Eftirfylgni - Tógó

Eftirfylgniskýrslur eru gerðar að kröfu yfirvalda í Tógó og eru þær gerðar þar til barnið er átján ára gamalt. Fyrsta eftirfylgniskýrsla er gerð ári eftir að barnið er ættleitt;

1. skýrsla - ári eftir ættleiðingu
2. skýrsla - tveimur árum eftir ættleiðingu
3. skýrsla - þremur árum eftir ættleiðingu
4. skýrsla - sex árum eftir ættleiðingu
5. skýrsla - ellefu árum eftir ættleiðingu
6. skýrsla - sextán árum eftir ættleiðingu (en þó aðeins ef barnið hefur ekki náð átján ára aldri). 

félagsráðgjafi hjá sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu sjá um gerð eftirfylgniskýrslanna og greiða foreldrar fyrir þýðingu á þeim. Skýrslurnar eru þýddar yfir á frönsku og sendar til ættleiðingaryfirvalda í Tógó.

Áætlaður kostnaður við hverja skýrslu er 50.000 krónur.

 

Svæði