Lög nr. 1723/151 tryggja að börn og fjölskyldur þeirra falli ekki á milli kerfa og verði ekki send á eigin ábyrgð milli þjónustuaðila innan sveitarfélaga og ríkisstofnana.
Öll börn eiga rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa þegar á að halda. Það getur verið flókið að fá aðstoð við hæfi og vita hvert eigi að leita eftir henni, sjá nánar hér.
Stigskipting þjónustu
Þjónusta fyrir börn er veitt á þremur þjónustustigum. Gott er að hafa í huga að sú þjónusta sem barnið fær er stigskipt en ekki mál barnsins sem slíkt. Þannig geta börn fengið þjónustu á fleiri en einu þjónustustigi, sjá nánar hér.
Tengiliður farsældar
Tengiliður farsældar skal vera aðgengilegur öllum börnum og foreldrum og hefur hann viðeigandi þekkingu til að vera innan handar og aðstoða við að sækja viðeigandi þjónustu við hæfi. Þannig geta foreldrar og börn leitað til eins aðila sem hefur yfirsýn yfir allt þjónustukerfið, sjá nánar hér.
Þegar ættleitt barn kemur til Íslands er tengiliður barns starfsmaður heilsugæslu. Þegar barn hefur leikskólagöngu er tengiliðurinn í leikskóla barnsins, t.d. deildarstjóri eða sérkennslustjóri. Þegar barn hefur grunnskólagöngu er tengiliðurinn starfsmaður grunnskólans, t.d. námsráðgjafi, deildarstjóri, þroskaþjálfi eða annar starfsmaður í nærumhverfi barnsins. Ungmenni í framhaldsskólum hafa aðgang að tengilið innan framhaldsskólans, t.d. námsráðgjafa. Ungmenni sem ekki fara í framhaldsskóla eða börn sem á einhvern hátt falla á milli ofangreindra þjónustukerfa hafa aðgang að tengilið hjá félagsþjónustu sveitarfélags.
Tengiliður farsældar metur hvort þörf sé á samþættingu þjónustu. Þegar beiðni um samþættingu liggur fyrir getur tengiliður farsældar hafist handa við að samþætta þjónustu í þágu farsældar barns. Hlutverk tengiliðar farsældar er meðal annars að meta þjónustuþörf, skipuleggja og fylgja eftir þjónustu á fyrsta stigi. Þá kemur tengiliður upplýsingum til sveitarfélags ef þörf þykir á tilnefningu málstjóra. Einnig getur hann tekið þátt í vinnu stuðningsteymis eftir því sem við á.
Tengiliður farsældar hefur ávallt hagsmuni barnsins að leiðarljósi og rækir hlutverk sitt í samráði við foreldra og barn. Þannig geta foreldrar og börn leitað til eins aðila sem hefur yfirsýn yfir þjónustukerfið í stað þess að þurfa að fara á marga staði til að leita að slíkum upplýsingum.
Hvernig á að bera sig að?
Foreldrar geta óskað eftir því að fá fund með þeim sem er tengiliður farsældar þar sem barnið er, ef barn er nýkomið til landsins er það tengiliður farsældar hjá heilsugæslu, ef barn er byrjað í leikskóla er það tengiliður farsældar hjá leikskólanum og ef barn í grunnskóla er það tengiliður farsældar hjá grunnskólanum.
Íslensk ættleiðing getur einnig sem þjónustuveitandi aðstoðað foreldra við að fylla út beiðni um miðlun gagna til tengiliðar. Ef það liggja upplýsingar hjá Íslenskri ættleiðingum sem talið er að þurfi að komast áfram til tengiliðar farsældar áður en samþætt þjónusta hefst.
Með tengilið farsældar er foreldrum og börnum gert kleift að leita til eins aðila sem hefur yfirsýn yfir þjónustu í stað þess að þurfa að fara á marga staði til að leita að slíkum upplýsingum. Ef Íslensk ættleiðing sendir beiðni um miðlun upplýsinga á tengilið farsælda á tengiliður að hafa samband við foreldra og/eða barn.
Næsta skref er að tengiliður farsældar vinnur með þessar upplýsingar sem hann hefur fengið. Tengiliður ræðir við foreldra og/eða barn og metur hvort þörf sé á samþættingu þjónustu. Tengiliður hefur einungis heimild til að skoða þær upplýsingar sem hann hefur fengið frá þessum eina þjónustuveitanda og skal svo hafa samband við foreldra og/eða barn.
- Telji tengiliður að samþætting þjónustu sé barninu fyrir bestu leiðbeinir hann foreldrum og eða barni í hverju samþætting þjónustu felst og leiðbeinir um beiðni um samþættingu þjónustu.
Það er eyðublað sem foreldrar og/eða barn fyllir út þar sem óskað er eftir að þjónusta við barn verði samþætt. Beiðnin heimilar tengiliðum, málstjórum, þjónustuveitendum og þeim sem veita þjónustu í þágu farsældar barns að vinna upplýsingar um barn til að tryggja því skipulagða og samfellda þjónustu.
Málstjóri farsældar
Hlutverk málstjóra er meðal annars að veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu og aðstoða við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfum barns. Málstjóri hefur hagsmuni barnsins ávallt að leiðarljósi og rækir hlutverk sitt í samráði við forelda og barn, sjá nánar hér.
Ef fyrir liggur beiðni foreldra og/eða barns um samþættingu þjónustu og ástæða er til að ætla að barn þurfi fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi er tilnefndur málstjóri. Málstjórar eru að jafnaði starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélaga.
Hlutverk málstjóra er meðal annars að veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu, aðstoða við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfum barns, bera ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og stýra stuðningsteymi. Málstjóri hefur hagsmuni barnsins ávallt að leiðarljósi og rækir hlutverk sitt í samráði við foreldra og barn. Í stuðningsteymi sitja fulltrúar þjónustuveitenda í máli barnsins. Heimilt er að bjóða þeim sem veita almenna þjónustu í þágu farsældar barns að taka sæti í stuðningsteymi ef þörf krefur.
Hægt er að skoða leiðbeiningar og eyðublöð vegna samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna hér.