Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Hamingjan er hér...
Hamingjustund #Adoptionjoy
13.03.2019
Þann 1.janúar lagði lítil fjölskylda af stað í ferðalag til Tékklands, þetta var ekki venjulegt ferðalag heldur ævintýraferð að hitta nýjasta meðlim fjölskyldunnar, stúlkuna hana Anetu. Ég, Elísabet, Smári og Birkir Jan sonur okkar flugum til Prag með smá viðkomu í Manchester. Öryggisleitin tók aðeins lengri tíma í Manchester þar sem foreldarnir voru ekki alveg aðfara eftir öllum leiðbeiningum og einhver var meðfullt veski af breskri mynt í handfarangri og gleymdi að taka það upp, viðnefnum engin nöfn en það er þessi veskisóða.
Lesa meira
Hamingjustund
16.07.2018
Nú í nótt hittust þau Áslaug Júlía, Rúnar og Daníel Steinberg, hann Kristján Svanberg í fyrsta skipti. Fjölskyldan var orðin mjög spennt og eftirvæntingin sennilega mest hjá Daníel Steinberg sem er búinn að bíða lengi eftir því að verða stóri bróðir. Stóra stundin var svo mjög tilfinningaþrungin þegar loks kom að því að þau hittust öll. Bræðurnir voru fljótt farnir að leika og er greinilegt að þeir eiga vel saman.
Forstöðukona barnaheimilisins og fóstran hans komu með hann á ættleiðingamiðstöðina og fylgdu honum í fang nýrrar fjölskyldu. Það var greinilegt að Kristján Svanberg hefur verið í góðum höndum, því hann átti erfitt með að kveðja fóstruna sem hefur séð um hann síðustu þrjú árin. Ferðin á hótelið gekk vel og hann sofnaði aðeins. Þegar á hótelið var komið sat hann í fangi móður sinnar nokkuð lengi, þar var hann öruggur í þessu nýja umhverfi. Eftir smá stund var hann tilbúinn að skoða sig aðeins um, en mjög varkár. Þegar Kristján Svanberg var búinn að skoða allt í krók og kima voru bræðurnir fljótir að komast í leik á ný og hann fór brátt að leika á alls oddi. Eftir langan og strangan dag sofnuðu þeir bræðurnir svo saman.
Lesa meira
Hamingjustund
17.05.2018
Þann 17.05.2018 hittu Stephan og Ute börnin sín Hönnu Žanetu og Jónas Kamil í fyrsta skipti á barnaheimili í Tékklandi. Þau deildu með okkur sögunni sinni og gáfu leyfi fyrir því að deila henni hér.
I don't think that we will ever forget the 17th of May 2018 - even so we cannot remember a lot of details because that day went by so fast. We started with a 1.5 hour meeting with psychologists and social workers. It was hard to concentrate since we knew that after that meeting, we would meet the children - our children.
When Hanna Žaneta and Jónas Kamil finally walked in, they were shy for approximately the first 3 minutes. After the first shyness was overcome, our two bundles of energy did want nothing else but play with us. All these other people in the room (and there were plenty: 3 psychologists, a social worker and our interpreter) were totally forgotten by all four of us. Even so it was a very strange feeling to bring Hanna Žaneta and Jónas Kamil back to their group for lunch, we were grateful for the much needed break. Playing with them was quite a workout. This day was the start of some quite exhausting but very special weeks.
Lesa meira
Hamingjustund
06.06.2017
Þann 06.06.2017 hittust mæðgurnar Olga Eleonora og Emilía Audrey í fyrsta skiptið á Skt. Claire barnaheimilinu í Lome, Togo.
Emilía Audrey hljóp strax í fangið á mömmu sinni og vildi ekki sleppa, hún kúrði fast í hálsakotinu þangað til henni voru boðnar rúsínur þá fyrst fékk mamma hennar að sjá almennilega framan í hana. Amma Audrey og frænka fengu svo að knúsa hana líka. Það leið ekki langur tími þangað til hún dró mömmu sína út að hliði og sagði "komum" (á frönsku), þessi litla stelpa var alveg tilbúin. Aðlögunin gekk framar öllum vonum og aðeins um viku seinna fékk hún að fara alfarið heim á hótel með mömmu og ömmu. Eftir það fór hún bara í heimsóknir á barnaheimilið.
Næstu dagar og vikur fóru í að kynnast og njóta þess að vera saman. Þær mæðgur fóru í sund, göngutúra, í bíltúra, á leikvelli og í heimsóknir á marga góða staði. Þremur vikum eftir að þær hittust var Emilía Audrey útskrifuð af barnaheimilinu og var slegið til veislu til að fagna því. Öll börnin á deildinn hennar voru mætt og allt starfsfólkið líka. Það var dansað og sungið, borðaðar kökur og drukkið gos.
Lesa meira
Hamingjustund
21.02.2017
Nú í morgun hittu Anna Sigrún og Gunnar Lárus börnin sín í fyrsta sinn. Þau, ásamt móður Önnu, mættu á fund á barnaheimilinu klukkan níu þar sem þau fengu allar helstu upplýsingar áður en þau fengu loksins að hitta börnin einum og hálfum tíma síðar. Það er skemmst frá því að segja að það var ekki margt sem síaðist inn á þessum fundi vitandi af börnunum á næstu hæð fyrir ofan!
Tilfinningin var ólýsanleg þegar þau gengu inn í herbergið þar sem tvíburarnir Katrín Þóra og Óskar Þór biðu þeirra. Þau voru bæði varkár en leist mjög vel á mömmu og pabba og voru komin í fangið á þeim eftir 10 mínútur, alsæl. Óskari leist strax rosa vel á pabba sinn og Katrín hélt sig nálægt mömmu. Þau voru svo saman fram að hvíld hjá börnunum en komu aftur þegar börnin voru vöknuð og nutu þess að eyða restinni af deginum saman.
Lesa meira
Hamingjustund
31.10.2016
Í dag hittu hjónin Jón Hafliði Sigurjónsson og Hulda Guðnadóttir son sinn, Baldur Hrafn Jhon, í fyrsta skipti. Þau fóru á barnaheimili á vegum ICBF í Arauca í Kólumbíu þar sem þau biðu hans eftir að hafa fengið ýmsar upplýsingar frá starfsfólki. Hann kom fljótlega gangandi inn í herbergið, þar sem foreldrar hans biðu í mikilli eftirvæntingu. Hann var feiminn til að byrja með, en eftir að búið var að færa honum bíl, rúsínur og límmiða þá fóru hlutirnir að gerast hratt. Baldur Hrafn Jhon varð fljótlega eitt bros, þó svo hann væri svolítið hissa á þessu öllu saman. Þegar allir voru búnir fá sér kökur og gos þá var farið upp í leigubíl og heim á hótel þar sem við tóku rólegheit í bland við leiki. Fljótlega eftir að heim til Íslands var komið hitti hann svo litlu systur sína hana Nínu Dýrleif í fyrsta skipti og hafa þau nánast verið óaðskiljanleg síðan þá og eru fyrirmyndar systkini, með hlátri og gráti.
Lesa meira
Hamingjustund
10.09.2016
Í dag hittum við litla sálufélagan okkar í fyrsta skiptið. Það er erfitt að lýsa þessari ógleymanlegu stund, en svona sterkar tilfinningar höfum við aldrei fundið áður!
Við vöknuðum alltof snemma í morgun, í geðshræringu, með fiðring í maganum, skjálfta í höndunum og tárakirtlarnir voru frekar ofvirkir. Við áttum að mæta á barnaheimilið kl. 9:00 (vorum reyndar mætt kl. 8:00... og biðum fyrir utan, við vildum alls ekki vera of sein!). Við áttum klukkutíma fund með forstöðukonunni og fleirum þar sem við fengum fleiri myndir af Martin og upplýsingar um hvernig persóna hann er.
Síðan kom að þeirri stundu að forstöðukonan fór að sækja Martin. Spenningurinn var svakalegur og munum við aldrei gleyma þeirri stund þegar Martin kom labbandi í áttina til okkar. Hann var feiminn og hlédrægur og labbaði löturhægt til okkar og tók við gröfu sem við gáfum honum. Það var erfitt að halda aftur af tárum á þessari stundu.
Þessi fyrsti dagur sem við vorum saman sem fjölskylda gekk vonum framar. Það tók Martin ekki langan tíma að fara í leiki með mömmu og pabba og kúra í fanginu á okkur. Við vorum saman allan daginn, settum hann í rúmið í hádegislúrnum, komum svo aftur til hans eftir lúrinn og þá kom hann hlaupandi og hlægjandi í fangið á mömmu sinni. Erfiðast var að leggja hann í rúmið um kvöldið og þurfa að fara frá honum yfir nóttina. En morguninn eftir þegar við komum aftur til hans þá hljóp hann hlægjandi í fangið á okkur.
Við erum svo ævinlega þakklát fyrir litla sálufélagann okkar.
Lesa meira
Hamingjustund
16.03.2016
Þann 16.03.2016 hittu hjónin Þorkell Ingi og Sigrún Inga son sinn í fyrsta sinn.
Þegar þau komu á barnaheimilið beið hann þeirra með eftirvæntingu enda er biðin eftir því að þau fái að hittast búin að vera löng.
Ingi Frans hljóp beint í fangið á foreldrum sínum, hann var mjög hljóður og hélt fast í þau og vildi ekki fara úr fangi móður sinnar. Það leið ekki á löngu áður en foreldrar hans fengu að sjá fallega brosið hans sem er svo einlægt, fallegt og bræðir alla sem sjá. Einnig skein persónuleiki hans meira og meira í gegn eftir því sem feimnin minnkaði. Ingi Frans er hress og jákvæðir drengur sem hefur gaman af því að tjá sig bæði í tali, söng og skemmtilegum barnslegum dansi.
Í Tógó fóru Þorkell, Sigrún og Ingi Frans í sund, göngutúra, á leikvelli og fleira og kynntust hvert öðru meira og meira auk þess sem foreldrar hans sýndu Inga Fransi myndir af ættingjum hans á Islandi. Þar á meðal var systir hans Karlotta Rós, 16 ára gömul sem beið spennt eftir að fá að hitta bróður sinn.
Það var mikill hamingjudagur þegar Ingi Frans útskrifaðist af barnaheimilinu og síðustu undirskriftunum lauk. Það var hreinlega eins og það væri allt bjart og það var hreinlega ekki hægt að hætta að brosa.
Heimferðin frá Tógó til Íslands var á afmælisdegi Sigrúnar og er vart hægt að hugsa sér betri afmælisgjöf.
Lesa meira
Hamingjustund
14.12.2015
Í nótt hittustu Úlfhildur og Unnsteinn Orri í fyrsta skipti í Wuhan í Kína. Þegar Úlfhildur mætti kl. 15 á kínverskum tíma á ættleiðingarmiðstöðina var eftirvæntingin í hámarki, spenna og kvíði í bland við að hitta litla soninn. Stuttu síðar mætti hann í fangi forstöðumanns barnaheimilisins og var Unnsteinn Orri pínu feiminn þegar hann loks hitti mömmu sína, kom í fangið í stutta stund og vildi svo ekki meira í bili. En hún var vel undirbúin með rúsínur og Cherrios og nokkra bíla og þau léku sér í bílaleik á meðan þau skoðuðu hvort annað í róleg heitum. Unnsteinn Orri brosti og hló og stundin var dásamleg.
Þegar það var kominn tími til að kveðja starfsmenn barnaheimilisins veifaði hann bara og sendi fingurkoss úr fanginu hennar mömmu. Bílferðin á hótelið gekk vel sem og restin af deginum sem fór í að leika, borða og svo sofna í mömmufangi. Þetta gekk allt saman frábærlega vel.
Umsókn Úlfhildar var móttekin af yfirvöldum í Kína 23. júlí 2015 og var hún pöruð við Unnstein Orra 9. október 2015. Hún var því á biðlista í Kína í 11 vikur eða 77 daga. Þetta er 16 fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári en börnin eru orðin 20. Nú hafa 182 börn verið ættleidd frá Kína til Íslands.
Lesa meira
Hamingjustund
12.11.2015
Í morgun hittu Sigþór Örn og Ester Ýr drenginn sinn í fyrsta skipti á barnaheimilinu þar sem hann hefur dvalið og með því lauk áralangri bið þeirra eftir að eignast barn. Tilhlökkunin er búin að vera mikil og var sérstök tilfinning að vakna í morgun í síðasta skipti – barnlaus. Tilhlökkunin var svo mikil að þau mættu hálftíma of snemma á barnaheimilið. Sigþór Örn og Ester Ýr funduðu með sálfræðingnum og starfsfólki barnaheimilisins áður en þau fengu að hitta drenginn sinn, þau fengu helstu upplýsingar um hann og fengu tækifæri til að spyrja um hans daglega líf.
Lesa meira
Hamingjustund
22.10.2015
Í morgun var mikil tilhlökkun í loftinu þegar mæðginin Hulda og Guðmundur Martin fóru í gegnum morgunverkin, því í dag var komið að því að hitta litlu systur. Eftir fund með barnaheimilinu, lögfræðingnum og sálfræðingnum frá ættleiðingarstofnuninni, þar sem hún fékk helstu upplýsingar um Elsu Teresu var beðið eftir því að hún kæmi úr gönguferð sem hún fór í um morguninn.
Loks kom svo þessi dásamlega fallega brosmilda stúlka inn um dyrnar. Hún var alveg tilbúin að heilsa og koma til mömmu sinnar og bróður. Svo varð hún smá feimin, en bara í eitt augnablik.
Elsa Teresa var búin að útbúa gjöf fyrir mömmu sína, forláta perlufesti, en þegar til átti að taka vildi hún bara geyma hana fyrir mömmu sína og fékk það auðvitað.
Starfsfólk barnaheimilisins fór brátt, því það var augljóst að ekki þurfti frekari stuðning í bili.
Litla fjölskyldan lék sér glöð saman og amma og afi héldu sig í bakgrunninum með myndavélarnar á lofti.
Eftir hádegisverð komu þau aftur á barnaheimilið og fóru út í garð að leika. Systkinin léku sér saman og stóri bróðir var hinn ánægðasti að vera loksins í samvistum við litlu systur sem hann er búinn að bíða svo lengi eftir.
Afi fékk líka svolitla athygli og fór Elsa Teresa sjálf í fangið á honum, það þótti honum ekki leiðinlegt.
Þegar haldið var til baka á barnaheimilið og dyrnar opnuðust tók sú stutta skref aftur á bak og þrýsti sér upp að mömmu sinni, hún vildi vera áfram hjá henni. Eftir smá útskýringar kvaddi hún með vinki og fingurkossi. Við fáum að hittast aftur á morgun.
Hulda segir sjálf frá: "Eitt er víst, það er hamingjusöm tveggja barna móðir sem leggur höfuðið á koddann í kvöld. Lífið er svo sannarlega yndislegt og ég nýt þess alla leið. Ég vona að þið gerið það líka".
Lesa meira
Hamingjustund
20.10.2015
Ásta Bjarney, Árni sonur hennar og Jette móðir hennar lögðu land undir fót til að hitta litlu systur Árna í Tékklandi. Þau sameinuðust nú í dag á barnaheimilinu þar sem hún hefur dvalið. Þegar Ásta, Árni og amma komu á barnaheimilið beið Daniela í gættinni á herberginu sínu og fylgdist með komu þeirra. Hún var feimin í fyrstu en bauð þeim svo inní herbergið sitt og sýndi þeim gullin sín, myndaalbúmið sem þau höfðu sent henni með myndunum af þeim og myndirnar af líffræðilegum systkinum sínum sem hún var búin að bæta í það. Árni og mamma gáfu Danielu Pónýhesta með hárgreiðsludóti og amma gaf henni föt.
Lesa meira
Hamingjustund
30.06.2015
Í dag sameinaðist fjölskylda í Tékklandi.
Hjónin Torben og Stefanie fóru frá Íslandi til Tékklands að sækja dæturnar sínar þrjár. Þau fóru á barnaheimilið og áttu venju samkvæmt að byrja á því að hitta forstöðumann barnaheimilisins ásamt sálfræðingum og félagsráðgjöfum, en systurnar sáu Torben og Stefanie í gegnum glugga og þá varð ekki aftur snúið. Fjölskyldan sameinaðist því aðeins fyrr en áætlað var og Torben og Stefanie stukku beint útí djúpu laugina. Það var mikið fjör og hamagangur þegar fjölskyldan fór út á leikvöll og tók sín fyrstu skref sem fimm manna fjölskylda.
Það voru þreytt og hamingjusöm hjón sem lögðust á koddann sinn í lok dags enda búið að vera mikið fjör hjá stórfjölskyldunni.
Lesa meira
Hamingjustund
29.06.2015
Í nótt hittu þau Brynjar og Kristín dóttur sína í fysta sinn. Þau fóru ásamt Kristjáni Bjarti stóra bróður til Kína að hitta hana og nú var loks komið að því. Litla Skellibjallan hún Tinna Bergdís var róleg og yfirveguð þegar hún hitti þau. Hún horfði á þau í rólegheitunum og tók þau út, það var greinilegt að hún var sátt við fjölskylduna og sér í lagi stóra bróðir sem hún fór strax að leika við. Rólegheitin stóðu þó stutt yfir því hún er full af fjöri og vill hafa stanslausan glaum og gleði í kringum sig.
Lesa meira
Hamingjustund
29.06.2015
Í nótt sameinaðist fjölskylda í Guangzhou í Kína.
Hjónin Örn og Sigrún hittu loksins drenginn sinn sem þau hafa hlakkað svo mikið til að hitta. Allt í einu var hann kominn í fangið á þeim og það var yndislegt.
Það kom í ljós að hann var með hitavellu en þá var nú skemmtilegt að lesa bókina Músin tístir í fanginu á pabba þar sem hann svo sofnaði um kvöldið. Tilfinningaríkur dagur, gleði, kærleikur og þakklæti.
Umsókn Arnar og Sigrúnar var samþykkt af yfirvöldum í Kína 8. maí 2014 og voru þau pöruð 5. maí 2015. Þau voru því á biðlista í Kína í 12 mánuði.
Þetta er tólfta fjölskyldan sem sameinast á þessu ári og börnin orðin 16. Nú hafa 181 börn verið ættleidd frá Kína til Íslands.
Lesa meira
Hamingjustund
25.06.2015
Í dag sameinaðist lítil fjölskylda í Tékklandi.
Hafþór og Líney fóru á vit ævintýranna til að hitta dóttur sína. Það var stórkostlegasti dagur í lífi þeirra Hafþórs og Líneyjar þegar þau hittu Önnu Karólínu í fyrsta sinn.
Dagurinn byrjaði á því að hitta starfsmenn barnaheimilisins og fá helstu upplýsingar en svo fóru þau inní leikherbergið til hennar þar sem hún var að dunda sér. Það var erfitt að halda aftur af tárunum því biðin eftir þessari stund hefur verið löng…en vel þess virði.
Umsókn Hafþórs og Líneyjar var samþykkt af yfirvöldum í Tékklandi 20. október 2014 og voru þau pöruð við Önnu Karólínu 18. maí 2015. Þau voru því á biðlista í Tékklandi í sjö mánuði.
Lesa meira
Hamingjustund
11.06.2015
Í dag hitti fjölskyldan, Vigdís Klara, Guido og Marek Ari stóri bróðir, Matéj/Matta litla í fyrsta sinn. Það var áhrifarík stund. Matti var fyrst hissa á heimsókninni en rétti svo fram hendurnar til að komast í fang pabba síns. Þaðan lá leiðin svo í fang mömmu og loks til stóra bróður. Matti vildi síðan alls ekki sleppa Marek Ara, bróður sínum. Þeir bræðurnir sátu lengi saman í sófanum og knúsuðust. Matti er mikill knúsdrengur. Hann var líka búinn að bíða eftir fjölskylduknúsunum sínum í næstum því tvö ár.
Lesa meira
Hamingjustund
31.05.2015
Í nótt sameinaðist fjölskylda í Fuzhou í Kína.
Daníel og Rut voru að hitta litlu dóttur sína í fyrsta sinn. Starfsfólk barnaheimilisins kom með Ísold Lílý á hótelið til þeirra, en þar hefur verið útbúin aðstaða fyrir fjölskyldur til að sameinast. Ísold Lílý hafði verið lengi á leiðinni og var því orðin þreytt þegar þau loksins hittust, en stundin var engu að síður töfrum hlaðin og nánast ólýsanleg. Það var hamingjusöm fjölskylda sem lagðist á koddan sinn í dag, brosandi út að eyrum.
Umsókn Daníels og Rutar var móttekin af yfirvöldum í Kína 28. febrúar 2015 og voru þau pöruð við Ísold Lílý 14. apríl 2015. Þau voru því á biðlista í Kína í 45 daga.
Þetta er sjöunda fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári en börnin orðin níu. Nú hafa 179 börn verið ættleidd frá Kína til Íslands.
Lesa meira
Hamingjustund
04.05.2015
Í nótt sameinaðist fjölskylda í Changchun í Kína.
Anna Rósa og Heimir fóru í apríl til Kína til að sækja drenginn sinn Breka Ingimar.
Það var dásamleg stund sem fjölskyldan átti í Changchun þegar þau hittust. Breki Ingimar var greinilega búinn að skoða myndirnar af foreldrum sínum sem þau höfðu sent á barnaheimilið eftir að þau voru pöruð saman og fór hann í fangið á mömmu sinni og fann strax til öryggis í foreldrafaðmi.
Umsókn Heimis og Önnu Rósu var móttekin af yfirvöldum í Kína 11. febrúar 2014 og voru þau pöruð við Breka Ingimar 10. mars 2015. Þau voru því á biðlista í Kína í 13 mánuði.
Þetta er sjötta fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári en börnin orðin átta. Nú hafa 178 börn verið ættleidd frá Kína til Íslands.
Lesa meira
Hamingjustund
21.04.2015
Í dag sameinaðist fjölskylda í Tékklandi.
Páll og Unnur Björk lögðu af stað frá Íslandi þann 18. apríl ferðinni heitið til Tékklands að sækja syni sína þrjá. Dagurinn var algjör rússibani fyrir bæði börn og foreldra, í senn dramatískur og hamingjuríkur enda búið að bíða eftir þessari stund í þónokkurn tíma.
Lesa meira
Hamingjustund
15.04.2015
Í dag sameinaðist fjölskylda í Bogotá í Kólumbíu.
Atli og Kristjana fóru ásamt Katrínu Rut dóttur sinni til að hitta litlu systur í höfuðborg Kólumbíu.
Stundin þegar þau hittust í fyrsta skipti var töfrum líkust. Freydís María kom inn í herbergið til þeirra, horfði á pabba sinn, rétti honum hendina og strauk honum um andlitið. Hún sneri sér svo að mömmu sinni, horfði í augun á henni og strauk henni um vangann. Það sama gerði hún svo við systur sína.
Í Kólumbíu er svo alltaf haldin lítil veisla til að fanga þessum áfanga. Þá er boðið er uppá kökur og kruðerí áður en fjölskyldan fékk að halda heim á leið.
Myndin sem fylgir er tekin á skrifstofu ICBF strax eftir að fjölskyldan sameinaðist.
Lesa meira
Hamingjustund
13.04.2015
Í nótt sameinaðist fjölskylda í Nanning í Kína.
Lára og Einar hittu þar Kötlu Lin í fyrsta skipti og áttu þau yndislega stund saman. Katla Lin kom inn með mynd af mömmu og pabba sem þau höfðu sent henni og benti hún hreykin á foreldra sína.
Umsókn Einar og Láru var móttekin af yfirvöldum í Kína 8. október 2014 og voru þau pöruð við Kötlu Lin 9. desember 2014. Þau voru því á biðlista í Kína í tvo mánuði.
Þetta er þriðja fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári. Nú hafa 177 börn verið ættleidd frá Kína til Íslands.
Lesa meira
Hamingjustund
11.02.2015
Nú í morgun sameinaðist fjölskylda í Most í Tékklandi.
Alastair og Dagný ásamt dætrunum tveimur Ástu og Alice fóru til Tékklands til að hitta Daníel Kevin, litla bróður.
Það var mögnuð stund þegar þau hittust í fyrsta skipti. Þegar Daníel Kevin sá foreldra sína í fyrsta skipti hljóp hann að og náði í myndirnar sem þau höfðu sent honum og höfðu verið notaðar til í undirbúningnum fyrir komu þeirra. Hann var alveg með það á hreinu hverjir voru að koma. Daníel Kevin er duglegur, hugrakkur og forvitinn prakkari og stutt í brosið hjá honum.
Fjölskyldan er í sjöunda himni með daginn og Ásta og Alice trúa því varla enn að þær séu loksins búnar að eignast lítinn bróður.
Umsókn Alastair og Dagnýjar var samþykkt af yfirvöldum í Tékklandi 28. febrúar 2011 og voru þau pöruð við Daníel Kevin 10. desember 2014. Þau voru því á biðlistga í Tékklandi þrjú ár og níu mánuði.
Þetta er önnur fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári. Nú hafa 17 börn verið ættleitt frá Tékklandi til Íslands.
Lesa meira
Hamingjustund
02.02.2015
Í dag sameinaðist fjölskylda í Changsha í Kína
Anna Pála hitti drenginn sinn í fyrsta skipti á hótelherberginu þar sem starfsmenn barnaheimilisins komu með Kristján Frey. Hann lét hressilega í sér heyra en var fljótur að jafna sig þegar hann var kominn í mömmufang. Hann borðaði vel og er greinilega mikill matmaður. Dagurinn gekk vel enda búin að fá góðan undirbúning fyrir þessa töfrastund.
Umsókn Önnu Pálu var send til Kína 10. september 2014 og var samþykkt af yfirvöldum stuttu síðar. Hún var pöruð við Kristján Frey 9. desember 2014. Hún var því á biðlista í þrjá mánuði. Þetta er fyrsta fjölskyldan sem sameinast með milligöngu félagsins á árinu. Nú hafa 176 börn verð ættleidd frá Kína til Íslands, þar af eru 52 börn með skilgreindar þarfir.
Anna Pála er fyrsta einhleypa konan sem ættleiðir frá Kína frá 2009
Lesa meira
Hamingjustund
24.12.2014
Þetta árið kom jólabarnið frá Tógó, því í dag sameinaðist fjölskylda í Lomé höfuðborg Tógó.
Kristín Gunda fékk stelpuna sína í fangið í fyrsta sinn á barnaheimilinu og þaðan hefur hún ekki viljað fara síðan. Mæðgurnar ná greinilega vel saman, enda ekki ólíkar í skapgerð, báðar með bein í nefinu - og amma fylgist með á hliðarlínunni og brosir út í annað.
Umsókn Kristínar Gundu var send til Tógó 14. apríl 2011 og voru mæðgurnar paraðar saman 6. ágúst 2014. Kristín Gunda var því á biðlista í þrjú ár og þrjá mánuði.
Nú hafa fjögur börn verið ættleitt frá Tógó til Íslands með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar
Lesa meira
Hamingjustund
02.12.2014
Nú í nótt sameinaðist fjölskylda í Jinan héraði í Kína.
Bylgja og Guðjón fóru ásamt eldri syni sínum Jónasi og systur Bylgju og foreldrum Guðjóns þangað í lok nóvember. Eftir ævintýralegt ferðalag voru allir komnir á heilu og höldnu til Jinan og biðu stóru stundarinnar.
Það var dásamlegt þegar fjölskyldan sameinaðist. Arnar Yang er flottur og duglegur strákur og á góða og sterka fjölskyldu. Þeir bræðurnir náðu strax vel saman og er eins og þeir hafi alltaf verið saman.
Umsókn Guðjóns og Bylgju var móttekin í Kína 14. nóvember 2013 og voru þau pöruð við Arnar Yang 4. ágúst 2014. Þau voru því á biðlista hjá CCCWA í rúma átta mánuði. Þetta er tíunda fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári. Nú hafa 175 börn verið ættleitt frá Kína til Íslands. Af þeim eru 51 barn ættleidd af lista yfir börn með skilgreindar þarfir.
Lesa meira
Hamingjustund
14.11.2014
Í dag sameinaðist fjölskylda í Kolin í Tékklandi.
Jón Ingi og Margrét hittu Söru Patrice í fyrsta skipti nú fyrir hádegið á barnaheimilinu. Sara var feimin til að byrja með en eftir að hún var búin að leggja sig tók hún við sér og var greinilega hrifin af foreldrum sínum. Í lok dagsins varð hún eftir á barnaheimilinu og þau mun hittast aftur á morgun. Þetta var dásemdar dagur og greinilegt að allir nutu sín vel.
Umsókn Jóns Inga og Margrétar var samþykkt af yfirvöldum í Tékklandi 16. september 2011. Þau voru svo pöruð við Söru Patrice 6. október 2014. Þau voru því á biðlista í þrjú ár. Þetta er níunda fjölskyldan sem sameinast með milligöngu félagsins á árinu. Nú hafa 16 börn verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands.
Lesa meira
Hamingjustund
22.10.2014
Í dag sameinaðist fjölskylda í Most í Tékklandi
Hermann og Ragnhildur hittu drenginn sinn Kolbein Mikael á barnaheimilinu í Most. Kolbeinn Mikael var varkár í fyrstu en sýndi leikföngin sín og var mjög forvitinn um Hermann og Ragnhildi. Hann lagði sig svo eftir matinn en að lúrnum loknum komu Hermann og Ragnhildur aftur á barnaheimilið og fóru út í garð með Kolbein Mikael, þar léku þau saman og höfðu það gott.
Umsókn Hermanns og Ragnhildar var samþykkt af yfirvöldum í Tékklandi á afmælisdegi Íslenskrar ættleiðingar, þ.e. 15. janúar 2013. Þau voru svo pöruð við Kolbein Mikael 23. september 2014. Þau voru því á biðlista í tuttugu mánuði. Þetta er áttunda fjölskyldan sem sameinast með milligöngu félagsins á árinu. Nú hafa 15 börn verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands.
Lesa meira
Hamingjustund
07.07.2014
Nú í nótt sameinaðist fjölskylda í Changsha í Kína. Aðalheiður og Guðfinnur fóru ásamt dóttur sinni Stefaníu Carol þangað í byrjun júlí og loksins fengu þau að hitta drenginn sinn sem þau hafa verið að bíða eftir að fá að sjá síðan í maí. Starfsmaður ættleiðingarstofnunarinnar kom með Arnar Ze á hótelið, baðaði hann og skellti fang foreldra sinna. Það kom í ljós að litli karlinn var lasinn en hann var fljótur að jafna sig, því stóra systir var svo dugleg að leika við hann.
Lesa meira
Hamingjustund
07.07.2014
Síðastliðna nótt var lítil fjölskylda að verða til í Tianjin í Kína, þau Bjarni og Sigrún Eva voru að hitta Veigar Lei í fyrsta sinn. Veigar Lei var pínu feiminn þegar hann hitti foreldra sína fyrst, en hann var fljótur að jafna sig. Fjölskyldan átti dásamlega stund saman og er framtíðin björt og spennandi.
Umsókn Bjarna og Sigrúnar var móttekin í Kína 10. febrúar 2014 og voru þau pöruð við drenginn 28. mars. Þau voru því á biðlista hjá CCCWA í 40 daga.
Þetta er fjórða fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári.
Nú hafa 173 börn verið ættleitt frá Kína til Íslands
Lesa meira
Hamingjustund
16.04.2014
Á barnaheimilinu í Most sameinaðist fjölskylda nú í morgun. Andri og Þuríður voru að hitta litla drenginn sinn í fyrsta skipti og var stundin töfrum líkust. Nýbakaðir foreldrarnir fengu að hitta Tómas og leika við hann í stutta stund. Hann fékk sér svo hádegisverð og hádegislúr. Eftir hádegið fengu Andri og Þuríður svo að hitta hann á ný og kynnast betur, leika og skoða bókina sem þau höfðu sent honum með myndum af sér, ömmunum og öfunum og auðvitað honum sjálfum.
Umsókn Andra og Þuríðar var samþykkt af yfirvöldum í Brno 16.12.2013 og voru þau pöruð við Tómas í mars. Andri og Þuríður voru því að biðlista í Tékklandi í þrjá mánuði.
Þetta er þriðja fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári.
Nú hafa 14 börn verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands.
Lesa meira
Hamingjustund
01.04.2014
Í dag sameinaðist fjölskylda í höfuðborg Tékklands. Ástþór, Sigrún og Ástrós (stóra systir) hittu Jóhann og Lilju í fyrsta skipti og áttu dásamlega stund saman.
Umsókn Ástþórs og Sigrúnar var samþykkt af yfirvöldum í Brno 14.02.2013 og er var þetta fyrsta umsóknin frá Íslandi til Tékklands þar sem sótt er um að ættleiða systkini.
Þetta er önnur fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári.
Nú hafa 13 börn verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands.
Lesa meira
Hamingjustund
10.03.2014
Í dag sameinaðist fjölskylda í Chengdu í Kína. Jóhann, Hanna og Tanya (stóra systir) hittu Aaron Sebastian í fyrsta skipti og áttu yndislega stund saman.
Umsókn Jóhanns og Hönnu var samþykkt af kínverskum yfirvöldum 25.10.2006.
Þetta er fyrsta fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári.
Aaron Sebastian er 172. barnið sem er ættleitt frá Kína með milligöngu félagsins.
Lesa meira
Hamingjustund
26.11.2013
Í dag sameinaðist fjölskylda í Mlada í Tékklandi. Foreldrarnir Þorgeir og Kristbjörg ásamt stóru systur Karen Irani hittu Alex Dusan í fyrsta skipti.
Umsókn Þorgeirs og Kristbjargar var samþykkt af tékkneskum yfirvöldum 8. ágúst 2011.
Þetta er áttunda fjölskyldan sem sameinast með milligöng Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári.
Lesa meira
Hamingjustund
24.09.2013
Í dag sameinaðist fjölskylda í Kolin í Tékklandi. Elísabet og Smári hittu Birki Jan í fyrsta skipti og áttu yndislega stund saman.
Umsókn Elísabetar og Smára var samþykkt af tékkneskum yfirvöldum 30.mars 2011.
Þetta er sjöunda fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári.
Birkir Jan er tíunda barnið sem er ættleitt frá Tékklandi með milligöngu félagsins.
Lesa meira
Hamingjustund
18.09.2013
Í dag sameinaðist fjölskylda í Most í Tékklandi. Ari Þór og Rebekka hittu Jósef Inga í fyrsta skipti og deildu með okkur mynd í tilefni dagsins. Umsókn þeirra var samþykkt af tékkneskum yfirvöldum á 35 ára afmælisdegi Íslenskrar ættleiðingar, þ.e. 15. janúar 2013.
Þetta er sjötta fjölskyldan sem sameinast á þessu ári með milligöngu félagsins.
Lesa meira
Hamingjustund
18.06.2013
Í dag sameinaðist fjölskylda í Tékklandi. Hulda Sólrún hitti Guðmund Martin í fyrsta skipti og áttu þau dásamlega stund saman.
Þetta er fimmta fjölskyldan sem sameinast með milligöngu félagsins á árinu.
Umsókn Huldu Sólrúnar var samþykkt af tékkneskum yfirvöldum 18. júní 2012 og biðtíminn því eitt ár uppá dag.
Guðmundur Martin er áttunda barnið sem er ættleitt frá Tékklandi með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar.
Lesa meira
Hamingjustund
25.03.2013
Í dag sameinaðist fjölskylda í Hebei í Kína. Hjalti og Korinna fengu son sinn í fangið í fyrsta skipti og áttu saman yndislega stund.
Þetta er fjórða fjölskyldans sem sameinast með milligöngu félagins í ár.
Umsókn Hjalta og Korinnu var samþykkt í af kínverskum yfirvöldum 29. ágúst 2012.
Lesa meira
Hamingjustund
11.03.2013
Í dag sameinaðist fjölskylda í Nanjing í Kína. Guðni og Hrafnhildur hittu drenginn sinn í fyrsta skipti og átti fjölskyldan yndislega stund saman.
Þetta er þriðja barnið sem er sameinað með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar í ár.
Umsókn þeirra var samþykkt í Kína 27.mars 2007.
Lesa meira
Hamingjustund
25.02.2013
Í dag sameinaðist fjölskylda í Wuhan í Kína. Sverrir Þór og Guðrún Fanney hittu dóttur sína Arndísi Ling í fyrsta skipti og áttu dásamlega stund saman.
Þetta er önnur fjölskyldan sem sameinst með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar í ár.
Umsókn Sverris Þórs og Guðrúnar var samþykkt af yfirvöldum í Kína 13.október 2006.
Lesa meira
Hamingjustund
11.02.2013
Í dag sameinaðist fjölskylda í Lomé höfuðborg Tógó. Hjördís og Raphael Ari hittust í fyrsta skipti og áttu góða stunda saman.
Þetta er fyrsta fjölskyldan sem semeinast á þessu ári með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar.
Umsókn Hjördísar var send til yfirvalda í Tógó 19.maí 2011.
Raphael Ari er annað barnið sem er ættleitt með milligöngu félagsins frá Tógó.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.000 krónur fyrir einstakling.