Með umsókn til Tógó þurfa eftirfarandi gögn að fylgja:
- Bréf frá umsækjanda
- Forsamþykki
- Fæðingarvottorð
- Staðfest ljósrit af vegabréfi
- Sakavottorð
- Hjúskaparvottorð/ staðfesting á hjúskaparstöðu fyrir einhleypa
- Umsögn félagsráðgjafa - ekki eldri en ársgömul
- Sálfræðimat
- Læknisvottorð
- Atvinnuvottorð
- Afrit af launaseðlum
- Ljósmyndir
- Meðmælabréf
- Vegna fráfalls /guardian statement
- Staðfesting á að umsækjendur hafi sótt undirbúningsnámskeið fyrir ættleiðingu
Gátlisti yfir gögn sem þurfa að fylgja með umsókn til Tógó - hjón
Gátlisti yfir gögn sem þurfa að fylgja með umsókn til Tógó - einhleypir
Þegar umsækjendur hafa safnað öllum skjölum fer skrifstofa ÍÆ yfir þau. ÍÆ gefur sér 5 daga til að fara yfir umsóknina.
Þá láta umsækjendur löggiltan þýðanda þýða umsóknina yfir á frönsku.
Þegar umsóknin hefur verið þýdd er komið með umsóknina á skrifstofu ÍÆ. ÍÆ útbýr fylgiblað og staðfestir umsóknina með undirskrift.
Því næst fara umsækjendur með umsóknina og fylgiblaðið og láta notarius publicus stimpla hana hjá sýslumannsembættinu.
Mikilvægt er að báðir aðilar fari með umsóknina til sýslumannsembættisins þar sem verið er að staðfesta undirskrift beggja aðila.
Þegar því líkur er farið með umsóknina í utanríkisáðuneytið til þess að fá staðfestingarstimplun á umsóknina. Að lokum er komið með umsóknina á skrifstofu ÍÆ.
Umsóknargjald ÍÆ er greitt og skráningargjald í Tógó (sjá þjónustugjöld) og umsóknin send til dómsmálaráðuneytisins sem sendir svo umsóknina ásamt fylgibréfi til Tógó.
Öll gögn, líka frá vinnuveitendum og lækni, þurfa að vera skrifuð á bréfsefni, með undirritun og stimplun og mega ekki vera eldri en þriggja mánaða. Barnaverndarskýrsla og sálfræðiskýrsla má vera ársgömul. Ef barnaverndarskýrslan er orðin meira en ársömul þarf að óska eftir viðbótarúttekt.
Erlend stjórnvöld geta óskað eftir ítarlegri upplýsingum eða nýjum vottorðum. Ef svo er þá setur ÍÆ sig í samband við umsækjendur og lætur vita.