Fyrirlestrar

Lífið er lótterí - Upprunaleit með hjálp DNA

Lífið er lótterí - Upprunaleit með hjálp DNA
Í ágúst var haldið fræðsluerindi sem bar heitið "Upprunaleit með hjálp DNA". Krístin Valdemarsdóttir og fjölskylda hennar sögðu sína sögu. Mjög góð þátttaka var á fræðslunni og hefur Kristín nún tekið saman skjal í framhaldi af erindi sínu fyrir félagsmenn.
Lesa meira

Hlaðvarpið

Hlaðvarpið
"Allt um ættleiðingar" er hlaðvarp um allt sem tengist ættleiðingum. Selma Hafsteinsdóttir móðir ættleidds drengs og meðlimur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar fór af stað í upphafi árs með hlaðvarpið, og hefur Selma fengið marga til sín. Sumir segja frá sinni persónulegu reynslu af ættleiðingum, bæði foreldrar og uppkomnir ættleiddir.
Lesa meira

Ættleidd börn í skóla

Ættleidd börn í skóla
Jafnrétti - Virðing - Virk Boðskipti - Þátttaka Fyrirlesari er Svanhildur Kristjansson og fræðslan fer fram í sal Framvegis í Borgartúni 20, þriðju hæð klukkan 19:30. Svanhildur er lærður kennari, sérkennari, talmeinafræðingur frá Noregi og með meistaragráðu í talmeinafræði, ásamt að hafa lokið starfsnámi sem einhverfu TEACCH ráðgjafi. Hún hefur starfað sem ráðgjafi í flestum sérskólum Íslands, var ráðgjafi á BUGL í 10 ár og stofnaði sérdeild einhverfra í Langholtskóla. Hún flutti til Arizona í Bandaríkjunum árið 1996 en er nú stödd hér á landi og ætlar að koma til okkar með fyrirlestur.
Lesa meira

Fyrirlestur- Bati eftir áföll í æsku

Fyrirlestur- Bati eftir áföll í æsku
Næsta fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar verður 12.maí næstkomandi klukkan 20:00 í sal Framvegis í Borgartúni 20, þriðju hæð. Heiti fyrirlestursins er "Bati eftir áföll í æsku" og til okkar er að koma Svava Brooks en hún er TRE® sérfræðingur og ráðgjafi. Hún vinnur gjarnan með einstaklingum sem eru í bata eftir áföll í æsku. Svava hefur unnið með sjálfshjálparhópum í Bandaríkjunum og á íslandi. Hún hefur einnig starfað fyrir einkafyrirtæki, stofnanir og grasrótarsamtök í mörg ár. Að auki hefur Svava unnið við forvarnir gegn kynferðisofbeldi í meira en áratug. Svava hefur gefið út vinnubækur og skrifar gjarnan um heilun og líf eftir ofbeldi, um áföll og víðtæk áhrif þeirra. Þetta má finna á bloggsíðu hennar á http://www.svavabrooks.com Rannsóknir sýna að áhrif streitu, spennu og áföll eru oftast bæði andleg og líkamleg. Svava fræðir okkur um áhrif streitu og áföll á líkamlega og andlega heilsu okkar, og á samskipti og líðan okkar. Á síðastliðnum árum erum við að kynnast og lærum hvernig hægt er að vinna með líkamann og taugakerfið, m.a. til að fyrirbyggja erfiðleika í samskiptum og bæta andlega og líkamlega heilsu. Einnig lærum við hvernig við getum marktækt minnkað líkurnar á því að við verðum alvarlega veik síðar á lífsleiðinni. Meiri þekking og skilningur á rannsóknum eflir okkur í vinnu með það sem við getum breytt. Líkaminn og hugurinn breytast stöðugt og þroskast. Svava deilir með okkur aðferðum og verkfærum sem við getum strax notað við að byrja á að tengjast eigin líkama og minnka um leið streitu og álag á taugakerfið. Það veitir betri líðan og betri tengsl við okkur sjálf og aðra. Það sem við kynnumst er m.a. þetta: • Áhrif áfalla og streitu á líkamann • Hegðun og líðan, áhrif eða orsök? • Hverju getum við breytt • Líkaminn heilar sig • Áhrif umhverfisins
Lesa meira

Fyrirlestur - Öruggt samband foreldra og barna

Næsta fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar verður 31. mars næstkomandi frá 18-20 í sal Framvegis í Borgartúni 20 https://www.framvegis.is/ Sú sem kemur til okkar heitir Kristjana en hún er leikmeðferðar- og geðtengslafræðingur MA/MSc frá Roehampton Háskóla í London, ásamt því að vera leikskólakennari og að hafa verið skólastjórnandi til margra ára. Hún hefur starfað með börnum og unglingum í yfir 25 ár. Hún starfaði í London sem skólaráðgjafi í grunnskóla fyrir börn sem hefur verið vikið varanlega úr skólakerfinu sökum slæmrar hegðunar og einnig innan breska heilbrigðiskerfisins (NHS) á Barna- og Unglingageðdeild (CAMHS) en þar var hún yfir sviði fósturbarna og unglinga. Þar vann Kristjana náið með barnavernd og félagsráðgjöfum ásamt skólum og öðrum sem komu að umönnun barnanna. Kristjana hefur haldið styttri og lengri námskeið fyrir fagfólk, foreldra og fóstur- og kjörforeldra og verið ráðgjafi á öllum stigum mála barna innan fósturkerfisins. Í dag starfar Kristjana sem ráðgjafi innan barnaverndar. Á fyrirlestrinum verður farið í hagnýt ráð m.a. út frá PACE Daniel's Huges "Playfulness – Acceptance – Curiosity – Empathy" Þar sem undirstaðan er samyggð (empathy) og samþykki einstaklingsins ásamt því að veita huggun og öryggi til að hafa rými til að kanna og vinna úr fyrri áföllum. Einnig er fjallað um Child parent Relationship Therapy Garry's Landreth. Öruggt samband foreldra og barna er nauðsynlegur þáttur í velferð barna, og mikilvægt að geta stillt sig inn á tilfinningalegar þarfir barnsins. Meðferðin gengur út á að foreldrar fá færni til að bregðast betur við tilfinningalegum og hegðunarvandamálum barna sinna í gegnum leik. Fólk er vinsamlegast beðið um að skrá sig hér; Ef fólk vill fylgjast með rafrænt, þá er hægt að skrá þátttöku hér; Fræðslan er félagsmönnum að kostnaðarlausu en það kostar 1000 krónur fyrir aðra.
Lesa meira

Fyrirlestur um vináttuna 14.október kl 18:00

Við ætlum að fjalla um vináttuna og fyrirlesarinn er Lilja Eivor. Lilja Eivor hefur unnið með börnum og unglingum í 10 ár. Hún vinnur hjá fyrirtækinu Kvan þar sem hún er m.a. með "Vináttufærnis-námskeið". Á þessum námskeiðum er unnið með félagsfærni og sjáfseflingu barna. Í fyrirlestri sínum hjá okkur mun Lilja fara yfir það hvernig foreldrar geta stuðst við börnin sín í vináttu og eflt félagsfærni þeirra. Hún mun einnig fara yfir hvaða hlutverk foreldrar spila í vináttu barna sinna og hvaða ráð reynast börnum skýr og auðveld. Við ætlum að hittast í nýjum húsakynnum Framvegis, sem er flutt í Borgartún 20.
Lesa meira

Sarah Naish fyrirlestur og ráðstefna

Sarah Naish fyrirlestur og ráðstefna
Sarah Naish félagsráðgjafi kom hér til lands á vegum Íslenskrar ættleiðingar árið 2018 og hélt bæði fyrirlestur og námskeið sem vakti mikla lukku. Sarah hefur mikla reynslu af ráðgjöf, þjálfun og uppeldi barna, en hún hefur ættleitt 5 börn og hefur notast við meðferðanálgun (Therapeutic Parenting) í uppeldi þeirra, nálgun sem hún hefur þróað í gegnum árin. Hún hefur fjölþætta reynslu innan barnaverndar á Bretlandi og hefur í uppeldi barna sinna síðastliðin 16 ár byggt upp gagnabanka sem hún hefur miðlað úr til fagfólks og foreldra. Mikil ánægja var með nálgun Söruh þegar hún kom hingað og kynnti aðferðir sínar fyrir þátttakendum á ráðstefnu félagsins og námskeiði í framhaldin af henni. Enn er hópur fólks hér á landi sem fylgir henni eftir og því sem hún og hennar samtök eru að fást við (The National Association of Therapeutic Parents). Nú á tímum Covid hafa þau verið dugleg að deila efni, fyrirlestrum og ráðstefnum á netinu og hér er slóð á fyrirlestur sem fór fram fyrir helgi. Þarna er góð kynning á hugmyndafræði þeirra og inngangur að einni bókinni sem þau hafa gefið út. Áhugavert fyrir ykkur sem ekki hafið kynnt ykkur efnið þeirra og góð upprifjun fyrir hina sem hafa gluggað í efnið. Þann 27. nóvember næstkomandi, standa samtökin fyrir heilsdagsráðstefnu á netinu, þátttakendum að kostnaðarlausu og hvetjum við félagsmenn að gefa sér stund til að taka þátt í henni.
Lesa meira

Mikilvægi öruggra tengsla - frestað vegna COVID-19

Fjallað verður um hvernig foreldrar og aðrir umönnunaraðilar geta eflt örugg tengsl með því að vera tilfinningalega til staðar fyrir barnið og hvernig öryggishringurinn (circle of security-parenting) geti hjálpað foreldrum að átta sig á þörfum barna sinna fyrir öryggi og vernd. Öryggishringurinn er byggður á tengslakenningum John Bowlby, hann er myndrænn og kennir okkur að sjá barnið innan frá og hjálpar okkur að átta okkur á þörfum barnsins. Í öryggishringnum er lögð áhersla á að hinn fullorðni sé örugg hönd þannig að barnið geti lært, leikið og kannað umhverfið. Einnig þarf hinn fullorðni að vera örugg höfn sem barnið leitar til þegar það þarfnast huggunar og verndar. Fyrirlesarar eru þær Ástríður Thorarensen þroskaþjálfi, listmeðferðar-og fjölskyldufræðingur og Unnur Valdemarsdóttir leikskólasérkennari og fjölskyldufræðingur en þær starfa meðal annars hjá Tengslamiðstöðinni – fjölskyldumeðferð og foreldraráðgjöf Fræðslan hefst klukkan 20.00 fimmtudaginn 26. mars og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð.
Lesa meira

“Ertu ekki glöð að vera ættleidd?”

Fimmtudaginn 20. febrúar, stendur Íslensk ættleiðing fyrir fræðsluerindi sem ber nafnið „Ertu ekki glöð að vera ættleidd?“ Þær Dísa og Kæja sem eru 24 og 25 ára Íslendingar ættleiddar frá Indlandi verða með það erindi. Þær ætla að deila sinni reynslu af því að vera ættleiddar til Íslands, bæði áskorunum og styrkleikum. „Við erum báðar mjög týpískir Íslendingar, borðum ís þegar það er kalt, förum á Þjóðhátíð og erum stoltar af landinu okkar en þar sem við erum ættleiddar og höfum öðruvísi útlit er okkar upplifun ekki sú sama og hjá þessum týpíska Íslendingi“, segja þær í kynningunni á sjálfum sér. Þær munu einnig koma inná ólíkar skoðanir á uppruna sínum og svara spurningum ef einhverjar eru Allir velkomnir og einnig velkomið að taka börn og unglinga með sér til að hlusta á þær stöllur deila reynslu sinni og sýn. Fræðslan hefst klukkan 18.00 fimmtudaginn 20. febrúar og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð.
Lesa meira

Breyttir tímar - þjónusta og þjónustugjöld á nýju ári

Breyttir tímar - þjónusta og þjónustugjöld á nýju ári
Þjónusta Íslenskrar ættleiðingar hefur tekið miklum breytingum síðastliðin misseri og breyttust þjónustugjöld félagsins nú um áramótin. Í þessari fræðslu fara Elísabet Hrund Salvarsdóttir formaður og Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri félagsins yfir helstu breytingar og forsendur þjónustugjaldanna. Fræðslan hefst klukkan 20.00 þriðjudaginn 21.janúar og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð. Fræðslan er ókeypis og öllum opin. Einnig verður boðið uppá að horfa á erindið á netinu, skráning hér fyrir neðan:
Lesa meira

Áhrif áfalla á börn

Áhrif áfalla á börn
Þann 6. nóvember næstkomandi klukkan 20:00, stendur Íslensk ættleiðing fyrir fræðsluerindi sem heitir Áhrif áfalla á börn og er það Þóra Sigfríður Einarsdóttir sálfræðingur sem mætir til okkar í þetta sinn. Fjallað verður um hvernig áföll hafa áhrif á þroska barnsins, ekki síst áföll sem barnið verður fyrir í frumbernsku. Farið verður yfir helstu einkenni í kjölfar áfalla og hvernig best er að hlúa fjölskyldunni þegar barn á að baki áfallasögu. Þóra Sigfríður Einarsdóttir er sérfræðingur í klínískri barnasálfræði með áfallasálfræði sem undirgrein. Þóra Sigfríður hefur starfað sem sálfræðingur frá 2003, þá einkum með fólki sem hefur orðið fyrir áföllum. Í dag starfar hún á Domus Mentis – Geðheilsustöð, ásamt því að vera í doktorsnámi í sálfræði þar sem hún rannsakar áhrif áfalla á geðheilsu fólks. Fræðslan hefst klukkan 20.00 miðvikudaginn 6.nóvember og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð. Erindið er félagsmönnum Íslenskrar ættleiðingar að kostnaðarlausu en kostar 1000 kr fyrir aðra.
Lesa meira

Best Practises in Adoption

Best Practises in Adoption
Dagana 19.-21.september verður haldin ættleiðingarráðstefna á Íslandi á vegum Nordic Adoption Council (NAC). Öll ættleiðingarfélög á norðurlöndunum standa að regnhlífasamtökunum NAC, ásamt tveimur foreldrafélögum ættleiddra barna. Samtökin standa fyrir ráðstefnu á tveggja ára fresti og flakkar hún á milli norðurlandanna. Að þessu sinni skipuleggur Íslensk ættleiðing ráðstefnuna og leggur upp með meginþemað Best Practises in Adoption, með þemanu verður reynt að draga fram það góða starf sem unnið er í ættleiðingamálaflokknum og læra hvert af öðru. Á ráðstefnunni koma fram erlendir og innlendir fyrirlesarar með sérþekkingu á sviði ættleiðinga og er ráðstefnan opin öllum þeim sem hafa áhuga á þessum málaflokki. Fyrirlesarar verða Dr. David Brodzinsky doktor í sálfræði, Päivi Pietarila félagsráðgjafi hjá Save the Children Finland og doktorsnemi, Ondřej Bouša yfirsálfræðingur hjá miðstjórnvaldi Tékklands, Irene Parssinen-Hentula formaður NAC, Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri Dómsmálaráðuneytisins og Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. 19. september Dagskráin hefst á vinnustofu með Dr. David Brodzinsky um Specific needs Adopted Youth, milli kl. 14:00 – 17:00 í Veröld, húsi Vigdísar. Um kvöldið verður svo sérstök sýning á finnsku heimildarmyndinni Moonchild / Kuutyttö eftir leikstjórann Önnu Korhonen. Myndin gefur innsýn inní hugarheim taílenskra mæðra sem hafa gefið frá sér barn til ættleiðingar. Myndin verður sýnt í Háskólabíói kl. 20:30 og verður Anna Korhonen viðstödd sýninguna og verður boðið uppá umræður eftir hana. Vinnustofan, sýningin Moonchild og ráðstefnan er opin fyrir öllum þeim sem hafa áhuga á ættleiðingum. 20. september Ráðstefnan Best Practises in Adoption hefst formlega með setningarávarpi forseta Íslands, kl. 08:30 – 16:30 í Veröld, húsi Vigdísar. Íslensk ættleiðing er eina ættleiðingarfélagið á Íslandi og hefur löggildingu frá Dómsmálaráðuneytinu til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Starf ættleiðingafélags er margþætt og tekur mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Haagsamningnum um vernd barna og samvinnu um ættleiðingu milli landa og miðast jafnframt við siðareglur Nordic Adoption Council, siðareglur EurAdopt og siðareglur Íslenskrar ættleiðingar. Meginmarkmið félagsins eru þrjú: að aðstoða þá sem vilja ættleiða börn af erlendum uppruna og ávallt þannig að hagsmunir barnsins sitji í fyrirrúmi. Að stuðla að velferð kjörfjölskyldna og að vinna að velferðamálum barna erlendis. Hægt er að skoða meiri upplýsingar og skrá sig á ráðstefnuna og viðburði í kringum hana á http://www.isadopt.is/is/nac
Lesa meira

Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra á fyrstu árum skólagöngunnar.

Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra á fyrstu árum skólagöngunnar.
Næsta fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar verður laugardaginn 4.maí klukkan 11.00 - 12.30 í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð. Þá mun Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir grunnskólakennari, með MA í sérkennslu halda erindi sem heitir "Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra á fyrstu árum skólagöngunnar." Ingibjörg Magnúsdóttir er móðir tveggja ættleiddra stúlkna, 12 ára og 16 ára. Fjölskyldan er búsett á Akureyri. Hún er kennari að mennt, útskrifaðist sem grunnskólakennari frá KHÍ árið 2006 og fór svo nokkrum árum seinna í Meistaranám sem hún lauk árið 2014 með MA gráðu í Menntavísindum með áherslu á sérkennslu. Í fyrirlestrinum verður stiklað í gegnum þann hluta rannsóknar Ingibjargar sem snýr að; ˶…ættleidd börn hafa með sér aukaferðatösku í gegnum lífið“. Þjónustuþörf ættleiddra barna við upphaf grunnskóla, sem snýr að skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstöðu þeirra almennt fyrstu ár skólagöngunnar. Rannsóknin sem um ræðir var unnin sem hluti af 60 eininga Meistaraprófsritgerð við Háskólann á Akureyri. Jafnframt mun Ingibjörg ræða hvað hefur komið nýtt í ljós síðan hún lauk sínu námi 2014, fara yfir þá þætti sem mörg ættleidd börn virðast eiga sameiginlega þegar kemur að skólagöngunni. Hvað hægt sé að gera til að auka vellíðan ættleiddra barna í skólasamfélaginu ásamt því að skoða hvað gerist við tilfærslu á milli skólastiga, hverju þurfi að huga að við þau tímamót. Erindi þetta ætti að höfða til flestra, ef ekki allra félagsmanna þar sem að annað hvort á fólk barn á skólaaldri eða mun eignast barn á skólaaldri. Við minnum einnig á að erindi okkar eru öllum opin og fólki er velkomið að benda skólum/kennurum barna sinna á þetta erindi. Þessi fyrirlestur er kennurum og starfsmönnum skóla að kostnaðarlausu, sem og félagsmönnum.
Lesa meira

Hvernig styrkja má sjálfsmynd og sjálfstraust barna og unglinga

Hvernig styrkja má sjálfsmynd og sjálfstraust barna og unglinga
Hvaða þættir auka og viðhalda sjálfstrausti og hvað þarf að varast. Fræðslan byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar en einnig núvitund. Fyrirlesari er Anna Sigríður Jökulsdóttir, hún hefur starfað sem sálfræðingur frá 2010, fyrst í grunnskólum við greiningar og ráðgjöf en starfar nú á Kvíðameðferðarstöðinni. Í hartnær áratug hefur hún haldið fræðsluerindi um sjálfsmynd barna og unglinga fyrir foreldrahópa, námskeið fyrir kennara og nýlega bættist við fræðsla fyrir nemendur. Anna Sigríður lýkur sérfræðinámi í hugrænni atferlismeðferð í vor. Fræðslan hefst klukkan 20.00 fimmtudaginn 11. apríl og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð. Fræðslan er öllum opin, frítt er fyrir félagsmenn en kostar 2900 kr fyrir aðra.
Lesa meira

Tengslamyndunar- og einhverfurófin, hvernig greinum við á milli.

Tengslamyndunar- og einhverfurófin, hvernig greinum við á milli.
Fræðsla um tengslamyndunar- og einhverfurófin, hvernig greinum við á milli. Björn Hjálmarson sér um fyrirlesturinn en hann er barna- og unglingageðlæknir á BUGL og hefur starfað þar síðan 2013. Áður en hann hóf störf á BUGL starfaði hann á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fræðslan hefst klukkan 18.00 þriðjudaginn 12.febrúar og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð. Fræðslan er öllum opin, frítt er fyrir félagsmenn en kostar 2900 kr fyrir aðra.
Lesa meira

Tengslavandi og tengslaeflandi nálgun / aðferðir foreldra

Fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar fimmtudaginn 11. október klukkan 20.00 í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11. Fyrirlesari er Vilborg G. Guðnadóttir, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og handleiðari. Hún starfar á göngudeild BUGL við klíniska fjölskyldumeðferð þegar barn/unglingur glímir við afleiðingar misalvarlegs tengslavanda. Einnig er hún að þjálfa og handleiða fagfólk í þessari stuðningsaðferð. Tilgangur fræðslunnar er kynna ákveðna tengslaeflandi hugmyndafræði sem byggir á að auðvelda foreldrum að "skyggnast á bak við" hér og nú hegðun barnsins og ná þannig að setja hana í merkingarbært samhengi aldurs, þroska og tengslavanda. Við það aukast líkur á að þörfum barnsins sé mætt á þroskavænlegan máta. Skráning er hafin á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Fræðslan er félagsmönnum að kostnaðarlausu en fyrir utanfélagsmenn kostar 2900. Fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar fimmtudaginn 11. október klukkan 20.00 í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11. Fyrirlesari er Vilborg G. Guðnadóttir, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og handleiðari. Hún starfar á göngudeild BUGL við klíniska fjölskyldumeðferð þegar barn/unglingur glímir við afleiðingar misalvarlegs tengslavanda. Einnig er hún að þjálfa og handleiða fagfólk í þessari stuðningsaðferð. Tilgangur fræðslunnar er kynna ákveðna tengslaeflandi hugmyndafræði sem byggir á að auðvelda foreldrum að "skyggnast á bak við" hér og nú hegðun barnsins og ná þannig að setja hana í merkingarbært samhengi aldurs, þroska og tengslavanda. Við það aukast líkur á að þörfum barnsins sé mætt á þroskavænlegan máta. Skráning er hafin á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Fræðslan er félagsmönnum að kostnaðarlausu en fyrir utanfélagsmenn kostar 2900.
Lesa meira

Best interest determination

Best interest determination
Fulltrúar miðstjórnvalds Tékklands þau Lucia Skorušová, tengiliður okkar og Ondřej Bouša, yfirsálfræðingur heimsækja Íslenska ættleiðingu í næstu viku. Félagið hefur fengið þau til að halda fyrirlestur um Best interest determination og aðferðafræði þeirra við að para börn við verðandi foreldra. Fyrirlesturinn er öllum opinn Erindið fer fram á ensku og fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3.hæð, frá kl 20:00 - 22:00, mánudaginn 10.september 2018. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 2900 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Skólaaðlögun ættleiddra barna

Skólaaðlögun ættleiddra barna
Næsta fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar verður Laugardaginn 5.maí klukkan 10.30 - 12.00. Þá mun Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir grunnskólakennari, með MA í sérkennslu halda erindi sem heitir "Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra á fyrstu árum skólagöngunnar." Erindið verður haldið í húsnæði Orange í Lágmúla 4-6, 108 Reykjavík. Erindi þetta ætti að höfða til flestra, ef ekki allra félagsmanna þar sem að annað hvort á fólk barn á skólaaldri eða mun eignast barn á skólaaldri. VIð minnum einnig á að erindi okkar eru öllum opin og fólki er velkomið að benda skólum/kennurum barna sinna á þetta erindi. Sem áður er erindið frítt fyrir félagsmenn, fyrir aðra kostar 1000 krónur. * Unnið er að því að finna lausn á því að senda erindið út á netinu, takist það verður send tilkynning þess efnis og boðið upp á skráningu. Sem stendur er aðeins skráning fyrir þá sem komast á staðinn.
Lesa meira

Therapeutic Parenting in Real Life

Therapeutic Parenting in Real Life
Í kjölfar málþings Íslenskrar ættleiðingar býður félagið uppá námskeiðið Therapeutic Parenting in Real life sem Sarah Naish kennir. Námskeiðið er jafnt fyrir foreldra ættleiddra barna, fósturforeldra og fagfólk í starfi með börnum. Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn inní hvernig aðferðir sem notaðar eru í faglegu starfi með börnum geta hjálpað við uppeldi ættleiddra barna. Hvernig þær eru notaðar í samskiptum foreldra og barna með tengslavanda vegna áfalla í bernsku og hvernig aðferðirnar bæta samskipti, samkennd og skilning. Sarah Naish hefur starfað sem félagsráðgjafi í tæp 30 ár og hefur mikla reynslu af ráðgjöf, þjálfun og uppeldi. Hún hefur ættleitt 5
Lesa meira

40. ára afmælismálþing Íslenskrar ættleiðingar

40. ára afmælismálþing Íslenskrar ættleiðingar
Í tilefni af 40 ára afmæli Íslenskrar ættleiðingar stendur félagið fyrir málþingi föstudaginn 16. mars n.k. á Hótel Natura. Á málþinginu koma fram, fagfólk, fræðimenn og fólk sem hefur notið þjónustu félagsins með einum eða öðrum hætti, sem umsækjendur, foreldrar og ættleiddir.
Lesa meira

Fræðsluerindi framundan

Fræðsluerindi framundan
Íslensk ættleiðing leggur mikið uppúr að fræðslu, ráðgjöf og stuðningi, bæði fyrir og eftir ættleiðingu. Eitt af því sem félagið bíður uppá fyrir félagsmenn og fagfólk er fyrirlestrarröð yfir vetrarmánuðina. Fyrirlestur febrúarmánaðar verður haldinn 8. febrúar klukkan 17.30 og er titill fyrirlestrarins Internationally adopted children’s language and reading mastery. Fyrirlesarinn að þessu sinni er hin norska Anne-Lise Rygvold. Hún fór nýlega á eftirlaun eftir margra ára starf innan sérkennslusviðs Oslóarháskóla, en þar hefur hún stýrt talmeinafræðideild háskólans. Anne-Lise hefur haft mikinn áhuga á ættleiddum börnum og lauk nýverið langtímarannsókn þar sem börn sem ættleidd voru frá öðrum löndum voru borin saman við samanburðarhóp þeirra sem ekki voru ættleiddir. Áhersla rannsóknarinnar var að kanna hvernig tungumálið og lestrarkunnátta þeirra sem ættleiddir eru í þessum samanburði. Skráning hér   16. mars, 13-17 á Hótel Natura Í mars mun félagið standa fyrir afmælismálþingi og bjóða þar uppá metnaðarfulla dagskrá. Aðalfyrirlesari er Sarah Naish, með erindi sem heitir Therapeutic parenting and adoption. Auk Söruh verða fleiri áhugaverð erindi á dagskrá. Nánari upplýsingar munu verða kynntar fljótlega. Sarah er búin að starfa í þrjá áratugi innan málefna ættleiddra ásamt því að vera foreldri fimm ættleiddra barna. Hún hefur því gríðarlega reynslu af málaflokknum, bæði faglega og persónulega. Sarah var valin Kona ársins árið 2014 af samtökum kvenna í atvinnulífinu í Bretlandi. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér frekar störf og bakgrunn Söruh Naish, ættu að smella hér   Í kjölfar afmælismálþings mun félagið standa fyrir námskeiðinu, PACE in real life sem Sarah leiðbeinir á. Námskeiðið er sérstaklega fyrir þá sem hafa ættleitt börn sem glíma við tengslavanda, en gagnast öllum foreldrum ættleiddra barna. Þá hentar námskeiðið foreldrum barna sem eru í langtímafóstri og fagfólki sem starfar í málaflokkunum. Námskeiðið verður haldið laugardaginn 17. mars.    Í fræðsluerindi aprílmánaðar verður kastljósinu beint að skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstöðu þeirra á fyrstu árum skólagöngunnar. Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir grunnskólakennari, MA í sérkennslu er fyrirlesari í þetta skiptið en hún er móðir tveggja ættleiddra barna. Fyrirlesturinn verður haldinn 28. apríl, 11.00 – 12.30.   Að venju verður fókusinn í maí á þau börn sem eru að hefja leik- eða grunnskólagöngu. Foreldrar þeirra barna sem eru að byrja á þessum skólastigum eru sérstaklega boðaðir á þessa fræðslu, en aðrir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir. Fræðslan verður haldin 29. maí.
Lesa meira

Er eitthvað að óttast?

Er eitthvað að óttast?
Í janúar bauð félagið uppá fyrirlestur Björns Hjálmarssonar barna- og unglingageðlæknis, sem nefndist "Er eitthvað að óttast?" þar sem fjallað var um snjallsímanotkun barna og unglinga, skjátímann sem hefur verið að lengjast á undanförnum árum eftir því sem tækninni fleygir fram. Björn starfar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans en þar hefur skjólstæðingum verið að fjölga sem hafa þurft á þjónustu að halda vegna vandamála sem hægt er að tengja við snjallsímanotkun. Fyrirlestur Björns þótti mjög fræðandi og áhrifaríkur. Félagið hefur lagt sig fram um að þjónusta sem flesta og hefur boðið þeim sem ekki hafa tök á því að koma á fyrirlestranna að fylgjast með þeim í beinni útsendingu. Þessi þjónusta er sérstaklega hugsuð fyrir félagsmenn sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu Síðan í haust hefur félagið boðið uppá barnagæslu fyrir þá sem þurfa á að halda. Að þessu sinni mættu 8 börn.
Lesa meira

Similar or different?

Similar or different?
Internationally adopted children's language and reading mastery. Anne-Lise Rygvold has recently retired from her position as Associate Professor at the Department of Special Needs Education at the University of Oslo. She is trained as a Speech and Language Therapist and has for many years been programme director for the Departments´Speech and Language Therapy program. Her teaching and research interests are within language and reading development and disorders focusing upon internationally adopted children's language and school achievement. In 2017 she has completed a longitudinal study of internationally adopted children's language and reading development from 4 to 13 years of age compared to non-adopted peers. For the time being she is, together with two colleagues at the Department, starting a new research project on adoptees from Eastern Europe in cooperation with researchers from France, Italy and Spain. She has published in the areas of inter country adoption and language, language disabilities and reading and writing disabilities. Erindið er á ensku og fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3.hæð, kl 17:30 - 19:00, fimmtudaginn 8.febrúar 2018. Boðið verður upp á barnapössun á meðan á erindinu stendur. Vinsamlegast skráið barn/börn. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Snjallsímanotkun barna og unglinga

Snjallsímanotkun barna og unglinga
Er eitthvað að óttast? Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir á BUGL heldur erindi um snjallsímanotkun barna og unglinga og hvort þar sé eitthvað að óttast. Hann fjallar í víðu samhengi um rafrænan skjátíma barna og unglinga. Tími sem hefur verið að lengjast á undanförnum árum eftir því sem tækninni fleygir fram og er spurningunni velt upp hvort "stafræna byltingin sé að borða börnin sín?" Björn hefur unnið á BUGL frá 2013, en starfaði áður á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Erindið fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3.hæð, kl 17:30-19:00, miðvikudaginn 10.janúar 2018. Boðið verður upp á barnapössun á meðan á erindinu stendur. Vinsamlegast skráið barn/börn. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Tengslaröskun, viðurkennd greining?

Tengslaröskun, viðurkennd greining?
Erindið fjallar um greininguna Tengslaröskun, sem er þýðing á greiningarhugtakinu Attachment disorder (F94.1 og F94.2) úr ICD-10 sjúkdómsgreiningar-kerfinu. Verður farið yfir einkennamynd röskunarinnar og hvenær röskun, sem er varanleg og hamlandi, er til staðar og hvenær ekki. Rætt verður um hugtakið tengslavanda, sem er vægari mynd af sama fyrirbæri. Einnig verður farið yfir taugafræðileg fyrirbæri eins og heilaþroska útfrá aldri og fyrri sögu, nýjustu þekkingu á taugaþroska og hvenær „vandi“ verður að „röskun“. Fjallað verður um hvernig er best að nálgast og umgangast þau börn sem sýna einkenni tengslavanda og hvernig er best að vinna með umhverfi þeirra einnig. Rætt verður um tilgang greininga á börnum almennt útfrá því fyrir hvern þær eru settar og til hvers. Guðlaug er félagsráðgjafi MA, með sérfræðingsleyfi frá Landlækni á sviði félagsráðgjafar á heilbrigðissviði ásamt því að vera fjölskyldumeðferðarfræðingur. Hún hefur starfað víðs vegar á sviði barna, unglinga og fjölskyldna en lengst hefur hún starfað á Barna-og unglingageðdeild Landspítala (BUGL), þar sem hún starfaði í 13 ár, ásamt því að hafa unnið sem skólafélagsráðgjafi og fyrir Íslenska ættleiðingu, bæði til skamms tíma á skrifstofunni og einnig í eftirfylgniskýrslugerð til margra ára. Í dag býr hún ásamt sinni fjölskyldu á Ísafirði og starfar þar sem deildarstjóri í barnavernd hjá Fjölskyldusviði Ísafjarðarbæjar. Erindið fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3.hæð, kl 17:30 -19.00 þriðjudaginn 14.11 2017. Boðið verður upp á barnapössun á meðan á erindinu stendur. Vinsamlegast skráið barn/börn. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Heilsa og hollusta fyrir alla

Heilsa og hollusta fyrir alla
Hina indælu Ebbu Guðný þekkja flestir, en hún er einn af þessum gullmolum sem dreifir jákvæðum boðskap um heilsu og mataræði í gegnum bækur sínar, blogg, sjónvarpsþætti og fyrirlestra. Við vitum að hún kann að gera gómsætan og hollan mat og hún hefur m.a. fjallað um mikilvægi góðrar næringar í þeim matreiðslubókum sem hún hefur gefið út fyrir börn og foreldra. Ebba ætlar að vera með fyrirlestur þriðjudaginn 17. október. Hún kynnir fyrir okkur hvernig við getum á auðveldan hátt gert eitt og annað til að bæta heilsu okkar og ástvina. Hún lumar á fullt af hagnýtum ráðum og fróðleik, sem gæti nýst vel fyrir alla, líka unga fólkið sem er að koma frá öðrum löndum og þarf að kynnast nýjum mat og matarvenjum. Erindið fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3.hæð, kl 17:30 - 19:00. Boðið verður upp á barnapössun á meðan á erindinu stendur. Vinsamlegast skráið barn/börn. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Fyrirlestur um Rómafólk

Fyrirlestur um Rómafólk
Dr. Sofiya Zahova, búlgarskur þjóðháttafræðingur sem stundar rannsóknir við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hélt áhugavert erindi um Rómafólk þann 27. september sl. Hún fjallaði m.a. um rannsóknir sínar og annarra á uppruna, menningu, mýtum og tungumáli rómafólks með sérstaka áherslu á rómafólk í Tékklandi. Sofiya greindi frá því að ákveðið efni yrði aðgengilegt í kjölfarið, sem að við höfum fengið í hendur til að deila með ykkur. Tillögur að ítarefni og fleira efni tengt Rómafólki ef fólk hefur áhuga á að kynna sér. Glærurna úr fyrirlestrinum er hægt að nálgast hjá skrifstofunni sé áhugi fyrir því efni.
Lesa meira

Grunnskólafræðsla 30.maí

Grunnskólafræðsla 30.maí
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í grunnskóla. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b, 2.hæð til hægri. Þriðjudagurinn 30.maí kl 20:00 Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi og sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari.
Lesa meira

Leik- og grunnskólafræðsla

Leik- og grunnskólafræðsla
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í leik- eða grunnskóla. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b, 2.hæð til hægri. Mánudagurinn 15.maí kl 20:00 Leikskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Díana Sigurðardóttir og Sigurrós Ingimarsdóttir leikskólakennarar. Þriðjudaginn 16.maí kl 20:00 Grunnskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi og sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari.
Lesa meira

Frábær fyrirlestur í sumarveðri

Frábær fyrirlestur í sumarveðri
Steinn Stefánsson hélt frábæran fyrirlestur sl. laugardag kl. 11:00 um reynslu þeirra Selmu Hafsteinsdóttur konu hans að ættleiða dreng frá Tékklandi, en þau komu heim rétt fyrir síðustu jól. Í fyrirlestri sínum lagði Steinn sérstaka áherslu á það hvernig það er að vera karlmaður í þessari stöðu. Þrátt fyrir frábært veður þennan laugardagsmorgun var mætingin mjög góð og var það sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir karlmenn mættu. Þá var ákveðinn hópur sem fylgdist með á netinu. Á meðan og í kjölfar fyrirlestursins spunnust líflegar og gagnlegar umræður. Íslensk ættleiðing vill þakka Steini kærlega fyrir fyrirlesturinn.
Lesa meira

Dans á rósum?

Dans á rósum?
Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir ættleiddu dreng frá Tékklandi og komu heim rétt fyrir síðustu jól. Steinn mun tala tæpitungulaust um reynslu þeirra hjóna með sérstaka áherslu á það hvernig það er að vera karlmaður í þessari stöðu. Erindi Steins fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3.hæð, kl. 11:00, laugardaginn 6.maí n.k. Þeim sem eiga heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn
Lesa meira

Fjórar leiðir til barnaláns

Fjórar leiðir til barnaláns
Bakgrunnur hjónanna Ragnheiðar Kristínar Björnsdóttur og Elísar Kjartanssonar varðandi börn er fjölbreyttur því þau eiga þrjú börn, eitt ættleidd, annað eignuðust þau með tæknilegri hjálp og eitt kom án hjálpar. Þá eru þau með eitt barn í fóstri. Ragnheiður Kristín og Elís ætla að deila þessari reynslu með áhugasömum eina kvöldstund. Erindi Ragnheiðar Kristínar og Elísar fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3. hæð, n.k. fimmtudag 30. mars n.k. kl 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Áhrif tengsla á taugalífeðlisfræðilegan þroska barna

Áhrif tengsla á taugalífeðlisfræðilegan þroska barna
Anna María Jónsdóttir geðlæknir og hópmeðferðarsérfræðingur er menntuð í Bretlandi. Síðustu árin hefur hún sérhæft sig í geðheilbrigðisþjónustu fyrir foreldra á meðgöngu og eftir fæðingu og geðheilsu ungbarna (Infant Mental Health). Í dag starfar Anna María á Miðstöð foreldra og barna og á eigin læknastofu . Fyrirlestur Önnu Maríu fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík, 3 hæð, fimmtudagurinn 26. janúar n.k. kl 20:00 Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Fræðsla - Leitin að upprunanum

Fræðsla - Leitin að upprunanum
Þættirnir Leitin að upprunanum hafa vakið mikla eftirtekt hjá almenningi og hafa landsmenn tekið þáttunum ótrúlega vel. Nú er búið að segja sögur Brynju Dan, Kolbrúnar Söru og Rósíku. Síðasti þátturinn verður svo uppgjör eftir upprunaleitina. Í þættinum fara Brynja, Kolbrún og Rósíka yfir upplifun sína af þessu magnaða ferðalagi. Félagar Íslenskrar ættleiðingar fá forskot á sæluna og fá að sjá lokaþáttinn í forsýningu og fá tækifæri til að spyrja þremenninganna spjörunum úr.
Lesa meira

Ættleiðing og upprunaleit

Ættleiðing og upprunaleit
Mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar var haldinn 27. október sl. á Hilton hóteli. Brynja M. Dan Gunnarsdóttir hélt erindi um hvernig er að vera ættleidd á Ísland og upprunaleit. Mætingin var einstaklega góð, bæði þeirra sem mættu á staðinn og þeirra sem fylgust með á netinu. Að loknu erindi Brynju Dan urðu góðar, áhugaverðar og gagnlegar umræður. Fólk virtist mjög ánægt með erindi og frammistöðu Brynju Dan. Íslensk ættleiðing þakkar Brynju Dan fyrir hennar framlag og öllum þeim sem mættu á erindið eða fylgdust með því á netinu.
Lesa meira

Ættleiðing og upprunaleit

Ættleiðing og upprunaleit
Brynja M. Dan Gunnarsdóttir heldur erindi um hvernig er að vera ættleidd á Ísland og upprunaleit. Hún er 31 ára móðir, verkfræði-menntuð og markaðsstjóri hjá s4s. Hún hefur áhuga á að miðla reynslu sinni á því að vera ættleidd og af upprunaleit sl. sumar. Fyrirlestur Brynju fer fram á Hilton hóteli, Suðurlandsbraut 2, sal E, fimmtudaginn 27. október 2016, kl. 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Loksins áttum við von á barni

Loksins áttum við von á barni
Ester Ýr Jónsdóttir og Sigþór Örn Sigþórsson ættleiddu dreng frá Tékklandi sl. vetur. Ester Ýr segir frá umsóknarferlinu, viðmóti annarra og biðinni eftir að umsóknin var samþykkt úti í Tékklandi. Hún greinir frá því sem þau hjónin gerðu til að auka vellíðan í biðinni. Auk þess segir Ester Ýr frá dvölinni úti í Tékklandi og tímanum heima með barninu. Erindi Esterar Ýrar fer fram á Hilton hóteli, Suðurlandsbraut 2, sal E, fimmtudaginn 29. september 2016, kl. 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangegt er boðið upp á erindið á netinu. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Birth country as a totem 31.ágúst kl:17:30

Prófessor Akira Deguchi mun kynna rannsókn sína "Birth country as a totem: Korean adoptees in Scandinavia and their nostalgia?" Akira Deguchi er prófessor í mannfræði við Shimane Háskólann í Japan og hefur rannsakað ættleiðingar milli landa síðan árið 2000. Fyrirlesturinn mun fara fram í sal F á Hótel Hilton, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, miðvikudagskvöldið 31.ágúst kl 17:30. Frítt verður á fyrirlesturinn fyrir félagsmenn en 1000 krónur fyrir aðra.
Lesa meira

Að byrja í leik- og grunnskóla

Að byrja í leik- og grunnskóla
Íslensk ættleiðing stendur að fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í leik- eða grunnskóla. Fræðslan verður haldin kl. 17:00 þriðjudaginn 23. ágúst n.k. Leiðbeinendur eru Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir grunnskólakennari, MA í sérkennslu og Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísinda-sviðs Háskólans á Akureyri. Fræðslan fer fram að Huldugili 56 Akureyri. Skráning hér Gjaldfrítt er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir aðra.
Lesa meira

Að byrja í leik- og grunnskóla á Akureyri og nágrenni

Að byrja í leik- og grunnskóla á Akureyri og nágrenni
Íslensk ættleiðing stendur að fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í leik- eða grunnskóla. Fræðslan verður haldin kl. 17:00 þriðjudaginn 21. júní. Leiðbeinendur eru Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir grunnskólakennari, MA í sérkennslu og Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Fræðslan fer fram að Huldugili 56 Akureyri. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Gjaldfrítt er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir aðra.
Lesa meira

Að byrja í leik- og grunnskóla

Að byrja í leik- og grunnskóla
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í leik- eða grunnskóla. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b, 2. hæð til hægri. Mánudagurinn 6. júní kl. 20:00. Grunnskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi og sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari. Miðvikudagurinn 8. júní kl. 20:00. Leikskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Díana Sigurðardóttir og Sigurrós Ingimarsdóttir leikskólakennarar.
 Skráning er á heimasíðu ÍÆ. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlestrana á netinu. Gjaldfrítt er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir aðra.
Lesa meira

Okkar dagur á Akureyri

Okkar dagur á Akureyri
Íslensk ættleiðing stendur fyrir degi fræðslu, umræðna og ráðgjafar laugardaginn 21. maí n.k. á Akureyri. Þar munu reynslumikið og kunnáttufólk mæta og halda fyrirlestra, varaformaður Íslenskra ættleiðingar og framkvæmdarstjóri þess kynna félagið og svara spurningum og sálfræðingur félagsins verður með viðtöl. Dagskráin verður sem hér segir: Kl. 10:00. Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra á fyrstu árum skólagöngunnar. Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir grunnskólakennari, MA í sérkennslu og móðir tveggja ættleiddra barna heldur fyrirlesturinn "Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra umfram önnur börn á fyrstu árum skólagöngunnar" Umfjöllunin byggir á rannsókn hennar á skólaaðlögun ættleiddra barna. Varpað er ljósi á sameiginlega þætti margra ættleiddra barna er varða skólagöngu þeirra og hvað hægt er að gera til að auka vellíðan þeirra í skólanum. Kl. 11:00. Hvernig gengur? Í fyrirlestri sínum "Hvernig hefur gengið?" mun Dr.Jórunn Elídóttir dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri og móðir ættleidds barns, fjalla um þessa spurningu, sem margir foreldrar fá þegar heim er komið með ættleidd börn sín. Algengt svar foreldra er „það gengur allt vel“. Skoðað verður m.a. hvað felst í þessu svari og afleiðingar þess. Þá verður farið í ákveðna þætti sem foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir í uppeldi barna sinna. Kl. 12:00 - 13:00. Félagið okkar og framtíðin. Elísabet Hrund Salvarsdóttir varaformaður ÍÆ og Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri ÍÆ kynna félagið, stöðu þess og framtíðarsýn. Boðið verður upp á léttar veitingar. Kl. 10:00. Viðtöl. Lárus H. Blöndal, sálfræðingur ÍÆ verður til viðtals frá kl. 10:00. Boðið verður bæði upp á fyrstu viðtöl og almenn ráðgjafaviðtöl. Fyrirlestrarnir og ráðgjöfin verða í Brekkuskóla, Laugargötu. Skráning er á heimasíðu ÍÆ. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlestrana á netinu. Gjaldfrítt er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir aðra. Fyrirlestrarnir og ráðgjöfin verða í Brekkuskóla, Laugargötu. Skráning er á heimasíðu ÍÆ. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlestrana á netinu. Gjaldfrítt er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir aðra.
Lesa meira

Sagan mín - að heiman og heim

Sagan mín - að heiman og heim
Hvernig er að vera ættleiddur einstaklingur á Íslandi - upplifun, lærdómur, tilfinningar. Erindi Júlíusar fer fram á Hilton hóteli, Suðurlandsbraut 2, sal E, fimmtudaginn 28.apríl 2016, kl. 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Að ættleiða systkini

Að ættleiða systkini
Í gærkvöldi var haldinn í Tækniskólanum við Háteigsveg kynning þar sem umfjöllunarefnið var ættleiðing systkina. Unnur Björk Arnfjörð og Stefanie Gregersen sögðu frá reynslu sinni af því að ættleiða systkini. Unnur Björk og hennar maður Páll Sæmundsson ættleiddu þrjá bræður sl. sumar á aldrinum tveggja til fimm ára frá Tékklandi. Stefanie og maður hennar Torben ættleiddu skömmu síðar þrjár systur á aldrinum fimm til átta ára frá sama landi. Mætingin á kynninguna var mjög góð auk þess sem margir fyldust með á netinu. Í kjölfar kynningarinnar spunnust líflegar umræður og var greinilega mikill áhugi á efni fundarins. Íslensk ættleiðing þakkar þeim Unni Björk og Stefanie fyrir að deila persónulegri reynslu sinni á áhrifaríkan hátt
Lesa meira

Ættleiðing systkina

Ættleiðing systkina
Unnur Björk Arnfjörð og Páll Kristbjörn Sæmundsson ættleiddu þrjá bræður sl. sumar á aldrinum tveggja til fimm ára frá Tékklandi Skömmu síðar ættleiddu Stefanie og Torben Gregersen þrjár systur á aldrinum fimm til átta ára frá sama landi. Unnur Björk og Stefanie segja frá aðdraganda og undirbúningi ættleiðingarinnar, dvölinni úti, heimkomunni og aðlöguninni hér heima. Kynningin fer fram í Tækniskólanum, stofu 207, kl. 20:00, miðvikudaginn 24. febrúar 2016. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á kynninguna á netinu. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Hvað er svona merkilegt við tengsl?

Hvað er svona merkilegt við tengsl?
Undanfarin ár hafa rutt sér til rúms kenningar um mikilvægi öruggra tengsla barna og foreldra þeirra. En hvað meinum við þegar við tölum um tengsl? Og hvernig stuðlum við að öruggum tengslum við börnin okkar?   Í erindinu verða kynnt hugtök sem varpa ljósi á tengslamyndun. Jafnframt verður fjallað um hvernig hægt sé að skilja og bregðast við vanda barna sem ekki hafa myndað örugg tengsl í frumbernsku.   Sæunn Kjartansdóttir er sálgreinir. Hún er einn stofnenda Miðstöðvar foreldra og barna sem sérhæfir sig í meðferð foreldra og ungbarna. Hún er höfundur bókanna Árin sem enginn man, Áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna og Fyrstu 1000 dagarnir. Barn verður til. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg kl. 20:00, miðvikudaginn 27. janúar. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

TENGSL OG ÁFÖLL

TENGSL OG ÁFÖLL
Fyrirlesari er Helgi Jónsson geðlæknir. Eftir sérnám í Danmörku þar sem hann lagði áherslu á samtalsmeðferð, starfaði hann á geðdeild LSH um skeið á göngu- og hópmeðferðardeildum. Frá 2007 hefur hann eingöngu starfað á eigin stofu og þjónustað Janus endurhæfingu og Þraut ehf með ráðgjöf og meðferð geðsjúkra. Í erindinu mun hann fjalla um mikilvægi góðra tengsla og aðbúnaðar í uppvextinum og áhrif þess á mótun einstaklingsins og heilsu hans í framtíðinni. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg kl. 20:00, fimmtudaginn 26. nóvember. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning á fræðsluna er hér Skráning ef þú vilt fylgjast með á netinu er hér Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Sterkari sjálfsmynd - námskeið fyrir 10-12 ára stelpur

Sterkari sjálfsmynd - námskeið fyrir 10-12 ára stelpur
Kristín Tómasdóttir heldur námskeið fyrir stelpur 10-12 ára sem hún byggir á nýjustu bók sinni Stelpur- tíu skref að sterkari sjálfsmynd. Námskeiðinu er ætlað að styrkja sjálfsmynd þátttakanda og leggur Kristín áherslu á þrennt: 1) Hvað orðið sjálfsmynd merkir. 2) Hvernig þú getur lært að þekkja eigin sjálfsmynd. 3) Leiðir til þess að standa vörð um sjálfsmynd sína.
Lesa meira

Áhrif fyrstu áranna - mótun perslónuleikans

Áhrif fyrstu áranna - mótun perslónuleikans
Fyrirlesari er Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir. Hún er með MA í fjölskyldumeðferð og hefur unnið með börnum frá fæðingu til sex ára og foreldrum þeirra. Rakel stundar nú framhaldsnám á meistarastigi við University of Massachusettes Boston. Í fyrri hluta fyrirlesturins er farið yfir mikilvæg atriði varðandi heilaþroska barna, skipting heilans í gamla heila og nýja og hvernig taugatengingar verða til og hversu háður heilinn er umhverfi sínu og nánustu tengslaaðilum. Í seinni hlutanum verður farið í mismunandi tengslagerðir fólks, örugga og óöruggar og hvernig þær geta haft áhrif á andlega og félagslega heilsu. Fjallað verður um hvernig hægt er að ýta undir tilfinningalega þrautsegju barna, sjálfstraust og vellíðan til lengri tíma. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg kl. 20:00,miðvikudaginn 28. október. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

HÚS FRAMÍÐAR

HÚS FRAMÍÐAR
Fyrsti mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar veturinn 2015 -2016. Húsnæðismál Íslenskrar ættleiðingar hafa verið um langa hríð í deiglunni. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar ásamt stjórnarmeðlimum segja frá þróun mála, stöðunni og mögulegri framtíðarsýn húsnæðimála félagsins. Kynningin fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg, miðvikudaginn 30. september n.k., klukkan 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á kynninguna á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is.
Lesa meira

Að byrja í leik- og grunnskóla

Að byrja í leik- og grunnskóla
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í leik- eða grunnskóla. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b, 2. hæð til hægri. Þriðjudagurinn 19. maí kl. 20:00. Grunnskólafræðsla. Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi/sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari. Miðvikudagurinn 20. maí kl. 20:00. Leikskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Díana Sigurðardóttur leikskólakennari og Sigurrós Ingimarsdóttir leikskólakennari. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fræðsluna á netinu.
Lesa meira

Í NÁNDINNI - INNLIFUN OG UMHYGGJA

Í NÁNDINNI - INNLIFUN OG UMHYGGJA
Fyrirlesari er Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur. Hann hefur áralanga reynslu af vinnu með foreldrum og börnum bæði í Danmörku og á Íslandi auk handleiðslu m.a. fyrir fósturforeldra og foreldra ættleiddra barna. Síðustu árin hefur Guðbrandur Árni rekið eigin stofu, Sálfræðiráðgjöfina, ásamt öðrum sálfræðingum og fengist þar við jafnt fjölskyldumeðferð sem einstaklingsmeðferð. Þá hefur hann haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um heilaþroska og heilastarfsemi barna og mikilvægi nándar fyrir hvort tveggja. Haustið 2013 kom út bók hans “Í nándinni - innlifun og umhyggja” hjá Forlaginu en hún fjallar um mikilvægi nándar fyrir eðlilegan þroska barna. Í fyrirlestrinum fjallar Guðbrandur Árni um bókina auk mikilvægi þess að foreldrar séu meðvitaðir um skömmina og áhrif hennar á sjálfsálit barna, en gott sjálfsálit tengist náið hamingju á fullorðinsárum. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg miðvikudaginn 29. apríl, klukkan 20:00. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Fyrirlestur og ráðgjöf á Akureyri 21.3 2015

Fyrirlestur og ráðgjöf á Akureyri 21.3 2015
Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir heldur fyrirlesturinn "Mótun persónuleikans - áhrif fyrstu áranna". Rakel Rán er með MA í fjölskyldumeðferð og hefur unnið með börnum frá fæðingu til sex ára og foreldrum þeirra. Rakel stundar nú framhaldsnám á meistarastigi við University of Massachusettes Boston. Í fyrri hluta fyrirlesturins er farið mikilvæg atriði varðandi heilaþroska barna, skipting heilans í gamla heila og nýja og hvernig taugatengingar verða til og hversu háður heilinn er umhverfi sínu og nánustu tengslaaðilum. Í seinni hlutanum verður farið í mismunandi tengslagerðir fólks, örugga og óöruggar og hvernig þær geta haft áhrif á andlega og félagslega heilsu. Fjallað verður um hvernig hægt er að ýta undir tilfinningalega þrautsegju barna, sjálfstraust og vellíðan til lengri tíma. Lárus H. Blöndal, sálfræðingur ÍÆ verður til viðtals frá kl. 10:00. Fyrirlesturinn og ráðgjöfin verða í Verkmenntaskóla Akureyrar, Hringteig 2. Gengið er inn vestan megin (átt að Hlíðarfjalli). Skráning er á isadopt@isadopt.is. Fræðslan er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn. Sálfræðivitölin eru ókeypis fyrir félagsmenn.
Lesa meira

Er þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar eitthvað fyrir foreldra ættleiddra barna?

Er þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar eitthvað fyrir foreldra ættleiddra barna?
Fyrirlestur Gyðu Haraldsdóttur á fræðslukvöldi Íslenskrar ættleiðingar 25. febrúar kl. 20:00 Gyða er sálfræðingur með sérhæfingu í þroskafrávikum barna. Hún er forstöðumaður á Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) sem heyrir undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis en veitir þjónustu á landsvísu. Þjónustusviðið er breitt og tekur m.a. til þverfaglegrar greiningar þroska-, hegðunar og tilfinningavanda hjá börnum að 18 ára aldri, fræðslu, ráðgjafar og meðferðar. Fræðslu- og þjálfunarnámskeið, fyrir börn, foreldra og fagfólk er stór þáttur í starfseminni. Í erindinu verður starfsemi ÞHS kynnt í stórum dráttum og sú þjónusta sem þar stendur börnum og foreldrum til boða. Þá verður sérstaklega rætt hvort og hvaða úrræði ÞHS henta foreldrum ættleiddra barna og hvort þörf sé á að koma á aðlöguðum eða annars konar úrræðum til að mæta þörfum þessa foreldrahóps. Þess er vænst að skapast geti gagnlegar umræður sem gætu orðið grunnur að tengingu og samstarfi milli ÞHS og Íslenskrar ættleiðingar. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg miðvikudaginn 25. febrúar, klukkan 20:00. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Félagið okkar

Félagið okkar
Kynning á þjónustu og starfi Íslenskrar ættleiðingar. Starf og þjónusta ÍÆ er umfangsmikil, hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Starfið og þjónustan miðar að því að sinna félagsmönnum eins vel og kostur er enda eru þeir félagið. Mikilvægt er að hafa í huga að allir félagsmenn eru jafn mikilvægir hvar svo sem þeir eru staddir í ættleiðingarferlinu. Eitt af markmiðum ÍÆ er að tryggja góða faglega þjónustu og ekki síst gott aðgengi að starfsfólki félagsins. Það er mikilvægt að félagsmenn séu vel upplýstir um þjónustu félagsins, því verður á fyrsta fyrirlestri ársins farið í saumanna á þjónustunni. Kynningin fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg, miðvikudaginn 28.janúar, klukkan 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á kynninguna á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is Félagsmenn ÍÆ og aðrir áhugasamir um málefni ættleiðinga eru hvattir til að mæta.
Lesa meira

Kjörfjölskyldur ættleiddra barna á Íslandi: undirbúningur, fræðsla og stuðningur.

Kjörfjölskyldur ættleiddra barna á Íslandi: undirbúningur, fræðsla og stuðningur.
Fyrirlesari er Snjólaug Elín Sigurðardóttir. Hún er leikskólakennari í grunni, með BA í sænsku og ensku og MA frá Háskóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræðum með sérstakri áherslu á fræðslustarf og stjórnun. Auk þess nam hún TBRI® við TCU háskólann í Bandaríkjunum, sem er úrræði sérsniðið að þörfum ættleiddra barna og annarra barna með erfiða fortíð. Í fyrirlestrinum mun Snjólaug Elín fjalla um rannsókn sína „Kjörfjölskyldur ættleiddra barna á Íslandi: undirbúningur, fræðsla og stuðningur“. Markmiðið með gerð hennar var að skoða reynslu og upplifun foreldra af því að ættleiða barn frá útlöndum og var áhersla lögð á að skoða sambandið milli undirbúningsfræðslu, eftirfylgdar og stuðnings í kjölfar ættleiðingar og líðan fjölskyldna. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg miðvikudaginn 19. nóvember, klukkan 20:00. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Ættleidd börn á Íslandi. Langtímarannsókn með 20 börnum og fjölskyldum þeirrra.

Ættleidd börn á Íslandi. Langtímarannsókn með 20 börnum og fjölskyldum þeirrra.
Ættleidd börn á Íslandi. Langtímarannsókn með 20 börnum og fjölskyldum þeirrra. Fyrirlesarar eru Hanna Ragnarsdóttir prófessor Mennta-vísindasviði HÍ og Elsa Sigríður Jónsdóttir fv. lektor á Menntavísindasviði HÍ. Þátttakendur í rannsókninni eru 20 ættleidd börn frá Indlandi og Kína sem komu til Íslands 2002 (10 börn) og 2004 (10 börn) og foreldrar þeirra. Markmið rannsóknarinnar eru að skilja reynslu foreldra af því að ættleiða barn frá útlöndum; að varpa ljósi á hvernig móttöku barnanna var háttað og að skoða hvernig börnunum gengur að aðlagast nýju samfélagi, félagahópi og skólum. Tekin hafa verið viðtöl við foreldrana tvisvar, börnin einu sinni, svo og leik- og grunnskólakennara barnanna. Í erindinu verður fjallað um niðurstöður þessara viðtala, einkum viðtala við börnin og kennara þeirra sem tekin voru árið 2012. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg miðvikudaginn 22.október, klukkan 20:00. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Heimsóknir til Búlgaríu og Tékklands

Heimsóknir til Búlgaríu og Tékklands
Sigrún María Kristinsdóttir og Kristinn Ingvarsson kynna heimsóknir sínar til Búlgaríu og Tékklands. Kynningin fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg fimmtudaginn 9. október, klukkan 20:00. Við hvetjum alla félagsmenn og aðra áhugasama að mæta. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Kynning er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

„Ég þekkti þig ekki, þú varst bara ókunnug kona“

„Ég þekkti þig ekki, þú varst bara ókunnug kona“
Fyrirlesturinn „Ég þekkti þig ekki, þú varst bara ókunnug kona“ verður haldinn í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg (gamli Sjómannaskólinn), laugardaginn 4. október, klukkan 11:00. Dr. Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri fjallaðr um áhrifa ættleiðingar á börn og hvað rannsóknir segja um þetta málefni. Rætt verður um hvað foreldrar gætu þurft að vera vakandi fyrir í uppvextinum m.a. er varðar sjálfsmynd barnanna og tengsl við upprunann. Þeir sem ekki eiga heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn í gegnum netið. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Fræðslan er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Að byrja í leik- og grunnskóla

Að byrja í leik- og grunnskóla
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra ættleiddra barna á leik-og grunnskóla aldri og fyrir alla áhugasama um málefnið. Fræðslan fer fram bæði á Akureyri og í Reykjavík og er aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar. Félagsmenn og aðrir eru hvattir til að nýta sér mjög mikilvæga, áhugaverða og góða fræðslu og mæta. Mánudagurinn 25. ágúst kl. 20:00. Leikskólafræðslan. Leiðbeinandi er Díana Sigurðardóttur leikskólakennari. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b. Þriðudagurinn 26. ágúst kl. 18:00. Leik- og grunnskólafræðsla. Leiðbeinandi er dr. Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Fræðslan verður í Háskólanum á Akureyri, Sólborg V/Norðurslóð. Miðvikudagurin 27. ágúst kl. 20:00. Grunnskólafræðsla. Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi/sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b. Skráning: isadopt@isadopt.is.
Lesa meira

Fræðsla fyrir aðstandendur ættleiddra barna og foreldra þeirra

Fræðsla fyrir aðstandendur ættleiddra barna og foreldra þeirra
Fræðsla fyrir aðstandendur foreldra ættleiddra barna er tveggja tíma námskeið um mikilvæga þætti ættleiðinga.
Lesa meira

Geðtengsl

Geðtengsl
Fyrlestur um geðtengsl haldin á Akureyri 17. 5 2014.
Lesa meira

Íslensk ættleiðing á Akureyri

Íslensk ættleiðing á Akureyri
Íslensk ættleiðing hefur lagt sig fram við að þjónusta félagsmenn sína sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Hefur félagið gert tilraunir með að streyma fyrirlestrum með góðum árangri og mun vonandi verða framhald á því. Til að bæta um betur mun mánaðarlegur fyrirlestur félagsins að þessu sinni verða haldinn á Akureyri. Að þessu sinni verður boðið uppá tvö fræðsluerindi, fund með formanni og framkvæmdastjóra félagsins, auk viðtala hjá sálfræðigi félagsins. Fræðslan hefst kl. 10:00 með erindi þar sem Dr. Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri kynnir niðurstöður rannsókna sinna er varða ættleidd börn. Klukkan 11:00 mun Valgerður Baldursdóttir sérfræðingur í barna- og unglingageðlækningum fjallar um mikilvægi tilfinningatengsla milli barna og umönnunaraðila og þátt þeirra í þroska og mótun persónuleika einstaklingsins, en fyrirlesturinn var áður haldinn síðastliðinn febrúar og var mjög vel tekið.
Lesa meira

Börn með skilgreindar þarfir

Börn með skilgreindar þarfir
Gestur Pálsson barnalæknir talar um læknisfræðina í tengslum við börn með skilgreindar þarfir, en Kristinn Ingvarsson, framkvæmdarstjóri Íslenskrar ættleiðingar tekur fyrir sjálft ættleiðingarferlið.
Lesa meira

Hamingjan

Hamingjan
Öll viljum við vera hamingjusöm. Sem betur fer upplifa margir þessa mögnuðu og jákvæðu tilfinningu. Í fyrirlestrinum er fyrirbærið hamingja skoðað. Það getur verið erfitt að átta sig á hvað hamingjan sé í raun, hvernig hægt sé að öðlast hana og að vera hamingjusamur. Til að átta sig á hamingjunni þá er m.a. skoðað hvað felst í því að vera manneskja, hversu miklar tilfinningaverur við erum í raun og áhrif þess umhverfið sem við lifum í krafti væntinga og krafna um lífsins gang og innihald. Oft getur verið erfitt fyrir okkur að átta okkur því sem skiptir máli í lífinu og stundum gerist það ekki fyrr en áfall dynur yfir. Undirstrikað er mikilvægi þess að staldra aðeins við og skoða sinn gang í von um að hamingjan sé þín.
Lesa meira

Snemmbær kynþroski

Snemmbær kynþroski
Kolbeinn Guðmundsson barnalæknir og sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum barna kom og fræddi félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar um snemmbæran kynþroska. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kolbeinn deilir þekkingu sinni með félagsmönnum og hafa fyrirlestrar hans verið vel sóttir. Kolbeinn var svo góður að deila með okkur glærunum sínum og benti í leiðinni á góða grein um málefnið.
Lesa meira

Einelti og jákvæð samskipti - Vanda Sigurgeirsdóttir

Einelti og jákvæð samskipti - Vanda Sigurgeirsdóttir
Vanda Sigurgeirsdóttir er lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari hjá Þrótti Reykjavík. Vanda hefur um áratugaskeið rætt við börn og fullorðna um einelti, gert rannsóknir, skrifað greinar og bókarkafla. Að berjast gegn einelti er hennar hjartans mál.
Lesa meira

Sýkingar hjá nýburum

Sýkingar hjá nýburum
Gestur Pálsson barnalæknir hélt fyrir lestur um sýkingar hjá nýburum.
Lesa meira

Svæði