Umsókn í Kólumbíu

Með umsókn til Kólumbíu þurfa eftirfarandi gögn að fylgja:

  • Umsóknareyðublað frá ICBF ásamt passamyndum
  • Bréf frá umsækjendum (motivational letter) - dæmi er hægt að fá á skrifstofu ÍÆ
  • Bréf varðandi leyfi (commitment letter)
  • Listi yfir skilgreindar þarfir
  • Fæðingarvottorð
  • Hjúskaparvottorð / sambúðarvottorð / vottorð vegna skilnaðar (ef við á)
  • Hjúskaparsöguvottorð (ef umsækjendur hafa verið giftir áður)
  • Sakavottorð
  • Atvinnuvottorð
  • Tekju og eignavottorð
  • Yfirlit yfir fjármál (Budget guide)
  • Læknisvottorð og læknisvottorð frá sérfræðilækni (ef við á)
  • Umsögn félagsráðgjafa - ekki eldri en 2 ára 
  • Forsamþykki
  • Skuldbinding vegna eftirfylgni (frá umsækjendum og ÍÆ)
  • Umboð vegna lögfræðings í Kólumbíu (power of attourney) - fæst á skrifstofu ÍÆ
  • Staðfesting á að umsækjendur hafi sótt undirbúningsnámskeið fyrir ættleiðingu - fæst á skrifstofu ÍÆ
  • Sálfræðimat - ekki eldra en ársgamalt
  • Staðfest ljósrit af vegabréfum
  • Ríkisfangsvottorð 

Að auki

  • Myndband af umsækjendum: Myndband af umsækjendum á heimili sínu, af bænum, fjölskyldumeðlimum. Einskonar kynning á umsækjendum. 
  • Myndaalbúm: Myndir af umsækjendum og nánustu fjölskyldu. Hámark 3-4 á hverri mynd andlit þurfa að sjást vel. Texti undir myndum á spænsku. 

Athugið að ef vottorð koma erlendis frá, til dæmis fæðingarvottorð viðkomandi, þarf að fá apostille stimplun á vottorðið frá því landi sem það er gefið út. Ef umsækjendur eru erlendir með íslenskt ríkisfang þarf einnig ríkisfangsvottorð. 

Öll gögn, líka frá vinnuveitendum og lækni, þurfa að vera skrifuð á bréfsefni, undirrituð og stimpluð ef hægt er og mega ekki vera eldri en þriggja mánaða. Fæðingarvottorð og hjónavígsluvottorð má vera eldra en 3 mánaða. Barnaverndarskýrsla má ekki vera eldri en 2 ára og sálfræðimat má ekki vera eldra en ársgamalt. Ef barnaverndarskýrslan er orðin meira en 2 ára þarf að óska eftir viðbótarúttekt.

Þegar umsókn er samþykkt í Kólumbíu þarf að uppfæra læknisvottorð, atvinnuvottorð, sakavottorð, barnaverndarskýrslu og sálfræðiskýrslu á ársfresti. Ef barnaverndarskýrsla og sálfræðiskýrsla er 2 ára þegar hún er send til Kólumbíu þarf að senda uppfærslu á skýrslum.

 

Þegar umsækjendur hafa safnað öllum skjölum fer skrifstofa ÍÆ yfir þau. ÍÆ gefur sér 5 daga til að fara yfir umsóknina, býr til fylgiblað og staðfestir umsóknina með undirskrift. 

Því næst fara umsækjendur með umsóknina og fylgiblaðið og láta notarius publicus stimpla hana hjá sýslumannsembættinu. 
Mikilvægt er að báðir aðilar fari með umsóknina til sýslumannsembættisins þar sem verið er að staðfesta undirskrift beggja aðila.  

Þegar því líkur er farið með umsóknina í utanríkisáðuneytið til þess að fá apostille staðfestingarstimplun á umsóknina. Að lokum er komið með umsóknina á skrifstofu ÍÆ.

Umsóknargjald ÍÆ er greitt og umsóknin send til þýðanda í Kólumbíu sem þýðir umsóknina frá ensku yfir í spænsku. Nauðsynlegt er að nota löggiltan þýðanda í Kólumbíu og því ekki hægt að finna þýðanda sjálfur. 

Í Kólumbíu þarf að greiða skráningargjald, lögfræðikostnað og þýðingargjald þegar umsóknin er send þangað.
Sjá nánar í þjónustugjöldum 

Erlend stjórnvöld geta óskað eftir ítarlegri upplýsingum eða nýjum vottorðum.  Ef svo er þá setur ÍÆ sig í samband við umsækjendur og lætur vita. 

Svæði