Íslensk ættleiðing fékk löggildingu til að annast milligöngu ættleiðinga frá Tékklandi árið 2004.
Í dag er ekki hægt að senda nýjar umsóknir um að ættleiða barn frá Tékklandi.
Miðstjórnvald Tékklands er Úrad pro mezinárodne právní ochranu detí
Læknisvottorð og aðrar upplýsingar sem væntanlegir foreldrar fá eru ítarlegar. Börn með miklar þroskatruflanir eða fatlanir eru yfirleitt ekki ættleidd. Hægt er að sækja um systkini, enda leggja Tékkar mikið upp úr því að systkini fái að vera saman á nýjum heimilum, og getur verið að slík umsókn gangi hraðar fyrir sig en umsókn um eitt barn. Það sama á við um umsóknir um eldri börn. Dæmi eru um að haft sé samband við fjölskyldu sem hefur ættleitt barn frá Tékklandi ef systkini þess þurfa einnig á nýjum foreldrum að halda.
11 umsókn eru samþykkt og bíða afgreiðslu í Tékklandi.
Hér má sjá biðtíma frá því að umsókn er samþykkt af miðstjórnvaldi Tékklands og þar til að upplýsingar bárust um að búið væri að para umsækjendur við barn. Biðtíminn er mældur í dögum. Biðtími hefur verið mislangur hjá fjölskyldunum frá 7 vikum og uppí 4 og hálft ár.