættleiðinga innanlands fjölgað og hefur því dregið úr fjölda þeirra barna sem eru ættleidd alþjóðlega.
Lesa meira

Similar or different?

Similar or different?
Internationally adopted children's language and reading mastery. Anne-Lise Rygvold has recently retired from her position as Associate Professor at the Department of Special Needs Education at the University of Oslo. She is trained as a Speech and Language Therapist and has for many years been programme director for the Departments´Speech and Language Therapy program. Her teaching and research interests are within language and reading development and disorders focusing upon internationally adopted children's language and school achievement. In 2017 she has completed a longitudinal study of internationally adopted children's language and reading development from 4 to 13 years of age compared to non-adopted peers. For the time being she is, together with two colleagues at the Department, starting a new research project on adoptees from Eastern Europe in cooperation with researchers from France, Italy and Spain. She has published in the areas of inter country adoption and language, language disabilities and reading and writing disabilities. Erindið er á ensku og fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3.hæð, kl 17:30 - 19:00, fimmtudaginn 8.febrúar 2018. Boðið verður upp á barnapössun á meðan á erindinu stendur. Vinsamlegast skráið barn/börn. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Afgreiðsluhraði í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 7. febrúar 2007 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 29. janúar til og með 7. febrúar, eða umsóknir sem bárust á 9 dögum.
Lesa meira

Íþróttafjör fyrir alla fjölskylduna - sunnudaginn 4.febrúar frá 10-12

Íþróttafjör fyrir alla fjölskylduna - sunnudaginn 4.febrúar frá 10-12
Við ætlum að hittast í húsnæði Íþróttafélags fatlaðra, sunnudaginn 4.febrúar í Hátúni 14 í Reykjavík, leika okkur saman og takast á við þrautabraut. Húlladúlla kemur einnig og sér um afþreyingu og skemmtun sem hentar öllum aldurshópum. Frítt fyrir félagsmenn, 1000 krónur fyrir aðra Hlökkum til að sjá ykkur Kveðja skemmtinefnd Íslenskrar ættleiðingar
Lesa meira

40 ára afmæli

40 ára afmæli
Þann 15. janúar 1978 kom fjöldi áhugamanna um ættleiðingar saman í Norrænahúsinu til skrafs og ráðagerða. Á fundinum var félagið Ísland-Kórea stofnað en tilgangur félagsins var veita aðstoð til þeirra sem höfðu áhuga á að ættleiða börn frá Kóreu og vinna að félagslegum tengslum. Félagið Ísland-Kórea var svo sameinað félaginu Ísland-Guatemala undir nafni Íslenskrar ættleiðingar. Frumkvöðlarnir voru brattir þegar þeir skunduðu í Norrænahúsið og er stofnfundargerð félagsins eftirfarandi:
Lesa meira

Barna- og unglingastarf, vorönn 2018

Barna- og unglingastarf, vorönn 2018
Á nýju ári ætlar Íslensk ættleiðing að halda áfram með barna- og unglingastarf. Tilraun var gerð nú í haust með slíkt starf, það gafst vel og ljóst að það er full ástæða til að halda áfram. Við munum halda okkur við aldursskiptinguna og vinna með krakkana í tveimur hópum. Eldri hópur er 11-14 ára, yngri hópur 8-10 ára. Á haustmánuðum voru 23 börn skráð í tvo hópa, skipt eftir aldri. Það var virkilega ánægjulegt og gaman að vinna með hópunum, ýmislegt skemmtilegt var brallað í bland við samtöl og hugleiðingar. Markmiðið með starfinu, er að krakkarnir nái að kynnast í gegnum leik og afþreyingu, myndi tengsl og traust sín á milli. Með því getum við stutt þau í að miðla hvers til annars, reynslu og hugleiðingum varðandi uppruna og ættleiðingu. Þá er einnig unnið með sjálfsstyrkingu og sjálfsmynd í gegnum verkefni og afþreyingu sem höfðar til aldurs barnanna. Sömu starfsmenn verða og áður, Rut Sigurðardóttir félagsráðgjafi og starfsmaður Íslenskrar ættleiðingar og Kjartan Björn Elísson sem er ættleiddur frá Kólumbíu. Hann hefur mikla reynslu af vinnu með börnum og unglingum og starfar í dag sem stuðningsaðili í grunnskóla og á sambýli fyrir fötluð börn. Að auki munu aðrir fagaðilar koma inn í starfið, með mismunandi bakgrunn og þekkingu. Drög að dagskrá liggur fyrir, hún getur tekið breytingum en dagsetningarnar munu ekki breytast. Við erum að hittast frá klukkan 17.30 til 19.30. Verðið fyrir öll skiptin er 16.000. Skráning er hafin á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar og stendur til 16. Janúar. Yngri hópur, 18. Janúar, eldri hópur 22. Janúar – Myndlist undir handleiðslu Kristínar Bertu Guðnadóttur, myndlistarkonu, félagsráðgjafa og fjölskylduráðgjafa. Hér ætlum við að leika okkur með liti og málningu, með okkur sjálf í huga og reyna að koma því til skila á striga. Yngri hópur, 8. Febrúar, eldri hópur 12. Febrúar – Sjálfsstyrking með Kristínu Tómasdóttur. Farið yfir hugtakið sjálfsmynd og farið yfir þær leiðir sem hægt er fara til að hafa áhrif á eigin sjálfsmynd. Yngri hópur, 8. Mars, eldri hópur 12. Mars – útivist með Ásgeiri Péturssyni og Styrmi Magnússyni sem báðir eru félagsráðgjafar og með mikla reynslu af vinnu með börnum og unglingum. Við ætlum að fara í útivistarævintýri undir þeirra stjórn og takast á við skemmtileg verkefni. Yngri hópur, 12. Apríl, eldri hópur 16. Apríl – matreiðsla með Ebbu Guðný. Við ætlum að hittast í Satt eldhúsi og læra að útbúa hollan og góðan mat/nesti.
Lesa meira

Snjallsímanotkun barna og unglinga

Snjallsímanotkun barna og unglinga
Er eitthvað að óttast? Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir á BUGL heldur erindi um snjallsímanotkun barna og unglinga og hvort þar sé eitthvað að óttast. Hann fjallar í víðu samhengi um rafrænan skjátíma barna og unglinga. Tími sem hefur verið að lengjast á undanförnum árum eftir því sem tækninni fleygir fram og er spurningunni velt upp hvort "stafræna byltingin sé að borða börnin sín?" Björn hefur unnið á BUGL frá 2013, en starfaði áður á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Erindið fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3.hæð, kl 17:30-19:00, miðvikudaginn 10.janúar 2018. Boðið verður upp á barnapössun á meðan á erindinu stendur. Vinsamlegast skráið barn/börn. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Jól

Jól
Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður lokuð á milli jóla og nýárs, en opnar 3. janúar. Þótt að skrifstofan sé lokuð munu starfsmenn félagsins fylgjast vel með tölvupósti og sinna því sem nauðsynlegt er. Neyðarsími félagsins verður opinn og brugðist verður við neyðartilvikum. Neyðarsíminn er 895-1480 Gleðileg jól!
Lesa meira

dv.is - Sigurður var búinn að gefast upp: Þá gerðist kraftaverkið - Fann lokapúslið sem vantaði í líf hans - „Ég bjóst aldrei við þessu“

dv.is - Sigurður var búinn að gefast upp: Þá gerðist kraftaverkið - Fann lokapúslið sem vantaði í líf hans - „Ég bjóst aldrei við þessu“
„Mér datt aldrei í hug að fara að leita að blóðforeldrum mínum fyrr en ég sá þættina Leitin að upprunanum. Þá kviknaði þessi löngun hjá mér. Auðvitað fann ég alltaf að það vantaði þetta púsl í líf mitt. Ég fann að ég væri öðruvísi en aðrir í fjölskyldunni,“ segir Sigurður Donys Sigurðsson í samtali við DV. Sigurður er ættleiddur frá Gvatemala. Hann ákvað að leita að blóðforeldrum sínum eftir að hafa horft á þættina Leitin að upprunanum á Stöð 2. Leitin gekk vonum framar og Sigurður hefur verið í sambandi við föður sinn og bróður í nokkra mánuði, en þeir ræddu saman í fyrsta skipti á Skype fyrir nokkrum dögum. Sigurð dreymir um að einn daginn muni þeir feðgar fallast í faðma.
Lesa meira

Mannlíf - Gaman að upplifa jól og áramót á Íslandi

Mannlíf - Gaman að upplifa jól og áramót á Íslandi
Seint á síðasta ári sóttu hjónin Hulda Guðnadóttir og Jón Hafliði Sigurjónsson ættleiddan son sinn Baldur Hrafn til Kólombíu en fyrir áttu þau eina líffræðilega dóttur. Þau segja að börnin séu full tilhlökkunnar vegna hátíðarhaldanna sem fram undan eru. Baldur geti hreinlega ekki beðið eftir að upplifa íslensk jól og áramót.
Lesa meira

Stöð 2 - Ættleiðingum fækkar

Stöð 2 - Ættleiðingum fækkar
Umfjöllun í fréttatíma Stöðvar 2 um fækkun ættleiðinga. Ættleiðingar hér á landi voru 32 talsins í fyrra og hafa ekki verið jafn fáar frá árinu 1995. Ættleiðingum hefur fækkað jafnt og þétt frá árinu 2005. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni. Alls voru tólf frumættleiðingar að utan en flest börnin komu frá Tékklandi. Undanfarin ár hafa flest ættleidd börn komið frá Kína. Með frumættleiðingu er átt við ættleiðingu á barni sem er ekki barn maka umsækjanda. Frumættleiðingar innanlands voru þrjár talsins. Stjúpættleiðingar voru óvenju fáar eða sautján talsins. Þær voru 28 árið 2015 en voru flestar árið 2008 þegar alls 48 stjúpættleiðingar áttu sér stað. Með stjúpættleiðingu er átt við ættleiðingu á barni, eða kjörbarni, maka umsækjanda um ættleiðingu.
Lesa meira

ruv.is - Ekki færri ættleiðingar í meira en tuttugu ár

ruv.is - Ekki færri ættleiðingar í meira en tuttugu ár
Ættleiðingar barna á Íslandi hafa ekki verið eins fáar og í fyrra í meira en tuttugu ár. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru 32 ættleiddir á Íslandi árið 2016 og hafa ekki verið jafn fáar á einu ári frá 1995. Árið 2016 voru stjúpættleiðingar 17 en frumættleiðingar 15. Undanfarna tvo áratugi voru flestar ættleiðingar árin 2005 og 2006, þegar 75 og 76 börn voru ættleidd. Árið 2005 voru langflestar frumættleiðingar, alls 48.
Lesa meira

visir.is - Ættleiðingar ekki verið færri hér á landi síðan 1995

visir.is - Ættleiðingar ekki verið færri hér á landi síðan 1995
Ættleiðingar á Íslandi hafa ekki verið færri síðan árið 1995. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands sem nýlega voru birtar. Samkvæmt tölunum voru 32 einstaklingar ættleiddir árið 2016 og voru frumættleiðingar 15 en stjúpættleiðingar 17. Frumættleiðingar frá útlöndum voru 12 en stjúpættleiðingar 17. Til samanburðar voru ættleiðingarnar 47 talsins árið 2015. Með stjúpættleiðingu er átt við ættleiðingu á barni eða kjörbarni maka umsækjanda. Árið 2016 voru stjúpfeður í öllum tilvikum kjörforeldri stjúpættleiðingar en það hefur jafnan verið algengast. Frumættleiðing er þegar barn sem ekki er barn umsækjanda er ættleitt.
Lesa meira

mbl.is - Ætt­leiðing­ar ekki færri síðan 1995

mbl.is - Ætt­leiðing­ar ekki færri síðan 1995
Sam­kvæmt töl­um Hag­stofu Íslands voru 32 ein­stak­ling­ar ætt­leidd­ir á Íslandi árið 2016 og hafa ætt­leiðing­ar ekki verið jafn fáar á einu ári frá 1995. Árið 2016 voru stjúpætt­leiðing­ar 17 en frumætt­leiðing­ar 15. Árið 2015 voru alls 47 ætt­leiðing­ar á Íslandi. Frumætt­leiðing­ar frá út­lönd­um voru 12 árið 2016 sem er fækk­un frá fyrra ári, þegar þær voru 17. Frumætt­leiðing­ar frá út­lönd­um hafa verið á milli 10 og 18 síðustu fimm ár. Und­an­far­in ár hafa flest ætt­leidd börn verið frá Kína en árið 2016 voru flest­ar ætt­leiðing­ar frá Tékklandi, alls níu. Með hug­tak­inu frumætt­leiðing er átt við ætt­leiðingu á barni sem ekki er barn maka um­sækj­anda. Stjúpætt­leiðing­ar árið 2016 voru óvenju fáar eða 17. Það er mik­il fækk­un frá ár­inu 2015 þegar þær voru 28. Í öll­um til­vik­um var stjúp­faðir kjör­for­eldri, en það hef­ur jafn­an verið al­geng­ast. Frumætt­leiðing­ar inn­an­lands voru þrjár árið 2016. Með hug­tak­inu stjúpætt­leiðing er átt við ætt­leiðingu á barni (eða kjör­barni) maka um­sækj­anda.
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar í Reykjavík

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar í Reykjavík
Aðventan, jólahátíðin og rauðar skotthúfur fylgja desembermánuði en líka okkar árlega jólaball hjá Íslenskri ættleiðingu. Í ár ætlum við að hittast á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52 í Reykjavík, laugardaginn 9. desember frá kl. 14 - 16. Það kostar aðeins 1000 kr fyrir félagsmenn og 500 kr fyrir börn þeirra, en 2750 kr fyrir utanfélagsmenn og 1350 kr fyrir börn þeirra.
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar á Akureyri

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar á Akureyri
Jólaball Íslenskrar ættleiðingar á Akureyri verður haldið laugardaginn 25.nóvember kl: 14:00 í Menningarhúsinu Hof, Strandgötu 12, Akureyri. Frítt fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr fyrir aðra Allir velkomnir
Lesa meira

Jólaball í Reykjavík og á Akureyri

Dagsetningar liggja fyrir á Jólaböllum Íslenskrar ættleiðingar þetta árið. Á Akureyri verður jólaballið laugardaginn 25. nóvember kl. 14:00, í menningarhúsinu Hofi, nánar tiltekið á 1862 bistro. Í Reykjavík verður jólaballið laugardaginn 9. desember klukkan 14:00 - 16:00 á Hótel Natura (gamla Hótel Loftleiðir). Skráning hefst í lok vikunnar og verður félagsmönnum send tilkynning þegar þar að kemur.
Lesa meira

Visir.is - Stefán á leiðinni til Rúmeníu með loforð um að hitta móður sína í ferðatöskunni

Visir.is - Stefán á leiðinni til Rúmeníu með loforð um að hitta móður sína í ferðatöskunni
Stefán Octavian Gheorghe Bjarnason var ættleiddur frá Rúmeníu þegar hann var á þriðja ári en hann hefur lengi dreymt um að leita af ættingjum sínum þar í landi. Stefán veit að móðir hans var aðeins táningur þegar hún átti hann, en hefur að öðru leyti litla upplýsingar um forsögu sína. Stefán kom til landsins árið 2000 en hann fæddist árið 1997. Hann bjó fyrstu sjö ár lífsins á Ísafirði en flutti því næst í höfuðborgina. Fjallað var um sögu Stefáns í þættinum Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Lesa meira

Visir.is - Ættleiðingargögn Kristjönu mögulega fölsuð: „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar“

Visir.is - Ættleiðingargögn Kristjönu mögulega fölsuð: „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar“
Kristjana M Finnbogadóttir, sem ættleidd var frá Sri lanka árið 1985, segir fréttir af umfangsmikilli ólöglegri ættleiðingarstarfsemi þar í landi á sama tíma og hún var ættleidd til Íslands vera mikið áfall. Eftir að hafa leitað sér ráðgjafar telur hún að ættleiðingargögn sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma séu líklega fölsuð. Í fréttum okkar á dögunum var sagt frá því að áttatíu og fjögur börn hafi verið ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Hollenskur sjónvarpsþáttur sagði frá því í september að þar hefði um margra ára skeið verið starfrækt svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópu á níunda áratugnum þar sem þriðji aðili hagnaðist á að selja þau.
Lesa meira

Visir.is - Bakvið tjöldin við gerð þáttanna Leitin að upprunanum

Visir.is - Bakvið tjöldin við gerð þáttanna Leitin að upprunanum
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir snéri aftur með þáttinn Leitin að upprunanum í haust og hefur önnur þáttaröðin fengið frábærar viðtökur. Þátturinn sló rækilega í gegn síðasta vetur og var meðal annars valinn besti fréttaþátturinn á Edduverðlaununum og fékk Sigrún sjálf verðlaun fyrir umfjöllun ársins hjá Blaðamannafélagi Íslands. Kjartan Atli Kjartansson kíki í heimsókn til Sigrúnar í þættinum Ísland í dag og fékk að sjá bakvið tjöldin við gerð þáttanna. Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag frá því í gærkvöldi.
Lesa meira

Tengslaröskun, viðurkennd greining?

Tengslaröskun, viðurkennd greining?
Erindið fjallar um greininguna Tengslaröskun, sem er þýðing á greiningarhugtakinu Attachment disorder (F94.1 og F94.2) úr ICD-10 sjúkdómsgreiningar-kerfinu. Verður farið yfir einkennamynd röskunarinnar og hvenær röskun, sem er varanleg og hamlandi, er til staðar og hvenær ekki. Rætt verður um hugtakið tengslavanda, sem er vægari mynd af sama fyrirbæri. Einnig verður farið yfir taugafræðileg fyrirbæri eins og heilaþroska útfrá aldri og fyrri sögu, nýjustu þekkingu á taugaþroska og hvenær „vandi“ verður að „röskun“. Fjallað verður um hvernig er best að nálgast og umgangast þau börn sem sýna einkenni tengslavanda og hvernig er best að vinna með umhverfi þeirra einnig. Rætt verður um tilgang greininga á börnum almennt útfrá því fyrir hvern þær eru settar og til hvers. Guðlaug er félagsráðgjafi MA, með sérfræðingsleyfi frá Landlækni á sviði félagsráðgjafar á heilbrigðissviði ásamt því að vera fjölskyldumeðferðarfræðingur. Hún hefur starfað víðs vegar á sviði barna, unglinga og fjölskyldna en lengst hefur hún starfað á Barna-og unglingageðdeild Landspítala (BUGL), þar sem hún starfaði í 13 ár, ásamt því að hafa unnið sem skólafélagsráðgjafi og fyrir Íslenska ættleiðingu, bæði til skamms tíma á skrifstofunni og einnig í eftirfylgniskýrslugerð til margra ára. Í dag býr hún ásamt sinni fjölskyldu á Ísafirði og starfar þar sem deildarstjóri í barnavernd hjá Fjölskyldusviði Ísafjarðarbæjar. Erindið fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3.hæð, kl 17:30 -19.00 þriðjudaginn 14.11 2017. Boðið verður upp á barnapössun á meðan á erindinu stendur. Vinsamlegast skráið barn/börn. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Vísir.is - Líkur á að börn hafi verið ættleidd ólöglega hingað til lands

Vísir.is - Líkur á að börn hafi verið ættleidd ólöglega hingað til lands
Áttatíu og fjögur börn voru ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Í ljós hefur komið að umfangsmikil ólögleg ættleiðingarstarfsemi átti sér stað á Srí Lanka á þessum tíma. Ættleiðingar á Srí Lanka komust í heimsfréttirnar í lok september þegar flett var ofan af því í hollenskum sjónvarpsþætti að þar hefðu um margra ára skeið verið starfrækt þar svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópulanda á níunda áratugnum þar sem þriðju aðili hagnaðist á að selja þau og skjöl voru fölsuð.
Lesa meira

Visir.is - Leitinni er ekki lokið

Visir.is - Leitinni er ekki lokið
Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í fjórða þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi.
Lesa meira

DV.is - Samkynhneigð pör frá Íslandi mega nú ættleiða börn frá Kólumbíu

DV.is - Samkynhneigð pör frá Íslandi mega nú ættleiða börn frá Kólumbíu
Fyrir stuttu opnaðist nýr valmöguleiki fyrir samkynhneigð pör á Íslandi til þess að ættleiða barn frá Kólumbíu. Íslendingar hafa ættleitt börn frá Kólumbíu í næstum þrjá áratugi en pör af sama kyni hafa hingað til ekki fengið leyfi til ættleiðingar. „Það sem gerðist var að samkynhneigt par sem býr í Svíþjóð sótti um að ættleiða barn frá Kólumbíu, annar aðilinn er Kólumbískur ríkisborgari en samt fengu þau höfnun. Þau áfríuðu dómnum til Hæstaréttar í Kólumbíu þar sem málið var dæmt parinu í hag þar sem allir eiga að hafa sama rétt til ættleiðingar, sama hver kynhneigð þeirra er,“ segir Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar í viðtali við Gayiceland.
Lesa meira

GayIceland.is - COLOMBIA ALLOWS SAME SEX COUPLES TO ADOPT

GayIceland.is - COLOMBIA ALLOWS SAME SEX COUPLES TO ADOPT
New parents in Sweden have become the first same-sex couple to adopt a child, after Colombian authorities allowed same-sex couples to adopt children from the country. This could mean that same-sex couples in Iceland can soon adopt children from abroad too. Iceland has had an adoption agreement with Colombia for almost three decades and 15 children have been adopted from there to Iceland in the past 15 years. The oldest Icelandic children from Colombia are today in their late twenties so there‘s a strong relationship between the two countries. Recently a new opportunity opened up for adoptable children in Colombia and some future parents in Iceland, when same-sex couples were allowed to adopt children from Colombia.
Lesa meira

Visir.is - Hefur misst báða foreldra sína, sigrast á krabbameini og leitar nú að upprunanum

Visir.is - Hefur misst báða foreldra sína, sigrast á krabbameini og leitar nú að upprunanum
Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í þriðja þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi.
Lesa meira

Sri Lanka

Sri Lanka
Á árunum 1984 til 1986 voru ættleidd 84 börn frá Sri Lanka til Íslands. Yfirvöld á Sri Lanka hafa nýverið greint frá því að grunur sé um að á níunda áratugnum hafi mörg börn verið ættleidd frá landinu á ólöglegan hátt. Ráðherra ættleiðingarmála þar hefur nú lýst því yfir að þessar ættleiðingar verði rannsakaðar og að leitað verði leiða til að aðstoða þá sem ættleiddir voru svo að þeir hafi möguleika á að finna líffræðilega foreldra sína. Þeir sem ættleiddir voru frá Sri Lanka til Íslands og foreldrum þeirra býðst ráðgjöf Íslenskrar ættleiðingar. Hægt er að panta viðtal á heimasíðu félagsins.
Lesa meira

Heilsa og hollusta fyrir alla

Heilsa og hollusta fyrir alla
Hina indælu Ebbu Guðný þekkja flestir, en hún er einn af þessum gullmolum sem dreifir jákvæðum boðskap um heilsu og mataræði í gegnum bækur sínar, blogg, sjónvarpsþætti og fyrirlestra. Við vitum að hún kann að gera gómsætan og hollan mat og hún hefur m.a. fjallað um mikilvægi góðrar næringar í þeim matreiðslubókum sem hún hefur gefið út fyrir börn og foreldra. Ebba ætlar að vera með fyrirlestur þriðjudaginn 17. október. Hún kynnir fyrir okkur hvernig við getum á auðveldan hátt gert eitt og annað til að bæta heilsu okkar og ástvina. Hún lumar á fullt af hagnýtum ráðum og fróðleik, sem gæti nýst vel fyrir alla, líka unga fólkið sem er að koma frá öðrum löndum og þarf að kynnast nýjum mat og matarvenjum. Erindið fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3.hæð, kl 17:30 - 19:00. Boðið verður upp á barnapössun á meðan á erindinu stendur. Vinsamlegast skráið barn/börn. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Fimleikafjör 28.október og dagskrá Skemmtinefndar ÍÆ 2017/2018

Fimleikafjör 28.október og dagskrá Skemmtinefndar ÍÆ 2017/2018
Laugardaginn 28. október ætlum við að skella okkur í fimleikafjör í sal Aftureldingar í Íþróttahúsinu við Varmá. Mæting er klukkan 15 og við ætlum að leika okkur til klukkan 16.45. Hver og einn mætir með eitthvað matarkyns á sameiginlegt hlaðborð. Skráning er hafin á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Jólaball verður haldið í desember (vonandi 9. eða 10.), enn er unnið að staðfestingu á sal og staðfest dagsetning send út þegar nær dregur. Sunnudaginn 4. febrúar ætlum við að hittast í íþróttafjöri í sal Íþróttafélags fatlaðra í Hátúni. Fjörið hefst klukkan 10 og stendur til 12. Húlladúlla verður með okkur og heldur sýningu á húllalistum ásamt því að kenna okkur sitthvað á því sviði. Þrautabraut og sprikl fyrir alla. Laugardaginn 24. mars PÁSKABINGÓ – staðsetning auglýst síðar Laugardaginn 19. maí ætlum við að sigla saman út í Viðey, leika okkur í fjörunni og hafa gaman. ÚTILEGA – verið er að skoða með að endurvekja þann sið að halda útilegu og stefnan er sett á helgina 29. júní til 1. júlí. Unnið er að því að finna staðsetningu sem gæti hentað fyrir hópinn. Kveðja Skemmtinefnd Íslenskrar Ættleiðingar
Lesa meira

Fyrirlestur um Rómafólk

Fyrirlestur um Rómafólk
Dr. Sofiya Zahova, búlgarskur þjóðháttafræðingur sem stundar rannsóknir við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hélt áhugavert erindi um Rómafólk þann 27. september sl. Hún fjallaði m.a. um rannsóknir sínar og annarra á uppruna, menningu, mýtum og tungumáli rómafólks með sérstaka áherslu á rómafólk í Tékklandi. Sofiya greindi frá því að ákveðið efni yrði aðgengilegt í kjölfarið, sem að við höfum fengið í hendur til að deila með ykkur. Tillögur að ítarefni og fleira efni tengt Rómafólki ef fólk hefur áhuga á að kynna sér. Glærurna úr fyrirlestrinum er hægt að nálgast hjá skrifstofunni sé áhugi fyrir því efni.
Lesa meira

Mbl.is - Viður­kenn­ir til­vist „barna­býla“

Mbl.is - Viður­kenn­ir til­vist „barna­býla“
Stjórn­völd á Sri Lanka hafa heitið því að hefja rann­sókn eft­ir að heil­brigðisráðherra lands­ins viður­kenndi að börn hefðu verið tek­in af mæðrum sín­um og seld út­lend­ing­um til ætt­leiðinga á 9. ára­tug síðustu ald­ar. Heil­brigðisráðherr­ann Rajitha Sen­arat­ne seg­ir að stjórn­völd hygg­ist m.a. setja á fót erfðaefna­banka til að gera börn­um sem ætt­leidd voru til út­landa kleift að leita upp­runa síns, og öf­ugt.
Lesa meira

Visir.is - Heldur áfram að leita að uppruna Íslendinga: „Það er svo margt sem þarf að smella“

Visir.is - Heldur áfram að leita að uppruna Íslendinga: „Það er svo margt sem þarf að smella“
„Ég hafði ekki miklar áhyggjur af því fyrirfram að það yrði erfitt að fá þátttakendur. Aðallega af því að umsóknirnar skiptu tugum síðast, þótt fólk vissi ekkert hvernig útkoman gæti orðið,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, sem snýr aftur með þáttinn Leitin að upprunanum í haust.
Lesa meira

Sumargrill Íslenskrar ættleiðingar

Sumargrill Íslenskrar ættleiðingar
Sunnudaginn 27.ágúst kl 12:00 til 14:00 ætlum við að grilla pylsur í Gufunesbæ í Grafarvogi. Drykkir verða einnig í boði. Gufunesbær er með stórt útivistarsvæði með leiksvæði fyrir börnin og góða grillaðstöðu. Frítt verður fyrir félagsmenn.
Lesa meira

Barna- og unglingastarf

Barna- og unglingastarf
Í haust ætlar Íslensk ættleiðing af stað með barna- og unglingastarf. Markmiðið með starfinu er að vinna með sjálfsmynd og skapa vettvang fyrir börn og unglinga til að hitta jafnaldra sína með sambærilega reynslu að baki. Lagt verður upp með að hafa samverustundirnar skemmtilegar með fjölbreyttri afþreyingu. Einnig verður unnið með verkefni og leiki þar sem áhersla verður lögð á vináttu, samskipti, hópefli, sjálfstraust og sjálfsmynd. Börnunum verður skipt upp í tvo hópa, 8-11 ára og 12-14 ára. Þeir sem stýra verkefninu eru Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og starfsmaður Íslenskrar ættleiðingar og Ragnheiður Helgadóttir frístundaleiðbeinandi og kennaranemi. Rut hefur mikla reynslu í vinnu með börnum, bæði á vegum félagsþjónustu og Barnaverndar. Ragnheiður er ættleidd frá Sri Lanka og hefur mikla reynslu af starfi með börnum og unglingum. Sambærileg dagskrá verður fyrir báða hópana. Í fyrsta tímanum ætlum við að hittast í Spilavinum, byrja á að kynnast hvert öðru áður en við fáum spilakennslu. Borðum svo saman áður en haldið verður heim á leið. Annar tíminn verður í jóga en þá erum við búin að til liðs við okkur jógakennara sem hefur reynslu af því að vinna með börnum. Þá ætlum við einnig að borða saman. Þriðji tíminn verður ákveðinn í samráði við hópana og sá tími nýttur einnig til að leggja drög af starfinu á vorönn í samvinnu við hópinn. Dagsetningar fyrir yngri hóp (8-11 ára) eru eftirfarandi: 14. september, 12. október og 16. nóvember. Við verðum saman frá klukkan 17.30 – 19.30. Dagsetningar fyrir eldri hóp (12-14 ára) eru eftirfarandi: 18. september, 16. október og 20. nóvember. Við verðum saman frá klukkan 17.30 – 19.30. Þátttökugjald er 3000 krónur fyrir félagsmenn en 12.000 krónur fyrir aðra. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar og lokadagur skráningar er 7. september. Ykkur er velkomið að hafa samband við rut(hjá)isadopt.is eða í síma 5881480 ef þið viljið frekar upplýsingar.
Lesa meira

Morgunblaðið - Er þetta símtalið?

Morgunblaðið - Er þetta símtalið?
Anna Sigrún Benediktsdóttir og Gunnar Lárus Karlsson búa á Reyðarfirði þar sem þau starfa bæði fyrir Alcoa. Þau eiga tveggja ára tvíbura, Katrínu Þóru og Óskar Þór, sem þau ættleiddu nýlega frá Tékklandi. Anna Sigrún segir ættleiðingu vera einn valkost fyrir fólk sem vilji eignast barn, ekki síðasta úrræðið.
Lesa meira

Ferð til Tékklands

Ferð til Tékklands
Þann 8. maí s.l. lagði sendinefnd Íslenskrar ættleiðingar, ásamt fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, land undir fót og hélt til Tékklands. Tilgangur ferðarinn var fyrst og fremst að að hitta miðstjórnavald Tékklands og styrkja böndin við samstarfsaðila Fundað var með miðstjórnvaldinu þar sem sendinefndin fékk kynningu frá þeim og þeirra starfi, frá deildarstjóra alþjóðlegra ættleiðinga. Dómsmálaráðuneytið kynnti starf ráðuneytisins og helstu aðila sem tengjast ættleiðingarmálaflokknum á Íslandi, s.s. Sýslumannsembættið og Barnavernd. Íslensk ættleiðing hélt svo kynningu á Íslenska ættleiðingamódelinu sem mikil ánægja var með og lærðu Tékkarnir eitt og annað um skipulag málaflokksins og samfélagsuppbyggingu á Íslandi. Sendinefndin fékk kynningu á starfi barnaverndar Brno, en það er næst stærsta borg Tékklands og þar eru höfuðstöðvar ættleiðingamálaflokksins. Íslensk ættleiðing var með kynningu á starfi Barnaverndarnefndanna á Íslandi og fengu báðir aðilar góða innsýn í helstu strauma og stefnur í barnaverndarmálum. Í Brno er safn um sögu Rómafólks og fékk sendinefndin leiðsögn um safnið (Museum of Romani Culture). Safnið er virkilega áhugavert og var heimsóknin mjög lærdómsrík. Það sem stóð þó upp úr í ferðinni var að fá að heimsækja barnaheimilið í Most. Þar voru móttökurnar frábærar og kynntist hópurinn betur faglega starfinu þar og starfsfólki. Ferðin heppnaðist afar vel og var mjög lærdómsrík. Það er því ekki spurning um að ferðin skilar aukinni þekkingu inn í félagið.
Lesa meira

Félagsráðgjafi bætist í ráðgjafateymið

Félagsráðgjafi bætist í ráðgjafateymið
Á dögunum var bætt við starfsmanni í ráðgjafateymi Íslenskrar ættleiðingar með ráðningu Rutar Sigurðardóttur, félagsráðgjafa. Hlutverk hennar verður að sinna gerð eftirfylgniskýrslna á höfuðborgarsvæðinu, sem verktakar hafa áður verið að sinna. Hún mun einnig hafa á sinni könnu að þróa barna- og unglingastarf hjá félaginu og munu félagsmenn verða varir við þær breytingar á haustmánuðum. Þá mun hún sinna þróun á þjónustu félagsins við upprunaleit, en beiðnum um slíka þjónustu hefur stóraukist á síðustu misserum. Rut Sigurðardóttir er fædd 24. Janúar 1980 og uppalin í Breiðholti. Eftir að hafa klárað félagsfræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti tók við leit af því hvað framtíðinni ætti að bera með sér, hvað varðar starfsvettvang. Eftir að hafa reynslu af því að vinna á leikskóla og með unglingum á tímum menntaskólaáranna, lá leiðin til Danmerkur þar sem að hún settist á skólabekk í Odense til að læra uppeldis-/leikskólakennarafræði (pædagog). Það kom þó í ljós eftir eina önn í því námi að það væri eitthvað annað sem heillaði en það. Leiðin lá því aftur til Íslands og hóf hún nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, haustið 2002. Þaðan lauk hún BA- gráðu með starfsréttindum vorið 2006. Samhliða námi starfaði hún á leikskóla, vann með unglingum í sumarstarfi og á Vistheimili barna.  Í beinu framhaldi af útskrift hóf hún störf hjá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Þar sinnti hún margvíslegum verkefnum félagsþjónustu. Kom meðal annars að málefum hælisleitanda og móttöku flóttamanna, sinnti endurhæfingarúrræðum og barnafjölskyldum. Hún var þar við störf fram til desember 2007 en flutti sig þá yfir til Barnavernd Reykjavíkur, þar sem hún starfaði þangað til í lok apríl 2017, fyrir utan tímabilið 2014-2015. Þá starfaði hún tímabundið sem sérfræðingur í málefnum utangarðsfólks á vegum Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða.  Árið 2012 hóf Rut störf sem verktaki hjá Íslenskri ættleiðingu, þar sem hún sinnti gerð eftirfylgnisskýrslna.  Árin 2014-2015 var hún við nám í Háskóla Íslands, samhliða vinnu. Um var að ræða diplómu í félagsráðgjöf með áherslu á barnavernd.  Rut er gift Amir Mulamuhic, en hann er frá Bosniu- Herzegovinu. Þau eiga tvær dætur, Lenu sem er fædd 2009 og Emmu sem er fædd 2012. Þau eru búsett í Mosfellsbæ.
Lesa meira

Frávarpspróf

Frávarpspróf
Umsækjendur um ættleiðingu þurfa að velja upprunaland þar sem umsókn þeirra bíður umsagnar. Hvert upprunaland gerir kröfur til umsækjendanna sem endurspegla gildi þjóðarinnar. Öll upprunalöndin sem Íslensk ættleiðing vinnur með krefjast sálfræðimats á umsækjendum. Tékkland gerir kröfu um tvennskonar sálfræðimat, persónuleikapróf og frávarpspróf eða eitthvert sambærilegt próf. Margir sálfræðingar á Íslandi hafa reynslu og þjálfun í að leggja persónuleikapróf fyrir fólk, en þeir eru færri sem hafa þjálfun í að leggja fyrir frávarpspróf. Árið 2013 breyttust kröfurnar sem miðstjórnvald Tékklands gerir til umsækjenda og voru þá gerðar kröfur um frávarpspróf. Á þeim tíma leitaði félagið til Sálfræðingafélagsins en þar var enginn sem hafði þjálfun í frávarpsprófum. Eftir mikla leit fannst einn sálfræðingur sem hafði unnið með þessa tækni, en sálfræðingurinn er frá Tékklandi og lærði þar. Þessi sálfræðingur, Jiri Jón Berger, hefur verið búsettur á Akureyri og hafa umsækjendur sem hafa ákveðið að senda umsókn sína til Tékklands þurft að heimsækja höfuðstað Norðurlands til þess að taka frávarpspróf hjá Jiri. Nú hefur Jiri ákveðið að flytja til Tékklands á ný og óljóst hvernig umsækjendur um ættleiðingu í Tékklandi geta uppfyllt kröfuna um frávarpspróf. Íslensk ættleiðing hefur hafið viðræður við miðstjórnvald Tékklands um hvernig hægt er að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Þangað til að niðurstaða hefur náðst, hefur Jiri boðist til að heimsækja Ísland reglulega til að leggja prófin fyrir. Þeir sem eru að velta fyrir sér að senda umsókn til Tékklands á næstunni er bent á að bregðast við hið fyrsta og panta tíma hjá Jiri, áður en hann flytur af landi brott í júlí.
Lesa meira

Fræðsla - spennandi vetur framundan

Fræðsla - spennandi vetur framundan
Mánaðarfyrirlestarar á vegum Íslenkrar ættleiðingar n.k. haust liggja nú fyrir. Boðið er upp á þá nýbreytni að fyrirlestrarnir byrja kl. 17:30 og verður boðið upp á barnagæslu á meðan á þeim stendur. Fyrirlestranir fara fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3 hæð. Kæru félagar takið þessar tíma- og dagsetningar frá: 27. september, klukkan 17.30. Rannsóknir á Rómafólki. Fyrirlesari: Dr. Sofiya Zahova, búlgarskur þjóðháttafræðingur. 17. október, klukkan 17.30. Heilsa og hollusta fyrir alla. Fyrirlesari: Ebba Guðný Guðmundsdóttir 14. nóvember, klukkan 17.30. Tengslaröskun, viðurkennd greining? Fyrirlesari: Guðlaug M. Júlíusdóttir, félagsráðgjafi.
Lesa meira

NAC ráðstefna

NAC ráðstefna
Samstarf ættleiðingafélaga á Norðurlöndum er mikið og hafa þau unnið undir merkjum Nordic Adoption Council (NAC) í fjölmörg ár. Aðalfundur NAC er haldinn annað hvert ár og er hefð fyrir að vera með opna fræðsludaga í tengslum við aðalfundinn. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn Í Helsinki í Finnlandi daganna 28.-29. september. Í brennidepli á ráðstefnunni verða samfélagsmiðlar og hlutverk þeirra í tengslum við ættleiðingar. Á ráðstefnunni munu helstu sérfræðingar Finnlands deila af þekkingu sinni, en einnig mun sérfræðingar frá International Social Services og stofnun Haagsamningsins verða með erindi. Skráning á ráðstefnuna er hér Fulltrúi Íslenskrar ættleiðingar í stjórn NAC er Elísabet Hrund Salvarsdóttir, formaður ÍÆ og varamaður hennar er Ari Þór Guðmannsson.
Lesa meira

Skemmtinefnd

Skemmtinefnd
Það er hefð fyrir því að meðal félagsmanna Íslenskrar ættleiðingar sé starfandi skemmtinefnd. Undanfarið hefur verið fámennt í nefndinni en hún Stefanie Gregersen hefur staðið sig með miklum sóma í að standa fyrir þeim viðburðum sem hafa verið síðustu misseri og snúa að fjölskyldskemmtunum. Nú með haustinu langar okkur að blása meira lífi í starfið. Margar hendur vinna létt verk eins og segir, og við óskum því eftir fleiri félagsmönnum í skemmtinefnd. Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi mun stýra því verkefni í samvinnu og samráði við þá sem eru tilbúnir að leggja hönd á plóg.
Lesa meira

Sumaropnun Íslenskrar ættleiðingar

Sumaropnun Íslenskrar ættleiðingar
Starfsfólk skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar mun eins og aðrir landsmenn endurhlaða rafhlöðurnar í sumar og mun því opnunartími skrifstofunnar verða með öðru móti en yfir vetrarmánuðina. Að þessu sinni mun skrifstofan vera með skert aðgengi frá 5. júlí og fram yfir Verzlunarmannahelgi. Skrifstofan verður því ekki opin fyrir gangandi umferð, heldur verður hægt að panta viðtalstíma á heimasíðu félagsins og þá mun starfsfólk skrifstofu bregðast við. Eins og áður er stöðug bakvakt og mun þeim verkefnum sem þola enga bið vera sinnt.
Lesa meira

Grunnskólafræðsla 30.maí

Grunnskólafræðsla 30.maí
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í grunnskóla. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b, 2.hæð til hægri. Þriðjudagurinn 30.maí kl 20:00 Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi og sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari.
Lesa meira

Kína

Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 29.janúar 2007 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 17. janúar til og með 29.janúar, eða umsóknir sem bárust á tólf dögum.
Lesa meira

Leik- og grunnskólafræðsla

Leik- og grunnskólafræðsla
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í leik- eða grunnskóla. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b, 2.hæð til hægri. Mánudagurinn 15.maí kl 20:00 Leikskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Díana Sigurðardóttir og Sigurrós Ingimarsdóttir leikskólakennarar. Þriðjudaginn 16.maí kl 20:00 Grunnskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi og sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari.
Lesa meira

Frábær fyrirlestur í sumarveðri

Frábær fyrirlestur í sumarveðri
Steinn Stefánsson hélt frábæran fyrirlestur sl. laugardag kl. 11:00 um reynslu þeirra Selmu Hafsteinsdóttur konu hans að ættleiða dreng frá Tékklandi, en þau komu heim rétt fyrir síðustu jól. Í fyrirlestri sínum lagði Steinn sérstaka áherslu á það hvernig það er að vera karlmaður í þessari stöðu. Þrátt fyrir frábært veður þennan laugardagsmorgun var mætingin mjög góð og var það sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir karlmenn mættu. Þá var ákveðinn hópur sem fylgdist með á netinu. Á meðan og í kjölfar fyrirlestursins spunnust líflegar og gagnlegar umræður. Íslensk ættleiðing vill þakka Steini kærlega fyrir fyrirlesturinn.
Lesa meira

Dans á rósum?

Dans á rósum?
Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir ættleiddu dreng frá Tékklandi og komu heim rétt fyrir síðustu jól. Steinn mun tala tæpitungulaust um reynslu þeirra hjóna með sérstaka áherslu á það hvernig það er að vera karlmaður í þessari stöðu. Erindi Steins fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3.hæð, kl. 11:00, laugardaginn 6.maí n.k. Þeim sem eiga heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn
Lesa meira

Umsóknir samkynhneigðra

Umsóknir samkynhneigðra
Ættleiðingamálaflokkurinn byggir á lögum og reglum, annars vegar íslenskum lögum og hins vegar á lögum upprunalandanna. Árið 2006 var íslenskum lögum breytt og samkynhneigðum heimilað að ættleiða. Það eitt og sér opnaði aðeins á ættleiðingar innanlands þar sem ekkert af upprunalöndum heimsins heimilaði ættleiðingar til samkynhneigðra. Árið 2014 fréttist af fyrstu opinberu ættleiðingunni til samkynhneigðra hjóna. Það voru danskir hommar sem ættleiddu frá Suður-Afríku. Ættleiðingin vakti mikla athygli og var fjallað um hana í fjölmiðlum um heim allan. Íslensk ættleiðing hefur lengi reynt að ná samningum við Suður-Afrísk ættleiðingaryfirvöld en ekki haft erindi sem erfiði.
Lesa meira

Góðir gestir frá Tógó

Góðir gestir frá Tógó
Miðstjórnvald Tógó þáði boð innanríkisráðherra að koma í heimsókn til Íslands og kynna sér skipulag ættleiðingarmála á Íslandi og aðstæður barnanna sem eru ættleidd til Íslands. Formaður ættleiðingarnefndarinnar og skrifstofustjóri miðstjórnvaldsins í Tógó lögðu land undir fót ásamt fulltrúa Íslenskrar ættleiðingar í Tógó. Hópurinn fundaði með innanríkisráðuneytinu, sýslumannsembættinu og barnaverndaryfirvöldum, heimsóttu leik- og grunnskóla, ásamt því að funda með Íslenskri ættleiðingu. Þá voru tvær fjölskyldur sem hafa ættleitt frá Tógó heimsóttar og einnig farið í kynnisferð í leik- og grunnskóla. Haldin var fjölskylduhátíð fyrir þá sem hafa notið þeirrar gæfu að ættleiða barn frá Tógó ásamt þeirra nánustu aðstandendum.
Lesa meira

Fjórar leiðir til barnaláns

Fjórar leiðir til barnaláns
Fjórar leiðir til barnaláns var yfirskrift fyrirlesturs hjónanna Ragnheiðar Kristínar Björnsdóttur og Elíasar Kjartanssonar sem haldin var 30. mars sl. Bakgrunnur þeirra varðandi börn er fjölbreyttur því þau eiga þrjú börn, eitt ættleidd, annað eignuðust þau með tæknilegri hjálp og eitt kom án hjálpar. Þá eru þau með eitt barn í fóstri. Ragnheiður Kristín og Elís deildu þessari persónulegri reynslu sinni á mjög skýran, skemmtilegan og eftirminnilegan hátt. Fólk var mjög ánægt með fyrirlesturinn og bæði á meðan honum stóð og í kjölfar hans spunnust líflegar, gagnlegar og uppbyggilegar umræður Íslensk ættleiðing þakkar Ragnheiði Kristínu og Elíasi fyrir þeirra mikilvæga framlag og öllum þeim sem mættu á fyrirlesturinn og þeim sem fylgtust með á netinu.
Lesa meira

Fjölskylduhátíð í kínverska sendiráðinu

Fjölskylduhátíð í kínverska sendiráðinu
Það var mikil gleði í kínverska sendiráðinu í Reykjavík þann 8.apríl þegar yfir hundrað börn sem ættleidd voru frá Kína komu saman til fjölskylduhátíðar. Sendiherra Kína á Íslandi Zhang Weidong og sendiherrafrú Zhou Saixing tóku vel á móti gestum og buðu uppá allskyns kræsingar. Dagskráin var ekki af verri endanum en Anna Bibi söng tvö lög og Karólína spilaði á þverflautu fyrir gesti. Þær stóðu sig báðar með stakri prýði og var unun að hlusta á þær. Einnig var boðið uppá happdrætti með glæsilegum vinningum, það voru skemmtilegir leikir og allir voru svo leystir út með gjöfum.
Lesa meira

Aðalfundur 2017

Aðalfundur 2017
Samkvæmt samþykktum Íslenskrar ættleiðingar skal aðalfundur félagsins vera haldinn fyrir lok mars. Að þessu sinni var aðalfundurinn haldinn 9. mars á Hótel Hilton. Elísabet Hrund Salvarsdóttir formaður félagins hóf fundinn með skýrslu stjórnar. Í skýrslunni var farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga félagsins síðastliðið ár og var þar af nógu að taka. Þá voru ársreikningar félagsins lagðir undir fundinn og voru þeir samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.
Lesa meira

Fimleikafjör 6.maí

Fimleikafjör 6.maí
Laugardaginn 6.maí klukkan 15-18 ætlum við að hittast í fimleikasalnum Litlu Björk í Íþróttamiðstöðinni Björk, Haukahrauni 1, Hafnafirði. (sjá kort).
Lesa meira

Fjórar leiðir til barnaláns

Fjórar leiðir til barnaláns
Bakgrunnur hjónanna Ragnheiðar Kristínar Björnsdóttur og Elísar Kjartanssonar varðandi börn er fjölbreyttur því þau eiga þrjú börn, eitt ættleidd, annað eignuðust þau með tæknilegri hjálp og eitt kom án hjálpar. Þá eru þau með eitt barn í fóstri. Ragnheiður Kristín og Elís ætla að deila þessari reynslu með áhugasömum eina kvöldstund. Erindi Ragnheiðar Kristínar og Elísar fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3. hæð, n.k. fimmtudag 30. mars n.k. kl 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Fjölskylduhátíð Kínverska sendiráðsins og Íslenskrar ættleiðingar

Sendiherra Kína á Íslandi Hr. Zhang Weidong og sendiherrafrúin Zhou Saixing hafa óskað eftir liðsinni Íslenskrar ættleiðingar vegna fjölskylduhátíðar sem þau bjóða til þann 8.apríl kl 15:00 til 17:00 í Kínverska sendiráðinu, Bríetartúni 1, 105 Reykjavík. Þau hafa beðið félagið að hafa milligöngu um að bjóða börnum sem hafa verið ættleidd frá Kína til Íslands ásamt fjölskyldum þeirra til hátíðarinnar. Til þess að þau geti áætlað fjölda gesta biðjum við þig um að skrá þá sem munu þiggja boðið hér fyrir neðan. Frá því að ættleiðingar hófust frá Kína til Íslands hafa 182 börn verið ættleidd. Börnin eru á mjög mismunandi aldri og hafa sendiherrahjónin óskað eftir því að fá upplýsingar um á hvaða aldri börnin eru sem þiggja boðið. Því óskum við eftir að við skráninguna komi fram aldur barnsins. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir laugardaginn 25.mars.
Lesa meira

Vísir.is - Sigrún heldur áfram að leita að upprunanum

Undirbúningur annarrar þáttaraðar af Leitinni að upprunanum er hafinn. Í upphafi ætlaði Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ekki að gera aðra þáttaröð en lét tilleiðast. Fyrsta þáttaröðin hlaut í gær Edduverðlaun í flokki frétta- og viðtalsþátta. „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu,“ sagði Sigrún Ósk þegar ljóst var að hún hefði unnið til verðlaunanna. „Eftir að fyrstu þættirnir fóru í loftið fékk ég hátt í hundrað tölvupósta frá fólki sem var áhugasamt um þátttöku ef það yrði gerð önnur þáttaröð. Framan af svaraði ég því til að það væri nánast útilokað að ég myndi gera þetta aftur,“ segir Sigrún Ósk.
Lesa meira

Aðalfundur 2017

Aðalfundur 2017
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar sem haldinn verður á Hótel Hilton, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, 2.hæð sal E, fimmtudaginn 9. mars 2017, kl. 20:00. Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar. 3. Kjör stjórnar. 4. Ákvörðun árgjalds. 5. Breytingar á samþykktum félagsins. 6. Önnur mál.
Lesa meira

Áhrif tengsla á taugalífeðlisfræðilegan þroska barna

Áhrif tengsla á taugalífeðlisfræðilegan þroska barna
Anna María Jónsdóttir geðlæknir og hópmeðferðarsérfræðingur er menntuð í Bretlandi. Síðustu árin hefur hún sérhæft sig í geðheilbrigðisþjónustu fyrir foreldra á meðgöngu og eftir fæðingu og geðheilsu ungbarna (Infant Mental Health). Í dag starfar Anna María á Miðstöð foreldra og barna og á eigin læknastofu . Fyrirlestur Önnu Maríu fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík, 3 hæð, fimmtudagurinn 26. janúar n.k. kl 20:00 Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Akureyri vikublað - Katrín Mörk var ættleidd til Íslands tveggja vikna gömul: „Langar að vita hvaðan ég kem“

Akureyri vikublað - Katrín Mörk var ættleidd til Íslands tveggja vikna gömul: „Langar að vita hvaðan ég kem“
Katrín Mörk Melsen var tveggja vikna þegar hún var ættleidd frá Srí Lanka. Í einlægu viðtali ræðir Katrín um konuna sem gaf hana, þá tilfinningu sem hún upplifði í æsku að passa hvergi inn, uppreisnina á unglingsárunum og lífið með Óliver Viktori, sex ára syni sínum, sem er ofvirkur og mikið einhverfur.
Lesa meira

Biðlistahittingur

Biðlistahittingur
Næsti biðlistahittingur verður sunnudaginn 15.janúar kl. 14:00 í húsnæði ÍÆ. Létt spjall og huggulegheit. Kaffi í boði ÍÆ en allir hvattir til að koma með eitthvað smátterí til að leggja í púkk með kaffinu, þ.e. eitthvað til að maula með því. Þessir hittingar eru hugsaðir fyrir þá sem eru að sækja um forsamþykki, þá sem eru að safna saman gögnum til að senda út til upprunalands og þá sem hafa sent umsókn sína út. Um er að ræða óformlega fundi til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvert af öðru, styðja hvert annað og hafa gaman saman.
Lesa meira

Fréttatíminn - Bjóða ættleiddum frá Kóreu í rannsókn á uppruna þeirra

Fréttatíminn - Bjóða ættleiddum frá Kóreu í rannsókn á uppruna þeirra
Hópur ættleiddra einstaklinga frá Kóreu er væntanlegur til landsins til að bjóða þeim sem ættleiddir hafa verið frá Kóreu til íslands að fara í genarannsókn, hafi þeir áhuga á að vita meira um uppruna sinn. Hópurinn er á vegum bandarísku samtakanna 325 Kamra og segist hafa rakið skyldleika í 10% tilfella. Anna-Lena Engström er ein þeirra 200 þúsund barna sem ættleidd voru frá Kóreu eftir árið 1950. „Ég var ættleidd til Svíþjóðar og eins og svo margir, veit ég ekkert um líffræðilegan uppruna.“ Anna-Lena kemur til Íslands í febrúar á vegum samtakanna 325 Kamra. Þau vinna að því að safna lífsýnum þeirra sem ættleiddir hafa verið frá Kóreu til útlanda. Lífsýnin fara í gagnabanka sem notaður er til að rekja ættir og skyldleika ættleiddu einstaklinganna. Markmið samtakanna er að aðstoða þá sem vilja við að tengjast blóðforeldrum eða blóðskyldum ættmennum. Samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum en þangað
Lesa meira

DV - Færist skrefi nær móður sinni með hverjum pósti

DV - Færist skrefi nær móður sinni með hverjum pósti
Brynja hóf leitina að uppruna sínum í byrjun árs – Biðin erfiðust, en ferlið hefur kennt henni mikið um sjálfa sig „Ef einhver finnst og ef þau vilja hitta mig, þá fer ég örugglega fyrr út en ég hafði ætlað mér,“ segir Brynja Valdimarsdóttir, sem í ársbyrjun tók þá ákvörðun að ráðast í það stóra verkefni að leita uppruna síns og móður sinnar á Srí Lanka. DV ræddi við Brynju fyrir ári þegar hún stóð á krossgötum og var að vega og meta hvort hún ætti að gefa grænt ljós á formlega upprunaleit. Þá hafði hún nýlega fengið fæðingarvottorð sitt og önnur skjöl sem hún hafði eftir áralanga forvitni, ákveðið að kalla eftir upp á von og óvon um að þau væru til. Brynja fæddist á Srí Lanka en það var þann 14. desember 1985 sem móðir hennar hér á landi sótti hana sex
Lesa meira

DV.is - „Ég veit ekki hvort hún sé dáin eða á lífi“

DV.is - „Ég veit ekki hvort hún sé dáin eða á lífi“
Brynja leitar að upprunanum á Srí Lanka – Sjokk að fá óvænt upplýsingar um heimilisfang „Ég var að undirbúa tónleika fyrir söngnemendur mína núna í byrjun desember og kíkti á tölvupóstinn minn. Þar sá ég póst frá Srí Lanka með titilinn: Leitin að móður þinni. Ég missti símann og hjartað byrjaði að slá á yfirsnúningi. Án þess að hugsa opnaði ég póstinn – þótt ég væri alls ekki tilbúin að lesa það sem í honum stóð. Þar kom fram að leit væri hafin að móður minni sem búi „hér“ – og síðan stóð heimilisfangið hjá henni. Það var sjokk. Þarna fannst mér ég vera komin mjög langt áfram. Svona litlar upplýsingar, sem eru í raun mjög miklar,“ segir Brynja Valdimarsdóttir, síðastliðið ár hefur unnið að því að hafa uppi á líffræðilegri móður sinni. Rætt er við Brynju um það sem gerst hefur í upprunaleit hennar síðastliðið ár í jólablaði DV.
Lesa meira

DV.is - Færist skrefi nær móður sinni með hverjum pósti

DV.is - Færist skrefi nær móður sinni með hverjum pósti
Brynja hóf leitina að uppruna sínum í byrjun árs – Biðin erfiðust, en ferlið hefur kennt henni mikið um sjálfa sig „Ef einhver finnst og ef þau vilja hitta mig, þá fer ég örugglega fyrr út en ég hafði ætlað mér,“ segir Brynja Valdimarsdóttir, sem í ársbyrjun tók þá ákvörðun að ráðast í það stóra verkefni að leita uppruna síns og móður sinnar á Srí Lanka. DV ræddi við Brynju fyrir ári þegar hún stóð á krossgötum og var að vega og meta hvort hún ætti að gefa grænt ljós á formlega upprunaleit. Þá hafði hún nýlega fengið fæðingarvottorð sitt og önnur skjöl sem hún hafði eftir áralanga forvitni, ákveðið að kalla eftir upp á von og óvon um að þau væru til. Brynja fæddist á Srí Lanka en það var þann 14. desember 1985 sem móðir hennar hér á landi sótti hana sex vikna gamla og veikburða og bjó henni öruggara og betra líf hér á landi.
Lesa meira

Jól

Starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar fer í jólafrí til að hlaða batteríin en opnar skrifstofuna aftur þann 4.janúar. Að sjálfsögðu munum við fylgjast með tölvupóstum sem berast og neyðarsíminn (895-1480) verður virkur og brugðist verður við neyðartilvikum. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Lesa meira

Vísir.is - Fleiri leita upprunans

Vísir.is - Fleiri leita upprunans
Þættirnir Leitin að upprunanum sem sýndir voru á Stöð tvö núí haust fjölluðu um ættleidda Íslendinga sem leita uppruna síns. Í þáttunum fundu þrjár konur blóðfjölskyldur sínar í fjarlægum löndum eftir mikla rannsóknarvinnu. Þættirnir hafa verið mörgum ættleiddum áÍslandi hvatning og hefur fyrirspurnum um upprunaleit rignt inn hjá Íslenskri ættleiðingu. Þá leggur fólk inn beiðni um tíma hjá sálfræðingi til að undirbúa sig fyrir upprunaleitina og að fá að sjáættleiðingarskjölin sín. „Við vorum að fá eina beiðni á tveggja mánaða fresti á síðasta ári. Nú erum við að sjá eina beiðni á viku,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Kristinn segir félagið fyrst og fremst veita sálrænan stuðning fyrir leitina, á meðan henni stendur en einnig eftir hana. Einnig vilji foreldrar í sumum tilfellum fá aðstoð, enda upplifi sumir höfnun eða þeir hafi ekki verið að standa sig sem foreldrar, ef barnið vill leita uppruna síns. En það er á dagskrá hjáÍslenskri ættleiðingu að aðstoða við leitina sjálfa. „Það er komiðá dagskrá hjá okkur og partur af starfsáætlun næsta árs er að heimsækja upprunalönd, til að mynda Sri Lanka og Indónesíu, til að ná sambandi við yfirvöld þar og búa til tengiliði sem við getum reitt okkur á,“ segir Kristinn. Sigríður Dhammika Haraldsdóttir er ættleidd frá Sri Lanka og hefur dreymt um að leita upprunans frá barnæsku. Eftir þættina hefur hún varla getað hugsað um annað. „Ég grét og hló og allt yfir þessum þáttum. Þættirnir gáfu manni kannski líka falskar vonir því ef maður kemst á þennan stað, að finna foreldra sína eða ekki, þá veit maður ekki hvernig það endar,“ segir Sigríður en í þáttunum náðist árangur í öllum leitunum en það þarf ekki að vera raunin hjá öðrum.
Lesa meira

Vísir.is - Brynja býður systur sinni til Íslands: „Hún hefur aldrei séð snjó“

Vísir.is - Brynja býður systur sinni til Íslands: „Hún hefur aldrei séð snjó“
„Það er erfitt að þegja í níu mánuði,“ sagði Brynja M. Dan Gunnarsdóttir í Bítinu á Bylgjunni á miðvikudaginn síðasta. Lokaþátturinn af Leitinni af upprunanum var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi en þar var saga þeirra þriggja sem fjallað var um rifjuð upp og farið yfir seríuna í heild sinni. Saga Brynju Dan vakti strax mikla athygli en hún fann líffræðilega móður sína og eignaðist í leiðinni systur. Alls eru níu mánuðir liðnir síðan ferlið hennar Brynju var tekið upp og gat hún ekkert tjáð sig um málið í þann tíma. En í lokaþættinum í gær kom fram að hana dreymir um að fá systur sína í heimsókn til landsins en sú ósk mun rætast í janúar. Brynju langar að fá hana til Íslands í skiptinámi.
Lesa meira

Vísir.is - Faðirinn myrtur af glæpagengi

Vísir.is - Faðirinn myrtur af glæpagengi
Rósíka Gestsdóttir er þrítug og starfar sem hjúkrunarfræðingur. Hún er alin upp í Borgar­nesi af þeim Sigurást Karels­dóttur og Jóni Gesti Sveinbjörnssyni. Sigurást og Jón Gestur fóru til Srí Lanka þar sem þau tóku á móti Rósíku, sex vikna gamalli. Þau tóku með sér pappíra um hana og tóku myndir af líffræðilegri móður hennar og þriggja ára gamalli systur. Rósíka leit hins vegar ekki á pappírana fyrr en hún var tuttugu og fimm ára gömul.
Lesa meira

Vísir.is - Leitinni að ljúka og líka hjá sonum Sigrúnar

Vísir.is - Leitinni að ljúka og líka hjá sonum Sigrúnar
„Það verður sérstakur lokaþáttur þar sem við hittum stelpurnar allar aftur, rifjum upp hápunktana úr þáttunum og sýnum reyndar líka nokkur fyndin brot sem enduðu á klippigólfinu,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir um áttunda og síðasta þáttinn af Leitinni að upprunanum sem fer í loftið á sunnudag. Þættirnir hafa vakið mikla eftirtekt og hafa tryggt sér dyggan áhorfendahóp en Sigrún segir að ekki liggi fyrir hvort gerð verði önnur þáttaröð.
Lesa meira

Vísir.is - Fannst draumi líkast að hitta móður sína: Grétu báðar og féllust í faðma

Vísir.is - Fannst draumi líkast að hitta móður sína: Grétu báðar og féllust í faðma
„Dagurinn var strembinn og tilfinningalega átakanlegur en samt draumi líkastur og þetta fór allt miklu betur en ég þorði að vona,” sagði Rósíka Gestsdóttir sem fann líffræðilega móður sína í Sri Lanka í þættinum Leitin að upprunanum sem var sýndur á Stöð 2 í gær. Mæðgurnar grétu báðar þegar þær féllust í faðma en móðirin gaf Rósíku til ættleiðingar fyrir þrjátíu árum, en hún var þá aðeins sex vikna gömul.
Lesa meira

Vísir.is - Fengu skýr fyrirmæli um að reyna aldrei að hafa uppi á móðurinni

Vísir.is - Fengu skýr fyrirmæli um að reyna aldrei að hafa uppi á móðurinni
„Ég vona bara af öllu hjarta að við finnum hana,“ sagði Rósíka Gestsdóttir í þættinum Leitin að upprunanum sem var sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöld, en Rósíka var ættleidd frá Sri Lanka árið 1986 og freistar þess nú að leita að líffræðilegri móður sinni. Í þættinum kom fram að foreldrum hennar hafi á sínum tíma verið sagt af lögfræðingnum sem sá um ættleiðinguna að þau skyldu aldrei reyna að hafa uppi á konunni sem gaf þeim barnið sitt. Það er sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem aðstoðar Rósíku við leitina en þær fóru til Sri Lanka þrátt fyrir að hafa litlar sem engar upplýsingar í höndunum, en náttúruhamfarir í landinu settu meðal annars strik í reikninginn.
Lesa meira

Vísir.is - Kolbrún Sara gerir upp upprunaleitina: „Ég er moldrík kona í dag“

Vísir.is - Kolbrún Sara gerir upp upprunaleitina: „Ég er moldrík kona í dag“
„Vil þakka ykkur hverjum og einum fyrir stuðning í máli, myndum og símtölum. Ég er aftur orðlaus yfir viðtökunum,“ segir Kolbrún Sara Larsen í færslu á Facebook en undanfarnar þrjár vikur hefur verið fjallað um leit Kolbrúnar að foreldrum sínum í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Ferðalag hennar var ótrúlegt og eignaðist hún meðal annars 11 systkini í leiðinni. „Hvern hefði grunað að ég kæmi heim frá Tyrklandi með bakpokann fullan af upplýsingum, auka ári (hóst) og þakklæti? Tja ekki mér,“ segir hún en í þáttunum kom meðal annars í ljós að Kolbrún er fædd árið 1979, ekki 1980 eins og hún hélt alltaf.
Lesa meira

Vísir.is - Móðir Kolbrúnar brotnaði niður þegar hún hitti dóttur sína eftir 37 ár

Vísir.is - Móðir Kolbrúnar brotnaði niður þegar hún hitti dóttur sína eftir 37 ár
Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum. Sagan um Kolbrúnu Söru Larsen hefur verið ótrúleg síðustu þrjár vikur en fjallað hefur verið um hana í þáttunum Leitin að upprunanum. Þriðji og síðasti þátturinn af hennar sögu var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi og vakti þátturinn mikla athygli. Í þáttunum hefur hún meðal annars fundið föður sinn og eignast fjölmörg systkini. En alltaf átti hún eftir að hitta móður sína. Eftir langt og strangt ferðalag í afskekkt fjallaþorp í Tyrklandi náði hún loksins að hitta líffræðilega móður sína. Það gerði hún þrátt
Lesa meira

Reynslusaga - Ættleiðing er frábær kostur. Eftir Sigrúnu Evu og Bjarna Magnús

Reynslusaga - Ættleiðing er frábær kostur. Eftir Sigrúnu Evu og Bjarna Magnús
Sigrún Eva og Bjarni Magnús ættleiddu Veigar Lei frá Kína árið 2014. Þau voru svo væn að deila sögu sinni með félagsmönnum Íslenskrar ættleiðingar. Ferlið Eftir að í ljós kom að við þyrftum á aðstoð að halda til þess að eignast barn og við vegið og metið stöðuna sem við vorum í ákváðum við að það að ættleiða barn væri rétt leið fyrir okkur. Draumur okkar var að eignast barn og fannst okkur ættleiðing frábær kostur. Við fórum í viðtal hjá Kristni (framkvæmda-stjóra ÍÆ) og fengum hann til að fara aðeins yfir þau lönd sem í boði voru fyrir okkur. Þetta var í febrúar 2012.
Lesa meira

Kjörforeldrar ósáttir við þjónustu sýslumanns

Kjörforeldrar ósáttir við þjónustu sýslumanns
Foreldrar sem hafa ættleitt börn frá öðrum löndum á síðustu tveimur árum eru afar ósáttir við þjónustu sýslumannsembættisins í Reykjavík. Í könnun á þjónustu við kjörforeldra kemur fram að aðeins 15,4 prósent voru ánægð með viðmót starfsfólks sýslumannsembættisins og 11,5 prósent voru ánægð með afgreiðsluhraða og veittar upplýsingar. „Þarna þarf að taka vel til,“ er haft eftir einum þátttakenda í könnuninni. „Það þarf að gerbreyta öllu verklagi, þetta er viðkvæmur málaflokkur fyrir umsækjendur og auðvitað börnin. Þjónustan þarf að vera persónulegri.“
Lesa meira

Styrkur úr óvæntri átt!

Styrkur úr óvæntri átt!
Á dögunum bankaði þakklát fjölskylda á dyrnar hjá félaginu og langaði til að leggja því lið og þakka fyrir veitta þjónustu. Fjölskylduna langaði að styrkja félagið sitt og var búin að leggja inná reikning þess eina milljón króna. Stjórn Íslenskrar ættleiðingar þiggur styrkinn með þökkum og mun verja honum til góðra verka í þágu ættleiddra barna og fjölskyldna þeirra.
Lesa meira

Jólaball í Reykjavík

Jólaball í Reykjavík
Jólasveinarnir munu hafa í nógu að snúast þessi jólin því að þeir hafa rétt sex daga til að koma sér til Reykjavíkur og hitta félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar í Hörpunni. Við vonum að það verði nóg eftir í pokanum þegar þeir koma suður svo að hægt verði að gleðja börnin á höfuðborgarsvæðinu. Gamanið hefst kl. 13:00 í Hörpunni og verður boðið uppá vöfflur og heitt súkkulaði, ávexti og safa fyrir þá sem það vilja.
Lesa meira

Jólaball á Akureyri

Jólaball á Akureyri
Sunnudaginn 27. nóvember standa félagsmenn norðan heiða fyrir jólaballi á Akureyri. Fjörið hefst kl. 11:00 í Brekkuskóla og hefur heyrst að jólasveinar muni leggja leið sína á ballið með pokann á bakinu og hver veit nema að í honum leynist eitthvert góðgæti og jafnvel smá glaðningur…
Lesa meira

Fræðsla - Leitin að upprunanum

Fræðsla - Leitin að upprunanum
Þættirnir Leitin að upprunanum hafa vakið mikla eftirtekt hjá almenningi og hafa landsmenn tekið þáttunum ótrúlega vel. Nú er búið að segja sögur Brynju Dan, Kolbrúnar Söru og Rósíku. Síðasti þátturinn verður svo uppgjör eftir upprunaleitina. Í þættinum fara Brynja, Kolbrún og Rósíka yfir upplifun sína af þessu magnaða ferðalagi. Félagar Íslenskrar ættleiðingar fá forskot á sæluna og fá að sjá lokaþáttinn í forsýningu og fá tækifæri til að spyrja þremenninganna spjörunum úr.
Lesa meira

Vísir.is - Kolbrún Sara missir sjálf af lokaþættinum: „Vona svo sannarlega að þið njótið og dæmið ekki“

Vísir.is - Kolbrún Sara missir sjálf af lokaþættinum: „Vona svo sannarlega að þið njótið og dæmið ekki“
„Ekki það að ég þurfi að minna á en langaði bara að láta ykkur vita að síðasti þátturinn af ferðalagi mínu í leitinni minni að upprunanum er í kvöld. Sjálf er ég að vinna og þar af leiðandi fæ ég ekki að horfa á sama tíma og þið,“ segir Kolbrún Sara Larsen í stöðufærslu á Facebook. Þriðji og síðasti þátturinn af hennar sögu verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld en hún hefur verið til umfjöllunar undanfarnar tvo sunnudaga í þáttunum Leitin að upprunanum. Síðasti þáttur var sannarlega ótrúlegur og hlaut óvæntan endi þegar Kolbrún ljóstraði því upp að hún ætlaði að halda til fundar við móður sína í afskekktu fjallaþorpi, þrátt fyrir að fjölskyldan hefði ráðlagt henni að gera það ekki. Það eru því vafalaust margir sem bíða spenntir eftir þættinum í kvöld, en Kolbrún sjálf missir því miður af honum.
Lesa meira

Fréttablaðið - Fleiri vilja leita upprunans

Fréttablaðið - Fleiri vilja leita upprunans
Sjónvarpsþættirnir Leitin að upprunanum sem eru sýndir á Stöð 2 hafa vakið mikla athygli en þar fylgir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ættleiddum einstaklingum eftir í leit að upprunanum. Að sögn Kristins Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, hafa uppkomin ættleidd börn í auknum mæli leitað til félagsins með það í huga að feta sömu braut. Nýlega bárust fréttir af því að færri börn séu ættleidd á milli landa nú en áður. Skýringarnar eru fjölþættar. Kristinnn segir pólitískar, efnahagslegar og félagslegar ástæður liggja að baki því að færri börn séu ættleidd á milli landa nú en áður. „Fæst lönd vilja ættleiða frá sér börn enda er víða lögð áhersla á að þau alist upp sem næst upprunanum. Sum líta jafnvel þannig á að það gefi til kynna að þau geti ekki brauðfætt sitt fólk. Þá hefur hagsæld víða aukist sem dregur úr þörfinni. Áður fyrr voru sömuleiðis nokkur stór ættleiðingarlönd sem ættleiddu frá sér mikið af börnum. Þeim hefur sem betur fer fækkað
Lesa meira

Vísir.is - Leitin að upprunanum: Hitti systur sínar og föður í fyrsta skipti

Vísir.is - Leitin að upprunanum: Hitti systur sínar og föður í fyrsta skipti
„Augnablikið sem ég er búin að bíða eftir í meira en 30 ár var bara áðan og er allt í einu búið,“ sagði Kolbrún Sara Larsen í fjórða þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gær en í þættinum hitti hún fjórar eldri systur sínar og föður í fyrsta skipti síðan hún var ættleidd frá Tyrklandi til Íslands tveggja ára gömul. „Ég held að það hafi verið jafn mikilvægt fyrir þau að vita að ég hafi átt góða ævi eins og fyrir mig að vita að þau hafa það gott og eru hamingjusöm. Þátturinn var sannarlega ótrúlegur og hlaut óvæntan endi þegar Kolbrún ljóstraði því upp að hún ætlaði að halda til fundar við móður sína í afskekktu fjallaþorpi, þrátt fyrir að fjölskyldan hefði ráðlagt henni að gera það ekki. Það eru því vafalaust margir sem bíða spenntir eftir þættinum næsta sunnudag. Meðfylgjandi er brot úr þætti gærkvöldsins.
Lesa meira

Lokað vegna veikinda

Í dag, 11.nóvember verður lokað á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar vegna veikinda. Hægt er að senda tölvupóst á isadopt@isadopt.is
Lesa meira

Vísir.is - Kolbrún hélt að hún væri fyrsta barn foreldra sinna

Vísir.is - Kolbrún hélt að hún væri fyrsta barn foreldra sinna
Leitin að upp­runanum - Hélt hún væri fyrsta barn for­eldra sinna STEFÁN ÁRNI PÁLSSON SKRIFAR Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum. „Ég fékk smá sjokk þegar ég fékk þessar fréttir og hugsaði með mér að þetta gæti bara ekki verið,” sagði Kolbrún Sara Larsen í þriðja þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi en Kolbrún var ættleidd frá Tyrklandi tveggja ára gömul og hefur öll sín 36 ár staðið í þeirri trú að hún hafi verið fyrsta barn mjög ungra foreldra. Upplýsingar frá manni í Tyrklandi, sem samþykkti að hjálpa henni við leitina, kollvörpuðu því litla sem hún taldi sig vita um fortíð sína, en hann færði henni þær fréttir að hún væri yngst fimm systra.
Lesa meira

Fréttablaðið - Elskaði hana frá fyrsta degi

Fréttablaðið - Elskaði hana frá fyrsta degi
Brynja Dan Gunnarsdóttir var kornung þegar hún var ættleidd frá Srí Lanka til Íslands. Hún fann líffræðilega móður sína með aðstoð Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur, dagskrárgerðarkonu á Stöð 2, í sumar. Konu sem hún hefur haft fyrir augunum á ljósmynd síðan hún var lítil. Brynja er 31 árs og býr í Garðabænum með fjölskyldu sinni. Hún fékk ábendingu um gerð þáttarins og ákvað að taka þátt. „Þessi ljósmynd hefur alltaf verið það dýrmætasta sem ég hef átt. Þarna stendur blóðmóðir mín með mig í fanginu tilbúin að gefa mig til foreldra minna. Og nú hef ég fengið tækifæri til að tengjast henni og þakka henni fyrir það sem hún gaf mér. Stórkostlegt líf,“ segir Brynja.
Lesa meira

Ættleiðing og upprunaleit

Ættleiðing og upprunaleit
Mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar var haldinn 27. október sl. á Hilton hóteli. Brynja M. Dan Gunnarsdóttir hélt erindi um hvernig er að vera ættleidd á Ísland og upprunaleit. Mætingin var einstaklega góð, bæði þeirra sem mættu á staðinn og þeirra sem fylgust með á netinu. Að loknu erindi Brynju Dan urðu góðar, áhugaverðar og gagnlegar umræður. Fólk virtist mjög ánægt með erindi og frammistöðu Brynju Dan. Íslensk ættleiðing þakkar Brynju Dan fyrir hennar framlag og öllum þeim sem mættu á erindið eða fylgdust með því á netinu.
Lesa meira

Visir.is - Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað

Visir.is - Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað
Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað STEFÁN ÁRNI PÁLSSON SKRIFAR „Er þetta hún?" spurði tárvot Brynja M. Dan Gunnarsdóttir þegar hún fékk að sjá gamla ljósmynd af líffræðilegri móður sinni í þættinum Leitin að upprunanum sem var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi, en í fyrstu tveimur þáttunum var fjallað um leit Brynju að móður sinni í Sri Lanka. Báðir hafa þættirnir vakið gríðarlega athygli og umtal en í gær fengu áhorfendur loksins að sjá augnablikið þegar mæðgurnar hittust og féllust í faðma, þrjátíu árum eftir að móðirin gaf Brynju til ættleiðingar.
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Afgreiðsluhraði í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 16.janúar 2007 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 10. janúar til og með 16.janúar, eða umsóknir sem bárust á sex dögum.
Lesa meira

mbl.is - Full­orðnu „börn­in“

mbl.is - Full­orðnu „börn­in“
„Ætt­leiðing­ar og leit­in að upp­runa­fjöl­skyldu hef­ur verið áber­andi í sam­fé­lags­legri umræðu, ekki síst í kjöl­far sjón­varpsþátt­araðar er sýnd er á Stöð2 um þess­ar mund­ir. Þáttaröðin hef­ur vakið mikla at­hygli og mál­efnið virðist vekja áhuga fólks á þeirri flóknu stöðu sem ætt­leidd­ir oft á tíðum búa við. Í raun er það skilj­an­legt því mál­efnið er oft sveipað dulúð, óvissu, for­vitni og æv­in­týraljóma,“ seg­ir Guðbjörg Helga­dótt­ir mann­fræðing­ur og fjöl­skyldumeðferðarfræðing­ur hjá Sál­fræðing­un­um, Lyng­hálsi 9, í nýj­um pistli:
Lesa meira

Reynslusaga - Þrír bræður og foreldrar þeirra. Eftir Unni Björk Arnfjörð

Reynslusaga - Þrír bræður og foreldrar þeirra. Eftir Unni Björk Arnfjörð
Þann 21. febrúar 2015 fengum við hjónin, ég og hann Páll Sæmundsson, langþráð símtal. Búið að para okkur við þrjá bræður sem bjuggu í bænum Most í Tékklandi. Aðdragandinn var þó aðeins lengri… Reykjavík – Ísafjörður – Tékkland Á sama tíma fékk fjölskyldufaðirinn vinnu úti á landi svo áður en símtalið dásamlega kom vorum við búin að selja íbúðina okkar í Reykjavík og kaupa okkur hús á Ísafirði. Hins vegar var aðeins annað okkar flutt vestur og húsið áttum við ekki að fá afhent fyrr en 1. apríl ef ég man rétt. Það beið okkar því mikil vinna að pakka öllu okkar dóti niður á sama tíma og við vorum að undirbúa komu bræðranna inn í líf okkar. Sem betur fer hafi ég aðeins byrjað að sanka að mér dóti og þurftum við því ekki að kaupa allt á þessum tveimur mánuðum sem við höfðum til undirbúningsins. Með góðri aðstoð fjölskyldu og vina náðum við þó að gera eins klárt og hægt var þegar við settumst upp í flugvél á leið til Þýskalands þann 18. apríl. Upphaflega hafði staðið til að við færum út 10 dögum fyrr en örlögin gripu enn í taumana hjá okkur því upphafleg áætlun um sameiningu fjölskyldunnar gekk ekki eftir. Ný lög í Tékklandi ollu því að einn af drengjunum var ekki löglega laus til ættleiðingar strax. Biðin eftir því valt á 5-6 mánuðum og án þess að blikka auga spurðum við hvort við gætum samt ekki farið út og beðið með drengjunum þar til allir pappírar væru tilbúnir. Það leyfi fékkst, þó með þeim fyrirvara að á meðan dvölinni úti stæði, værðum við með drengina í skammtímafóstri. Það voru því
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Þann 12. október sameinaðist fjölskylda í Tékklandi. Þetta er önnur fjölskyldan sem sameinast á þessu ári og börnin orðin þrjú. Íslensk ættleiðing sendir fjölskyldunni hugheilar hamingjuóskir og hlakkar til að fá að hitta litlu gullmolana. Nú hafa 30 börn verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands með milligöngu félagsins, en fyrsta barnið sem ættleitt var til Íslands frá Tékklandi kom heim árið 2007.
Lesa meira

Áskorun um breytingar á aldurviðmiðum

Áskorun um breytingar á aldurviðmiðum
Íslensk ættleiðing hefur um langa hríð mælt fyrir breytingum á ákvæði 11. gr. reglugerðar, nr. 238/2005 um ættleiðingar þar sem þau sjónarmið eru lögð til grundvallar að tekið verði tillit til aldurs barns og/eða skilgreindra þarfa, fremur en að einblínt sé á aldur viðkomandi umsækjenda. Reglugerð nr. 238/2005 var síðast breytt með reglugerð nr. 996/2009 þar sem ákvæði 11. gr. var bætt við. Ákvæðið fól í sér heimild fyrir sýslumann til þess að gefa út nýtt forsamþykki eða framlengja forsamþykki þegar svo stæði á að gildistími forsamþykkis eða framlengds forsamþykkis til ættleiðingar rynni út eftir að umsækjandi hefði náð 45 ára aldri og umsókn hans væri til meðferðar hjá stjórnvöldum í upprunaríki. Nýtt eða framlengt forsamþykki af þessu tagi gilti nú hér eftir þar til sá umsækjenda sem væri yngri, þegar um par væri að ræða, næði 50 ára aldri. Breytingarnar voru gerðar til að koma til móts við óskir einstaklinga sem vilja ættleiða börn erlendis frá. Þær tóku mið af því að rýmka reglur vegna lengri biðtíma eftir börnum að svo miklu leyti sem það þótti unnt án þess að ganga gegn hagsmunum barnanna.
Lesa meira

Tungumála- og menningarnámskeið

Tungumála- og menningarnámskeið
Íslensk ættleiðing í samvinnu við Konfúsíusarstofnunina Norðurljós hefur um nokkurt skeið staðið fyrir námskeiðum í kínversku og um kínverska menningu. Í október hófst tilraunaverkefni þar sem nokkrum fjölskyldum var boðð að taka þátt í þróun námskeiðs fyrir fjölskyldur sem eru að undirbúa upprunaferð til Kína. Á námskeiðinu er farið yfir helstu kínversku táknin sem geta komið að góðum notum á ferðalaginu og helstu siði sem gott er að vera meðvitaður um. Lárus H. Blöndal sálfræðingur Íslenskrar ættleiðingar verður svo þátttakendum innan handar þegar kemur að sálrænum undirbúningi þátttakenda áður en að haldið er af stað til Kína. Gert er ráð fyrir að næsta námseið hefjist í janúar, en það verður auglýst betur síðar.
Lesa meira

Miðstjórnvald Tógó heimsækir Ísland

Miðstjórnvald Tógó heimsækir Ísland
Innanríkisráðherra Íslands Ólöf Norðdal bauð fulltrúum ættleiðingarnefndar Tógó í heimsókn til Íslands nú á dögunum og hafa þeir þekkst boðið. Þá fól ráðherra Íslenskri ættleiðingu að skipuleggja heimsóknina og bera kostnaðinn af henni. Fulltrúar nefndarinnar eru væntanlegir í desember og munu þeir kynna sér Íslenska ættleiðingarmódelið. Fundað verður með sérfræðingum innanríkisráðuneytisins og sýslumannsembættisins, ásamt stjórn og starfsfólki félagsins. Fjölskyldur sem hafa ættleitt frá Tógó verða heimsóttar.
Lesa meira

Fræðsla - Leitin að upprunanum

Fræðsla - Leitin að upprunanum
Í tilefni af sýningu þáttanna Leitin að upprunanum mun Íslensk ættleiðing vera með fræðslu henni tengdai. Fimmtudaginn 27. Október, kl. 20:00 mun Brynja M. Dan Gunnarsdóttir ríða á vaðið með erindinu Ættleiðing og upprunaleit en Brynja er ein af þeim sem er í þáttunum. Brynja er móðir, verkfræðimenntuð og vinnur sem markaðsstjóri hjá s4s. Hún mun miðla reynslu sinni af því að vera ættleidd til Íslands og af upprunaleit sinni síðastliðið sumar. Þriðjudaginn 29. nóvember mun gefast kostur á að horfa á lokaþátt seríunar með þremeningunum sem fjallað er um í þáttunum ásamt þáttastjórnandanum. Í lokin verður svo opnað fyrir spurningar til þeirra um þættina, ferlið og upplifunina af upprunaleitinni. Ættleiddir og aðstandendur þeirra eru sérstaklega hvattir til að koma Þessar tvær fræðslur verða þær síðustu á þessu ári, en þráðurinn verður tekinn upp aftur í janúar 2017.
Lesa meira

Biðlistahópur

Biðlistahópur
Þeir félagar Íslenskrar ættleiðingar sem eiga umsókn um ættleiðingu barns í einhverju af samstarfslöndum félagsins og þeir sem eru að sækja um forsamþykki, hafa reglulega fundað á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar á meðan á biðinni stendur. Hópurinn hefur verið hist reglulega og haldið úti lokuðum Facebook hópi sem er einungis ætlaður þeim sem er á biðlista. Nafn hópsins er „Biða, beið, biðum, beðið“ Hópurinn hittist 15. dag hvers mánaðar og þarf ekki að skrá sig til þáttöku, bara að mæta á skrifstofu félagsins. Starfsmenn félagsins halda ekki utan um þennan hóp, heldur er hann stofnaður að frumkvæði þeirra sem eru á biðlista. Starfsmenn félagsins eru hinsvegar boðnir og búnir að mæta og útskýra eða fræða um einstaka hluti. Hópurinn hittist næst 15. nóvember kl. 20:00.
Lesa meira

Visir.is - Alltaf upplifað sig öðruvísi og hélt að hún myndi smellpassa inn á Sri Lanka

Visir.is - Alltaf upplifað sig öðruvísi og hélt að hún myndi smellpassa inn á Sri Lanka
Brennslan: Brynja Dan upplifði sem "outsider" í Sri Lanka STEFÁN ÁRNI PÁLSSON SKRIFAR „Viðbrögðin voru ótrúleg og það hafa allir verið rosalega einlægir og meyrir,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun en hún var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. Fjallað var um sögu hennar í þáttunum Leitin að upprunanum sem hóf göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. „Harðir gaurar eru bara orðnir mjúkir og meyrir, það segir ýmislegt.“
Lesa meira

Vetrarfrí

Vetrarfrí
Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður lokuð daganna 27. og 28. október vegna vetrarleyfa í grunnskólum. Eitt af meginmarkmiðum félagsins er að vinna að velferð barna og fjölskyldna. Félaginu er umhugað um að börn starfsmanna félagsins njóti foreldra sinna í vetrarleyfum og er því starfsfólki veitt leyfi til að njóta samvista við fjölskyldu sína. Skrifstofa félagsins opnar á ný mánudaginn 31.október og verða starfsmenn þá í betrifötunum.
Lesa meira

Visir.is - Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“

Visir.is - Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“
Þátturinn Leitin að upprunanum hóf göngu sýna á Stöð 2 í gær. Í fyrsta þættinum var farið yfir magnaða sögu Brynju Dan. Í þessari frétt koma fram upplýsingar um þáttinn og hvernig málin hafa þróast hjá Brynju en hún leitar af líffræðilegri móður sinni. Ef þú átt eftir að horfa á þáttinn ættir þú að hætta að lesa lengra.......
Lesa meira

Kvöld­fréttir Stöðvar 2 - Brynja Dan átti þann draum heitastan að hafa uppi á móður sinni

Kvöld­fréttir Stöðvar 2 - Brynja Dan átti þann draum heitastan að hafa uppi á móður sinni
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sögu sína, en hún var ættleidd til Íslands frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. Brynju hefur í áraraðir dreymt um að hafa uppi á móður sinni þar í landi og freistaði gæfunnar á dögunum. Brynja er ein þriggja ungra, íslenskra kvenna sem voru ættleiddar til Íslands á barnsaldri, en leita nú uppruna síns með hjálp sjónvarpskonunnar Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur. Sögur þeirra allra verða sagðar í nýjum þáttum, Leitinni að upprunanum, sem hefja göngu sína á sunnudag á Stöð 2. Leitin ber þær meðal annars í afskekkt fjallaþorp í Tyrklandi og í fátækrahverfi í Sri Lanka. Allar höfðu þessar ungu konur mjög takmarkaðar upplýsingar um forsögu sína, en auk þess eru gögnin sem þær höfðu til að leita eftir yfir þriggja áratuga gömul.
Lesa meira

Ættleiðing og upprunaleit

Ættleiðing og upprunaleit
Brynja M. Dan Gunnarsdóttir heldur erindi um hvernig er að vera ættleidd á Ísland og upprunaleit. Hún er 31 ára móðir, verkfræði-menntuð og markaðsstjóri hjá s4s. Hún hefur áhuga á að miðla reynslu sinni á því að vera ættleidd og af upprunaleit sl. sumar. Fyrirlestur Brynju fer fram á Hilton hóteli, Suðurlandsbraut 2, sal E, fimmtudaginn 27. október 2016, kl. 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

visir.is - Leitin að upprunanum: „Þetta er púslusplið sem vantar“

visir.is - Leitin að upprunanum: „Þetta er púslusplið sem vantar“
„Mig langar svo að veita henni hugarró,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, ein þriggja íslenskra kvenna sem er til umfjöllunar í þáttunum Leitin að upprunanum sem hefja göngu sína á Stöð 2 um helgina. Brynja Dan á mynd af líffræðilegri móður sinni og má þar glögglega sjá hve líkar mægðurnar eru. Í þáttunum fylgir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir konunum þremur út í heim í leit að líffræðilegum foreldrum sínum. „Þær voru allar ættleiddar til Íslands á sínum tíma og höfðu mjög takmarkaðar upplýsingar um sína fortíð,“ segir Sigrún Ósk.
Lesa meira

Sálfræðiviðtöl á Akureyri?

Sálfræðiviðtöl á Akureyri?
Íslensk ættleiðing langar til að kanna þörf sinna félagsmanna fyrir viðtöl hjá Lárusi H. Blöndal, sálfræðingi. Stefnt er að hann komi til Akureyrar í nóvemberlok. Staðsetning og tími verður auglýst síðar ef nægur fjöldi skráninga næst. Félagsmenn Íslenkrar ættleiðingar eru hvattir til að nýta sér þessa frábæru þjónustu. Viðtölin eru ókeypis fyrir félagsmenn, en kosta annars kr. 13.000.-. Skráning viðtalstíma er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar.
Lesa meira

Morgunblaðið - Sífellt færri ættleiðingar milli landa

Morgunblaðið - Sífellt færri ættleiðingar milli landa
Einungis eitt barn hefur verið ættleitt frá útlöndum hingað til lands það sem af er ári, en þau voru 17 allt árið í fyrra. Kristinn Ingvarsson hjá Íslenskri ættleiðingu, sem hefur milligöngu um ættleiðingar erlendra barna á Íslandi, segir að sífellt færri börn séu ættleidd á milli landa í heiminum. Í heild voru 47 börn ættleidd á Íslandi árið 2015 og 37 börn árið 2014. Af þessum 47 börnum voru 28 ættleidd innan fjölskyldu. Í flestum tilvikum var stjúpfaðir kjörforeldri. Tvö börn voru ættleidd á milli fjölskyldna á Íslandi 2015.
Lesa meira

Mbl.is - Úr 10 í 17 á tveim­ur árum

Mbl.is - Úr 10 í 17 á tveim­ur árum
Alls voru 47 ein­stak­ling­ar ætt­leidd­ir á Íslandi árið 2015, sam­kvæmt töl­um Hag­stofu Íslands. Þetta eru nokkuð fleiri en árið 2014, en þá voru ætt­leiðing­ar 37. Árið 2015 voru stjúpætt­leiðing­ar 28 en frumætt­leiðing­ar 19. Með hug­tak­inu stjúpætt­leiðing er átt við ætt­leiðingu á barni (eða kjör­barni) maka um­sækj­anda. Með hug­tak­inu frumætt­leiðing er átt við ætt­leiðingu á barni sem ekki er barn maka um­sækj­anda. Frumætt­leiðing­ar frá út­lönd­um voru 17 árið 2015, og hélt þeim áfram að fjölga frá því að þær fóru í ein­ung­is tíu árið 2013. Frumætt­leiðing­ar frá út­lönd­um höfðu ekki verið svo fáar á einu ári frá ár­inu 1997. Und­an­far­in ár hafa flest ætt­leidd börn verið frá Kína og árið 2015 voru einnig flest­ar ætt­leiðing­ar þaðan, eða átta, en einnig voru ætt­leidd fimm börn frá Tékklandi. Stjúpætt­leiðing­ar árið 2015 voru 28. Það er fjölg­un frá ár­inu 2014, en þá voru þær óvenju­lega fáar eða 19. Í flest­um til­vik­um var stjúp­faðir kjör­for­eldri, en það hef­ur jafn­an verið al­geng­ast. Frumætt­leiðing­ar inn­an­lands voru tvær árið 2015, og hafa þær ein­ung­is einu sinni verið færri á einu ári frá 1990, það var árið 2012 þegar eng­in frumætt­leiðing átti sér stað inn­an­lands.
Lesa meira

Rúv.is - 47 börn ættleidd á Íslandi í fyrra

Rúv.is - 47 börn ættleidd á Íslandi í fyrra
47 voru ættleiddir á Íslandi í fyrra og voru þeir nokkru fleiri en í hittifyrra þegar ættleiðingar voru 37. Stjúpættleiðingar voru 28 og frumættleiðingar 19. Í frétt Hagstofunnar segir að í stjúpættleiðingu sé barn eða kjörbarn maka umsækjenda ættleitt en þegar barn er frumættleitt er það ekki barn maka umsækjenda. 17 börn voru frumættleidd frá útlöndum í fyrra en þau voru bara tíu árinu áður, Flest þeirra sem voru frumættleidd voru frá Kína eða átta en fimm frá Tékklandi. Tvö börn voru frumættleidd innanlands í fyrra, þau hafa bara einu sinn verið færri frá árinu 1990. 2012 var engin frumættleiðing innanlands.
Lesa meira

Austurfrétt - Dóttir ykkar fæddist í gær

Austurfrétt - Dóttir ykkar fæddist í gær
„Ég upplifði mig aldrei öðruvísi hér í þessu dásamlega verndandi umhverfi. Ég held að ég hafi verið sex ára í Kaupfélaginu á Egilsstöðum þegar annað barn lagði hönd sína við mína en þá fór ég aðeins að hugsa hvort ég væri eitthvað öðruvísi, en þar til hafði enginn borið sig saman við mig nema þá í hæð,“ segir Berglind Ósk Guðgeirsdóttir, sem var í opnuviðtali Austurgluggans í síðustu viku. „Dóttir ykkar fæddist í gær,“ var setning sem þau Svanhvít Sigmundsdóttir og Guðgeir Einarsson, foreldrar Berglindar Óskar, höfðu lengi beðið eftir að heyra en þau voru búin að bíða í mörg ár eftir því að fá að ættleiða barn sem loks varð að veruleika í desember 1982. Berglind Ósk er fædd í Jakarta í Indónesíu 7. desember 1982 og var komin til Íslands með móður sinni aðeins 20 dögum síðar. „Á þessum tíma, fyrir 34 árum, var heimurinn svo miklu stærri en hann er núna og töluvert mál fyrir hjón í litlu sjávarþorpi að fara hinum megin á hnöttinn til þess að sækja barnið sitt. Ferðalagið var svakalega dýrt þannig að þau gátu ekki farið bæði. Úr varð að litla sveitastelpan mamma mín, sem lítið sem ekkert hafði ferðast, fór ein. Það eitt og sér er algerlega aðdáunarvert en svona eru þau, röggsöm og ganga í hlutina og var þetta ferðalag aldrei vafi í þeirra huga,“ segir Berglind.
Lesa meira

visir.is - Fann upprunan í Taílandi

visir.is - Fann upprunan í Taílandi
Páll Thamrong Snorrason er nú staddur í Bangkok í Taílandi en þangað fór hann til að leita uppruna síns. Hann var skilinn eftir á götum borgarinnar þegar hann var þriggja mánaða gamall og lögreglunni tókst ekki að finna foreldra hans. Um fjórum árum seinna var Páll ættleiddur af íslensku fólki af barnaheimili sem hann hafði búið á undanfarin ár og ólst hann upp á Seyðisfirði.
Lesa meira

N4 - Milli himins og jarðar

N4 - Milli himins og jarðar
Í þættinum er fjallað um ættleiðingar. Hildur Eir ræðir við hjónin Heimi Bjarna Ingimarsson og Önnu Rósu Friðriksdóttur sem ættleiddu dreng frá Kína, þau ræða undanfara þess að ættleiða, ferðina út og tilfinningarnar sem ferlinu fylgja. Einlægt og gott viðtal sem gagnlegt er að horfa á.
Lesa meira

Birth country as a totem

Birth country as a totem
Prófessor Akira Deguchi heimsótti Ísland í ágúst, en hann hefur rannsakað ættleiðingar á milli landa síðan árið 2000. Hann hefur unnið að langtímarannsókn á ættleiddumbörnum frá Kóreu til Svíþjóðar. Formaður Nordic Adoption Concil bað Íslenska ættleiðingu um að kynna Íslenska ættleiðingarmódelið fyrir prófessor Akira og aðstoða hann við að hitta fjölskyldur sem hafa ættleitt fleiri en eitt barn. Prófessor Akira heimsótti Kristjönu og Atla og fræddist um ættleiðingarferli þeirra hjóna, en þau hafa ættleitt tvisvar frá Kólumbíu. Systurnar Katrín Rut og Freydís María tóku vel á móti honum og sýndu honum hvernig íslensk börn eru í leik og starfi. Hann heimsótti einnig Ingibjörgu og Valdimar sem hafa ættleitt tvisvar frá Kína. Þau Eysteinn Orri og Dagbjört Ósk léku á als oddi, sýndu honum herbergin sín ásamt kínverskum gersemum. Í heimsóknunum var fókusinn á upplifun eldra barnsins á að fara til upprunalandssins þegar fjölskyldan fór til að ættleiða það yngra.
Lesa meira

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon
Það var í glampandi sumarsól sem hlauparar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka héldu af stað til að efla sál sína og sinni. Íslensk ættleiðing hefur verið eitt af þeim félögum sem keppendum býðst að hlaupa fyrir með því að fá æsta aðdáendur til að heita á þá. Að þessu sinni voru það 13 hlauparar sem samtals lögðu að baki 138 kílómetra og söfnuðu 300.000 krónum. Hlauparar félagsins voru áberandi þar sem þeir geistust áfram í glæsilegum bolum merktum félaginu. Sumir voru að hlaupa sitt fyrsta hlaup fyrir félagið en aðrir að hlaupa aftur. Ester Ýr Jónsdóttir var að hlaupa sitt fyrsta hlaup og safnaði hún mest fyrir félagið að þessu sinni. Ester Ýr setti sér markmið að safna 50.000 krónum, en því takmarki náði hún fljótt. Hún hækkaði því markmiðið uppí 100.000 og náði því og gott betur! Ester Ýr og Sigþór maðurinn hennar ættleiddu dreng frá Tékklandi í fyrra og var það síðasta barnið sem kom heim á því ári. Fjölskyldan er ákaflega þakklát því góða starfi sem félagið vinnur og vildi Ester Ýr leggja sitt af mörkum til að styðja við starfið.
Lesa meira

Uppselt - Er ættleiðing fyrir mig?

Uppselt - Er ættleiðing fyrir mig?
Undirbúningsnámskeiðið Er ættleiðing fyrir mig? verður haldið helgina 24-25 september og 29. október. Umsækjendum um ættleiðingu er skylt samkvæmt reglugerð að sækja námskeiðið. Námskeiðið er fyrir fólk sem er að taka fystu skrefin í ættleiðingarferlinu og er hannað til að aðstoða við að taka ákvörðun um hvort ættleiðing barns sé skuldbinding sem fólk treystir sér í. Að jafnaði stendur félagið fyrir tveimur námskeiðum á ári. Uppselt er á námskeiðið að þessu sinni! Næsta námskeið verður haldið í febrúar 2017.
Lesa meira

Fræðsla fyrir barnaverndarnefndir

Fræðsla fyrir barnaverndarnefndir
Þegar umsækjendur um forsamþykki hafa skilað inn umsókn sinni til Íslenskrar ættleiðingar er hún yfirfarin af sérfræðingum félagsins og áframsend til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Þar er umsóknin yfirfarin á ný og kallað eftir sakavottorðum og fæðingarvottorðum umsækjenda. Þegar öll gögn liggja fyrir er beiðni send til barnaverndar sveitafélagsins þar sem umsækjendurnir búa, um að kanna hagi umsækjendendanna og hæfi þeirra til að ættleiða erlent barn. Sýslumannsembættið óskar eftir því að barnaverndarnefndin kanni hagi umsækjenda og meti hæfni þeirra til að taka að sér erlent barn.
Lesa meira

Loksins áttum við von á barni

Loksins áttum við von á barni
Ester Ýr Jónsdóttir og Sigþór Örn Sigþórsson ættleiddu dreng frá Tékklandi sl. vetur. Ester Ýr segir frá umsóknarferlinu, viðmóti annarra og biðinni eftir að umsóknin var samþykkt úti í Tékklandi. Hún greinir frá því sem þau hjónin gerðu til að auka vellíðan í biðinni. Auk þess segir Ester Ýr frá dvölinni úti í Tékklandi og tímanum heima með barninu. Erindi Esterar Ýrar fer fram á Hilton hóteli, Suðurlandsbraut 2, sal E, fimmtudaginn 29. september 2016, kl. 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangegt er boðið upp á erindið á netinu. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Auka aðalfundur 15. september 2016

Auka aðalfundur 15. september 2016
Auka aðalfundur var haldinn þann 15. september 2016. Fyrir fundinum lá að kjósa tvo fulltrúa í stjórn. Tvö framboð bárust að þessu sinni frá Ara Þór Guðmannsyni og Sigurði Halldóri Jessyni. Þeir voru því sjálfkjörnir. Ekki var annað á dagskrá fundarins og var honum slitið í eftir að þeim var klappað lof í lófa. Nú er stjórn félagsins fullskipuð og er mikil tillhlökkun innan stjórnarinnar að takast á við komandi vetur.
Lesa meira

Aðalfundur 15. september, kl. 20:00

Aðalfundur 15. september, kl. 20:00
Auka aðalfundur verður haldinn n.k. fimmtudag. Fyrir fundinum liggur að kjósa tvo fulltrúa í stjórn þar sem ekki voru nógu margir í framboði á síðasta aðalfundi.
Lesa meira

Birth country as a totem 31.ágúst kl:17:30

Prófessor Akira Deguchi mun kynna rannsókn sína "Birth country as a totem: Korean adoptees in Scandinavia and their nostalgia?" Akira Deguchi er prófessor í mannfræði við Shimane Háskólann í Japan og hefur rannsakað ættleiðingar milli landa síðan árið 2000. Fyrirlesturinn mun fara fram í sal F á Hótel Hilton, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, miðvikudagskvöldið 31.ágúst kl 17:30. Frítt verður á fyrirlesturinn fyrir félagsmenn en 1000 krónur fyrir aðra.
Lesa meira

Aukaaðalfundur 15.september kl: 20:00

Aukaaðalfundur 15.september kl: 20:00
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar boðar til auka aðalfundar fimmtudaginn 15.september klukkan 20:00 í sal E á Hótel Hilton, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Dagskrá: Stjórnarkjör Framborðsfrestur til stjórnar rennur út fimmtudaginn 1.september kl. 20:00. Senda skal inn framboð á netfangið isadopt@isadopt.is Á síðastliðinum aðalfundi náðist ekki að fullmanna stjórn félagsins sem samkvæmt samþykktum þess á að vera skipuð 7 fulltrúum, en er í dag skipuð 5 fulltrúum. Því er boðað til auka aðalfundar og eru félagsmenn hvattir til að bjóða krafta sína fram í þágu félagsins.
Lesa meira

mbl.is - Fjar­lægðin dreg­ur ekk­ert úr vinátt­unni

mbl.is - Fjar­lægðin dreg­ur ekk­ert úr vinátt­unni
Þær eru afar sam­rýnd­ar æsku­vin­kon­urn­ar Alda og Dórót­hea sem búa hvor í sín­um lands­hlut­an­um, önn­ur í höfuðborg­inni en hin norður í Þing­eyj­ar­sýslu. Þær dvelja æv­in­lega sam­an sum­ar­langt við Mý­vatn og þá er margt brallað. Þær fædd­ust í Kína en voru ætt­leidd­ar af ís­lensk­um for­eldr­um og þeim líður ekk­ert öðru­vísi en öðrum Íslend­ing­um, þó að út­lit þeirra sé ólíkt út­liti flestra sem hér búa.
Lesa meira

Mbl.is - "We don't let the distance separate us"

Mbl.is -
Dóróthea and Alda in Alda's garden in Reykjavik. They are both turning fourteen later this year. mbl.is/Ófeigur Lýðsson Alda and Dórothea were adopted from China to Iceland. One lives in Reykjavik and the other lives in North Iceland near Mývatn. The two girls have been best friends from childhood and they meet up with their families at Mývatn every summer. "We met when we were two years old according to our parents, because we don't remember," they say. "Our first memories are from being outside playing or inside watching Söngvaborg (a children's television show with music). We would dance around in our swimsuits and sing along." Alda Áslaug Unnardóttir and Dóróthea Örnölfsdóttir don't let the distance between them separate them. "We talk a lot on Skype and Facetime."
Lesa meira

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon
Á morgun munu þúsundir hlaupara þjóta um göturnar í 33. Reykjavíkurmaraþoninu. Að þessu sinni eru 13 hlauparar sem hlaupa til styrktar Íslenskrar ættleiðingar. Þessir hlauparar ætla að hlaupa samtals 138 kílómetra en með þeim hefur hlaupasveit félagsins hlaupið samtals 1208 kílómetra. Nú hafa safnast 225.000 krónur sem munu fara í uppbyggingu á barna- og unglingastarfi hjá félaginu. Artur Jarmoszko, Dagbjört Eiríksdóttir, Ester Ýr Jónsdóttir, Guðlaug Sveinsdóttir, Sigurbjörg Harðardóttir, Sindri Snær Hjaltason eru að hlaupa sitt fyrsta hlaup fyrir félagið. Guðrún Johnson, Júlíus Már Þorkelsson, Korinna Bauer, Lovísa Lín Traustadóttir og Viðar Másson eru að hlaupa sitt annað hlaup fyrir félagið. Hans Orri Straumland og Trausti Ægisson eru að hlaupa sitt fimmta hlaup fyrir félagið! Hlaupararnir verða vel merktir og eru ýmist að hlaup 10 kílómetra eða hálft maraþon. Við hvetjum ykkur til að hvetja hlauparana okkar vel á hlaupunum á morgun og halda áfram að heita á þá…
Lesa meira

Grill í Gufunesbæ 28.ágúst

Grill í Gufunesbæ 28.ágúst
Sunnudaginn 28.ágúst kl 11:00 ætlum við að grilla pylsur og hamborgara í Gufunesbæ í Grafavogi. Drykkir verða einnig í boði. Gufunesbær er með stórt útivistarsvæði með leiksvæði fyrir börnin og góða grillaðstöðu. Frítt er fyrir félagsmenn. Hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira

Að byrja í leik- og grunnskóla

Að byrja í leik- og grunnskóla
Íslensk ættleiðing stendur að fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í leik- eða grunnskóla. Fræðslan verður haldin kl. 17:00 þriðjudaginn 23. ágúst n.k. Leiðbeinendur eru Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir grunnskólakennari, MA í sérkennslu og Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísinda-sviðs Háskólans á Akureyri. Fræðslan fer fram að Huldugili 56 Akureyri. Skráning hér Gjaldfrítt er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir aðra.
Lesa meira

Mbl.is - „Þetta er dá­sam­leg lífs­reynsla“

Mbl.is - „Þetta er dá­sam­leg lífs­reynsla“
Ester Ýr Jóns­dótt­ir hleyp­ur 10 kíló­metra í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka og safn­ar áheit­um fyr­ir Íslenska ætt­leiðingu, en Ester og eig­inmaður henn­ar eignuðust sitt fyrsta barn síðastliðið haust, þegar þau ætt­leiddu dreng frá Tékklandi. Son­ur­inn val­inn út frá for­eldr­un­um Ester seg­ir nauðsyn­legt er að fara í gegn­um Íslenska ætt­leiðingu, ef ætt­leiða á er­lend­is frá. Ferli henn­ar hófst um mánaðamót­in janú­ar-fe­brú­ar 2014 og fengu þau svo­kallað for­samþykki frá sýslu­mann­in­um í Reykja­vík í júní sama ár. Hófst þá um­sókn­ar­ferlið fyr­ir um­sókn til Tékk­lands.
Lesa meira

Sumarleyfi - 11.júlí til 29.júlí

Sumarleyfi - 11.júlí til 29.júlí
Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður lokuð vegna sumarleyfa í þrjár vikur í sumar, frá 11. júlí til 29. júlí. Þrátt fyrir að skrifstofan sé lokuð er þess vandlega gætt að mál sem þola enga bið fái afgreiðslu. Til þess að mæta þeim málum verður alltaf starfsmaður á bakvakt þessar vikur og verður fylgst með pósthólfi félagins. Neyðarsími: 895-1480
Lesa meira

Að byrja í leik- og grunnskóla á Akureyri og nágrenni

Að byrja í leik- og grunnskóla á Akureyri og nágrenni
Íslensk ættleiðing stendur að fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í leik- eða grunnskóla. Fræðslan verður haldin kl. 17:00 þriðjudaginn 21. júní. Leiðbeinendur eru Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir grunnskólakennari, MA í sérkennslu og Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Fræðslan fer fram að Huldugili 56 Akureyri. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Gjaldfrítt er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir aðra.
Lesa meira

Lokað vegna ráðstefnu

Lokað vegna ráðstefnu
Starfsmenn og stjórn Íslenskrar ættleiðingar eru á leið til Hollands á ráðstefnu EurAdopt. Skrifstofan verður því lokuð frá og með þriðjudeginum 31.maí til og með föstudeginum 3.júní. Ef erindi félagsmanna þola ekki bið er hægt að ná í framkvæmdastjóra félagsins símleiðis (8951480).
Lesa meira

Að byrja í leik- og grunnskóla

Að byrja í leik- og grunnskóla
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í leik- eða grunnskóla. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b, 2. hæð til hægri. Mánudagurinn 6. júní kl. 20:00. Grunnskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi og sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari. Miðvikudagurinn 8. júní kl. 20:00. Leikskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Díana Sigurðardóttir og Sigurrós Ingimarsdóttir leikskólakennarar.
 Skráning er á heimasíðu ÍÆ. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlestrana á netinu. Gjaldfrítt er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir aðra.
Lesa meira

Frábær dagur á Akureyri

Frábær dagur á Akureyri
Íslensk ættleiðing var með "Okkar dag" í Brekkuskóla, Akureyri laugadag 21. maí. sl. Þar voru tveir mjög áhugaverðir fyrirlestar. Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir, grunnskólakennari og MA í sérkennslu hélt fyrirlesturinn "Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra umfram önnur börn á fyrstu árum skólagöngunnar" og Dr.Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri var með fyrirlestur sem hún nefndi "Hvernig hefur gengið?". Elísabet Hrund Salvarsdóttir varaformaður ÍÆ og Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri ÍÆ kynntu félagið, stöðu þess og framtíðarsýn og svöruðu spurningum. Þá var Lárus H. Blöndal, sálfræðingur ÍÆ með viðtöl. Eftir fyrirlestrana, umræður og ráðgjöfina hittumst foreldra með börn sín í sundlaug Akureyrar og áttu góð stund saman. Við hjá Íslenskri ættleiðingu þökkum Ingibjörgu Margréti og Jórunni fyrir þeirra framlag og auk þess þökkum við Jóhönnu Maríu fyrir afnot af húsnæði Brekkuskóla og ánægjuleg samskipti. Gaman að sjá hve vel var mætt og að almenn ánægja virtist vera með þennan dag Íslenskrar ættleiðingar á Akureyri.
Lesa meira

Bæjarins besta - Varð þriggja barna móðir á einni nóttu

Bæjarins besta - Varð þriggja barna móðir á einni nóttu
Unnur Björk Arnfjörð og eiginmaður hennar hafa staðið í ströngu undanfarið ár, og er óhætt að segja að lífi þeirra líkt og þau áður þekktu hafi verið kollvarpað á síðasta ári, er loks komst í gegn ættleiðing þeirra hjóna og ekki bara á einu barni, sem oftar en ekki er vaninn, heldur á þremur bræðrum frá Tékklandi. Það er ekki auðvelt að ímynda sér breytinguna sem varð á lífi þeirra, sem fór úr því að vera barnlaus hjón í lítilli íbúð í Reykjavík, yfir í að vera fimm manna fjölskylda í stóru húsi á Ísafirði. Eiginmaður Unnar Bjarkar er Páll Kristbjörn Sæmundsson og hafa þau komið sér afar vel fyrir í fallegu, háreistu húsi í Mánagötunni, þar sem synirnir þrír: Sæmundur Petr, sem er nýorðinn sex ára, Einar Jón Pavel sem verður fimm ára í október og Jóhann Elí Jaroslav, þriggja ára lifa líkt og blómi í eggi.
Lesa meira

Fjölskyldumorgun

Fjölskyldumorgun Fjölskyldumorgnar Íslenskrar ættleiðingar eru haldnir annan hvern fimmtudag frá kl. 10:00 til 12:00 í húsakynnum félagsins að Skipholti 50 b, 2.hæð. Þessi litla stund er á margan hátt mikilvæg. Mikilvægur vettvangur fyrir foreldra og börn þeirra að hittast og njóta samvistar við hvert annað. Ekki síður er mikilvægt fyrir foreldrana að sjá börn hvors annars vaxa, þroskast og dafna. Auk þess gefst kjörið tækifæri að bera saman reynslu sína og gefa og þiggja ráð. Fyrir börnin er þetta mikilvæg stund að fá tækifæri til að hittast, kynnast og leika sér saman. Starfsfólk skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar, Kristinn, Ragnheiður og Lárus eru á staðnum til skrafs og ráðagerða. Ekki má gleyma mikilvægi þess fyrir starfsfólkið að fá að hitta ykkur foreldrana ásamt börnunum og fá að fylgjast með þeim. Algjör forréttindi. Við hvetjum foreldra að koma með börnin á fjölskyldumorgna félagsins.
Lesa meira

Okkar dagur á Akureyri

Okkar dagur á Akureyri
Íslensk ættleiðing stendur fyrir degi fræðslu, umræðna og ráðgjafar laugardaginn 21. maí n.k. á Akureyri. Þar munu reynslumikið og kunnáttufólk mæta og halda fyrirlestra, varaformaður Íslenskra ættleiðingar og framkvæmdarstjóri þess kynna félagið og svara spurningum og sálfræðingur félagsins verður með viðtöl. Dagskráin verður sem hér segir: Kl. 10:00. Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra á fyrstu árum skólagöngunnar. Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir grunnskólakennari, MA í sérkennslu og móðir tveggja ættleiddra barna heldur fyrirlesturinn "Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra umfram önnur börn á fyrstu árum skólagöngunnar" Umfjöllunin byggir á rannsókn hennar á skólaaðlögun ættleiddra barna. Varpað er ljósi á sameiginlega þætti margra ættleiddra barna er varða skólagöngu þeirra og hvað hægt er að gera til að auka vellíðan þeirra í skólanum. Kl. 11:00. Hvernig gengur? Í fyrirlestri sínum "Hvernig hefur gengið?" mun Dr.Jórunn Elídóttir dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri og móðir ættleidds barns, fjalla um þessa spurningu, sem margir foreldrar fá þegar heim er komið með ættleidd börn sín. Algengt svar foreldra er „það gengur allt vel“. Skoðað verður m.a. hvað felst í þessu svari og afleiðingar þess. Þá verður farið í ákveðna þætti sem foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir í uppeldi barna sinna. Kl. 12:00 - 13:00. Félagið okkar og framtíðin. Elísabet Hrund Salvarsdóttir varaformaður ÍÆ og Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri ÍÆ kynna félagið, stöðu þess og framtíðarsýn. Boðið verður upp á léttar veitingar. Kl. 10:00. Viðtöl. Lárus H. Blöndal, sálfræðingur ÍÆ verður til viðtals frá kl. 10:00. Boðið verður bæði upp á fyrstu viðtöl og almenn ráðgjafaviðtöl. Fyrirlestrarnir og ráðgjöfin verða í Brekkuskóla, Laugargötu. Skráning er á heimasíðu ÍÆ. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlestrana á netinu. Gjaldfrítt er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir aðra. Fyrirlestrarnir og ráðgjöfin verða í Brekkuskóla, Laugargötu. Skráning er á heimasíðu ÍÆ. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlestrana á netinu. Gjaldfrítt er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir aðra.
Lesa meira

Sagan mín - að heiman og heim

Sagan mín - að heiman og heim
Hvernig er að vera ættleiddur einstaklingur á Íslandi - upplifun, lærdómur, tilfinningar. Erindi Júlíusar fer fram á Hilton hóteli, Suðurlandsbraut 2, sal E, fimmtudaginn 28.apríl 2016, kl. 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Takið fimmtudaginn 28.apríl frá

Takið fimmtudaginn 28.apríl frá
Júlíus Þór Sigurjónsson segir frá reynslu sinni að vera ættleiddur. Erindi Júlíusar fer fram á Hilton hóteli, Suðurlandsbraut 2, sal E, kl. 20:00, fimmtudaginn 28. apríl 2016. Erindið verður auglýst nánar síðar.
Lesa meira

Pressan.is - 11 ára og æfir 21 klukkustund á viku

Pressan.is - 11 ára og æfir 21 klukkustund á viku
Það gustar krafur af afreksíþróttastelpunni Guðrúnu Eddu Harðardóttur sem einnig ber með sér mikla og jarðtengda ró. Þrátt fyrir ungan aldur mætir Guðrún Edda á fimleikaæfingar í 21 klukkustund á viku. Hún setur markið hátt og finnst fátt jafn skemmtilegt og að ná markmiðum sínum. „Mér finnst rosalega gaman að æfa fimleika og þá sérstaklega þegar ég læri eitthvað nýtt og byrja að keppa með það. Til dæmis ef ég er búin að æfa eitthvað lengi og svo tekst mér það allt í einu. En svo á ég líka mikið af góðum vinkonum í fimleikunum sem gera æfingarnar ennþá skemmtilegri.“
Lesa meira

Sterk sjálfsmynd - breytingar á tímum

Sterk sjálfsmynd - breytingar á tímum
Kristín Tómasdóttir heldur sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur 10-13 ára. Á námskeiðinu verður leitast við að kenna þátttakendum þrennt: 1) Að þekkja hugtakið sjálfsmynd. 2) Að þekkja eigin sjálfsmynd. 3) Leiðir til þess að hafa jákvæð áhrif á eigin sjálfsmynd. Áhersla verður lögð á áhrifaþætti sem geta haft mjög mótandi áhrif á sjálfsmynd stelpna. Notast verður við hugræna atferlisnálgun þar sem jákvæðar og neikvæðar hliðar þessara áhrifaþátta verða skoðaðar og þátttakendum kennt að einbeita sér á hinu jákvæða. Dagskrá: 3. apríl 2016 - Hópefli og hugtakið sjálfsmynd kynnt. 10. apríl 2016 - Sjálfsmyndir og fjölskyldan. 17. april 2016 - Sjálfsmyndin og vinir/vinkonur. 24. apríl 2016 - Sjálfsmyndin sem ættleidd stelpa. 1. maí 2016 - Sjálfsmyndin og útlit/heilsa. 8. maí 2016 - Einstaklingsmiðuð "uppskrift" að jákvæðri sjálfsmynd. Námskeiðið verður frá kl. 10:30 til 12:00 í öll skiptin og verður haldið í húsnæði Íslenskrar ættleiðingar, Skipholti 50 b. Innifalið í verði er kennsla, kennslugögn og hressing á námskeiðinu (ávextir). Í lok námskeiðsins fá þátttakendur kennslugögnin með sér heim. Þátttökugjald fyrir börn félagsmanna er kr. 24.900, en fyrir börn utanfélagsmanna er kr. 34.900. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Aðstoðarmaður Kristínar á námskeiðinu verður Kristín Lovísa Lárusdóttir sem hefur víðtæka reynslu að vinna með börnum og unglingum auk þess að vera ættleidd sjálf.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Þann 16.03.2016 hittu hjónin Þorkell Ingi og Sigrún Inga son sinn í fyrsta sinn. Þegar þau komu á barnaheimilið beið hann þeirra með eftirvæntingu enda er biðin eftir því að þau fái að hittast búin að vera löng. Ingi Frans hljóp beint í fangið á foreldrum sínum, hann var mjög hljóður og hélt fast í þau og vildi ekki fara úr fangi móður sinnar. Það leið ekki á löngu áður en foreldrar hans fengu að sjá fallega brosið hans sem er svo einlægt, fallegt og bræðir alla sem sjá. Einnig skein persónuleiki hans meira og meira í gegn eftir því sem feimnin minnkaði. Ingi Frans er hress og jákvæðir drengur sem hefur gaman af því að tjá sig bæði í tali, söng og skemmtilegum barnslegum dansi. Í Tógó fóru Þorkell, Sigrún og Ingi Frans í sund, göngutúra, á leikvelli og fleira og kynntust hvert öðru meira og meira auk þess sem foreldrar hans sýndu Inga Fransi myndir af ættingjum hans á Islandi. Þar á meðal var systir hans Karlotta Rós, 16 ára gömul sem beið spennt eftir að fá að hitta bróður sinn. Það var mikill hamingjudagur þegar Ingi Frans útskrifaðist af barnaheimilinu og síðustu undirskriftunum lauk. Það var hreinlega eins og það væri allt bjart og það var hreinlega ekki hægt að hætta að brosa. Heimferðin frá Tógó til Íslands var á afmælisdegi Sigrúnar og er vart hægt að hugsa sér betri afmælisgjöf.
Lesa meira

Fréttatíminn - Íslendingar í húð og hár

Fréttatíminn - Íslendingar í húð og hár
Bitna auknir fordómar gagnvart innflytjendum á Íslendingum sem voru ættleiddir hingað sem ungbörn og hafa aldrei átt annað heimaland? Fréttatímanum lék forvitni á að fá svar við þeirri spurningu og leitaði til þriggja ungra íslendinga sem allir eru fæddir annars staðar á hnettinum en hafa búið hér alla sína ævi. Börn sem ættleidd hafa verið frá fjarlægum löndum af íslenskum foreldrum eru orðin um sex hundruð talsins síðan skráningar hófust í kringum 1980. Á því tímabili hafa að meðaltali 14-20 börn verið ættleidd á ári, en fjöldinn sveiflast milli ára og síðan 2004 hafa að meðaltali 19 börn verið ættleidd á ári. Töluvert kapp er lagt á það að fylgjast vel með þessum börnum og hvernig þeim farnast í nýja heimalandinu og á vefsíðu Íslenskrar ættleiðingar er að finna fjölda fræðigreina um málefnið. Meðal þess sem athygli vekur er að börn sem ættleidd eru til Íslands virðast að mörgu leyti spjara sig betur en börn sem ættleidd eru til annarra Norðurlanda.
Lesa meira

Sterk sjálfsmynd

Sterk sjálfsmynd
Kristín Tómasdóttir heldur sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur 10-13 ára. Á námskeiðinu verður leitast við að kenna þátttakendum þrennt: 1) Að þekkja hugtakið sjálfsmynd. 2) Að þekkja eigin sjálfsmynd. 3) Leiðir til þess að hafa jákvæð áhrif á eigin sjálfsmynd. Áhersla verður lögð á áhrifaþætti sem geta haft mjög mótandi áhrif á sjálfsmynd stelpna. Notast verður við hugræna atferlisnálgun þar sem jákvæðar og neikvæðar hliðar þessara áhrifaþátta verða skoðaðar og þátttakendum kennt að einbeita sér á hinu jákvæða. Dagskrá: 20. mars 2016 - Hópefli og hugtakið sjálfsmynd kynnt. 27. mars 2016 - Páskafrí. 3. april 2016 - Sjálfsmyndin og fjölskyldan. 10. apríl 2016 - Sjálfsmyndin og vinir/vinkonur. 17. apríl 2016 - Sjálfsmyndin sem ættleidd stelpa. 24. apríl 2016 - Sjálfsmyndin og útlit/heilsa. 1. maí 2016 - Einstaklingsmiðuð “uppskrift” að jákvæðri sjálfsmynd. Námskeiðið verður frá kl. 9:30 til 11:00 í öll skiptin og verður haldið í húsnæði Íslenskrar ættleiðingar, Skipholti 50 b. Innifalið í verði er kennsla, kennslugögn og hressing á námskeiðinu (ávextir). Í lok námskeiðsins fá þátttakendur kennslugögnin með sér heim. Þátttökugjald fyrir börn félagsmanna er kr. 24.900, en fyrir börn utanfélagsmanna er kr. 34.900. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Aðstoðarmaður Kristínar á námskeiðinu verður Kristín Lovísa Lárusdóttir sem hefur víðtæka reynslu að vinna með börnum og unglingum auk þess að vera ættleidd sjálf.
Lesa meira

Að ættleiða systkini

Að ættleiða systkini
Í gærkvöldi var haldinn í Tækniskólanum við Háteigsveg kynning þar sem umfjöllunarefnið var ættleiðing systkina. Unnur Björk Arnfjörð og Stefanie Gregersen sögðu frá reynslu sinni af því að ættleiða systkini. Unnur Björk og hennar maður Páll Sæmundsson ættleiddu þrjá bræður sl. sumar á aldrinum tveggja til fimm ára frá Tékklandi. Stefanie og maður hennar Torben ættleiddu skömmu síðar þrjár systur á aldrinum fimm til átta ára frá sama landi. Mætingin á kynninguna var mjög góð auk þess sem margir fyldust með á netinu. Í kjölfar kynningarinnar spunnust líflegar umræður og var greinilega mikill áhugi á efni fundarins. Íslensk ættleiðing þakkar þeim Unni Björk og Stefanie fyrir að deila persónulegri reynslu sinni á áhrifaríkan hátt
Lesa meira

Aðalfundur 2016

Aðalfundur 2016
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar sem haldinn verður á Hótel Hilton, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, 2.hæð salur F, fimmtudaginn 10. mars 2016, kl. 20:00. Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar. 3. Kjör stjórnar. 4. Ákvörðun árgjalds. 5. Lagabreytingar. 6. Önnur mál.
Lesa meira

Ættleiðing systkina

Ættleiðing systkina
Unnur Björk Arnfjörð og Páll Kristbjörn Sæmundsson ættleiddu þrjá bræður sl. sumar á aldrinum tveggja til fimm ára frá Tékklandi Skömmu síðar ættleiddu Stefanie og Torben Gregersen þrjár systur á aldrinum fimm til átta ára frá sama landi. Unnur Björk og Stefanie segja frá aðdraganda og undirbúningi ættleiðingarinnar, dvölinni úti, heimkomunni og aðlöguninni hér heima. Kynningin fer fram í Tækniskólanum, stofu 207, kl. 20:00, miðvikudaginn 24. febrúar 2016. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á kynninguna á netinu. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Góður og áhugaverður fyrirlestur Sæunnar Kjartansdóttur

Góður og áhugaverður fyrirlestur Sæunnar Kjartansdóttur
Fyrsti mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar 2016 „Hvað er svona merkilegt við tengsl“ var haldinn í gærkvöld 27. febrúar sl. í Tækniskólanum í Reykjavík. Fyrirlesari var Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir. Hún talaði um m.a. tengsl, tengslakenningar, mismunandi tengsl og helstu afleiðingar þeirra, tengsl barna og foreldra og þríhryningssambönd. Auk þess kynnti hún áhugaverð myndbönd og spennandi bækur sem tengdust efni fyrirlestursins. Margir mættu á fyrirlesturinn þrátt fyrir erfiða vetrafærð, auk þeirra mörgu sem nýttu sér netleiðina. Tæknimál netleiðarinnar gekk vel, en þó voru hljóðgæðin enn ekki nægilega góð. Kappkostað verður að kippa því í liðinn sem allra fyrst. Fólk virtist mjög ánægt með fyrirlesturinn og uppbyggilegar og áhugaverðar umræður voru í kjölfar hans. Íslensk ættleiðing þakkar Sæunni kærlega að koma og halda fyrirlesturinn og öllum þeim sem mættu á fyrirlesturinn eða fylgdust með honum á netinu. Við hvetjum fólk til að lesa þær bækur sem Sæunn hefur skrifað og þær erlendu bækur sem hún benti á.
Lesa meira

Vísir.is - Samtökin '78 ósátt við hægt gengi ættleiðinga

Vísir.is - Samtökin '78 ósátt við hægt gengi ættleiðinga
„Við erum búin að eiga í þessu samstarfi í fimm ár en það hefur lítið gerst,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78 og meðlimur í samstarfshópi samtakanna og Íslenskrar ættleiðingar. Hann telur Íslenska ættleiðingu ekki standa sig í að koma á samningum við lönd sem ættleiða börn til samkynja para. Félagið segir að engin lönd bjóði upp á þá leið. Unnsteinn segir að Íslensk ættleiðing fari fram á að Samtökin '78 vinni forvinnuna sem þarf til að koma á samningum við erlend ríki. Vinnan yrði öll unnin í sjálfboðastarfi. Hann segir að forvinna þeirra hafi skilað þeim niðurstöðum að Argentína, Brasilía, Úrúgvæ, Mexíkó og sum fylki Bandaríkjanna heimili ættleiðingar til samkynhneigðra para. Þá liggur fyrir opin fyrirspurn til Suður-Afríku í utanríkisráðuneytinu.
Lesa meira

Visir.is - Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra

Visir.is - Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra
Kólumbísk yfirvöld hafa sent innanríkisráðuneytinu bréf þar sem falast er eftir svörum um það hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fara fram hér á landi. Engin lönd bjóða upp á ættleiðingar barna, út úr fæðingarlandi þeirra, til samkynhneigðra para. Ættleiðingar til samkynhneigðra eru leyfðar hér á landi en hingað til hefur aðeins tekist að ættleiða börn innanlands.
Lesa meira

Hvað er svona merkilegt við tengsl?

Hvað er svona merkilegt við tengsl?
Undanfarin ár hafa rutt sér til rúms kenningar um mikilvægi öruggra tengsla barna og foreldra þeirra. En hvað meinum við þegar við tölum um tengsl? Og hvernig stuðlum við að öruggum tengslum við börnin okkar?   Í erindinu verða kynnt hugtök sem varpa ljósi á tengslamyndun. Jafnframt verður fjallað um hvernig hægt sé að skilja og bregðast við vanda barna sem ekki hafa myndað örugg tengsl í frumbernsku.   Sæunn Kjartansdóttir er sálgreinir. Hún er einn stofnenda Miðstöðvar foreldra og barna sem sérhæfir sig í meðferð foreldra og ungbarna. Hún er höfundur bókanna Árin sem enginn man, Áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna og Fyrstu 1000 dagarnir. Barn verður til. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg kl. 20:00, miðvikudaginn 27. janúar. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Mbl.is - Eng­ar ætt­leiðing­ar úr flótta­manna­búðum

Mbl.is - Eng­ar ætt­leiðing­ar úr flótta­manna­búðum
Eng­in heim­ild er til staðar hér á landi til að greiða fyr­ir ætt­leiðing­um barna úr flótta­manna­búðum. Þetta kem­ur fram í svari inn­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Jó­hönnu Maríu Sig­munds­dótt­ur um ætt­leiðing­ar munaðarlausra barna úr flótta­manna­búðum. Í svari ráðherra seg­ir m.a. að Íslensk ætt­leiðing sé eina lög­gilta ætt­leiðing­ar­fé­lagið hér á landi og það hafi lög­gild­ingu til að hafa milli­göngu um ætt­leiðing­ar frá Búlgaríu, Fil­ipps­eyj­um, Indlandi, Kína, Kól­umb­íu, Tékklandi og Tógó.
Lesa meira

Rúv.is - Búlgörsk börn ganga kaupum og sölum

Rúv.is - Búlgörsk börn ganga kaupum og sölum
Svört verslun með börn blómstrar á Balkanskaga. Búlgarskt barn kostar á bilinu frá 150 þúsund krónum og upp í sex milljónir, drengir eru dýrari en stúlkur. Eftirspurnin meðal grískra para sem ekki hefur orðið barna auðið er mikil. Talið er að hundruð barna séu seld mansali á ári hverju. Þetta kemur fram í viðamikilli úttekt vefmiðilsins Balkan Insight.
Lesa meira

27. janúnar 2016 - takið daginn frá

27. janúnar 2016 - takið daginn frá
Fyrsti mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar verðu haldinn í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg kl. 20:00, miðvikudaginn 27. janúar. Fyrirlestari verður Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir og höfundur bókanna Árin sem engin man, Fyrstu 1000 dagarnir og Hvað gengur fólki til? og mun hún fjalla um tengsl. Fyrirlesturinn verður auglýstur nánar síðar. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þökkum allt liðið
Lesa meira

Námskeiðið

Námskeiðið
Gert er ráð fyrir að halda tvö undirbúningsnámskeið "Er ættleiðing fyrir mig? á næsta ári 2016. Hvert námskeið eru alls 25 klukkustundir sem deilist á þrjá daga þ..e. fyrri hluti á laugardegi og sunnudegiog síðan seinni hluti u.þ.b. mánuði síðar á laugardegi. Námskeiðin verða haldin í húsnæði Árbæjarsafns í Reykjavík og verða þau auglýst nánar síðar. Dagsetningarnar eru hér birtar með fyrirvara. Ef dagsetningar breytast eitthvað verður það auglýst sérstaklega. Námskeið 1: - Fyrri hluti: 9.4 - 10. 4 2016. - Seinni hluti: 22.5 2016. Námskeið 2: - Fyrri hluti: 24.09 - 25.09 2016. - Seinni hluti: 22.10 2016.
Lesa meira

DV - „Fann allt smella saman í sálinni“

DV - „Fann allt smella saman í sálinni“
Þrjátíu árum eftir að Brynja var ættleidd frá Srí Lanka leitar hún nú upprunans – Tilfinningaþrungin stund að fá fæðingarvottorðið – Langar að hitta líffræðilega móður sína Þar til á miðvikudag átti Brynja Valdimarsdóttir aðeins eina mynd af móður sinni, frá þeirra síðustu samverstund á Sri Lanka fyrir ættleiðinguna. Nú hefur hún stigið fyrstu skrefin í leit að uppruna sínum, 30 árum eftir að hún var ættleidd. Svör við brennandi spurningum Þar til á miðvikudag átti Brynja Valdimarsdóttir aðeins eina mynd af móður sinni, frá þeirra síðustu samverstund á Sri Lanka fyrir ættleiðinguna. Nú hefur hún stigið fyrstu skrefin í leit að uppruna sínum, 30 árum eftir að hún var ættleidd. Mynd: Marella Steinsdóttir Á miðvikudaginn, þrjátíu árum eftir að Brynja Valdimarsdóttir var ættleidd til Íslands frá Srí Lanka, fékk hún loks svör við spurningum sem brunnið höfðu á henni um árabil varðandi uppruna sinn. Hún hafði í höndunum umslag frá innanríkisráðuneytinu sem hún hafði óskað eftir rúmri viku áður. Í umslaginu var fæðingarvottorð hennar og önnur skjöl sem hún hafði loksins, eftir áralanga forvitni, ákveðið að kalla eftir upp á von og óvon um að þau væru til. Þrjátíu árum eftir að móðir hennar hér á landi sótti hana sex vikna gamla og veikburða frá Srí Lanka þann 14. desember 1985 til ættleiðingar ...
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í nótt hittustu Úlfhildur og Unnsteinn Orri í fyrsta skipti í Wuhan í Kína. Þegar Úlfhildur mætti kl. 15 á kínverskum tíma á ættleiðingarmiðstöðina var eftirvæntingin í hámarki, spenna og kvíði í bland við að hitta litla soninn. Stuttu síðar mætti hann í fangi forstöðumanns barnaheimilisins og var Unnsteinn Orri pínu feiminn þegar hann loks hitti mömmu sína, kom í fangið í stutta stund og vildi svo ekki meira í bili. En hún var vel undirbúin með rúsínur og Cherrios og nokkra bíla og þau léku sér í bílaleik á meðan þau skoðuðu hvort annað í róleg heitum. Unnsteinn Orri brosti og hló og stundin var dásamleg. Þegar það var kominn tími til að kveðja starfsmenn barnaheimilisins veifaði hann bara og sendi fingurkoss úr fanginu hennar mömmu. Bílferðin á hótelið gekk vel sem og restin af deginum sem fór í að leika, borða og svo sofna í mömmufangi. Þetta gekk allt saman frábærlega vel. Umsókn Úlfhildar var móttekin af yfirvöldum í Kína 23. júlí 2015 og var hún pöruð við Unnstein Orra 9. október 2015. Hún var því á biðlista í Kína í 11 vikur eða 77 daga. Þetta er 16 fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári en börnin eru orðin 20. Nú hafa 182 börn verið ættleidd frá Kína til Íslands.
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Afgreiðsluhraði í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 9.janúar 2007 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 31. desember til og með 9.janúar, eða umsóknir sem bárust á níu dögum.
Lesa meira

Góður og fjölmennur fyrirlestur

Góður og fjölmennur fyrirlestur
Almenn ánægja var með fyrirlestur Helga Jónssonar, geðlæknis "Áföll og tengsl" sem haldin var fimmtudaginn 26. nóvember. Fyrirlesturinn var vel sóttur bæði af þeim sem komu og þeim sem fylgdust með á netinu. Í erindinu sínu fjallaði Helgi um mikilvægi góðra tengsla og aðbúnaðar í uppvextinum og áhrif þess á mótun einstaklingsins og heilsu hans í framtíðinni. Að fyrirlestri loknum sköpuðust góðar og gagnlegar umræður. Netútsendingin gekk snuðrulaust fyrir sig og ber sérstaklega að þakka Ara Þór Guðmanssyni tæknimanni hjá Sensa og félagsmanni ÍÆ fyrir góða hjálp og þolinmæði.
Lesa meira

Rúv.is - Ættleiðingar alltaf síðasta lausnin

Rúv.is - Ættleiðingar alltaf síðasta lausnin
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, segir að ættleiðingar á flóttabörnum milli landa sé ávalt síðasta lausnin, þegar sameining við fjölskyldu er þaulreynd. Fyrirspurn var lögð fram á Alþingi í gær til Ólafar Nordal innanríkisráðherra þar sem hún var spurð að því hvort hún hefði kannað möguleika á því að Íslendingar ættleiði munaðarlaus börn úr flóttamannabúðum. Í tilkynningu frá UNICEF segir að það sé skiljanlegt að fólk hugsi til þess möguleika að ættleiða börn frá Sýrlandi en það sé hvorki skynsamlegasti kosturinn né sá sem mest þörf er á. Langflest barnanna eigi ættingja sem geti tekið þau að sér eða hafi orðið viðskila við foreldra sína. Verkefnið er og verði að ná að sameina þessi börn fjölskyldu sinni. UNICEF og aðrar hjálparstofnanir vinni að því hörðum höndum.
Lesa meira

Stundin - Jóhanna spyr um ættleiðingar - UNICEF varar við þeim

Stundin - Jóhanna spyr um ættleiðingar - UNICEF varar við þeim
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna umræðu um ættleiðingu barna frá Sýrlandi. Samtökin minna á mikilvægi þess að sameina fjölskyldur, en Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, lagði í vikunni fram fyrirspurn til Ólafar Nordal innanríkisráðherra um hvort ráðherrann hafi kannað möguleika á því að Íslendingar ættleiði munaðarlaus börn úr flóttabúðum. Þá nefndi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinniá Alþingi í byrjun september að mögulega væri hægt að einfalda ættleiðingu barna frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum löndum.
Lesa meira

Rúv.is - Íslendingar ættleiði börn úr flóttamannabúðum

Rúv.is - Íslendingar ættleiði börn úr flóttamannabúðum
Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, hefur lagt fram fyrirspurn til Ólafar Nordal innanríkisráðherra, um hvort ráðherrann hafi kannað möguleika á því að Íslendingar ættleiði munaðarlaus börn úr flóttamannabúðum. Þá spyr þingmaðurinn einnig hvort innanríkisráðherra hyggist beita sér fyrir því að auðvelda slíkar ættleiðingar. Í samtali við fréttastofu segist Jóhanna líta á fyrirspurn sína sem áskorun til ráðherra að kanna þennan möguleika til hlítar.
Lesa meira

Jólagleði

Jólagleði
Jólaskemmtun á Akureyri 6. desember kl. 13:00 - Jólaball í Reykjavík 6. desember kl. 14:00
Lesa meira

TENGSL OG ÁFÖLL

TENGSL OG ÁFÖLL
Fyrirlesari er Helgi Jónsson geðlæknir. Eftir sérnám í Danmörku þar sem hann lagði áherslu á samtalsmeðferð, starfaði hann á geðdeild LSH um skeið á göngu- og hópmeðferðardeildum. Frá 2007 hefur hann eingöngu starfað á eigin stofu og þjónustað Janus endurhæfingu og Þraut ehf með ráðgjöf og meðferð geðsjúkra. Í erindinu mun hann fjalla um mikilvægi góðra tengsla og aðbúnaðar í uppvextinum og áhrif þess á mótun einstaklingsins og heilsu hans í framtíðinni. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg kl. 20:00, fimmtudaginn 26. nóvember. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning á fræðsluna er hér Skráning ef þú vilt fylgjast með á netinu er hér Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Sterkari sjálfsmynd - námskeið fyrir 10-12 ára stelpur

Sterkari sjálfsmynd - námskeið fyrir 10-12 ára stelpur
Kristín Tómasdóttir heldur námskeið fyrir stelpur 10-12 ára sem hún byggir á nýjustu bók sinni Stelpur- tíu skref að sterkari sjálfsmynd. Námskeiðinu er ætlað að styrkja sjálfsmynd þátttakanda og leggur Kristín áherslu á þrennt: 1) Hvað orðið sjálfsmynd merkir. 2) Hvernig þú getur lært að þekkja eigin sjálfsmynd. 3) Leiðir til þess að standa vörð um sjálfsmynd sína.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í morgun hittu Sigþór Örn og Ester Ýr drenginn sinn í fyrsta skipti á barnaheimilinu þar sem hann hefur dvalið og með því lauk áralangri bið þeirra eftir að eignast barn. Tilhlökkunin er búin að vera mikil og var sérstök tilfinning að vakna í morgun í síðasta skipti – barnlaus. Tilhlökkunin var svo mikil að þau mættu hálftíma of snemma á barnaheimilið. Sigþór Örn og Ester Ýr funduðu með sálfræðingnum og starfsfólki barnaheimilisins áður en þau fengu að hitta drenginn sinn, þau fengu helstu upplýsingar um hann og fengu tækifæri til að spyrja um hans daglega líf.
Lesa meira

Útvarp Saga - Síðdegisútvarpið

Útvarp Saga - Síðdegisútvarpið
Kolbrún Baldursdóttir fjallar um ættleiðingar og tekur viðtal við Kristbjörgu Ólafsdóttur og Sigríði Grétu Þorsteinsdóttur
Lesa meira

Vísir.is - Ættleiðingar samkynhneigðra leyfðar í Kólumbíu

Vísir.is - Ættleiðingar samkynhneigðra leyfðar í Kólumbíu
Stjórnarskrárdómstóll í Kólombíu hefur úrskurðað að pör af sama kyni geti nú ættleidd börn í landinu. Fram til þessa hafði slíkt aðeins verið leyfilegt ef barnið var afkvæmi annars aðilans í sambandinu. Dómstóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ættleiðingarþjónustur mættu ekki mismuna viðskiptavinum sínum á grundvelli kynferðis og því skyldi öllum heimilt að ættleiða, svo framarlega sem öll lagaleg skilyrði væru uppfyllt.
Lesa meira

Spennandi og áhugaverður fyrirlestur

Spennandi og áhugaverður fyrirlestur
Mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar var haldin sl. í miðvikudagskvöld 28. október í Tækniskólanum í Reykjavík. Fyrirlesari kvöldins var Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir, MA í fjölskyldumeðferð. Hún hefur unnið með börnum frá fæðingu til sex ára og foreldrum þeirra. Þess má geta að Rakel Rán er um þessar mundir að ljúka framhaldsnámi á meistarastigi í fjölskyldumeðferð við University of Massachusettes Boston. Fyrirlestur hennar var skipt upp í tvo meginhluta. Í fyrri hluta fyrirlesturins fjallað Rakel Rán um mikilvæg atriði varðandi heilaþroska barna, skiptingu heilans í gamla heila og nýja, hvernig taugatengingar verða til og hversu háður heilinn er umhverfi sínu og nánustu tengslaaðilum. Í seinni hluta fyrirlestursins kynnti hún mismunandi tengslagerðir fólks, öruggar og óöruggar og hvernig þær geta haft áhrif á andlega og félagslega heilsu. Auk þess varpaði hún ljósi á leiðir til að ýta undir tilfinningalega þrautseigju barna, sjálfstraust og vellíðan til lengri tíma. Mæting á fyrirlesturinn var mjög góð og nokkrir nýttu sér möguleikann að fylgjast með fyrirlestrinum á netinu. Almenn ánægja var með fyrirlestur Rakelar og kjölfar hans sköpuðust líflegar og fræðandi umræður. Við bendum á heimasíðu Rakelar Ránar: fyrstuarin.is og hvetjum fólk til að sjá mjög spennandi og fræðandi efni um tengsl og heilastarfsemina þ.e. Stillface experiment (https://www.youtube.com/watch?v=apzXGEbZht0) og Experiences Build Brain Architecture (https://www.youtube.com/watch?v=VNNsN9IJkws). Við hörmum og biðjumst velvirðingar á smá töfum sem urðu á því að fyrirlesturinn gæti hafist tilsettum tíma sem var vegna óviðráðanlegra tæknilegra ástæðna. ÍÆ mun kappkosta draga úr líkunum á því að slíkt gerist aftur.
Lesa meira

DV - „Ég myndi fórna öllu til þess að eiga barn akkúrat núna“

DV - „Ég myndi fórna öllu til þess að eiga barn akkúrat núna“
„Ég myndi fórna öllu til þess að eiga barn akkúrat núna“ Á ættleiðingalista frá Tékklandi og bíða eftir símtali - Fjölmargar erfiðar glasa- og tæknifrjóvganir sem ekki gengu upp - vandar Art Medica ekki kveðjurnar
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í morgun var mikil tilhlökkun í loftinu þegar mæðginin Hulda og Guðmundur Martin fóru í gegnum morgunverkin, því í dag var komið að því að hitta litlu systur. Eftir fund með barnaheimilinu, lögfræðingnum og sálfræðingnum frá ættleiðingarstofnuninni, þar sem hún fékk helstu upplýsingar um Elsu Teresu var beðið eftir því að hún kæmi úr gönguferð sem hún fór í um morguninn. Loks kom svo þessi dásamlega fallega brosmilda stúlka inn um dyrnar. Hún var alveg tilbúin að heilsa og koma til mömmu sinnar og bróður. Svo varð hún smá feimin, en bara í eitt augnablik. Elsa Teresa var búin að útbúa gjöf fyrir mömmu sína, forláta perlufesti, en þegar til átti að taka vildi hún bara geyma hana fyrir mömmu sína og fékk það auðvitað. Starfsfólk barnaheimilisins fór brátt, því það var augljóst að ekki þurfti frekari stuðning í bili. Litla fjölskyldan lék sér glöð saman og amma og afi héldu sig í bakgrunninum með myndavélarnar á lofti. Eftir hádegisverð komu þau aftur á barnaheimilið og fóru út í garð að leika. Systkinin léku sér saman og stóri bróðir var hinn ánægðasti að vera loksins í samvistum við litlu systur sem hann er búinn að bíða svo lengi eftir. Afi fékk líka svolitla athygli og fór Elsa Teresa sjálf í fangið á honum, það þótti honum ekki leiðinlegt. Þegar haldið var til baka á barnaheimilið og dyrnar opnuðust tók sú stutta skref aftur á bak og þrýsti sér upp að mömmu sinni, hún vildi vera áfram hjá henni. Eftir smá útskýringar kvaddi hún með vinki og fingurkossi. Við fáum að hittast aftur á morgun. Hulda segir sjálf frá: "Eitt er víst, það er hamingjusöm tveggja barna móðir sem leggur höfuðið á koddann í kvöld. Lífið er svo sannarlega yndislegt og ég nýt þess alla leið. Ég vona að þið gerið það líka".
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Ásta Bjarney, Árni sonur hennar og Jette móðir hennar lögðu land undir fót til að hitta litlu systur Árna í Tékklandi. Þau sameinuðust nú í dag á barnaheimilinu þar sem hún hefur dvalið. Þegar Ásta, Árni og amma komu á barnaheimilið beið Daniela í gættinni á herberginu sínu og fylgdist með komu þeirra. Hún var feimin í fyrstu en bauð þeim svo inní herbergið sitt og sýndi þeim gullin sín, myndaalbúmið sem þau höfðu sent henni með myndunum af þeim og myndirnar af líffræðilegum systkinum sínum sem hún var búin að bæta í það. Árni og mamma gáfu Danielu Pónýhesta með hárgreiðsludóti og amma gaf henni föt.
Lesa meira

Áhrif fyrstu áranna - mótun perslónuleikans

Áhrif fyrstu áranna - mótun perslónuleikans
Fyrirlesari er Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir. Hún er með MA í fjölskyldumeðferð og hefur unnið með börnum frá fæðingu til sex ára og foreldrum þeirra. Rakel stundar nú framhaldsnám á meistarastigi við University of Massachusettes Boston. Í fyrri hluta fyrirlesturins er farið yfir mikilvæg atriði varðandi heilaþroska barna, skipting heilans í gamla heila og nýja og hvernig taugatengingar verða til og hversu háður heilinn er umhverfi sínu og nánustu tengslaaðilum. Í seinni hlutanum verður farið í mismunandi tengslagerðir fólks, örugga og óöruggar og hvernig þær geta haft áhrif á andlega og félagslega heilsu. Fjallað verður um hvernig hægt er að ýta undir tilfinningalega þrautsegju barna, sjálfstraust og vellíðan til lengri tíma. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg kl. 20:00,miðvikudaginn 28. október. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Biðlistahittingur kl. 17:00 - 15. október

Biðlistahittingur kl. 17:00 - 15. október
Þeir sem eru á biðlista hafa ákveðið að hittast 15. hvers mánaðar. Næsti hittingur verður kl. 17:00 fimmtudaginn 15. október í húsnæði Íslenskrar ættleiðingar Skipholti 50 b, annari hæð til hægri. Eins og áður er um að ræða óformlegan hitting til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvort af öðru, styðja hvort annað og hafa gaman saman. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Ragnheiði á skrifstofu félagsins í síma 588 14 80 eða isadopt@isadopt.is.
Lesa meira

Íslensk ættleiðing á Akureyri

Íslensk ættleiðing á Akureyri
LÁRUS H. BLÖNDAL, SÁLFRÆÐINGUR VERÐUR Á AKUREYRI MEÐ VIÐTÖL LAUGARDAGINN 10. OKTÓBER 2015. Viðtölin fara fram í húsnæði Símey, Þórsstíg 4, Akureyri og hefjast kl. 10:00. Félagsmenn Íslenkrar ættleiðingar eru hvattir til að nýta sér þessa frábæru þjónustu. Viðtölin eru ókeypis fyrir félagsmenn, en kosta annars kr. 12.500.- . Skráning viðtalstíma er á isadopt@isadopt.is
Lesa meira

HÚS FRAMÍÐAR

HÚS FRAMÍÐAR
Fyrsti mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar veturinn 2015 -2016. Húsnæðismál Íslenskrar ættleiðingar hafa verið um langa hríð í deiglunni. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar ásamt stjórnarmeðlimum segja frá þróun mála, stöðunni og mögulegri framtíðarsýn húsnæðimála félagsins. Kynningin fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg, miðvikudaginn 30. september n.k., klukkan 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á kynninguna á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is.
Lesa meira

Vísir.is - Vitað um börn og ungmenni sem eru flutt til landsins á fölskum forsendum

Vísir.is - Vitað um börn og ungmenni sem eru flutt til landsins á fölskum forsendum
Hjá Útlendingastofnun hefur vaknað grunur um að börn séu flutt hingað til lands á fölskum forsendum. Eða að þeir aðilar sem börnum er ætlað að búa hjá hafi ekki yfir þeim lögformlega forsjá. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa rannsakað mansal þar sem grunuð fórnarlömb voru undir lögaldri. Alda nefnir að fórnarlamb í mansalsmáli frá árinu 2009 hafi aðeins verið sautján ára gömul þegar hún kom fyrst til landsins. „Að öðru leyti hefur ekki verið haldin nein tölfræði í málaflokknum utan þessa árs og því erfitt að festa hendur á fjölda. En já, það er grunur um þetta, bæði varðandi hagnýtingu í vændi og eins vinnumansal.“
Lesa meira

Fréttablaðið - Mikilvægast er að sameina fjölskyldur

Fréttablaðið - Mikilvægast er að sameina fjölskyldur
„Mikilvægast er að sameina fjölskyldur. Ég skil vel að fólk hugsi til þess möguleika að ættleiða börn frá Sýrlandi en það er ekki endilega besti kosturinn,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á setningu Alþingis að það þyrfti að meta hvort hægt væri að einfalda ættleiðingar barna frá Sýrlandi þar sem þúsundir sýrlenskra barna eru munaðarlaus og búa við erfiðar aðstæður. Einnig hafa margir lýst yfir vilja til að ættleiða sýrlensk börn í umræðunni síðustu vikurnar.
Lesa meira

Rúv.is - UNICEF: Ættleiðingar ekki lausn

Rúv.is - UNICEF: Ættleiðingar ekki lausn
Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF, segist vera sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, um að það verði einnig að veita aðstoð nálægt Sýrlandi. Bergsteinn segir engu að síður að ættleiðingar séu ekki lausn enda séu þær ekki leyfðar í Mið-Austurlöndum.
Lesa meira

Vísir.is - Haukur Hákon lætur ekkert stöðva sig og fór upp Esjuna: „Æðislegt að fá að fara alla þessa leið“

Vísir.is - Haukur Hákon lætur ekkert stöðva sig og fór upp Esjuna: „Æðislegt að fá að fara alla þessa leið“
„Ég hef mjög gaman af útivist, hvort sem það er að ganga, synda, hlaupa eða hvað sem er,“ segir Haukur Hákon Loftsson 15 ára íslenskur strákur sem er með CP lömun en lætur ekkert stöðva sig. „Það sem einkennir mig er mest gleði, hamingja og sjálfstæði og ég kann að hlusta. Ég er í Langholtskóla og er að fara í 10. bekk. Maður trúir því kannski ekki sjálfur að maður sé að fara í tíunda bekk, því það er svo stutt síðan að maður var bara lítill polli.“ Haukur æfir sund hjá íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík.
Lesa meira

Hlaupið til góðs

Hlaupið til góðs
Síðan 2010 hefur Íslensk ættleiðing hefur verið eitt af þeim félögum sem hægt er að heita á í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Síðan þá hafa 62 hlauparar skráð sig til leiks og hlaupið samtals 1.080 kílómetra og safnað 1.349.824 krónum til styrktar félaginu.
Lesa meira

Dugnaður

Dugnaður
Það voru dugnaðarforkar sem komu á skrifstofu félagsins með afrakstur tombólunar sem þau héldu síðastliðna helgi. Félagarnir söfnuðu 15.757 krónum fyrir félgið og mun því verða varið til góðra verka. Á myndinni eru Karen Yin, Frosti, Guðrún, Alexandra Bo, Kristín að afhenta framkvæmdastjóranum söfnunarféð. Glóey vinkona þeirra komst því miður ekki að þessu sinni, en hún lagði sitt af mörkum á tombólunni. Takk fyrir okkur - þið eruð frábær!
Lesa meira

Breytingar á yfirferð heilusfarsupplýsinga frá upprunaríki

Hinn 22. maí sl. barst formlegt erindi til stjórnar ÍÆ frá Gesti Pálssyni sérfræðingi í barnalækningum á Barnaspítala Hringsins, Landspítala-Háskólasjúkrahúsi. Í erindi sínu til stjórnar tilkynnti Gestur Pálsson að hann myndi ekki starfa áfram fyrir ættleiðingarfélagið sem hefur m.a. verið fólgið í að veita ráðgjöf og skoða upplýsingar um börn sem áætlað er að ættleiða til landsins. Gestur Pálsson hefur undanfarin 35 ár aðstoðað foreldra þeirra barna sem ættleidd hafa verið erlendis frá. Hefur Gestur tekið á móti hátt í 600 ættleiddum börnum og átti á sínum tíma frumkvæðið að því að börn ættleidd erlendis frá yrðu skoðuð á Barnaspítalanum strax við heimkomu og fengju aðstoð og meðferðarúrræði þar, sem mæltist vel fyrir.
Lesa meira

Rúv.is - Ættleiddir Írar fá að leita uppruna síns

Rúv.is - Ættleiddir Írar fá að leita uppruna síns
Tugum þúsunda ættleiddra Íra verður heimilt að leita uppruna síns samkvæmt lagafrumvarp sem lagt verður fyrir írska þingið á næstunni. Fari frumvarpið í gegn fær fólkið aðgang að fæðingarvottorðum sínum. Samkvæmt alþjóðalögum eiga öll börn rétt á að leita uppruna síns en ættleiddum Írum, sem margir hverjir voru ættleiddir í leyni af kaþólskum stofnunum, hefur ekki verið gefinn kostur á því hingað til. Úrskurður hæstaréttar á Írlandi frá 1998 um friðhelgi einkalífs mæðra er ástæða þess að síðustu ríkisstjórnir hafa ekki viljað aflétta leynd um ættleiðingar í landinu. James Reilly, ráðherra velferðarmála barna, sagði að allir ættleiddir Írar hafi lögbundinn rétt til þess að sjá fæðingarvottorð sitt, þegar hann kynnti frumvarpið í gær.
Lesa meira

Vísir.is - Óskar eftir aðstoð við upprunaleit sína: „Af hverju var ég skilin eftir á barnaheimili til þess að veslast upp?“

Vísir.is - Óskar eftir aðstoð við upprunaleit sína: „Af hverju var ég skilin eftir á barnaheimili til þess að veslast upp?“
„Eg fór til Kirshir í sumar og hitti fólkið mitt þar. Ef þú vilt einhvern tímann reyna að hafa upp á þínu fólki þá er ég meira en til í að hjálpa.” Svona hljóðuðu skilaboðin sem fengu Kolbrúnu Söru Larsen til að hefja leitina að uppruna sínum, „líta hvorki meira né minna en 33 ár aftur í tímann og freista þess að opna eina mjög svo þunga og lamaða hurð.“
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 31. desember 2006 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 30. desember til og með 31. desember, eða umsóknir sem bárust á einum degi.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Tékklandi. Hjónin Torben og Stefanie fóru frá Íslandi til Tékklands að sækja dæturnar sínar þrjár. Þau fóru á barnaheimilið og áttu venju samkvæmt að byrja á því að hitta forstöðumann barnaheimilisins ásamt sálfræðingum og félagsráðgjöfum, en systurnar sáu Torben og Stefanie í gegnum glugga og þá varð ekki aftur snúið. Fjölskyldan sameinaðist því aðeins fyrr en áætlað var og Torben og Stefanie stukku beint útí djúpu laugina. Það var mikið fjör og hamagangur þegar fjölskyldan fór út á leikvöll og tók sín fyrstu skref sem fimm manna fjölskylda. Það voru þreytt og hamingjusöm hjón sem lögðust á koddann sinn í lok dags enda búið að vera mikið fjör hjá stórfjölskyldunni.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í nótt hittu þau Brynjar og Kristín dóttur sína í fysta sinn. Þau fóru ásamt Kristjáni Bjarti stóra bróður til Kína að hitta hana og nú var loks komið að því. Litla Skellibjallan hún Tinna Bergdís var róleg og yfirveguð þegar hún hitti þau. Hún horfði á þau í rólegheitunum og tók þau út, það var greinilegt að hún var sátt við fjölskylduna og sér í lagi stóra bróðir sem hún fór strax að leika við. Rólegheitin stóðu þó stutt yfir því hún er full af fjöri og vill hafa stanslausan glaum og gleði í kringum sig.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í nótt sameinaðist fjölskylda í Guangzhou í Kína. Hjónin Örn og Sigrún hittu loksins drenginn sinn sem þau hafa hlakkað svo mikið til að hitta. Allt í einu var hann kominn í fangið á þeim og það var yndislegt. Það kom í ljós að hann var með hitavellu en þá var nú skemmtilegt að lesa bókina Músin tístir í fanginu á pabba þar sem hann svo sofnaði um kvöldið. Tilfinningaríkur dagur, gleði, kærleikur og þakklæti. Umsókn Arnar og Sigrúnar var samþykkt af yfirvöldum í Kína 8. maí 2014 og voru þau pöruð 5. maí 2015. Þau voru því á biðlista í Kína í 12 mánuði. Þetta er tólfta fjölskyldan sem sameinast á þessu ári og börnin orðin 16. Nú hafa 181 börn verið ættleidd frá Kína til Íslands.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist lítil fjölskylda í Tékklandi. Hafþór og Líney fóru á vit ævintýranna til að hitta dóttur sína. Það var stórkostlegasti dagur í lífi þeirra Hafþórs og Líneyjar þegar þau hittu Önnu Karólínu í fyrsta sinn. Dagurinn byrjaði á því að hitta starfsmenn barnaheimilisins og fá helstu upplýsingar en svo fóru þau inní leikherbergið til hennar þar sem hún var að dunda sér. Það var erfitt að halda aftur af tárunum því biðin eftir þessari stund hefur verið löng…en vel þess virði. Umsókn Hafþórs og Líneyjar var samþykkt af yfirvöldum í Tékklandi 20. október 2014 og voru þau pöruð við Önnu Karólínu 18. maí 2015. Þau voru því á biðlista í Tékklandi í sjö mánuði.
Lesa meira

Sumarleyfi - 13. júlí til 27. júlí

Sumarleyfi - 13. júlí til 27. júlí
Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður lokuð vegna sumarleyfa í tvær vikur í sumar, frá 13. júlí til 27. júlí. Þrátt fyrir að skrifstofan sé lokuð er þess vandlega gætt að mál sem þola enga bið fái afgreiðslu. Til þess að mæta þeim málum verður alltaf starfsmaður á bakvakt þessar tvær vikur og verður fylgst með pósthólfi félagins. Neyðarsími: 895-1480
Lesa meira

Biðlistahittingur kl. 17:00 mánudaginn 15. júní

Biðlistahittingur kl. 17:00 mánudaginn 15. júní
Þeir sem eru á biðlista hafa ákveðið að hittast 15. hvers mánaðar. Næsti hittingur verður kl. 17:00 mánudaginn 15. júni í húsnæði Íslenskrar ættleiðingar Skipholti 50 b, annari hæð til hægri. Eins og áður er um að ræða óformlegan hitting til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvort af öðru, styðja hvort annað og hafa gaman saman. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Ragnheiði á skrifstofu félagsins í síma 588 14 80 eða isadopt@isadopt.is.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag hitti fjölskyldan, Vigdís Klara, Guido og Marek Ari stóri bróðir, Matéj/Matta litla í fyrsta sinn. Það var áhrifarík stund. Matti var fyrst hissa á heimsókninni en rétti svo fram hendurnar til að komast í fang pabba síns. Þaðan lá leiðin svo í fang mömmu og loks til stóra bróður. Matti vildi síðan alls ekki sleppa Marek Ara, bróður sínum. Þeir bræðurnir sátu lengi saman í sófanum og knúsuðust. Matti er mikill knúsdrengur. Hann var líka búinn að bíða eftir fjölskylduknúsunum sínum í næstum því tvö ár.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í nótt sameinaðist fjölskylda í Fuzhou í Kína. Daníel og Rut voru að hitta litlu dóttur sína í fyrsta sinn. Starfsfólk barnaheimilisins kom með Ísold Lílý á hótelið til þeirra, en þar hefur verið útbúin aðstaða fyrir fjölskyldur til að sameinast. Ísold Lílý hafði verið lengi á leiðinni og var því orðin þreytt þegar þau loksins hittust, en stundin var engu að síður töfrum hlaðin og nánast ólýsanleg. Það var hamingjusöm fjölskylda sem lagðist á koddan sinn í dag, brosandi út að eyrum. Umsókn Daníels og Rutar var móttekin af yfirvöldum í Kína 28. febrúar 2015 og voru þau pöruð við Ísold Lílý 14. apríl 2015. Þau voru því á biðlista í Kína í 45 daga. Þetta er sjöunda fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári en börnin orðin níu. Nú hafa 179 börn verið ættleidd frá Kína til Íslands.
Lesa meira

Morgunblaðið - Íslenska kerfið til fyrirmyndar

Morgunblaðið - Íslenska kerfið til fyrirmyndar
Búlgaría átti frumkvæðið að ættleiðingasamningi við Ísland - Frumkvæðið líklega einsdæmi - Íslenska ættleiðingarfyrirkomulagið skarar fram úr - Tékkar taka íslenska foreldra fram yfir aðra
Lesa meira

DV - Ég vildi ekki breyta neinu

DV - Ég vildi ekki breyta neinu
Tónlistarmanninn Heimi Ingimarsson og eiginkonu hans hafði lengi dreymt um að eignast barn. Sá draumur rættist fyrir tveimur vikum þegar hjónin ættleiddu tveggja ára dreng, Breka Ingimar Chang. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Heimi um barnleysið, ættleiðingarferlið, tónlistina, trúna á Guð og síðast en ekki síst soninn sem þau hjónin biðu svo lengi eftir.
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Afgreiðsluhraði í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 30. desember 2006 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 28. desember til og með 30. desember, eða umsóknir sem bárust á tveimur dögum.
Lesa meira

Hringbraut.is - Fræðumst um ættleiðingar

Hringbraut.is - Fræðumst um ættleiðingar
Meðal spurninga sem Þórdís Lóa spyr í þætti sínum er hvernig tilfinning það er að ættleiða barn? Er þetta langt ferli? Getur hver sem er ættleitt? Meðal viðmælenda er Kristinn Ingvarsson, framkvæmdarstjóri Íslenskrar Ættleiðingar en hann fer yfir það helsta sem felst í því ferli að ættleiða. Þórdís Lóa fær einnig til sín tvær mæður, þær Ingibjörgu Valgerisdóttur og Rebekku Laufey Ólafsdóttur, sem segja frá reynslu sinni af alþjóðlegum ættleiðingum. Þær ræða hvernig ferlið sjálft hafði áhrif á þær og eiginmenn sína ásamt því hvernig tilfinning það er að ættleiða barn. Fylgist með í Sjónarhorni á Hringbraut
Lesa meira

Skipulagsdagur

Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður lokuð föstudaginn 15. maí vegna skipulagsdags.
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Afgreiðsluhraði í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 28. desember 2006 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 25. desember til og með 28. desember, eða umsóknir sem bárust á þremur dögum.
Lesa meira

Kæru þið sem eruð á biðlista - hittumst 15. maí

Kæru þið sem eruð á biðlista - hittumst 15. maí
Þeir sem eru á biðlista hafa ákveðið að hittast 15. hvers mánaðar. Næsti hittingur verður kl. 17:00 föstudaginn 15. maí í húsnæði Íslenskrar ættleiðingar Skipholti 50 b, annari hæð til hægri. Eins og áður er um að ræða óformlegan hitting til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvort af öðru, styðja hvort annað og hafa gaman saman. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Ragnheiði á skrifstofu félagsins í síma 588 14 80 eða isadopt@isadopt.is.
Lesa meira

Að byrja í leik- og grunnskóla

Að byrja í leik- og grunnskóla
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í leik- eða grunnskóla. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b, 2. hæð til hægri. Þriðjudagurinn 19. maí kl. 20:00. Grunnskólafræðsla. Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi/sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari. Miðvikudagurinn 20. maí kl. 20:00. Leikskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Díana Sigurðardóttur leikskólakennari og Sigurrós Ingimarsdóttir leikskólakennari. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fræðsluna á netinu.
Lesa meira

Góður og fjölsóttur fyrirlestur Guðbrands Árna Ísberg

Góður og fjölsóttur fyrirlestur Guðbrands Árna Ísberg
Þriðji mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar „Í nándinni – innlifun og umhyggja“ var haldinn 29. apríl sl. í Tækniskólanum í Reykjavík. Fyrirlesari var Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur. Hann kynnti m.a. efni úr nýútkominni bók sinni “Í nándinni - innlifun og umhyggja“. Auk þess lagði hann áherslu á mikilvægi þess að foreldrar séu meðvitaðir um skömmina og áhrif hennar á sjálfsálit barna því gott sjálfsálit er nátengt hamingju á fullorðinsárum. Fyrirlesturinn var mjög vel sóttur. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá hve margir sem ekki áttu heimangengt fylgdust með fyrirlestrinum á netinu. Almenn ánægja var með Guðbrand Árna og fyrirlesturinn hans. Í kjölfar hans urðu líflegar, gagnlegar og uppbyggilegar umræður. Íslensk ættleiðing þakkar Guðbrandi Árna fyrir hans framlag og öllum þeim sem mættu á fyrirlesturinn eða fylgdust með honum á netinu. Við hvetjum fólk eindregið til að lesa bók Guðbrands Árna „Í nándinni – innlifun og umhyggja“.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í nótt sameinaðist fjölskylda í Changchun í Kína. Anna Rósa og Heimir fóru í apríl til Kína til að sækja drenginn sinn Breka Ingimar. Það var dásamleg stund sem fjölskyldan átti í Changchun þegar þau hittust. Breki Ingimar var greinilega búinn að skoða myndirnar af foreldrum sínum sem þau höfðu sent á barnaheimilið eftir að þau voru pöruð saman og fór hann í fangið á mömmu sinni og fann strax til öryggis í foreldrafaðmi. Umsókn Heimis og Önnu Rósu var móttekin af yfirvöldum í Kína 11. febrúar 2014 og voru þau pöruð við Breka Ingimar 10. mars 2015. Þau voru því á biðlista í Kína í 13 mánuði. Þetta er sjötta fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári en börnin orðin átta. Nú hafa 178 börn verið ættleidd frá Kína til Íslands.
Lesa meira

Visir.is - Annast ættleiðingar frá Búlgaríu

Visir.is - Annast ættleiðingar frá Búlgaríu
Innanríkisráðuneytið og Íslensk ættleiðing hafa endurnýjað þjónustusamning sem á að gilda til 31. desember 2017. Samningurinn kveður á um að Íslensk ættleiðing, sem hefur löggildingu innanríkisráðherra til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá tilteknum erlendum ríkjum, veiti skilgreinda þjónustu sem þessu tengist. Í gær veitti ráðherra Íslenskri ættleiðingu jafnframt löggildingu til þess að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá Búlgaríu, en löggildingin er veitt til þriggja ára. Meðal verkefna Íslenskrar ættleiðingar er að annast meðferð umsókna kjörforeldra um ættleiðingu, samskipti við upprunaríki, sýslumann og kjörforeldra, skipuleggja námskeið til undirbúnings ættleiðingar, veita ráðgjöf eftir ættleiðingu og senda eftirfylgniskýrslur til upprunalands um stöðu barns eftir komu þess til landsins.
Lesa meira

Á ferð og flugi

Á ferð og flugi
Fulltrúar Íslenskrar ættleiðingar fóru á fulltrúafund EurAdopt sem haldinn var í Limburg í Þýskalandi nú í apríl. Að þessu sinni fóru Vigdís Ó. Sveinsdóttir sem er fulltrúi ÍÆ í stjórn EurAdopt og Kristinn Ingvarsson sem er varamaður í stjórn EurAdopt. Helstu verkefni fundarins var áframhaldandi skipulagning á EurAdopt ráðstefnunni sem haldin verður á næsta ári í Hollandi, yfirferð á fjármálum félagsins og skýrslur aðildarlandanna um það helsta sem hefur gerst í málaflokknum síðastliðið ár.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Tékklandi. Páll og Unnur Björk lögðu af stað frá Íslandi þann 18. apríl ferðinni heitið til Tékklands að sækja syni sína þrjá. Dagurinn var algjör rússibani fyrir bæði börn og foreldra, í senn dramatískur og hamingjuríkur enda búið að bíða eftir þessari stund í þónokkurn tíma.
Lesa meira

Í NÁNDINNI - INNLIFUN OG UMHYGGJA

Í NÁNDINNI - INNLIFUN OG UMHYGGJA
Fyrirlesari er Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur. Hann hefur áralanga reynslu af vinnu með foreldrum og börnum bæði í Danmörku og á Íslandi auk handleiðslu m.a. fyrir fósturforeldra og foreldra ættleiddra barna. Síðustu árin hefur Guðbrandur Árni rekið eigin stofu, Sálfræðiráðgjöfina, ásamt öðrum sálfræðingum og fengist þar við jafnt fjölskyldumeðferð sem einstaklingsmeðferð. Þá hefur hann haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um heilaþroska og heilastarfsemi barna og mikilvægi nándar fyrir hvort tveggja. Haustið 2013 kom út bók hans “Í nándinni - innlifun og umhyggja” hjá Forlaginu en hún fjallar um mikilvægi nándar fyrir eðlilegan þroska barna. Í fyrirlestrinum fjallar Guðbrandur Árni um bókina auk mikilvægi þess að foreldrar séu meðvitaðir um skömmina og áhrif hennar á sjálfsálit barna, en gott sjálfsálit tengist náið hamingju á fullorðinsárum. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg miðvikudaginn 29. apríl, klukkan 20:00. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í nótt sameinaðist fjölskylda í Nanning í Kína. Lára og Einar hittu þar Kötlu Lin í fyrsta skipti og áttu þau yndislega stund saman. Katla Lin kom inn með mynd af mömmu og pabba sem þau höfðu sent henni og benti hún hreykin á foreldra sína. Umsókn Einar og Láru var móttekin af yfirvöldum í Kína 8. október 2014 og voru þau pöruð við Kötlu Lin 9. desember 2014. Þau voru því á biðlista í Kína í tvo mánuði. Þetta er þriðja fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári. Nú hafa 177 börn verið ættleidd frá Kína til Íslands.
Lesa meira

KÆRU ÞIÐ SEM ERUÐ Á BIÐLISTA - HITTUMST 15. APRÍL

KÆRU ÞIÐ SEM ERUÐ Á BIÐLISTA - HITTUMST 15. APRÍL
Þeir sem eru á biðlista hafa ákveðið að hittast 15. hvers mánaðar. Næsti hittingur verður kl. 19:30 miðvikudaginn 15. apríl í húsnæði Íslenskrar ættleiðingar Skipholti 50 b, annari hæð til hægri. Um er að ræða óformlegan hitting til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvort af öðru, styðja hvort annað og hafa gaman saman. Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 588 14 80 eða með því að senda póst á netfangið isadopt@isadopt.is.
Lesa meira

gaflari.is - Þetta eru svo langþráð börn

gaflari.is - Þetta eru svo langþráð börn
„Þegar einar dyr lokuðust opnuðust bara aðrar í staðinn og það var í rauninni mjög auðvelt fyrir okkur að taka ákvörðun um að ættleiða barn,“ segir Helga Valtýsdóttir, Gaflari vikunnar en hún og Sigurður Sveinn Antonsson, eiginmaður hennar, hafa ættleitt
Lesa meira

visir.is - Margra barna mæður: Gerði hlé á barneignum í tæp 20 ár

visir.is - Margra barna mæður: Gerði hlé á barneignum í tæp 20 ár
„Það hvarflaði ekki annað að mér en að ég væri steinhætt að eiga börn,“ segir Selfyssingurinn Linda Jónsdóttir sem er viðmælandi í þriðja þætti af Margra barna mæðrum sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.
Lesa meira

Íslensk ættleiðing á Akureyri

Íslensk ættleiðing á Akureyri
Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir heldur fyrirlesturinn "Mótun persónuleikans - áhrif fyrstu áranna". Rakel Rán er með MA í fjölskyldumeðferð og hefur unnið með börnum frá fæðingu til sex ára og foreldrum þeirra. Rakel stundar nú framhaldsnám á meistarastigi við University of Massachusettes Boston. Í fyrri hluta fyrirlesturins er farið mikilvæg atriði varðandi heilaþroska barna, skipting heilans í gamla heila og nýja og hvernig taugatengingar verða til og hversu háður heilinn er umhverfi sínu og nánustu tengslaaðilum. Í seinni hlutanum verður farið í mismunandi tengslagerðir fólks, örugga og óöruggar og hvernig þær geta haft áhrif á andlega og félagslega heilsu. Fjallað verður um hvernig hægt er að ýta undir tilfinningalega þrautsegju barna, sjálfstraust og vellíðan til lengri tíma. Fyrirlesturinn hefst kl. 11:00. Lárus H. Blöndal, sálfræðingur ÍÆ verður til viðtals frá kl. 10:00. Fyrirlesturinn og ráðgjöfin verða í Verkmenntaskóla Akureyrar, Hringteig 2. Gengið er inn vestan megin (átt að Hlíðarfjalli). Skráning er á isadopt@isadopt.is. Fræðslan er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn. Sálfræðivitölin eru ókeypis fyrir félagsmenn.
Lesa meira

Fyrirlesturinn á Akureyri hefst kl. 11:00.

Fyrirlesturinn á Akureyri hefst kl. 11:00.
Fyrirlestur Rakelar Rán Sigurbjörnsdóttur "Mótun persónuleikans - áhrif fyrstu áranna" hefst kl. 11:00 21.mars n.k.
Lesa meira

Fyrirlestur og ráðgjöf á Akureyri 21.3 2015

Fyrirlestur og ráðgjöf á Akureyri 21.3 2015
Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir heldur fyrirlesturinn "Mótun persónuleikans - áhrif fyrstu áranna". Rakel Rán er með MA í fjölskyldumeðferð og hefur unnið með börnum frá fæðingu til sex ára og foreldrum þeirra. Rakel stundar nú framhaldsnám á meistarastigi við University of Massachusettes Boston. Í fyrri hluta fyrirlesturins er farið mikilvæg atriði varðandi heilaþroska barna, skipting heilans í gamla heila og nýja og hvernig taugatengingar verða til og hversu háður heilinn er umhverfi sínu og nánustu tengslaaðilum. Í seinni hlutanum verður farið í mismunandi tengslagerðir fólks, örugga og óöruggar og hvernig þær geta haft áhrif á andlega og félagslega heilsu. Fjallað verður um hvernig hægt er að ýta undir tilfinningalega þrautsegju barna, sjálfstraust og vellíðan til lengri tíma. Lárus H. Blöndal, sálfræðingur ÍÆ verður til viðtals frá kl. 10:00. Fyrirlesturinn og ráðgjöfin verða í Verkmenntaskóla Akureyrar, Hringteig 2. Gengið er inn vestan megin (átt að Hlíðarfjalli). Skráning er á isadopt@isadopt.is. Fræðslan er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn. Sálfræðivitölin eru ókeypis fyrir félagsmenn.
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 25. desember 2006 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 19. desember fram til 25. desember, eða umsóknir sem bárust á 6 dögum.
Lesa meira

BIÐLISTAHITTINGUR KL 13:00 SUNNUDAGINN 15.MARS

MÆTUM ÖLL. Þeir sem eru á biðlista hafa ákveðið að hittast 15. hvers mánaðar. Næsti hittingur verður kl. 13:00 sunnudaginn 15. mars í húsnæði Íslenskrar ættleiðingar Skipholti 50 b, annari hæð til hægri. Eins og áður er um að ræða óformlegan hitting til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvort af öðru, styðja hvort annað og hafa gaman saman. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Ragnheiði á skrifstofu félagsins í síma 588 14 80 eða isadopt@isadopt.is.
Lesa meira

Sendinefnd frá Tékklandi

Sendinefnd frá Tékklandi
Daganna 3.-5. mars heimsótti sendinefnd tékkneska miðstjórnvaldsins Íslenska ættleiðingu. Heimsóknin hófst með fundi sendinefndarinnar með starfsmönnum félagsins á skrifstofunni. Fundurinn var fróðlegur fyrir báða aðila en þar var farið yfir helstu breytingar sem hafa orðið síðan sendinefnd Íslenskrar ættleiðingar heimsótti Tékkland síðastliðið sumar. Að fundinum loknum var leikskólinn Hof heimsóttur. Á leikskólanum er drengur sem er ættleiddur frá Tékklandi og var markmiðið með heimsókninni að gefa miðstjórnvaldinu innsýn í leikskólastarf á Íslandi. Þær voru heillaðar af starfinu og þótti mikið til um metnaðarfullt faglegt starf sem fram fer á Hofi.
Lesa meira

Aðalfundur 26. mars 2015

Aðalfundur 26. mars 2015
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar boðar til aðalfundar sem haldinn verður á Hilton hóteli, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, 2.hæð salur F, fimmtudaginn 26. mars 2015, kl. 20:00.
Lesa meira

Aðalfundur 2015

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar 2015 verður haldinn fimmtudaginn 26. mars, klukkan 20.
Lesa meira

„Er þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar eitthvað fyrir foreldra ættleiddra barna?“

„Er þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar eitthvað fyrir foreldra ættleiddra barna?“
Annar mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar þetta árið var haldinn í gærkvöldi miðvikudaginn 25. febrúar sl. í Tækniskólanum í Reykjavík. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina „Er þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar eitthvað fyrir foreldra ættleiddra barna?“. Fyrirlesarinn var Gyða Haraldsdóttir sálfræðingur og forstöðumaður á Þroska- og hegðunarstöð. Mætingin var góð og var ánægjulegt hve margir nýttu sér að fylgjast með fyrirlestrinum á netinu. Ari Þór Guðmannsson átti vega og vanda af tæknilegri útfærslu þessarar leiðar og á hann sérstakar þakkir skilið fyrir það. Almenn ánægja var með fyrirlesturinn. Umræðan í kjölfar hans var mjög áhugaverð og spennandi þar sem fólk velti fyrir sér hvort og á hvern hátt þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar gæti nýst fyrir ættleidd börn og foreldra þeirra. Almennur áhuga var á því að halda þeirri umræðu áfram og finna mögulegar leiðir til að sinna þörfum þessa hóps. Við þökkum Gyðu fyrir góðan fyrirlestur og við hlökkum til væntanlegs samstarfs.
Lesa meira

Er þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar eitthvað fyrir foreldra ættleiddra barna?

Er þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar eitthvað fyrir foreldra ættleiddra barna?
Fyrirlestur Gyðu Haraldsdóttur á fræðslukvöldi Íslenskrar ættleiðingar 25. febrúar kl. 20:00 Gyða er sálfræðingur með sérhæfingu í þroskafrávikum barna. Hún er forstöðumaður á Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) sem heyrir undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis en veitir þjónustu á landsvísu. Þjónustusviðið er breitt og tekur m.a. til þverfaglegrar greiningar þroska-, hegðunar og tilfinningavanda hjá börnum að 18 ára aldri, fræðslu, ráðgjafar og meðferðar. Fræðslu- og þjálfunarnámskeið, fyrir börn, foreldra og fagfólk er stór þáttur í starfseminni. Í erindinu verður starfsemi ÞHS kynnt í stórum dráttum og sú þjónusta sem þar stendur börnum og foreldrum til boða. Þá verður sérstaklega rætt hvort og hvaða úrræði ÞHS henta foreldrum ættleiddra barna og hvort þörf sé á að koma á aðlöguðum eða annars konar úrræðum til að mæta þörfum þessa foreldrahóps. Þess er vænst að skapast geti gagnlegar umræður sem gætu orðið grunnur að tengingu og samstarfi milli ÞHS og Íslenskrar ættleiðingar. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg miðvikudaginn 25. febrúar, klukkan 20:00. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Nú í morgun sameinaðist fjölskylda í Most í Tékklandi. Alastair og Dagný ásamt dætrunum tveimur Ástu og Alice fóru til Tékklands til að hitta Daníel Kevin, litla bróður. Það var mögnuð stund þegar þau hittust í fyrsta skipti. Þegar Daníel Kevin sá foreldra sína í fyrsta skipti hljóp hann að og náði í myndirnar sem þau höfðu sent honum og höfðu verið notaðar til í undirbúningnum fyrir komu þeirra. Hann var alveg með það á hreinu hverjir voru að koma. Daníel Kevin er duglegur, hugrakkur og forvitinn prakkari og stutt í brosið hjá honum. Fjölskyldan er í sjöunda himni með daginn og Ásta og Alice trúa því varla enn að þær séu loksins búnar að eignast lítinn bróður. Umsókn Alastair og Dagnýjar var samþykkt af yfirvöldum í Tékklandi 28. febrúar 2011 og voru þau pöruð við Daníel Kevin 10. desember 2014. Þau voru því á biðlistga í Tékklandi þrjú ár og níu mánuði. Þetta er önnur fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári. Nú hafa 17 börn verið ættleitt frá Tékklandi til Íslands.
Lesa meira

Biðlistahittingur

Biðlistahittingur
KÆRU ÞIÐ SEM ERUÐ Á BIÐLISTA Þeir sem eru á biðlista hafa ákveðið að hittast 15. hvers mánaðar. Næsti hittingur verður kl. 13:00 sunnudaginn 15. febrúar í húsnæði Íslenskrar ættleiðingar Skipholti 50 b, annari hæð til hægri. Um er að ræða óformlegan hitting til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvort af öðru, styðja hvort annað og hafa gaman saman. Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 588 14 80 eða með því að senda póst á netfangið isadopt@isadopt.is.
Lesa meira

Vísir.is - Ísland ákveðin fyrirmynd í ættleiðingarmálum

Vísir.is - Ísland ákveðin fyrirmynd í ættleiðingarmálum
Biðtími fjölskyldna eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er umtalsvert styttri nú en áður. Það skýrist meðal annars af góðu samstarfi á milli stjórnvalda og ættleiðingarfélagsins Íslensk ættleiðing og hefur það samstarf vakið mikla athygli ytra. Félagið á því von á að löndum sem það á ættleiðingarsamskipti við fjölgi á næstunni. Þetta segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Changsha í Kína Anna Pála hitti drenginn sinn í fyrsta skipti á hótelherberginu þar sem starfsmenn barnaheimilisins komu með Kristján Frey. Hann lét hressilega í sér heyra en var fljótur að jafna sig þegar hann var kominn í mömmufang. Hann borðaði vel og er greinilega mikill matmaður. Dagurinn gekk vel enda búin að fá góðan undirbúning fyrir þessa töfrastund. Umsókn Önnu Pálu var send til Kína 10. september 2014 og var samþykkt af yfirvöldum stuttu síðar. Hún var pöruð við Kristján Frey 9. desember 2014. Hún var því á biðlista í þrjá mánuði. Þetta er fyrsta fjölskyldan sem sameinast með milligöngu félagsins á árinu. Nú hafa 176 börn verð ættleidd frá Kína til Íslands, þar af eru 52 börn með skilgreindar þarfir. Anna Pála er fyrsta einhleypa konan sem ættleiðir frá Kína frá 2009
Lesa meira

Á ferð og flugi

Á ferð og flugi
Fulltrúar Íslenskrar ættleiðingar eru á leiðinni til Bogota, höfuðborgar Kólumbíu. Í ferðinni munu þeir funda með miðstjórnvaldi Kólumbíu ICBF og kynna starfsemi félagins. Farið verður yfir hvernig staðið er að fræðslu, undirbúningi og stuðning við kjörfjölskyldur. Einnig verður skipulag málaflokksins kynnt ýtarlega fyrir ICBF. Fulltrúarnir munu einnig funda með Olgu Mariu Velásquez de Bernal fulltrúa ÍÆ í Kólumbíu.
Lesa meira

Verum við - laus pláss

Verum við - laus pláss
Hópastarf fyrir ættleidd börn fædd 2002 - 2004. Enn eru laus pláss, skráningu lýkur í dag kl 14:00.
Lesa meira

VERUM VIÐ - breytt tímasetning

VERUM VIÐ - breytt tímasetning
Hópastarf fyrir ættleidd börn fædd 2002 til 2004. Vegna fjölda áskoranna hefur verið ákveðið að breyta tímasetningu á hópastarfinu en nú verður hópastarfið frá kl 14:00-16:00. Hópurinn mun halda til í Félagsmiðstöðinni Bústöðum og hittist í fyrsta skipti kl. 14:00 laugardaginn 31. janúar n.k. Gert er ráð fyrir að hittast vikulega í átta skipti, tvær klukkustundir í senn. Í fyrsta tímann koma foreldrar með börnin sín þar sem leiðbeinendur kynna sig og hópastarfið. Lögð verður áhersla á góða samvinnu við foreldra.
Lesa meira

Félagið okkar

Félagið okkar
Kynning á þjónustu og starfi Íslenskrar ættleiðingar. Starf og þjónusta ÍÆ er umfangsmikil, hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Starfið og þjónustan miðar að því að sinna félagsmönnum eins vel og kostur er enda eru þeir félagið. Mikilvægt er að hafa í huga að allir félagsmenn eru jafn mikilvægir hvar svo sem þeir eru staddir í ættleiðingarferlinu. Eitt af markmiðum ÍÆ er að tryggja góða faglega þjónustu og ekki síst gott aðgengi að starfsfólki félagsins. Það er mikilvægt að félagsmenn séu vel upplýstir um þjónustu félagsins, því verður á fyrsta fyrirlestri ársins farið í saumanna á þjónustunni. Kynningin fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg, miðvikudaginn 28.janúar, klukkan 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á kynninguna á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is Félagsmenn ÍÆ og aðrir áhugasamir um málefni ættleiðinga eru hvattir til að mæta.
Lesa meira

Mbl.is - Eng­inn ein­hleyp­ur karl­maður hef­ur ætt­leitt

Eng­inn ein­hleyp­ur karl­maður hef­ur óskað eft­ir að fá að ætt­leiða barn í gegn­um fé­lagið Íslenska ætt­leiðingu. Nokkr­ir ein­hleyp­ir karl­menn hafa haft sam­band við sam­tök­in Staðgöngu að und­an­förnu og sýnt mögu­leik­an­um á því að eign­ast barn með hjálp staðgöngumóður áhuga. Gerð frum­varps um staðgöngu­mæðrun í vel­gjörðarskyni er á loka­stigi. Ein­hleyp­um var gert kleift að ætt­leiða með breyt­ingu á lög­um árið 1999 en í lög­un­um seg­ir að ein­stak­ling­un­um sé það heim­ilt ef sér­stak­lega stend­ur á og ætt­leiðing sé ótví­rætt tal­in barn­inu til hags­bóta.
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Afgreiðsluhraði í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 19. desember 2006 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 18. desember fram til og með 19. desember, eða umsóknir sem bárust á einum degi.
Lesa meira

VERUM VIÐ

VERUM VIÐ
“Verum við“ er hópastarf fyrir ættleidd börn fædd 2002 til 2004 haldið á vegum Íslenskrar ættleiðingar. Hópurinn mun halda til í Félagsmiðstöðinni Bústöðum og hittist í fyrsta skipti kl. 11:00 laugardaginn 31. janúar n.k. Gert er ráð fyrir að hittast vikulega í átta skipti, tvær klukkustundir í senn. Í fyrsta tímann koma foreldrar með börnin sín þar sem leiðbeinendur kynna sig og hópastarfið. Lögð verður áhersla á góða samvinnu við foreldra. Kynningarbréf til foreldra
Lesa meira

Dv.is - Pála er einhleyp og ættleiðir

Dv.is - Pála er einhleyp og ættleiðir
Mátti bara ættleiða veikt barn - Sækir Kristján Frey til Kína í febrúar. Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri hjá Borgarleikhúsinu, er 41 árs, einhleyp og býr í Reykjavík. Hún er nýorðin mamma, því 2. janúar síðastliðinn var ættleiðing hennar á Kristjáni Frey, tæplega tveggja ára kínverskum snáða, endanlega samþykkt. Má bara ættleiða veikt barn Pálu hafði lengi dreymt um að verða mamma og síðustu sex ár hefur hún gengið í gegnum ýmislegt til að láta þann draum verða að veruleika: „Mig hefur lengi langað til að ættleiða barn, frá því ég var pínulítil. Þegar ég var 34 ára var lokað fyrir ættleiðingar einhleypra, og ári síðar var opnað fyrir tæknifrjóvgun einhleypra. Það er eiginlega ástæðan
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Þetta árið kom jólabarnið frá Tógó, því í dag sameinaðist fjölskylda í Lomé höfuðborg Tógó. Kristín Gunda fékk stelpuna sína í fangið í fyrsta sinn á barnaheimilinu og þaðan hefur hún ekki viljað fara síðan. Mæðgurnar ná greinilega vel saman, enda ekki ólíkar í skapgerð, báðar með bein í nefinu - og amma fylgist með á hliðarlínunni og brosir út í annað. Umsókn Kristínar Gundu var send til Tógó 14. apríl 2011 og voru mæðgurnar paraðar saman 6. ágúst 2014. Kristín Gunda var því á biðlista í þrjú ár og þrjá mánuði. Nú hafa fjögur börn verið ættleitt frá Tógó til Íslands með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar
Lesa meira

Jól

Jól
Það er um þessar mundir sem að ró og friður færist yfir starf Íslenskrar ættleiðingar. Samstarfsaðilar okkar á erlendri grund hafa ljúka störfum sínum á þessu ári og fara í jólaleyfi. Við notum því tækifærið og drögum saman seglin og bjóðum uppá lágmarksþjónustu yfir hátíðarnar, þ.e. tölvupóstum sem berast verður svarað og neyðarsíminn (8951480) verður virkur - brugðist verður við neyðartilvikum. Starfsfólk félagsins mun nota jólaleyfið til að hlaða batteríin fyrir komandi ár með nýjum áskorunum og opna skrifstofu félagsins að nýju á nýju ári - þann 5. janúar. Síðastliðin ár hefur starf skrifstofunnar eftir áramót farið frekar bratt af stað. Það virðist vera að fjölmargir umsækjendur hafa notað kyrrðina yfir hátíðarnar til tala saman, komast að niðurstöðu og pantað fyrsta viðtalið hjá Íslenskri ættleiðingu. Starfsmenn félagsins hlakkar til að taka á móti nýjum umsækjendum á nýju ári og ekki síður að sinna okkar fjölmörgu félagsmönnum.
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 2014

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 2014
Jólaball Íslenskrar ættleiðingar verður haldið í húsnæði Íslenskrar Erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík, sunnudaginn 7. desember og hefst ballið klukkan 14:00. Það verður dansað í kringum jólatré, veitingar í boði og jólasveinar mæta að sjálfsögðu á svæðið. Skráning fer fram í gegnum skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar sem innheimtir einnig skráningargjaldið. Netfangið er isadopt@isadopt.is og lýkur skráningu miðvikudaginn 3.desember. Allir velkomnir, afar, ömmur, frænkur, frændur, vinir og vandamenn. Hlökkum til að sjá sem flesta Skemmtinefndin
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Afgreiðsluhraði í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 18. desember 2006 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 15. desember fram til 18. desember, eða umsóknir sem bárust á 4 dögum.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Nú í nótt sameinaðist fjölskylda í Jinan héraði í Kína. Bylgja og Guðjón fóru ásamt eldri syni sínum Jónasi og systur Bylgju og foreldrum Guðjóns þangað í lok nóvember. Eftir ævintýralegt ferðalag voru allir komnir á heilu og höldnu til Jinan og biðu stóru stundarinnar. Það var dásamlegt þegar fjölskyldan sameinaðist. Arnar Yang er flottur og duglegur strákur og á góða og sterka fjölskyldu. Þeir bræðurnir náðu strax vel saman og er eins og þeir hafi alltaf verið saman. Umsókn Guðjóns og Bylgju var móttekin í Kína 14. nóvember 2013 og voru þau pöruð við Arnar Yang 4. ágúst 2014. Þau voru því á biðlista hjá CCCWA í rúma átta mánuði. Þetta er tíunda fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári. Nú hafa 175 börn verið ættleitt frá Kína til Íslands. Af þeim eru 51 barn ættleidd af lista yfir börn með skilgreindar þarfir.
Lesa meira

Visir.is - Hálfgerð systkinatenging

Þau 59 börn sem ættleidd voru frá Indónesíu til íslenskra fjölskyldna á árunum 1981 til 1983 komu flestöll frá sama fósturheimili þar í landi. Fáein börn höfðu verið ættleidd fyrir þennan tíma í gegnum þriðja land. Fyrir nokkrum árum var stofnaður hópur á Facebook fyrir þennan hóp og eru nú fimmtíu manns meðlimir á þeirri síðu, þar á meðal Júlíus Þór Sigurjónsson og Laufey Karítas Einarsdóttir. Júlíus: „Það var lítið sem gerðist fyrstu árin. Við vorum aðallega að safna saman fólki og bjóða því að vera með í hópnum á Facebook. En svo setti ég nokkrar spurningar á síðuna í haust sem kveiktu líflegar umræður og þá fórum við að ræða það að hittast í fyrsta skipti.“ Laufey: „Það byrjaði meðal annars umræða um nöfnin okkar en við eigum öll nöfn frá Indónesíu. Ég hét til dæmis Silvana og skírði elstu dóttur mína því nafni. Svo töluðum við um fósturheimilið sem við vorum flest á og skiptumst á upplýsingum sem við höfum um okkur og uppruna okkar.“
Lesa meira

Mbl.is - Fann tví­bura­syst­ur sína á Youtu­be

Mbl.is - Fann tví­bura­syst­ur sína á Youtu­be
Líf tví­bur­ana Ana­is Bordier og Sam­an­tha Fu­term­an tók held­ur bet­ur óvænt­an snún­ing fyr­ir um það bil ári þegar vin­ur Bordier, sem er upp­al­in í Frakklandi, sendi henni skjá­skot af mynd­bandi af Youtu­be, þar sem tví­bura­syst­ir henn­ar, Fu­term­an, kom fyr­ir. „Ég velti fyr­ir mér hver hefði sett mynd­band af mér á Youtu­be,“ seg­ir Bordier við blaðamann CNN og hlær. Þegar hún kom heim til sín horfði hún aft­ur á mynd­bandið og áttaði sig á því að þetta væri ekki hún held­ur stelpa sem leit ná­kvæm­lega eins út og bjó í Banda­ríkj­un­um. Bordier lagðist í rann­sókn­ar­vinnu og komst að því hvaða kona væri í mynd­band­inu. Hún fann út að þær áttu af­mæli sama dag og voru báðar ætt­leidd­ar frá sömu borg í Suður-Kór­eu. Bordier ákvað í kjöl­farið að senda Fu­term­an skila­boð á Face­book. Fu­term­an, sem ólst upp í New Jers­ey í Banda­ríkj­un­um, sagði að það hafi verið skrýtið að fá póst frá sjálfri sér á Face­book og dró hún það að svara skila­boðunum í nokkra daga en hugsaði svo með sér að þetta gæti verið satt. Teng­ing­in mjög sterk Bordier seg­ir að sem einka­barn hafi það verið magnað að kom­ast að því að hún ætti syst­ur. Hvað þá að vera tví­buri þar sem tví­bur­ar eiga svo ótrú­lega margt sam­eig­in­legt. „Það er mjög sterk teng­ing á milli tví­bura sem er í raun ekki hægt að út­skýra. Við skilj­um hvora aðra án þess að þurfa að tala,” sagði Bordier. Þær segja að for­eldr­ar þeirra beggja séu hæst­ánægðir með frétt­irn­ar, þó svo að þeir hafi verið í upp­námi fyrst, þar sem for­eldr­arn­ir vissu ekki að stelp­urn­ar væru tví­bur­ar þar sem það kom hvergi fram á papp­ír­um við ætt­leiðingu. „Mamma sagði að hún hefði ætt­leitt okk­ur báðar ef hún hefði vitað af því að það væri verið að slíta okk­ur í sund­ur,“ seg­ir Fu­term­an. Syst­urn­ar hafa reynt að hafa sam­band við líf­fræðilegu móður sína en segja að hún hafi ekki áhuga á að end­ur­nýja sam­band sitt við þær. „Ef við lærðum eitt­hvað af þessu, þá er það að all­ir hlut­ir ger­ast eins og þeir eiga að ger­ast,“ seg­ir Fu­term­an. „Og ef hún vill hafa sam­band við okk­ur einn dag­inn, þá erum við hér, við erum til í það og við erum til­bún­ar.“
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Kolin í Tékklandi. Jón Ingi og Margrét hittu Söru Patrice í fyrsta skipti nú fyrir hádegið á barnaheimilinu. Sara var feimin til að byrja með en eftir að hún var búin að leggja sig tók hún við sér og var greinilega hrifin af foreldrum sínum. Í lok dagsins varð hún eftir á barnaheimilinu og þau mun hittast aftur á morgun. Þetta var dásemdar dagur og greinilegt að allir nutu sín vel. Umsókn Jóns Inga og Margrétar var samþykkt af yfirvöldum í Tékklandi 16. september 2011. Þau voru svo pöruð við Söru Patrice 6. október 2014. Þau voru því á biðlista í þrjú ár. Þetta er níunda fjölskyldan sem sameinast með milligöngu félagsins á árinu. Nú hafa 16 börn verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands.
Lesa meira

Seinni hluti undirbúningsnámskeiðsins

Seinni hluti undirbúningsnámskeiðsins
Seinni hluti undirbúningsnámskeiðsins "Er ættleiðing fyrir mig?" verður haldinn laugardaginn 22.nóvember kl: 8:00 til 17:00. Staðsetning: Dillonshúsið í Árbæjarsafni. Kistuhyl 4, 110 Reykjavík.
Lesa meira

KÆRU ÞIÐ SEM ERUÐ Á BIÐLISTA

KÆRU ÞIÐ SEM ERUÐ Á BIÐLISTA
Fundur fyrir þá sem eru á biðlista verður haldinn kl. 19:00 n.k. miðvikudag 19. nóvember 2014 í Tækniskólanum við Háteigsveg. Um er að ræða óformlegan fund til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvort af öðru, styðja hvort annað og hafa gaman saman. Stefnt er að því að vera með slíka fundi klukkutíma fyrir mánaðarlega fyrirlestra Íslenskrar ættleiðingar og á sama stað. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Ragnheiði á skrifstofu félagsins í síma 588 14 80 eða isadopt@isadopt.is.
Lesa meira

Kjörfjölskyldur ættleiddra barna á Íslandi: undirbúningur, fræðsla og stuðningur.

Kjörfjölskyldur ættleiddra barna á Íslandi: undirbúningur, fræðsla og stuðningur.
Fyrirlesari er Snjólaug Elín Sigurðardóttir. Hún er leikskólakennari í grunni, með BA í sænsku og ensku og MA frá Háskóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræðum með sérstakri áherslu á fræðslustarf og stjórnun. Auk þess nam hún TBRI® við TCU háskólann í Bandaríkjunum, sem er úrræði sérsniðið að þörfum ættleiddra barna og annarra barna með erfiða fortíð. Í fyrirlestrinum mun Snjólaug Elín fjalla um rannsókn sína „Kjörfjölskyldur ættleiddra barna á Íslandi: undirbúningur, fræðsla og stuðningur“. Markmiðið með gerð hennar var að skoða reynslu og upplifun foreldra af því að ættleiða barn frá útlöndum og var áhersla lögð á að skoða sambandið milli undirbúningsfræðslu, eftirfylgdar og stuðnings í kjölfar ættleiðingar og líðan fjölskyldna. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg miðvikudaginn 19. nóvember, klukkan 20:00. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 14. desember 2006 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 12. desember fram til 14. desember, eða umsóknir sem bárust á 3 dögum.
Lesa meira

"Er ættleiðing fyrir mig? Fyrri hlutinn haldinn um helgina.

Námskeiðið er tvískipt. Fyrri hluti: Laugardagurinn 25.október kl. 9:00 til kl: 16:00 sunnudaginn 26.október. Gert er ráð fyrir að allir gisti á staðnum. Staðsetning: Sveitasetrið við Laxá í Kjós, aðeins um 25 mínútna akstur frá Reykjavík. Frekari upplýsingar um staðinn: Sjá http://sveitasetur.hreggnasi.is Seinni hlutinn: Laugardagurinn 22.nóvember kl: 8:00 til 17:00. Staðsetning: Dillonshúsið í Árbæjarsafni. Kistuhyl 4, 110 Reykjavík.Fólk sem bíður eftir ættleiðingu er skylt að sækja fræðslunámskeið sem ÍÆ gengst fyrir, skv. reglugerð innanríkisráðuneytisins. Námskeiðið er fyrir fólk sem er að taka fyrstu skrefin í ættleiðingarferlinu, og er hannað til að hjálpa til við að taka ákvörðun um hvort ættleiðing barns sé skuldbinding sem fólk treystir sér í. Námskeiðið leitast við að svara áleitum siðferðilegum spurningum um ættleiðingu og spurningum eins og er ættleiðing fyrir mig? Hvernig er að vera kjörforeldri, hvað er eins / hvað er öðruvísi? Hver er ábyrgð mín sem kjörforeldris? Get ég staðið undir þeirri ábyrgð? Námskeiðið kynnir aðdraganda og undirbúning ættleiðingarinnar og einnig er fjallað um líf barnsins áður en ættleiðingin á sér stað. Til þess að þátttakendur geri sér betur grein fyrir aðstæðum þeirra barna sem bíða ættleiðingar er meðal annars notast við myndband um líf barna á munaðarleysingjaheimilum erlendis. Við skoðum hvað það er sem barnaheimilisbörnin fara á mis við og hvort mögulegt er að bæta þeim það upp? Uppbygging námskeiðsins byggist mikið á virkri þátttöku þátttakenda og hvað þeir fá út úr námskeiðinu liggur í virkni þeirra sjálfra. Nokkru fyrir námskeiðið fá þátttakendur send tvö rit þau eru “Undirbúningsnámskeið fyrir umsækjendur um ættleiðingu erlends barns“ og “Heilsufar ættleiddra barna” sem Íslensk ættleiðing hefur látið þýða og laga að íslenskum aðstæðum. Eru þátttakendur beðnir um að lesa ritin vel fyrir þátttöku á námskeiðinu enda byggir námskeiðið fyrst og fremst á virkri þátttöku umsækjenda. Undirbúningsnámskeiðið er sniðið eftir erlendu fræðsluefni og lagað að íslenskum aðstæðum. Á námskeiðinu er þátttakendahópurinn blandaður, óháð því frá hvaða landi ættleitt er.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Most í Tékklandi Hermann og Ragnhildur hittu drenginn sinn Kolbein Mikael á barnaheimilinu í Most. Kolbeinn Mikael var varkár í fyrstu en sýndi leikföngin sín og var mjög forvitinn um Hermann og Ragnhildi. Hann lagði sig svo eftir matinn en að lúrnum loknum komu Hermann og Ragnhildur aftur á barnaheimilið og fóru út í garð með Kolbein Mikael, þar léku þau saman og höfðu það gott. Umsókn Hermanns og Ragnhildar var samþykkt af yfirvöldum í Tékklandi á afmælisdegi Íslenskrar ættleiðingar, þ.e. 15. janúar 2013. Þau voru svo pöruð við Kolbein Mikael 23. september 2014. Þau voru því á biðlista í tuttugu mánuði. Þetta er áttunda fjölskyldan sem sameinast með milligöngu félagsins á árinu. Nú hafa 15 börn verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands.
Lesa meira

Kæru þið sem eruð á biðlista

Kæru þið sem eruð á biðlista
Fundur fyrir þá sem eru á biðlista verður haldinn kl. 19:00 n.k. miðvikudag 22. október 2014 í Tækniskólanum við Háteigsveg. Um er að ræða óformlegan fund til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvort af öðru, styðja hvort annað og hafa gaman saman. Stefnt er að því að vera með slíka fundi klukkutíma fyrir mánaðarlega fyrirlestra Íslenskrar ættleiðingar og á sama stað. Lárus H. Blöndal, sálfræðingur félagsins mætir. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Ragnheiði á skrifstofu félagsins í síma 588 14 80 eða isadopt@isadopt.is.
Lesa meira

Ættleidd börn á Íslandi. Langtímarannsókn með 20 börnum og fjölskyldum þeirrra.

Ættleidd börn á Íslandi. Langtímarannsókn með 20 börnum og fjölskyldum þeirrra.
Ættleidd börn á Íslandi. Langtímarannsókn með 20 börnum og fjölskyldum þeirrra. Fyrirlesarar eru Hanna Ragnarsdóttir prófessor Mennta-vísindasviði HÍ og Elsa Sigríður Jónsdóttir fv. lektor á Menntavísindasviði HÍ. Þátttakendur í rannsókninni eru 20 ættleidd börn frá Indlandi og Kína sem komu til Íslands 2002 (10 börn) og 2004 (10 börn) og foreldrar þeirra. Markmið rannsóknarinnar eru að skilja reynslu foreldra af því að ættleiða barn frá útlöndum; að varpa ljósi á hvernig móttöku barnanna var háttað og að skoða hvernig börnunum gengur að aðlagast nýju samfélagi, félagahópi og skólum. Tekin hafa verið viðtöl við foreldrana tvisvar, börnin einu sinni, svo og leik- og grunnskólakennara barnanna. Í erindinu verður fjallað um niðurstöður þessara viðtala, einkum viðtala við börnin og kennara þeirra sem tekin voru árið 2012. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg miðvikudaginn 22.október, klukkan 20:00. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

AUGLÝSING FRÁ SKEMMTINEFND

AUGLÝSING FRÁ SKEMMTINEFND
Við auglýsum eftir fólki sem hefur áhuga á því að vera með okkur í skemmtinefndinni eða eru tilbúnir til þess að aðstoða við einstaka atburði. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar í síma 588 14 80 eða sent tölvupóst á netfangið isadopt@isadopt.is Með von um góð viðbrögð Skemmtinefnd Íslenskrar ættleiðingar
Lesa meira

Heimsóknir til Búlgaríu og Tékklands

Heimsóknir til Búlgaríu og Tékklands
Sigrún María Kristinsdóttir og Kristinn Ingvarsson kynna heimsóknir sínar til Búlgaríu og Tékklands. Kynningin fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg fimmtudaginn 9. október, klukkan 20:00. Við hvetjum alla félagsmenn og aðra áhugasama að mæta. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Kynning er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Kæru þið sem eruð á biðlista.

Kæru þið sem eruð á biðlista.
Fundur fyrir alla þá sem eru á biðlista verður haldinn kl. 10:00 n.k. laugardag 4. október 2014 í Tækniskólanum við Háteigsveg. Um er að ræða óformlega fund til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvort af öðru, styðja hvort annað og hafa gaman saman. Stefnt er að því að vera með slíka fundi klukku- tíma fyrir mánaðarlega fyrirlestra Íslenskrar ættleiðingar og á sama stað. Lárus H. Blöndal, sálfræðingur félagsins mætir. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Ragnheiði á skrifstofu félagsins í síma 588 14 80 eða isadopt@isadopt.is.
Lesa meira

„Ég þekkti þig ekki, þú varst bara ókunnug kona“

„Ég þekkti þig ekki, þú varst bara ókunnug kona“
Fyrirlesturinn „Ég þekkti þig ekki, þú varst bara ókunnug kona“ verður haldinn í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg (gamli Sjómannaskólinn), laugardaginn 4. október, klukkan 11:00. Dr. Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri fjallaðr um áhrifa ættleiðingar á börn og hvað rannsóknir segja um þetta málefni. Rætt verður um hvað foreldrar gætu þurft að vera vakandi fyrir í uppvextinum m.a. er varðar sjálfsmynd barnanna og tengsl við upprunann. Þeir sem ekki eiga heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn í gegnum netið. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Fræðslan er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Mánaðarfyrirlestrar Íslenskrar ættleiðingar

Mánaðarfyrirlestrar Íslenskrar ættleiðingar
Í kjölfar fyrirlestra Íslenskrar ættleiðingar sem haldnir voru núna í lok ágúst fyrir foreldra ættleiddra barna í leik-og grunnskóla og aðra áhugasama er búið að ákveða dagsetningar þriggja mánaðarlegra fyrirlestra fram að komandi jólum. Sá fyrsti verður haldinn laugardaginn 4. október, kl. 11:00 en hinir tveir eru á miðvikudögum og byrja kl. 20:00 og verða haldnir 22. október og 19. nóvember. Heiti fyrsta fyrirlestursins er "„Ég þekkti þig ekki, þú varst bara ókunnug kona“ og þar mun Dr. Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri fjalla um áhrif ættleiðinga á börn og hvað rannsóknir segja um þetta málefni. Fyrirlestara og fyrirlestra fyrirlestrana 22. október og 19. nóvember verða auglýstir fljótlega. Frítt er á fyrirlestrana fyrir félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar. Við hvetjum ykkur til að taka þessa tíma frá og leggja þá sérstaklega á minnið.
Lesa meira

Samstarfssamningur við Lögmenn Höfðabakka

Samstarfssamningur við Lögmenn Höfðabakka
Lögmenn Höfðabakka og Íslensk ættleiðing hafa gert með sér samstarfssamning sem kveður á um að starfandi lögmenn hjá Lögmönnum Höfðabakka annist ráðgjöf til félagsins til samræmis við lög og reglugerðir um ættleiðingar og veiti jafnframt félagsmönnum þess ráðgjöf og skilgreinda þjónustu vegna margvíslegra mála sem félagsmenn standa frammi þegar sótt er um að ættleiða börn frá þeim erlendu ríkjum sem Íslensk ættleiðing annast milligöngu um. Íslensk ættleiðing og Lögmenn Höfðabakka munu í samstarfi sínu leggja megináherslu á að styrkja ættleiðingarfélagið enn frekar í því hlutverki að tryggja að ættleiðing barns frá erlendu ríki fari fram þannig að gætt hafi verið íslenskra laga og reglna um ættleiðingar auk laga og reglna upprunaríkis og ákvæða þeirra alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að og snerta ættleiðingar.
Lesa meira

Skipulagsdagur - skrifstofan lokuð 5. september

Skipulagsdagur - skrifstofan lokuð 5. september
Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður lokuð föstudaginn 5. september vegna skipulagsdags. Skrifstofan verður opin venju samkvæmt, mánudaginn 8. september. Ef félagsmenn eiga brýnt erindi sem ekki þolir neina bið - er hægt að hafa samband í síma 895-1480.
Lesa meira

Fréttatíminn - Duttu tvisvar í lukkupottinn

Fréttatíminn - Duttu tvisvar í lukkupottinn
Stefanía Carol var tekin af blóðmóður sinni í Kólumbíu vegna lélegs aðbúnaðar og Arnar Ze var sex mánaða gamall skilinn eftir fyrir utan spítala í Kína. Bæði búa þau nú í Garðabænum með foreldrum sínum, þeim Aðalheiði Jónsdóttur og Guðfinni Kristmannssyni. Tvö ár eru síðan þau ættleiddu Stefaníu Carol og þó aðeins sé mánuður síðan Arnar Ze kom til Íslands kann hann þegar að vel að meta slátur.
Lesa meira

Ráðgjafarviðtöl á Akureyri 20. september

Ráðgjafarviðtöl á Akureyri 20. september
Lárus H. Blöndal, sálfræðingur ÍÆ býður upp á viðtöl fyrir félagsmenn á Akureyri laugardaginn 20. september n.k. Viðtölin eru félagsmönnum að kostnaðarlausu. Gert er ráð fyrir að hvert viðtal séu 45 mínútur. Fyrsta viðtalið verður kl. 10:00, viðtal tvö kl. 11:00, þriðja viðtalið kl. 13:00 o.s.frv. Stefnt er að því að Lárus verði fram til kl. 17:00 ef þörf þykir. Hægt er að panta viðtöl hjá Ragnheiði í síma ÍÆ 588 14 80 eða ragnheidur@isadopt.is.
Lesa meira

Að byrja í leik- og grunnskóla

Að byrja í leik- og grunnskóla
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra ættleiddra barna á leik-og grunnskóla aldri og fyrir alla áhugasama um málefnið. Fræðslan fer fram bæði á Akureyri og í Reykjavík og er aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar. Félagsmenn og aðrir eru hvattir til að nýta sér mjög mikilvæga, áhugaverða og góða fræðslu og mæta. Mánudagurinn 25. ágúst kl. 20:00. Leikskólafræðslan. Leiðbeinandi er Díana Sigurðardóttur leikskólakennari. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b. Þriðudagurinn 26. ágúst kl. 18:00. Leik- og grunnskólafræðsla. Leiðbeinandi er dr. Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Fræðslan verður í Háskólanum á Akureyri, Sólborg V/Norðurslóð. Miðvikudagurin 27. ágúst kl. 20:00. Grunnskólafræðsla. Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi/sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b. Skráning: isadopt@isadopt.is.
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Afgreiðsluhraði í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 11. desember 2006 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 8. desember fram til 11. desember, eða umsóknir sem bárust á 4 dögum.
Lesa meira

visir.is - Samkynhneigðir fá að ættleiða frá S-Afríku

visir.is - Samkynhneigðir fá að ættleiða frá S-Afríku
Danskt samkynhneigt par hefur ættleitt barn frá Suður-Afríku og er þetta í fyrsta sinn sem hinsegin fólk í Danmörku hefur fengið barn til ættleiðingar erlendis frá, samkvæmt frásögn danskra fjölmiðla. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri opinberlega greint frá því að samkynhneigt par hafi verið samþykkt sem foreldrar af upprunaríki. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir málaflokkinn í heild sinni. Vonandi verður þetta til þess að fleiri samkynhneigðir fái að ættleiða börn. Þeir geta svo sannarlega verið jafngóðir foreldrar og aðrir,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann segir Íslenska ættleiðingu hafa verið í samstarfi við Samtökin "78 undanfarin ár og skoðað möguleikana fyrir samkynhneigða á að ættleiða börn. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78, fagnar því að loksins séu að opnast leiðir til ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá. „Innlendar ættleiðingar hafa verið fáar og ekki verið tækifæri til að nýta lögin sem sett voru fyrir nokkrum árum,“ segir hann.
Lesa meira

Sumarleyfi skrifstofu

Sumarleyfi skrifstofu
Starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar verður í sumarleyfi frá 11. júlí fram yfir Verslunarmannahelgi. Framkvæmdastjóri félagsins er á bakvakt ef eitthvað kemur upp sem má ekki bíða.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Nú í nótt sameinaðist fjölskylda í Changsha í Kína. Aðalheiður og Guðfinnur fóru ásamt dóttur sinni Stefaníu Carol þangað í byrjun júlí og loksins fengu þau að hitta drenginn sinn sem þau hafa verið að bíða eftir að fá að sjá síðan í maí. Starfsmaður ættleiðingarstofnunarinnar kom með Arnar Ze á hótelið, baðaði hann og skellti fang foreldra sinna. Það kom í ljós að litli karlinn var lasinn en hann var fljótur að jafna sig, því stóra systir var svo dugleg að leika við hann.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Síðastliðna nótt var lítil fjölskylda að verða til í Tianjin í Kína, þau Bjarni og Sigrún Eva voru að hitta Veigar Lei í fyrsta sinn. Veigar Lei var pínu feiminn þegar hann hitti foreldra sína fyrst, en hann var fljótur að jafna sig. Fjölskyldan átti dásamlega stund saman og er framtíðin björt og spennandi. Umsókn Bjarna og Sigrúnar var móttekin í Kína 10. febrúar 2014 og voru þau pöruð við drenginn 28. mars. Þau voru því á biðlista hjá CCCWA í 40 daga. Þetta er fjórða fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári. Nú hafa 173 börn verið ættleitt frá Kína til Íslands
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Afgreiðsluhraði í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 6. desember 2006 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 5. desember til og með 6. desember, eða umsóknir sem bárust á 2 dögum.
Lesa meira

Lokað vegna heimsóknar

Lokað vegna heimsóknar
Starfsmenn Íslenskrar ættleiðingar eru á leið til Tékklands að hitta fulltrúa miðstjórnvaldsins í landinu. Skrifstofan verður því lokuð frá og með 16. júní til og með 20. júní.
Lesa meira

Íslensk ættleiðing heimsækir Tékkland

Íslensk ættleiðing heimsækir Tékkland
Fulltrúar félagsins munu á næstunni leggja land undir fót og heimsækja miðstjórnvaldið í Tékklandi. Samstarfs Íslands og Tékklands hófst árið 2004 og fór hægt af stað. Árið 2007 var fyrsta barnið ættleitt frá Tékklandi til Íslands, en svo var nokkur bið eftir næstu börnum. Á árunum 2010 - 2013 voru tvö börn hvert ár ættleidd til Íslands frá Tékklandi. Síðastliðið ár voru svo ættleidd fjögur börn og þrjú börn á þessu ári. Vinnulag tékkneska miðstjórnvaldisins er um margt ólíkt því sem Íslensk ættleiðing hefur kynnst í gegnum tíðina. Þar er ekki unnið út frá aldri umsókna, þ.e. í Tékklandi er ekki eiginleg biðröð, heldur er matsnefnd sem parar saman umsækjendur við börnin sem hún vinnur fyrir. Það eru því ekki parað út frá aldri umsóknarinnar. Allt samstarf Íslenskrar ættleiðingar við upprunaríkin er byggt á trausti. En þar sem unnið er út frá pörun án þess að litið sé til aldurs umsóknar skiptir traust enn frekar máli.
Lesa meira

Skessuhorn - Ættleiddu lítil systkin frá Tékklandi

Skessuhorn - Ættleiddu lítil systkin frá Tékklandi
Sigrún Þorbergsdóttir grunnskólakennari og eiginmaður hennar Ástþór Vilmar Jóhannsson kjötiðnaðarmaður eru bæði í barneignarleyfi. Það væri þó ekki frásögum færandi ef ekki væri fyrir þær sakir að þau ættleiddu nýverið systkini, fjögurra ára pilt og tveggja ára stúlku, frá Tékklandi. Fyrir eiga þau ellefu ára dóttur sem ættleidd var frá Kína. Ekki er algengt að systkini séu ættleidd hingað til lands og enn sjaldgæfara er að þau komi saman. Hjónin sögðu blaðamanni Skessuhorns sögu sína og barnanna þriggja.
Lesa meira

Mbl.is - Fögnuðu nýj­um húsa­kynn­um

Mbl.is - Fögnuðu nýj­um húsa­kynn­um
Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt að gera leigu­samn­ing við Íslenska ætt­leiðingu á hús­eign­inni Bjark­ar­hlíð við Bú­staðaveg, en í til­efni af því bauð fé­lagið fé­lags­mönn­um og velunn­ur­um til grill­veislu í skóg­ar­lund­in­um við húsið í dag. Bjark­ar­hlíð stend­ur í fal­leg­um skóg­ar­lundi aust­an und­ir Bú­staðakirkju við Bú­staðaveg. Þar mun framtíðaraðstaða fé­lags­ins verða, skrif­stofa, fræðslu­starf og þjón­usta við börn og fjöl­skyld­ur þeirra eft­ir ætt­leiðingu. Viðræður um sam­vinnu við Reykja­vík­ur­borg hafa staðið í rúm tvö ár og seg­ir fé­lagið það því meira mikið fagnaðarefni að þess­um áfanga sé náð.
Lesa meira

Umskipti í aðstæðum Íslenskrar ættleiðingar

Umskipti í aðstæðum Íslenskrar ættleiðingar
Vel á annað hundrað manns komu saman í dag í skógarlundinum Bjarkarhlíð við Bústaðaveg til að fagna því að Borgarráð hefur samþykkt að gera leigusamning við Íslenska ættleiðingu um húseignina Bjarkarhlíð. Á árum áður var í Bjarkarhlíð sérskóli fyrir vandræðabörn eins og það var kallað í þá daga. Húsið stóð autt í nokkur ár og lét mjög á sjá og brann að lokum nokkuð illa fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg hefur unnið að endurbyggingu hússins og að finna því veglegt og sómasamlegt hlutverk að nýju. Borgarráð samþykkti fyrir skömmu heimild til að leiga Íslenskri ættleiðingu húsið. Af því tilefni komu félagsmenn, fjölskyldur sem nýlega hafa ættleitt og uppkomnir ættleiddir saman í lundinum við Bjarkarhlíð, austan undir Bústaðakirkju og grilluðu og glöddust. Við þetta tilefni sagði Hörður Svavarsson formaður Íslenskrar ættleiðingar að þessi áfangi, að félagið komist í framtíðarhúsnæði, skapi tímamót í íslensku ættleiðingarstarfi. Þarna verður skrifstofuaðstaða félagsins, fræðslu- og félagsaðstaða og þjónustumiðstöð við fjölskyldur eftir ættleiðingu. “Það er svo stutt síðan það blasti við að félagið þyrfti líklega að leggja niður starfsemi” sagði Hörður “Nú hafa orðið algjör umskipti í aðstæðum okkar og við gleðjumst innilega, vegna þess að starfsemi ættleiðingarfélagsins skiptir sköpum í lífi svo margra”
Lesa meira

ÍÆ býður í grillveislu - stóráfanga fagnað

ÍÆ býður í grillveislu - stóráfanga fagnað
Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að gera leigusamning við Íslenska ættleiðingu á húseigninni Bjarkarhlíð við Bústaðaveg. Af því tilefni býður félagið félagsmönnum og velunnurum til grillveislu í skógarlundinum við húsið næsta laugardag klukkan 14.
Lesa meira

Frábær fræðsludagur á Akureyri

Frábær fræðsludagur á Akureyri
Síðastliðinn laugardag hélt Íslensk ættleiðing fræðsludag á Akureyri fyrir félagsmenn og fagfólk. Fundurinn var einstaklega vel sóttur og höfðu forsvarsmenn félagsins á orði réttast væri að halda fræðslufundi félagsins að jafnði fyrir norðan héðan í frá.
Lesa meira

Hörður Svavarsson endurkjörinn formaður ÍÆ

Hörður Svavarsson endurkjörinn formaður ÍÆ
Í kjölfar aðalfundar kom stjón ÍÆ saman og skipti með sér verkum. Hörður Svavarsson var endurkjörinn formaður
Lesa meira

Íslensk ættleiðing á Akureyri

Íslensk ættleiðing á Akureyri
Íslensk ættleiðing hefur lagt sig fram við að þjónusta félagsmenn sína sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Hefur félagið gert tilraunir með að streyma fyrirlestrum með góðum árangri og mun vonandi verða framhald á því. Til að bæta um betur mun mánaðarlegur fyrirlestur félagsins að þessu sinni verða haldinn á Akureyri. Að þessu sinni verður boðið uppá tvö fræðsluerindi, fund með formanni og framkvæmdastjóra félagsins, auk viðtala hjá sálfræðigi félagsins. Fræðslan hefst kl. 10:00 með erindi þar sem Dr. Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri kynnir niðurstöður rannsókna sinna er varða ættleidd börn. Klukkan 11:00 mun Valgerður Baldursdóttir sérfræðingur í barna- og unglingageðlækningum fjallar um mikilvægi tilfinningatengsla milli barna og umönnunaraðila og þátt þeirra í þroska og mótun persónuleika einstaklingsins, en fyrirlesturinn var áður haldinn síðastliðinn febrúar og var mjög vel tekið.
Lesa meira

Útlendingar áhugasamir um ættleiðingar Íslendinga

Útlendingar áhugasamir um ættleiðingar Íslendinga
Nýja íslenska fyrirkomulagið á ættleiðingum, sem komst á laggirnar með þjónustusamningi innanríkisráðuneytisins og Íslenskrar ættleiðingar í lok síðasta árs, vekur mikla athygli úti í heimi. Í kjölfar kynningar á fyrirkomulaginu á ráðstefnu evrópskra samtaka ættleiðingarfélaga, Euradopt, á dögunum hafa ekki bara borist fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum, heldur einnig upprunalöndunum, það er að segja löndum sem börn eru ættleidd frá. Þetta segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Kristinn segir öll ættleiðingarfélög rekin á gjöldum sem fara eftir fjölda umsækjenda og ættleiðinga. „Tekjurnar minnka um leið og ættleiðingum fækkar eins og hefur verið að gerast og ekki síst þess vegna vekur íslenska fyrirkomulagið athygli,“ segir hann.
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Afgreiðsluhraði í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 4. desember 2006 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 30. nóvember til og með 4. desember, eða umsóknir sem bárust á 5 dögum.
Lesa meira

Útundan

Útundan
Leikhópurinn Háaloftið frumsýndi leikritið Útundan 10. apríl síðastliðinn og ráðgerði að sýna fjórar sýningar. Vegna mikils áhuga var bætt við tveimur aukasýningum, laugardaginn 3 maí og sunnudaginn 4. maí. Í lok sýningarinnar á laugardaginn munu leikstjóri, leikarar ásamt Lárusi H. Blöndal, sálfræðingi hjá Íslenskri ættleiðingu ræða um efnistök verksins og bjóða áhorfendum að taka þátt í spjallinu. Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar mun stýra umræðunum. Sýningin hefst kl. 20:00 og er miðaverð 2.900 krónur. Miðasala: midi.is eða tjarnarbio.is
Lesa meira

Aðalfundur EurAdopt

Aðalfundur og ráðstefna evrópska ættleiðingarsambandsins EurAdopt stendur nú yfir í Stokkhólmi og hefur framlag Íslands vakið mikla athygli.
Lesa meira

Samstarf Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og Íslenskrar ættleiðingar

Samstarf Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og Íslenskrar ættleiðingar
Undanfarið misseri hefur verið í deiglunni að koma á formlegu sambandi milli Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og Íslenskrar ættleiðingar. Samstarfið lítur að börnum sem ættleidd eru með milligöngu félagsins og eru með skarð í vör eða skarð í góm. Fyrir stuttu funduðu fulltrúar Íslenskrar ættleiðingar með Kristínu Th. Þórarinsdóttur talmeinafræðingi frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands með það að markmiði að skýra verksvið, tilvísunarferli og vinna verkferla í tengslum við samstarfið. Í framtíðinni mun Íslensk ættleiðing hafa samband við Heyrnar- og talmeinastöð Íslands þegar búið er að para barn með skarð í vör eða skarð í góm við umsækjendur hjá félaginu. Verðandi foreldrar fá viðtal og ráðgjöf hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og bætist sú ráðgjöf við þá fræðslu og ráðgjöf sem félagsmenn fá nú þegar. Heyrnar- og talmeinstöð Íslands er með mjög góða, fræðandi og áhugaverða heimasíðu www.hti.is. Þar má finna t.d. þróun máls og tals á slóðinni: http://hti.is/index.php/is/tal/throun-mals-tals-barna og almenna málörvun barna á: http://hti.is/index.php/is/tal/almenn-malvorn-barna. Auk þess er hægt að hlaða niður bækling um börn fædd með skarð í vör og/eða gómi: http://hti.is/index.php/is/tal/born-med-skard-i-vor-eda-gomi
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Á barnaheimilinu í Most sameinaðist fjölskylda nú í morgun. Andri og Þuríður voru að hitta litla drenginn sinn í fyrsta skipti og var stundin töfrum líkust. Nýbakaðir foreldrarnir fengu að hitta Tómas og leika við hann í stutta stund. Hann fékk sér svo hádegisverð og hádegislúr. Eftir hádegið fengu Andri og Þuríður svo að hitta hann á ný og kynnast betur, leika og skoða bókina sem þau höfðu sent honum með myndum af sér, ömmunum og öfunum og auðvitað honum sjálfum. Umsókn Andra og Þuríðar var samþykkt af yfirvöldum í Brno 16.12.2013 og voru þau pöruð við Tómas í mars. Andri og Þuríður voru því að biðlista í Tékklandi í þrjá mánuði. Þetta er þriðja fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári. Nú hafa 14 börn verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands.
Lesa meira

Hefðbundin aðalfundarstörf

Hefðbundin aðalfundarstörf
Aðalfundur ÍÆ var haldinn 25. mars og var vel sóttur að venju. Í stjórn voru endurkjörin þau Elín Henriksen, Hörður Svavarsson og Sigrún María Kristinsdóttir en Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen var kjörin ný í stjórn félagsins.
Lesa meira

Börn með skilgreindar þarfir

Börn með skilgreindar þarfir
Á næsta fræðslufyrirlestri Íslenskrar ættleiðingar verður sjónunum beint að ættleiðingum barna með skilgreindar þarfir. Árið 2006 kynnti CCCWA nýtt ferli við ættleiðingar frá Kína. Um var að ræða lista yfir börn með skilgreindar þarfir þar ættleiðingarfélögin höfðu aðgang þar sem og gátu kannað læknis- og félagsfræðilegar skýrslur um börnin. Með tilkomu listans var CCCWA að leita leiða til að finna foreldra fyrir börn sem áður eignuðust ekki fjölskyldur. Síðan listinn var fyrst búinn til hefur hann breyst mikið og aðferðafræðin við vinnslu hans sömuleiðis. Síðan Íslensk ættleiðing hóf samstarf við CCCWA um ættleiðingar barna með skilgreindar þarfir hafa tæplega 50 börn af listanum eignast foreldra á Íslandi. Auk þessara barna, þar sem þarfir þeirra hafa verið skilgreindar fyrirfram, hafa börn með skilgreindar þarfir lengi verið ættleidd til Íslands. Fjölmörg börn sem ættleidd hafa verið frá Indlandi á árum áður eru með skilgreindar þarfir, þó að það hafi ekki verið þekkt þegar ættleiðingin upplýsingar um börnin bárust foreldrum þeirra.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í höfuðborg Tékklands. Ástþór, Sigrún og Ástrós (stóra systir) hittu Jóhann og Lilju í fyrsta skipti og áttu dásamlega stund saman. Umsókn Ástþórs og Sigrúnar var samþykkt af yfirvöldum í Brno 14.02.2013 og er var þetta fyrsta umsóknin frá Íslandi til Tékklands þar sem sótt er um að ættleiða systkini. Þetta er önnur fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári. Nú hafa 13 börn verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands.
Lesa meira

Vísir.is - Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða

Vísir.is - Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða
„Ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá hafa og eru enn nokkuð fjarlægur möguleiki. Lögin um ættleiðingar voru sett 2006 en síðan hefur lítið gerst í málunum. Það er eins og eftirfylgnina hafi skort,“ segir Unnsteinn Jóhannsson sem fer fyrir ættleiðingahópi Samtakanna "78.
Lesa meira

Framboð til stjórnarkjörs

Framboð til stjórnarkjörs
Þau Elín Henriksen, Hörður Svavarsson og Sigrún María Kristinsdóttir gefa öll kost á sér til setu í stjórn áfram, en auk þeirra gefur Ingunn Unnsteinsdóttir Kristensen kost á sér til setu í stjórn. Stjórn er því sjálfkjörin að þessu sinni en vægi atkvæða mun ráða því hverjir frambjóðenda eru kosnir til tveggja ára og hver til eins árs.
Lesa meira

Breytingar á Íslandi vekja athygli

Breytingar á Íslandi vekja athygli
Æðstu stjórn Innanríkisráðuneytisins hefur verið boðið að koma á ársfund evrópusamtaka ættleiðingarfélaga, Euradopt, til að kynna þær grundvallarbreytingar sem gerðar hafa verið á Íslandi í fjármögnun ættleiðngarfélagins.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Chengdu í Kína. Jóhann, Hanna og Tanya (stóra systir) hittu Aaron Sebastian í fyrsta skipti og áttu yndislega stund saman. Umsókn Jóhanns og Hönnu var samþykkt af kínverskum yfirvöldum 25.10.2006. Þetta er fyrsta fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári. Aaron Sebastian er 172. barnið sem er ættleitt frá Kína með milligöngu félagsins.
Lesa meira

Að vera ættleiddur á Íslandi

Næsti fræðslufyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 20:00. Að þessu sinni munu Karen Sif Róbertsdóttir og Lísa Björg Lárusdóttir sem báðar eru ættleiddar frá Indonesíu 1982, deila reynslu sinni af því að alast upp á Íslandi. Fræðslan mun standa í ca. tvo tíma og mun Lárus H. Blöndal sálfræðingur stýra umræðum í framhaldinu. Fyrirlesturinn veður haldinn í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg (gamli Sjómannaskólinn). Skráning er á isadopt@isadopt.is Fræðslan er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Aðalfundur ÍÆ 25. mars 2014

Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar sem haldinn verður í hátíðarsal Tækniskóla Íslands (gamla Sjómannaskólanum), Háteigsvegi, þriðjudaginn 25. mars 2013, kl. 20:00. Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum félagsins hefðbundin aðalfundarstörf.
Lesa meira

Aðalfundi ÍÆ frestað til 25. mars

ÍÆ hefur borist ábending um að aðalfundur félagsins sem boðaður var á morgun sé ekki vel kynntur eða lítið auglýstur. Það er eðlilegt að taka tillit til slíkra ábendinga og hefur stjórn félagsins því ákveðið að fresta fundinum um þrjár vikur. Fundurinn verður auglýstur ítarlega.
Lesa meira

Samþykktur til ættleiðingar

Samþykktur til ættleiðingar
Frönsk kvikmyndahátið hefst á morgun í Háskólabíói stendur út mánuðinn. Á hátíðinni verðu sýnd myndin Samþykktur til ættleiðingar eftir Laurent Boileau.
Lesa meira

Íslensk ættleiðing á afmæli í dag

Íslensk ættleiðing á afmæli í dag
Síðdegis þann 15. Janúar árið 1978 kom nokkur hópur fólks saman í Norræna húsinu í þeim tilgangi að stofna ættleiðingafélag. Félagið hlaut nafnið Ísland Kórea og var síðar sameinað félagi sem stofnað var nokkru síðar. Hið sameinaða félag hlaut nafnið Íslensk ættleiðing og er því 36 ára í dag.
Lesa meira

Skemmtinefnd - Útilega í Varmalandi 18.-20. júlí

Hin árlega útilega ÍÆ verður haldin helgina 18.-20. júlí í Varmalandi í Borgarfirði http://www.tjalda.is/varmaland/) . Þar erum við með bókað húsið sem er með góðan samkomusal, íþróttasal og eldhús. Við erum með afmarkað tjaldsvæði og einnig er möguleiki á innigistingu í húsinu. Sundlaugin á staðnum verður opin (http://sundlaug.is/vesturland-sundlaugar/57-varmaland). Dagskráin verður nánar auglýst síðar, en á laugardeginum verður aðal skemmtidagskráin og sameiginlegur kvöldmatur. Á sunnudeginum ætlum við svo að hittast í samkomusalnum klukkan 10 þar sem allir koma með eitthvað á sameiginlegt brunchborð svo við getum átt góða stund saman áður en haldið er heim. Einnig er hægt að koma á laugardeginum og vera bara yfir daginn og fara að dagskrá lokinni.
Lesa meira

Annað danska ættleiðingarfélagið missir starfsleyfi tímabundið

Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að svipta AC Børnehjælp, annað af tveimur ættleiðingarfélögum í landinu, starfsleyfi tímabundið vegna óreiðu í fjármálum.
Lesa meira

Ættleiddum börnum vegnar vel á Íslandi

Á vef Háskóla Íslands er stutt umfjöllun um rannsókn þeirra Hönnu Ragnarsdóttur og Elsu Sigríðar Jónsdóttur á ættleiddum börnum á Íslandi, reynslu þeirra af aðlögun og skólagöngu.
Lesa meira

Hamingjan - fyrsti fræðslufyrirlestur ÍÆ 2014

Lárus Blöndal sálfræðingur heldur fyrirlestur um hamingjuna í sal Tækniskólans við Háteigsveg þann 9. janúar klukkan 20.
Lesa meira

Sálfræðingur ráðinn til starfa hjá félaginu

Sálfræðingur ráðinn til starfa hjá félaginu
Lárus Blöndal sálfræðingur hefur verið ráðinn til starfa hjá Íslenskri ættleiðingu. Lárus mun sinna fræðslu, ráðgjöf og stuðningi við kjörfjölskyldur fyrir og eftir ættleiðingu og mun jafnframt sinna stuðningi og ráðgjöf við uppkomna ættleidda sem leita til félagsins.
Lesa meira

KÆRU FÉLAGAR - TIL HAMINGJU MEÐ NÝJAN VEF

Nú um jólin fögnum við því að nýr vefur Íslenskrar ættleiðingar er kominn í lofti. Eins og félagsmönnum er kunnungt var eldri vefur félagsins, sem tekinn var í notkun árið 2005, úr sér genginn og ekki lengur hægt að uppfæra hann. Nýr vefur er því sannkölluð jólagjöf til félagsmanna og þeirra sem leita upplýsinga og frétta um ættleiðingar. Það er eitt af hlutverkum félagsins að halda úti virki upplýsingaveitu og nýgerður þjónustusamningur við íslenska ríkið gerði félaginu kleyft að hleypa nýjum vef af stokkunum.
Lesa meira

Þjónustusamningur í höfn

Þjónustusamningur í höfn
Þann þriðja desember síðastliðinn var undirritaður þjónustusamningur milli milli Innanríkisráðuneytisins og Íslenskrar ættleiðingar. Samningurinn tryggir fjármögnun félagsins til tveggja ára og gjörbreytir aðstöðu þess til að sinna þeim verkum sem því er ætlað samkvæmt lögum og reglugerðum.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Mlada í Tékklandi. Foreldrarnir Þorgeir og Kristbjörg ásamt stóru systur Karen Irani hittu Alex Dusan í fyrsta skipti. Umsókn Þorgeirs og Kristbjargar var samþykkt af tékkneskum yfirvöldum 8. ágúst 2011. Þetta er áttunda fjölskyldan sem sameinast með milligöng Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári.
Lesa meira

"Somewhere between" á Akureyri


Laugardaginn 9.nóvember munu félagar Íslenskrar ættleiðingar fá tækifæri til að horfa saman á heimildarmyndina Somewhere between þar sem skyggnst er inn í líf fjögurra unglingsstúlkna (Haley, Jenna, Ann og Fang) sem allar eiga það sameiginlegt að hafa verið ættleiddar frá Kína til Ameríku. Myndin fylgir þeim í þrjú ár þegar sjálfsvitundin er að eflast og þær eru að velta fyrir sér spurningum eins og „Hver er ég?“.
Lesa meira

Snemmbær kynþroski

Snemmbær kynþroski
Fræðslufyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar Fimmtudaginn 14.nóvember kl. 20:00-21:30 mun Íslensk ættleiðing bjóða félagsmönnum sínum á fræðsluerindi um snemmbæran kynþroska. Kolbeinn Guðmundsson barnalæknir er sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum barna og hefur áralanga reynslu og þekkingu á málefninu. Kolbeinn mun flytja fyrirlestur og svara spurningum.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Kolin í Tékklandi. Elísabet og Smári hittu Birki Jan í fyrsta skipti og áttu yndislega stund saman. Umsókn Elísabetar og Smára var samþykkt af tékkneskum yfirvöldum 30.mars 2011. Þetta er sjöunda fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári. Birkir Jan er tíunda barnið sem er ættleitt frá Tékklandi með milligöngu félagsins.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Most í Tékklandi. Ari Þór og Rebekka hittu Jósef Inga í fyrsta skipti og deildu með okkur mynd í tilefni dagsins. Umsókn þeirra var samþykkt af tékkneskum yfirvöldum á 35 ára afmælisdegi Íslenskrar ættleiðingar, þ.e. 15. janúar 2013. Þetta er sjötta fjölskyldan sem sameinast á þessu ári með milligöngu félagsins.
Lesa meira

Somewhere between

Somewhere between
Fimmtudaginn 26. september munu félagar Íslenskrar ættleiðingar fá tækifæri til að horfa saman á heimildarmyndina Somewhere between þar sem skyggnist er inn í líf fjögurra unglingsstúlkna (Haley, Jenna, Ann og Fang) sem allar eiga það sameiginlegt að hafa verið ættleiddar frá Kína til Ameríku. Myndin fylgir þeim í þrjú ár þegar sjálfsvitundin er að eflast og þær eru að velta fyrir sér spurningum eins og „Hver er ég?“.
Lesa meira

Að byrja í leik- og grunnskóla

Að byrja í leik- og grunnskóla
Flestum ættleiddum börnum farnast vel í leik- og grunnskóla bæði í námi og félagslegu samhengi. Alltaf er þó þörf á því að hafa í huga þau atriði sem skipta máli þegar kemur að skólabyrjun barnanna og ekki síst hvað það er sem við sem foreldrar getum gert til að þessi reynsla verði barninu til farsældar og ánægju.
Lesa meira

Að byrja í grunnskóla

Að byrja í grunnskóla
Flestum ættleiddum börnum farnast vel í leik- og grunnskóla bæði í námi og félagslegu samhengi. Alltaf er þó þörf á því að hafa í huga þau atriði sem skipta máli þegar kemur að skólabyrjun barnanna og ekki síst hvað það er sem við sem foreldrar getum gert til að þessi reynsla verði barninu til farsældar og ánægju.
Lesa meira

Að byrja í leikskóla

Að byrja í leikskóla
Flestum ættleiddum börnum farnast vel í leik- og grunnskóla bæði í námi og félagslegu samhengi. Alltaf er þó þörf á því að hafa í huga þau atriði sem skipta máli þegar kemur að skólabyrjun barnanna og ekki síst hvað það er sem við sem foreldrar getum gert til að þessi reynsla verði barninu til farsældar og ánægju.
Lesa meira

Dagskrá útilegunnar

Dagskrá útilegunnar
Dagskrá útilegunnar 12.-14.júlí 2013 Föstudagur Ekkert skipulagt. Þeir sem gista koma sér fyrir og hafa gaman saman. Laugardagur Kl: 11-12 Ratleikur. Kl: 12-13 Pylsugrill. Kl: 13-14 Krakkayoga. kl:14-15 Bjarni töframaður kemur og skemmtir. K: 15-18 Frjáls tími. Upplagt að skella sér í sund. Kl: 18-19 Sameiginlegur matur frá Kjötbúðinni. Kl: 19-22 Diskótek. Sunnudagur 11:00-12:00 Allir koma með eitthvað matarkyns á sameiginlegt borð. Við viljum minna fólk á að skrá sig í útileguna í síðasta lagi 7.júlí á netfangið isadopt@isadopt.is
Lesa meira

Útilega ÍÆ 12.-14.júlí 2013

Útilega ÍÆ 12.-14.júlí 2013
Í ár verður útilega ÍÆ haldin í Varmalandi í Borgarfirði. Þar erum við með bókað húsið sem er með góðan samkomusal, eldhús og 10 gistiherbergi og svo erum við með afmarkað merkt tjaldsvæði.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Tékklandi. Hulda Sólrún hitti Guðmund Martin í fyrsta skipti og áttu þau dásamlega stund saman. Þetta er fimmta fjölskyldan sem sameinast með milligöngu félagsins á árinu. Umsókn Huldu Sólrúnar var samþykkt af tékkneskum yfirvöldum 18. júní 2012 og biðtíminn því eitt ár uppá dag. Guðmundur Martin er áttunda barnið sem er ættleitt frá Tékklandi með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar.
Lesa meira

Grill í Kjarnaskógi

Grill í Kjarnaskógi
Skemmtinefnd á Akureyri stendur fyrir árlegri grillferð í Kjaranskóg 15. júní 2013. Allir félagsmenn velkomnir.
Lesa meira

Í leit að uppruna – undirbúningurinn, ferðin og upplifunin.

Í leit að uppruna – undirbúningurinn, ferðin og upplifunin.
Lisa og Sebastian segja frá vangaveltum um uppruna sinn, skipulagningu ferðalagsins og því sem þau upplifðu í Kolkata. Fyrirlesturinn er sérstaklega fyrir ættleidd ungmenni (15 ára og eldri) sem hafa áhuga á upprunaleit og skiptir ekki máli hvaðan þau eru ættleidd. Ekki er gert ráð fyrir foreldrum á þennan fyrirlestur, en fyrirlesturinn á sunnudeginum er ætlaður þeim. Með þessum viðburði vonast félagið til að geta hafið metnaðarfullt starf fyrir börn/fullorðna sem hafa verið ættleiddir með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Lesa meira

Í leit að uppruna – undirbúningurinn, ferðin og upplifunin

Í leit að uppruna – undirbúningurinn, ferðin og upplifunin
Lisa og Sebastian segja frá vangaveltum um uppruna sinn, skipulagningu ferðalagsins og því sem þau upplifðu í Kolkata. Fyrirlesturinn er sérstaklega fyrir ættleidd ungmenni (15 ára og eldri) sem hafa áhuga á upprunaleit og skiptir ekki máli hvaðan þau eru ættleidd. Ekki er gert ráð fyrir foreldrum á þennan fyrirlestur, en fyrirlesturinn á sunnudeginum er ætlaður þeim. Með þessum viðburði vonast félagið til að geta hafið metnaðarfullt starf fyrir börn/fullorðna sem hafa verið ættleiddir með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Lesa meira

Fjöruferð í Nauthólsvík næsta laugardag

Fjöruferð í Nauthólsvík næsta laugardag
Við minnum á fjöruferðina næsta laugardag 11 maí. við ætlum að hittast á ylströndinni í Nauthólsvík klukkan 11 og hafa gaman. Munið eftir að taka með skóflur og önnur jarðvinnuverkfæri sem henta í fjöruborðinu. Hingað til hefur verið farið í ýmsar stórframkvæmdir á svæðinu á þessum viðburði og má þar nefna stórfenglega sandkastala og stíflur sem slá jafnvel Kárahnjúkastíflu við.
Lesa meira

Útilega ÍÆ

Útilega ÍÆ
Útilega Íslenskrar ættleiðingar verður haldin helgina 12.-14.júlí að Varmalandi í Borgarfirði. Frekari upplýsingar um útileguna verða auglýstar síðar.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Hebei í Kína. Hjalti og Korinna fengu son sinn í fangið í fyrsta skipti og áttu saman yndislega stund. Þetta er fjórða fjölskyldans sem sameinast með milligöngu félagins í ár. Umsókn Hjalta og Korinnu var samþykkt í af kínverskum yfirvöldum 29. ágúst 2012.
Lesa meira

Kynning á frambjóðendum til stjórnar ÍÆ

Kynning á frambjóðendum til stjórnar ÍÆ
Eins og kom fram í fundarboði verður kosið um fjögur sæti stjórnarmanna að þessu sinni. Hafa sitjandi stjórnarmenn þau Ágúst Guðmundsson, Árni Sigurgeirsson, Anna Katrín Eiríksdóttir og Vigdís Ósk Sveinsdóttir öll tilkynnt að þau gefi kost á sér til stjórnarsetu áfram og auk þeirra buðu sig fram þau Katrín Oddsdóttir og Þorkell Ingi Ingimarsson sem er núna varamaður í stjórn ÍÆ.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Nanjing í Kína. Guðni og Hrafnhildur hittu drenginn sinn í fyrsta skipti og átti fjölskyldan yndislega stund saman. Þetta er þriðja barnið sem er sameinað með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar í ár. Umsókn þeirra var samþykkt í Kína 27.mars 2007.
Lesa meira

Straumar og stefnur á Indlandi

Straumar og stefnur á Indlandi
Annar fræðslufyrirlestur ársins verður haldinn í hátíðarsal Tækniskólans (gamla Sjómannaskólans) þriðjudaginn 5.mars kl. 20 – 22 Hörður Svavarsson og Kristinn Ingvarsson munu segja frá ráðstefnu CARA um ættleiðingar frá Indlandi og heimsókn félagsins og Innanríkisráðherra til ISRC í Kolkata. Anna Katrín Eiríksdóttir fulltrúi ÍÆ í stjórn NAC mun einnig segja frá síðasta fundi samtakanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn á dögunum.
Lesa meira

Aðalfundur 21. mars 2013

Aðalfundur 21. mars 2013
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar sem haldinn verður í hátíðarsal Tækniskóla Íslands (gamla Sjómannaskólanum), Háteigsvegi, fimmtudaginn 21. mars 2013, kl. 20:00. Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar. 3. Kjör stjórnar. 4. Ákvörðun árgjalds. 5. Lagabreytingar. 6. Önnur mál.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Wuhan í Kína. Sverrir Þór og Guðrún Fanney hittu dóttur sína Arndísi Ling í fyrsta skipti og áttu dásamlega stund saman. Þetta er önnur fjölskyldan sem sameinst með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar í ár. Umsókn Sverris Þórs og Guðrúnar var samþykkt af yfirvöldum í Kína 13.október 2006.
Lesa meira

Indlandsheimsókn á enda

Ráðstefnu Cara um ættleiðingar á Indlandi er nú lokið. Sendinefnd Íslendinga hefur orðið margs vísari og mun greina frá því á kynningu með félagsmönnum á næstu dögum. Miðstjórnvaldið íslenska var í för með fulltrúum ættleiðingarfélagsins eins og komið hefur fram og það var mikils virði fyrir okkur að bæði ráðherrann okkar og ráðuneytisstjórinn höfðu tækifæri til að sitja fyrsta hluta ráðstefnunnar.
Lesa meira

Straumar og stefnur á Indlandi / NAC

Straumar og stefnur á Indlandi / NAC
Fræðslufyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar Annar fræðslufyrirlestur ársins verður haldinn í hátíðarsal Tækniskólans (gamla Sjómannaskólans) þriðjudaginn 5.mars kl. 20:00 – 22:00. Hörður Svavarsson og Kristinn Ingvarsson munu segja frá ráðstefnu CARA um ættleiðingar frá Indlandi og heimsókn Innanríkisráðherra til ISRC í Kolkata. Anna Katrín Eiríksdóttir fulltrúi ÍÆ í stjórn NAC mun einnig segja frá síðasta fundi samtakanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn á dögunum.
Lesa meira

Samningsdrög farin til Rússlands

Samningsdrög farin til Rússlands
Eins og félagsmenn ÍÆ þekkja hefur verið unnið að ættleiðingarsambandi við Rússland í rúm þrjú ár eða frá því að stjórn félagsins óskaði eftir því við íslensk stjórnvöld að þau sendi formlega beiðni til rússneskra stjórnvalda um ættleiðingasamband milli landanna. Það er ánægjulegt að greina frá því að síðastliðinn föstudag fóru lokadrög að samningi um alþjóðlegar ættleiðingar milli Íslands og Rússlands með hraðsendingu til Rússlands.
Lesa meira

Frábær heimsókn í barnaheimilið okkar á Indlandi

Frábær heimsókn í barnaheimilið okkar á Indlandi
Í dag heimsóttu Hörður Svavarsson formaður Íslenskrar ættleiðingar og Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri ÍÆ barnaheimili ISCR í Kolkata á Indlandi. Með í för voru Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra og Guðmundur Einarsson sendiherra Íslands á Indlandi, ásamt æðstu mönnum í Innanríkisráðuneytinu en það voru þau Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri.
Lesa meira

ÍÆ til Indlands og ráðherrann líka

ÍÆ til Indlands og ráðherrann líka
Á næstu dögum halda fulltrúar Íslenskrar ættleiðingar til Indlands til viðræðna um ættleiðingarmál. Barnaheimili Anju Roy verður heimsótt eins og félagsmenn vita höfum við verið í samskiptum við heimili hennar í 25 ár og þaðan hafa 160 börn komið á þessum tíma. Einnig verða setnir fundir og ráðstefna með Indverskum ættleiðingaryfirvöldum ern viðamiklar breytingar hafa staðaið yfir á uppbyggingu indverska ættleiðingarkerfisins og á sama tíma er unnið að endurnýjun á löggildingu ÍÆ í Indlandi.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Lomé höfuðborg Tógó. Hjördís og Raphael Ari hittust í fyrsta skipti og áttu góða stunda saman. Þetta er fyrsta fjölskyldan sem semeinast á þessu ári með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar. Umsókn Hjördísar var send til yfirvalda í Tógó 19.maí 2011. Raphael Ari er annað barnið sem er ættleitt með milligöngu félagsins frá Tógó.
Lesa meira

Einelti

Einelti
Fyrsti fræðslufyrirlestur ársins verður haldinn í hátíðarsal Tækniskólans (gamla Sjómannaskólanum) miðvikudaginn 23.janúar kl. 20:00 – 22:00. Aðgangseyrir fyrir þá sem ekki eru félagsmenn er 500 krónur en frítt er á fyrirlesturinn fyrir félagsmenn.
Lesa meira

Ævintýragarðurinn

Ævintýragarðurinn
Skútuvogi 4, sunnudaginn 20. janúar kl:11:00 Láta vita við innganginn að þið séuð á vegum ÍÆ og þá fáið þið miðann á 1000 kr. fyrir barnið. Svo er líka systkynaafsláttur og frítt fyrir fullorðna. Sjá nánari upplýsingar um garðinn á www.aevintyragardurinn.is
Lesa meira

Umskipti á biðlistum - Kólumbía tekur viða af Kína með flestar umsóknir

Í árslok voru 44 fjölskyldur með umsóknir um að ættleiða barna á biðlistum Íslenskrar ættleiðingar erlendis. Jafnframt var 31 fjölskylda í umsóknarferli hér innanlands þannig að þessi hópur samanstendur af alls 75 fjölskyldum.
Lesa meira

Endurnýjun á löggildingu í Indlandi

Endurnýjun á löggildingu í Indlandi
Í haust barst okkur boð frá miðstjórnarvaldi ættleiðingarmála í Indlandi, CARA, um að endurnýja löggildingu félagsins þar í landi. Félagið hefur nú sent öll tilskilin gögn til Indlands og hyggst funda á fyrrihluta ársins með fulltrúum CARA, en eins og kunnugt er hafa staðið yfir breytingar í landinu á fyrirkomulagi ættleiðingarmála. Indverjar vinna nú að því að gera kerfið sitt miðlægt eins og það er t.d. í Kína og þar með mun ÍÆ hætta fá upplýsingar um börn beint frá einstökum barnaheimilum.
Lesa meira

Þjónustusamningur í burðarliðunum

Þjónustusamningur í burðarliðunum
Þann 29. nóvember lagði meirihluti Fjárlaganefndar fram tillögur á Alþingi þess efnis að endurgjald til ættleiðingarfélagsins vegna verkefna sem því er falið að sinna verði hækkað töluvert árið 2013. Þann sama dag kom stjórn ÍÆ saman og sendi í kjölfarið þrjú erindi til Innanríkisráðuneytisins. Það fyrsta var tilkynning um að unt væri að halda aðalfund félagsins sem frestað var í vor vegna óvissu um gerð þjónustusamnings. Annað erindið er beiðni um endurnýjun á löggildingu félagsins til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá og þriðja erindið er beiðni um viðræður við ráðuneytið um að gerður verði þjónustusamningur við ættleiðingarfélagið.
Lesa meira

Passtarf batnar

Passtarf batnar
Í Haagsamningnum um alþjóðlegar ættleiðingar er lögð áhersla á að veitt sé þjónusta eftir ættleiðingar og gengur sá hluti ættleiðingarstarfsins almennt undir heitinu Pasþjónusta sem stendur fyrir útlenskuna Post-Adoption-Service. Ákveðinn bragur komst á þessa þjónustu hjá Íslenskri ættleiðingu þegar Gerður Guðrmundsdóttir lét af setu í stjórn félagsins árið 2006 til að geta einbeitt sér að þjónustu eftir ættleiðingu. Til varð vinnuhópur sem starfaði með Gerði og gekk hópurinn undir nafninu Pasnefnd.
Lesa meira

Sautján börn eignusðust fjölskyldu á Íslandi árið 2012

Ættleiðingar erlendis frá fyrir milligöngu Íslenskrar ættleiðingar voru 17 árið 2012. En það er rétt ríflega meðalfjöldi ættleiðinga undanfarinna fimm ára.
Lesa meira

Skemmtilegt jólaball

Árlega stendur skemmtinefnd fyrir fjölmörgum viðburðum fyrir félagsmenn ÍÆ og börn þeirra. Metnaðarfull dagskrá er lögð fram á hverju ári og ber þar alltaf hæst útileguna og jólaballið.
Lesa meira

Stutt í næsta aðalfund

Stutt í næsta aðalfund
Í samþykktum Íslenskrar ættleiðingar segir m.a: Aðalfundur skal haldinn í marsmánuði ár hvert. Skal hann boðaður bréflega eða með öðrum sannanlegum hætti með minnst þriggja vikna fyrirvara. Venja er að aðalfundir félagsins séu haldnir í lok mars og þá gjarnan á fimmtudegi. Það má því fastlega gera ráð fyrir að aðalfundur ÍÆ 2013 verði haldinn 28. mars klukkan 20 og boðaður eigi síðar en þann 7. mars.
Lesa meira

Fyrirhuguð endurskoðun á samþykktum ÍÆ

Fyrirhuguð endurskoðun á samþykktum ÍÆ
Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gærkvöldi kynnti Hörður Svavarsson, formaður félagsins, umræðu sem farið hefur fram innan stjórnar félagsins um að tímabært sé að taka samþykktir félagsins til heildarendurskoðunar. Einstaka þættir í samþykktum félagsins geta virst á skjön við Haagsamninginn um alþjóðlegar ættleiðingar og kunna að hamla því að félagið fái löggildingar til að annast milligöngu um ættleiðingar í nýjum ríkjum sem leitað veður til.
Lesa meira

Stjórnarmenn í ÍÆ

Stjórnarmenn í ÍÆ
Við breytingar á samþykktum ÍÆ sem gerðar voru á Aðalfundi árið 2006 var ákveðið að framboð til stjórnarkjörs skuli tilkynna til skrifstofu ÍÆ a.m.k. tveimur vikum fyrir stjórnarfund. Í reglugerð um ættleiðingarfélög segir m.a. Stjórnarmenn félags, starfsmenn og aðrir sem kunna að vinna í þágu félagsins, skulu hafa þekkingu á þeim málum er varða ættleiðingar á erlendum börnum. Þeim ber einkum að hafa góða þekkingu á ákvæðum Haagsamningsins og íslenskum lögum og reglum um ættleiðingar en einnig á lögum samstarfsríkja félagsins.
Lesa meira

Aðalfundi lokið

Aðalfundi lokið
Vel sóttum aðalfundi Í.Æ. lauk klukkan 21:55 í kvöld. Fundurinn var áður boðaður þann 28. mars en var frestað vegna óvissu um gerð þjónustusamnings við Innanríkisráðuneytið. Þegar meirihluti fjárlaganefndar lagði fram tillögur um breytingar á fjárlagafrumvarpiinu var ljóst að unt væri að starfrækja félagið áfram og þá kom stjórn þess strax saman og boðaði aðalfundinn með minnsta mögulega fyrirvar, sem er þrjár vikur.
Lesa meira

Jólaskemmtun ÍÆ

Fimmtudaginn 27. desember kl. 16-18 er jólaball íÆ. Ballið er haldið í sal Tækniskólans við Hallgrímskirkju.
Lesa meira

Framboð til stjórnarkjörs

Framboð til stjórnarkjörs
Í 7. grein samþykkta fyrir Íslenska ættleiðingu kemur fram að framboð til stjórnarkjörs skulu berast skriflega til skrifstofu félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund. Samkvæmt því rann frestur til framboða til stjórnar út klukkan 20. í kvöld eins og kynnt var í fundarboði.
Lesa meira

Aðalfundur 2012 verður 27. desember

Aðalfundur 2012 verður 27. desember
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar sem haldinn verður að hátíðarsal Fjöltækniskóla Íslands (gamla Sjómannaskólanum), Háteigsvegi, 27. desember 2012, kl. 20. Fundurinn var áður boðaður þann 28. mars en var frestað vegna óvissu um gerð þjónustusamnings við Innanríkisráðuneytið.
Lesa meira

Framlag til verkefna ÍÆ hækkar

Framlag til verkefna ÍÆ hækkar
Fjáraukalög vegna yfirstandandi árs voru samþykkt frá Alþingi í liðinni viku. Framlag til Íslenskrar ættleiðingar árið 2012 hækkar við lagasetninguna, en það er í samræmi við tillögur félagsins til ríkisstjórnarinnar í mars á þessu ári og óskir Innanríkisráðuneytisins. Með lagasetningunni fer endurgjald ríkisins vegna verkefna sem Íslensk ættleiðing sinnir úr 9,2 milljónum í 24,2 milljónir á þessu ári og þá er tryggt að rekstur félagsins verður í jafnvægi eða halli á rekstrinum verður viðunandi.
Lesa meira

Samið við Innanríkisráðuneytið um undirbúningsnámskeið fyrir kjörforeldra

Í gær var skrifað undir samkomulag mill ÍÆ og Innanríkisráðuneytisins um að félagið annist námskeið fyrir verðandi kjörforeldra næstu fimm árin. Eitt af hlutverkum löggilts ættleiðingarfélags er að bera ábyrgð á að væntanlegir kjörforeldrar, sem félagið annast milligöngu um ættleiðingu fyrir, sæki námskeið til undirbúnings ættleiðingu á erlendu barni, svo sem kveðið er á um í 5. gr. reglugerðar um ættleiðingarfélög.
Lesa meira

Rúv - Einhleypir ættleiða á ný

Rúv -  Einhleypir ættleiða á ný
Einhleypir hafa jafnan haft minni möguleika á að ættleiða barn erlendis frá. Frá árinu 2007 voru engin tækifæri hér á landi fyrir einhleypa þar sem Kína lokaði á ættleiðingar til þeirra. Umsóknir þeirra voru settar á svokallaða hliðarlista frá árinu 2007 en árið 2010 opnuðust möguleikar aftur fyrir einhleypa. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar sagði í Síðdegisútvarpinu að í raun hafi möguleikarnir verið opnir frá 2007 hjá öllum löndum sem ÍÆ hefur sambönd við þótt Kína hafi lokað tímabundið aðgangi. Um 30 einhleypir komu því að lokuðum dyrum um árabil þegar í raun var alveg hægt að finna börn. Nú eru tvö ættleidd börn einhleypra nýkomin til landsins, frá Tógó og Tékklandi. Sumir á hliðarlistanum eru runnir úr á tíma, hafa náð 46 ára aldri sem er takmark fyrir þá sem vilja senda inn beiðni um ættleiðingu. Hliðarlistinn var bara skár með nöfnum og hafði ekkert gildi og því eru þeir sem á honum voru á byrjunarpunkti. Kristinn sagði að einhvers kona vangeta hjá félaginu áður hafi orðið til þess að frá 2007-2010 hafi dyrnar verið lokaðar einhleypum þótt möguleikar víða um lönd hefðu verið opnir. Kristinn tók við sem framkvæmdastjóri ÍÆ árið 2010 þegar rykið var dustað af hliðarlistanum og staða einhleypra leiðrétt.
Lesa meira

Einhleypir ættleiða að nýju - Hliðarlistar liðin tíð

Einhleypir ættleiða að nýju - Hliðarlistar liðin tíð
Til skamms tíma áttu einhleypir ekki kost á að ættleiða erlendis frá. Fyrr á þessu ári ættleiddi einhleyp kona barn frá Tékklandi og önnur kona ættleiddi barn frá Tógó. Innan skamms mun þriðja einhleypa konan ættleiða barn en upplýsingar um barnið eru þegar komnar í hennar hendur. Eftir að reglur breyttust í Kína í ársbyrjun 2007 var talið að ÍÆ gæti ekki sent umsóknir frá einhleypum til nokkurs lands og var umsóknum þeirra því raðað á svokallaðan hliðarlista, þrátt fyrir að í íslenskum reglum sé tekið fram heimilt sé að veita einhleypum heimild til að ættleiða ef talið er ótvírætt það sé barni til hagsbóta og sá sem ættleiðir sé talin sérstaklega hæfur umfram aðra vegna eiginleika sinna eða reynslu.
Lesa meira

Ættleiðingum fækkar á Norðurlöndum að Íslandi undanskildu

Ættleiðingar til Norðurlandanna voru samtals 403 færri í fyrra en árið þar á undan, það er fækkun sem nemur tæpum 26%. Ættleiðingum fækkar til allra Norðurlandanna að Íslandi einu undanskildu. Þróunin á Norðurlöndunum er sú sama og víðast hvar í Evrópu. Fjöldi ættleiðinga til Finnlands stóð nánast í stað en hlutfallsleg fækkun þar nam eingöngu 1,5%. Fækkun til Danmerkur og Svíþjóðar nam 17 til 19% en áberandi mestur samdráttur í fjölda ættleiðinga er til Noregs.
Lesa meira

Jákvæð umræða á Alþingi

Jákvæð umræða á Alþingi
Fyrir hálfum mánuði komu málefni ættleiðingarfélagsins til umræðu á Alþingi. Fjórir þingmenn, þar á meðal Innanríkisráðherra, komu alls sex sinnum í pontu og var umræðan jákvæð og málefnaleg. Það var Unnur Brá Konráðsdóttir sem átti frumkvæði að umræðunni með því að spyrja ráðherra hvenær gert sé ráð fyrir að gerður verði þjónustusamningur við Íslenska ættleiðingu, hversu lengi enginn slíkur samningur hefur verið í gildi og hverjar skyldur félagsins séu samkvæmt lögum.
Lesa meira

Flest börn sem ættleidd hafa verið eru frá Kína

Flest börn sem ættleidd hafa verið eru frá Kína
Fyrir nokkrum dögum kom 165. barnið frá Kína heim til Íslands með fjölskyldu sinni. Börn sem ættleidd eru frá Kína til Íslands eru því stærri hópur en börn frá nokkru öðru landi. Lengi vel komu mörg börn árlega frá Indlandi en þau eru núna 164 alls. Í kjölfar breytinga indverskra stjórnvalda á ættleiðingarferlinu, sem enn eru ekki yfirstaðnar, hægði mjög á ættleiðingum þaðan og nú er svo komið að ekkert barn hefur verið ættleitt frá Indlandi til Íslands í tvö ár sem er sama þróun og þekkist á öðrum Norðurlöndum.
Lesa meira

Biðlistinn styttist og biðtíminn er oft stuttur

Biðlistinn styttist og biðtíminn er oft stuttur
Biðlistinn eftir því að ættleiða barn til Íslands er að styttast verulega um þessar mundir. Fyrir þremur árum voru að jafnaði rúmlega 100 fjölskyldur á biðlista eftir ættleiðingu erlendis frá. Núna er staðan þannig að 46 fjölskyldur eru á hinum eiginlega biðlista og 37 fjölskyldur eru í undirbúningsferli fyrir það að senda umsókn um barn til útlanda. Þetta táknar að í biðlista og undirbúningsferli eru samtals 83 fjölskyldur og hefur biðlistinn hjá Íslenskri ættleiðingu því minnkað um 20% á nokkrum misserum.
Lesa meira

Ríkisstjórnin styður fjölskylduna í Kólumbíu

Ríkisstjórnin styður fjölskylduna í Kólumbíu
Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að verja þremur milljónum af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja fjölskylduna sem dvalið hefur í Kólumbíu í níu mánuði í þeim tilgangi að ættleiða þaðan tvær stúlkur. Fjölmiðlar á Íslandi hafa fjallað töluvert um aðstæður íslenskrar fjölskyldu, sem er fyrir milligöngu Íslenskrar ættleiðingar í Kólumbíu til að ættleiða tvær ungar stúlkur. Hjónin Bjarnhildur og Friðrik fóru í desember síðastliðnum til Kólumbíu en hafa ekki ennþá komist heim með börnin vegna þess að mál þeirra hefur þæfst hjá þarlendum dómstól.
Lesa meira

Sendinefnd frá Kína heimsækir ÍÆ - Fjölskyldum boðið í móttöku

Sendinefnd frá Kína heimsækir ÍÆ - Fjölskyldum boðið í móttöku
Sendinefnd frá kínversku ættleiðingaryfirvölunum, CCCWA, heimsækir Ísland í boð Íslenskrar ættleiðingar þann 17. september. Sendinefndin verður hér í fjóra daga og fundar með fulltrúum yfirvalda og ÍÆ. Nefndin hefur sérstaklega óskað eftir að fá að hitta börn sem ættleidd hafa verið frá Kína og fjölskyldur þeirra. Við munum því efna til móttöku fyrir félagsmenn sem ættleitt hafa frá Kína og fjölskyldur þeirra meðan sendinefndin dvelur hér og munum kynna stað og stund fljótlega.
Lesa meira

Rannsókn á líðan og stuðningi

Rannsókn á líðan og stuðningi
Í september hefst rannsóknin „Viðbrögð, líðan og stuðningur kjörforeldra á Íslandi í kjölfar ættleiðingar barna erlendis frá“. Rannsóknin er gerð á vegum félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands og er lokaverkefni Heiðu Hraunberg Þorleifsdóttur til meistaragráðu til starfsréttinda í félagsráðgjöf en Heiða Hraunberg er einnig kjörmóðir. Markmið rannsóknarinnar er að fá upplýsingar um sálfélagslega líðan kjörforeldra á Íslandi í kjölfar ættleiðingar barna erlendis frá með höfuðáherslu á depurðar- og þunglyndiseinkenni. Slík einkenni hafa í mörgum rannsóknum verið skilgreind sem ættleiðingarþunglyndi og er hér ætlunin að kanna tíðni, eðli og viðbrögð við einkennunum.
Lesa meira

Dagskrá skemmtinefndar á höfuðborgarsvæðinu

Dagskrá skemmtinefndar á höfuðborgarsvæðinu
Sunnudaginn 16.september kl: 11:00 Húsdýragarðurinn, grillaðar pylsur í boði félagsins kl:12:00 Laugadagurinn 20. október kl:13:00 Skautar í Skautahöllinni í Laugardal Fimmtudaginn 27. desember kl:16:00 -18:00 Jólaball
Lesa meira

Dagskrá skemmtinefndar norðan heiða

Dagskrá skemmtinefndar norðan heiða
Föstudagurinn 19. september kl. 20:00 Foreldraspjall Laugardagurinn 13. október kl.14:00 Fjöruferð á Gáseyri Sunnudagurinn 11. nóvember kl.14:00 Hittingur í Kjarnaskógi Milli jóla og nýárs Jólaball
Lesa meira

Ættleiðingar eru hafnar frá Tógó

Ættleiðingar eru hafnar frá Tógó
Ættleiðingarsamband okkar við Tógó er komið í fulla virkni. Með þeim árangri að tvö munaðarlaus börn frá Tógó hafa nú eignast fjölskyldu. Það var hið nýstofnaða félag Alþjóðleg ættleiðing sem árið 2009 fór fyrir eigin reikning og óeigingjarnt sjálfboðastarf til Tógó með það að markmiði að koma á samböndum þar í landi. Í kjölfarið óskaði félagið eftir því við íslensk stjórnvöld og gerður yrði ættleiðingarsamningur milli Íslands og Tógó.
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Afgreiðsluhraði í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn fyrir 21. september 2006.
Lesa meira

Hjálpa ber fjölskyldunni í Kólumbíu

Hjálpa ber fjölskyldunni í Kólumbíu
Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar á íslandi fjallað töluvert um aðstæður íslenskrar fjölskyldu, sem er fyrir milligöngu Íslenskrar ættleiðingar í Kólumbíu til að ættleiða tvær ungar stúlkur. Hjónin Bjarnhildur og Friðrik fóru í desember síðastliðnum til Kólumbíu en hafa ekki ennþá komist heim með börnin vegna þess að mál þeirra hefur þæfst hjá þarlendum dómstól.
Lesa meira

Að byrja í leikskóla - að byrja í grunnskóla

Að byrja í leikskóla - að byrja í grunnskóla
Flestum ættleiddum börnum farnast vel í leik- og grunnskóla bæði í námi og félagslegu samhengi. Alltaf er þó þörf á því að hafa í huga þau atriði sem skipta máli þegar kemur að skólabyrjun barnanna og ekki síst hvað það er sem við sem foreldrar getum gert til að þessi reynsla verði barninu til farsældar og ánægju. Íslensk ættleiðing heldur tvö fræðslukvöld, annars vegar um leikskólabyrjun og hins vegar um grunnskólabyrjun þar sem m.a. annars verður bent á ýmsa gagnlega þætti sem reynsla annarra hefur sýnt að skipta máli varðandi skólabyrjun og skólagöngu ættleiddra barna.
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Afgreiðsluhraði í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn fyrir 19. september 2006.
Lesa meira

AÐ BYRJA Í LEIKSKÓLA – AÐ BYRJA Í GRUNNSKÓLA

AÐ BYRJA Í LEIKSKÓLA – AÐ BYRJA Í GRUNNSKÓLA
Flestum ættleiddum börnum farnast vel í leik- og grunnskóla bæði í námi og félagslegu samhengi. Alltaf er þó þörf á því að hafa í huga þau atriði sem skipta máli þegar kemur að skólabyrjun barnanna og ekki síst hvað það er sem við sem foreldrar getum gert til að þessi reynsla verði barninu til farsældar og ánægju.
Lesa meira

Sumartími skrifstofu

Sumartími skrifstofu
Vegna sumarleyfa eru starfsmenn félagsins ekki aðgengilegir á skrifstofu okkar á venjulegum þjónustutíma næstu vikur. Hægt er að hafa samband með tölvupósti á netfangið isadopt@isadopt.is og símleiðis. Skrifstofan verður aftur opin með hefðbundnum hætti eftir verslunarmannahelgi eða frá klukkan níu árdegis, þriðjudaginn 7. ágúst.
Lesa meira

Í leit að uppruna

Í leit að uppruna
Þriðjudaginn 29. maí munu félagar Íslenskrar ættleiðingar fá tækifæri til að horfa saman á heimildarmyndina Ingen Svensson Längre en í henni er sögð saga Emilio Cuesta sem ættleiddur var frá Kólumbíu til Svíþjóðar og leit hans að uppruna sínum. Í lok myndarinnar gefst kostur á að spjalla um upprunaleit og hvernig Íslensk ættleiðing getur stutt við félagsmenn sína. Umræðunum stýra Árni Sigurgeirsson og Vigdís Ósk Sveinsdóttir, sem bæði eru í stjórn félagsins. Þau eru bæði ættleidd frá Indónesíu Sýningin hefst kl. 20:00 í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg.
Lesa meira

ÍÆ gengur á varasjóð

ÍÆ gengur á varasjóð
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar hefur sent Innanríkisræaðuneytinu tilkynningu um að ganga þurfi á varasjóð félagsins. Þær ráðstafanir kunna að hafa í för með sér að þegar félagið verður lagt niður verða ekki öruggar rekstrarforsendur til að ljúka málum er kunna að vera til meðferðar á vegum félagsins á þeim tíma. Þetta táknar að Islensk ættleiðing er enn í þeim samdráttar og frágangsferli sem hófst fyrir tveimur mánuðum þegar aðalfundi félagsins var frestar vegna óvissu um gerð þjónustusamnings við Innanríkisráðuneytið.
Lesa meira

Skrifstofa ÍÆ lokuð til hádegis á föstudaginn 27. apríl

Skrifstofa ÍÆ lokuð til hádegis á föstudaginn 27. apríl
Skrifstofu ÍÆ verður lokuð fyrir hádegi á föstudaginn 27. apríl. Skrifstofan verður opin eftir hádegi sama dag.
Lesa meira

ÍÆ á fund Allsherjarnefndar Alþingis

ÍÆ á fund Allsherjarnefndar Alþingis
Þriðjudaginn 17. apríl voru formaður og framkvæmdastjóri ÍÆ boðaðir á fund Allsherjarnefndar Alþingis. Fundurinn stóð yfir í rúma klukkustund og var upplýsandi fyrir þá þingmenn sem skipa nefndina en þeir voru áhugasamir um ættleiðingarmálaflokkinn og spurðu margs. Óhætt er að segja að fundurinn hafi verið ánægjulegur en rétt er að minna á að fjárveitingarvald liggur ekki hjá nefndinni sem slíkri.
Lesa meira

Gleðilegt sumar

Fréttarit ÍÆ - sumardagur 2012 er komið út og hefur verið sent félagsmönnum sem pdf skjal í tölvupósti. Í ritinu er sumarkveðja til félagsmanna og sjö fréttir af starfi félagsins.
Lesa meira

Námskeið falla niður

Námskeið falla niður
Undirbúningsnámskeið fyrir verðandi kjörforeldra sem halda átti í lok mánaðrins hefur verið fellt niður og hefur þeim sem eru a biðlista eftir námskeiði verið tilkynnt um það. Innanríkisráðuneytinu hefur verið tilkynnt um þessa ákvörðun. Í tilkynningu til ráðuneytisins segir m.a: Eitt af hlutverkum löggilts ættleiðingarfélags er að bera ábyrgð á að væntanlegir kjörforeldrar, sem félagið annast milligöngu fyrir, sæki námskeið til undirbúnings ættleiðingu á erlendu barni, svo sem kveðið er á um í 5. gr. reglugerðar um ættleiðingarfélög.
Lesa meira

Fréttarit ÍÆ apríl 2012

Fréttarit ÍÆ apríl 2012 er komið út og hefur verið sent félagsmönnum í pdf formi. Í ritinu er greint frá fjölmennum félagsfundi sem hadinn var 28. mars og ólyktun sem fundurinn samþykkti. Einnig er birt í heild sinni bréf til Innanríkisráðuneytisins þar sem ráðuneytinu er tilkynnt um að við ríkjandi aðstæður geti Íslensk ættleiðing ekki haldið námskeið fyrir verðandi kjörforledra með sama hætti og áður.
Lesa meira

Ekkert nýtt í fréttum

Ekkert nýtt í fréttum
Aðalfundi ÍÆ var frestað vegna óvissu um gerð þjónustusamnings milli Innanríkisráðuneytis og ÍÆ en þegar framboðsfrestur til stjórnarkjörs rann út varð ljóst að enginn félagsmaður hafði áhuga á að bjóða sig fram til stjórnarsetu við þessar aðstæður. Í stað aðalfundar efndi stjórn félagsins til almenns félagsfundar til að skýra óljósa stöðu félagsins fyrir félagsmönnum þann 28. mars síðastliðinn. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að aflétta viðvarandi óvissuástandi í rekstri félagsins. Fundurinn og aðstæður félagsins vöktu mikla athygli í samfélaginu og var mikið fjallað um málefni þessi í fjölmiðlum. Ekkert samband hefur verið haft við ættleiðingarfélagið út af málinu frá ráðuneytinu eða fulltrúum fjárveitingavaldsins.
Lesa meira

Afdrif barna á Íslandi sem eru ættleidd erlendis frá

Afdrif barna á Íslandi sem eru ættleidd erlendis frá
Þriðjudaginn 17. apríl stendur Íslensk ættleiðing fyrir kynning á rannsókninni Afdrif barna á Íslandi sem eru ættleidd erlendis frá. Rannsóknin var unnin í samvinnu Barna og unglingageðdeildar Landspítala og Háskóla Íslands.
Lesa meira

Íslensk ættleiðing í fréttum

Íslensk ættleiðing í fréttum
Eftir félagsfund Íslenskrar ættleiðingar, sem haldinn var miðvikudaginn 28. mars 2012 hefur félagið verið mikið í fréttum. Hér eru slóðir á helstu fréttir sem birst hafa:
Lesa meira

Skorað á ríkisstjórn

Skorað á ríkisstjórn
Fjölmennur félagsfundur Íslenskrar ættleiðingar, sem haldinn var miðvikudaginn 28. mars 2012, samþykkti eftirfarandi ályktun: Stjórn Íslenskrar ættleiðingar hefur frá árinu 2009 staðið í viðræðum við Innanríkisráðuneytið vegna beiðni um aukin fjárframlög til félagsins. Enginn ágreiningur er á milli aðila um þau verkefni sem ættleiðingarfélaginu er falið að annast með vísan til laga og reglugerða, né er uppi ágreiningur um hvað það kostar að sinna þeim verkefnum. Framlög til ættleiðingarfélagsins eru í engu samræmi við þennan kostnað. Innanríkisráðherra lagði fram minnisblað fyrir ríkisstjórnarfund hinn 9. mars 2012 þar sem málefni ættleiðingarfélagsins voru rædd. Ekkert kom út úr þeim fundi. Blasir því við að ættleiðingarfélagið þurfi að hætta við verkefni sem getur sett tilvist þess og hagsmuni félagsmanna í mikla óvissu. Þjónusta til félagsmanna verði skorin niður og ættleiðingarsambönd við erlend ríki sett í hættu.
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Afgreiðsluhraði í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn fyrir 31. ágúst 2006.
Lesa meira

Fundarboð - Félagsfundur 28. mars klukkan 20:00

Fundarboð - Félagsfundur 28. mars klukkan 20:00
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar frestaði aðalfundi félagsins vegna óvissu um gerð þjónustusamnings við Innanríkisráðneytið. Ef ekki verður gerður þjónustusamningur við ættleiðingarfélagið er óljóst hvernig félagið getur sinnt skyldum sínum. Til að skýra stöðu félagsins fyrir félagsmönnum boðar stjórn þess til félagsfundar þann 28. mars klukkan 20 í hátíðarsal Tækniskólans (áður Sjómannaskólanum) við Háteigsveg.
Lesa meira

Bingó!

Bingó!
Bingó skemmtinefndar ÍÆ verður haldið laugardaginn17. mars kl. 11-13 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Foreldrar eru beðnir um að koma með smávinninga með sér þannig að allir sem spila fái vinning
Lesa meira

Aðalfundi frestað

Aðalfundi frestað
Vegna óvissu um gerð þjónustusamnings milli Innanríkisráðuneytisins og Íslenskrar ættleiðingar hefur verið ákveðið að aðalfundi félagsins verði frestað um óákveðinn tíma. Ráðgert er að boða til almenns félagsfundar á áður fyrirhuguðum aðalfundartíma 28. mars klukkan 20:00.
Lesa meira

Aðalfundur 2012 verður 28. mars

Aðalfundur 2012 verður 28. mars
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar sem haldinn verður að hátíðarsal Fjöltækniskóla Íslands (gamla Sjómannaskólanum), Háteigsvegi, 28. mars 2012, kl. 20. Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar. 3. Kjör stjórnar. 4. Ákvörðun árgjalds. 5. Lagabreytingar. 6. Önnur mál.
Lesa meira

Ættleiðingarþunglyndi: Vanlíðan kjörforeldra í kjölfar ættleiðingar

Ættleiðingarþunglyndi: Vanlíðan kjörforeldra í kjölfar ættleiðingar
Heiða Hraunberg Þorleifsdóttir kjörmóðir og nemi í MA námi í félagsráðgjöf til starfs-réttinda verður með kynningu á BA ritgerð sinni miðvikudagskvöldið 7. mars kl. 20:30 í stofu 201 – Ofanleiti 2 (þar sem Háskólinn í Reykjavík var til húsa). Efni ritgerðarinnar er ættleiðingarþunglyndi og vanlíðan kjörforeldra í kjölfar ættleið-ingar á barni erlendis frá. Markmiðið með ritgerðinni er að auka vitund verðandi kjörforeldra og þeirra sem þegar eru kjörforeldrar um þá vanlíðan sem getur gert vart við sig í kjölfar ættleiðingar. Hér er efni á ferð sem á erindi til allra kjörforeldra, sérstaklega þeirra sem nú eru á biðlista eða eru nýkomnir heim með barn.
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Afgreiðsluhraði í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn fyrir 21. ágúst 2006.
Lesa meira

Aftur til Kína

Aftur til Kína
Mæðgurnar Hrafnhildur Ming og Þórunn Sveinbjarnardóttir ætla að segja félögum í ÍÆ frá ferð sinni til Kína í haust, sýna myndir og svara spurningum á fundi laugardaginn 4. febrúar kl. 13 í húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti í stofu 415. Meðal annars verður sagt frá heimsókn á Jiangxin-barnaheimilið, hvernig Jiangxi-hérað og Beijing kom þeim fyrir sjónir, og almennt frá upplifun þeirra beggja af Kína. Í haust voru 8 ár frá því að Hrafnhildur Ming kom heim frá Kína en hún verður 10 ára í sumar. Fundurinn stendur í u.þ.b. klukkustund
Lesa meira

Skrifstofan lokuð í dag 26. janúar 2012

Skrifstofan lokuð í dag 26. janúar 2012
Skrifstofan verður lokuð í dag 26. janúar 2012.
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Afgreiðsluhraði í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn fyrir 15. ágúst 2006.
Lesa meira

Skemmtinefnd auglýsir!

Skemmtinefnd auglýsir!
Sunnudaginn 22.janúar ætlum við að hittast í Ævintýragarðinum í Skútuvogi 4 kl 11 til 13. Aðgangur er 800 kr. á barn, frítt fyrir fullorðna. Tilkynna þarf þátttöku og taka fram fjölda barna á isadopt@isadopt.is fyrir 18. janúar 2012.
Lesa meira

Íslensk ættleiðing á afmæli í dag

Íslensk ættleiðing á afmæli í dag
Síðdegis þann 15. Janúar árið 1978 kom nokkur hópur fólks saman í Norræna húsinu í þeim tilgangi að stofna ættleiðingafélag. Félagið hlaut nafnið Ísland Kórea og var síðar sameinað félagi sem stofnað var nokkru síðar. Hið sameinaða félag hlaut nafnið Íslensk ættleiðing og er því 34 ára í dag. Fyrir tveimur árum síðan, á 32 ára afmæli félagsins, birtum við stofnfundargerð félagsins á vefnum okkar. Hún er hér ennþá. En það er líka athyglisvert að velta fyrir sér umhverfinu sem Íslensk ættleiðing var stofnuð í, við kíktum í blöð dagsins 15. janúar 1978.
Lesa meira

Fréttarit ÍÆ desember 2011

Fréttarit ÍÆ ágúst 2011 er komið út og hefur verið sent félagsmönnum í pdf formi. Í ritinu er fjallað um ættleiðingar á árinu og greint frá afstöðu ÍÆ til flutnings á veitingu leyfa til ættleiðinga frá Búðardal til Reykjavík.
Lesa meira

Leyfi til ættleiðinga gefin út í Reykjavík

Leyfi til ættleiðinga gefin út í Reykjavík
Í dag gengur í gildi ný reglugerð innanríkisráðherra um veitingu leyfa til ættleiðinga. Frá og með 1. janúar 2012 verður sýslumanninum í Reykjavík falið að annast veitingu leyfa til ættleiðinga. Stjórn ÍÆ hefur tekið afstöðu til þessara breytinga og er nánar fjallað um þær í Fréttariti félagsins sem kom út í dag.
Lesa meira

Um afdrif ættleiddra barna

Um afdrif ættleiddra barna
Í Læknablaðinu 1. tbl. 2012 er grein eftir Málfríð Lorange og félaga undir yfirskrftinni, Afdrif barna á Íslandi sem eru ættleidd erlendis frá.
Lesa meira

Forsíða fyrir Forsíða fyrir

Forsíða fyrir Forsíða fyrir
Haagstofnunin er nú að fara að gefa út næsta „Guide to good practice“.
Lesa meira

Afreiðsla umsókna í Kína

Afreiðsla umsókna í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn fyrir 10. ágúst 2006.
Lesa meira

Jólaball Í.Æ. 27. desember 2011

Jólaball Í.Æ. 27. desember 2011
Hið árlega jólaball Í.Æ. verður haldið í safnaðarheimili Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, þriðjudaginn 27. desember klukkan 16.
Lesa meira

Samningur við Rússland

Samningur við Rússland
Eins og félagsmenn ÍÆ.. þekkja hefur verið unnið að ættleiðingarsambandi við Rússland í tvö ár eða frá því að stjórn félagsins óskaði eftir því við íslensk stjórnvöld að þau sendi formlega beiðni til rússneskra stjórnvalda um ættleiðingasamband milli landanna.
Lesa meira

Afgreiðsluhraði umsókna í Kólumbíu

Afgreiðsluhraði umsókna í Kólumbíu
Nýr biðlisti var gefin út 24. nóvember 2011 af ICBF.
Lesa meira

Afgreiðsla umsókna í Kína

Afgreiðsla umsókna í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn fyrir 7. ágúst 2006.
Lesa meira

Piparkökumálun laugardaginn 26. nóvember 2011

Piparkökumálun laugardaginn 26. nóvember 2011
Skemmtinefnd Í.Æ. auglýsir piparkökumálun laugardaginn 26. nóvember kl. 11-13 í safnaðarheimili Grensáskirkju að Háaleitisbraut 66.
Lesa meira

Dagskrá skemmtinenfdar 2011 til 2012

Dagskrá skemmtinenfdar 2011 til 2012
Dagskrá skemmtinefndar fyrir 2011 til 2012.
Lesa meira

Biðlistinn í Kólumbíu

Biðlistinn í Kólumbíu
ICBF í Kólumbíu gaf út nýja biðlista í október 2011.
Lesa meira

Skautahöllinn á sunnudaginn

Skautahöllinn á sunnudaginn
Skemmtinefnd Í.Æ. vill minna á hittinginn í Skautahöllinni sunnudaginn 23. október kl. 13.
Lesa meira

Leshringur PAS í kvöld

Leshringur PAS í kvöld
PAS-nefnd minnir á fyrstu bókina í leshring PAS. Leshringurinn verður í kvöld þann 18. október kl 20:00 á skrifstofu ÍÆ, Skipholti 50b.
Lesa meira

Stuttmyndir um ættleidd börn

Stuttmyndir um ættleidd börn
Á ráðstefnu NAC um liðna helgi var kynnt kvikmyndaverkefni um ættleidda, umhverfi þeirra og viðfangsefni.
Lesa meira

NAC ályktar gegn rasisma

Samtökin NAC (Nordic Adoption Counsil) lýstu áhyggjum sínum af auknum rasisma á Norðurlöndum á aðalfundi sínum í Stokkhólmi.
Lesa meira

Aukaaðalfundur 26. október

Aukaaðalfundur 26. október
Hér með er boðað til aukaaðalfundar hjá Íslenskri ættleiðingu miðvikudaginn 26. sal 201 í Ofanleiti (fyrrum Háskólinn í Reykjavík), klukkan 20.
Lesa meira

Spira - miðstöð passtarfs í Stokkhólmi

Hugsaðu þér stað þar sem hver og einn lærir af öllum öðrum, þar sem þeir eldri hjálpa þeim yngri, þar sem þú þarft ekki að gera neitt en allt er mögulegt.
Lesa meira

Afgreiðsla umsókna í Kína

Afgreiðsla umsókna í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn fyrir 28. júlí 2006.
Lesa meira

Dagskrá skemmtinefndar Í.Æ. haust/vor 2011-2012

Dagskrá skemmtinefndar Í.Æ. haust/vor 2011-2012
PAS-nefnd minnir á spjallkvöld sem haldið verður 20. september 2011 kl. 20.00 í húsnæði Í.Æ.
Lesa meira

Spjallkvöld um fagbækur, sem tengjast ýmsum hliðum ættleiðingarinnar

Spjallkvöld um fagbækur, sem tengjast ýmsum hliðum ættleiðingarinnar
PAS-nefnd minnir á spjallkvöld sem haldið verður 20. september 2011 kl. 20.00 í húsnæði Í.Æ.
Lesa meira

Biðlistinn í Kólumbíu

Biðlistinn í Kólumbíu
ICBF í Kólumbíu gaf út nýja biðlista í ágúst 2011.
Lesa meira

Leikskólaspall

Leikskólaspall
Er barnið þitt að byrja í leikskóla?
Lesa meira

Fréttarit Í.Æ. ágúst 2011

Fréttarit Í.Æ. ágúst 2011 er komið út og hefur verið sent félagsmönnum í pdf formi.
Lesa meira

Um útgáfu og endurnýjun forsamþykkis að undanförnu

Um útgáfu og endurnýjun forsamþykkis að undanförnu
Að undanförnu hefur sýslumaðurinn í Búðardal sent aukinn fjölda umsókna um forsamþykki til umsagnar Ættleiðingarnefndar. Það er í þeim tilfellum þar sem eiginfjárstaða á skattframtali mælist neikvæð sem sýslumaður sendir málin þessa leið.
Lesa meira

Afgreiðsla umsókna í Kína

Afgreiðsla umsókna í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn fyrir 12. júlí 2006.
Lesa meira

Gaman í útilegu

Góð stemming er nú að Húsabakka í Svarfaðardal þar sem skemmtinefnd Í.Æ. stendur fyrir glæsilegri útilegu félagsins í 25. sinn.
Lesa meira

Vilt þú hlaupa fyrir Í.Æ?

Vilt þú hlaupa fyrir Í.Æ?
Íslensk ættleiðing hefur verið skráð á lista yfir félög sem hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni geta hlaupið fyrir.
Lesa meira

Útileguhelgin góða

Útileguhelgin góða
Vel horfir með útilegu Í.Æ. um helgina að Húsabakka í Svarfaðardal.
Lesa meira

Afgreiðsla umsókna í Kína

Afgreiðsla umsókna í Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn fyrir 6. júlí 2006.
Lesa meira

Félagið flytur - aðstoð óskast

Félagið flytur - aðstoð óskast
Í júlí flytur starfsemi félagsins úr Austurveri í Skipholt 50b. Næstkomandi laugardagsmorgun á að mála á nýjum stað og er öll hjálp félagsmanna vel þegin.
Lesa meira

Spjall um bók í október

Spjall um bók í október
Pas-nefnd áætlar að vera með spjallkvöld um bókarina Message from an Unknown Chinese Mother: Stories of Loss and Love , eftir Xinran, í október næstkomandi.
Lesa meira

Útilega Í.Æ. 15.-17. júlí 2011

Útilega Í.Æ. 15.-17. júlí 2011
Í ár verður útilega Í.Æ. á Húsabakka í Svarfaðardal.
Lesa meira

Spjallkvöl Pasnefndar um upphaf grunnskólagöngu

Spjallkvöl Pasnefndar um upphaf grunnskólagöngu
Ertu að huga að grunnskólagöngu barnsins þíns eða er barnið þitt í fyrstu bekkjum grunnskóla?
Lesa meira

Gleðidagur

Gleðidagur
Það er gleðidagur í dag hjá þeim sem eru í hópi 19 að bíða eftir börnum frá Kína, því í dag tilkynnti Íslensk ættleiðing þeim að borist hefðu upplýsingar um að þeirra bíði börn úti í Kína.
Lesa meira

Tilkynning frá skemmtiefnd

Tilkynning frá skemmtiefnd
Skemmtinefnd hefur ákveðið að fresta grillferð í Heiðmörk sem átti að halda þann 12. júni nk.
Lesa meira

Kína

Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn fyrir 30. júní 2006.
Lesa meira

Skrifstofa Í.Æ. lokuð til 10:30

Skrifstofa Í.Æ. lokuð til 10:30
Mánudaginn 30. maí verður skrifstofa Í.Æ. lokuð til 10:30.
Lesa meira

Ráðherra skipar nefnd

Ráðherra skipar nefnd
Innanríkisráðherra hefur ákveðið að ráðast í endurskoðun ættleiðingarlaga og hefur af því tilefni skipað starfshóp til þess að móta stefnu í ættleiðingarmálum með það að markmiði að tryggja réttindi barna og að hagsmunir þeirra séu hafðir að leiðarljósi við ættleiðingar.
Lesa meira

Fréttarit Í.Æ.

Út er komið Fréttarit Í.Æ. maí 2011 og hefur það verið sent félagsmönnum sem pdf skjal.
Lesa meira

Biðlistinn í Kólumbíu

Biðlistinn í Kólumbíu
ICBF í Kólumbíu gaf út nýja biðlista í maí 2011.
Lesa meira

Fjöruferð á sunnudaginn 15. maí

Fjöruferð á sunnudaginn 15. maí
Skemmtinefnd minnir á fjölskyldufjöruferð í Nauthólsvíkina nk. sunnudag 15. maí kl. 11.00.
Lesa meira

Kína

Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn fyrir 20. júní 2006.
Lesa meira

Nýr formaður í Pas-nefndinni

Nýr formaður í Pas-nefndinni
Í Pas-nefnd félagsins hafa nefndarmenn ávalt valið sér formann og í byrjun apríl urðu formannaskipti í nefndinni.
Lesa meira

Ráðgjöf til kjörforeldra á vegum ÍÆ

Ráðgjöf til kjörforeldra á vegum ÍÆ
Innan skamms verður ráðgjafaþjónustu fyrir kjörforeldra á vegum Íslenskrar ættleiðingar hleypt af stokkunum og hún kynnt veglega.
Lesa meira

Um beiðni um ættleiðingarsamband við Rússland

Um beiðni um ættleiðingarsamband við Rússland
Fyrir um tuttugu mánuðum hóf Í.Æ. að undirbúa umsókn um ættleiðingarsamband milli Íslands og Rússlands.
Lesa meira

Nýjar áherslur

Nýjar áherslur
Stjórn Í.Æ. hefur ákveðið að snúa sér í auknum mæli að verkefnum sem setið hafa á hakanum meðan unnið var af öllu afli að málefnum sem ekki gátu beðið.
Lesa meira

Villandi fréttaflutningur

Villandi fréttaflutningur
Rangt er að halda því fram að dæmi séu um að börn séu ættleidd til Íslands á tilskilinna leyfa eins og gert var í fréttatíma í sjónvarpi á mánudagskvöldið og endurtekið á veffréttamiðli daginn eftir.
Lesa meira

Ráðherrann í liðinu

Ráðherrann í liðinu
Einn ráðherra hefur öðrum fremur stutt við bakið á íslenska ættleiðingarfélaginu en ættleiðingarmál virðast alltaf vera í forgangi hjá Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra.
Lesa meira

Merkilegar rannsóknir I

Merkilegar rannsóknir I
Í október síðastliðnum komu út tvær rannsóknargreinar um ættleiðingar á Íslandi í ritinu Rannsóknir í félagsvísindum XI sem gefið er út af Félagsvísindastofnun HÍ í kjölfar ráðstefnunnar Þjóðarspegillinn.
Lesa meira

Meira fyrir minna

Gjald fyrir aðild að félaginu okkar hefur ekki hækkað í takt við almenna verðlagsþróun á undanförnum árum.
Lesa meira

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar
Í dag er sumardagurinn fyrsti og við fögnum honum með sumargjöf.
Lesa meira

Afmæli

Afmæli
Guðrún Ó. Sveinsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri Í.Æ. er sextug í dag.
Lesa meira

Spjallkvöld Pasnefndar

Spjallkvöld Pasnefndar
Við minnum á spjallkvöldið þriðjudagskvöldið 12.apríl kl. 20.30.
Lesa meira

Kína

Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn fyrir 15. júní 2006.
Lesa meira

Biðlistinn í Kólumbíu

Biðlistinn í Kólumbíu
ICBF í Kólumbíu gaf út nýja biðlista í mars 2011.
Lesa meira

Ráðgjöf lögmannsstofunnar á Akureyri

Ráðgjöf lögmannsstofunnar á Akureyri
Lögmannsstofa Akureyrar býður upp á lögmannsaðstoð á Akureyri vegna málefna tengdum ættleiðingum.
Lesa meira

Ráðgjöf lögmanns

Ráðgjöf lögmanns
Vigdís Ósk Sveinsdóttir, lögmaður mun bjóða upp á ráðgjöf á skrifstofu Í.Æ. fyrsta þriðjudag hvers mánaðar milli kl 12 og 13.
Lesa meira

Ráðgjöf talmeinafræðings

Ráðgjöf talmeinafræðings
Ingibjörg Símonardóttir talmeinafræðingur býður upp á ráðgjöf á skrifstofu Í.Æ. fyrsta mánudag hvers mánaðar milli kl 11-12.
Lesa meira

Aðalfundi lokið

Aðalfundi lokið
Fjölmennum aðalfundi Í.Æ. lauk klukkan 21:35 í kvöld.
Lesa meira

Aðalfundur Í.Æ. í kvöld

Aðalfundur Í.Æ. í kvöld
Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar verður haldinn í kvöld þann 23. mars klukkan 20:00 í húsnæði Háskólans í Reykjavík að Ofanleiti 2 í stofu 201.
Lesa meira

Velkomin heim

Í mars komu þrír litlir drengir heim til Íslands, einn drengur frá Indlandi og tveir drengir frá Kína.
Lesa meira

Skrifstofa Í.Æ. lokuð á morgun

Skrifstofa Í.Æ. lokuð á morgun
Skrifstofa Í.Æ. verður lokuð miðvikudaginn 16. mars til 10:30 vegna morgunverðarfundar um ættleiðingar sem haldinn er í Iðnó.
Lesa meira

Morgunverðarfundur um ættleiðingar á Íslandi 16. mars

Morgunverðarfundur um ættleiðingar á Íslandi 16. mars
Innanríkisráðuneytið boðar til opins morgunverðarfundar um ættleiðingar á Íslandi miðvikudaginn 16. mars næstkomandi frá klukkan 8:15 til 9:40.
Lesa meira

Fjögur framboð

Fjögur framboð
Samkvæmt 7. gr. laga Í.Æ. skulu framboð til stjórnarkjörs berast skriflega til skrifstofu félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund.
Lesa meira

Framboðsfrestur til 9. mars

Framboðsfrestur til 9. mars
Framboðsfrestur til stjórnarkjörs.
Lesa meira

Ný gjaldskrá hefur tekið gildi

Ný gjaldskrá hefur tekið gildi
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar samþykkti nýja gjaldskrá á fundi sínum þann 22. febrúar síðastliðinn.
Lesa meira

Kína

Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCAA) hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn fyrir 9. júní 2006.
Lesa meira

Aðalfundur Í.Æ.

Aðalfundur Í.Æ.
Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar verður haldinn 23. mars klukkan 20.00 í húsnæði Háskólans í Reykjavík að Ofanleiti 2 í stofu 201.
Lesa meira

Drög að gjadskrárbreytingum

Drög að breytingum á gjaldskrá Í.Æ. var til kynningar á opnum fundi fyrir félagsmenn þann 27. janúar síðastliðinn.
Lesa meira

Einhleypir geta ættleitt frá Tógó

Einhleypir geta ættleitt frá Tógó
Fréttir af nýju ættleiðingarsambandi okkar við Tógó hafa vakið nokkra athygli og spurningar vakna hjá mörgum um fyrirkomulag og reglur varandi ættleiðingar frá þessu landi.
Lesa meira

Ættleiðingar geta hafist frá Tógó

Ættleiðingar geta hafist frá Tógó
Innanríkisráðuneytið hefur gefið út löggildingu fyrir félagið Íslenska ættleiðingu til að annast milligöngu um ættleiðingar frá Tógó. 


Lesa meira

Kína

Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCAA) hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn fyrir 2. júní 2006.
Lesa meira

Kynningarkvöld Pas-nefndar

Myndrænt / sjónrænt skipulag
Lesa meira

Breytinga að vænta á Indlandi

Breytinga að vænta á Indlandi
Fulltrúi Íslenskrar ættleiðingar fór á fund CARA (Centra Adoption Resourses Agency) á Indandi þann 27. janúar síðastliðinn.
Lesa meira

Breyttur tími á skautaferð!

Breyttur tími á skautaferð!
Skemmtinefnd Í.Æ. vill minna á skautaferðina í skautahöllina í Laugardalnum næstkomandi sunnudag kl. 13:00.
Lesa meira

Af umræðu um nýja gjaldskrá

Af umræðu um nýja gjaldskrá
Opinn fundur fyrir félagsmenn um hugmyndir að breyttri gjaldskrá var haldinn í dag í aðstöðu Íslenskrar ættleiðingar í Austurveri.
Lesa meira

Ráðgjöf talmeinafræðings

Ráðgjöf talmeinafræðings
Ingibjörg Símonardóttir talmeinafræðingur mun bjóða upp á ráðgjöf á skrifstofu Í.Æ. fyrsta mánudag hvers mánaðar milli kl. 11-12.
Lesa meira

Ráðgjöf lögmanns

Ráðgjöf lögmanns
Vigdís Ósk Sveinsdóttir, lögmaður mun bjóða upp á ráðgjöf á skrifstofu Í.Æ. fyrsta þriðjudag hvers mánaðar milli kl. 12 og 13.
Lesa meira

Skautaferð 30. janúar

Skautaferð 30. janúar
Skemmtinefnd Í.Æ. vill minna á skautaferðina í skautahöllina í Laugardalnum næstkomandi sunnudag kl 11:00.
Lesa meira

Fundur um gjaldskrá á fimmtudag

Fundur um gjaldskrá á fimmtudag
Boðið er til umræðufundar um endurskoðun á gjaldskrá félagsins fimmtudaginn 27. janúar klukkan 17:15.
Lesa meira

Kína hefur ekki lokað fyrir ættleiðingar

Kína hefur ekki lokað fyrir ættleiðingar
Vegna umfjöllunar í útvarpi núna síðdegis er vert að taka fram að ekki hefur verið lokað fyrir ættleiðingar frá Kína og ekkert bendir til þess að hægt hafi á ættleiðingum frá landinu á sínum tíma vegna ólympíuleika.
Lesa meira

Íslensk ættleiðing á afmæli í dag

Íslensk ættleiðing á afmæli í dag
Síðdegis þann 15. janúar árið 1978 kom nokkur hópur fólks saman í Norræna húsinu í þeim tilgangi að stofna ættleiðingafélag.
Lesa meira

Hjartans mál - kertakvöld í skammdeginu næsta þriðjudag í boði Pasnefndar

Hjartans mál - kertakvöld í skammdeginu næsta þriðjudag í boði Pasnefndar
Hvað liggur þér á hjarta? Hefurðu spurningar sem þig langar að spyrja í skilningsríku umhverfi? Langar þig að deila ánægjulegri reynslu þinni eða áskorunum? Eða viltu bara koma og slaka á í notalegum félagskap?
Lesa meira

Skýrsla um ættleiðingarlöggjöf

Skýrsla um ættleiðingarlöggjöf
Út er komin á vegum Dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins skýrsla um ættleiðingarlöggjöf og framkvæmd ættleiðingarmála á Íslandi.
Lesa meira

Jólaball Í.Æ.

Jólaball Í.Æ.
Hið árlega jólaball Í.Æ. verður haldið í safnaðarheimili Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66 miðvikudaginn 29.desember klukkan 16.
Lesa meira

Síðasta barn ársins komið heim

Síðasta barn ársins komið heim
Þann 21. desember kom heim frá Kolumbíu nýr Íslendingur með fjölskyldu sinni.
Lesa meira

Skrifstofan lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofan lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa Í.Æ. lokar milli jóla og nýárs.
Lesa meira

Kína

Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn fyrir 29. maí 2006.
Lesa meira

Fréttarit Í.Æ. sent félagsmönnum

Fréttarit Í.Æ. 2. tölublað, desember 2010 var sent félagsmönnum í Íslenskri ættleiðingu sem pdf skjal í tölvupósti í dag.
Lesa meira

Jólakort Í.Æ.

Jólakort Í.Æ.
Fjáröflunarnefndin hefur til sölu jólakort, fín kort sem auðveldlega má líma myndir af fallegum börnum inní, 10 stk. á 1.000.- kr.
Lesa meira

Piparkökumálun 21. nóvember 2010

Piparkökumálun 21. nóvember 2010
Piparkökumálun verður í safnaðarheimili Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66 kl. 11:00 sunnudaginn 21.nóvember 2010.
Lesa meira

Fundargerð málþings Í.Æ.

Málþing Í.Æ. og PAS-nefndar
Lesa meira

Fyrirlestur Nadyu Molina

Fyrirlestur Nadyu Molina
Við erum komin heim! Og hvað svo?
Lesa meira

Nýráðinn starfsmaður á skrifstofu

Nýráðinn starfsmaður á skrifstofu
Eyrún Einarsdóttir er nýráðin starfsmaður á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar, hún er fædd 1970 í Reykjavík. Eyrún er mannfræðingur að mennt.
Lesa meira

Frá skemmtinefnd

Frá skemmtinefnd
Dagskrá sunnudaginn 31. október 2010.
Lesa meira

Nýr varaformaður Í.Æ.

Nýr varaformaður Í.Æ.
Á stjórnarfundi félagsins í kvöld var dagskárliðurinn verkaskipting stjórnar.
Lesa meira

Erum við ennþá full af fordómum?

Erum við ennþá full af fordómum?
Þann 16. október var haldið málþing Íslenskrar ættleiðingar í safnaðarheimili Seljakirkju.
Lesa meira

Málþing Í.Æ. vel heppnað

Málþing Í.Æ. vel heppnað
Málþing Íslenskrar ættleiðingar sem skipulagt er að Pasnefnd félagsins stendur nú yfir í Seljakirkju.
Lesa meira

Málþing Í.Æ. 16. október

Málþing Í.Æ. 16. október
Pasnefnd Íslenskrar ættleiðingar stendur fyrir glæsilegu málþingi félagsins þann 16. október næstkomandi.
Lesa meira

Líkur á ættleiðingum frá Tógó aukast

Líkur á ættleiðingum frá Tógó aukast
Frá stofnun Alþjóðlegrar ættleiðingar vann félagið af krafti að því að koma á ættleiðingum frá Tógó.
Lesa meira

Skýrsla um ferðir

Nú liggja fyrir hjá stjórn félagsins drög að skýrslu um ferðir, ferðakostnað og mikilvægi heimsókna til erlendra ríkja á vegum Íslenskrar ættleiðingar.
Lesa meira

Hvernig er að vera einstæð kjörmóðir?

Hvernig er að vera einstæð kjörmóðir?
Þriðjudaginn 28. september kl: 20:00 mun PAS-nefndin bjóða upp á spjallkvöldið Hjartans mál.
Lesa meira

Dagskrá Skemmtinefndar

Dagskrá Skemmtinefndar
Skemmtinefnd Í.Æ. hefur sent frá sér tilkynningu
Lesa meira

Afleysing á skrifstofu

Afleysing á skrifstofu
Næstu fjórar vikur mun Gíslína Ólafsdóttir leysa af á skrifstofu félagsins en Kristinn Ingvarsson verður í langþráðu orlofi þennan tíma.
Lesa meira

Lokað á mánudag

Lokað á mánudag
Skrifstofan verður lokuð á morgun mánudaginn 20. september.
Lesa meira

Málþing um ættleiðingar

Málþing um ættleiðingar
Málþing verður haldið á vegum Íslenskrar ættleiðingar þann 16. október 2010.
Lesa meira

Nýr ráðherra

Nýr ráðherra
Nýr ráðherra tók til starfa yfir ættleiðingarmálaflokknum í gær en um það má lesa hér.
Lesa meira

Laust starf á skrifstofu Í.Æ.

Laust starf á skrifstofu Í.Æ.
Íslensk ættleiðing leitar að starfsmanni á skrifstofu.
Lesa meira

Kína

Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest að umsóknir sem skráðar voru inn fram til 30. nóvember 2009 hafa verið yfirfarnar.
Lesa meira

Rimini Protokoll á Íslandi

Rimini Protokoll á Íslandi
Fimmtudagskvöldið 3. september næstkomandi stígur Miriam Yung Min Stein á Litla svið Borgarleikhússins.
Lesa meira

Dásamlegt

Dásamlegt
Eitt af markmiðum Íslenskrar ættleiðingar er að aðstoða þau börn sem búa við erfiðar aðstæður í heimalandi sínu en verða ekki ættleidd. Þessu markmiði náum við með því að hjálpast öll að.
Lesa meira

Aldrei verið auðveldara að leggja lið

Félagsmenn brugðust vel við þegar kallað var eftir fólki til að hlaupa í nafni félagsins í Reykjavíkurmaraþoninu.
Lesa meira

Vilt þú hlaupa fyrir Í.Æ. ?

Vilt þú hlaupa fyrir Í.Æ. ?
Íslensk ættleiðing hefur verið skráð á lista yfir félög sem hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni geta hlaupið fyrir.
Lesa meira

Margir sögðu fréttirnar

Margir sögðu fréttirnar
Heimkoma sjö nýrra Íslendinga frá Kína fyrir hálfum mánuði fékk veglega umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum.
Lesa meira

Velkomin heim

Velkomin heim
Þann 28. júlí komu sjö lítill börn, tveir drengir og fimm stúlkur, heim frá Kína með fjölskyldum sínum og bjóðum við þau innilega velkomin heim.
Lesa meira

Fleiri góðar fréttir

Fleiri góðar fréttir
Sjö fjölskyldur eru nú á vegum Íslenskrar ættleiðingar úti í Kína að sækja nýjustu fjölskyldumeðlimina.
Lesa meira

Lokað í næstu viku

Lokað í næstu viku
Skrifstofa félagsins verður lokuð vikuna 26. til 30. júlí.
Lesa meira

Velkomin heim

Velkomin heim
Þann 18. júlí kom lítill stúlka heim frá Kólumbíu með fjölskyldu sinni og bjóðum við þau innilega velkomin heim.
Lesa meira

Fjölskylduhátíð

Útilega Í.Æ. stendur nú sem hæst að Reykhólum.
Lesa meira

Jákvæðar fréttir frá Kína

Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 26. apríl 2006 til og með 9. maí 2006.
Lesa meira

Útilega Í.Æ. 2010

Útilega Í.Æ. 2010
Skemmtinefnd Í.Æ. hefur sent frá sér auglýsingu um útilegu félagsins. Í ár ætlum við að vera á Reykhólum í Reykhólasveit.
Lesa meira

Gömul frétt af biðinni

Fyrir 16 árum kom út fréttabréf frá Íslenskri ættleiðingu þar sem meðal annars er greint frá helstu fréttum af biðlistum.
Lesa meira

Kína

Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest að umsóknir sem skráðar voru inn fram til 31. júlí 2009 hafa verið yfirfarnar.
Lesa meira

Skemmtinefnd vill fjölga sér

Skemmtinefnd vill fjölga sér
Skemmtinefnd Í.Æ. sem staðið hefur fyrir viðburðum á borð við jólaball, útileguna og grill vanta öfluga liðsmenn í hópinn. Eða sjálfboðaliða til að leggja sér lið við ýmis verk í útilegunni.
Lesa meira

Um ættleiðingar á eigin vegum

Um ættleiðingar á eigin vegum
Í Haagsáttmálanum um ættleiðingar og leiðbeiningum við hann er skilgreint hvernig haga ber alþjóðlegum ættleiðingum svo tryggt sé að hagsmunir barnsins séu alltaf hafðir í fyrirrúmi.
Lesa meira

Biðlisti eftir börnum með skilgreindar þarfir klárast aftur

Biðlisti eftir börnum með skilgreindar þarfir klárast aftur
Fyrir tveimur mánuðum sögðum við frá góðum árangri varðandi biðlista eftir börnum með skilgreindar sérþarfir. Okkar fólk hafði þá staðið vaktina að nóttu til og tókst læsa upplýsingum um börn fyrir alla sem voru á listanum. Listinn Kláraðist.
Lesa meira

Ættleiðingarfélög sameinuð

Það er sérstak ánægjuefni nú á Jónsmessunni, þessari fornu frjósemishátíð, að tilkynna að nú fyrir stundu skrifuðu fulltrúar stjórna Alþjóðlegrar ættleiðingar og Íslenskrar ættleiðingar undir samkomulag þess efnis að starfsemi Alþjóðlegrar ættleiðingar verði lögð niður frá og með deginum í dag, 24. júní 2010, og sameinuð Íslenskri ættleiðingu undir merkjum Íslenskrar ættleiðingar frá sama tíma.
Lesa meira

Skrifstofan lokuð á mánudag

Skrifstofan lokuð á mánudag
Vegna sumarorlofs verður skrifstofa félagsins lokuð næstkomandi mánudag 28. júní.
Lesa meira

Útilega Í.Æ. 2010

Útilega Í.Æ. 2010
Skemmtinefnd Í.Æ. hefur sent frá sér auglýsingu um útilegu félagsins.
Lesa meira

Ráðherra segir stjórnvöld gagnrýnd fyrir ósveigjanleika

Ráðherra segir stjórnvöld gagnrýnd fyrir ósveigjanleika
Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra sagði á Alþingi í dag að framkvæmd stjórnvalda í ættleiðingamálum hafi sætt gagnrýni og því sé haldið fram að stjórnvöld séu ósveigjanleg og ósanngjörn.
Lesa meira

Skrifstofan lokuð 16. og 18. júní

Skrifstofan lokuð 16. og 18. júní
Skrifstofa félagsins verður lokuð 16. júní og 18. júní.
Lesa meira

Buff

Fjáröflunarnefnd Í.Æ. hefur látið framleiða höfuðklúta, svoköluð buff með merki félagsins og eru buffin seld til fjáröflunar handa börnum erlendis.
Lesa meira

Kína

Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 22. apríl 2006 til og með 25. apríl 2006.
Lesa meira

Sumargrill: Furulundur í Heiðmörk

Sumargrill: Furulundur í Heiðmörk
Sunnudaginn 13. júní frá klukkan 11 til 13 verður sumargrillið í Reykjavík.
Lesa meira

Fyrirspurn til ráðherra

Fyrirspurn til ráðherra
Á Alþingi hefur Ragnheiður E. Árnadóttir lagt fram fyrirspurn til dómsmála- og mannréttindaráðherra um ættleiðingar.
Lesa meira

Breytingar innan stjórnar Í.Æ.

Breytingar innan stjórnar Í.Æ.
Nokkrar breytingar hafa átt sér stað á hlutverkaskipan innan stjórnar Í.Æ. að undanförnu.
Lesa meira

Grill í Kjarnaskógi

Grill í Kjarnaskógi
Kæru félagar á Norðurlandi og sem leið eiga um norðurland um næstu helgi: Nú er komið að árlega grillinu okkar í Kjarnaskógi.
Lesa meira

Velkomin heim

Þann 21. maí kom lítill stúlka heim frá Indlandi með fjölskyldu sinni og bjóðum við þau innilega velkomin heim.
Lesa meira

Grunnskólaspjall

Grunnskólaspjall
Ertu að huga að grunnskólagöngu barnsins þíns eða er barnið þitt í fyrstu bekkjum grunnskóla? Þriðjudagskvöldið 1. júní kl. 20:30 mun Pasnefnd félagsins bjóða upp á spjallkvöld um upphaf grunnskólagöngu.
Lesa meira

Velkomin heim

Þann 19. maí kom lítill stúlka heim frá Kína með fjölskyldu sinni og bjóðum við þau innilega velkomin heim.
Lesa meira

Leikskólaspjall

Leikskólaspjall
Ertu að huga að leikskóladvöl barnins þíns eða er barnið þitt nýlega byrjað í leikskóla? Miðvikudagskvöldið 26.maí klukkan 20.30 mun PAS-nefnd Í.Æ. bjóða upp á spjallkvöld um leikskólabyrjun.
Lesa meira

Kynningarkvöld um SN leiðina í kvöld

Kynningarkvöld um SN leiðina í kvöld
Fimmtudagskvöldið 20. maí stendur starfshópur á vegum félagsins fyrir kynningarkvöldi á svokallaðri SN leið í ættleiðingum en þar er um að ræða ættleiðingar á börnum frá Kína með skilgreindar sérþarfir.
Lesa meira

Útilega ÍÆ 16. til 18. júlí 2010

Útilega ÍÆ verður haldinn að Reykhólum í Austur-Barðastrandarsýslu.
Lesa meira

Sameinaðir stöndum vér - Félagið stækkar

Sameinaðir stöndum vér - Félagið stækkar
Undanfarið hefur félagsmönnum jafnt og þétt verið að fjölga og félagið að eflast. Um það eru mörg merki.
Lesa meira

Kynningarkvöld um SN leiðina

Kynningarkvöld um SN leiðina
Fimmtudagskvöldið 20. maí stendur starfshópur á vegum félagsins fyrir kynningarkvöldi á svokallaðri SN leið í ættleiðingum en þar er um að ræða ættleiðingar á börnum frá Kína með skilgreindar sérþarfir.
Lesa meira

Í.Æ. í Kólumbíu

Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar er lentur heilu og höldnu í Kólumbíu eftir langt og strangt ferðalag þar sem flogið var í krókaleiðum fram og til baka yfir Ísland sökum eldgossins í Eyjafjallajökli.
Lesa meira

Við heimsækjum Kólumbíu en skrifstofan verður opin eftir sem áður

Við heimsækjum Kólumbíu en skrifstofan verður opin eftir sem áður
Í fyrramálið heldur Kristinn framkvæmdastjóri Í.Æ. af stað til Kólumbíu til fundar við þarlend ættleiðingaryfirvöld og til að styrkja tengsl félagsins við tengiliði okkar þar en Kólumbía hefur aldrei verið heiðruð með heimsókn af hálfu Íslenskrar ættleiðingar.
Lesa meira

Fjölskylduferð í Mývatnssveit

Nú er komið að því að leggja land undir fót. Næsta laugardag er ferðinni heitið í Mývatnssveitina.
Lesa meira

Ánægjuleg samvera

Það var ánægjuleg stund sem nokkrar fjölskyldur félagsmanna áttu saman í fjörunni við Nauthólsvík.
Lesa meira

Fjöruferð

Fjöruferð
Sunnudaginn 2. maí næstkomandi kl 11 til 13 verður fjöruferð Skemmtinefndar Í.Æ. í Nauthólsvík.
Lesa meira

Enginn biðlisti eftir börnum með skilgreindar sérþarfir

Enginn biðlisti eftir börnum með skilgreindar sérþarfir
Eftir að CCAA í Kína breytti upplýsingagjöf sinni, um hvenær væri von á að aukið verði við lista yfir börn með skilgreindar sérþarfir, hefur jafnræði milli ættleiðingarfélaga víða um heim aukist og fólk á biðlista hjá Íslenskri ættleiðingu hefur notið góðs af því.
Lesa meira

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar
Lesa meira

Fréttarit Í.Æ. - apríl 2010

Fréttarit Í.Æ. apríl 2010 var sent félagsmönnum í Íslenskri ættleiðingu sem pdf skjal í tölvupósti í dag.
Lesa meira

Hjartans mál - Spjallkvöld

Hjartans mál - Spjallkvöld
PAS-nefnd Íslenskrar ættleiðingar hefur staðið fyrir spjallkvöldum í vetur sem hafa hlotið heitið Hjartans mál.
Lesa meira

Rússland stöðvar ættleiðingar til Bandaríkjanna

Rússland stöðvar ættleiðingar til Bandaríkjanna
Rússland hefur stöðvað ættleiðingar til Bandaríkjanna í kjölfar á fregnum af því að Bandarísk móðir hafi skilað átta ára gömlum dreng sem hún ættleiddi fyrir ári síðan.
Lesa meira

Viðræður um sameiningu A.Æ. og Í.Æ.

Viðræður um sameiningu A.Æ. og Í.Æ.
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar barst í gær ósk frá Alþjóðlegri ættleiðingu um viðræður um sameiningu félaganna.
Lesa meira

Stuðningshópar fyrir fólk á biðlista

Stuðningshópar fyrir fólk á biðlista
Nú stendur til að endurvekja stuðningshópa fyrir fólk á biðlista hjá ÍÆ. Slíkur umræðuhópur var hjá félaginu árið 2007 og er tilgangurinn meðal annars sá að fólk deili áhyggjum sínum og eigin leiðum til að „hafa af“ biðina, með öðru fólki í sömu sporum.
Lesa meira

Sundferð á sunnudag

Sundferð á sunnudag
Hin árlega og margrómaða sundferð Íslenskrar Ættleiðingar verður næstkomandi sunnudag 11. apríl frá 11-13. Að þessu sinni ætlum við að baða okkur í Ásvallalaug í Hafnarfirði.
Lesa meira

Rafrænar spurningakannanir Í.Æ.

Rafrænar spurningakannanir Í.Æ.
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar vinnur að því að bæta starfsemi félagsins og standa betur vörð um þá hagsmuni sem félagið er myndað um. Í þeim tilgangi er aflað upplýsinga meðal félagsmanna með skipulögðum hætti.
Lesa meira

Kína

Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 12. apríl 2006 til og með 16. apríl 2006.
Lesa meira

Aðalfundi Í.Æ. 2010 er lokið

Aðalfundi Í.Æ. 2010 er lokið
Fjölmennum aðalfundi Íslenskrar ættleiðingar lauk klukkan 22 í kvöld.
Lesa meira

Aðalfundur fimmtudagskvöld

Aðalfundur fimmtudagskvöld
Við minnum á aðalfund Íslenskrar ættleiðingar sem verður haldinn næskomandi fimmtudag 25. mars kl. 20:00 í húsnæði Háskólans í Reykjavík að Ofanleiti 2 í stofu 101.
Lesa meira

Kynning á frambjóðendum

Kynning á frambjóðendum
Á aðalfundi Íslenskrar ættleiðingar verða fjórir einstaklingar kosnir í stjórn félagsins og einn til vara, allir til tveggja ára. Í lögum félagsins segir um framboð til stjórnarkjörs: Framboð til stjórnarkjörs skulu berast skriflega til skrifstofu félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund.
Lesa meira

Skrifstofan lokuð f.h. föstudag - Nýr listi frá CCAA væntanlegur

Skrifstofan lokuð f.h. föstudag - Nýr listi frá CCAA væntanlegur
CCAA í Kína hefur sent frá sér tilkynningu um að listi yfir börn með sérþarfir birtist 19. mars. Listinn birtist upp úr miðnætti og verður því vakað yfir listanum þá nótt.
Lesa meira

Góður árangur Pasnefndar

Góður árangur Pasnefndar
Að undnaförnu hafa dugmiklir Pasnefndarmenn sent heilbrigðisstarfsfólki víða um land bréf um fyrirkomaulag sem óskað er eftir að viðhaft sé þegar ættleidd börn fara í aðgerðir á sjúkrahúsum eða öðrum heilbrigðisstofnunum.
Lesa meira

Form fyrir umboð vegna aðalfundar

Form fyrir umboð vegna aðalfundar
Ekkert í lögunum félagsins stendur í vegi fyrir því að þeir félagsmenn sem ekki eiga heimangengt á aðalfund félagsins fái að nota atkvæðarétt sinn. Vísað er til almennra reglna og viðmiða þar um.
Lesa meira

Lokað fyrir hádegi 25. og 26. mars

Lokað fyrir hádegi 25. og 26. mars
Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar er öllu jafna opin á milli 9 og 12 alla virka daga en vegna sérstakra aðstæðna verður skrifstofan lokuð að morgni 25. og 26. mars.
Lesa meira

Barnamyndir á Facebook

Barnamyndir á Facebook
Sumu fólki finnst gaman að skoða myndir og mörgum finnst gaman að deila myndum af börnunum sínum.
Lesa meira

Félagsmenn á landsbyggðinni geta greitt atkvæð

Félagsmenn á landsbyggðinni geta greitt atkvæð
Vegna væntanlegs aðalfundar Íslenskrar ættleiðingar er vert að vekja athygli á því að stjórn félagsins hefur fjallað um möguleika félagsmanna sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins á að greiða atkvæði á fundum félagsins.
Lesa meira

Sex í framboði

Sex í framboði
Í gærkvöldi, fimmtudagskvöldið 11. Mars, rann út framboðsfrestur í stjórnarkjöri Íslenskrar ættleiðingar. Sex einstaklingar bjóða sig fram til stjórnarsetu.
Lesa meira

Kína

Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest að umsóknir sem skráðar voru inn fram til 30. apríl 2009 hafa verið yfirfarnar.
Lesa meira

Framboð til stjórnarkjörs

Framboð til stjórnarkjörs
Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar verður haldinn 25. mars klukkan 20. í húsnæði Háskólans í Reykjavík að Ofanleiti 2 í stofu 201.
Lesa meira

Hjartans mál - barnabækurnar okkar

Hjartans mál - barnabækurnar okkar
Í mars verður spjallkvöldið Hjartans mál á dagskrá Pasnefndar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 16. mars kl. 20.00 - 22.00.
Lesa meira

Aðalfundarboð

Aðalfundarboð
Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar verður í húsnæði Háskólans í Reykjavík að Ofanleiti 2 í stofu 201, fimmtudaginn 25. mars 2010, kl. 20. Fundarboð hefur verið sent til félagsmanna í pósti.
Lesa meira

Gleði í furðufötum

Gleði í furðufötum
Það var gleði og gaman á Furðufataballi Í.Æ. sem höfuðborgarhluti Skemmtinefndar stóð fyrir með miklum sóma í dag. Ljósmyndarinn á ballinu var Þórhallur Ingason, maðurinn hennar Helgu í skemmtinefnd.
Lesa meira

Furðufataball

Furðufataball
Sunnudaginn 7. mars 2010 kl. 13 til 15 verður furðufataball ÍÆ haldið í safnaðarheimilinu Grensáskirkju Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík.
Lesa meira

Kína

Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 6. apríl 2006 til og með 11. apríl 2006.
Lesa meira

Velkomin heim

Velkomin heim
26. febrúar kom lítill drengur heim frá Tékklandi með foreldrum sínum og bjóðum við þau innilega velkomin heim.
Lesa meira

Vinum ÍÆ fjölgar ört á Facebook

Vinum ÍÆ fjölgar ört á Facebook
Íslensk ættleiðing hefur nú verið með síðu á samskiptamiðlinum Facebook í hálft ár og undanfaran mánuði hefur vinum félagsins fjölgað hratt.
Lesa meira

Fyrirlestur Þórdísar Kristinsdóttur fyrir leikskólafólk

Fyrirlestur Þórdísar Kristinsdóttur fyrir leikskólafólk
Mánudaginn 15. febrúar hélt Þórdís Kristinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur fyrirlesturinn ,,Ættleidda barnið og leikskólinn” fyrir foreldra og fagfólk í leikskólum á Akureyri og nágrenni.
Lesa meira

Vinur ÍÆ, Ketil Lehland, sæmdur norska stórriddarakrossinum

Vinur ÍÆ, Ketil Lehland, sæmdur norska stórriddarakrossinum
Hans hátign, norski konungurinn, hefur ákveðið að sæma Ketil Lehland fyrstu gráðu riddara hinnar konunglegu St. Ólafs orðu. Nafnbótina fær Ketil fyrir störf sín að réttindamálum barna en hann er frömuður í ættleiðingarmálum á alheimsvísu til margra áratuga.
Lesa meira

Fræðslukvöld um ættleiðingu barna með skilgreindar þarfir undirbúið

Fræðslukvöld um ættleiðingu barna með skilgreindar þarfir undirbúið
Nú er unnið að undirbúningi fræðslukvölds um ættleiðingu barna með skilgreindar þarfir á vegum Íslenskrar ættleiðingar.
Lesa meira

Furðufataball

Furðufataball
Sunnudaginn 7. mars 2010 kl. 13 til 15 verður furðufataball ÍÆ haldið í safnaðarheimilinu Grensáskirkju Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík.
Lesa meira

Líflegur öskudagur hjá ÍÆ

Líflegur öskudagur hjá ÍÆ
Þau komu ekki að tómum kofanum börnin sem litu við hjá Íslenskri ættleiðingu á öskudag. Starfsfólk félagsins var við öllu búið og leysti þau út með sætindum að hefðbundnum íslenskum sið.
Lesa meira

Takmarkanir í Tælandi

Takmarkanir í Tælandi
Ættleiðingaryfirvöld í Tælandi, DSDW, hafa sent ættleiðingarfélögum í samstarfsríkjum sínum tilkynningu um að ekki verði tekið við fleirri umsóknum um ættleiðingar á þessu ári. Þessi tilkynning er í samræmi við þær upplýsingar sem framkvæmdastjóri Í.Æ. fékk á fundi sínum með DSDW fyrir skömmu.
Lesa meira

Kólumbíuhópurinn hittist

Kólumbíuhópurinn hittist
Þriðjudaginn 16. febrúar mun Kólumbíuhópurinn hittast á Kaffi Aroma í Firði Hafnarfirði klukkan 20.
Lesa meira

Samræða við fólk á biðlista

Samræða við fólk á biðlista
Frá því um áramótin hefur verið viðhöfð sú nýbreytni í starfi Í.Æ. að þeir hópar sem eru á biðlista hjá félaginu hafa komið til samræðu og viðtals með stjórnendum á skrifstofu félagsins.
Lesa meira

Kólumbía

Kólumbía
ICBF í Kólumbíu hefur uppfært listann hjá sér og eru þeir nú að vinna í umsóknum sem samþykktar voru í maí 2006 fyrir börn 0 - 35 mánaða.
Lesa meira

Ráðgjöf í tengslum við mál- og talþroska ættleiddra barna

Ráðgjöf í tengslum við mál- og talþroska ættleiddra barna
Ingibjörg Símonardóttir, sérkennari og talmeinafræðingur, býður félagsmönnum Íslenskrar ættleiðingar ráðgjöf í tengslum við mál- og talþroska ættleiddra barna.
Lesa meira

Ættleiðingar til umfjöllunar í sjónvarpi í dag

Ættleiðingar til umfjöllunar í sjónvarpi í dag
Í þættinum Í nærveru sálar verður í dag fjallað um ættleiðingar og stöðu þess málaflokks. Þar fara á kostum þáttastjórnandinn Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og Sigrún María Kristinsdóttir, blaðamaður, doktorsnemi og höfundur bókarinnar Óskabörn, en formaður Íslenskrar ættleiðingar kemur líka við sögu í þættinum.
Lesa meira

Það sem enginn sagði mér um SN ættleiðingar

Það sem enginn sagði mér um SN ættleiðingar
Nú er unnið að undirbúningi fræðslukvölds um SN leiðina á vegum Íslenskrar ættleiðingar. Nýju fólki fylgja breytingar og nýr framkvæmdarstjóri CCAA í Kína hefur gefið út að nú verði lögð meiri áhersla á ættleiðingu barna með sérþarfir.
Lesa meira

Velkomin heim

Velkomin heim
Þann 4. febrúar komu heim 2 drengir frá Jiangsu og Hubei í Kína. Við óskum fjölskyldunum innilega til hamingju og bjóðum þau velkomin heim.
Lesa meira

Upplýsingar um börn með sérþarfir væntanlegar frá Kína

Upplýsingar um börn með sérþarfir væntanlegar frá Kína
CCAA í Kína hefur sent frá sér tilkynningu um að listi yfir börn með sérþarfir birtist 8. febrúar.
Lesa meira

Kína

Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest að umsóknir sem skráðar voru inn fram til 30. apríl 2008 hafa verið yfirfarnar.
Lesa meira

Nýir tímar - Alltaf opið fyrir hádegi

Nýir tímar - Alltaf opið fyrir hádegi
Frá og með deginum í dag er skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar í Austurveri opin sem hér segir:
Lesa meira

Ættleiðingar frá Filippseyjum í sjónmáli

Ættleiðingar frá Filippseyjum í sjónmáli
Íslenskri ættleiðingu hefur borist löggildingarskjal frá Dóms- og mannréttindaráðuneytinu um að félagið sé löggilt til þess að hafa milligöngu um ættleiðingar barna frá Filippseyjum.
Lesa meira

Hittingur í Húsdýragarðinum á sunnudag klukkan 11

Hittingur í Húsdýragarðinum á sunnudag klukkan 11
Næstkomandi sunnudag þann 7. feb. 2010 er tilefni fyrir allar fjölskyldur í ÍÆ að koma saman í Fjölskyldu og húsdýragarðinum til að gleðjast og eiga góða stund saman með börnunum.
Lesa meira

Með kveðju frá Anju

Með kveðju frá Anju
Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar hefur nú dvalið í tvo sólarhringa í góðu yfirlæti á Indlandi. Erindi Kristins er að heimsækja Anju Roy framkvæmdastjóra ISRC til að styrkj böndin milli stofnunar hennar og íslenskrar ættleiðingar. Kristinn hefur nú dvalið í tvo daga með Anju og lýsir þessum tíma sem frábærum, fræðandi og gefandi.
Lesa meira

Vonir um Tæland dofna

Vonir um Tæland dofna
Kristinn Ingvarsson hefur sent stjórn Í.Æ. minnisblað um fund sinn með Tælenskum ættleiðingaryfirvöldum og niðurstaðan er að það dregur mjög úr vonum okkar um að geta hafið fyrirhugað samstarf við barnaheimilið Pattaya Orphange.
Lesa meira

Kína

Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 4. apríl 2006 til og með 5. apríl 2006.
Lesa meira

Góður fundur í Pattaya Orphange á Tælandi

Góður fundur í Pattaya Orphange á Tælandi
Það var góður og ánægjulegur fundur sem Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar átti með forystufólki Pattaya Orphange á Tælandi í fyrradag.
Lesa meira

Vill barnið þitt læra um kínverska tungu- og menningu?

Vill barnið þitt læra um kínverska tungu- og menningu?
Fræðsla fyrir börn og foreldra um kínverska menningu og tungumál.
Lesa meira

Góð viðbrögð við fréttum af ferð til Tælands

Góð viðbrögð við fréttum af ferð til Tælands
Á sunnudagskvöld var sagt frá því á Facebooksíðu Íslenskrar ættleiðingar að framkvæmdastjóri félegasins væri nú á leið til Tælands til fundar við erindreka félagsins, barnaheimili og ættleiðingaryfirvöld í landinu.
Lesa meira

Ert þú vefarinn mikli?

Ert þú vefarinn mikli?
Við höfum áhuga á að hressa upp á vefsetur Íslenskrar ættleiðingar og gera það öflugra, aðgengilegra og meira aðlaðandi.
Lesa meira

Vinnureglur um tölvupóst og netnotkun

Vinnureglur um tölvupóst og netnotkun
Eins og kemur fram í fundargerð frá seinasta stjórnarfundi Íslenskrar ættleiðingar hafa verið teknar í notkun vinnureglur um meðferð tölvupósts hjá Íslenskri ættleiðingu með vísan til 11. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Lesa meira

Vangaveltur um hamingjuna - ráð í biðinni löngu eftir barni

Vangaveltur um hamingjuna - ráð í biðinni löngu eftir barni
Þann 28. janúar 2010 kl. 20 heldur Páll Matthíasson geðlæknir erindi um hamingjuna fyrir Íslenska ættleiðingu. Fyrirlesturinn er áhugaverður fyrir alla, en þeir sem bíða eftir barni til ættleiðingar eru sérstaklega velkomnir.
Lesa meira

Velkomin heim

Velkomin heim
17. janúar kom lítill drengur heim frá Tékklandi með foreldrum sínum og bjóðum við þau innilega velkomin heim.
Lesa meira

Vegna barna á Haítí

Vegna barna á Haítí
Í tilefni af fréttum um aðstæður barna á heimilum munaðarlausra á Haítí sendi Íslensk ættleiðing í morgun erindi til ráðherra dómsmála- og mannréttinda, Rögnu Árnadóttur.
Lesa meira

Upplýsingar um börn með sérþarfir væntanlegar frá Kína

Upplýsingar um börn með sérþarfir væntanlegar frá Kína
Í dag fengum við upplýsingar frá CCAA í Kína um að listi yfir börn með sérþarfir birtist 19.janúar. Hingað til hafa listarnir verið birtir án þess að félögin hafi verið látið vita og hefur það gert Íslenskri ættleiðingu erfitt um vik að vakta listann þar sem Kína er 8 klukkutímum á undan okkur. Vinnudagurinn þar er því að byrja um miðnætti hér og enginn veit hvenær né klukkan hvað listarnir birtast.
Lesa meira

Íslensk ættleiðing á afmæli í dag

Íslensk ættleiðing á afmæli í dag
Síðdegis þann 15. Janúar árið 1978 kom nokkur hópur fólks saman í Norræna húsinu í þeim tilgangi að stofna ættleiðingafélag. Félagið hlaut nafnið Ísland Kórea og var síðar sameinað félagi sem stofnað var nokkru síðar. Hið sameinaða félag hlaut nafnið Íslensk ættleiðing og er því 32 ára í dag.
Lesa meira

Ráðgjöf í tengslum við mál- og talþroska ættleiddra barna

Ráðgjöf í tengslum við mál- og talþroska ættleiddra barna
Ingibjörg Símonardóttir, sérkennari og talmeinafræðingur, býður félagsmönnum Íslenskrar ættleiðingar ráðgjöf í tengslum við mál- og talþroska ættleiddra barna.
Lesa meira

Hjartans mál - Spjallkvöld

Hjartans mál - Spjallkvöld
Í janúar verða á dagskrá hjá PAS-nefnd Íslenskrar ættleiðingar spjallkvöldin Hjartans mál á Akureyri og í Reykjavík.
Lesa meira

Vangaveltur um hamingjuna - ráð í biðinni löngu eftir barni

Vangaveltur um hamingjuna - ráð í biðinni löngu eftir barni
Þann 28. janúar 2010 kl. 20 heldur Páll Matthíasson geðlæknir erindi um hamingjuna fyrir Íslenska ættleiðingu. Fyrirlesturinn er áhugaverður fyrir alla, en þeir sem bíða eftir barni til ættleiðingar eru sérstaklega velkomnir. Vinsamlegast skráið þátttöku ykkar á netfangið pas@isadopt.is fyrir 20. janúar.
Lesa meira

Kína

Kína
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 1. apríl 2006 til og með 3. apríl 2006.
Lesa meira

Jólaskemmtanir skemmtinefnda Í.Æ. sunnan- og norðan heiða

Jólaskemmtanir skemmtinefnda Í.Æ. sunnan- og norðan heiða
Sunnudaginn 27.12.2009 verður Jólaball Skemmtinefndar Í.Æ. í Glerárkirkju á Akureyri klukkan 15. Allir grípa með sér eitthvað góðgæti á hlaðborðið og mánudaginn 28.12.2009 verður Jólaball Skemmtinefndar Í.Æ. í stóra sal KFUM&K við Holtaveg í Reykjavík frá kl.16-18.
Lesa meira

Íslensk ættleiðing óskar þér gleðilegra jóla

Íslensk ættleiðing óskar þér gleðilegra jóla
Félagsmönnum hefur nú verið sent Fréttarit Í.Æ. desember 2009, með óskum um gleðileg jól.
Lesa meira

Breyttur skrifstofutími

Breyttur skrifstofutími
Vegna breytinga verður skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar lokuð milli jóla og nýárs. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 4. janúar 2010 en þá verður kynntur nýr og aukinn þjónustutími.
Lesa meira

Bætt aðgengi að listum barna með skilgreindar sérþarfir frá CCAA í Kína

Bætt aðgengi að listum barna með skilgreindar sérþarfir frá CCAA í Kína
China Center of Adoption Affairs hefur sent Íslenskri ættleiðingu tilkynningu um bætt aðgengi að listum stofnunarinnar yfir börn með skilgreindar sérþarfir. Framvegis verður send til okkar tilkynning fyrirfram um hvenær næsti listi verður aðgengilegur til yfirferðar fyrir skrifstofu Í.Æ.
Lesa meira

Við skoðum Tæland

Við skoðum Tæland
Þessa dagana er erindreki á vegum Íslenskrar ættleiðingar í Tælandi að kanna möguleika á tengslum við stofnanir þar í landi.
Lesa meira

Góður fundur með Gesti

Góður fundur með Gesti
Það var ánægjulegur fundur sem fulltrúar Íslenskrar ættleiðingar áttu með Gesti Pálssyni barnalækni föstudaginn 11. desember.
Lesa meira

Nýráðinn framkvæmdastjóri

Nýráðinn framkvæmdastjóri
Kristinn Ingvarsson nýráðinn framkvæmdarstjóri Íslenskrar ættleiðingar er fæddur 1971 í Reykjavík.
Lesa meira

Leiðarljós í umræðunni

Leiðarljós í umræðunni
Hjá Íslenskri ættleiðingu eru mikil verðmæti til í þekkingu sem safnast hefur saman á undanförnum árum og áratugum. Mikilsvert er að sú þekking nýtist félaginu í störfum þess í dag en verði ekki glatkistunni að bráð. Hér er til dæmis ágætur leiðari úr tímaritinu okkar frá 2003 en leiðarann skrifaði þáverandi ritstjóri Ættleiðingar.
Lesa meira

Starfsmannabreytingar á skrifstofu

Starfsmannabreytingar á skrifstofu
Guðrún Ó. Sveinsdóttir sem starfað hefur fyrir Íslenska ættleiðingu í 25 ár hefur látið af störfum fyrir Íslenska ættleiðingu.
Lesa meira

Kína

Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 29. mars 2006 til og með 31. mars 2006.
Lesa meira

Velkomin heim

Þann 24. nóvember kom heim lítil stúlka frá Kolkata í Indlandi. Við óskum fjölskyldunni innilega til hamingju og bjóðum þau velkomin heim.
Lesa meira

Um vinnureglu...

...um að ekki megi óska eftir annarri ættleiðingu fyrr en ár er liðið frá því foreldrar koma heim með fyrra barn
Lesa meira

Kína

Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest að umsóknir sem skráðar voru inn fram til 29. febrúar 2008 hafa verið yfirfarnar.
Lesa meira

Um vinnureglu...

...um að ekki megi óska eftir annarri ættleiðingu fyrr en ár er liðið frá því foreldrar koma heim með fyrra barn
Lesa meira

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins er 20 ára

...Börn sem ekki alast upp í fjölskyldu eru í hópi varnarlausustu einstaklinga heimsins. Afkomu þeirra er oft ógnað sökum skorts á næringu, húsaskjóli og heilsugæslu...
Lesa meira

Aukaútgáfa Fréttarits ÍÆ

Aukaútgáfa Fréttarits Í.Æ. var send félagsmönnum í Íslenskri ættleiðingu sem pdf skjal í tölvupósti í dag.
Lesa meira

Ættleiðingarþunglyndi (Post-Adoption-Depression-Syndrome)

Tengslavandi kjörforeldra við barn.
Lesa meira

Haustföndur skemmtinefndar

Þá er komið að fyrsta innihittingi vetrarins í Reykjavík. Við ætlum að hittast í Sal KFUM og K við Holtaveg á laugardaginn frá kl. 11-13.
Lesa meira

Jólakort ÍÆ

Jólakort ÍÆ
Í ár ætlar fjáröflunarnefnd ÍÆ að gefa út jólakort.
Lesa meira

Fréttarit Í.Æ. - nóvember 2009

Fréttarit Í.Æ. nóvember 2009 var sent félagsmönnum í Íslenskri ættleiðingu sem pdf skjal í tölvupósti í dag.
Lesa meira

Ættleiðing - tímarit Í.Æ. er komið til félagsmanna

Ritnefnd Í.Æ. hefur nú sent frá sér annan hluta af glæsilegu tímariti félagsins í PDF formi.
Lesa meira

Þjónusta talmeinafræðings fyrir fjölskyldur Íslenskrar ættleiðingar

Frá og með haustinu 2009 mun Ingibjörg Símonardóttir, sérkennari og talmeinafræðingur, bjóða félagsmönnum Íslenskrar ættleiðingar ráðgjöf í tengslum við mál- og talþroska ættleiddra barna.
Lesa meira

PAS nefnd spjallkvöld

Í október verður á dagskrá hjá Íslenskri ættleiðingu spjallkvöldið „Hjartans mál“.
Lesa meira

Kína

Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 25. mars 2006 til og með 28. mars 2006.
Lesa meira

Fréttarit Í.Æ. - október 2009

Fréttarit Í.Æ. - október 2009
Fréttarit Í.Æ. október 2009 var sent félagsmönnum í Íslenskri ættleiðingu sem pdf skjal í tölvupósti í dag.
Lesa meira

Auglýsing frá fjáröflunarnefnd

Auglýsing frá fjáröflunarnefnd
Á vefsíðu fjáröflunarnefndar er auglýsing með ýmsum varning sem nefndin hefur til sölu, smelltu hér til að skoða auglýsinguna.
Lesa meira

Dagskrá skemmtinefndar

Dagskrá skemmtinefndar fyrir veturinn 2009 til 2010 er komin inn á vefsíðu skemmtinefndarinnar. Smelltu hér til að skoða dagskrána.
Lesa meira

Velkomin heim

24. september kom lítill drengur heim frá Kólumbíu með foreldrum sínum og bjóðum við þau innilega velkomin heim.
Lesa meira

Fyrirlestur um lífsbók

Foreldrafélag ættleiddra barna stendur fyrir fyrirlestri þann 23. september 2009 um tilgang og gerð Lífsbókar fyrir ættleidd börn.
Lesa meira

Velkomin heim

Þann 16. september komu heim 3 stúlkur frá Guangdong í Kína. Við óskum fjölskyldunum innilega til hamingju og bjóðum þau velkomin heim.
Lesa meira

Drög að nýrri reglugerð um ættleiðingar

Með bréfi sem barst stjórn Íslenskrar ættleiðingar þann 26. ágúst síðastliðinn sendi dómsmálaráðherra félaginu drög að væntanlegri reglugerð um ættleiðingar.
Lesa meira

Athugasemdir Í.Æ. við drög að reglugerð

Með bréfi sem barst stjórn Íslenskrar ættleiðingar þann 26. ágúst síðastliðinn sendi dómsmálaráðherra félaginu drög að væntanlegri reglugerð um ættleiðingar og tilkynnti að ef félagið óskaði að koma á framfæri athugasemdum væri þess farið á leit að þær bærust eigi síðar en 10. september.
Lesa meira

Umsögn um drög að reglugerð

Dómsmálaráðherra hefur sent Íslenskri ættleiðingu til umsagnar drög að nýrri reglugerð um ættleiðingar. Stjórn félagsins hefur tekið saman umsögn og hafði við gerð hennar eins víðtækt samráð við félagsmenn og mögulegt var á þeim tíma sem ráðuneytið gaf félaginu til verksins.
Lesa meira

Hittumst í Húsdýragarðinum

Á viðburðadagatali Í.Æ. hér til hliðar er þessi viðburður skráður á laugardaginn: Hittumst í Húsdýragarðinum í Laugardal frá kl.11-13.
Lesa meira

Aðalfundi NAC lokið

Aðalfundi NAC (Nordic Adoption Council) er lokið en hann var haldinn á Grand hótel í Reykjavík dagana 4. og 5. september. Íslendingar eiga aðild að samtökunum með þátttöku Íslenskrar ættleiðingar að félagsskapnum.
Lesa meira

Aðalfundur NORDIC ADOPTION COUNCIL - NAC í Reykjavík

Samtök norrænu ættleiðingarfélaganna ( Nordic Adoption Council - NAC ) munu halda 16. aðalfund sinn hér á landi dagana 3. – 5. september n.k. Slíkir fundir eru haldnir á 2ja ára fresti og er þetta í annað sinn sem Íslensk ættleiðing er gestgjafi.
Lesa meira

Íslensk Ættleiðing á Facebook

Íslensk ættleiðing hefur tekið í sína notkun samskiptamiðilinn Facebook og komið sér þar fyrir undir nafninu Íslensk Ættleiðing.
Lesa meira

Fundargerðir stjórnar Í.Æ. aðgengilegar félagsmönnum

Nú hafa fundargerðir stjórnar Í.Æ. frá 19. ágúst og 31. ágúst verið vistaðar á vef félagsins, á lokuðu svæði félagsmanna.
Lesa meira

Fréttarit Í.Æ. – ágústtölublað er komið út

Fréttarit Íslenskrar ættleiðingar er einblöðungur sem sendur er félagsmönnum þegar tilefni gefst til. Útgáfan hóf göngu sína í maí á þessu ári og nú er þriðja tölublað koið út og hefur verið sent félagsmönnum í netpósti.
Lesa meira

Óskabörn - ný bók um ættleiðingar

Óskabörn - ný bók um ættleiðingar
Bókin Óskabörn eftir Sigrúnu Maríu Kristinsdóttur er fyrsta bókin um ættleiðingar sem út kemur á Íslandi í 45 ár. Bókin, sem Bókaútgáfan Salka gefur út, samanstendur af viðtölum við Íslendinga sem kynnst hafa ættleiðingum af eigin raun.
Lesa meira

Kína

Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 23. mars 2006 til og með 24. mars 2006.
Lesa meira

Aðalfundur NORDIC ADOPTION COUNCIL - NAC í Reykjavík

Samtök norrænu ættleiðingarfélaganna ( Nordic Adoption Council - NAC ) munu halda 16. aðalfund sinn hér á landi dagana 3. – 5. september n.k. Slíkir fundir eru haldnir á 2ja ára fresti og er þetta í annað sinn sem Íslensk ættleiðing er gestgjafi.
Lesa meira

Velkomin heim

18. júlí kom lítil stúlka heim frá Kólumbíu með foreldrum sínum og bjóðum við þau innilega velkomin heim.
Lesa meira

Kína

Í dag hefur kínverska ættleiðingarmiðstöðin staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 21. mars 2006 til og með 22. mars 2006.
Lesa meira

Kína

Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest að umsóknir sem skráðar voru inn fram til 31. ágúst 2007 hafa verið yfirfarnar.
Lesa meira

Í tilefni af fréttum

Vegna frétta í kvöld um að kínversk börn hafi verið seld til ættleiðinga vill stjórn Íslenskrar ættleiðingar taka eftirfarandi fram:
Lesa meira

Undirbúningsnámskeið

Verið er að vinna að undirbúningi námskeiðs sem haldið verður 21. - 22. ágúst og 19. september ef nóg þátttaka fæst.
Lesa meira

Sumaropnun skrifstofunnar

Í júlí og ágúst eru starfsmenn skrifstofu ÍÆ í sumarleyfi til skiptis.
Lesa meira

Kína

Í dag hefur kínverska ættleiðingarmiðstöðin staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 15. mars 2006 til og með 20. mars 2006.
Lesa meira

Kína

Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest að umsóknir sem skráðar voru inn fram til 30. júní 2007 hafa verið yfirfarnar.
Lesa meira

Sumargrill í Heiðmörk

Sunnudaginn 14. júní frá kl.11-13 verður sumargrillið í Reykjavík í Furulundi í Heiðmörk.
Lesa meira

Útilega ÍÆ 2009

Hin árlega útilega Íslenskrar ættleiðingar verður í Varmalandi 17. til 19. júlí.
Lesa meira

Frá skemmtinefnd

Ný skemmtinefnd tók til starfa eftir aðalfund í maí, s.l.
Lesa meira

Velkomin heim

Þann 29. maí komu heim 2 drengir frá Heilongjiang og Jiangsu í Kína.
Lesa meira

Undirbúningsnámskeið

Verið er að vinna að undirbúningi námskeiðs sem haldið verður 5.-6. júni og 20. júní ef nóg þátttaka fæst.
Lesa meira

Kína

Í dag hefur kínverska ættleiðingarmiðstöðin staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 9. mars 2006 til og með 14. mars 2006.
Lesa meira

Tvö lönd - tvö félög

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra gaf í dag út löggildingu fyrir Íslenska ættleiðingu til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá Nepal.
Lesa meira

Spjallfundir

PAS nefnd ÍÆ mun standa fyrir spjallfundum bæði á Akureyri og í Reykjavík í maí og júní, en þeir munu annars vegar fjalla um Kjörbarnið og grunnskólann og hins vegar Kjörbarnið og leikskólann.
Lesa meira

Gloppur í netfangaskránni – fékkst þú ekki póst?

Skriftsofa Í.Æ. hefur sent netpóst til allra kjörforeldra barna frá Kína, sem eru á netfangalista félagsins. Tilefnið er að kynna væntanlega rannsókn Jórunnar Elídóttur doktors við Háskólann á Akureyri.
Lesa meira

Nýir stjórnarmenn

Aukaaðalfundur Íslenskrar Ættleiðingar var haldinn 21. apríl síðastliðinn. Á dagskrá fundarins voru lagabreytingar og kjör tveggja stjórnarmanna auk tveggja varamanna.
Lesa meira

Nýtt frá Kína

Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur nú óskað eftir því að ættleiðingarskrifstofur ráðleggi fjölskyldum að fresta ferð til Kína til að sækja börn sín.
Lesa meira

Kína

Í dag hefur kínverska ættleiðingarmiðstöðin staðfest að umsóknir sem skráðar voru inn fram til 30. apríl 2007 hafa verið yfirfarnar.
Lesa meira

Félagsmenn á landsbyggðinni geta greitt atkvæð

Vegna væntanlegs aukaaðalfundar Íslenskrar ættleiðingar er vert að vekja athygli á því að stjórn félagsins hefur fjallað um möguleika félagsmanna sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins á að greiða atkvæði á fundum félagsins.
Lesa meira

Framboð til stjórnar ÍÆ

Framboðsfrestur til stjórnar ÍÆ er runninn út. Kosið verður um tvö sæti í stjórn og tvo til vara. Eftirtaldir gefa kost á sér til stjórnarsetu:
Lesa meira

Kína

Í dag hefur kínverska ættleiðingarmiðstöðin staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 7. mars 2006 til og með 8. mars 2006.
Lesa meira

Framboðsfrestur til stjórnarkjörs

Eins og kynnt hefur verið í bréfi til félagsmanna verður haldinn aukaaðalfundur Íslenskrar Ættleiðingar þann 21. apríl klukkan 20:00 að Ofanleiti 2 í stofu 201 (húsi Háskólans í Reykjavík).
Lesa meira

Um biðlista- og lokagreiðslur

Á stjórnarfundi Íslenskrar ættleiðingar þann 30. mars síðastliðinn var gerð eftirfarandi samþykkt:
Lesa meira

Verkaskipting stjórnar

Ný stjórn Íslenskrar ættleiðingar hefur komið saman í tvígang eftir aðalfund sem haldinn var 26. mars síðastliðinn.
Lesa meira

Upplýsingar um ættleiðingar og ættleiðingarfélög

Á vefsíðu dómsmálaráðuneytisins er að finna grein um ættleiðingar og ættleiðingarfélög.
Lesa meira

Aðalfundur ÍÆ 2009

Við minnum á aðalfund Íslenskrar ættleiðingar sem verður haldinn næskomandi fimmtudag 26. mars kl. 20:00 í í Skarfinum, Skarfagörðum 8, Reykjavík (við Viðeyjarferjuna, sjá nánar á korti www.skarfurinn.is).
Lesa meira

Vegna fréttar RÚV um hækkanir gjalda hjá ÍÆ

Í tilefni af frétt sjónvarpsins í kvöld kl 19:00 af hækkun gjalda vegna ættleiðinga hjá Íslenskri ættleiðingu, vill stjórn félagsins koma því á framfæri að bréf það sem sent var út til félagsmanna var kynning á fyrirhugaðri hækkun, sem ekki er komin til framkvæmda enn.
Lesa meira

Kína

Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur ekki enn staðfest á heimasíðu sinni afgreiðslu í byrjun marsmánaðar en ÍÆ hefur fengið upplýsingar um að afgreiddir hafi verið 3. til 6. mars 2006 að báðum dögum meðtöldum.
Lesa meira

Framboð til stjórnar ÍÆ

Framboðsfrestur til stjórnar ÍÆ er runninn út. Kosið verður um 3 sæti í stjórn og eftirtaldir gefa kost á sér til stjórnarsetu:
Lesa meira

Ættleiðingar barna með skilgreindar sérþarfir

Undir flipanum Greinar má finna uppfært skjal með ýmsum upplýsingum varðandi ættleiðinga barna með skilgreinar sérþarfir.
Lesa meira

Samstarf við fleiri ættleiðingarlönd

Íslensk ættleiðing hefur að undanförnu lagt mikla vinnu í að leita samstarfs við fleiri ættleiðingarlönd. Til að hefja samstarf þarf skriflegt starfsleyfi erlendra stjórnvalda ásamt löggildingu frá dómsmálaráðuneytinu.
Lesa meira

Aðalfundur

Nú líður að aðalfundi sem verður haldinn 26. mars.
Lesa meira

Velkomin heim

Þann 19. febrúar komu heim lítil stúlka og lítill drengur frá Kolkata.
Lesa meira

Velkomin heim

Þann 18. febrúar kom heim lítil stúlka frá Jiangxi í Kína.
Lesa meira

Fyrirlestur

Næsti fyrirlestur á vegum PAS nefndar Íslenskrar ættleiðingar verður fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20:30.
Lesa meira

Dagskrá skemmtinefndar vorönn 2009

Það er margt um að vera hjá skemmtinefnd ÍÆ bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Lesa meira

Kína

Í dag hefur kínverska ættleiðingarmiðstöðin staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 1. mars 2006 til og með 2 mars 2006.
Lesa meira

Velkomin heim

Þann 22. janúar kom heim lítill drengur frá Kolkata í Indlandi.
Lesa meira

Kína

Í dag hefur kínverska ættleiðingarmiðstöðin staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 24. febrúar 2006 til og með 28. febrúar 2006.
Lesa meira

Opnunartími um hátíðirnar

Skrifstofan verður opin 22. og 29. desember og síðan á venjulegum opnunartíma frá 5. janúar 2009.
Lesa meira

Gleðileg jól

Óskum öllum félagsmönnum, velunnurum og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á liðnum árum.
Lesa meira

Jólaböll ÍÆ

Jólaböll ÍÆ verða 28. desember í Reykjavík og 27. desember á Akureyri.
Lesa meira

Kína

Í dag hefur kínverska ættleiðingarmiðstöðin staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 18. febrúar 2006 til og með 23. febrúar 2006.
Lesa meira

Alþjóðlegar ættleiðingar

Bið eftir ættleiðingu er nú löng og umsækjendur víðast hvar í heiminum þurfa að bíða miklu lengur eftir ættleiddu barni sínu en búist hafði verið við.
Lesa meira

Frá fjáröflunarnefnd ÍÆ

Fjáröflunarnefndin hefur til sölu ýmislegt sem heppilegt er í jólapakkana. Varningurinn er til sölu á skrifstofu ÍÆ.
Lesa meira

Kína

Í dag hefur kínverska ættleiðingarmiðstöðin staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 16. febrúar 2006 til og með 17. febrúar 2006.
Lesa meira

Nýr íslenskur spjallhópur

Stofnaður hefur verið spjallhópur á Yahoo fyrir umsækjendur sem hafa skráð sig á biðlista hjá ÍÆ eftir ættleiðingu barns með skilgreindar sérþarfir. Vefsíða spjallhópsins er http://groups.yahoo.com/group/SN-Allir/.
Lesa meira

Háttsettir gestir hjá ÍÆ

Háttsettir gestir hjá ÍÆ
Þriðjudaginn 21. okt kom til Íslands sendinefnd frá kínverskum ættleiðingarstjórnvöldum til að hitta íslensk stjórnvöld, stjórn ÍÆ og börn sem hingað hafa verið ættleidd. Sá sem fór fyrir sendinefndinni heitir Zhang, háttsettur ráðuneytismaður en einnig var í ferðinni kona að nafni Liu sem gegnir starfi forstjóra BLAS og er jafnframt aðstoðarforstjóri CCAA, ættleiðingarmiðstöðvarinnar, auk þeirra komu aðstoðarkona og túlkur.
Lesa meira

Kína

Í dag hefur kínverska ættleiðingarmiðstöðin staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 10. febrúar 2006 til og með 15. febrúar 2006.
Lesa meira

Kína

Í dag hefur kínverska ættleiðingarmiðstöðin staðfest að umsóknir sem skráðar voru inn fram til 28. febrúar 2007 hafa verið yfirfarnar.
Lesa meira

Undirbúningsnámskeið

Næsta námskeið verður helgina 3 - 4 október og 8 nóvember.
Lesa meira

Velkomin heim

Þann 17. september komu heim 3 drengir og 2 stúlkur frá Guangdong, Shanxi og Chongqing í Kína.
Lesa meira

Fjáröflun

Fjáröflunarnefndin hefur fengið nýja sendingu af fallegu stuttermabolunum með merki félagsins.
Lesa meira

Skólaganga

Nú er stór hópur ættleiddra barna að hefja skólagöngu og er rétt að minna foreldra á bæklinginn sem kallast Kjörbarnið og skólinn sem fæst á skrifstofu ÍÆ.
Lesa meira

Vetrarstarf

Vetrarstarfið hefst 6. september en þá hittast félagsmenn í Nauthólsvík kl 11- 13 með fötur og skóflur og klæddir eftir veðri. Norðurlandsdeildin ætlar að hittast 6. september kl. 14 á leiksvæðinu í Kjarnaskógi.
Lesa meira

Tímarit ÍÆ

Tímarit ÍÆ
Afmælisrit ÍÆ í tilefni af 30 ára afmæli félagsins er nú komið út og hefur verið sent til allra félagsmanna.
Lesa meira

Kína

Nú hefur CCAA staðfest afgreiðslu umsókna sem voru skráðar inn 1.-9. febrúar 2006.
Lesa meira

Nýr spjallhópur fyrir foreldra barna með skilgreindar sérþarfir

Stofnaður hefur verið spjallhópur á Yahoo fyrir foreldra á Íslandi sem ættleitt hafa eða eru í ferli við að ættleiða barn með skilgreindar sérþarfir. Vefsíða spjallhópsins erhttp://groups.yahoo.com/group/SN-Iceland/.
Lesa meira

Fjáröflun

Fjáröflunarnefnd ÍÆ stóð fyrir skemmtilegri fjáröflun þann 19. ágúst, en það kvöld bauðst félagsmönnum að mæta í vörutalningu í Debenhams og gefa laun sín.
Lesa meira

Kína

Í dag hefur kínverska ættleiðingarmiðstöðin staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 26. janúar 2006 til og með 31 janúar.
Lesa meira

Undirbúningsnámskeið 3. -4. október og 8. nóvember

Næsta námskeið er fyrirhugað helgina 3-4 október og svo aftur 8 nóvember, ef næg þátttaka verður. Við bendum umsækjendum á að forsamþykki er ekki gefið út fyrr en eftir áð fólk hefur sótt námskeið. Nánar má lesa um námskeiðin hér á síðunni, undir flipanum fræðsla.
Lesa meira

Útilegan 2008

Það eru komnar myndir frá útilegu ÍÆ sem var helgina 11. til 13. júlí síðastliðinn undir flipann Myndir á lokaða svæðinu á vefsíðunni. Athugið að þeir sem hafa ekki aðgangsorð inn á lokaða svæðið geta sótt um það með því að senda póst á skrifstofuna.
Lesa meira

Velkomin heim

Þann 15. júlí komu heim drengur og stúlka frá Yunnan í Kína. Við óskum fjölskyldunum innilega til hamingju og bjóðum þau velkomin heim.
Lesa meira

Indland

Nú hefur starfsleyfi barnaheimilisins í Kolkata verið endurnýjað og gildir í 3 ár. Ættleiðingar þaðan eru því hafnar aftur.
Lesa meira

Sumaropnun skrifstofunnar

Í júlí og ágúst eru starfsmenn skrifstofu ÍÆ í sumarleyfi til skiptis. Því getur tekið lengri tíma að ná sambandi við skrifstofuna og ef ekki er svarað á venjulegum opnunartíma biðjum við fólk að hringja aftur, því starfsmaður getur verið upptekinn.
Lesa meira

Kína

Þann 7. júlí hefur kínverska ættleiðingarmiðstöðin staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 21.01.2006 til og með 25.01.2006.
Lesa meira

Ættleiðing frá sjónarhóli barnsins

Nokkrir punktar úr fyrirlestir Lene Kamm (danskur sálfræðingur) á aðalfundi ÍÆ 13. mars 2008. Ekki er hér að ræða heilstæðan texta heldur stiklað á stóru er varðar þá þætti sem hún ræddi um.
Lesa meira

Ættleiðingar frá hamfarasvæðum

Kínversk stjórnvöld hafa sagt frá því að mjög margir hafi sýnt áhuga á ættleiðingu barna sem hafa orðið munaðarlaus í jarðskjálftanum mikla og aðallega er um að ræða kínverskar fjölskyldur sem vilja taka börnin að sér.
Lesa meira

Ættleidd börn í skóla

Adoptive Families er alþjóðlegt tímarit um ættleiðingar. Í tengslum við tímaritið er rekin vefsíða sem inniheldur ógrynni upplýsingar og greina um allt milli himins og jarðar er tengist ættleiðingum.
Lesa meira

Áskorun vegna hörmunganna í Kína

Í ljósi hörmunganna í Kína vill fjáröflunarnefnd ÍÆ hvetja félagsmenn til að leggja inn á reikning Íslenskrar ættleiðingar núna í vikunni því ætlunin er að senda peningaaðstoð í byrjun næstu viku til CCAA, kínversku ættleiðingarmiðstöðvarinnar. Þúsund kallinn gæti skipt sköpum!
Lesa meira

Heimsókn frestað

Sendinefnd frá ættleiðingaryfirvöldum í Kína sem var á leið í heimsókn til Íslands hefur nú frestað ferð sinni um óákveðinn tíma vegna jarðskjálftans þar fyrr í vikunni.
Lesa meira

Málþing 17. maí

Íslensk ættleiðing heldur málþing næstkomandi laugardag þann 17. maí í Gerðubergi.
Lesa meira

Velkomin heim

Þann 15. apríl komu heim 5 stúlkur frá Guangdong í Kína með foreldrum sínum og bjóðum við þau innilega velkomin.
Lesa meira

Grein um stöðu ættleiðingarmála í Kína

Í vikunni birti fréttavefur Yahoo grein um stöðu ættleiðingarmála í Kína og lengingu biðtímans. Greinin er fróðleg fyrir umsækjendur og einnig fyrir aðstandendur þeirra, þá sem skilja ekkert í biðtímanum og spyrja stöðugt hvers vegna biðtíminn sé svo langur.
Lesa meira

Málþing 17 maí

Málþing verður haldið á vegum Íslenskrar ættleiðingar þann 17. maí í Gerðubergi. Fyrirlestrar verða fjórir og allir mjög áhugaverðir. Nánari dagskrá verður auglýst fljótlega. Það er PAS nefnd félagsins sem sér um skipulagningu málþingsins.
Lesa meira

Velkomin heim

25. mars kom heim lítil stúlka frá Yunnan í Kína með foreldrum sínum og systrum. Bjóðum við þau innilega velkomin heim.
Lesa meira

Aðalfundur ÍÆ 2008

Aðalfundur var haldinn á hótel Lofleiðum fimmtudagskvöldið 13. mars. Hófst hann á fyrirlestri Lene Kamm um ættleiðingu frá sjónarhóli barnsins þar sem fram komu margar góðar ábendingar til kjörforeldra.
Lesa meira

Fyrirlestur á aðalfundi ÍÆ

Lene Kamm er danskur sálfræðingur og þerapisti. Lene er sjálf ættleidd og vegna áhuga á ætttleiðingarmálum vann hún verkefni um ættleidda þegar hún stundaði nám í háskóla og stofnaði síðar ráðgjafarstofu fyrir kjörfjölskyldur og ættleidda.
Lesa meira

Fréttir frá ættleiðingarlöndunum

Indland, Kína, Kólumbía, Tékkland og Tæland.
Lesa meira

Indlandsför

Dagana 6. til 14. október, fóru formaður Íslenskrar ættleiðingar og framkvæmdastjóri til Indlands til að sækja ráðstefnu um ættleiðingar á vegum indverskra stjórnvalda,
Lesa meira

Vefrit um ættleiðingar

Dómsmálaráðuneytið var að gefa út vefrit sem að þessu sinni er helgað ættleiðingarmálum og meðal annars gerð grein fyrir meginsjónarmiðum þeirra alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að og varða ættleiðingar milli landa.. Hægt er að lesa þetta vefrit með því að smella hér.
Lesa meira

Velkomin heim

1. október kom lítill drengur heim frá Kólumbíu með foreldrum sínum og bjóðum við þau innilega velkomin heim.
Lesa meira

Ritnefnd ÍÆ

Ættleiðing, tímarit ÍÆ Afmælisrit 2008.
Lesa meira

Velkomin heim

11. september komu heim 8 stúlkur frá Hubei í Kína með foreldrum sínum og bjóðum við þau innilega velkomin heim.
Lesa meira

Afmælisár 2008

Nú líður að afmæli ÍÆ því á næsta ári eru 30 ár síðan fyrsti vísir að félaginu varð til. Það var félagið Ísland-Kórea sem síðar fékk nafnið Íslensk ættleiðing.
Lesa meira

Breyttur opnunartími

Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma skrifstofu í vetur;
Lesa meira

Undirbúningsnámskeið

Á haustönn verður undirbúningsnámskeið 9.- 10. og 24. nóvember. Þetta er eina námskeiðið fyrir jól og viljum við benda umsækjendum á að skrá sig sem fyrst meðan enn eru laus sæti. Námskeið eftir áramót verður 14. - 15. mars og 19. apríl. Nánari upplýsingar um undirbúningsnámskeið er að finna hér.
Lesa meira

Kjörbarnið og skólinn

Nú hefur ÍÆ látið þýða úr sænsku og gefið út bækling sem fjallar um ættleidda barnið og skólann. Hann er gagnlegur fyrir kennara flestra ættleiddra barna á grunnskólaaldri og einnig fyrir fjölskyldur þeirra.
Lesa meira

Velkomin heim

Nú í ágúst komu 5 börn heim frá Chongqing í Kína með foreldrum sínum og bjóðum við þau innilega velkomin heim.
Lesa meira

Mikilvæg skilaboð frá fjáröflunarnefnd

Ný fjáröflunarnefnd tók til starfa hjá ÍÆ eftir aðalfundinn í mars.
Lesa meira

Fleiri góðar fréttir

Nú eru komnar upplýsingar um barn í Kólumbíu sem þeim hjónum sem lengst hafa átt umsókn þar í landi bíðst að ættleiða. Þau koma væntanlega heim með barn sitt í lok september. Allt ferlið í Kólumbíu hefur tekið um það bil 2 1/2 ár.
Lesa meira

Góðar fréttir

Góðar fréttir eru af ættleiðingum barna frá Kína. Staðan er þannig að 5 börn eru væntanleg heim frá Kína á næstu vikum og von er á fleiri börnum á næstu mánuðum.
Lesa meira

Ættleiðingarstyrkir

Á vef Vinnumálastofnunar eru upplýsingar um ættleiðingarstyrki en lög um styrki vegna kostnaðar við ættleiðingu barna erlendis frá voru samþykkt á Alþingi 9. desember 2006. Á vefsíðunni er einnig að finna umsóknareyðublað vegna umsóknar um ættleiðingarstyrk.
Lesa meira

Eitt og annað - árið hálfnað

Nú þegar árið er u.þ.b. hálfnað er fróðlegt að skoða stöðuna í ættleiðingarmálunum. Á þessu ári hafa komið 6 stúlkubörn frá Kína auk einnar stúlku sem á íslenska foreldra sem búsettir eru í Kína. Fyrsta barnið sem ættleitt er frá Tékklandi kom í vor, 19 mánaða drengur og gekk þessi fyrsta ættleiðing mjög vel.
Lesa meira

Tímaritið Fyrstu skrefin

Í nýjasta tölublaðinu af Fyrstu skrefin, 1. tbl. maí 2007, er skemmtilegt viðtal við kjörfjölskyldu sem á 3 börn, ættleidd frá Indlandi og Kína og heimatilbúið. Blaðið er í búðum núna og er fróðlegt fyrir kjörfjölskyldur að lesa og sérlega skemmtilegt fyrir þá sem bíða og fjölskyldur þeirra. Í viðtalinu eru nokkur gullkorn, m.a. þessar ráðleggingar til þeirra sem vilja ættleiða:
Lesa meira

Sumargrill í Heiðmörk

Sunnudaginn 10. júní var hið árlega sumargrill ÍÆ haldið í Heiðmörk í blíðskapar veðri. Þar áttu foreldrar og börn saman góða stund og gleiðin skein úr hverju andliti og pylsur, hamborgarar og annað grillmeti rann ljúflega niður. Búið er að setja inn myndir frá sumargrillinu undir liðnum Myndir hér á vefsíðunni.
Lesa meira

Ættleiðingar einhleypra

Þann 30. maí síðastliðinn bauð stjórn Íslenskrar ættleiðingar einhleypum umsækjendum á fund til að ræða stöðuna sem upp er komin eftir að nýjar reglur tóku gildi í Kína 1. maí síðastliðinn en Kína tekur ekki lengur við umsóknum frá einhleypum. Af þessu tilefni tók ÍÆ saman í eitt skjal stöðuna á möguleikum einhleypra til að ættleiða erlendis frá og með því að smella hér getur þú lesið þetta skjal.
Lesa meira

Meðganga í hjartanu

Sólveig Georgsdóttir gerði rannsókn á íslenskum kjörfjölskyldum sem hluta af meistaraprófi í mannfræði við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands og tóku félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar þátt í þeirri rannsókn.
Lesa meira

Fundur með kínverskum sendikennara á Akureyri

Þann 14. maí síðastliðinn var foreldrum og væntanlegum foreldrum barna frá Kína búsettum á norðurlandi boðið að koma á fund með Ruan Yongmei sendikennara við Háskólann á Akureyri/Asíuver og kynnast þjóð, menningu og tungumáli í Kína.
Lesa meira

Námstefna dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um ættleiðingar 30. mars 2007

Þann 30. mars síðastliðinn hélt dóms- og kirkumálaráðuneytið námstefnu um ættleiðingar. Námstefnan var fyrst og fremst ætluð fyrir starfsfólk félagsþjónustu sveitarfélaganna sem kemur að gerð greinargerðar um umsækjendur um ættleiðingu.
Lesa meira

Ítrekun vegna rannsóknar

Í byrjun júlí árið 2006 fór af stað rannsókn á högum ættleiddra barna og voru sendir út spurningalistar til foreldra ættleiddra barna erlendis frá á aldrinum 1-18 ára. Rannsakendur vilja koma á framfæri kærum þökkum til þeirra foreldra sem þegar hafa svarað spurningalistanum.
Lesa meira

Tékkland

Okkur er ánægja að segja frá því að í gær kom heim fyrsta barn sem ættleitt er frá Tékklandi. Það er 19 mánaða yndislegur strákur sem var á góðu barnaheimili í N-Tékklandi. Fjölskyldan, pabbi, mamma og stóra systir, fór til Tékklands og dvaldi í rúmar 3 vikur, ekki þurfti tvær ferðir eins og áætlað hafði verið.
Lesa meira

Fundur Euradopt í Luxemborg

Dagana 31 mars til 1 apríl sótti fulltrúi ÍÆ Euradopt fund í Luxemborg. Umræðan var meðal annars um núverandi erfileika í “ættleiðingarheiminum”. Í Euradopt eru fulltrúar frá: Austurríki, Belgíu, Kýpur, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi, Ítalíu, Luxemborg, Hollandi, Noregi, Spáni og Svíþjóð. Þessi samtök eru einskonar regnhlífasamtök sem hafa skrifað og samþykkt síðareglur (www.euradopt.org ) sem vinna beri eftir.
Lesa meira

Gjöf til CCAA

Gjöf til CCAA
Árið 2006 sendi Íslensk ættleiðing 5000$ peningagjöf til China Center of Adoption Affairs. ÍÆ fékk senda þessa staðfestingu á að peningagjöfin hefði verið móttekin:
Lesa meira

Áhugaverð grein um tengslamyndun.

Í greininni er blandað saman fræðilegri umfjöllun og persónulegri frásögn móður sem á 2 ættleiddar dætur en hún þufti að leita sér aðstoðar með yngri dóttur sína og þeim aðferðum sem voru notaðar til að hjálpa stelpunni.
Lesa meira

ÚR ERLENDUM FRÉTTUM

Oft er fróðlegt að sjá fréttir af vettvangi erlendra ættleiðingarfélaga eða stofnanna. Hér á eftir er úrdráttur úr fréttum sem birtust í Bandaríkjunum fyrir skömmu um þær tafir sem nú eru í alþjóðlegum ættleiðingum. Vandamálin eru af sama toga og hér á landi.
Lesa meira

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar var haldinn 20 mars sl. og mættu um 55 manns á hann. Kosið var í stjórn og hefur nýja stjórnin nú komið saman og skipt með sér verkum.
Lesa meira

Fróðlegt fyrir Kínafara

Í nýjasta hefti Lifandi Vísinda, no. 4/2007 er grein um Forboðnu borgina í Beijing í Kína og birtar myndir þaðan. Þeir sem hafa farið til Kína og hinir sem þangað stefna ættu endilega að skoða þessa fróðlegu grein.
Lesa meira

Ættleiðingarstyrkir

Eins og áður hefur komið fram, var samþykkt á Alþingi þann 9.desember sl. að ríkið skyldi greiða ættleiðingastyrki að upphæð 480.000.- til kjörforeldra þegar erlend ættleiðing hefur verið staðfest hér á landi eða ættleiðingarleyfi hefur verið gefið út hér í samræmi við ákvæði laga um ættleiðingar.
Lesa meira

Ættleiðing og brjóstagjöf

Hér er áhugaverður tengill á rit fyrir kjörmæður sem hugleiða brjóstagjöf fyrir kjörbarnið.
Lesa meira

Tékkland

Nú eru komnar upplýsingar um 18 mánaða gamlan dreng frá Tékklandi sem ættleiddur verður af íslenskri fjölskyldu og er væntanlegur heim í vor. Umsóknin var send til Tékklands í maí 2005 svo biðtíminn í landinu er tæp tvö ár eins og reiknað var með.
Lesa meira

SKIPTIR FJÖLDI ÆTTLEIÐINGARLANDA HÖFUÐMÁLI ?

Að undanförnu hefur verið nokkur umræða um fjölda ættleiðingarlanda sem Íslendingum býðst að ættleiða frá. Því er fróðlegt að skoða hvernig þessum málum er háttað í nágrannalöndum okkar og er hér vitnað í tölfræði frá Evrópusamtökum ættleiðingarfélaga sem ÍÆ er aðili að en þessi samtök hafa mjög nákvæmar upplýsingar um fjölda ættleiðinga.
Lesa meira

Þeir sem ættleiða verja meiri tíma með börnunum

Áhugaverð frétt á mbl.is um ættleidd börn og foreldra þeirra. Í fréttinni er vísað í rannsókn sem hægt er að nálgast hér.
Lesa meira

Svefn ættleiddra barna

Á vefsíðu The Center for Adoption Medicine er ótrúlega mikill fróðleikur um ættleiðingar og ættleidd börn. Meðal annars er að finna upplýsingar um svefn ættleiddra barna og ráðleggingar varðandi svefnvandamál, sem mörg ættleidd börn eiga við að stríða, undir þessum tengli: http://www.adoptmed.org/sleep/
Lesa meira

Svefn ættleiddra barna

Við viljum bendum félagsmönnum á tengil á fróðlega grein um svefn ættleiddra barna sem er að finna á félagasvæðinu.
Lesa meira

Aukin eftirspurn eftir börnum til ættleiðingar á alþjóðavettvangi

Þessi frétt var á www.mbl.is í dag 23.01.07:
Lesa meira

Börn sem bíða eftir fjölskyldum

Það er okkur sérstök ánægja að tilkynna að öll 5 börnin með skilgreindar sérþarfir, sem CCAA bað Íslenska ættleiðingu um að finna fjölskyldur fyrir, hafa fengið fjölskyldur á Íslandi. Gert er ráð fyrir að þau muni koma heim með vorinu eða í sumar.
Lesa meira

GLEÐILEGT ÁR

Við óskum öllum félagsmönnum gleðilegs árs og þökkum fyrir allar hlýju jólakveðjurnar og myndir af yndislegum börnum.
Lesa meira

Nýjar reglur CCAA.

Í lok desember barst ÍÆ bréf frá Kína, með upplýsingum um nýjar reglur sem taka gildi þann 1. maí 2007.
Lesa meira

Undirbúningsnámskeið

Dagsetningar námskeiða til vors eru eftirfarandi:
Lesa meira

Emma öfugsnúna

Við viljum vekja athygli félagsmanna á nýrri grein inni á lokaða svæðinu sem fjallar um kjörbörn með tengslaröskun í barnæsku.
Lesa meira

Emma öfugsnúna

,,Emma er á móti öllu“ – eða er um annað og meira að ræða?
Lesa meira

Nýjir starfsmenn ÍÆ

Nýjir starfsmenn ÍÆ
Íslensk ættleiðing hefur ráðið til sín félagsráðgjafa og tvo leiðbeinendur á námskeið fyrir þá sem ættleiða í fyrsta skiptið. Guðlaug M. Júlíusdóttir félagsráðgjafi hefur verið ráðin til starfa á skrifstofu ÍÆ í 50% stöðu. Guðlaug hefur starfað á BUGL síðustu ár og fyrir þann tíma m.a. hjá Rauða krossi Íslands. Mun hún m.a. sjá um ráðgjöf og leiðbeiningar til umsækjenda og kjörforeldra.
Lesa meira

Engar staðfestar fréttir frá Kína

Af gefnu tilefni viljum við taka fram að Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur ekki ennþá sent samstarfsaðilum sínum upplýsingar um breyttar reglur og hert skilyrði fyrir umsækjendur í Kína, sem væntanlega ganga í gildi 1. maí n.k. Ekki er um lagabreytingu að ræða.
Lesa meira

Hækkanir gjalda vegna ættleiðinga

Samkvæmt samþykkt stjórnar Íslenskrar ættleiðingar hækkuðu gjöld hjá félaginu vegna ættleiðinga þann 1. desember síðastliðinn.
Lesa meira

Ættleiðingarstyrkir samþykktir

Stór stund rann upp fyrir okkur þegar Alþingi samþykkti frumvarp félagsmálaráðherra um styrki til ættleiðinga erlendra barna.
Lesa meira

Börn sem bíða eftir fjölskyldum

ÍÆ leitar að fjölskyldum fyrir börn með skilgreindar sérþarfir.
Lesa meira

Frumvarp til laga um ættleiðingarstyrki lagt fram

Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um ættleiðingarstyrki. Frumvarpið er hægt að skoða með því að smella hér.
Lesa meira

STÓR ÁFANGASIGUR Í STYRKJAMÁLINU

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, kynnti í dag frumvarp sem starfshópur á vegum ráðuneytisins hefur samið. Fulltrúi ÍÆ í nefndinni var Karl Steinar Valsson, varaformaður ÍÆ. Frumvarpið verður lagt fram á þingi á næstu dögum og vonir standa til að það verði afgreitt á þingi fyrir jól og að greiðslur hefjist 1. janúar næstkomandi.
Lesa meira

Hjartagull - Ævintýri um ættleiðingu

Hjartagull - Ævintýri um ættleiðingu
Skjaldborg hefur gefið út bókina Hjartagull eftir Dan og Lotta Höjer í þýðingu Klöru Geirsdóttur. Falleg, ljóðræn myndabók um ættleiðingu barns.
Lesa meira

FURÐUFATABALL laugardaginn 18.nóv. kl. 15 - 17

FURÐUFATABALL laugardaginn 18.nóv. kl. 15 - 17
Það var góð stemmning hjá ýmis konar furðuverum sem brugðu undir sig betri fætinum á furðufataballi Íslenskrar ættleiðingar. Þar mátti meðal annars sjá Línur, Sollur, Mjallhvítar, Þyrnirósur, Öskubuskur, töframenn, ofurhetjur, sjóræninga og jólasveina. Búið er að setja inn myndir frá ballinu undir myndaliðinn á vefsíðunni.
Lesa meira

Málþing íslenskrar ættleiðingar 25. nóv.

Íslensk ættleiðing verður með málþing laugadaginn 25. nóvember 2006 í safnaðarheimili Vídalínskirkju, Garðabæ.
Lesa meira

Málþing íslenskrar ættleiðingar 25. nóv.

Íslensk ættleiðing verður með málþing laugadaginn 25. nóvember 2006 í safnaðarheimili Vídalínskirkju, Garðabæ.
Lesa meira

Góðar fréttir

Nú hefur kínverska ættleiðingarmiðstöðin, CCAA, sent upplýsingar um börn til hóps númer 15. Það eru 5 yndislegar litlar stúlkur sem eru á barnaheimilum í Guangdong í Kína og eru væntanlegar heim með foreldrum sínum í byrjun janúar.
Lesa meira

Góðar fréttir

Nú hefur kínverska ættleiðingarmiðstöðin, CCAA, sent upplýsingar um börn til hóps númer 15. Það eru 5 yndislegar litlar stúlkur sem eru á barnaheimilum í Guangdong í Kína og eru væntanlegar heim með foreldrum sínum í byrjun janúar.
Lesa meira

Ættleiðingar barna með sérþarfir frá Kína

Íslensk ættleiðing hefur tekið upp samstarf við CCAA um ættleiðingar á börnum með sérþarfir (Special Need Children) frá Kína. Ættleiðingarferlið fyrir börn með sérþarfir er nokkuð ólíkt hinu hefbundna ættleiðingarferli í Kína, meðal annars þurfa umsækendur að skrá sig á sérstakan biðlista. Þeir sem þegar eru komnir af stað í ættleiðingarferlinu geta skráð sig á þennan biðlista, hvar sem þeir eru staddir í ferlinu.
Lesa meira

BA ritgerð, Hvernig farnast ættleiddum börnum erlendis frá á Íslandi?

Í sumar tóku félagsmenn ÍÆ þátt í könnun vegna rannsóknar sem Björg Sigríður Hermannsdóttir og Linda Björk Oddsdóttir unnu vegna BA ritgerðar í Sálfræði í Háskóla Íslands. Ritgerðin hefur verið sett inn á vefsíðuna undir liðinn Ýmis rit en einnig er hægt að smella hér til að lesa ritgerðina.
Lesa meira

BA ritgerð, Hvernig farnast ættleiddum börnum erlendis frá á Íslandi?

Í sumar tóku félagsmenn ÍÆ þátt í könnun vegna rannsóknar sem Björg Sigríður Hermannsdóttir og Linda Björk Oddsdóttir unnu vegna BA ritgerðar í Sálfræði í Háskóla Íslands. Ritgerðin hefur verið sett inn á vefsíðuna undir liðinn Ýmis rit en einnig er hægt að smella hér til að lesa ritgerðina.
Lesa meira

Kveðja frá BLAS

Dear ICELANDIC ADOPTION SOCIETY,
Lesa meira

Samantekt á rannsóknarniðurstöðum

Niðurstöður rannsóknar á heilsu og líðan ættleiddra barna á Íslandi
Lesa meira

Vetrarstarf Íslenskrar ættleiðingar

Nú þegar vetur gengur í garð er ástæða til að kynna félagsstarf Íslenskrar ættleiðingar sem verður mikið og gott í vetur enda byggir félagið á langri hefð sem foreldrafélag auk þess að miðla ættleiðingum fyrir áhugasama umsækjendur.
Lesa meira

Málþing í nóvember

Laugardaginn 25. nóvember 2006 mun Íslensk ættleiðing standa fyrir málþingi um ættleiðingar.
Lesa meira

Emma öfugsnúna

,,Emma er á móti öllu“ – eða er um annað og meira að ræða?
Lesa meira

Rannsóknarverkefni

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs í Kennaraháskóla Íslands grunnskólabraut.
Lesa meira

Rannsóknarverkefni

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs í Kennaraháskóla Íslands grunnskólabraut.
Lesa meira

ÆTTLEIÐINGARSTYRKIR

Í dag, 25. ágúst, var fyrsti fundur nefndar sem undirbýr ættleiðingarstyrki.
Lesa meira

FUNDUR

Fulltrúar stjórnar ÍÆ áttu 23. ágúst fund með starfsfólki einkamálaskrifstofu Dómsmálaráðuneytisins.
Lesa meira

Vegna umræðna um ættleiðingar samkynhneigðra

Í tilefni af umræðum um ættleiðingar samkynhneigðra eru hér upplýsingar frá vefsíðu sænsku ættleiðingarmiðlunarinnar Adoptionscentrum sem sá um ættleiðingar 612 barna til sænskra kjörforeldra árið 2005.
Lesa meira

Rannsókn ítrekun

Hvernig farnast ættleiddum börnum erlendis frá á Íslandi?
Lesa meira

Útilega ÍÆ 2007

Útilega Íslenskrar ættleiðingar var haldin á Húsabakka í Svarfaðardal dagana 20. til 22 júlí og tókst vel að vanda. Búið er að setja myndir inn á vefsíðuna undir flipanum Myndir.
Lesa meira

Útilega ÍÆ 2007

Útilega Íslenskrar ættleiðingar var haldin á Húsabakka í Svarfaðardal dagana 20. til 22 júlí og tókst vel að vanda. Búið er að setja myndir inn á vefsíðuna undir flipanum Myndir.
Lesa meira

Foreldrar sem bíða - Börn sem bíða

Grein um ættleiðingar barna með sérþarfir.
Lesa meira

UNDIRBÚNINGSNÁMSKEIÐ

Dagsetningar námskeiða til áramóta.
Lesa meira

Heimasíða um ættleiðingu frá Kína.

Kínaættleiðing, heimasíða fjölskyldu sem ættleiddi litla dóttur frá Kína og gerði myndband um reynslu sína.
Lesa meira

Styrkjamálið nú í réttum farvegi

Nú hefur Félagsmálaráðuneytið skipað starfshóp til að vinna að undirbúningi ættleiðingarstyrkja. Stjórn Íslenskrar ættleiðingar fékk að tilnefna mann í hópinn og mun Karl Steinar Valsson, varaformaður ÍÆ sjá um að koma sjónarmiðum félagsins á framfæri.
Lesa meira

Dagskrá útilegu ÍÆ 2006

Dagskrá útilegunnar verður að venju með fjölbreyttu sniði.
Lesa meira

Kína - breyttar reglur varðandi umsóknir

Við vorum að fá upplýsingar um breytingu á reglum í Kína varðandi aldur þeirra barna sem umsækjendur óska eftir að ættleiða. Nú óskar CCAA eftir að allar umsóknir séu um ættleiðingu barns 0-24 mánaða, en alls ekki upp að 12 eða 18 mánaða aldri.
Lesa meira

Ættleiðingar barna frá Kína með sérþarfir

Íslensk ættleiðing hefur tekið upp samstarf við CCAA um ættleiðingar á börnum með sérþarfir (Special Need Children) frá Kína.
Lesa meira

Styrkjamálin

Styrkjamálin
Nú hefur þingsályktunartillaga Guðrúnar Ögmundsdóttur og fleiri þingmanna um ættleiðingarstyrki verið tekin fyrir á Alþingi og var fyrsta umræða um tillöguna í dag. Framhald umræðunnar verður líklega á þingfundi á morgun, miðvikudag, og síðan atkvæðagreiðsla. Er búist við að málinu verði vísað til heilbrigðis- og trygginganefndar til frekari umfjöllunar.
Lesa meira

Útilega Íslenskrar ættleiðingar 7.-9. júlí 2006

Útilega Íslenskrar ættleiðingar verður í þetta sinn að Reykhólum í Austur-Barðastrandarsýslu. Þar verðum við með Reykhólaskóla á okkar vegum. Við komum til með að tjalda við skólann og í honum höfum við aðgang að uppþvottaaðstöðu og snyrtingum og getum borðað þar inni ef við viljum.
Lesa meira

Um ættleiðingar samkynhneigðra

Ættleiðingar milli landa byggja á alþjóðlegum samningum og lögum tveggja landa, þ.e. fæðingarlands barns og lands væntanlegra kjörforeldra. Til að ættleiðing samkynhneigðs pars á barni frá öðru landi geti orðið að veruleika, þarf því Dómsmálaráðuneytið að gera samning við land sem heimilar slíkar ættleiðingar.
Lesa meira

Rannsókn

Hvernig farnast ættleiddum börnum erlendis frá á Íslandi?
Lesa meira

Viðtöl við kjörfjölskyldur

Í helgarblaði DV 26. maí voru nokkur viðtöl við kjörfjölskyldur.
Lesa meira

Leiðbeinendur fyrir undirbúningsnámskeið

Íslensk Ættleiðing auglýsir eftir leiðbeinendum til að halda undirbúningsnámskeið fyrir fólk sem er að ættleiða í fyrsta skipti.
Lesa meira

Ættleiðingarstyrkur

Ingibjörg Jónsdóttir og Guðrún Sveinsdóttir áttu fund með Jóni Kristjánssyni félagsmálaráðherra og Magnúsi Stefánssyni formanni fjárlaganefndar Alþingis 31.maí.
Lesa meira

Útilega ÍÆ 7. - 9. júlí 2006

Vegna ófyrirséðra aðstæðna verðum við að flytja útileguna okkar þetta árið og verður hún að Reykhólum í Austur-Barðastrandarsýslu. Þar verðum við með Reykhólaskóla á okkar vegum. Við komum til með að tjalda við skólann og í honum höfum við aðgang að uppþvottaaðstöðu og snyrtingum og getum borðað þar inni ef við viljum. Eins er í skólanum salur með litlu sviði og þar getum við verið ef illa viðrar. Þátttökugjald verður það sama og í fyrra eða 1500 kr. fyrir fullorðna og frítt fyrir börn. Innifalið í því er öll aðstaða í skólanum (innigisting greiðist sér) og dagskrá helgarinnar, það greiða allir sama verð hvort sem þeir verða yfir nótt eða ekki.
Lesa meira

Að hugsa um börn eins og snjókorn –

Nú er búið að setja á heimasíðuna, undir Greinar, B.Ed. ritgerð sem unnin var við KHÍ vorið 2006.
Lesa meira

Skerðing fæðingarorlofs

Umsækjendur athugið að með reglugerð um fæðingarorlof frá 22.12.2004 eru fæðingarorlofsgreiðslur miðaðar við 80% af meðaltali heildarlauna tvö tekjuár á undan fæðingarári barns eða þess árs er barn kemur inn á heimilið við ættleiðingu.
Lesa meira

Fréttir frá löndunum

Nú eru komnar nýjar leiðbeiningar um ættleiðingarmál frá CARA, skrifstofunni sem stýrir öllum ættleiðingarmálum í Indlandi.
Lesa meira

Sumargrill Reykjavík og Akureyri

Sumargrillið í Heiðmörk verður þann 18. júní milli kl. 11 og 13 og gerum við ráð fyrir því að vera á sama stað og undafarin ár eða í Furulundi (sjá aðalkort 1 á www.skograekt.is ).
Lesa meira

Staðfesting á gjöfum til góðra mála

Staðfesting á gjöfum til góðra mála
Íslensk ættleiðing hefur nú fengið staðfestingarskjöl vegna gjafa sem sendar hafa verið til verkefnis sem kallast Tomorrow plan og er unnið á vegum stjórnvalda í Kína.
Lesa meira

Foreldrahittingur 20.05.2006

Foreldrahittingur 20.05.2006
Laugardaginn 20. maí 2006 verður foreldrahittingur milli kl 10:00 og 12:00.
Lesa meira

Hreyfiland

Foreldrahittingur í Hreyfilandi 6. maí kl 13 - 14. Þetta er síðasti tíminn fyrir sumarfrí.
Lesa meira

Fræðsluefni

Við viljum benda nýjum félagsmönnum á ritið Kjörfjölskyldan sem fæst á skrifstofu ÍÆ og er hægt að fá sent í pósti.
Lesa meira

Aðeins fyrir félagsmenn!

Athugið að nú er komið nokkurt efni inn á lokaða svæðið fyrir félagsmenn. Þeir sem óska eftir lykilorði eru beðnir að hringja í 588 1480 eða senda tölvupóst í isadopt@simnet.is Sendið hugmyndir um efni, tengla og annað sem ykkur þykir eiga erindi inn á félagsmannasvæðið til isadopt@simnet.is
Lesa meira

Stjórnendur CCAA á Íslandi

Stjórnendur CCAA á Íslandi
Ágætu félagsmenn. Það er ákveðinn léttir hjá stjórn og starfsmönnum IÆ eftir að heimsókn yfirmanna frá kínversku ættleiðingarmiðstöðinni (CCAA) lauk á laugardagsmorgun en hún tókst í alla staði mjög vel. Mr. Lu sem fer fyrir ættleiðingarmálum í Kína heillaðist af krökkunum og það er ljóst að mikil þátttaka og sú gleði sem skein frá hópnum í Fram heimilinu hafði sterk áhrif á hann. Þá heillaðist hann virkilega af Matthildi og fjölskyldu í Blómvangi og talaði um fallegt og skipulagt heimili. Félagar ÍÆ eigi miklar þakkir skyldar fyrir hversu undirtektir voru góðar að koma og taka þátt í þessu með undirbúningi, veisluföngum og frágangi en af 88 fjölskyldum sem þegar hafa ættleitt barn frá Kína komu 59 fjölskyldur til fundar við sendinefndina.
Lesa meira

Fundur með félagsmálaráðherra vegna styrkjamála

Fulltrúar stjórnar ÍÆ áttu í dag fund með Jóni Kristjánssyni félagsmálaráðherra vegna styrkjamála, en stjórnin hafði óskað eftir fundi með honum snemma í mars. Fundurinn var mjög ánægjulegur og þar kom fram að fyrir lok mánaðarins mun starfshópur þriggja ráðuneyta (félags-, dóms- og fjármálaráðuneyti) hefja störf sem hefur það hlutverk að semja drög að reglugerð um fyrirkomulag vegna styrkja til ættleiðinga.
Lesa meira

Foreldrar barna frá Kína

Fjölskylduboð 20. apríl kl. 10:00 til 12:00 Dagana 19. til 22. apríl dvelur sendinefnd frá CCAA í Kína á Íslandi í boði Íslenskrar ættleiðingar. Í tilefni af komu þeirra ætlar Íslensk ættleiðing að bjóða fjölskyldum sem ættleitt hafa börn frá Kína að hitta sendinefndina þann 20. apríl (Sumardaginn fyrsta) milli kl. 10:00 og 12:00 í Framsalnum, Safamýri 26 í Reykjavík.
Lesa meira

Velkomin heim hópur 14

Þann 29. mars komu heim 6 yndislegar stúlkur frá Guangdong í Kína með foreldrum sínum og bjóðum við þau innilega velkomin.
Lesa meira

Auglýsingar í blað ÍÆ

Ritnefnd vinnur nú að næsta blaði ÍÆ sem á að koma út í byrjun sumars. Til að hægt sé að hafa útgáfuna í lit þarf að selja auglýsingar eða styrktarlínur í blaðið. Hafið samband við Sigrúnu í síma 6928001 eða sendið póst á 6928001@internet.is eða aldasig@simnet.is með auglýsingar eða ábendingar um fyrirtæki sem tengjast kjörfjölskyldum.
Lesa meira

Heimsókn indverska sendiherrans til Íslands

Heimsókn indverska sendiherrans til Íslands
Þann 15. mars kom indverski sendiherrann, Mr. Mahesh Sachdev, sem hefur aðsetur í Osló, til Íslands. Óskaði hann sérstaklega eftir að hitta einhver úr stórum hópi barna sem ættleidd hafa verið frá Indlandi til íslenskra foreldra. Var nokkrum fjölskyldum með börn á ýmsum aldri hóað saman með stuttum fyrirvara og voru í hópnum t.d. fyrstu börnin sem komu frá Kolkata fyrir 18 árum og svo börn á ýmsum aldri sem komu prúðbúin með foreldrum sínum á fund sendiherrans. Mr Sachdev færði félaginu nokkrar bækur í bókasafn þess og einnig kom hann með ekta indverskt sælgæti sem hann bauð börnunum að smakka.
Lesa meira

Ný stjórn kjörin

Nú er aðalfundur afstaðinn og tókst ágætlega. Mæting var framar öllum vonum, tæplega 100 félagsmenn mættu á fundinn. Fjögur sæti í stjórn voru laus og 9 manns gáfu kost á sér. Til starfa í stjórn voru kosin þau Ingibjörg Birgisdóttir, Karl Steinar Valsson, Kristjana Erlen Jóhannsdóttir og Pálmi Finnbogason. Auk þeirra sitja í stjórn Ingibjörg Jónsdóttir, Arnþrúður Karlsdóttir og Lísa Yoder.
Lesa meira

Nýr bæklingur frá Fjáröflunarnefnd

Fjáröflunarnefnd hefur gefið út bækling um tilgang og markmið nefndarinnar. Upplýsingar frá nefndinni verða framvegis birtar hér á liðnum til hliðar sem heitir Fjáröflun. Um fjáröflunarnefndina Fjáröflunarnefndin starfar í samræmi við eitt að meginmarkmiðum Íslenskrar ættleiðingar sem er að vinna að velferðarmálum barna erlendis.
Lesa meira

Aðalfundur

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar verður haldinn 16 mars 2006 kl. 20:30 í Fosshótel Lind, Rauðarárstíg 18, niðri. Munið að mæta tímalega og að einungis skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt.
Lesa meira

Stjórnvöld: Ættleiðingarstyrkir samþykktir

Stjórnvöld: Ættleiðingarstyrkir samþykktir
Stjórnvöld: Ættleiðingarstyrkir samþykktir Kjörforeldrar hér á landi fá framvegis styrki vegna ættleiðingar barna líkt og tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir málið verða útfært næstu vikur.
Lesa meira

Foreldrahittingur

Minnum á foreldrahittinginn á morgun laugardaginn 18. febrúar, bæði í Reykjavík og Akureyri. Í Reykjavík verður hann milli kl 14 og 16, í húsnæði Kfum og k við Holtaveg, ( gengið inn neðan frá).
Lesa meira

Aðalfundur

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar er fyrirhugaður þann 16. mars. Þeir félagsmenn sem vilja gefa kost á sér til starfa fyrir félagið, í nefndum eða stjórn, eru beðnir að hafa samband við skrifstofu.
Lesa meira

Hjertebarn

Á skrifstofu ÍÆ eru nú til sölu nokkur eintök af danskri barnabók um ættleiðingu. Bókin er fallega myndskreytt og er góð sem byrjun á umræðu um ættleiðingu, þegar börnin fara að sýna áhuga á uppruna sínum og spyrja í hvaða maga þau hafi verið. Bókin kostar kr. 2.000 og er hægt að sækja hana á skrifstofu ÍÆ eða fá senda í pósti.
Lesa meira

Gleðifréttir

Hópur 14 fékk upplýsingar um börn þann 27.01.06. Það eru 6 litlar stúlkur sem eru á barnaheimili í Guangdong héraði í Kína. Í janúar komu upplýsingar um tvö lítil börn frá barnaheimilinu í Kolkata.
Lesa meira

Um ættleiðingar samkynhneigðra

Ættleiðingar milli landa byggja á alþjóðlegum samningum og lögum tveggja landa, þ.e. fæðingarlands barns og lands væntanlegra kjörforeldra. Til að ættleiðing samkynhneigðs pars á barni frá öðru landi geti orðið að veruleika, þarf því Dómsmálaráðuneytið að gera samning við land sem heimilar slíkar ættleiðingar. Stjórn Íslenskrar ættleiðingar er ekki kunnugt um lönd sem heimila erlendu samkynhneigðu pari að ættleiða barn.
Lesa meira

Fréttablað ÍÆ des 2005

Er komið á vefinn undir liðinn Ýmis rit .
Lesa meira

Breyting á fyrirkomulagi foreldramorgna í Reykjavík

Næst verður hist í húsnæði Hreyfilands að Stangarhyl 7, kl 13-14 þann 7 janúar. Fjölskyldur 0-5 ára barna eru velkomnar.
Lesa meira

Velkomin heim hópur 13

Þann 7. desember komu heim 6 yndislegar stúlkur frá Kína með foreldrum sínum. Þá eru komin heim 35 börn á árinu, flest þeirra eða 32 frá Kína, einnig 2 börn frá Indlandi og 1 barn frá Kólumbíu.
Lesa meira

Jólaböll

Jólaballið í Reykjavík verður haldið miðvikudaginn 28. desember kl. 16 í aðalsal KFUM&K við Holtaveg 28. Verð er 1.000 kr. fyrir börn en 500 kr. fyrir fullorðna. Að gefnu tilefni viljum við benda fólki á að aðeins er hægt að greiða með peningum, ekki kortum. Jólaballið á Akureyri verður haldið 28. desember kl. 15 í félagsheimili Þórs að Hamri við Skarðshlíð. Aðgangur er ókeypis en óskað er eftir því að fólk komi með eitthvað með kaffinu til að leggja á hlaðborð.
Lesa meira

UNDIRBÚNINGSNÁMSKEIÐ FYRIR UMSÆKJENDUR

Ný undirbúningsnámskeið fyrir umsækjendur fóru af stað nú í haust. Námskeiðin eru með nokkuð öðru sniði en verið hefur, þau eru haldin í tveimur hlutum, fyrri hluti byrjar kl 17 á föstudegi og lýkur um kl 17-18 næsta dag. Seinni hlutinn er síðan um mánuði seinna og í það skiptið laugardagur frá kl 8.30 - kl 17 - 18. Námskeiðin verða haldin á Hótel Glym í Hvalfirði, sem var valið sérstakleg með það í huga að vera í vinalegu umhverfi fjarri öllum skarkala, heimasíðan þeirra er hér.
Lesa meira

Þjóðahátíðin 23.10.2005 - myndir komnar

Myndir af þjóðahátíð eru komnar á heimasíðuna.
Lesa meira

Hugleiðing frá kjörföður

Skrifstofunni barst áhugaverð hugleiðing frá kjörföður einum vegna nýafstaðinnar fjölskylduhátíðar. Börnin og við Um nýliðna helgi héldum við mjög vel heppnaða fjölskylduhátíð Íslenskrar ættleiðingar í Ráðhúsinu í Reykjavík. Boðið var upp á metnaðarfulla dagskrá í tali og tónum og frábæra sýningu með munum og myndum frá þeim löndum sem félagar okkar hafa ættleitt börnin sín frá. Allt var þetta með miklum sóma gert, vinátta og hlýhugur ríktu meðal þátttakenda og skemmtinefndin á mesta hrós skilið.
Lesa meira

Ávörp á fjölskylduhátíð Íslenskrar Ættleiðingar

Ávörp á fjölskylduhátíð Íslenskrar Ættleiðingar
Hér er hægt að lesa ávörp sem flutt voru á fjölskylduhátíð Íslenskrar Ættleiðingar. Ávörpin fluttu Klara Geirsdóttir fulltrúi skemmtinefndar, Ingibjörg Jónsdóttir formaður Íslenskrar Ættleiðingar og forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson en ávarp hans er að finna á heimasíðu forsetaembættisins.
Lesa meira

Áteiknuð rúmföt

Áteiknuð rúmföt
Áteiknuð rúmföt til styrktar ISRC í Kolkata. Verðið er: svæfill kr. 850 koddaver kr. 1350 vöggusett kr. 2200
Lesa meira

Tillaga til þingsályktunar

Í gær 17.10.2005 var lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga um styrki til ættleiðenda. Þingmennirnir Guðrún Ögmundsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Dagný Jónsdóttir, Þuríður Backman, Katrín Júlíusdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Jónína Bjartmarz, Rannveig Guðmundsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Birkir J. Jónsson lögðu tillöguna fram.
Lesa meira

Fjölskylduhátíð Ísl. ættleiðingar 23. okt.

Fjölskylduhátíð Ísl. ættleiðingar 23. okt.
Sunnudaginn 23. október næstkomandi verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur Fjölskylduhátíð Íslenskrar ættleiðingar. Húsið opnar kl. 13:00 en formleg dagskrá hefst kl. 14:00.
Lesa meira

Námsstefna um tengslaröskun 1.10.2005

Fyrirlesarar: Dr. Ronald S. Federici, neuropsychologist, Dr.David Ziegler clinical psychologist, director of residential program og Dr.Leslie Smith behavioral analyst. Námsstefna um tengslaröskun laugardaginn 1.10.05 í húsi Íslenskrar Erfðagreiningar
Lesa meira

Bolir - ný sending komin

Bolir - ný sending komin
Ný sending er komin af þessum fallegu stuttermabolum. Andvirði hvers bols rennur óskipt til verkefna tengdum munaðarlausum börnum í ættleiðingarlöndum ÍÆ. Bolirnir eru til í mörgum litum og stærðum og eru til sölu á skrifstofu ÍÆ, einnig hjá nefndarmönnum.
Lesa meira

Barnasund/Vatnsleikur fyrir ættleidd börn

Í vetur mun ég bjóða upp á barnasund/vatnsleik fyrir ættleidd börn. Ég heiti Kristín Valdemarsdóttir og er íþróttakennari og að auki ungbarnasundkennari, félagi í BUSLA, félagi ungbarnasundkennara. Ég á dóttur sem ættleidd er frá Kína 2005. Síðasta vetur var mikil umræða um tengslamyndum á meðal kjörforeldra og fór ég því að lesa mér aðeins til um tengslamyndun. Í öllum bókum var sagt að ein besta leiðin til að styrkja tengslin við ættleidda barnið er að fara með því í bað eða sund. Ungbarnasund á Íslandi er fyrir 3-6 mánaða gömul börn og þegar ættleidd börn koma til landsins eru þau yfirleitt orðin of gömul fyrir ungbarnasundið.
Lesa meira

Tímaritið Birta 2.-8. september

Í síðasta blaði Birtu er skemmtilegt viðtal við Yesmine Olsson einkaþjálfara og dansara. Yesmine er ættleidd frá Sri Lanka til sænskra foreldra en hefur verið búsett á Íslandi undanfarin ár. Hún ræðir í þessu viðtali um reynslu sína af ættleiðingum og bendir kjörforeldrum m.a. á mikilvægi þess að ræða ættleiðinguna við börnin sín.
Lesa meira

Nýtt rit - Kjörbarnið og leikskólinn

Nýtt rit - Kjörbarnið og leikskólinn
Nú er kominn út hjá Íslenskri ættleiðingu bæklingur um kjörbarnið og leikskólann sem þýddur er úr sænsku. Höfundur hans, Anna Elias, er leikskólakennari, uppeldisfræðingur og móðir ættleiddra barna. Bæklingurinn er seldur á skrifstofu ÍÆ og er hægt að fá hann sendan út á land, hann kostar 600 kr.
Lesa meira

Foreldramorgun í september - Reykjavík og Akureyri

Fyrsti foreldramorgun vetrarins verður 17. september kl. 10 - 12, en þá er ætlunin að fara í Laugardalinn að gefa öndunum brauð. Ömmur og afar eru sérstaklega boðin velkomin á þennan foreldramorgun. Einnig verður foreldradagur á Akureyri 17. september í safnaðarheimili Glerárkirkju klukkan 13 – 15.
Lesa meira

Frá Indlandi

Við vorum að fá þær góðu fréttir frá Kolkata að barnaheimilið okkar er loksins búið að fá endurnýjað starfsleyfi sitt til að sjá um ættleiðingar til útlendinga. Nýja starfsleyfið gildir í 3 ár og við vonum að sá tími verði gjöfull. Búast má við að nokkurn tíma taki að koma málum á skrið eftir tafirnar en um leið og við fréttum meira höfum við samband við þá sem efstir eru á Indlandslistanum.
Lesa meira

Vísa

Það er ekki oft sem að Dómsmálaráðuneytið fær umsókn um forsamþykki til sín í bundnu máli. Við höfum fengið leyfi hjónanna til að birta vísuna: Við vonumst eftir barni nú því við teljum okkur góð hjú. Barnið munum við elska og virða og ætíð hlúa að og styðja.
Lesa meira

Hópur 12 - mynd

Hópur 12 - mynd
Hópur 12 kom heim í sl. viku og bjóðum við þau innilega velkomin ásamt yndislegu börnunum þeirra.
Lesa meira

Fjáröflun - bolir - ný sending komin

Fjáröflun - bolir - ný sending komin
Fjáröflunarnefnd ÍÆ hefur hafið sölu á stuttermabolum og mun ágóði þeirrar sölu renna óskiptur til verkefna tengdum munaðarlausum börnum í ættleiðingarlöndum ÍÆ. Fjáröflunarnefndin er svo lánsöm að þekkja gott fólk út í Kína sem gefur bæði vinnu sína og efni til styrktar þessu verkefni. Bolirnir koma í mörgum litum og stærðum.
Lesa meira

Nýtt skipulag fræðslunnar

Með tilkomu reglugerðar nr 238/2005 um ættleiðingar sem dómsmálaráðuneytið gaf út 28. febrúar 2005, er orðið skylt að sækja námskeið fyrir ættleiðingar barna af erlendum uppruna, áður en forsamþykki er gefið út. Í reglugerðinni segir, m.a.: 20. gr. Námskeið. Áður en forsamþykki til ættleiðingar á erlendu barni er gefið út skulu umsækjendur leggja fram staðfestingu á því, að þeir hafi sótt námskeið á vegum löggilts ættleiðingarfélags um ættleiðingar erlendra barna.
Lesa meira

Komin heim í júní

Það sem af er 2005 eru komin heim 22 börn frá Kína, Indlandi og Kólumbíu. Miklar líkur eru á að fleiri börn komi heim á þessu ári en undanfarin ár. Þann 10. júní kom lítil stúlka heim frá Kólumbíu. Ferðin gekk vel með góðri aðstoð lögfræðings ÍÆ.
Lesa meira

Útilegan 8.-10. júlí

Segja má að félagsstarfsemin nái hápunkti í júlímánuði ár hvert með hinni sívinsælu útilegu Íslenskrar ættleiðingar. Að þessu sinni verður haldið í Borgarfjörðinn, helgina 8. - 10. júlí, nánar tiltekið við félagsheimilið Logaland í Reykholtsdal. Sjá leiðarkort undir Myndir
Lesa meira

Hópur 11 - mynd

Hópur 11 - mynd
Hópur 11 kom heim fyrir nokkru síðan, eða þann 18. maí. Hér er mynd af hópnum með sínum yndislegu dætrum. Næsti hópur er væntanlegur heim í júlí.
Lesa meira

Opinber heimsókn forseta Indlands

Þegar forseti Indlands kom í opinbera heimsókn til Íslands fylgdi honum hópur indverskra blaðamanna. Einn þeirra frétti af ættleiðingum til Íslands og kom í heimsókn á skrifstofu ÍÆ til að hitta nokkur þessara barna og foreldra þeirra. Greinin birtist þann 05.06.2005 og er linkur hérna á hana. www.indianexpress.com/archive_full_story.php?content_id=71741
Lesa meira

Danskir sjónvarpsþættir á netinu

Danska sjónvarpið gerði fyrir fáeinum árum þáttaröð um ættleiðingar sem er fróðleg og skemmtileg. Þættirnir heita Når storken svigter og fjalla um nokkur hjón í ætttleiðingarferli, sýnt er þegar þau fá upplýsingar um barn, frá ferð til Indlands og Suður-Afríku til að sækja barn, ein fjölskyldan á son frá Kólumbíu og er að undirbúa ættleiðingu annars barns þegar konan verðu óvænt ófrísk og aðrir umsækjendur fá synjun við umsókn.
Lesa meira

Niðurstöður af skoðanakönnun á aðalfundi 2005

Eftirfarandi eru niðurstöður úr skoðanakönnun sem skemmtinefnd gerði á aðalfund ÍÆ. Aldur barna: 0-5 ára: 25 6-10 ára: 10 11-15 ára: 1 Barnlaus: 4
Lesa meira

EFTIRFYLGNI- Follow up skýrslur

Umsækjendur um ættleiðingu hafa allir skrifað undir skuldbindingu um að gera skýrslur um aðlögun og þroska barns síns. Það er mjög mikilvægt að standa skil á skýrslunum á réttum tíma því erlend ættleiðingaryfirvöld vilja fá að fylgjast með að börnunum sem ættleidd eru til útlendinga vegni vel. Oft er áframhaldandi samstarf undir því komið að vel sé staðið að eftirfylgni.
Lesa meira

Kolkata í mars 2005

Í mars fóru Lísa Yoder, formaður ÍÆ, og Guðrún til Kolkata til fundar við Anju, forstöðukonu barnaheimilisins sem ÍÆ hefur verið í samstarfi við síðan 1987. Tímasetning réðist af því að lítil stúlka var tilbúin til heimferðar en foreldrar hennar treystu sér ekki til að sækja hana sjálfir og var hún því samferða Lísu og Guðrúnu heim til Íslands.
Lesa meira

Frá ritnefnd

Ritnefnd fréttabréfs ÍÆ auglýsir eftir efni í blað sem kemur út í september 2005 Einnig er auglýst eftir auglýsingum í blaðið. Hafið samband við skrifstofu ÍÆ eða ritnefndina hjá alvara@alvara.is
Lesa meira

Frá kínverskum stjórnvöldum

Í vikunni barst ÍÆ bréf með staðfestingu á því að kínverska ættleiðingarmiðstöðin, CCAA, hafi skoðað starfshætti okkar og samþykkt áframhaldandi samstarf CCAA og ÍÆ. Vegna smæðar félagsins höfum við ekki möguleika á að senda fulltrúa til funda með erlendu samstarfsaðilunum eins oft og ákjósanlegt væri. Því er ágætt að fá fréttir frá norrænum kollegum okkar um skoðanskipti þeirra og yfirvalda í upprunalöndum barnanna. Eftirfarandi upplýsingar eru þýddar og endursagðar úr fréttabréfi BV í Svíþjóð.
Lesa meira

Skýrsla formanns

Hér er hægt að lesa skýrslu formanns félagsins sem flutt var á aðalfundi þann 31.03.2005. Góðir fundarmenn, Það er skemmst frá því að segja að ættleiðingar til Íslands gengu ágætlega á síðasta ári. Heim komu 20 börn frá Kína, 6 börn frá Kolkata og eitt frá Pune í Indlandi og loks kom eitt barn frá Kólumbíu. Til viðbótar má nefna að á árinu 2005 hafa komið heim 10 börn frá Kína og 1 frá Indlandi. Að auki eigum við 9 börn í Kína og 1 frá Indlandi sem bíða heimkomu. Gert er ráð fyrir að fleiri börn komi heim frá Kína í ár en í fyrra og ef heldur sem horfir má búast við því að þau verði 30. Væntanlega koma nokkur börn frá Indlandi og Kólumbíu en sennilega kemur fyrsta barn frá Tékklandi ekki fyrr en á árinu 2006.
Lesa meira

Mörg ný börn

Árið 2005 byrjar vel hjá Íslenskri ættleiðingu. Mörg börn eru komin heim og fleiri væntanleg á næstu mánuðum frá Kína, Indlandi og Kólumbíu. Þann 3. mars komu heim 10 yndislegar stúlkur á aldrinum 1 - 2 ára frá Kína, ferðin gekk vel.
Lesa meira

Vantar tengil á þína heimasíðu?

Vinsamlega sendið okkur tengla á heimasíður barnanna ykkar ef þið sjáið þá ekki í tenglalistanum okkar. Einnig er alltaf gaman að fá ferðasögur. Hægt er að senda skeyti á skrifstofu félagsins isadopt@simnet.is. Guðrún og Fanney.
Lesa meira

Ný stjórn ÍÆ

Arnþrúður Karlsdóttir, meðstjórnandi Gerður Guðmundsdóttir, varaformaður Guðmundur Guðmundsson, meðstjórnandi Helga Gísladóttir, ritari Ingibjörg Jónsdóttir, formaður Ingvar Kristjánsson, gjaldkeri Lisa Yoder, meðstjórnandi.
Lesa meira

Tékkland

Íslensk ættleiðing hefur nú hafið samstarf við ættleiðingaryfirvöld í Tékklandi. Má reikna með að í framtíðinni verði árlega ættleidd þaðan nokkur börn til Íslands ef nógu margir umsækjendur hafa áhuga. Helstu skilyrði eru gifting og sambúð í a.m.k. 3 ár. Umsækjendur séu 25- 38 ára þegar umsókn er send, þegar upplýsingar um barn koma mega umsækjendur ekki vera meira en 40 árum eldri en barnið. Barnlausir hafa forgang og best er að senda ófrjósemisvottorð. Umsækjendur séu ekki á sakaskrá.Sé umsögn gerð af félagsráðgjafa eins og venja er hérlendis þurfa umsækjendur að fá á eigin kostnað sálfræðimat til að senda með umsókn-inni.
Lesa meira

Fréttablað ÍÆ 2005

Hægt er að skoða nýtt fréttabréf og einnig eldri hér undir liðnum Ýmis rit.
Lesa meira

Hugsum til framtíðar

Styðjum það sem stendur okkur næst! tilboð streyma til okkar um að styrkja ýmis góð málefni. Fjáröflunarnefnd býður félagsmönnum Íslenskrar ættleiðingar að leggja sitt af mörkum til að hjálpa munaðarlausum börnum í Kína sem þurfa á læknishjálp að halda og til rekstrar barnaheimilis félagsins í Kolkata á Indlandi, en þaðan hafa langflestu inversku börnin okkar komið.
Lesa meira

Reglugerð um ættleiðingar

Þann 28. febrúar gekk í gildi ný reglugerð um ættleiðingar. Í henni er að finna nánari skilgreiningu á ýmsum atriðum í ættleiðingarlögum no. 130 frá 1999
Lesa meira

ÍÆ styrkir UNICEF

Félagið Íslensk ættleiðing veitti í síðustu viku styrk til verkefna UNICEF á flóðasvæðunum við Indlandshaf. Styrkupphæðin er 305 þúsund krónur en það samsvarar þúsund krónum á hvert barn sem hefur verið ættleitt frá Indónesíu, Sri Lanka, Indlandi og Tælandi til Íslands. UNICEF starfar á öllum sviðum þróunar-og neyðaraðstoðar á svæðunum með hag barna að leiðarljósi. Meðal verkefna er að bólusetja börn gegn öllum helstu sjúkdómunum, tryggja fjölskyldum hreint vatn, byggja salernis- og hreinlætisaðstöðu, opna skóla á ný og sjá um að sameina fjölskyldur og finna munaðarlausum börnum athvarf.
Lesa meira

Útilegan

Útilegan sumarið 2005 verður að Logalandi í Borgarfirði helgina 8 til 10 júlí.
Lesa meira

Ný heimasíða

Nú hefur ný heimasíða loksins leyst hina gömlu af hólmi. Þessi síða er nútímalegri en hin og byggð á betri tækni. Breytingar og viðbætur eiga vonandi eftir að koma innan fárra vikna, viðbætur er lúta að lokuðu svæði með aðgangsorði. Vonandi fellur nýja síðan og innihald hennar í góðan jarðveg lesenda.
Lesa meira

Ættleiðingar frá hamfarasvæðunum

Skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar hafa að undanförnu borist margar fyrirspurnir frá fólki sem vill kanna möguleika á ættleiðingum frá hamfarasvæðunum í Asíu. Það mun taka viðkomandi stjórnvöld langan tíma að finna fjölskyldur barnanna. Ef börnin reynast munaðarlaus þarf að leita að fjarskyldum ættingjum eða vinum fjölskyldunnar sem gætu tekið við forsjá barnanna. Stjórnvöld landanna hafa lýst því yfir að börn af flóðasvæðunum verði ekki ættleidd fyrr en nokkur tími hefur liðið, ef ekki finnast skyldmenni sem geta tekið við þeim. Á Indlandi hefur nú verið komið upp nýjum barnaheimilum til að taka við börnum sem hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar.
Lesa meira

Kynning á rannsókn

Fyrirhuguð rannsókn á ættleiddum börnum á Íslandi og fjölskyldum þeirra Á næstu mánuðum hyggjast tveir kennarar og rannsakendur við Kennaraháskóla Íslands, þau Baldur Kristjánsson dósent í uppeldis- og þroskasálfræði og Hanna Ragnarsdóttir lektor í mannfræði, fara af stað með rannsókn á ættleiddum börnum á Íslandi og fjölskyldum þeirra. Komutími helmings barnanna til landsins var árið 2002 og helmings á þessu ári. Rannsóknin mun hefjast á næsta ári með því að viðtöl verða höfð við foreldra þessara barna, alls um 20 talsins.
Lesa meira

Stuttermabolir til sölu

Bolirnir eru í stærðum 116, 128, 140 og 152 og litirnir eru blár, hvítur, gulur og rauður. Þeir kosta 1000 kr. Allur ágóði af sölunni rennur til góðgerðarmála í ættleiðingarlöndum félagsins. Ung listakona, Unnur Balaka, sem er ættleidd frá Indlandi, teiknaði myndina sem prýðir bolina. Vinsamlegast hafið samband við Kristjönu í netfangið erlenj@hotmail.com ef þið viljið gefa góða gjöf. Uni Dagur Anand og Signý Pála
Lesa meira

Áteiknuð rúmföt

Áteiknuð rúmföt til styrktar ISRC í Kolkata.
Lesa meira

Nýir fjölskyldumeðlimir

Þann 17. desember kom hópur 9 heim með 5 dætur frá Kína. Þann 24. okt. kom lítil stúlka heim frá Pune á Indlandi. Föstudaginn 3. september kom lítill drengur heim frá Kólumbíu með foreldrum sínum. Þann 18. ágúst komu til landsins 3 litlar stúlkur frá Kína. Þann 4. ágúst sl. kom kínahópur 7 frá Jiangxi með 5 litlar stúlkur. Þann 9. júlí sl. komu heim 3 börn, þar af 2 stúlkur og 1 drengur, frá Indlandi. Lítil stúlka, kom 15. júní sl. frá Jiangxi í Kína. Stúlka kom 19. mars sl. frá Kolkata. Þann 10. mars kom kínahópur 6 heim frá Guangxi með 6 stúlkur. 21. jan. sl. komu 2 börn frá Indlandi, drengur og stúlka. Við bjóðum þau öll innilega velkomin heim.
Lesa meira

Stuttar fréttir af stöðu ættleiðingarmála 06.11.2004

Indland : Frá Kalkútta komu heim sex börn 2003 sem er umtalsverð fækkun frá síðustu árum. Erfiðleikar og tafir eru vegna breytinga í indverska kerfinu og hafa mörg fleiri félög lent í sömu töfum. Sjö börn eru komin á þessu ári og fleiri væntanleg. Biðtími vegna ættleiðingar frá Kalkútta er amk. 2 ár. Börnin eru nú um ársgömul þegar þau koma heim vegna fyrrnefndra breytinga á ættleiðingarferlinu. Fulltrúar stjórnar ÍÆ fóru til Indlands í desember ´03 til að hitta yfirvöld í Delhi og sitja ráðstefnu um alþjóðlegar ættleiðingar. Alls hafa komið um 150 börn frá Kalkútta. ÍÆ er löggilt til að sjá um ættleiðingar frá Indlandi og leitar nú eftir samstarfi við fleiri barnaheimili þar. Forstöðukona barnaheimilis okkar í Kolkata kom hingað í heimsókn í sept. ´03 og hitti stóran hóp barna frá Kalkútta ásamt fjölskyldum þeirra, var fundurinn mjög ánægjulegur.
Lesa meira

Mbl - Ættleiðingaferlið tók tæp þrjú ár

Mbl - Ættleiðingaferlið tók tæp þrjú ár
Eftir langt og strangt ættleiðingaferli sem tók hátt í þrjú ár fékk Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður litla stúlku frá Kína, Hrafnhildi Ming.
Lesa meira

Bókasafn ÍÆ

Við viljum minna þá sem eru með bækur í láni frá bókasafni ÍÆ að lánstími er einn mánuður. Við hvetjum þá sem hafa verið lengur með bækur að skila þeim hið fyrsta. Félagsmenn geta komið á skrifstofutíma, þe mánudaga til fimmtudaga kl 10-13 og fengið lánaðar bækur. Hægt er að senda út á land ef fólk óskar eftir.
Lesa meira

Góðar hugmyndir

Ef þú lumar á góðum hugmyndum varðandi starf ÍÆ, td um fyrirlesara eða viðburði fyrir félagsmenn, þá væri gaman að heyra þær. Einnig óskum við eftir greinum á heimasíðuna og efni í fréttabréfið. Sendu tölvupóst eða hringdu á skrifstofun ÍÆ, síma 588-1480.
Lesa meira

Stuttar fréttir af stöðu ættleiðingarmála 06.01.2004

Indland : Frá Kalkútta komu heim átta börn 2002 sem er umtalsverð fækkun frá síðustu árum. Erfiðleikar og tafir eru vegna breytinga í indverska kerfinu og hafa mörg fleiri félög lent í sömu töfum. Sex börn komu heim í fyrra, þrjú eru komin heim á árinu, fleiri mál eru í gangi úti. Biðtími vegna ættleiðingar frá Kalkútta er amk. 2-3 ár. Börnin eru nú um ársgömul þegar þau koma heim vegna fyrrnefndra breytinga á ættleiðingarferlinu. Fulltrúar stjórnar ÍÆ fóru til Indlands í desember ´03 til að hitta yfirvöld í Delhi og sitja ráðstefnu um alþjóðlegar ættleiðingar. Alls hafa komið tæplega 150 börn frá Kalkútta. ÍÆ er löggilt til að sjá um ættleiðingar frá Indlandi og leitar nú eftir samstarfi við fleiri barnaheimili þar. Forstöðukona barnaheimilis okkar í Kolkata kom hingað í heimsókn í sept. ´03 og hitti stóran hóp barna frá Kalkútta ásamt fjölskyldum þeirra, var fundurinn mjög ánægjulegur.
Lesa meira

Þjóðlíf - Ættleiðingar á Íslandi - Sri Lanka

Þjóðlíf - 2.tölublað (01.05.1987)
Lesa meira

Svæði