Félagsstarf

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 11.desember

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 11.desember
Jólaskemmtun fyrir alla fjölskylduna þann 11. desember 2022 kl. 14:00 - 16:00 á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík. Gleðin verður í sal 2, sem er staðsettur í suðurvæng hússins, eða til vinstri þegar maður kemur að húsinu. Jólasveinar láta sjá sig og við syngjum og dönsum saman í kringum jólatré við skemmtilegt undirspil. Veitingar eru innifaldar í verðinu og það er aldrei að vita hvað Sveinki verður með í pokanum sínum. Það kostar aðeins 1800 krónur fyrir félagsmenn og 600 krónur fyrir börn þeirra, en fyrir þá sem ekki eru félagsmenn kostar 3500 kr á mann. Allir velkomnir - börn og foreldrar, ömmur og afar, frændur og frænkur og allir hinir. *síðasti skráningardagur er 7.desember
Lesa meira

Jólakósý Íslenskrar ættleiðingar 3.desember

Jólakósý Íslenskrar ættleiðingar 3.desember
Félagsmenn hafa kallað eftir því að hugað sé að eldri kynslóðinni, þá þeim aldri sem endilega hefur ekki áhuga á jólaballi, en vilja samt taka þátt í starfi félagsins. Í ár ætlum við því að hafa jólagleði fyrir krakka á aldrinum 12-16 ára (miðum við grunnskólaaldur) Viðburðurinn verður haldinn 3. desember í húsakynnum Íslenskrar ættleiðingar í Skipholti frá klukkan 17-19 Spilavinir ætlar að mæta á svæðið og kenna okkur á skemmtileg spil, en einnig gefst tækifæri til að spjalla og hafa það notalegt með léttum veitingum í anda jólanna. Starfsmenn Íslenskrar ættleiðingar verða á staðnum, en foreldrar að sjálfsögðu velkomnir með. Viðburðurinn er félagsmönnum að kostnaðarlausu, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér; Fyrir utanfélagsmenn kostar 3500 krónur á mann. *síðasti skráningardagur er 1. desember
Lesa meira

Sumargrill Íslenskrar ættleiðingar 4.september

Sumargrill Íslenskrar ættleiðingar 4.september
Sunnudaginn 4.september klukkan 13.00 ætlum við að hittast í Frístundagarðinum í Gufunesbæ og eiga góða stund saman. Þar er að finna virkilega skemmtilegt svæði fyrir börn og fjölskyldur og við höfum góða reynslu af því að hittast á þessu svæði. Sjá hér; https://gufunes.is/fristundagardurinn/ Klósettaðastaða hefur verið opnuð á svæðinu. Krossum fingur að sólin láti sjá sig, en annars bara klæðum við okkur upp eftir veðri. Íslensk ættleiðing sér um að kveikja upp í grillinu sem er á staðnum og koma með áhöld á grillið, en hver og ein fjölskylda sér um að koma með sitt á grillið, meðlæti og drykki/kaffi. Viðburðurinn kostar ekkert, en við óskum eftir því að fólk skrái þátttöku og fjölda hér
Lesa meira

Fjölskyldustund laugardaginn 30.apríl

Fjölskyldustund laugardaginn 30.apríl
Laugardaginn 30.apríl frá klukkan 15:30 - 17:00 verður fjölskyldustund í fimleikasal Aftureldingar í íþróttamiðstöðinni Varmá, Mosfellsbæ. Hvetjum þátttakendur að muna eftir að taka með vatnsbrúsa. Frítt fyrir félagsmenn en kostar annars 1000 kr fyrir hvert barn.
Lesa meira

Róma dagar í Veröld - húsi Vigdísar

Róma dagar í Veröld -  húsi Vigdísar
Dagana 8. – 13.apríl verða haldnir Róma dagar í Veröld – húsi Vigdísar, þetta er í fyrsta skipti sem Róma dagar verða haldnir á Íslandi, með fjölbreyttri dagskrá þar sem rómönsk menning, fræðimenn í rómönskum fræðum og aðgerðarsinnar koma saman.
Lesa meira

Róma dagar - Tónlistarsmiðja 9.apríl

Róma dagar - Tónlistarsmiðja 9.apríl
40 mínútna tónlistarsmiðja. Í smiðjunni munu börnin kynnast hljóðfærum og læra einfalt lag sem tónlistarfólk af rómönskum uppruna kynna. Tónlistarfólkið verður leitt af Vojtěch Lavička, þekktum fiðluleikara, tónskáldi, leikstjóra og aðgerðasinna. Jelenu Ćirić mun svo stjórna smiðjunni sjálfri en hún talar íslensku og hefur stýrt og komið fram á nokkrum gagnvirkum viðburðum. Smiðjan mun eingöngu snúast um að kynna fyrir börnum tónlist og hljóðfæri sem tengjast Róma menningunni. Boðið verður uppá veitingar fyrir börnin Skráning 10:30 – 11:00 Tónlistarsmiðja fyrir börn á aldrinum 2 – 7 ára. 11:15 – 11:45 Tónlistarsmiðja fyrir börn á aldrinum 8 – 13 ára (eldri börn velkomin) Staðsetning: Veröld – húsi Vigdísar
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 2021

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 2021
Jólaskemmtun fyrir alla fjölskylduna þann 12. desember 2021 kl. 14:00 - 16:00 á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík. Gleðin verður í sal 2, sem er staðsettur í suðurvæng hússins, eða til vinstri þegar maður kemur að húsinu. Jólasveinar láta sjá sig og við syngjum og dönsum saman í kringum jólatré við skemmtilegt undirspil. Veitingar eru innifaldar í verðinu og það er aldrei að vita hvað Sveinki verður með í pokanum sínum. Það kostar aðeins 1600 krónur fyrir félagsmenn og 500 krónur fyrir börn þeirra, en fyrir þá sem ekki eru félagsmenn kostar 2900 kr á mann. Allir velkomnir - börn og foreldrar, ömmur og afar, frændur og frænkur og allir hinir. *Skráningarfrestur er til klukkan 16 þann 9. desember næstkomandi
Lesa meira

Kínversk vorhátíð 3.febrúar - aflýst

Kínversk vorhátíð 3.febrúar - aflýst
Sendiherra Kína JIN Zhijian býður öllum börnum ættleiddum frá Kína og fjölskyldum þeirra á Kínverska vorhátíð (Chinese Spring Festival Gala) sem haldin verður mánudaginn 3.febrúar klukkan 19:30 í Háskólabíó. Fram koma fjöldi listamanna úr listahópi frá Innri Mongólíu sem sýna m. a. hefðbundna dansa og flytja þjóðlagatónlist. Þar verður leikið á hið hefðbundna strengjahljóðfæri „Morin khuur“ og hinn sérstæði barkasöngur sunginn auk fjölda fleiri atriða. Aðgangur er gjaldfrjáls en þar sem sætafjöldi er takmarkaður þarf að panta miða hjá þeim fyrir 22.janúar á netfanginu: chinaemb@simnet.is , tilgreina miðafjölda og póstfang og miðarnir verða svo sendir út með pósti. Sunnudaginn 2. febrúar býður Konfúsíusarstofnun í samstarfi við Kínverska sendiráðið gesti velkomna á opinn dag í Hörpu, á 2. hæð, frá kl. 13:30-16:00. Nánar má fræðast um viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/739002539959684/
Lesa meira

Fjölskylduhátíð í Kínverska sendiráðinu

Fjölskylduhátíð í Kínverska sendiráðinu
Jin Zhijian sendiherra og sendiherrafrúin bjóða börnum ættleiddum frá Kína og fjölskyldu þeirra á fjölskylduhátíð laugardaginn 18.janúar kl 17:00 í Kínverska sendiráðinu, Bríetartúni 1, 105 Reykjavík og verður boðið uppá kvöldverðarhlaðborð. Þau hafa beðið Íslenska ættleiðingu að hafa milligöngu um að bjóða börnunum og fjölskyldum þeirra og til að áætla fjölda gesta biðjum við ykkur vinsamlegast um að skrá þá sem munu þiggja boðið fyrir 13.janúar. Sendiherrahjónunum langaði að kanna hvort einhver börn hefðu áhuga á að sýna hæfileika sína í móttökunni. Hafið endilega samband ef þið hafið áhuga á því.
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 8.desember

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar verður haldið sunnudaginn 8.desember frá klukkan 15-17 á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík. Verð fyrir félagsmenn er 1500 krónur fyrir fullorðinn og 500 krónur fyrir barn. Fyrir utanfélagsmenn kostar 2900 krónur á mann.
Lesa meira

Fjölskyldustund í Spilavinum - aflýst

Fjölskyldustund í Spilavinum - aflýst
Sunnudaginn 20. október næstkomandi ætlum við að hittast í Spilavinum frá klukkan 14-16 í salnum hjá þeim á neðri hæð verslunarinnar sem staðsett er á Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Skeifunni). Kjörið tækifæri fyrir félagsmenn, börn og fullorðna saman, til að hittast og spjalla, eiga notalega stund ásamt því að læra ný spil eða dusta rykið af gömlum spilum. Salurinn tekur aðeins við 40 manns, því þurfum við að takmarka fjöldann við þá tölu. Verð á mann fyrir þátttöku er 1000 krónur fyrir fullorðinn og 500 krónur fyrir börn ef þið eruð félagsmenn. Verð fyrir utanfélagsmenn er 2900 krónur á mann.
Lesa meira

Sumargrill 1.september

Sumargrill 1.september
Sunnudaginn 1.september frá kl 14:00 til 16:00 ætlum við að hittast í Gufunesi í Grafarvogi og eiga góða stund saman. Íslensk ættleiðing mun koma með kol á grillið ef fólk vill snæða e-ð í samverunni. Vinsamlegast hafið í huga að þeir sem það vilja þurfa að koma með mat á grillið, meðlæti, drykki og áhöld til að grilla. Salernisaðstöðu er hægt að nýta í hlöðunni sem er samkomuhúsið á staðnum en við hittumst í grillskálanum á leiksvæðinu. Í ljósi þessara breytinga verður viðburðurinn öllum að kostnaðarlausu en óskað er eftir því að fólk skrái sig engu að síður.
Lesa meira

Sumargrill Íslenskrar ættleiðingar

Sumargrill Íslenskrar ættleiðingar
Sunnudaginn 1.september frá kl 14:00 til 16:00 ætlum við að hittast í Gufunesi í Grafarvogi og eiga góða stund saman. Kostnaður er 2500 fyrir félagsmenn og 1500 kr fyrir börn 12 ára og yngri. Fyrir utanfélagsmenn kostar 3500 kr og 2500 kr fyrir börn 12 ára og yngri. Boðið verður uppá hamborgaraveislu og drykki. Síðasti skráningardagur er 26.ágúst.
Lesa meira

Grill í Gufunesi 1.september

Kæru félagsmenn, í ár sem áður ætlum við að hittast og grilla saman í lok sumars. Við ætlum að hittast í Gufunesi, sunnudaginn 1. september frá klukkan 14-16 svo að endilega takið daginn frá. Nánari upplýsingar og skráning hefst í ágúst.
Lesa meira

Fjölskylduganga á Akrafjall

Fjölskylduganga á Akrafjall
Hjónin Stephan og Ute Schiffel ætla að stýra gönguferð á Akrafjall þann 19.maí næstkomandi. Akrafjall er tiltölulega auðvelt og skemmtilegt að ganga á, með frábæru útsýni og hentar fjölskyldufólki sérstaklega vel. Mæting kl 11:00 á bílastæðinu hjá Akrafjalli - kort Endilega koma með nesti sem er hægt að borða á toppnum og svo er tilvalið að koma með sunddótið og fara í sund á leiðinni heim. Ferðin kostar ekkert, hver fjölskylda sér aðeins um koma með nesti en til að vita hversu margir mæta, þætti okkur vænt um ef fólk myndi skrá sig.
Lesa meira

Páskaeggjaleit Íslenskrar ættleiðingar

Páskaeggjaleit Íslenskrar ættleiðingar
Í tilefni komandi páska ætlum við að koma saman og leita af eggjum í Laugardalnum sunnudaginn 31. mars klukkan 14.00 Mæting er við þvottalaugarnar í Laugardalnum þar sem leikreglur verða útskýrðar og leitin hefst þaðan. Það kostar 400 krónur fyrir hvert barn að taka þátt (allir fá lítið egg, smá hollustu og drykk) Skráningu lýkur föstudaginn 29. mars klukka 12.00 Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í þessari samverustund félagsmanna.
Lesa meira

Fjölskyldustund 3.febrúar

Fjölskyldusamvera í íþróttahúsinu Lágafellslaug, Lækjarhlíð 1a, 270 Mosfellsbæ sunnudaginn 3.febrúar. Sjá nánar á korti. Hittumst í íþróttasal Lágafellslaugar með íþróttafötin í farteskinu og leikum okkur saman frá klukkan 14-15. Þátttaka kostar ekkert fyrir félagsmenn en kostar 1000 krónur fyrir aðra. Hlökkum til að sjá ykkur
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 9.desember

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 9.desember
Hið árlega jólaball Íslenskrar ættleiðingar verður haldið á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík, sunnudaginn 9. desember frá kl. 14 - 16. Það kostar aðeins 1000 kr fyrir félagsmenn og 500 kr fyrir börn þeirra, en fyrir þá sem ekki eru félagsmenn kostar 2900 kr og 1450 kr fyrir börn þeirra.
Lesa meira

Barna og unglingastarf Íslenskrar ættleiðingar 2018/2019

Barna og unglingastarf Íslenskrar ættleiðingar 2018/2019
Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi.. Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu, Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru. Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni. Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast. Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi. Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili. Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri. Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt. Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina. Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst. Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi: Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl. Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf: 1. tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir 2. tími í október: Leiklist 3. tími í nóvember: Útinám 4. tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu 5. tími í janúar: Sjálfsstyrking 6. tími í febrúar: Myndlist og Yoga 7. tími í mars: Matreiðsla 8. tími í apríl: Lokahóf með foreldrum Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.
Lesa meira

40 ára afmæli Íslenskrar ættleiðingar

Þér er boðið í 40 ára afmæli Íslensk ættleiðing býður félagsmönnum sínum að fagna afmæli félagsins sunnudaginn 2.september á milli kl. 14:00-16:00 við Hlöðuna í Gufunesbæ. Söng- og leikhópurinn Tónafljóð spilar og leikur við hvern sinn fingur, börnin fá andlitsmálningu og boðið verður uppá grillað góðgæti fyrir afmælisgesti. Skráning er opin til 30.ágúst.
Lesa meira

Tónleikar í Hörpu sunnudaginn 3.júní kl:19:00

Tónleikar í Hörpu sunnudaginn 3.júní kl:19:00
Kínverska sendiráðið býður börnum ættleiddum frá Kína og fjölskyldum þeirra á tónleika í Hörpu, norðurljósasal, sunnudaginn 3. júní frá kl 19:00 – 20:45. Tilefni tónleikanna er Silkivegurinn “Silk road” en auk sögulegrar tilvísunar er það tilvísun í eitt stærsta menningarverkefni Kína í dag sem kallast á ensku "One Belt One Road Initiative" Ekki er mælt með því að taka með börn yngri en 6 ára. Það er enginn aðgangseyrir en nauðsynlegt er að skrá sig á tónleikana fyrir föstudaginn 1. júní. Sýna þarf boðsbréfið við inngöngu.
Lesa meira

Viðeyjarferð 19.maí

Viðeyjarferð 19.maí
Skemmtinefnd Íslenskrar ættleiðingar stendur fyrir fjölskylduferð í Viðey laugardaginn 19.maí. Ætlunin er að hittast á Skarfabakka og taka ferjuna í Viðey klukkan 10:15. Byrjum á því að leika okkur á rólóvellinum og leikum okkur jafnvel saman í skipulögðum leikjum. Næst göngum við saman að fjörunni þar sem Viðeyjarnaust stendur. Þar ætlum við að borða saman nesti, sem hver og einn kemur með fyrir sig, skoða lífið í fjörunni og hafa gaman í góðum félagsskap. Ef veður er með þeim hætti að ekki er hægt að sitja úti, þá er aðstaða inni í Viðeyjarnausti til að setjast og borða. Heimferð er áætluð klukkan 14.30. Ferðin kostar ekkert, hver fjölskylda sér um að greiða ferjutoll og koma með nesti. En til að vita hversu margir mæta, þætti okkur vænt um ef fólk myndi skrá sig. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í góðum félagsskap þann 19.maí.
Lesa meira

Útilega 29.júní - 1.júlí - aflýst

Útilega 29.júní - 1.júlí - aflýst
Löng hefð er fyrir útilegum á vegum félagsins, en síðustu ár hefur þátttaka í þeim verið dræm og hefur skemmtinefndin ekki staðið fyrir útilegum uppá síðkastið. Nú í sumar ætlar nefndin hins vegar að reyna að blása lífi í þessa fallegu hefð. Helgin 29.júní til 1.júlí hefur orðið fyrir valinu og munu félagsmenn flykkjast í Brautartungi í Lundarreykjadal. Félagsheimilið hefur verið vinsæll staður fyrir ættarmót, brúðkaup og aðra viðburði en í húsinu er stór salur sem rúmar um 200 manns í sæti. Öðru megin salarins er svið en hinumegin minni salur og rúmgott eldhús. Á efri hæð er setustofa með nokkrum sófum og sófaborðum. Sundlaug á staðnum, aðeins fyrir okkur og salur sem að um 30 manns geta gist í ef veður er með þeim hætti að fólk þarf að komast í skjól. Að ógleymdu tjaldsvæði sem við verðum með út af fyrir okkur þessa helgi. Búið er að bóka Grillvagninn til að sjá um sameiginlegan kvöldverð á laugardeginum og vonandi náum við að setja saman skipulagða dagskrá með skemmtun og fjöri yfir helgina. Við óskum hér með eftir áhugasömum sem vilja koma að því að skipuleggja þessa helgi og hafa tök á því að leggja sitt af mörkum. Við vitum að í félaginu okkar eru margir hæfileikarríkir einstaklingar sem gætu komið að því að gera þessa helgi skemmtilega og minnistæða.
Lesa meira

Skemmtinefnd

Skemmtinefnd
Í gær stóð skemmtinefnd félagsins fyrir íþróttafjöri fyrir félagsmenn. Mikil gleði var með þennan viðburð sem verður klárlega aftur á dagskrá hjá nefndinni. Yfir 15 fjölskyldur mættu og léku sér. Settar voru upp nokkrar brautir ásamt því að fólk gat leikið sér með bolta og sveiflað sér í köðlum. Húlludúllan mætti svo galvösk á svæðið og kenndi börnunum og foreldrum þeirra um leyndardóma húllahringja. Skemmtinefnd ÍÆ vill þakka öllum þeim sem sáu sér fært um að mæta og halda upp stuðinu. Laugardaginn 24. mars Páskabingó Í mars mun skemmtinefnd bjóða uppá páskabingó fyrir félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar. Bingóið verður laugardaginn 24. mars og verður væntanlega mikið fjör, eins og alltaf. Ef einhver félagsmaður er í aðstöðu til að hjálpa til við að aðstoða við öflun vinninga eru þeir beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins. Sumardagurinn fyrsti, 19.apríl Afmælishátíð Íslenskrar ættleiðingar Fjölskylduskemmtun fyrir ættleidd börn og foreldra þeirra, þá sem hafa notið milligöngu félagsins í áranna rás. Viðburðurinn verður auglýstur nánar síðar en takið daginn frá. Laugardaginn 19. maí Viðeyjarferð Í maí verður skemmtinefndin í sjógallanum og ætlar að sigla til Viðeyjar með félagsmenn. Þar verður leikið í fjörunni og eyjan könnuð. Útilega 29.júní til 1.júlí, í Brautartungu Löng hefð er fyrir útilegum á vegum félagsins, en síðustu ár hefur þáttaka í þeim verið dræm og hefur skemmtinefndin ekki staðið fyrir útilegum uppá síðkastið. Nú í sumar ætlar nefndin hins vegar að reyna að blása lífi í þessa fallegu hefð. Helgin 29.júní til 1.júlí hefur orðið fyrir valinu og munu félagsmenn flykkjast í Brautartungi í Lundarreykjadal. Félagsheimilið hefur verið vinsæll staður fyrir ættarmót, brúðkaup og aðra viðburði en í húsinu er stór salur sem rúmar um 200 manns í sæti. Öðru megin salarins er svið en hinumegin minni salur og rúmgott eldhús. Á efri hæð er setustofa með nokkrum sófum og sófaborðum. Sundlaug á staðnum, aðeins fyrir okkur og salur sem að um 30 manns geta gist í ef veður er með þeim hætti að fólk þarf að komast í skjól. Að ógleymdu tjaldsvæði sem við verðum með út af fyrir okkur þessa helgi.
Lesa meira

Barna og unglingastarf

Barna og unglingastarf
Frá haustmánuðum 2017 hefur verið starfrækt barna- og unglingastarf hjá Íslenskri ættleiðingu. Börnunum hefur verið skipt í tvo hópa eftir aldri, yngri hópur er fyrir börn 8-10 ára og eldri hópur er fyrir 11- 14 ára. Fyrir áramót voru 25 börn skráð, en eftir áramót voru þau 23. Það hefur verið mikil ánægja með starfið hjá börnunum, foreldrum og þeim aðilum sem koma að verkefninu. Við höfum meðal annars verið að fá skilaboð sem þessi:   „Ég vildi bara segja að mín stelpa var efins með að fara í fyrsta tímann, en hún kom heim alveg í skýjunum með hittinginn og er að telja niður dagana í næsta hitting“ „Mínum stelpum fannst mjög gaman“ „Mig langar bara að segja ykkur að barnið mitt var var í hópastarfinu hjá ykkur áðan. Hún var alsæl en reyndar pínu spæld yfir að þetta yrði ekki strax aftur í næstu viku. Hún bíður því spennt eftir næsta hitting“ „Stelpurnar okkar komu mjög glaðar heim“ „Mín stelpa er mjög spennt að byrja aftur, virkilega ánægð með þetta framtak hjá ÍÆ“ „Takk fyrir minn dreng, hann var ánægður og spurði hvenær hann mætti koma næst.“ „Alveg frábærlega vel staðið að þessum námskeiðum hjá ykkur, stelpan mín kemur alltaf voða glöð heim“ „Takk fyrir kvöldið, mín stelpa var mjög glöð og hamingjusöm þegar hún kom heim eftir daginn“ „Takk fyrir frábært framtak, mín var mjög ánægð með kvöldið“   Markmiðið með starfinu, er að krakkarnir nái að kynnast í gegnum leik og afþreyingu og nái að mynda tengsl og traust sín á milli. Með því að leggja þann grunn með þeim er hægt að styðja þau í að miðla hvers til annars, reynslu og hugleiðingum varðandi uppruna og ættleiðingu í gegnum samtöl, leik og verkefni. Þá er einnig unnið með sjálfsstyrkingu og sjálfsmynd í gegnum verkefni og afþreyingu sem höfðar til aldurs barnanna. Þeir starfsmenn sem hafa leitt starfið eru, Rut Sigurðardóttir félagsráðgjafi og starfsmaður Íslenskrar ættleiðingar og Kjartan Björn Elísson sem er ættleiddur frá Kólumbíu. Að auki hafa og munu aðrir fagaðilar koma inn í starfið, með mismunandi bakgrunn og þekkingu. Hér má sjá myndir frá þremur viðburðum sem krakkanir hafa tekið þátt í, fyrst er það spilastund í Spilavinum, svo er það jógatími og að lokum tími í sjálfstyrkingu í gegnum myndlist.
Lesa meira

Íþróttafjör fyrir alla fjölskylduna - sunnudaginn 4.febrúar frá 10-12

Íþróttafjör fyrir alla fjölskylduna - sunnudaginn 4.febrúar frá 10-12
Við ætlum að hittast í húsnæði Íþróttafélags fatlaðra, sunnudaginn 4.febrúar í Hátúni 14 í Reykjavík, leika okkur saman og takast á við þrautabraut. Húlladúlla kemur einnig og sér um afþreyingu og skemmtun sem hentar öllum aldurshópum. Frítt fyrir félagsmenn, 1000 krónur fyrir aðra Hlökkum til að sjá ykkur Kveðja skemmtinefnd Íslenskrar ættleiðingar
Lesa meira

Barna- og unglingastarf, vorönn 2018

Barna- og unglingastarf, vorönn 2018
Á nýju ári ætlar Íslensk ættleiðing að halda áfram með barna- og unglingastarf. Tilraun var gerð nú í haust með slíkt starf, það gafst vel og ljóst að það er full ástæða til að halda áfram. Við munum halda okkur við aldursskiptinguna og vinna með krakkana í tveimur hópum. Eldri hópur er 11-14 ára, yngri hópur 8-10 ára. Á haustmánuðum voru 23 börn skráð í tvo hópa, skipt eftir aldri. Það var virkilega ánægjulegt og gaman að vinna með hópunum, ýmislegt skemmtilegt var brallað í bland við samtöl og hugleiðingar. Markmiðið með starfinu, er að krakkarnir nái að kynnast í gegnum leik og afþreyingu, myndi tengsl og traust sín á milli. Með því getum við stutt þau í að miðla hvers til annars, reynslu og hugleiðingum varðandi uppruna og ættleiðingu. Þá er einnig unnið með sjálfsstyrkingu og sjálfsmynd í gegnum verkefni og afþreyingu sem höfðar til aldurs barnanna. Sömu starfsmenn verða og áður, Rut Sigurðardóttir félagsráðgjafi og starfsmaður Íslenskrar ættleiðingar og Kjartan Björn Elísson sem er ættleiddur frá Kólumbíu. Hann hefur mikla reynslu af vinnu með börnum og unglingum og starfar í dag sem stuðningsaðili í grunnskóla og á sambýli fyrir fötluð börn. Að auki munu aðrir fagaðilar koma inn í starfið, með mismunandi bakgrunn og þekkingu. Drög að dagskrá liggur fyrir, hún getur tekið breytingum en dagsetningarnar munu ekki breytast. Við erum að hittast frá klukkan 17.30 til 19.30. Verðið fyrir öll skiptin er 16.000. Skráning er hafin á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar og stendur til 16. Janúar. Yngri hópur, 18. Janúar, eldri hópur 22. Janúar – Myndlist undir handleiðslu Kristínar Bertu Guðnadóttur, myndlistarkonu, félagsráðgjafa og fjölskylduráðgjafa. Hér ætlum við að leika okkur með liti og málningu, með okkur sjálf í huga og reyna að koma því til skila á striga. Yngri hópur, 8. Febrúar, eldri hópur 12. Febrúar – Sjálfsstyrking með Kristínu Tómasdóttur. Farið yfir hugtakið sjálfsmynd og farið yfir þær leiðir sem hægt er fara til að hafa áhrif á eigin sjálfsmynd. Yngri hópur, 8. Mars, eldri hópur 12. Mars – útivist með Ásgeiri Péturssyni og Styrmi Magnússyni sem báðir eru félagsráðgjafar og með mikla reynslu af vinnu með börnum og unglingum. Við ætlum að fara í útivistarævintýri undir þeirra stjórn og takast á við skemmtileg verkefni. Yngri hópur, 12. Apríl, eldri hópur 16. Apríl – matreiðsla með Ebbu Guðný. Við ætlum að hittast í Satt eldhúsi og læra að útbúa hollan og góðan mat/nesti.
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar í Reykjavík

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar í Reykjavík
Aðventan, jólahátíðin og rauðar skotthúfur fylgja desembermánuði en líka okkar árlega jólaball hjá Íslenskri ættleiðingu. Í ár ætlum við að hittast á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52 í Reykjavík, laugardaginn 9. desember frá kl. 14 - 16. Það kostar aðeins 1000 kr fyrir félagsmenn og 500 kr fyrir börn þeirra, en 2750 kr fyrir utanfélagsmenn og 1350 kr fyrir börn þeirra.
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar á Akureyri

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar á Akureyri
Jólaball Íslenskrar ættleiðingar á Akureyri verður haldið laugardaginn 25.nóvember kl: 14:00 í Menningarhúsinu Hof, Strandgötu 12, Akureyri. Frítt fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr fyrir aðra Allir velkomnir
Lesa meira

Jólaball í Reykjavík og á Akureyri

Dagsetningar liggja fyrir á Jólaböllum Íslenskrar ættleiðingar þetta árið. Á Akureyri verður jólaballið laugardaginn 25. nóvember kl. 14:00, í menningarhúsinu Hofi, nánar tiltekið á 1862 bistro. Í Reykjavík verður jólaballið laugardaginn 9. desember klukkan 14:00 - 16:00 á Hótel Natura (gamla Hótel Loftleiðir). Skráning hefst í lok vikunnar og verður félagsmönnum send tilkynning þegar þar að kemur.
Lesa meira

Fimleikafjör 28.október og dagskrá Skemmtinefndar ÍÆ 2017/2018

Fimleikafjör 28.október og dagskrá Skemmtinefndar ÍÆ 2017/2018
Laugardaginn 28. október ætlum við að skella okkur í fimleikafjör í sal Aftureldingar í Íþróttahúsinu við Varmá. Mæting er klukkan 15 og við ætlum að leika okkur til klukkan 16.45. Hver og einn mætir með eitthvað matarkyns á sameiginlegt hlaðborð. Skráning er hafin á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Jólaball verður haldið í desember (vonandi 9. eða 10.), enn er unnið að staðfestingu á sal og staðfest dagsetning send út þegar nær dregur. Sunnudaginn 4. febrúar ætlum við að hittast í íþróttafjöri í sal Íþróttafélags fatlaðra í Hátúni. Fjörið hefst klukkan 10 og stendur til 12. Húlladúlla verður með okkur og heldur sýningu á húllalistum ásamt því að kenna okkur sitthvað á því sviði. Þrautabraut og sprikl fyrir alla. Laugardaginn 24. mars PÁSKABINGÓ – staðsetning auglýst síðar Laugardaginn 19. maí ætlum við að sigla saman út í Viðey, leika okkur í fjörunni og hafa gaman. ÚTILEGA – verið er að skoða með að endurvekja þann sið að halda útilegu og stefnan er sett á helgina 29. júní til 1. júlí. Unnið er að því að finna staðsetningu sem gæti hentað fyrir hópinn. Kveðja Skemmtinefnd Íslenskrar Ættleiðingar
Lesa meira

Sumargrill Íslenskrar ættleiðingar

Sumargrill Íslenskrar ættleiðingar
Sunnudaginn 27.ágúst kl 12:00 til 14:00 ætlum við að grilla pylsur í Gufunesbæ í Grafarvogi. Drykkir verða einnig í boði. Gufunesbær er með stórt útivistarsvæði með leiksvæði fyrir börnin og góða grillaðstöðu. Frítt verður fyrir félagsmenn.
Lesa meira

Barna- og unglingastarf

Barna- og unglingastarf
Í haust ætlar Íslensk ættleiðing af stað með barna- og unglingastarf. Markmiðið með starfinu er að vinna með sjálfsmynd og skapa vettvang fyrir börn og unglinga til að hitta jafnaldra sína með sambærilega reynslu að baki. Lagt verður upp með að hafa samverustundirnar skemmtilegar með fjölbreyttri afþreyingu. Einnig verður unnið með verkefni og leiki þar sem áhersla verður lögð á vináttu, samskipti, hópefli, sjálfstraust og sjálfsmynd. Börnunum verður skipt upp í tvo hópa, 8-11 ára og 12-14 ára. Þeir sem stýra verkefninu eru Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og starfsmaður Íslenskrar ættleiðingar og Ragnheiður Helgadóttir frístundaleiðbeinandi og kennaranemi. Rut hefur mikla reynslu í vinnu með börnum, bæði á vegum félagsþjónustu og Barnaverndar. Ragnheiður er ættleidd frá Sri Lanka og hefur mikla reynslu af starfi með börnum og unglingum. Sambærileg dagskrá verður fyrir báða hópana. Í fyrsta tímanum ætlum við að hittast í Spilavinum, byrja á að kynnast hvert öðru áður en við fáum spilakennslu. Borðum svo saman áður en haldið verður heim á leið. Annar tíminn verður í jóga en þá erum við búin að til liðs við okkur jógakennara sem hefur reynslu af því að vinna með börnum. Þá ætlum við einnig að borða saman. Þriðji tíminn verður ákveðinn í samráði við hópana og sá tími nýttur einnig til að leggja drög af starfinu á vorönn í samvinnu við hópinn. Dagsetningar fyrir yngri hóp (8-11 ára) eru eftirfarandi: 14. september, 12. október og 16. nóvember. Við verðum saman frá klukkan 17.30 – 19.30. Dagsetningar fyrir eldri hóp (12-14 ára) eru eftirfarandi: 18. september, 16. október og 20. nóvember. Við verðum saman frá klukkan 17.30 – 19.30. Þátttökugjald er 3000 krónur fyrir félagsmenn en 12.000 krónur fyrir aðra. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar og lokadagur skráningar er 7. september. Ykkur er velkomið að hafa samband við rut(hjá)isadopt.is eða í síma 5881480 ef þið viljið frekar upplýsingar.
Lesa meira

Fimleikafjör 6.maí

Fimleikafjör 6.maí
Laugardaginn 6.maí klukkan 15-18 ætlum við að hittast í fimleikasalnum Litlu Björk í Íþróttamiðstöðinni Björk, Haukahrauni 1, Hafnafirði. (sjá kort).
Lesa meira

Jólaball í Reykjavík

Jólaball í Reykjavík
Jólasveinarnir munu hafa í nógu að snúast þessi jólin því að þeir hafa rétt sex daga til að koma sér til Reykjavíkur og hitta félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar í Hörpunni. Við vonum að það verði nóg eftir í pokanum þegar þeir koma suður svo að hægt verði að gleðja börnin á höfuðborgarsvæðinu. Gamanið hefst kl. 13:00 í Hörpunni og verður boðið uppá vöfflur og heitt súkkulaði, ávexti og safa fyrir þá sem það vilja.
Lesa meira

Jólaball á Akureyri

Jólaball á Akureyri
Sunnudaginn 27. nóvember standa félagsmenn norðan heiða fyrir jólaballi á Akureyri. Fjörið hefst kl. 11:00 í Brekkuskóla og hefur heyrst að jólasveinar muni leggja leið sína á ballið með pokann á bakinu og hver veit nema að í honum leynist eitthvert góðgæti og jafnvel smá glaðningur…
Lesa meira

Grill í Gufunesbæ 28.ágúst

Grill í Gufunesbæ 28.ágúst
Sunnudaginn 28.ágúst kl 11:00 ætlum við að grilla pylsur og hamborgara í Gufunesbæ í Grafavogi. Drykkir verða einnig í boði. Gufunesbær er með stórt útivistarsvæði með leiksvæði fyrir börnin og góða grillaðstöðu. Frítt er fyrir félagsmenn. Hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira

Svæði