Ættleiðingar í fjölmiðlum

Rúv.is - Meðvitaður um takmarkaðan tíma og fann þörf til að leita upprunans

Sunnudaginn 19.5.2024 birtist grein á rúv.is um Anton Gunnar Ólafsson sem var ættleiddur frá Indlandi sjö mánaða gamall. Nýlega komst hann að nýrri merkingu nafns síns, möguleg skilaboð. Hann hélt í mánaðarferð til heimalandsins og segir það hafa verið góða stund að hitta konurnar sem önnuðust hann.
Lesa meira

Vísir.is - Leitinni að for­eldrunum lauk á hörmu­legum nótum

Tinna Rúnarsdóttir hóf leit að blóðforeldum sínum á Srí Lanka fyrir um mánuði. Þar fæddist hún í nóvember árið 1984. Þremur mánuðum síðar var hún ættleidd til Íslands. Tinna sagði sögu sína á Vísi um helgina og fékk á sama tíma afar erfiðar fréttir um afdrif blóðforeldra sinna.
Lesa meira

Dv.is - Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Sunnudaginn 14.4.2024 birtist grein á dv.is um Tinnu Rúnarsdóttur sem ættleidd var til Íslands frá Srí Lanka 1985.
Lesa meira

Vísir.is - Skrítin til­finning að vera mögu­lega búin að finna mömmu sína

Laugardaginn 13.4.2024 birtist grein á visir.is um Tinnu Rúnarsdóttur sem var ættleidd til Íslands frá Srí Lanka 1985.
Lesa meira

Vísir.is - Heyrðu hún er fundin

Vísir.is - Heyrðu hún er fundin
Sunnudaginn 3.3.2024 birtist grein á visir.is um Fanney Ýr Gunnlaugsdóttur sem var ungabarn þegar hún var ættleidd frá Sri Lanka.
Lesa meira

Vísir.is - Ætlar til Indónesíu að leita föður síns án nokkurra vísbendinga

Óðinn Eddy Viðarsson, 43 ára Akureyringur, ætlar sér að fara til Indónesíu til að leita að blóðföður sínum og vill fá með sér tökumann til að fara með sér á ferðalag til að kvikmynda ferðalag sitt og leitina að föðurnum.
Lesa meira

Rás1 - Ættleidd börn í sömu stöðu og vöggustofubörnin

Rás1 - Ættleidd börn í sömu stöðu og vöggustofubörnin
Reynsla ættleiddra barna sem koma hingað til lands er sambærileg reynslu þeirra sem vistuð voru á vöggustofum í Reykjavík á árum áður. Þetta segir Selma Hafsteinsdóttir, móðir ættleidds barns. Hún segir ættleiddra barna bíði sömu örlög nema þau fái kerfisbudninn stuðning til að vinna úr sínum áföllum.
Lesa meira

Vísir.is - Hver læknar sárin?

Vísir.is - Hver læknar sárin?
Munurinn á milli líffræðilegra barna sem alast upp með ástríkum foreldrum frá fæðingu og ættleiddra barna sem eru ættleidd til ástríkra foreldra. Af hverju þarf að grípa börnin okkar strax. Í lok á greininni er reynslusaga móður sem á tvö ættleidd börn á grunnskólaaldri og lýsir hún því að yngra barnið var gripið strax en eldra barnið ekki og munurinn þar á milli er sláandi.
Lesa meira

Rauða borðið - Vöggustofur

Rauða borðið - Vöggustofur
Viðtal við Selmu Hafsteinsdóttur og Elísabetu Hrund Salvarsdóttur, mæður ættleiddra barna, um vöggustofur og áhrif þeirra á börnin.
Lesa meira

DV.is - Segir skilning og aðstoð vegna áfalla ættleiddra barna skorta

DV.is - Segir skilning og aðstoð vegna áfalla ættleiddra barna skorta
Hver huggaði barnið mitt fyrstu tvö árin? „Það er sorglegt að allir foreldrar ættleiddra barna þurfa að berjast fyrir börnunum sínum. Berjast fyrir skilning, berjast fyrir aðstoð í heilbrigðiskerfinu, berjast fyrir aðstoð og stuðning í skólakerfinu, berjast fyrir því að fá greiningu fyrir börnin, berjast fyrir að fá skilning frá öðrum foreldrum af hverju barnið hagar sér svona og hinsegin. Berjast fyrir því að fá stuðning fyrir foreldrana sjálfa þar sem álagið er alveg svakalega mikið. Berjast fyrir því að barnið og fjölskyldan fái alla þá aðstoð sem það þarf til að hjálpa þeim að vinna úr áföllunum,“
Lesa meira

Vísir.is - Ættleidd börn með áföll í bakpoka og mikilvægt að grípa þau

Föstudaginn 15.9.2023 birtist frétt á vísir.is Ættleiðing er ævilangt ferli að sögn Elísabetar Hrundar Salvarsdóttur, framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, sem segir mikla þörf á stuðningi og fræðslu í tengslum við ferlið. Þá sé nauðsynlegt að taka tillit til þess að oft sé ekki mikið vitað um bakgrunn barnanna.
Lesa meira

Rás2_Umfjöllun um ættleiðingarráðstefnu NAC

Á morgun verður haldin ættleiðingaráðstefna hér á landi á vegum Nordic Adoption Council eða NAC. Öll ættleiðingarfélög á norðurlöndunum standa að regnhlífasamtökunum NAC ásamt tveimur foreldrafélögum ættleiddra barna.
Lesa meira

Ruv.is - Fann alsystur sína með DNA-prófi

Ruv.is - Fann alsystur sína með DNA-prófi
Fann alsystur sína með DNA-prófi Þegar hin 15 ára Karólína Ágústsdóttir tók DNA-próf vildi hún helst vita hvaðan hún væri en fann í staðinn líffræðilega alsystur. Báðar eru þær ættleiddar frá Kína. Systir hennar býr í Bandaríkjunum og er fjórum árum eldri.
Lesa meira

Viðtal við móður sem hefur ættleitt frá Tékklandi

Viðtal við móður sem hefur ættleitt frá Tékklandi
Selma Hafsteinsdóttir er móðir drengs frá Tékklandi, hún fór í viðtal í Ísland vaknar á K100 og ræddi í stuttu máli og sýna reynslu af ættleiðingarheiminum. Einnig sagði hún frá pod-castinu sínu "Allt um ættleiðingar".
Lesa meira

Mbl.is - Vill öll gögn um ættleiðingar frá Sri Lanka

Dóms­málaráðuneytið hef­ur óskað eft­ir því við Íslenska ætt­leiðingu að fá öll gögn sem fé­lagið hef­ur und­ir hönd­um um ætt­leiðing­ar frá Sri Lanka til varðveislu og skoðunar í ráðuneyt­inu. Seg­ir ráðuneytið frá frá því í til­kynn­ingu í dag að það hafi stöðvað ætt­leiðing­ar frá Sri Lanka árið 1986. Til­efnið er um­fjöll­un Stöðvar 2 í þátt­un­um „Leit­in að upp­run­an­um", sem sýni glögg­lega hve dýr­mætt það er hverju manns­barni að vita upp­runa sinn.
Lesa meira

Rúv.is - Ráðuneytið fékk ákúrur fyrir að stöðva ættleiðingar

Rúv.is - Ráðuneytið fékk ákúrur fyrir að stöðva ættleiðingar
Dómsmálaráðuneytið stöðvaði ættleiðingar frá Sri Lanka árið 1986, vegna þess vafa sem ráðuneytið taldi leika á ferli ættleiðinga þaðan á þeim tíma. Þá hafði komið upp tilfelli um fölsuð skjöl barns sem ættleitt var þaðan hingað til lands. Ráðuneytið kveðst hafa fullan vilja til að aðstoða í tilfellum þar sem hugsanlegt er að gögn um uppruna ættleiddra barna gætu hafa verið fölsuð, en segir að úrræði ráðuneytisins kunni að vera takmörkuð.
Lesa meira

Fréttablaðið - DNA-próf gjörbreytti leitinni

Leitin að upprunanum kallar fram bæði bros og tár hjá áhorfendum enda er þátturinn algjör tilfinningarússíbani. Auk þess geta gerst óvæntir hlutir sem koma Sigrúnu og viðmælanda hennar stórkostlega á óvart ekki síður en áhorfendum.
Lesa meira

Vísir.is - Ólöglegar ættleiðingar, ábyrgð stjórnvalda og Íslands

Líkt og kom fram í þættinum Leitin að upprunanum sem sýnd var nýliðna helgi, hefur Ísland og stjórnvöld hér á landi því miður verið þátttakendur í ólöglegum ættleiðingum erlendis frá og hingað til lands. Sem betur fer í dag, hafa ferlar, lög og reglugerðir breyst og við sem samfélag ásamt Íslenskri ættleiðingu lagt kappsmál á að löglega sé staðið að ættleiðingum hingað til lands. Undir Skoðun á vísir.is birtist innsend grein frá Rut félagsráðgjafa og fjölskyldufræðingi Íslenskrar ættleiðingar.
Lesa meira

RÚV - Ósátt við viðbrögð stjórnvalda

RÚV - Ósátt við viðbrögð stjórnvalda
Vísbendingar eru um að börn hafi verið ættleidd frá Sri Lanka til Íslands með milligöngu svokallaðra barnamangara á níunda áratugnum og að skjöl þeirra hafi verið fölsuð. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld, en fjallað var um málið í þættinum Leitin að upprunanum sem sýndur er á Stöð tvö.
Lesa meira

Visir.is - Lygar og skjalafals en allt í einu komst önnur kona á Íslandi á sporið

Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka árið 1985 og sagði sögu sína í annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum fyrir fimm árum. Þá kom í ljós að ættleiðingarskjöl hennar voru fölsuð og í ferð okkar til Sri Lanka rötuðum við í hvert öngstrætið á fætur öðru. Ása hefur reynt ýmislegt á þeim tíma og langar nú að freista þess að gera lokatilraun til að finna móður sína í Sri Lanka. Fjallað var um leit hennar á nýjan leik í síðasta þætti af Leitinni af upprunanum. Ef þú hefur ekki séð umræddan þátt ættir þú ekki að lesa lengur. . . . . . . Það er búið að vera þig við. . . . . . . Þegar hún lagði af stað til Sri Lanka á sínum tíma með Sigrúnu Ósk komst landið í heimsfréttir fyrir umfangsmikið skjalafals í tengslum við ættleiðingar frá Sri Lanka og sölu á börnum. Þá aðstoðaði Auri Hinriksson Sigrúnu og Ásu með leitina og gerir hún það á nýjan leik að þessu sinni. Finna átti Chöndru Malini sem átti að vera móðir Ásu. Að þessu sinni var ákveðið að senda inn auglýsingu í einu stærsta dagblaði Sri Lanka, Silumina. Daginn eftir að auglýsingin birtist höfðu borist 14 ábendingar, þar af tvær sem vöktu sérstaka athygli. Réttarlæknirinn í Eratna, þorpinu sem móðir Ásu var sögð vera frá, hafði samband við Auri og sagðist þekkja Chöndru Malini. Sama konan og á myndinni Auk þess hringdi kona að nafni Maduka og sagði að konan á myndinni sem Ása á af sér og konunni væri móðir hennar. Í ljós kom að þessar tvær ábendingar áttu við um sömu konuna. Ekki nóg með það, samkvæmt ættleiðingarskjölum Ásu átti hún eldri systur. Hún hét Maduka. Auri brást skjótt við og sendi þorpshöfðingjann Samantha og réttarlækninn til fundar við Chöndru Malini. Og þegar réttarlæknirinn og þorpshöfðinginn sýndu henni myndina sem mamma Ásu tók þegar hún fékk hana í fangið staðfesti hún að hún væri konan á myndinni. Þorpshöfðinginn tók mynd af Chöndru og sendi Ásu. Ása komst sjálf að þeirri niðurstöðu að þessi rúmlega sextuga kona væri sú sama og sú sem var á myndinni hennar Ásu. En ákveðið var að taka DNA sýnin sem fóru af stað haustið 2021, eitt frá Íslandi og annað frá Sri Lanka. Það var skráð á Ásu og kom það í hlutverk hennar að tilkynna Sigrúnu tíðindin í þættinum þegar niðurstöður voru komnar. Í ljós kom að konan væri ekki móðir Ásu. Chandra sagði Auri að á þessum tíma hefði hún búið á heimili konu sem hét Kanthi og var svokallaður „child agent” eða barnamangari, en þeir sáu um að útvega Evrópubúum börn til ættleiðingar. Ása segir í þættinum að það komi einna verst við hana hversu illa og óheiðarlega hafi verið staðið að ættleiðingum frá Sri Lanka og segir að sér finnist hluti ábyrgðarinnar liggja hér á landi. Chandra Malini, sem leitað var að í fimm ár reyndist hafa verið að leika móður Ásu í dómssal. En þegar þarna var komið við sögu tók málið aftur á móti lygilegan snúning. Auri vildi allt í einu fá DNA sýni frá konu sem heitir Harpa Sif Ingadóttir þar sem Chandra var barnshafandi sjálf þegar hún hélt á Ásu og þóttist vera móðir hennar. Eftir að hafa horft á Leitina að upprunanum fyrir nokkrum árum ákvað hún að hana langaði að freista þess að finna líffræðilega móður sína, en hún var ættleidd frá Sri Lanka árið 1985, líkt og Ása. Harpa fór með pappírana sína til Íslenskrar ættleiðingar þar sem Kristinn Ingvarsson, þáverandi framkvæmdastjóri, tók á móti henni. Þannig vildi til að Kristinn var með í för Sigrún Ósk fór út með Ásu til Sri Lanka og þær leituðu að Chöndru Malini. Harpa og Ása eru í dag miklar vinkonur. Honum brá við þegar hann sá skjölin því þar var ýmislegt kunnuglegt, ekki síst nafnið á móður hennar, Chandra Malini. Í ljós kom að líkindin í skjölum Ásu og Hörpu voru sláandi. Sama móðir, sami faðir, sami bær og sama eldri systir. Ása er fædd 20. febrúar og Harpa 3. október. Harpa sendi DNA prófið af stað í byrjun desember. Svo komu jól og á nýju ári komu niðurstöðurnar. Þar kom í ljós að Chandra Malini er ekki móðir Ásu, en hún er hins vegar móðir Hörpu. Örlögin höguðu því þannig að þær enduðu báðar á eyju norður í Atlantshafi með hálfs árs millibili og urðu vinkonur án þess að hafa hugmynd um að fimm árum seinna kæmust þær að því að konan sem önnur hafði leitað í mörg ár var í raun móðir hinnar. Harpa er á leið til Sri Lanka og þótt Chandra Malini hafi sagt að hún vilji líka hitta Ásu afþakkaði Ása boðið, treysti sér ekki í það. Hún segist þó ákveðin í að horfa fram á veginn. Harpa mun því í næsta þætti af Leitinni af upprunanum fara út móður bróður sínum Ívari en hér að neðan má sjá atriðið úr þættinum sem var á sunnudaginn – ótrúleg saga Visir.is - Lygar og skjalafals en allt í einu komst önnur kona á Íslandi á sporið
Lesa meira

Visir.is - Mamma Elvars rakst á konu á Facebook sem hún kannaðist við

Elvar Már Torfason var ættleiddur frá Gvatemala fyrir fjörutíu árum, aðeins nokkurra mánaða gamall. Hann var alinn upp af yndislegum foreldrum í hópi þriggja systkina á Íslandi. Áhugi hans á upprunaleit kviknaði ekki fyrr en fyrir örfáum árum, en eftir það ákvað móðir hans, Margrét Þráinsdóttir, að gera allt sem í hennar valdi stæði til að hjálpa honum að leita. Kærasta og barnsmóðir Elvars er fædd í Taílandi en fluttist til Íslands á unglingsárunum og hefur búið hér síðan. Synir þeirra eru því íslenskir og taílenskir, eiga ættingja í Taílandi sem þeir heimsækja reglulega og föðurfjölskyldu hér heima - og svo eru það líffræðilegu ættingjarnir í Gvatemala sem Elvar vissi lítið sem ekkert um.
Lesa meira

Visir.is - Missti andlitið þegar hann sá ljósmyndina mikilvægu

Fimmta þáttaröðin af Leitin að upprunanum hóf göngu sína á sunnudagskvöldið á Stöð 2 en þar var fjallað um leit Juan Gabriel Rios Kristjánssonar sem ættleiddur var frá Kólumbíu fyrir fjörutíu árum og ólst upp á Akureyri. Juan var upphaflega skírður Jóhannes Gabriel en breytti nafninu sínu í sitt upprunalega nafn svo fjölskyldan hans ytra ætti auðveldara með að finna hann. Juan hefur leitað að blóðmóður sinni árum saman, en það eina sem hann átti til að byrja með var 40 ára gömul ljósmynd. Þar heldur móðir hans á honum í návist blómóður hans. Gabriel fékk góða hæfileika til náms, en eftir að hafa klárað gráðu í lífefnafræði frá Háskóla Íslands ákvað hann að halda áfram og náði sér í mastersgráðu í lífeðlisfræði. Síðar ákvað hann að taka aðra mastersgráðu í efnagreiningu og í framhaldinu var honum boðið í doktorsnám í lífeðlisfræði, sem hann þáði. Lagt jafn mikinn metnað í námið og leitina Það er skemmst frá því að segja að Gabriel hefur lagt sama metnað í upprunaleit sína og námsferilinn. Hann er á rúmum áratug búinn að viða að sér töluverðu magni af upplýsingum, og skipulagið er slíkt að þær eru settar upp í lítinn gagnagrunn. Þegar hann lagði af stað hafði hann þó ekki úr miklu að moða. Hann vissi að hann var fæddur í borginni Cucuta, rétt við landamæri Venesúela, að móðir hans héti Nelie Rios og að hann ætti bróður sem væri um tveimur árum eldri en hann.
Lesa meira

RÚV - Því dekkri sem húðliturinn er því meiri eru fordómarnir

RÚV - Því dekkri sem húðliturinn er því meiri eru fordómarnir
Allir sem eru ættleiddir hingað til lands verða fyrir fordómum. Þetta segir Elísabet Salvarsdóttir framkvæmdastjóri félagsins Íslensk ættleiðing. Hún segir félagið hafa kallað eftir fræðslu í mörg ár en enginn hafi hlustað. Umræðu um fordóma gegn ættleiddum börnum hafi lengi vantað hér á landi.
Lesa meira

Fréttablaðið - Ættleidd börn verði fyrir miklum fordómum

Fréttablaðið - Ættleidd börn verði fyrir miklum fordómum
Elísabet Salvarsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir ekki einsdæmi að ættleidd börn verði fyrir fordómum , eins og Sóley Lóa Smáradóttir greindi frá í Kastljósi í fyrradag. Þar greindi hún meðal annars frá því að kennari í grunnskóla hefði beðið hana að segja bekknum frá Afríku, en Sóley fæddist í Tógó og kom hingað til lands aðeins nokkurra mánaða gömul.
Lesa meira

Málþing um réttindi barna í stafrænu umhverfi

Málþing um réttindi barna í stafrænu umhverfi
Síðasta föstudag, 29.apríl, var haldið Málþing um réttindi barna í starfrænu umhverfi á vegum Fjölmiðlanefndar, Persónuverndar og Umboðsmanns barna. Kynntar voru nýjar leiðbeiningar fyrir foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn.
Lesa meira

Alþjóðlegar ættleiðingar aftur leyfðar til Hollands

Alþjóðlegar ættleiðingar aftur leyfðar til Hollands
Í janúar 2021 voru ættleiðingar frá erlendum ríkum stöðvaðar eftir að umfangsmikil rannsókn leiddi í ljós að núverandi kerfi innihélt veikleika og að hættan á misnoktun var til staðar. Nú hefur verið ákveðið að leyfa aftur alþjóðlegar ættleiðingar til Hollands en umgjörðin um ættleiðingar verður breytt.
Lesa meira

Yndislegt viðtal við móður ættleidds drengs

Yndislegt viðtal við móður ættleidds drengs
Selma móðir sem fékk son sinn í hendurnar tveggja ára gamlan, samdi lag í tilefni af sameiningu fjölskyldunnar. K100 tók viðtal við hana og lagið hennar Heim var frumflutt í Ísland vaknar í gær.
Lesa meira

Af hverju vissi ég það ekki?

Af hverju vissi ég það ekki?
Íslenskri ættleiðingu var boðið að taka þátt í hlaðvarpinu Af hverju vissi ég það ekki?, en þetta er 3ja þáttaröð um ættleiðingar frá ýmsum hliðum. Elísabet framkvæmdarstjóri félagsins og Rut félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá félaginu hittu aðstandendur hlaðvarpsins síðasta mánudag og fórum aðeins yfir ferlið sem verðandi foreldrar þurfa að fara í gegnum, tímann sem það tekur, hvaðan er verið að ættleiða og fleiri áhugaverð atriði tengd ættleiðingum. Í framhaldinu verður svo talað við foreldri sem hefur farið í gegnum ferlið og einnig ættleiddan einstakling, til að fá mismunandi sjónarhorn á ættleiðingar. Fyrsti þátturinn kom út í gær og munum svo næstu 2 þættir koma á næstu vikum. Við hvetjum ykkur til að hlusta á hlaðvarpið.
Lesa meira

RÚV -

RÚV -
„Þetta er drottningin okkar, hún Maya,“ stóð í bréfi sem móðir Mayu, fyrstu stúlkunnar sem var ættleidd opinberlega til Íslands frá Asíu, fékk sent frá munaðarleysingjahæli á Indlandi árið 1968. Móðir Mayu er frá Tékkóslóvakíu en alin upp í Þýskalandi. Hún flutti til Þýskalands þegar Maya var níu ára og barnið varð eftir. Barnabarn hennar segir söguna af mæðgunum. Maya Jill Einarsdóttir er fyrsta barnið sem var opinberlega ættleitt til Íslands frá Asíu. Hún fæddist á Indlandi árið 1966 en stelpan fannst í borg sem tilheyrir Mumbai. Tveir ókunnugir menn fundu hana aðeins nokkurra vikna gamla innan um önnur götubörn og fóru með hana á heimili fyrir munaðarlaus börn í Mumbai. Þremur árum síðar var hún ættleidd til Íslands og fékk afmælisdaginn 28. október. Móðir hennar, Liselotte Bensch Fuchs, er fædd í Tékkóslóvakíu en flúði þaðan til Þýskalands. Hún bjó á Íslandi þegar hún ættleiddi Mayu. Friðrik Agni Árnason, sonur Mayu og barnabarn Liselotte, segir sögu mæðgnanna í þættinum Ugla sat á kvisti á Rás 1. Hélt með systur sinni til Íslands 1963 Liselotte flutti með fjölskyldunni frá Tékkóslóvakíu til Berlínar og var faðir hennar undir eftirliti stjórnvalda. Þetta voru miklir óróatímar og lenti faðir hennar nokkrum sinnum í fangelsi fyrir að smygla fólki frá austur Berlín til vesturs. Svo flutti litla fjölskyldan til Dusseldorf þar sem hjónin bjuggu allt sitt líf í nýbyggðri blokk sem hýsti tuttugu og eina flóttafjölskyldu. „Allir þekktust og hjálpuðust að. Þau þekktu flóttalífið og vissu hvernig best væri að hjálpa.“ Sautján og átján ára þurftu Liselotte og systir hennar að byrja að vinna fyrir sér og flytja heiman því það var þröngt í búi. Þá var stungið upp á því að þær færu í að læra hjúkrun. Þær fengu vinnu á spítala og þar kynntist Liselotte konu sem átti dóttur sem hafði ákveðið að taka sér ársfrí frá vinnu í banka og flytja til Íslands til að starfa sem sjúkraliði. Liselotte var forvitin og fékk sjálf heimilisfangið hjá Landakotsspítala. Þangað skrifaði hún bréf og bauð fram starfskrafta sína og systur sinnar. Henni var strax svarað að þær væru velkomnar og þær héldu af stað þangað árið 1963. Kynntist eldri manni sem söng fyrir íbúana Systurnar nutu þess sem Ísland hafði upp á að bjóða og flugu meðal annars yfir landið og skoðuðu Surtseyjargosið. Liselotte fannst Íslendingar ekkert sérstaklega almennilegir, síst eldra fólk og hún lenti í að vera kölluð helvítis útlendingur. En þrátt fyrir þetta kunni hún ágætlega við sig. En eftir ágreining á Landakoti um launakjör var hún látin fara. Hún fékk þá vinnu á Grund þar sem hún kynntist Einari Sturlusyni sem var töluvert eldri en hún. Einar starfaði þar og sá meðal annars um að skemmta íbúum með söng. Vináttan breyttist svo í annað og meira. Parið talaði þýsku saman sín á milli og síðar einnig við dóttur sína. Mundi eftir frásögn um munaðarleysingjahæli Þegar Liselotte var 27 ára var hún sú eina í vinahópnum á Íslandi sem átti ekki barn. Hana hafði lengi langað að láta gott af sér leiða en vissi ekki hvernig hún ætti að fara að því. Svo mundi hún skyndilega eftir því þegar hún kynntist indverskri hjúkrunarkonu í Dusseldorf sem kvaðst hafa starfað sem sjálfboðaliði á munaðarleysingjahæli. Liselotte ákvað að skrifa munaðarleysingjahælinu bréf. Nunnurnar þar svöruðu henni um hæl og sögðu að ættleiðingaferlið væri flókið, það tæki tíma og kostaði sitt. En Liselotte lét slag standa og eftir eins og hálfs árs ferli var hún boðuð í danska sendiráðið þar sem hún hitti danskan ráðherra. Hann sagði henni að þetta væri mögulegt en benti á að hér á landi byggju ekki margir litaðir einstaklingar og það væri ekki víst að Íslendingar myndu taka barninu vel. „En ég var sannfærð um að það yrði ekki vandamál, enda kom hið gagnstæða í ljós þegar á hólminn var komið. Fólk var alveg heillað af Mayu,“ rifjar Liselotte upp. Valdi barnið með lokuð augu Þegar hún fékk fregnir af því að hún ætti von á stelpu voru henni sendar myndir af nokkrum stúlkum til að velja úr. Hún var ekki viss hvernig ætti að velja. „Ég vildi stelpu og það voru bara stelpur í boði en það skipti engu máli fyrir mig hvort hún væri eins eða tveggja ára. Ég var í algjörum vandræðum,“ rifjar Liselotte upp. Hún skoðaði myndirnar oft og ákvað svo að velja þær með ugla sat á kvisti. „Ég valdi myndina með lokuð augu, skellti í umslag og sendi til baka. Ég fékk svo svarið: Já, þetta er drottningin okkar hún Maya.“ Mynd með færslu Mynd: Friðrik Agni Árnason - Aðsend Nýleg mynd af Friðriki með móður sinni Mayu. Leigubílstjórinn vildi taka þátt í góðverkinu og bauð þeim farið frítt Liselotte hélt til foreldra sinna í Dusseldorf í heimsókn á meðan hún beið frekari fregna og kvöld eitt barst henni loks símskeyti þar sem stóð að Maya væri væntanleg til Amsterdam morguninn eftir. Það gengu ekki lestir eða strætó beint til Amsterdam á þessum tíma svo Liselotte og móðir hennar hringdu í leigubílstjóra og báðu hann að skutla sér. „Hann spurði: Eruð þið vissar, vitið þið hvað það kostar? En okkur var alveg sama um það. Við þurftum bara að komast til Amsterdam,“ segir Liselotte. Þær sóttu drottnignuna, hana Mayu, úr fanginu á hjúkrunarkonu sem hafði fylgt henni á leiðinni og létu leigubílstjórann bíða á meðan. Sá varð nokkuð hvumsa þegar hann sá hvernig þeim fjölgaði fyrir bakaleiðina. „Hann var afar forvitinn og við sögðum honum alla söguna,“ rifjar Liselotte upp. Leigubílstjórinn var upprifinn yfir sögunni um ættleiðinguna og barnið. „Þetta getur ekki verið, sagði hann. Svona gott fólk er ekki til. Svo bætti hann við að við þyrftum ekki að greiða fyrir farið,“ segir Liselotte. „Þetta er minn hluti í þessu góðverki,“ bætti bílstjórinn við. Skildi að hún væri komin heim Um tíu tímum eftir heimkomu segir Liselotte að Maya hafi áttað sig á því að hún væri komin heim. „Þá byrjaði hún að leiða mig, og okkur öll. Hún sagði alltaf: Leiða mig. Þannig gekk það svo mánuðum skipti,“ rifjar hún upp. Þegar hún lagði barnið í rúmið stóð hún upp við rimlana og hvíslaði: „Mamma.“ Mægðurnar voru strax samrýmdar. Á Íslandi göptu margir yfir Mayu og dökku hörundi hennar, en barnið var fljótt að aðlagast og eignast vini og allir vildu leika við hana. „Ég átti auðvelt með að eignast vini sem barn. Þau voru forvitin um hvað ég væri dökk og með dökkt hár en það var engin stríðni eða neitt svoleiðis,“ segir Maya. Í leikskólanum fékk hún súrmjólk í hyrnu og söng í rólunum og fór í sund með dóttur nágrannakonunnar. Æskan var ljúf á Laugarásveginum þar sem fjölskyldan bjó. Maya segir að það hafi alltaf verið líf í kringum sig og hún upplifði enga stríðni, bara forvitni. Krakkarnir fóru í Yfir, Brennó og Teygjutvist og út að renna sér í brekkunum. Svo var kallað á hana og dreng sem bjó á sömu hæð í átta hæða blokkinni sem Maya bjó í: „Þórir og Maya, inn að borða!“ Hamingjuríkar stundir í barnaleikjum og hjá ömmu og afa í Þýskalandi Þetta voru á meðal bestu stunda sem Maya upplifði en henni leið líka alltaf vel þegar hún fór í heimsókn til ömmu og afa í Dusseldorf á sumrin. „Það er sterkt í minningunni, amma og afi og hvernig þau voru. Þau voru yndisleg og þetta var yndislegur tími. Það eru eiginlega hamingjusömustu stundirnar.“ Samband mæðgnanna Mayu og Liselotte var afar sterkt. „Hún var svo kelin, alltaf að knúsa mig og kjassa. Hún hugsaði líka vel um mig, alltaf að sauma og prjóna á mig. Ákveðin, nei var nei, en hún segir mér að ég hafi verið auðvelt barn og þægileg,“ segir Maya. „Ég var bara eins og dúkka, gerði það sem mér var sagt, og hún hugsaði ofboðslega vel um mig eins og mæður eiga að gera.“ Varð þreytt á Íslandi og sótti um skilnað Föður sínum Einari lýsir Maya svo sem miklum stríðniskarli sem sagði brandara. En þegar Maya var á tíunda ári var djúpt skarð hoggið í tilveru hennar. Liselotte var orðin þreytt á lífinu á Íslandi og hún sótti um skilnað. „Veðrið á Íslandi var slæmt, það kom varla sumar í fimm eða sex ár. Ég kom fyrst til Íslands 22 ára og var ekki vön svona aðstæðum,“ segir Liselotte um ákvörðunina um að skilja og fara burt. Hún bætir við að það hafi líka verið krísur í sambandinu. „Ég ákvað á endanum að flytja aftur til Þýskalands. Ég kynntist líka öðrum manni heima á Íslandi, Herra Fuchs sem vann hjá sendiráðinu. Það var bara vináttusamband til að byrja með en svo segir hann mér að hann sé að fara til Þýskalands og það samræmdist mínum áætlunum.“ „Allt í einu er ástin farin, öryggið farið“ Maya man eftir þessum vendingum og hvað henni leist illa á blikuna. Hún fylgdi móður sinni í sendiráðið og leist illa á nýja manninn og minnist þess líka að verða vitni að rifrildum á lögfræðistofu, á milli foreldra sinna. Svo var tekin ákvörðun um að móðir hennar flytti til Þýskalands en Maya yrði eftir. „Það eru tvennar frásagnir, ég hef ekki fengið alveg frá mömmu um af hverju ég varð hér eftir. Hún sagði að hann hafi fengið forræði því hann var íslenskur ríkisborgari en ekki hún,“ segir Maya. En henni hefur líka verið tjáð að hún hafi sjálf fengið að ráða. „Þarna var ég níu ára gömul og sagði bara nei. Ég vissi að hún væri komin með annan mann og langaði ekkert að vera með henni og þessum manni í burtu frá vinum.“ En þegar Maya lítur um öxl í dag finnst henni ekki rétt að hafa verið látin taka slíka ákvörðun á þessum aldri. „Ég var bara barn og maður á kannski ekkert að spyrja svona ungt barn,“ segir Maya. Og móðir hennar fór. „Allt í einu er ástin farin, öryggið farið. Það er allt farið.“ Friðrik Agni Árnason ræddi við móður sína og ömmu í þættinum Ugla sat á kvisti á Rás 1. Þessi samantekt er úr fyrsta þætti af tveimur en það er hægt að hlýða á báða þættina hér í spilara RÚV.
Lesa meira

Rúv.is - „Hún stóð upp við rimlana og hvíslaði: mamma“

Friðrik Agni Árnason ræðir við móður sína Mayu Jill Einarsdóttur og skyggnist á bak við hennar sögu í þættinum Ugla sat á kvisti á Rás 1.
Lesa meira

mbl.is - Rannsaka misferli í ættleiðingum

mbl.is - Rannsaka misferli í ættleiðingum
Ráðist verður í op­in­bera rann­sókn á alþjóðleg­um ætt­leiðing­um sem hafa tekið sér stað síðustu 70 árin í Svíþjóð. Til­efnið er umræða sem hef­ur verið áber­andi upp á síðkastið um mögu­leg barn­arán og mis­ferli við ætt­leiðing­ar­ferl­in. Rann­sókn­in mun sér­stak­lega taka fyr­ir ætt­leiðing­ar á börn­um frá Síle og Kína en und­an­farið hafa komið upp á yf­ir­borðið gögn sem benda til þess að ekki hafi allt verið með feldu í þeim ætt­leiðing­ar­ferl­um.
Lesa meira

rúv.is - Ólöglegar ættleiðingar í Svíþjóð

rúv.is - Ólöglegar ættleiðingar í Svíþjóð
Riksdagen - sænska þingið - fól ríkisstjórninni í vikunni að rannsaka alþjóðlegar ættleiðingar til Svíþjóðar undanfarna áratugi. Ákvörðunin kemur í kjölfar á ítarlegri fjölmiðlaumfjöllun um ættleiðingar erlendis frá, þar sem sterkar vísbendingar eru um blekkingar, þvinganir, lögbrot og í sumum tilfellum hrein og klár mannrán.
Lesa meira

Visir.is - Stöðva ætt­leiðingar frá er­lendum ríkjum

Visir.is - Stöðva ætt­leiðingar frá er­lendum ríkjum
Yfirvöld í Hollandi hafa ákveðið að banna ættleiðingar frá erlendum ríkjum og tekur bannið gildi tafarlaust. Ákveðið var að grípa til þessa úrræðis eftir að umfangsmikil rannsókn leiddi í ljós of mörg tilvik ofbeldis og misnotkunar. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins einblíndi rannsóknin á ættleiðingar barna frá Bangladesh, Brasilíu, Kólumbíu, Indónesíu og Sri Landa á árunum 1967 til 1998, en að sögn Tjibbe Joustra, sem fór fyrir störfum nefndarinnar, er ljóst að margt hafi farið úrskeiðis bæði árin fyrir og eftir þann tíma. Þau tilvik sem rannsóknin leiddi í ljós beindist einna helst að mæðrum barnanna sem ættleidd voru, en dæmi voru um að þeim hafi verið hótað eða mútað til þess að gefa börn sín til ættleiðingar. Þá kom einnig í ljós að yfirvöld hafi verið meðvituð um það sem átti sér stað og í sumum tilfellum tekið þátt í því sem fram fór. Widya Astuti Boerma, 45 ára gömul kona sem ættleidd var af hollenskum foreldrum, leitar nú líffræðilegra foreldra sinna í Indónesíu. Hún segist fagna ákvörðuninni þar sem núverandi kerfi ýti undir það að börn séu fórnarlömb mansals.
Lesa meira

Morgunblaðið - Frumættleiðingum fjölgaði, flest börn ættleidd frá Tékklandi

Morgunblaðið - Frumættleiðingum fjölgaði, flest börn ættleidd frá Tékklandi
Frumættleiðingar frá útlöndum voru níu í fyrra eða talsvert fleiri en árin tvö á undan þegar þær voru einungis fjórar hvort ár. Frumættleiðingar frá útlöndum höfðu aldrei verið jafn fáar á einu ári og á árunum 2017 og 2018. Frumættleiðing merkir ættleiðingu á barni sem ekki er barn maka umsækjanda. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands. "Fyrir utan árin 2017-2018 voru frumættleiðingar frá útlöndum fæstar 1992 þegar einungs fimm börn voru ættleidd erlendis frá. Flest börn voru ættleidd frá útlöndum árið 2005 þegar 41 frumættleiðing átti sér stað. Undanfarin ár hafa flest ættleidd börn verið frá Tékklandi og árið 2019 voru einnig flestar ættleiðingar þaðan eða sjö," að sögn Hagstofunnar.
Lesa meira

mbl.is - 49 börn ætt­leidd í fyrra

mbl.is - 49 börn ætt­leidd í fyrra
Alls voru 49 börn ætt­leidd á Íslandi árið 2019. Þetta eru aðeins fleiri en 2018 en þá voru ætt­leiðing­ar 46. Árið 2019 voru stjúpætt­leiðing­ar 31 en frumætt­leiðing­ar 18.
Lesa meira

Visir.is - Stærsta ár í ættleiðingum síðan 2013

Visir.is - Stærsta ár í ættleiðingum síðan 2013
49 ættleiðingar voru á Íslandi árið 2019. Þetta eru aðeins fleiri en árið 2018 en þá voru ættleiðingar 46. Árið 2019 voru stjúpættleiðingar 31 en frumættleiðingar 18. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar.
Lesa meira

Frettabladid.is - Ættleiðingum fjölgar á milli ára

Frettabladid.is - Ættleiðingum fjölgar á milli ára
Ætleiðingum fjölgar á milli ára en alls voru 49 börn ættleidd árið 2019. Undanfarin ár hafa flest ættleidd börn verið frá Tékklandi og hafa fjögur börn verið ættleidd þaðan á þessi ári.
Lesa meira

Frettabladid.is - Ættleiðingarbiðlistar að styttast í Tékklandi

Frettabladid.is - Ættleiðingarbiðlistar að styttast í Tékklandi
Um þessar mundir eru flest ættleidd börn frá Tékklandi. Fjórar íslenskar fjölskyldur og tékknesk börn hafa verið pöruð saman á þessu ári. Framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar segir að samstarfið við Tékka hafi reynst farsælt. Biðlistar eftir ættleiðingu í Tékklandi hafa styst. Á þessu ári hafa fjórar íslenskar fjölskyldur og tékknesk börn verið pöruð saman og tvö af þeim nú þegar komin til landsins. Tvö til viðbótar munu væntanlega koma til landsins síðar á þessu ári. Núna eru flest ættleidd börn á Íslandi að koma frá Tékklandi og samstarfið hefur gengið farsællega. Félagið Íslensk ættleiðing, sem hefur milligöngu um ættleiðingar, er einnig í samstarfi við fjögur önnur lönd, Tógó, Búlgaríu, Kína og Kólumbíu.
Lesa meira

Frettabladid.is - „Svona grín á­stæða þess að ég hef verið kölluð asísk mella“

Frettabladid.is - „Svona grín á­stæða þess að ég hef verið kölluð asísk mella“
Kristín Ósk Wium Hjartar­dóttir af­hjúpar kyn­þátta­for­dóma sem hún hefur upp­lifað frá því hún var barn og kallar eftir að skað­legu gríni gegn fólki sem er ekki hvítt verði út­rýmt.
Lesa meira

mbl.is - Fólk í ætt­leiðing­ar­ferli í biðstöðu

mbl.is - Fólk í ætt­leiðing­ar­ferli í biðstöðu
Krist­inn Ingvars­son, fram­kvæmda­stjóri Íslenskr­ar ætt­leiðing­ar, seg­ir kór­ónu­veir­una hafa haft áhrif á starf­semi fé­lags­ins eins og á annað í þjóðfé­lag­inu. For­eldr­ar bíða nú eft­ir því að hitta börn sem þeir hafa verið paraðir við.
Lesa meira

Hringbraut - Tengslamyndun við ættleidd börn

Hringbraut - Tengslamyndun við ættleidd börn
Elísabet Hrund Salvarsdóttir, formaður Íslenskrar ættleiðingar og Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi hjá Íslenskri ættleiðingu í viðtali á Hringbraut vegna Félagsráðgjafaþings.
Lesa meira

mbl.is - „Gleymi því stund­um að ég er ætt­leidd“

mbl.is - „Gleymi því stund­um að ég er ætt­leidd“
Hrafn­hild­ur Ming Þór­unn­ar­dótt­ir hef­ur búið hér á Íslandi frá því hún var 14 mánaða göm­ul. Mamma henn­ar, Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, ætt­leiddi hana frá Kína árið 2003 en Hrafn­hild­ur held­ur fyr­ir­lest­ur í dag um hvernig það hef­ur verið fyr­ir hana að búa á Íslandi, haf­andi annað út­lit og ann­an bak­grunn en flest­ir Íslend­ing­ar.
Lesa meira

Fréttablaðið - Danir hætta að taka við ættleiðingarumsóknum vegna fjárskorts

Fréttablaðið - Danir hætta að taka við ættleiðingarumsóknum vegna fjárskorts
Danska ættleiðingastofnunin, DIA, sem haft hefur milligöngu um frumættleiðingar frá öðrum löndum er hætt að taka við umsóknum. Var gefin út fréttatilkynning um þetta fyrr í mánuðinum. Ástæðan er sú að stofnunin telur sig ekki geta tryggt að mál verði kláruð vegna fjárskorts og var fjölskyldum greint frá þessu í vor.
Lesa meira

Fréttablaðið - Frumættleiðingum fækkar en stjúpættleiðingum fjölgar

Fréttablaðið - Frumættleiðingum fækkar en stjúpættleiðingum fjölgar
Formaður Íslenskrar ættleiðingar segir að ættleiðingum hafi fækkað mikið í heiminum undanfarin ár, meðal annars þar sem nokkur lönd hafa lokað fyrir umsóknir og fólk fer í auknum mæli í tæknifrjóvganir
Lesa meira

Visir.is - Reyndu í mörg ár að eignast börn en enduðu með að ættleiða tvö frá Tékklandi

Visir.is - Reyndu í mörg ár að eignast börn en enduðu með að ættleiða tvö frá Tékklandi
Elísabet og Smári kynntust árið 1999 en þá unnu þau bæði í banka. Þeim líkaði strax vel við hvort annað, byrjuðu saman og byrjuðu að búa. „Einhverjum árum seinna förum við að hugsa um barneignir og okkur langaði að eignast fjölskyldu. Maður byrjar að reyna heima í leikfiminni í einhver ár,“ segir Elísabet Hrund Salvarsdóttir. En það skilaði engum árangri og í framhaldinu létu þau rannsaka málið. Þá kom í ljós að Elísabet var með væga endómetríósu og fóru þau því í tæknisæðingu, alls sex sinnum.
Lesa meira

Visir.is - Ís­lendingurinn ég og Ís­lendingurinn þú

Visir.is - Ís­lendingurinn ég og Ís­lendingurinn þú
„Vá hvað þú talar góða íslensku!” „Hvaðan ertu?” „Íslandi.” „Nei ég meina hvaðan ertu upprunalega?” „Íslandi.” „Og talar alveg íslensku?” … Að ofan er byrjunin að samtali sem ég á við nýtt fólk að meðaltali einu sinni í viku. Ég fæddist á Íslandi þann 24. desember 1987.
Lesa meira

Vísir.is - "Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu"

Vísir.is -
Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. Elísabet Hrund Salvarsdóttir og eiginmaður hennar reyndu í mörg ár að eignast barn áður en þau tóku ákvörðun um að ættleiða. Nú eiga þau tvö börn, fjögurra og sjö ára gömul, sem bæði eru ættleidd hingað frá Tékklandi. Elísabet segir að hún hefði viljað ættleiða fyrr í stað þess að fara í allar frjósemismeðferðirnar og bíða svona lengi með að byrja ferlið. „Ég held að ég hafi verið svona 25 ára. Ég og maðurinn minn vorum búin að vera saman í að verða fjögur ár, þá fórum við að hugsa að við vildum ekki verða of gamlir foreldrar,“ segir Elísabet um það hvenær þau fóru fyrst að ræða barneignir. „Við vorum bara tilbúin. Við vorum í fínni vinnu, búin að mennta okkur og komin með húsnæði. Þá byrjaði þetta. Fyrst með heimaleikfimi í nokkur ár og svo þegar það var ekki að virka þá fór ég til kvensjúkdómalæknis í skoðun. Það var allt í lagi nema mjög líklega væri ég með endómetríósu.“ Aftur og aftur í sama rússíbanann Endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og geta valdið þar bólgum, blæðingum, blöðrum og samgróningum. Endómetríósa getur valdið miklum sársauka, þvagblöðru- og þarmavandamálum auk ófrjósemi. „Ég fór í aðgerð við því og þá er í rauninni brennt fyrir. Hún var ótrúlega sársaukafull, það er blásið eins og lofti inn í mann og maður fær svo mikla verki í axlirnar. Þetta gekk samt mjög vel. Eftir þetta leituðum við til Art Medica, þá var Livio ekki komið.“ Við tók langt og erfitt ferli við að reyna að eignast barn með aðstoð. „Ég held að við höfum farið sex sinnum í tæknisæðingu. Það gekk ekki neitt. Við þá rannsókn kom í ljós að sæðið hjá manninum mínum væri latt og þyrfti aðstoð. Samt erum við skráð með óútskýrða ófrjósemi. Eftir þessar sex meðferðir var ákveðið að fara í smásjárfrjóvgun og það voru einhver fjögur eða fimm skipti.“ Elísabet segir að þetta hafi ekki verið auðvelt ferli, en þau fóru mjög oft í gegnum sama rússíbanann. „Öll hormónin sem þú þarft að taka. Þú verður í rauninni óléttur þó að líkaminn verði ekki óléttur bara út af þessum efnum. Það náðust alltaf heilbrigð egg og það urðu til fósturvísar en þau festust aldrei.“
Lesa meira

Vísir.is - Snýst ekki um vanhæfni heldur þekkingarleysi á ættleiðingum

Vísir.is - Snýst ekki um vanhæfni heldur þekkingarleysi á ættleiðingum
„Það er margt í lífinu sem er ekki algengt en þegar þær aðstæður koma upp þurfum við að kunna að takast á við þær,“ segir Dr. David Brodzinsky, doktor í sálfræði, í samtali við Vísi. Hann segir mikilvægt að þeir sem starfi með ættleiddum börnum og fjölskyldum þeirra hér á landi hafi einhverja þekkingu á ættleiðingum, hvort sem það eru kennarar, félagsráðgjafar, heilbrigðisstarfsmenn eða aðrir. „Það er ekki hægt að vita hvort ættleiðingum fjölgar hér á landi eða fækkar og það fylgja vandamál þegar fólk hefur ekki næga þjálfun. Þegar það er ekki mikil þörf, það er að segja ef það eru ekki margir þannig einstaklingar sem þarf að sinna, þá er minni hvatning fyrir fagfólk að leita sér frekari þekkingar. Þetta þýðir að foreldrar ættleiddra barna þurfa að vera sterk og fylgja sínum málum vel eftir, fyrir sig og börnin sín.“ Nefnir hann sem sambærilegt dæmi að foreldrar barna með sjaldgæfa sjúkdóma þurfa stundum að berjast til þess að fá réttar greiningar, rétt lyf og þá þjónustu sem þarf. „Þetta er reyndar kannski ekki besta dæmið þar sem annars vegar er um að ræða sjúkdóm og ættleiðing er ekki sjúkdómur. En bæði er samt sjaldgæft. Það sem ég reyni alltaf að segja fagfólki er að enginn ætlast til þess að þú vitir allt, en við getum ætlast til þess að þú sért opin fyrir því að læra.“
Lesa meira

Vísir.is - Félagið ekki fjárhagslega drifið áfram af fjölda ættleiðinga

Vísir.is - Félagið ekki fjárhagslega drifið áfram af fjölda ættleiðinga
Íslenska ættleiðingarmódelið hefur vakið athygli víða um heim segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann segir að fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við ættleidd börn og foreldra þeirra sé mikilvæg og að ríkin sem ættleiða börn til sín eigi að kappkosta við að standa vörð um málaflokkin. Farið verður yfir þessi mál á sameiginlegri ráðstefnu ættleiðingarfélaga á norðurlöndunum í Reykjavík í vikunni.
Lesa meira

Mannlíf - „Okkar hlutverk er ekki að finna börn“

Mannlíf - „Okkar hlutverk er ekki að finna börn“
Ættleiðingum hefur fækkað en enn sem áður þarf að vanda til verka. Yfirvöld erlendis leggja síaukna áherslu á að para saman umsækjendur og barn en aðstoð við upprunaleit hefur bæst á verkefnalista Íslenskrar ættleiðingar. Það heyrist oft að ættleiðingarferlið sé langt og biðin löng en Kristinn segir það ekki að ástæðulausu. Ættleiðingum erlendis frá hefur fækkað töluvert síðustu ár. Víða hefur þörfin dregist saman, t.d. í Kína þar sem ættleiðingum innanlands hefur fjölgað verulega, en á sama tíma eru börn í fjölskylduleit nú jafnan eldri og/eða með skilgreindar þarfir. „Það eru færri sem treysta sér í það,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, en hann segir tölurnar langt í frá endurspegla umfang starfsemi félagsins, sem hefur aukist töluvert.
Lesa meira

ruv.is - Héldu sýningu á börnum til ættleiðingar

ruv.is - Héldu sýningu á börnum til ættleiðingar
Viðburður þar sem börn til ættleiðingar á aldrinum 4 til 17 ára stigu á svið tískupalls í brasilískri verslunarmiðstöð hefur vakið hörð viðbrögð og verið líkt við sölu dýra eða þræla. Hann bar heitið „Ættleiðing á tískupallinum“ og fór fram í borginni Cuibabá en en samtök um ættleiðingar stóðu fyrir þessari uppákomu. Markmiðið var að sögn skipuleggjenda að vekja athygli á börnum og unglingum til ættleiðingar að því segir í frétt AFP.
Lesa meira

mbl.is - Leik­skóla­börn á EM #Adoptionjoy

Íslensk ættleiðing fylgist spennt með Evrópumeistaramótinu í skólaskák. Gangi þér vel Kristján Freyr og félagar! Börn á Lauf­ás­borg taka þátt í Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í skóla­skák, sem hefst í Rúm­en­íu í lok maí. Skól­inn átti full­trúa á heims­meist­ara­móti barna í Alban­íu í fyrra og er fyrsti leik­skóli heims til þess að fara á bæði mót­in. Omar Salama, FIDE-skák­k­enn­ari, kom skák­k­ennsl­unni á Lauf­ás­borg á lagg­irn­ar 2008 og hef­ur séð um hana síðan. Hann seg­ir að í byrj­un hafi mark­miðið verið að kynna tafl­menn­ina fyr­ir börn­un­um og kenna þeim mann­gang­inn. Um val hafi verið að ræða rétt eins og til dæm­is að leika sér með kubba eða fara út í garð. Árið 2017 hafi verið ákveðið að taka þátt í grunn­skóla­móti barna níu ára og yngri.
Lesa meira

mbl.is - Vilja DNA sýni úr ætt­leidd­um börn­um

mbl.is - Vilja DNA sýni úr ætt­leidd­um börn­um
Belg­ísk yf­ir­völd hafa óskað eft­ir DNA sýn­um úr börn­um sem ætt­leidd voru frá Lýðveld­inu Kongó til að sann­reyna hvort að líf­fræðileg­ir for­eldr­ar þeirra séu enn á lífi. BBC seg­ir yf­ir­völd hafa sett sig í sam­band við for­eldra 15 barna til að kom­ast að því hvort að börn­un­um hafi verið rænt. Belg­ísk­ir fjöl­miðlar hafa eft­ir embætti sak­sókn­ara að grun­ur leiki á að for­eldr­ar barn­anna hafi talið sig vera að senda þau í sum­ar­búðir í Kin­hasa, höfuðborg Kongó, en ekki á munaðarleys­ingja­hæli eins og raun­in var. Búið er að loka munaðarleys­ingja­hæl­inu.
Lesa meira

austurfrett.is - Með börnunum hófst nýr og skemmilegur kafli

austurfrett.is - Með börnunum hófst nýr og skemmilegur kafli
„Okkur líður rosalega vel í dag, við erum orðin barnafjölskylda,“ segir Hulda Guðnadóttir á Reyðarfirði, sem var í viðtali við Austurgluggann fyrir stuttu. Þar sagði hún meðal annars frá erfiðu tækni- og glasafrjóvgunarferli sem þau hjónin gegnu í gegnum sem og ættleiðingarferli sem reyndi verulega á. Hulda og Jón Hafliði Sigurjónsson búa með börnum sínum Nínu Dýrleifu og Baldri Hrafni á Reyðarfirði. Enn fjölgar í barnahópnum í vor, en von er á lítilli stúlku í mars. Þau þurftu þó að bíða lengi eftir því að verða foreldrar. Eftir fjölmargar árangurslausar tækni- og glasafrjóvgunarmeðferðir tóku þau ákvörðun um að eignast börn með öðrum hætti til að uppfylla draum sinn um að verða fjölskylda.
Lesa meira

mbl.is - Svona not­um við ekki orðið „ætt­leiðing“

mbl.is - Svona not­um við ekki orðið „ætt­leiðing“
Birna Gunn­ars­dótt­ir móðir ætt­leidds drengs seg­ir að það fari fyr­ir brjóstið á henni þegar orðið ætt­leiðing sé notað um dauða hluti eða gælu­dýr. „Þótt skráp­ur­inn á mér hafi ör­lítið þykknað þessi fimm ár sem liðin eru síðan ég skrifaði nót­una hér fyr­ir neðan læt ég ennþá trufla mig þegar ég sé orðið ætt­leiðing notað af léttúð og virðing­ar­leysi. Það eru svo mörg orð sem lýsa því bet­ur þegar fólk fær sér leik­fang, potta­plöntu, dýr eða drasl. Í hug­um margra okk­ar sem höf­um ætt­leitt lif­andi barn og þekkj­um all­ar til­finn­ing­arn­ar sem því tengj­ast hef­ur orðið ætt­leiðing mjög sér­staka og nán­ast heil­aga merk­ingu sem við yrðum þakk­lát fyr­ir að fá að eiga í friði með börn­un­um okk­ar,“ seg­ir Birna.
Lesa meira

ruv.is - Foreldrar leita barna sem hefur verið rænt

ruv.is - Foreldrar leita barna sem hefur verið rænt
Árlega hverfa þúsundir barna í Kína en mörg þeirra eru seld til ólöglegrar ættleiðingar. Flestir gefa aldrei upp vonina um að finna börnin sín. Foreldrar hinna týndu barna koma reglulega saman til að vekja máls á þessu samfélagsmeini. Þó fjölmennar mótmælasamkomur séu bannaðar í Kína horfa stjórnvöld í gegnum fingur sér þegar foreldrarnir koma saman með myndir af börnum sínum.
Lesa meira

visir.is - „Mjög sár yfir öllu sem er búið að gerast í kringum mig“

Hann var sendur frá Delí til Kalkútta með lest aðeins sex ára gamall þar sem hann var einn á götunni í mörg ár. Þá var hann ættleiddur af hjónum í Þorlákshöfn. Ári eftir var honum skilað sem er í fyrsta og eina skiptið sem það hefur gerst hér á landi. Hasim Ægir Khan á í dag konu og fjögur börn, líður vel en segir þó að hann muni aldrei jafna sig á erfiðri æsku sinni. Rætt var við hann og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, rithöfund, sem skrifaði bókina Hasim sem fjallar um sögu mannsins sem fékk hvergi inn. Árið 1993 kom Hasim til Íslands og hafði þá gengið í gegnum hreint helvíti.
Lesa meira

ruv.is - Var ættleiddur en skilað ári síðar

ruv.is - Var ættleiddur en skilað ári síðar
Kvöldfréttir
Lesa meira

Stöð 2 - Ísland í dag - Ættleiddur en skilað ári síðar

Stöð 2 - Ísland í dag - Ættleiddur en skilað ári síðar
Hann var sendur frá Dehli til Kalkútta með lest aðeins sex ára gamall þar sem hann var einn á götunni í mörg ár. Þá var hann ættleiddur af hjónum í Þorlákshöfn. Ári eftir var honum skilað sem er í fyrsta og eina skiptið sem það hefur gerst hér á landi. Hasim Ægir Khan á í dag konu og fjögur börn, líður vel en segir þó að hann muni aldrei jafna sig á erfiðri æsku sinni.
Lesa meira

visir.is - Götustrákur í Reykjavík

visir.is - Götustrákur í Reykjavík
Hrekkjavakan er í algleymingi í lítilli hliðargötu í miðborginni. Litlir púkar, nornir og börn með ófrýnilegar gúmmígrímur stökkva á milli garða. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir rithöfundur og Hasim Ægir Khan sitja inni við og fylgjast með atganginum í börnunum. Þau bjóða upp á kaffi og kleinur og á stofuborðinu er nýútkomin bók Þóru; Hasim, götustrákur í Kalkútta og Reykjavík. Hasim á engar minningar um að hafa tekið þátt í þessum tiltölulega nýja sið þegar hann var að alast upp hér á landi en hann bjó ekki heldur við neinar venjulegar fjölskylduaðstæður. „En þetta er líka mjög vinsælt í Noregi,“ segir hann. Þar býr Hasim í dag með eiginkonu sinni og fjórum börnum. Hann á einnig átján ára son sem býr hér á Íslandi með móður sinni. „Ég bý í fjörðunum í Noregi og finnst það yndislegt. Oft er ég spurður hvernig Indverji eins og ég þoli kuldann, þá svara ég því til að ég sé Íslendingur og ég elski frost og kulda. Og reyndar er veðrið í Noregi betra en á Íslandi, það er ekki jafnmikið rok,“ segir hann glaður í bragði.
Lesa meira

ruv.is - Ættleiddur til Íslands og skilað eftir ár

ruv.is - Ættleiddur til Íslands og skilað eftir ár
Það var auðveldara að vera umkomulaus í Kalkútta en í Reykjavík, segir Hasim Ægir Khan. Hann fæddist á Indlandi en var ættleiddur til Íslands ellefu ára en svo skilað ári síðar. Hann flæktist á milli fósturheimila hér á landi eftir að ættleiðingarforeldrar hans hættu við að ættleiða hann og leigði einnig með rónum í miðborginni, á meðan hann lauk námi í Austurbæjarskóla. Saga Hasims er átakanleg. Þegar hann var sex ára setti ný stjúp-amma hann einan upp í lest í Gömlu-Delhi án skýringa og endaði hann í Kalkútta þar sem hann bjó á götunni. Þegar hann var ellefu ára fékk Hasim von um betra líf þegar hann var ættleiddur til Þorlákshafnar. Hann bjó hjá nýju fjölskyldunni sinni í ár, eða þangað til honum var skilað. Hann er eina barnið á Íslandi sem hefur verið ættleitt - og skilað. Hann segist hafa fengið að vita að Ísland væri ríkt land og að hann væri að fara til fjölskyldu sem myndi búa honum gott heimili og öruggt líf.
Lesa meira

mbl.is - Barnið sem eng­inn vildi

mbl.is - Barnið sem eng­inn vildi
„Þetta er mjög mik­il saga og maður skynj­ar sterkt hversu mikið til­finn­inga­legt álag þetta hef­ur verið á lítið barn. Það hef­ur ekki verið auðvelt fyr­ir ís­lenska götu­barnið að horfa upp á fé­laga sína eiga allt sem þá dreymdi um sjálfa, meðan það átti ekk­ert. Ein­mana­leik­inn var al­gjör og eng­in völ á þess­ari skil­yrðis­lausu ást sem við þurf­um öll á að halda til að vaxa og þrosk­ast. Það er í raun ótrú­legt að Hasim hafi lifað þetta af. Al­gjört krafta­verk.“
Lesa meira

Hinsegindagar.is - Nú er í vinnslu fyrsta ættleiðing hinsegin foreldra á Íslandi á barni frá öðru landi

Hinsegindagar.is - Nú er í vinnslu fyrsta ættleiðing hinsegin foreldra á Íslandi á barni frá öðru landi
Hinsegin pör hafa áður sótt um að fá að ættleiða en Íslensk ættleiðing hefur aldrei áður átt í formlegu sambandi við land sem leyfir ættleiðingar til hinsegin fólks. Við hittum Kristin Ingvarsson, framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, og spurðum hann um stöðuna í dag og hvers vegna ekkert hafi gerst fyrr en árið 2018.
Lesa meira

Ruv.is - Ættleiðingum fer fækkandi

Ruv.is - Ættleiðingum fer fækkandi
Ættleiðingum hefur farið fækkandi undanfarin ár, jafnt hér á landi sem annars staðar í heiminum. Framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar segir það liðna tíða að eitt land sé langstærst í ættleiðingum, eins og Kína hefur verið fyrir Ísland. Hátt í þúsund börn hafa verið ættleidd erlendis frá fyrir milligöngu Íslenskrar ættleiðingar frá því að samtökin voru stofnuð fyrir fjörutíu árum. Undanfarin ár hefur ættleiðingum í heiminum fækkað, og þar er Ísland engin undantekning, að sögn Kristins Ingvarssonar framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar. „Í fyrra erum við með sex börn ættleidd til Íslands, árið þar á undan voru þau fimm, árið þar á undan voru þau 20. Það var fjölgun hjá okkur sem var þvert á það sem var að gerast annars staðar í heiminum.“
Lesa meira

Hun.is - Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Hun.is - Aðgát skal höfð í nærveru sálar
Ég er móðir tveggja barna, sem ég er svo heppin að hafa ættleitt. En þar sem þau eru bæði dökk á hörund fer það ekki á milli mála að þau eru ættleidd, og hef ég (og aðrir ættleiddir foreldrar) fengið allskonar mismunandi komment og það jafnvel frá bláókunnugu fólki. Í lang flestum, ef ekki öllum, tilvikum þá meinar fólk vel, en orðar hlutina óheppilega og ég skil vel að fólk sé forvitið, en aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Lesa meira

hun.is - Þegar ég vann í lottóinu… tvisvar

hun.is - Þegar ég vann í lottóinu… tvisvar
Ég á 2 börn, 10 ára gamla dóttur og son sem er 7 ára. Ég hef samt ekki alltaf verið mamma þeirra, þ.e.a.s. ég varð ekki mamma þeirra við fæðingu þeirra. Börnin mín eru bæði ættleidd, dóttirin frá Indlandi og sonurinn frá Tékklandi. Ég varð mamma dóttur minnar mánuði áður en hún varð 1 árs. Þá fengum við langþráða símtalið, símtalið sem sagði okkur að það væri lítil stelpa á Indlandi, og hvort að við vildum fá heilsufarsupplýsingarnar um hana áður en við ákveddum okkur. Við sögðum já en í hjarta mínu vissi ég að þetta væri það, þetta væri stundin. Við lásum yfir skýrsluna frá lækninum (grátandi), föðmuðum hvort annað og grétum aðeins meira. Tengingin, þessi ótrúlega sterka tenging, kom strax þetta kvöld, og þó að það hafi liðið nokkrir dagar frá símtalinu og þangað til að við fengum að sjá mynd að þá var hún samt orðin dóttir mín, og ég var orðin mamma, ég var loksins orðin mamma.
Lesa meira

Ruv.is - Samfélagið

Ruv.is - Samfélagið
Samfélagið - Ættleiðingar á Íslandi. Elísabet Hrund Salvarsdóttir, formaður íslenskrar ættleiðingar: fjörutíu ára afmæli félagsins, breytingar á starfseminu, áskoranir og framtíð.
Lesa meira

Mannlíf - Vantar fleiri eggjagjafa og ættleiðing ekki alltaf kostur

Mannlíf kynnti sér þá möguleika sem í boði eru fyrir þá sem greinast með krabbamein en vilja samt eignast börn eftir að meðferð lýkur, í tengslum við viðtöl við parið Láru og Kristleifannars vegar og hjónin Ástrósu og Bjarka hins vegar. Meiri áhersla lögð á að fyrirbyggja ófrjósemi en fyrir 20 árum Ásgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum, segir að það sé afar mismunandi hvaða áhrif krabbameinsmeðferð hefur á frjósemi þeirra sem greinast og að þar spili margir þættir inn í. „Það er mjög mismunandi eftir því hvaða lyf eru notuð og í hvaða skömmtum og einnig tímalengd meðferðarinnar. Þetta eru allt óháðir áhættuþættir. Eftir því sem að þú færð lengri meðferð, því meiri er áhættan. Svo eru sum krabbameinslyf sem eru meira eiturvirk fyrir kynkirtlana, það er eistu og eggjastokka. Samsetning krabbameinslyfjanna hefur líka áhrif og þeir sem fara til dæmis í það sem er kallað háskammtameðferð eru í mikilli áhættu á langtímaófrjósemi. Aldur spilar einnig inn í og til dæmis ef konur sem komnar eru yfir fertugt fara í gegnum lyfjameðferð eru meiri líkur en minni á að þær fari inn í tíðahvörf í framhaldinu,“ segir hún og bætir við:
Lesa meira

visir.is - Ættleidd börn verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu

visir.is - Ættleidd börn verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu
Ættleidd börn fá frekar aðskilnaðarkvíða en önnur börn og verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu, en einnig á fullorðinsárum þegar þau fara út að skemmta sér. Þetta kemur meðal annars fram í rannsókn um líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga. Efla þarf fræðslu í samfélaginu, segir rannsakandinn, sem sjálf er ættleidd frá Indlandi. Íslensk ættleiðing fagnar fjörutíu ára afmæli um þessar mundir og hélt af því tilefni málþing í dag. Þar kynnti Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, rannsókn sína á líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga en hún er sjálf ættleidd frá Indlandi.
Lesa meira

mbl.is - Rýna í líðan full­orðinna ætt­leiddra

mbl.is - Rýna í líðan full­orðinna ætt­leiddra
Vís­bend­ing­ar eru um að full­orðnir ætt­leidd­ir á Íslandi eru frek­ar með aðskilnaðarkvíða og eru óör­ugg­ari í nán­um sam­bönd­um en þeir sem ekki eru ætt­leidd­ir. Þetta kem­ur fram í rann­sókn­ar Hild­ar Óskar Gunn­laugs­dótt­ur, meist­ara­nema í klín­ískri sál­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, á líðan full­orðinna ætt­leiddra á Íslandi. Hild­ur kynnti rann­sókn­ina á 40 ára af­mæl­is­málþingi Íslenskr­ar ætt­leiðing­ar sem haldið var í dag. Rann­sókn­in er viðamik­il og er hluti af meist­ara­rit­gerð henn­ar sem snýr að líðan og til­finn­inga­tengsl­um upp­kom­inna ætt­leiddra. Hild­ur bend­ir á að enn eigi eft­ir að vinna frek­ar úr rann­sókn­inni og skoða fjöl­marga þætti henn­ar. Rann­sókn­in er unn­in í sam­vinnu við Íslenska ætt­leiðingu og bygg­ist á þátt­töku upp­kom­inna ætt­leiddra ein­stak­linga.
Lesa meira

Pressan.is - Eva Dögg hefur misst fóstur þrisvar sinnum – Talar opinskátt um ættleiðingar

Pressan.is - Eva Dögg hefur misst fóstur þrisvar sinnum – Talar opinskátt um ættleiðingar
Eva Dögg Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar hafa reynt að eignast barn í sex ár án árangurs. Eva hefur þrisvar sinnum orðið ólétt en hefur í öll skiptin misst fóstur og hefur það tekið gríðarlega á þau. Einn fallegan morgun árið 2015 vaknaði Eva og varð ljóst að hana langaði til þess að ættleiða barn og eru þau hjónin í því ferli núna.
Lesa meira

Visir.is - Fann blóðmóður sína eftir auglýsingu í svæðismiðli í Guatemala

Visir.is - Fann blóðmóður sína eftir auglýsingu í svæðismiðli í Guatemala
Það er skrítin tilfinning að hitta móður sína í fyrsta sinn í 35 ár og kynnast nýrri fjölskyldu. Þetta segir Ágúst Valdimarsson sem ferðaðist til Guatemala á milli jóla og nýárs í leit að blóðmóður sinni. Ágúst náði að hafa upp á móður sinni eftir að hann sendi inn fréttatilkynningu á sjónvarpsstöð í heimabæ sínum Coatepeque. Ágúst segir að hann hafi í október á síðasta ári byrjað að leita á netinu að upplýsingum um fjölskyldu sína. Þá hafi hann komist í samband við konu sem heitir Letty sem býr úti í Guatemala. Hún sagðist þekkja fólk í Coatepeque. Letty reyndist Ágústi afar hjálpleg þrátt fyrir að hún tali ekki ensku. Ágúst talar einhverja spænsku og gat Letty túlkað samtöl og skjöl yfir á einfaldari spænsku fyrir hann.
Lesa meira

dv.is - „Ég finn fyrir fordómum daglega“

dv.is - „Ég finn fyrir fordómum daglega“
Steinunn Anna Radha er íslensk, á íslenska foreldra og hefur búið á Íslandi nánasta alla sína ævi. Hún er nítján ára og ólst upp í Reykjavík. Steinunn sker sig úr fjöldanum á Íslandi því hún er dökk á hörund. Steinunn var átta mánaða gömul þegar hún var ættleidd frá Indlandi. Hún var lögð í mikið og gróft einelti í grunnskóla af því að hún var öðruvísi. Steinunn þróaði með sér þunglyndi og kvíða vegna eineltis. Hún hætti tímabundið í skóla vegna kynferðisofbeldis sem hún varð fyrir. Steinunn finnur daglega fyrir fordómum og mismunun vegna húðlitar síns. Hún vill vekja athygli á og opna umræðuna um kynþáttafordóma. Hún segir það algengt að fólk telji sig hafa leyfi til að segja hvað sem er við hana varðandi húðlit hennar, stærð eða fötlun. Blaðamaður DV settist niður með Steinunni til að ræða um kynþáttafordóma á Íslandi. Í viðtalinu segir Steinunn frá atvikum sem eru henni einstaklega minnisstæð, hvernig væri hægt að sporna gegn fordómum og hvernig sé að vera brúnn Íslendingur.
Lesa meira

dv.is - Sigurður var búinn að gefast upp: Þá gerðist kraftaverkið - Fann lokapúslið sem vantaði í líf hans - „Ég bjóst aldrei við þessu“

dv.is - Sigurður var búinn að gefast upp: Þá gerðist kraftaverkið - Fann lokapúslið sem vantaði í líf hans - „Ég bjóst aldrei við þessu“
„Mér datt aldrei í hug að fara að leita að blóðforeldrum mínum fyrr en ég sá þættina Leitin að upprunanum. Þá kviknaði þessi löngun hjá mér. Auðvitað fann ég alltaf að það vantaði þetta púsl í líf mitt. Ég fann að ég væri öðruvísi en aðrir í fjölskyldunni,“ segir Sigurður Donys Sigurðsson í samtali við DV. Sigurður er ættleiddur frá Gvatemala. Hann ákvað að leita að blóðforeldrum sínum eftir að hafa horft á þættina Leitin að upprunanum á Stöð 2. Leitin gekk vonum framar og Sigurður hefur verið í sambandi við föður sinn og bróður í nokkra mánuði, en þeir ræddu saman í fyrsta skipti á Skype fyrir nokkrum dögum. Sigurð dreymir um að einn daginn muni þeir feðgar fallast í faðma.
Lesa meira

Mannlíf - Gaman að upplifa jól og áramót á Íslandi

Mannlíf - Gaman að upplifa jól og áramót á Íslandi
Seint á síðasta ári sóttu hjónin Hulda Guðnadóttir og Jón Hafliði Sigurjónsson ættleiddan son sinn Baldur Hrafn til Kólombíu en fyrir áttu þau eina líffræðilega dóttur. Þau segja að börnin séu full tilhlökkunnar vegna hátíðarhaldanna sem fram undan eru. Baldur geti hreinlega ekki beðið eftir að upplifa íslensk jól og áramót.
Lesa meira

Stöð 2 - Ættleiðingum fækkar

Stöð 2 - Ættleiðingum fækkar
Umfjöllun í fréttatíma Stöðvar 2 um fækkun ættleiðinga. Ættleiðingar hér á landi voru 32 talsins í fyrra og hafa ekki verið jafn fáar frá árinu 1995. Ættleiðingum hefur fækkað jafnt og þétt frá árinu 2005. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni. Alls voru tólf frumættleiðingar að utan en flest börnin komu frá Tékklandi. Undanfarin ár hafa flest ættleidd börn komið frá Kína. Með frumættleiðingu er átt við ættleiðingu á barni sem er ekki barn maka umsækjanda. Frumættleiðingar innanlands voru þrjár talsins. Stjúpættleiðingar voru óvenju fáar eða sautján talsins. Þær voru 28 árið 2015 en voru flestar árið 2008 þegar alls 48 stjúpættleiðingar áttu sér stað. Með stjúpættleiðingu er átt við ættleiðingu á barni, eða kjörbarni, maka umsækjanda um ættleiðingu.
Lesa meira

ruv.is - Ekki færri ættleiðingar í meira en tuttugu ár

ruv.is - Ekki færri ættleiðingar í meira en tuttugu ár
Ættleiðingar barna á Íslandi hafa ekki verið eins fáar og í fyrra í meira en tuttugu ár. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru 32 ættleiddir á Íslandi árið 2016 og hafa ekki verið jafn fáar á einu ári frá 1995. Árið 2016 voru stjúpættleiðingar 17 en frumættleiðingar 15. Undanfarna tvo áratugi voru flestar ættleiðingar árin 2005 og 2006, þegar 75 og 76 börn voru ættleidd. Árið 2005 voru langflestar frumættleiðingar, alls 48.
Lesa meira

visir.is - Ættleiðingar ekki verið færri hér á landi síðan 1995

visir.is - Ættleiðingar ekki verið færri hér á landi síðan 1995
Ættleiðingar á Íslandi hafa ekki verið færri síðan árið 1995. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands sem nýlega voru birtar. Samkvæmt tölunum voru 32 einstaklingar ættleiddir árið 2016 og voru frumættleiðingar 15 en stjúpættleiðingar 17. Frumættleiðingar frá útlöndum voru 12 en stjúpættleiðingar 17. Til samanburðar voru ættleiðingarnar 47 talsins árið 2015. Með stjúpættleiðingu er átt við ættleiðingu á barni eða kjörbarni maka umsækjanda. Árið 2016 voru stjúpfeður í öllum tilvikum kjörforeldri stjúpættleiðingar en það hefur jafnan verið algengast. Frumættleiðing er þegar barn sem ekki er barn umsækjanda er ættleitt.
Lesa meira

mbl.is - Ætt­leiðing­ar ekki færri síðan 1995

mbl.is - Ætt­leiðing­ar ekki færri síðan 1995
Sam­kvæmt töl­um Hag­stofu Íslands voru 32 ein­stak­ling­ar ætt­leidd­ir á Íslandi árið 2016 og hafa ætt­leiðing­ar ekki verið jafn fáar á einu ári frá 1995. Árið 2016 voru stjúpætt­leiðing­ar 17 en frumætt­leiðing­ar 15. Árið 2015 voru alls 47 ætt­leiðing­ar á Íslandi. Frumætt­leiðing­ar frá út­lönd­um voru 12 árið 2016 sem er fækk­un frá fyrra ári, þegar þær voru 17. Frumætt­leiðing­ar frá út­lönd­um hafa verið á milli 10 og 18 síðustu fimm ár. Und­an­far­in ár hafa flest ætt­leidd börn verið frá Kína en árið 2016 voru flest­ar ætt­leiðing­ar frá Tékklandi, alls níu. Með hug­tak­inu frumætt­leiðing er átt við ætt­leiðingu á barni sem ekki er barn maka um­sækj­anda. Stjúpætt­leiðing­ar árið 2016 voru óvenju fáar eða 17. Það er mik­il fækk­un frá ár­inu 2015 þegar þær voru 28. Í öll­um til­vik­um var stjúp­faðir kjör­for­eldri, en það hef­ur jafn­an verið al­geng­ast. Frumætt­leiðing­ar inn­an­lands voru þrjár árið 2016. Með hug­tak­inu stjúpætt­leiðing er átt við ætt­leiðingu á barni (eða kjör­barni) maka um­sækj­anda.
Lesa meira

Visir.is - Stefán upplifði drauminn og fann fjölskyldu sína: „Get titlað mig sem klámstjörnu“

Visir.is - Stefán upplifði drauminn og fann fjölskyldu sína: „Get titlað mig sem klámstjörnu“
„Alveg frá því að ég var smápolli ætlaði ég mér að fara út til Rúmeníu,“ segir Stefán Octavian Gheorghe Bjarnason var ættleiddur frá Rúmeníu þegar hann var á þriðja ári en hann hefur lengi dreymt um að leita af ættingjum sínum þar í landi. Stefán veit að móðir hans var aðeins táningur þegar hún átti hann, en hefur að öðru leyti litla upplýsingar um forsögu sína. Stefán var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Stefán kom til landsins árið 2000 en hann fæddist árið 1997. Hann bjó fyrstu sjö ár lífsins á Ísafirði en flutti því næst í höfuðborgina. Fjallað var um sögu Stefáns í þættinum Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi og fór hann þá út til Rúmeníu og fékk að hitta fjölskyldu sína.
Lesa meira

Visir.is - Stefán á leiðinni til Rúmeníu með loforð um að hitta móður sína í ferðatöskunni

Visir.is - Stefán á leiðinni til Rúmeníu með loforð um að hitta móður sína í ferðatöskunni
Stefán Octavian Gheorghe Bjarnason var ættleiddur frá Rúmeníu þegar hann var á þriðja ári en hann hefur lengi dreymt um að leita af ættingjum sínum þar í landi. Stefán veit að móðir hans var aðeins táningur þegar hún átti hann, en hefur að öðru leyti litla upplýsingar um forsögu sína. Stefán kom til landsins árið 2000 en hann fæddist árið 1997. Hann bjó fyrstu sjö ár lífsins á Ísafirði en flutti því næst í höfuðborgina. Fjallað var um sögu Stefáns í þættinum Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Lesa meira

Visir.is - Ættleiðingargögn Kristjönu mögulega fölsuð: „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar“

Visir.is - Ættleiðingargögn Kristjönu mögulega fölsuð: „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar“
Kristjana M Finnbogadóttir, sem ættleidd var frá Sri lanka árið 1985, segir fréttir af umfangsmikilli ólöglegri ættleiðingarstarfsemi þar í landi á sama tíma og hún var ættleidd til Íslands vera mikið áfall. Eftir að hafa leitað sér ráðgjafar telur hún að ættleiðingargögn sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma séu líklega fölsuð. Í fréttum okkar á dögunum var sagt frá því að áttatíu og fjögur börn hafi verið ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Hollenskur sjónvarpsþáttur sagði frá því í september að þar hefði um margra ára skeið verið starfrækt svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópu á níunda áratugnum þar sem þriðji aðili hagnaðist á að selja þau.
Lesa meira

Visir.is - Bakvið tjöldin við gerð þáttanna Leitin að upprunanum

Visir.is - Bakvið tjöldin við gerð þáttanna Leitin að upprunanum
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir snéri aftur með þáttinn Leitin að upprunanum í haust og hefur önnur þáttaröðin fengið frábærar viðtökur. Þátturinn sló rækilega í gegn síðasta vetur og var meðal annars valinn besti fréttaþátturinn á Edduverðlaununum og fékk Sigrún sjálf verðlaun fyrir umfjöllun ársins hjá Blaðamannafélagi Íslands. Kjartan Atli Kjartansson kíki í heimsókn til Sigrúnar í þættinum Ísland í dag og fékk að sjá bakvið tjöldin við gerð þáttanna. Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag frá því í gærkvöldi.
Lesa meira

Vísir.is - Líkur á að börn hafi verið ættleidd ólöglega hingað til lands

Vísir.is - Líkur á að börn hafi verið ættleidd ólöglega hingað til lands
Áttatíu og fjögur börn voru ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Í ljós hefur komið að umfangsmikil ólögleg ættleiðingarstarfsemi átti sér stað á Srí Lanka á þessum tíma. Ættleiðingar á Srí Lanka komust í heimsfréttirnar í lok september þegar flett var ofan af því í hollenskum sjónvarpsþætti að þar hefðu um margra ára skeið verið starfrækt þar svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópulanda á níunda áratugnum þar sem þriðju aðili hagnaðist á að selja þau og skjöl voru fölsuð.
Lesa meira

Visir.is - Leitinni er ekki lokið

Visir.is - Leitinni er ekki lokið
Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í fjórða þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi.
Lesa meira

DV.is - Samkynhneigð pör frá Íslandi mega nú ættleiða börn frá Kólumbíu

DV.is - Samkynhneigð pör frá Íslandi mega nú ættleiða börn frá Kólumbíu
Fyrir stuttu opnaðist nýr valmöguleiki fyrir samkynhneigð pör á Íslandi til þess að ættleiða barn frá Kólumbíu. Íslendingar hafa ættleitt börn frá Kólumbíu í næstum þrjá áratugi en pör af sama kyni hafa hingað til ekki fengið leyfi til ættleiðingar. „Það sem gerðist var að samkynhneigt par sem býr í Svíþjóð sótti um að ættleiða barn frá Kólumbíu, annar aðilinn er Kólumbískur ríkisborgari en samt fengu þau höfnun. Þau áfríuðu dómnum til Hæstaréttar í Kólumbíu þar sem málið var dæmt parinu í hag þar sem allir eiga að hafa sama rétt til ættleiðingar, sama hver kynhneigð þeirra er,“ segir Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar í viðtali við Gayiceland.
Lesa meira

GayIceland.is - COLOMBIA ALLOWS SAME SEX COUPLES TO ADOPT

GayIceland.is - COLOMBIA ALLOWS SAME SEX COUPLES TO ADOPT
New parents in Sweden have become the first same-sex couple to adopt a child, after Colombian authorities allowed same-sex couples to adopt children from the country. This could mean that same-sex couples in Iceland can soon adopt children from abroad too. Iceland has had an adoption agreement with Colombia for almost three decades and 15 children have been adopted from there to Iceland in the past 15 years. The oldest Icelandic children from Colombia are today in their late twenties so there‘s a strong relationship between the two countries. Recently a new opportunity opened up for adoptable children in Colombia and some future parents in Iceland, when same-sex couples were allowed to adopt children from Colombia.
Lesa meira

Visir.is - Hefur misst báða foreldra sína, sigrast á krabbameini og leitar nú að upprunanum

Visir.is - Hefur misst báða foreldra sína, sigrast á krabbameini og leitar nú að upprunanum
Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í þriðja þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi.
Lesa meira

visir.is - Fordómar eru að verða áþreifanlegri

visir.is - Fordómar eru að verða áþreifanlegri
Leikararnir Jónmundur Grétarsson, Tinna Björt Guðjónsdóttir og Hafsteinn Vilhelmsson fara með hlutverk í leikritinu Smán. Leikritið fjallar um fordóma af ýmsu tagi og það viðfangsefni snertir við þeim persónulega þar sem þau eru dökkir Íslendingar og hafa reglulega í gegnum tíðina rekið sig á hindranir vegna húðlitar, ekki síst í heimi leiklistarinnar. Jónmundur, Tinna og Hafsteinn eru sammála um að markmiðið með að setja leikverkið Smán upp á Íslandi sé meðal annars að vekja fólk til umhugsunar um fordóma sem fela sig gjarnan í undirmeðvitundinni.
Lesa meira

Mbl.is - Viður­kenn­ir til­vist „barna­býla“

Mbl.is - Viður­kenn­ir til­vist „barna­býla“
Stjórn­völd á Sri Lanka hafa heitið því að hefja rann­sókn eft­ir að heil­brigðisráðherra lands­ins viður­kenndi að börn hefðu verið tek­in af mæðrum sín­um og seld út­lend­ing­um til ætt­leiðinga á 9. ára­tug síðustu ald­ar. Heil­brigðisráðherr­ann Rajitha Sen­arat­ne seg­ir að stjórn­völd hygg­ist m.a. setja á fót erfðaefna­banka til að gera börn­um sem ætt­leidd voru til út­landa kleift að leita upp­runa síns, og öf­ugt.
Lesa meira

Visir.is - Heldur áfram að leita að uppruna Íslendinga: „Það er svo margt sem þarf að smella“

Visir.is - Heldur áfram að leita að uppruna Íslendinga: „Það er svo margt sem þarf að smella“
„Ég hafði ekki miklar áhyggjur af því fyrirfram að það yrði erfitt að fá þátttakendur. Aðallega af því að umsóknirnar skiptu tugum síðast, þótt fólk vissi ekkert hvernig útkoman gæti orðið,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, sem snýr aftur með þáttinn Leitin að upprunanum í haust.
Lesa meira

Morgunblaðið - Er þetta símtalið?

Morgunblaðið - Er þetta símtalið?
Anna Sigrún Benediktsdóttir og Gunnar Lárus Karlsson búa á Reyðarfirði þar sem þau starfa bæði fyrir Alcoa. Þau eiga tveggja ára tvíbura, Katrínu Þóru og Óskar Þór, sem þau ættleiddu nýlega frá Tékklandi. Anna Sigrún segir ættleiðingu vera einn valkost fyrir fólk sem vilji eignast barn, ekki síðasta úrræðið.
Lesa meira

Rúv.is - Ættleiðingarstofum leyft að mismuna

Rúv.is - Ættleiðingarstofum leyft að mismuna
Nái nýtt frumvarp í gegn í Texasríki Bandaríkjanna mega ættleiðingastofur, hvort sem þær eru starfræktar fyrir opinbert fé eða einkastofur, hafna umsækjendum stríði það gegn trúarbrögðum þeirra. Þannig mega þær banna gyðingum, múslimum, samkynhneigðum, einhleypum eða pörum sem eru hvort af sinni trúnni, að ættleiða börn.
Lesa meira

Rúv - Vannærð börn og ungmenni í Hvíta-Rússlandi

Rúv - Vannærð börn og ungmenni í Hvíta-Rússlandi
Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa fyrirskipað rannsókn á ástæðum þess að börnum og ungmennum hefur verið haldið vannærðum árum saman á heimilum fyrir munaðarlausa. Svipað mál kom upp í Rúmeníu á tíunda áratug síðusta aldar og þótti mikið hneyksli. Upp komst um málið nánast fyrir tilviljun. Barnalæknir við eitt af munaðarleysingjahælunum í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, bauð blaðamönnum að fylgjast með knattspyrnuleik sem fram fór til að afla fjár fyrir mat handa börnunum. Í kjölfarið voru myndir af alvarlega vannærðum börnum birtar í hvítrússnesku veftímariti og vöktu mikinn óhug. Við nánari athugun kom í ljós að hátt í eitt hundrað börnum og ungmennum var haldið á nokkrum munaðarleysingjahælum í Minsk. Öll voru þau rúmliggjandi, enda svo veikburða að þau gátu ekki gengið.
Lesa meira

Vísir.is - Smakkaði snjó í fyrsta skipti

Vísir.is - Smakkaði snjó í fyrsta skipti
Við hittumst í júní og við smullum saman, það er eitthvað sem er svo líkt með okkur að það var bara eins og við hefðum alltaf þekkst. Ætli það sé ekki sama nördagenið í okkur báðum. Ég stakk upp á því að hún kæmi til íslands, hún er að læra jarðfræði og hvergi áhugaverðara að vera en á Íslandi þegar kemur að því. Henni leist bara vel á það, þrátt fyrir að hafa aldrei stigið uppí flugvél áður,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, spurð út í það hvernig það kom til að systir hennar, Dilmi, kom í heimsókn til Íslands.
Lesa meira

Vísir.is - Sigrún heldur áfram að leita að upprunanum

Undirbúningur annarrar þáttaraðar af Leitinni að upprunanum er hafinn. Í upphafi ætlaði Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ekki að gera aðra þáttaröð en lét tilleiðast. Fyrsta þáttaröðin hlaut í gær Edduverðlaun í flokki frétta- og viðtalsþátta. „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu,“ sagði Sigrún Ósk þegar ljóst var að hún hefði unnið til verðlaunanna. „Eftir að fyrstu þættirnir fóru í loftið fékk ég hátt í hundrað tölvupósta frá fólki sem var áhugasamt um þátttöku ef það yrði gerð önnur þáttaröð. Framan af svaraði ég því til að það væri nánast útilokað að ég myndi gera þetta aftur,“ segir Sigrún Ósk.
Lesa meira

Akureyri vikublað - Katrín Mörk var ættleidd til Íslands tveggja vikna gömul: „Langar að vita hvaðan ég kem“

Akureyri vikublað - Katrín Mörk var ættleidd til Íslands tveggja vikna gömul: „Langar að vita hvaðan ég kem“
Katrín Mörk Melsen var tveggja vikna þegar hún var ættleidd frá Srí Lanka. Í einlægu viðtali ræðir Katrín um konuna sem gaf hana, þá tilfinningu sem hún upplifði í æsku að passa hvergi inn, uppreisnina á unglingsárunum og lífið með Óliver Viktori, sex ára syni sínum, sem er ofvirkur og mikið einhverfur.
Lesa meira

Vísir.is - Tvíburar aðskildir við fæðingu brotnuðu niður þegar þær hittust í fyrsta skipti eftir tíu ár

Vísir.is - Tvíburar aðskildir við fæðingu brotnuðu niður þegar þær hittust í fyrsta skipti eftir tíu ár
Fyrir tíu árum síðan voru tvær kínverskar stelpur gefnar til ættleiðingar og enduðu þær báðar í Bandaríkjunum. Um er að ræða tvíbura sem hittust í fyrsta skipti í morgunþættinum Good Morning America í gær en þær heita Audrey Doering og Gracie Rainsberry. Þær hafa alist upp sitthvoru megin í Bandaríkjunum en Audrey er frá Wausau, Wisconsin og Gracie frá Richland, Washington og eru því um 2500 kílómetrar á milli þeirra.
Lesa meira

Fréttatíminn - Bjóða ættleiddum frá Kóreu í rannsókn á uppruna þeirra

Fréttatíminn - Bjóða ættleiddum frá Kóreu í rannsókn á uppruna þeirra
Hópur ættleiddra einstaklinga frá Kóreu er væntanlegur til landsins til að bjóða þeim sem ættleiddir hafa verið frá Kóreu til íslands að fara í genarannsókn, hafi þeir áhuga á að vita meira um uppruna sinn. Hópurinn er á vegum bandarísku samtakanna 325 Kamra og segist hafa rakið skyldleika í 10% tilfella. Anna-Lena Engström er ein þeirra 200 þúsund barna sem ættleidd voru frá Kóreu eftir árið 1950. „Ég var ættleidd til Svíþjóðar og eins og svo margir, veit ég ekkert um líffræðilegan uppruna.“ Anna-Lena kemur til Íslands í febrúar á vegum samtakanna 325 Kamra. Þau vinna að því að safna lífsýnum þeirra sem ættleiddir hafa verið frá Kóreu til útlanda. Lífsýnin fara í gagnabanka sem notaður er til að rekja ættir og skyldleika ættleiddu einstaklinganna. Markmið samtakanna er að aðstoða þá sem vilja við að tengjast blóðforeldrum eða blóðskyldum ættmennum. Samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum en þangað
Lesa meira

DV - Færist skrefi nær móður sinni með hverjum pósti

DV - Færist skrefi nær móður sinni með hverjum pósti
Brynja hóf leitina að uppruna sínum í byrjun árs – Biðin erfiðust, en ferlið hefur kennt henni mikið um sjálfa sig „Ef einhver finnst og ef þau vilja hitta mig, þá fer ég örugglega fyrr út en ég hafði ætlað mér,“ segir Brynja Valdimarsdóttir, sem í ársbyrjun tók þá ákvörðun að ráðast í það stóra verkefni að leita uppruna síns og móður sinnar á Srí Lanka. DV ræddi við Brynju fyrir ári þegar hún stóð á krossgötum og var að vega og meta hvort hún ætti að gefa grænt ljós á formlega upprunaleit. Þá hafði hún nýlega fengið fæðingarvottorð sitt og önnur skjöl sem hún hafði eftir áralanga forvitni, ákveðið að kalla eftir upp á von og óvon um að þau væru til. Brynja fæddist á Srí Lanka en það var þann 14. desember 1985 sem móðir hennar hér á landi sótti hana sex
Lesa meira

DV.is - „Ég veit ekki hvort hún sé dáin eða á lífi“

DV.is - „Ég veit ekki hvort hún sé dáin eða á lífi“
Brynja leitar að upprunanum á Srí Lanka – Sjokk að fá óvænt upplýsingar um heimilisfang „Ég var að undirbúa tónleika fyrir söngnemendur mína núna í byrjun desember og kíkti á tölvupóstinn minn. Þar sá ég póst frá Srí Lanka með titilinn: Leitin að móður þinni. Ég missti símann og hjartað byrjaði að slá á yfirsnúningi. Án þess að hugsa opnaði ég póstinn – þótt ég væri alls ekki tilbúin að lesa það sem í honum stóð. Þar kom fram að leit væri hafin að móður minni sem búi „hér“ – og síðan stóð heimilisfangið hjá henni. Það var sjokk. Þarna fannst mér ég vera komin mjög langt áfram. Svona litlar upplýsingar, sem eru í raun mjög miklar,“ segir Brynja Valdimarsdóttir, síðastliðið ár hefur unnið að því að hafa uppi á líffræðilegri móður sinni. Rætt er við Brynju um það sem gerst hefur í upprunaleit hennar síðastliðið ár í jólablaði DV.
Lesa meira

DV.is - Færist skrefi nær móður sinni með hverjum pósti

DV.is - Færist skrefi nær móður sinni með hverjum pósti
Brynja hóf leitina að uppruna sínum í byrjun árs – Biðin erfiðust, en ferlið hefur kennt henni mikið um sjálfa sig „Ef einhver finnst og ef þau vilja hitta mig, þá fer ég örugglega fyrr út en ég hafði ætlað mér,“ segir Brynja Valdimarsdóttir, sem í ársbyrjun tók þá ákvörðun að ráðast í það stóra verkefni að leita uppruna síns og móður sinnar á Srí Lanka. DV ræddi við Brynju fyrir ári þegar hún stóð á krossgötum og var að vega og meta hvort hún ætti að gefa grænt ljós á formlega upprunaleit. Þá hafði hún nýlega fengið fæðingarvottorð sitt og önnur skjöl sem hún hafði eftir áralanga forvitni, ákveðið að kalla eftir upp á von og óvon um að þau væru til. Brynja fæddist á Srí Lanka en það var þann 14. desember 1985 sem móðir hennar hér á landi sótti hana sex vikna gamla og veikburða og bjó henni öruggara og betra líf hér á landi.
Lesa meira

Vísir.is - Fleiri leita upprunans

Vísir.is - Fleiri leita upprunans
Þættirnir Leitin að upprunanum sem sýndir voru á Stöð tvö núí haust fjölluðu um ættleidda Íslendinga sem leita uppruna síns. Í þáttunum fundu þrjár konur blóðfjölskyldur sínar í fjarlægum löndum eftir mikla rannsóknarvinnu. Þættirnir hafa verið mörgum ættleiddum áÍslandi hvatning og hefur fyrirspurnum um upprunaleit rignt inn hjá Íslenskri ættleiðingu. Þá leggur fólk inn beiðni um tíma hjá sálfræðingi til að undirbúa sig fyrir upprunaleitina og að fá að sjáættleiðingarskjölin sín. „Við vorum að fá eina beiðni á tveggja mánaða fresti á síðasta ári. Nú erum við að sjá eina beiðni á viku,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Kristinn segir félagið fyrst og fremst veita sálrænan stuðning fyrir leitina, á meðan henni stendur en einnig eftir hana. Einnig vilji foreldrar í sumum tilfellum fá aðstoð, enda upplifi sumir höfnun eða þeir hafi ekki verið að standa sig sem foreldrar, ef barnið vill leita uppruna síns. En það er á dagskrá hjáÍslenskri ættleiðingu að aðstoða við leitina sjálfa. „Það er komiðá dagskrá hjá okkur og partur af starfsáætlun næsta árs er að heimsækja upprunalönd, til að mynda Sri Lanka og Indónesíu, til að ná sambandi við yfirvöld þar og búa til tengiliði sem við getum reitt okkur á,“ segir Kristinn. Sigríður Dhammika Haraldsdóttir er ættleidd frá Sri Lanka og hefur dreymt um að leita upprunans frá barnæsku. Eftir þættina hefur hún varla getað hugsað um annað. „Ég grét og hló og allt yfir þessum þáttum. Þættirnir gáfu manni kannski líka falskar vonir því ef maður kemst á þennan stað, að finna foreldra sína eða ekki, þá veit maður ekki hvernig það endar,“ segir Sigríður en í þáttunum náðist árangur í öllum leitunum en það þarf ekki að vera raunin hjá öðrum.
Lesa meira

Vísir.is - Brynja býður systur sinni til Íslands: „Hún hefur aldrei séð snjó“

Vísir.is - Brynja býður systur sinni til Íslands: „Hún hefur aldrei séð snjó“
„Það er erfitt að þegja í níu mánuði,“ sagði Brynja M. Dan Gunnarsdóttir í Bítinu á Bylgjunni á miðvikudaginn síðasta. Lokaþátturinn af Leitinni af upprunanum var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi en þar var saga þeirra þriggja sem fjallað var um rifjuð upp og farið yfir seríuna í heild sinni. Saga Brynju Dan vakti strax mikla athygli en hún fann líffræðilega móður sína og eignaðist í leiðinni systur. Alls eru níu mánuðir liðnir síðan ferlið hennar Brynju var tekið upp og gat hún ekkert tjáð sig um málið í þann tíma. En í lokaþættinum í gær kom fram að hana dreymir um að fá systur sína í heimsókn til landsins en sú ósk mun rætast í janúar. Brynju langar að fá hana til Íslands í skiptinámi.
Lesa meira

Vísir.is - Faðirinn myrtur af glæpagengi

Vísir.is - Faðirinn myrtur af glæpagengi
Rósíka Gestsdóttir er þrítug og starfar sem hjúkrunarfræðingur. Hún er alin upp í Borgar­nesi af þeim Sigurást Karels­dóttur og Jóni Gesti Sveinbjörnssyni. Sigurást og Jón Gestur fóru til Srí Lanka þar sem þau tóku á móti Rósíku, sex vikna gamalli. Þau tóku með sér pappíra um hana og tóku myndir af líffræðilegri móður hennar og þriggja ára gamalli systur. Rósíka leit hins vegar ekki á pappírana fyrr en hún var tuttugu og fimm ára gömul.
Lesa meira

Vísir.is - Leitinni að ljúka og líka hjá sonum Sigrúnar

Vísir.is - Leitinni að ljúka og líka hjá sonum Sigrúnar
„Það verður sérstakur lokaþáttur þar sem við hittum stelpurnar allar aftur, rifjum upp hápunktana úr þáttunum og sýnum reyndar líka nokkur fyndin brot sem enduðu á klippigólfinu,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir um áttunda og síðasta þáttinn af Leitinni að upprunanum sem fer í loftið á sunnudag. Þættirnir hafa vakið mikla eftirtekt og hafa tryggt sér dyggan áhorfendahóp en Sigrún segir að ekki liggi fyrir hvort gerð verði önnur þáttaröð.
Lesa meira

Vísir.is - Fannst draumi líkast að hitta móður sína: Grétu báðar og féllust í faðma

Vísir.is - Fannst draumi líkast að hitta móður sína: Grétu báðar og féllust í faðma
„Dagurinn var strembinn og tilfinningalega átakanlegur en samt draumi líkastur og þetta fór allt miklu betur en ég þorði að vona,” sagði Rósíka Gestsdóttir sem fann líffræðilega móður sína í Sri Lanka í þættinum Leitin að upprunanum sem var sýndur á Stöð 2 í gær. Mæðgurnar grétu báðar þegar þær féllust í faðma en móðirin gaf Rósíku til ættleiðingar fyrir þrjátíu árum, en hún var þá aðeins sex vikna gömul.
Lesa meira

Vísir.is - Fengu skýr fyrirmæli um að reyna aldrei að hafa uppi á móðurinni

Vísir.is - Fengu skýr fyrirmæli um að reyna aldrei að hafa uppi á móðurinni
„Ég vona bara af öllu hjarta að við finnum hana,“ sagði Rósíka Gestsdóttir í þættinum Leitin að upprunanum sem var sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöld, en Rósíka var ættleidd frá Sri Lanka árið 1986 og freistar þess nú að leita að líffræðilegri móður sinni. Í þættinum kom fram að foreldrum hennar hafi á sínum tíma verið sagt af lögfræðingnum sem sá um ættleiðinguna að þau skyldu aldrei reyna að hafa uppi á konunni sem gaf þeim barnið sitt. Það er sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem aðstoðar Rósíku við leitina en þær fóru til Sri Lanka þrátt fyrir að hafa litlar sem engar upplýsingar í höndunum, en náttúruhamfarir í landinu settu meðal annars strik í reikninginn.
Lesa meira

Vísir.is - Kolbrún Sara gerir upp upprunaleitina: „Ég er moldrík kona í dag“

Vísir.is - Kolbrún Sara gerir upp upprunaleitina: „Ég er moldrík kona í dag“
„Vil þakka ykkur hverjum og einum fyrir stuðning í máli, myndum og símtölum. Ég er aftur orðlaus yfir viðtökunum,“ segir Kolbrún Sara Larsen í færslu á Facebook en undanfarnar þrjár vikur hefur verið fjallað um leit Kolbrúnar að foreldrum sínum í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Ferðalag hennar var ótrúlegt og eignaðist hún meðal annars 11 systkini í leiðinni. „Hvern hefði grunað að ég kæmi heim frá Tyrklandi með bakpokann fullan af upplýsingum, auka ári (hóst) og þakklæti? Tja ekki mér,“ segir hún en í þáttunum kom meðal annars í ljós að Kolbrún er fædd árið 1979, ekki 1980 eins og hún hélt alltaf.
Lesa meira

Vísir.is - Móðir Kolbrúnar brotnaði niður þegar hún hitti dóttur sína eftir 37 ár

Vísir.is - Móðir Kolbrúnar brotnaði niður þegar hún hitti dóttur sína eftir 37 ár
Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum. Sagan um Kolbrúnu Söru Larsen hefur verið ótrúleg síðustu þrjár vikur en fjallað hefur verið um hana í þáttunum Leitin að upprunanum. Þriðji og síðasti þátturinn af hennar sögu var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi og vakti þátturinn mikla athygli. Í þáttunum hefur hún meðal annars fundið föður sinn og eignast fjölmörg systkini. En alltaf átti hún eftir að hitta móður sína. Eftir langt og strangt ferðalag í afskekkt fjallaþorp í Tyrklandi náði hún loksins að hitta líffræðilega móður sína. Það gerði hún þrátt
Lesa meira

Vísir.is - Kolbrún Sara missir sjálf af lokaþættinum: „Vona svo sannarlega að þið njótið og dæmið ekki“

Vísir.is - Kolbrún Sara missir sjálf af lokaþættinum: „Vona svo sannarlega að þið njótið og dæmið ekki“
„Ekki það að ég þurfi að minna á en langaði bara að láta ykkur vita að síðasti þátturinn af ferðalagi mínu í leitinni minni að upprunanum er í kvöld. Sjálf er ég að vinna og þar af leiðandi fæ ég ekki að horfa á sama tíma og þið,“ segir Kolbrún Sara Larsen í stöðufærslu á Facebook. Þriðji og síðasti þátturinn af hennar sögu verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld en hún hefur verið til umfjöllunar undanfarnar tvo sunnudaga í þáttunum Leitin að upprunanum. Síðasti þáttur var sannarlega ótrúlegur og hlaut óvæntan endi þegar Kolbrún ljóstraði því upp að hún ætlaði að halda til fundar við móður sína í afskekktu fjallaþorpi, þrátt fyrir að fjölskyldan hefði ráðlagt henni að gera það ekki. Það eru því vafalaust margir sem bíða spenntir eftir þættinum í kvöld, en Kolbrún sjálf missir því miður af honum.
Lesa meira

Fréttablaðið - Fleiri vilja leita upprunans

Fréttablaðið - Fleiri vilja leita upprunans
Sjónvarpsþættirnir Leitin að upprunanum sem eru sýndir á Stöð 2 hafa vakið mikla athygli en þar fylgir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ættleiddum einstaklingum eftir í leit að upprunanum. Að sögn Kristins Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, hafa uppkomin ættleidd börn í auknum mæli leitað til félagsins með það í huga að feta sömu braut. Nýlega bárust fréttir af því að færri börn séu ættleidd á milli landa nú en áður. Skýringarnar eru fjölþættar. Kristinnn segir pólitískar, efnahagslegar og félagslegar ástæður liggja að baki því að færri börn séu ættleidd á milli landa nú en áður. „Fæst lönd vilja ættleiða frá sér börn enda er víða lögð áhersla á að þau alist upp sem næst upprunanum. Sum líta jafnvel þannig á að það gefi til kynna að þau geti ekki brauðfætt sitt fólk. Þá hefur hagsæld víða aukist sem dregur úr þörfinni. Áður fyrr voru sömuleiðis nokkur stór ættleiðingarlönd sem ættleiddu frá sér mikið af börnum. Þeim hefur sem betur fer fækkað
Lesa meira

Vísir.is - Leitin að upprunanum: Hitti systur sínar og föður í fyrsta skipti

Vísir.is - Leitin að upprunanum: Hitti systur sínar og föður í fyrsta skipti
„Augnablikið sem ég er búin að bíða eftir í meira en 30 ár var bara áðan og er allt í einu búið,“ sagði Kolbrún Sara Larsen í fjórða þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gær en í þættinum hitti hún fjórar eldri systur sínar og föður í fyrsta skipti síðan hún var ættleidd frá Tyrklandi til Íslands tveggja ára gömul. „Ég held að það hafi verið jafn mikilvægt fyrir þau að vita að ég hafi átt góða ævi eins og fyrir mig að vita að þau hafa það gott og eru hamingjusöm. Þátturinn var sannarlega ótrúlegur og hlaut óvæntan endi þegar Kolbrún ljóstraði því upp að hún ætlaði að halda til fundar við móður sína í afskekktu fjallaþorpi, þrátt fyrir að fjölskyldan hefði ráðlagt henni að gera það ekki. Það eru því vafalaust margir sem bíða spenntir eftir þættinum næsta sunnudag. Meðfylgjandi er brot úr þætti gærkvöldsins.
Lesa meira

Vísir.is - Kolbrún hélt að hún væri fyrsta barn foreldra sinna

Vísir.is - Kolbrún hélt að hún væri fyrsta barn foreldra sinna
Leitin að upp­runanum - Hélt hún væri fyrsta barn for­eldra sinna STEFÁN ÁRNI PÁLSSON SKRIFAR Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum. „Ég fékk smá sjokk þegar ég fékk þessar fréttir og hugsaði með mér að þetta gæti bara ekki verið,” sagði Kolbrún Sara Larsen í þriðja þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi en Kolbrún var ættleidd frá Tyrklandi tveggja ára gömul og hefur öll sín 36 ár staðið í þeirri trú að hún hafi verið fyrsta barn mjög ungra foreldra. Upplýsingar frá manni í Tyrklandi, sem samþykkti að hjálpa henni við leitina, kollvörpuðu því litla sem hún taldi sig vita um fortíð sína, en hann færði henni þær fréttir að hún væri yngst fimm systra.
Lesa meira

Fréttablaðið - Elskaði hana frá fyrsta degi

Fréttablaðið - Elskaði hana frá fyrsta degi
Brynja Dan Gunnarsdóttir var kornung þegar hún var ættleidd frá Srí Lanka til Íslands. Hún fann líffræðilega móður sína með aðstoð Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur, dagskrárgerðarkonu á Stöð 2, í sumar. Konu sem hún hefur haft fyrir augunum á ljósmynd síðan hún var lítil. Brynja er 31 árs og býr í Garðabænum með fjölskyldu sinni. Hún fékk ábendingu um gerð þáttarins og ákvað að taka þátt. „Þessi ljósmynd hefur alltaf verið það dýrmætasta sem ég hef átt. Þarna stendur blóðmóðir mín með mig í fanginu tilbúin að gefa mig til foreldra minna. Og nú hef ég fengið tækifæri til að tengjast henni og þakka henni fyrir það sem hún gaf mér. Stórkostlegt líf,“ segir Brynja.
Lesa meira

Visir.is - Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað

Visir.is - Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað
Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað STEFÁN ÁRNI PÁLSSON SKRIFAR „Er þetta hún?" spurði tárvot Brynja M. Dan Gunnarsdóttir þegar hún fékk að sjá gamla ljósmynd af líffræðilegri móður sinni í þættinum Leitin að upprunanum sem var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi, en í fyrstu tveimur þáttunum var fjallað um leit Brynju að móður sinni í Sri Lanka. Báðir hafa þættirnir vakið gríðarlega athygli og umtal en í gær fengu áhorfendur loksins að sjá augnablikið þegar mæðgurnar hittust og féllust í faðma, þrjátíu árum eftir að móðirin gaf Brynju til ættleiðingar.
Lesa meira

mbl.is - Full­orðnu „börn­in“

mbl.is - Full­orðnu „börn­in“
„Ætt­leiðing­ar og leit­in að upp­runa­fjöl­skyldu hef­ur verið áber­andi í sam­fé­lags­legri umræðu, ekki síst í kjöl­far sjón­varpsþátt­araðar er sýnd er á Stöð2 um þess­ar mund­ir. Þáttaröðin hef­ur vakið mikla at­hygli og mál­efnið virðist vekja áhuga fólks á þeirri flóknu stöðu sem ætt­leidd­ir oft á tíðum búa við. Í raun er það skilj­an­legt því mál­efnið er oft sveipað dulúð, óvissu, for­vitni og æv­in­týraljóma,“ seg­ir Guðbjörg Helga­dótt­ir mann­fræðing­ur og fjöl­skyldumeðferðarfræðing­ur hjá Sál­fræðing­un­um, Lyng­hálsi 9, í nýj­um pistli:
Lesa meira

Visir.is - Alltaf upplifað sig öðruvísi og hélt að hún myndi smellpassa inn á Sri Lanka

Visir.is - Alltaf upplifað sig öðruvísi og hélt að hún myndi smellpassa inn á Sri Lanka
Brennslan: Brynja Dan upplifði sem "outsider" í Sri Lanka STEFÁN ÁRNI PÁLSSON SKRIFAR „Viðbrögðin voru ótrúleg og það hafa allir verið rosalega einlægir og meyrir,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun en hún var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. Fjallað var um sögu hennar í þáttunum Leitin að upprunanum sem hóf göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. „Harðir gaurar eru bara orðnir mjúkir og meyrir, það segir ýmislegt.“
Lesa meira

Visir.is - Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“

Visir.is - Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“
Þátturinn Leitin að upprunanum hóf göngu sýna á Stöð 2 í gær. Í fyrsta þættinum var farið yfir magnaða sögu Brynju Dan. Í þessari frétt koma fram upplýsingar um þáttinn og hvernig málin hafa þróast hjá Brynju en hún leitar af líffræðilegri móður sinni. Ef þú átt eftir að horfa á þáttinn ættir þú að hætta að lesa lengra.......
Lesa meira

Kvöld­fréttir Stöðvar 2 - Brynja Dan átti þann draum heitastan að hafa uppi á móður sinni

Kvöld­fréttir Stöðvar 2 - Brynja Dan átti þann draum heitastan að hafa uppi á móður sinni
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sögu sína, en hún var ættleidd til Íslands frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. Brynju hefur í áraraðir dreymt um að hafa uppi á móður sinni þar í landi og freistaði gæfunnar á dögunum. Brynja er ein þriggja ungra, íslenskra kvenna sem voru ættleiddar til Íslands á barnsaldri, en leita nú uppruna síns með hjálp sjónvarpskonunnar Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur. Sögur þeirra allra verða sagðar í nýjum þáttum, Leitinni að upprunanum, sem hefja göngu sína á sunnudag á Stöð 2. Leitin ber þær meðal annars í afskekkt fjallaþorp í Tyrklandi og í fátækrahverfi í Sri Lanka. Allar höfðu þessar ungu konur mjög takmarkaðar upplýsingar um forsögu sína, en auk þess eru gögnin sem þær höfðu til að leita eftir yfir þriggja áratuga gömul.
Lesa meira

visir.is - Leitin að upprunanum: „Þetta er púslusplið sem vantar“

visir.is - Leitin að upprunanum: „Þetta er púslusplið sem vantar“
„Mig langar svo að veita henni hugarró,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, ein þriggja íslenskra kvenna sem er til umfjöllunar í þáttunum Leitin að upprunanum sem hefja göngu sína á Stöð 2 um helgina. Brynja Dan á mynd af líffræðilegri móður sinni og má þar glögglega sjá hve líkar mægðurnar eru. Í þáttunum fylgir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir konunum þremur út í heim í leit að líffræðilegum foreldrum sínum. „Þær voru allar ættleiddar til Íslands á sínum tíma og höfðu mjög takmarkaðar upplýsingar um sína fortíð,“ segir Sigrún Ósk.
Lesa meira

Morgunblaðið - Sífellt færri ættleiðingar milli landa

Morgunblaðið - Sífellt færri ættleiðingar milli landa
Einungis eitt barn hefur verið ættleitt frá útlöndum hingað til lands það sem af er ári, en þau voru 17 allt árið í fyrra. Kristinn Ingvarsson hjá Íslenskri ættleiðingu, sem hefur milligöngu um ættleiðingar erlendra barna á Íslandi, segir að sífellt færri börn séu ættleidd á milli landa í heiminum. Í heild voru 47 börn ættleidd á Íslandi árið 2015 og 37 börn árið 2014. Af þessum 47 börnum voru 28 ættleidd innan fjölskyldu. Í flestum tilvikum var stjúpfaðir kjörforeldri. Tvö börn voru ættleidd á milli fjölskyldna á Íslandi 2015.
Lesa meira

Mbl.is - Úr 10 í 17 á tveim­ur árum

Mbl.is - Úr 10 í 17 á tveim­ur árum
Alls voru 47 ein­stak­ling­ar ætt­leidd­ir á Íslandi árið 2015, sam­kvæmt töl­um Hag­stofu Íslands. Þetta eru nokkuð fleiri en árið 2014, en þá voru ætt­leiðing­ar 37. Árið 2015 voru stjúpætt­leiðing­ar 28 en frumætt­leiðing­ar 19. Með hug­tak­inu stjúpætt­leiðing er átt við ætt­leiðingu á barni (eða kjör­barni) maka um­sækj­anda. Með hug­tak­inu frumætt­leiðing er átt við ætt­leiðingu á barni sem ekki er barn maka um­sækj­anda. Frumætt­leiðing­ar frá út­lönd­um voru 17 árið 2015, og hélt þeim áfram að fjölga frá því að þær fóru í ein­ung­is tíu árið 2013. Frumætt­leiðing­ar frá út­lönd­um höfðu ekki verið svo fáar á einu ári frá ár­inu 1997. Und­an­far­in ár hafa flest ætt­leidd börn verið frá Kína og árið 2015 voru einnig flest­ar ætt­leiðing­ar þaðan, eða átta, en einnig voru ætt­leidd fimm börn frá Tékklandi. Stjúpætt­leiðing­ar árið 2015 voru 28. Það er fjölg­un frá ár­inu 2014, en þá voru þær óvenju­lega fáar eða 19. Í flest­um til­vik­um var stjúp­faðir kjör­for­eldri, en það hef­ur jafn­an verið al­geng­ast. Frumætt­leiðing­ar inn­an­lands voru tvær árið 2015, og hafa þær ein­ung­is einu sinni verið færri á einu ári frá 1990, það var árið 2012 þegar eng­in frumætt­leiðing átti sér stað inn­an­lands.
Lesa meira

Rúv.is - 47 börn ættleidd á Íslandi í fyrra

Rúv.is - 47 börn ættleidd á Íslandi í fyrra
47 voru ættleiddir á Íslandi í fyrra og voru þeir nokkru fleiri en í hittifyrra þegar ættleiðingar voru 37. Stjúpættleiðingar voru 28 og frumættleiðingar 19. Í frétt Hagstofunnar segir að í stjúpættleiðingu sé barn eða kjörbarn maka umsækjenda ættleitt en þegar barn er frumættleitt er það ekki barn maka umsækjenda. 17 börn voru frumættleidd frá útlöndum í fyrra en þau voru bara tíu árinu áður, Flest þeirra sem voru frumættleidd voru frá Kína eða átta en fimm frá Tékklandi. Tvö börn voru frumættleidd innanlands í fyrra, þau hafa bara einu sinn verið færri frá árinu 1990. 2012 var engin frumættleiðing innanlands.
Lesa meira

Austurfrétt - Dóttir ykkar fæddist í gær

Austurfrétt - Dóttir ykkar fæddist í gær
„Ég upplifði mig aldrei öðruvísi hér í þessu dásamlega verndandi umhverfi. Ég held að ég hafi verið sex ára í Kaupfélaginu á Egilsstöðum þegar annað barn lagði hönd sína við mína en þá fór ég aðeins að hugsa hvort ég væri eitthvað öðruvísi, en þar til hafði enginn borið sig saman við mig nema þá í hæð,“ segir Berglind Ósk Guðgeirsdóttir, sem var í opnuviðtali Austurgluggans í síðustu viku. „Dóttir ykkar fæddist í gær,“ var setning sem þau Svanhvít Sigmundsdóttir og Guðgeir Einarsson, foreldrar Berglindar Óskar, höfðu lengi beðið eftir að heyra en þau voru búin að bíða í mörg ár eftir því að fá að ættleiða barn sem loks varð að veruleika í desember 1982. Berglind Ósk er fædd í Jakarta í Indónesíu 7. desember 1982 og var komin til Íslands með móður sinni aðeins 20 dögum síðar. „Á þessum tíma, fyrir 34 árum, var heimurinn svo miklu stærri en hann er núna og töluvert mál fyrir hjón í litlu sjávarþorpi að fara hinum megin á hnöttinn til þess að sækja barnið sitt. Ferðalagið var svakalega dýrt þannig að þau gátu ekki farið bæði. Úr varð að litla sveitastelpan mamma mín, sem lítið sem ekkert hafði ferðast, fór ein. Það eitt og sér er algerlega aðdáunarvert en svona eru þau, röggsöm og ganga í hlutina og var þetta ferðalag aldrei vafi í þeirra huga,“ segir Berglind.
Lesa meira

visir.is - Fann upprunan í Taílandi

visir.is - Fann upprunan í Taílandi
Páll Thamrong Snorrason er nú staddur í Bangkok í Taílandi en þangað fór hann til að leita uppruna síns. Hann var skilinn eftir á götum borgarinnar þegar hann var þriggja mánaða gamall og lögreglunni tókst ekki að finna foreldra hans. Um fjórum árum seinna var Páll ættleiddur af íslensku fólki af barnaheimili sem hann hafði búið á undanfarin ár og ólst hann upp á Seyðisfirði.
Lesa meira

N4 - Milli himins og jarðar

N4 - Milli himins og jarðar
Í þættinum er fjallað um ættleiðingar. Hildur Eir ræðir við hjónin Heimi Bjarna Ingimarsson og Önnu Rósu Friðriksdóttur sem ættleiddu dreng frá Kína, þau ræða undanfara þess að ættleiða, ferðina út og tilfinningarnar sem ferlinu fylgja. Einlægt og gott viðtal sem gagnlegt er að horfa á.
Lesa meira

DV - Páll fannst úti á götu þriggja mánaða gamall

DV - Páll fannst úti á götu þriggja mánaða gamall
„Ef ég hefði möguleika á því myndi ég vilja hitta blóðforeldra mína alveg ótrúlega mikið, en ég held að það sé ómögulegt miðað við stöðuna,“ segir Seyðisfirðingurinn Páll Thamrong Snorrason sem var ættleiddur til Íslands fjögurra ára gamall eftir að hafa eytt fyrstu æviárunum á tælensku barnaheimili. Hann hyggst nú, ásamt vini sínum Helga Ómarssyni finna heimilið á ný og sjá aðstæðurnar sem hann bjó við til fjögurra aldurs en þeir félagar ætla að ferðast um Tæland í rúmlega sex vikur og upplifa ýmis ævintýri. Og að sjálfsögðu hyggjast þeir nýta nútímatækni og gefa áhugasömum tækifæri á að fylgjast með ferðinni í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat.
Lesa meira

mbl.is - Fjar­lægðin dreg­ur ekk­ert úr vinátt­unni

mbl.is - Fjar­lægðin dreg­ur ekk­ert úr vinátt­unni
Þær eru afar sam­rýnd­ar æsku­vin­kon­urn­ar Alda og Dórót­hea sem búa hvor í sín­um lands­hlut­an­um, önn­ur í höfuðborg­inni en hin norður í Þing­eyj­ar­sýslu. Þær dvelja æv­in­lega sam­an sum­ar­langt við Mý­vatn og þá er margt brallað. Þær fædd­ust í Kína en voru ætt­leidd­ar af ís­lensk­um for­eldr­um og þeim líður ekk­ert öðru­vísi en öðrum Íslend­ing­um, þó að út­lit þeirra sé ólíkt út­liti flestra sem hér búa.
Lesa meira

Mbl.is - "We don't let the distance separate us"

Mbl.is -
Dóróthea and Alda in Alda's garden in Reykjavik. They are both turning fourteen later this year. mbl.is/Ófeigur Lýðsson Alda and Dórothea were adopted from China to Iceland. One lives in Reykjavik and the other lives in North Iceland near Mývatn. The two girls have been best friends from childhood and they meet up with their families at Mývatn every summer. "We met when we were two years old according to our parents, because we don't remember," they say. "Our first memories are from being outside playing or inside watching Söngvaborg (a children's television show with music). We would dance around in our swimsuits and sing along." Alda Áslaug Unnardóttir and Dóróthea Örnölfsdóttir don't let the distance between them separate them. "We talk a lot on Skype and Facetime."
Lesa meira

Mbl.is - „Þetta er dá­sam­leg lífs­reynsla“

Mbl.is - „Þetta er dá­sam­leg lífs­reynsla“
Ester Ýr Jóns­dótt­ir hleyp­ur 10 kíló­metra í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka og safn­ar áheit­um fyr­ir Íslenska ætt­leiðingu, en Ester og eig­inmaður henn­ar eignuðust sitt fyrsta barn síðastliðið haust, þegar þau ætt­leiddu dreng frá Tékklandi. Son­ur­inn val­inn út frá for­eldr­un­um Ester seg­ir nauðsyn­legt er að fara í gegn­um Íslenska ætt­leiðingu, ef ætt­leiða á er­lend­is frá. Ferli henn­ar hófst um mánaðamót­in janú­ar-fe­brú­ar 2014 og fengu þau svo­kallað for­samþykki frá sýslu­mann­in­um í Reykja­vík í júní sama ár. Hófst þá um­sókn­ar­ferlið fyr­ir um­sókn til Tékk­lands.
Lesa meira

DV - Stefan var ættleiddur til Íslands og hefur lengi leitað blóðforeldra sinna

DV - Stefan var ættleiddur til Íslands og hefur lengi leitað blóðforeldra sinna
„Það er í raun einstakt að þetta skuli hafa tekist,“ segir Rúmeninn Stefan Octavian Gheorge, sem fæddur er 1997 og var ættleiddur til Íslands árið 2000 af íslenskum hjónum. Hann hefur lengi dreymt um að hafa uppi á rúmenskum blóðforeldrunum sínum. Stefan hefur í nokkur ár leitað að þeim en ekki haft erindi sem erfiði. Stefan komst reyndar að því að þau voru einnig að leita að honum og núna fyrir skemmstu tókst þeim að komast í samband við Stefan. Hann er að vonum í sjöunda himni og hefur nú ákveðið að fara til Rúmeníu og hitta þau.
Lesa meira

Bæjarins besta - Varð þriggja barna móðir á einni nóttu

Bæjarins besta - Varð þriggja barna móðir á einni nóttu
Unnur Björk Arnfjörð og eiginmaður hennar hafa staðið í ströngu undanfarið ár, og er óhætt að segja að lífi þeirra líkt og þau áður þekktu hafi verið kollvarpað á síðasta ári, er loks komst í gegn ættleiðing þeirra hjóna og ekki bara á einu barni, sem oftar en ekki er vaninn, heldur á þremur bræðrum frá Tékklandi. Það er ekki auðvelt að ímynda sér breytinguna sem varð á lífi þeirra, sem fór úr því að vera barnlaus hjón í lítilli íbúð í Reykjavík, yfir í að vera fimm manna fjölskylda í stóru húsi á Ísafirði. Eiginmaður Unnar Bjarkar er Páll Kristbjörn Sæmundsson og hafa þau komið sér afar vel fyrir í fallegu, háreistu húsi í Mánagötunni, þar sem synirnir þrír: Sæmundur Petr, sem er nýorðinn sex ára, Einar Jón Pavel sem verður fimm ára í október og Jóhann Elí Jaroslav, þriggja ára lifa líkt og blómi í eggi.
Lesa meira

Pressan.is - 11 ára og æfir 21 klukkustund á viku

Pressan.is - 11 ára og æfir 21 klukkustund á viku
Það gustar krafur af afreksíþróttastelpunni Guðrúnu Eddu Harðardóttur sem einnig ber með sér mikla og jarðtengda ró. Þrátt fyrir ungan aldur mætir Guðrún Edda á fimleikaæfingar í 21 klukkustund á viku. Hún setur markið hátt og finnst fátt jafn skemmtilegt og að ná markmiðum sínum. „Mér finnst rosalega gaman að æfa fimleika og þá sérstaklega þegar ég læri eitthvað nýtt og byrja að keppa með það. Til dæmis ef ég er búin að æfa eitthvað lengi og svo tekst mér það allt í einu. En svo á ég líka mikið af góðum vinkonum í fimleikunum sem gera æfingarnar ennþá skemmtilegri.“
Lesa meira

Mbl.is - Fór á breyt­inga­skeiðið 29 ára

Mbl.is - Fór á breyt­inga­skeiðið 29 ára
Ester Ýr Jóns­dótt­ir líf­efna­fræðing­ur, vissi ekki hvernig lífið gæti verið án verkja. Frá ung­lings­aldri hafði hún verið uppþembd og með túr­verki sem ágerðust þannig að hún átti orðið erfitt með að fram­kvæma það sem venju­legu fólki finnst eðli­legt að gera eins og fara í lík­ams­rækt og stunda vinnu. Árið 2009 var hún greind með en­dómetríósu sem er ólækn­andi sjúk­dóm­ur. Þeir sem eru með en­dómetríósu finna gjarn­an fyr­ir sár­um tíðar­verkj­um, verkj­um á milli blæðinga og við egg­los, melt­ing­ar­trufl­un­um, sárs­auka við þvag­lát, sárs­auka við kyn­líf og síþreytu. 40% kvenna með en­dómetríósu glíma við ófrjó­semi. Ester Ýr er með en­dómetríósu á fjórða stigi sem er mjög al­var­leg út­gáfa af sjúk­dómn­um og var hún far­in að finna veru­lega fyr­ir ein­kenn­um hans. Ekki er þó alltaf beint sam­hengi á milli þess hversu mikið sjúk­dóm­ur­inn grass­er­ar í kviðar­hol­inu og þar með á hvaða stigi hann er og því hversu mikið kona finn­ur fyr­ir ein­kenn­um hans.
Lesa meira

Fréttatíminn - Íslendingar í húð og hár

Fréttatíminn - Íslendingar í húð og hár
Bitna auknir fordómar gagnvart innflytjendum á Íslendingum sem voru ættleiddir hingað sem ungbörn og hafa aldrei átt annað heimaland? Fréttatímanum lék forvitni á að fá svar við þeirri spurningu og leitaði til þriggja ungra íslendinga sem allir eru fæddir annars staðar á hnettinum en hafa búið hér alla sína ævi. Börn sem ættleidd hafa verið frá fjarlægum löndum af íslenskum foreldrum eru orðin um sex hundruð talsins síðan skráningar hófust í kringum 1980. Á því tímabili hafa að meðaltali 14-20 börn verið ættleidd á ári, en fjöldinn sveiflast milli ára og síðan 2004 hafa að meðaltali 19 börn verið ættleidd á ári. Töluvert kapp er lagt á það að fylgjast vel með þessum börnum og hvernig þeim farnast í nýja heimalandinu og á vefsíðu Íslenskrar ættleiðingar er að finna fjölda fræðigreina um málefnið. Meðal þess sem athygli vekur er að börn sem ættleidd eru til Íslands virðast að mörgu leyti spjara sig betur en börn sem ættleidd eru til annarra Norðurlanda.
Lesa meira

Vísir.is - Samtökin '78 ósátt við hægt gengi ættleiðinga

Vísir.is - Samtökin '78 ósátt við hægt gengi ættleiðinga
„Við erum búin að eiga í þessu samstarfi í fimm ár en það hefur lítið gerst,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78 og meðlimur í samstarfshópi samtakanna og Íslenskrar ættleiðingar. Hann telur Íslenska ættleiðingu ekki standa sig í að koma á samningum við lönd sem ættleiða börn til samkynja para. Félagið segir að engin lönd bjóði upp á þá leið. Unnsteinn segir að Íslensk ættleiðing fari fram á að Samtökin '78 vinni forvinnuna sem þarf til að koma á samningum við erlend ríki. Vinnan yrði öll unnin í sjálfboðastarfi. Hann segir að forvinna þeirra hafi skilað þeim niðurstöðum að Argentína, Brasilía, Úrúgvæ, Mexíkó og sum fylki Bandaríkjanna heimili ættleiðingar til samkynhneigðra para. Þá liggur fyrir opin fyrirspurn til Suður-Afríku í utanríkisráðuneytinu.
Lesa meira

Visir.is - Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra

Visir.is - Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra
Kólumbísk yfirvöld hafa sent innanríkisráðuneytinu bréf þar sem falast er eftir svörum um það hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fara fram hér á landi. Engin lönd bjóða upp á ættleiðingar barna, út úr fæðingarlandi þeirra, til samkynhneigðra para. Ættleiðingar til samkynhneigðra eru leyfðar hér á landi en hingað til hefur aðeins tekist að ættleiða börn innanlands.
Lesa meira

Mbl.is - Eng­ar ætt­leiðing­ar úr flótta­manna­búðum

Mbl.is - Eng­ar ætt­leiðing­ar úr flótta­manna­búðum
Eng­in heim­ild er til staðar hér á landi til að greiða fyr­ir ætt­leiðing­um barna úr flótta­manna­búðum. Þetta kem­ur fram í svari inn­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Jó­hönnu Maríu Sig­munds­dótt­ur um ætt­leiðing­ar munaðarlausra barna úr flótta­manna­búðum. Í svari ráðherra seg­ir m.a. að Íslensk ætt­leiðing sé eina lög­gilta ætt­leiðing­ar­fé­lagið hér á landi og það hafi lög­gild­ingu til að hafa milli­göngu um ætt­leiðing­ar frá Búlgaríu, Fil­ipps­eyj­um, Indlandi, Kína, Kól­umb­íu, Tékklandi og Tógó.
Lesa meira

Rúv.is - Búlgörsk börn ganga kaupum og sölum

Rúv.is - Búlgörsk börn ganga kaupum og sölum
Svört verslun með börn blómstrar á Balkanskaga. Búlgarskt barn kostar á bilinu frá 150 þúsund krónum og upp í sex milljónir, drengir eru dýrari en stúlkur. Eftirspurnin meðal grískra para sem ekki hefur orðið barna auðið er mikil. Talið er að hundruð barna séu seld mansali á ári hverju. Þetta kemur fram í viðamikilli úttekt vefmiðilsins Balkan Insight.
Lesa meira

DV - „Fann allt smella saman í sálinni“

DV - „Fann allt smella saman í sálinni“
Þrjátíu árum eftir að Brynja var ættleidd frá Srí Lanka leitar hún nú upprunans – Tilfinningaþrungin stund að fá fæðingarvottorðið – Langar að hitta líffræðilega móður sína Þar til á miðvikudag átti Brynja Valdimarsdóttir aðeins eina mynd af móður sinni, frá þeirra síðustu samverstund á Sri Lanka fyrir ættleiðinguna. Nú hefur hún stigið fyrstu skrefin í leit að uppruna sínum, 30 árum eftir að hún var ættleidd. Svör við brennandi spurningum Þar til á miðvikudag átti Brynja Valdimarsdóttir aðeins eina mynd af móður sinni, frá þeirra síðustu samverstund á Sri Lanka fyrir ættleiðinguna. Nú hefur hún stigið fyrstu skrefin í leit að uppruna sínum, 30 árum eftir að hún var ættleidd. Mynd: Marella Steinsdóttir Á miðvikudaginn, þrjátíu árum eftir að Brynja Valdimarsdóttir var ættleidd til Íslands frá Srí Lanka, fékk hún loks svör við spurningum sem brunnið höfðu á henni um árabil varðandi uppruna sinn. Hún hafði í höndunum umslag frá innanríkisráðuneytinu sem hún hafði óskað eftir rúmri viku áður. Í umslaginu var fæðingarvottorð hennar og önnur skjöl sem hún hafði loksins, eftir áralanga forvitni, ákveðið að kalla eftir upp á von og óvon um að þau væru til. Þrjátíu árum eftir að móðir hennar hér á landi sótti hana sex vikna gamla og veikburða frá Srí Lanka þann 14. desember 1985 til ættleiðingar ...
Lesa meira

Rúv.is - Ættleiðingar alltaf síðasta lausnin

Rúv.is - Ættleiðingar alltaf síðasta lausnin
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, segir að ættleiðingar á flóttabörnum milli landa sé ávalt síðasta lausnin, þegar sameining við fjölskyldu er þaulreynd. Fyrirspurn var lögð fram á Alþingi í gær til Ólafar Nordal innanríkisráðherra þar sem hún var spurð að því hvort hún hefði kannað möguleika á því að Íslendingar ættleiði munaðarlaus börn úr flóttamannabúðum. Í tilkynningu frá UNICEF segir að það sé skiljanlegt að fólk hugsi til þess möguleika að ættleiða börn frá Sýrlandi en það sé hvorki skynsamlegasti kosturinn né sá sem mest þörf er á. Langflest barnanna eigi ættingja sem geti tekið þau að sér eða hafi orðið viðskila við foreldra sína. Verkefnið er og verði að ná að sameina þessi börn fjölskyldu sinni. UNICEF og aðrar hjálparstofnanir vinni að því hörðum höndum.
Lesa meira

Stundin - Jóhanna spyr um ættleiðingar - UNICEF varar við þeim

Stundin - Jóhanna spyr um ættleiðingar - UNICEF varar við þeim
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna umræðu um ættleiðingu barna frá Sýrlandi. Samtökin minna á mikilvægi þess að sameina fjölskyldur, en Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, lagði í vikunni fram fyrirspurn til Ólafar Nordal innanríkisráðherra um hvort ráðherrann hafi kannað möguleika á því að Íslendingar ættleiði munaðarlaus börn úr flóttabúðum. Þá nefndi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinniá Alþingi í byrjun september að mögulega væri hægt að einfalda ættleiðingu barna frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum löndum.
Lesa meira

Rúv.is - Íslendingar ættleiði börn úr flóttamannabúðum

Rúv.is - Íslendingar ættleiði börn úr flóttamannabúðum
Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, hefur lagt fram fyrirspurn til Ólafar Nordal innanríkisráðherra, um hvort ráðherrann hafi kannað möguleika á því að Íslendingar ættleiði munaðarlaus börn úr flóttamannabúðum. Þá spyr þingmaðurinn einnig hvort innanríkisráðherra hyggist beita sér fyrir því að auðvelda slíkar ættleiðingar. Í samtali við fréttastofu segist Jóhanna líta á fyrirspurn sína sem áskorun til ráðherra að kanna þennan möguleika til hlítar.
Lesa meira

Útvarp Saga - Síðdegisútvarpið

Útvarp Saga - Síðdegisútvarpið
Kolbrún Baldursdóttir fjallar um ættleiðingar og tekur viðtal við Kristbjörgu Ólafsdóttur og Sigríði Grétu Þorsteinsdóttur
Lesa meira

Vísir.is - Ættleiðingar samkynhneigðra leyfðar í Kólumbíu

Vísir.is - Ættleiðingar samkynhneigðra leyfðar í Kólumbíu
Stjórnarskrárdómstóll í Kólombíu hefur úrskurðað að pör af sama kyni geti nú ættleidd börn í landinu. Fram til þessa hafði slíkt aðeins verið leyfilegt ef barnið var afkvæmi annars aðilans í sambandinu. Dómstóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ættleiðingarþjónustur mættu ekki mismuna viðskiptavinum sínum á grundvelli kynferðis og því skyldi öllum heimilt að ættleiða, svo framarlega sem öll lagaleg skilyrði væru uppfyllt.
Lesa meira

DV - „Ég myndi fórna öllu til þess að eiga barn akkúrat núna“

DV - „Ég myndi fórna öllu til þess að eiga barn akkúrat núna“
„Ég myndi fórna öllu til þess að eiga barn akkúrat núna“ Á ættleiðingalista frá Tékklandi og bíða eftir símtali - Fjölmargar erfiðar glasa- og tæknifrjóvganir sem ekki gengu upp - vandar Art Medica ekki kveðjurnar
Lesa meira

Vísir.is - Vitað um börn og ungmenni sem eru flutt til landsins á fölskum forsendum

Vísir.is - Vitað um börn og ungmenni sem eru flutt til landsins á fölskum forsendum
Hjá Útlendingastofnun hefur vaknað grunur um að börn séu flutt hingað til lands á fölskum forsendum. Eða að þeir aðilar sem börnum er ætlað að búa hjá hafi ekki yfir þeim lögformlega forsjá. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa rannsakað mansal þar sem grunuð fórnarlömb voru undir lögaldri. Alda nefnir að fórnarlamb í mansalsmáli frá árinu 2009 hafi aðeins verið sautján ára gömul þegar hún kom fyrst til landsins. „Að öðru leyti hefur ekki verið haldin nein tölfræði í málaflokknum utan þessa árs og því erfitt að festa hendur á fjölda. En já, það er grunur um þetta, bæði varðandi hagnýtingu í vændi og eins vinnumansal.“
Lesa meira

Fréttablaðið - Mikilvægast er að sameina fjölskyldur

Fréttablaðið - Mikilvægast er að sameina fjölskyldur
„Mikilvægast er að sameina fjölskyldur. Ég skil vel að fólk hugsi til þess möguleika að ættleiða börn frá Sýrlandi en það er ekki endilega besti kosturinn,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á setningu Alþingis að það þyrfti að meta hvort hægt væri að einfalda ættleiðingar barna frá Sýrlandi þar sem þúsundir sýrlenskra barna eru munaðarlaus og búa við erfiðar aðstæður. Einnig hafa margir lýst yfir vilja til að ættleiða sýrlensk börn í umræðunni síðustu vikurnar.
Lesa meira

Rúv.is - UNICEF: Ættleiðingar ekki lausn

Rúv.is - UNICEF: Ættleiðingar ekki lausn
Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF, segist vera sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, um að það verði einnig að veita aðstoð nálægt Sýrlandi. Bergsteinn segir engu að síður að ættleiðingar séu ekki lausn enda séu þær ekki leyfðar í Mið-Austurlöndum.
Lesa meira

Vísir.is - Haukur Hákon lætur ekkert stöðva sig og fór upp Esjuna: „Æðislegt að fá að fara alla þessa leið“

Vísir.is - Haukur Hákon lætur ekkert stöðva sig og fór upp Esjuna: „Æðislegt að fá að fara alla þessa leið“
„Ég hef mjög gaman af útivist, hvort sem það er að ganga, synda, hlaupa eða hvað sem er,“ segir Haukur Hákon Loftsson 15 ára íslenskur strákur sem er með CP lömun en lætur ekkert stöðva sig. „Það sem einkennir mig er mest gleði, hamingja og sjálfstæði og ég kann að hlusta. Ég er í Langholtskóla og er að fara í 10. bekk. Maður trúir því kannski ekki sjálfur að maður sé að fara í tíunda bekk, því það er svo stutt síðan að maður var bara lítill polli.“ Haukur æfir sund hjá íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík.
Lesa meira

Rúv.is - Ættleiddir Írar fá að leita uppruna síns

Rúv.is - Ættleiddir Írar fá að leita uppruna síns
Tugum þúsunda ættleiddra Íra verður heimilt að leita uppruna síns samkvæmt lagafrumvarp sem lagt verður fyrir írska þingið á næstunni. Fari frumvarpið í gegn fær fólkið aðgang að fæðingarvottorðum sínum. Samkvæmt alþjóðalögum eiga öll börn rétt á að leita uppruna síns en ættleiddum Írum, sem margir hverjir voru ættleiddir í leyni af kaþólskum stofnunum, hefur ekki verið gefinn kostur á því hingað til. Úrskurður hæstaréttar á Írlandi frá 1998 um friðhelgi einkalífs mæðra er ástæða þess að síðustu ríkisstjórnir hafa ekki viljað aflétta leynd um ættleiðingar í landinu. James Reilly, ráðherra velferðarmála barna, sagði að allir ættleiddir Írar hafi lögbundinn rétt til þess að sjá fæðingarvottorð sitt, þegar hann kynnti frumvarpið í gær.
Lesa meira

Vísir.is - Óskar eftir aðstoð við upprunaleit sína: „Af hverju var ég skilin eftir á barnaheimili til þess að veslast upp?“

Vísir.is - Óskar eftir aðstoð við upprunaleit sína: „Af hverju var ég skilin eftir á barnaheimili til þess að veslast upp?“
„Eg fór til Kirshir í sumar og hitti fólkið mitt þar. Ef þú vilt einhvern tímann reyna að hafa upp á þínu fólki þá er ég meira en til í að hjálpa.” Svona hljóðuðu skilaboðin sem fengu Kolbrúnu Söru Larsen til að hefja leitina að uppruna sínum, „líta hvorki meira né minna en 33 ár aftur í tímann og freista þess að opna eina mjög svo þunga og lamaða hurð.“
Lesa meira

Morgunblaðið - Íslenska kerfið til fyrirmyndar

Morgunblaðið - Íslenska kerfið til fyrirmyndar
Búlgaría átti frumkvæðið að ættleiðingasamningi við Ísland - Frumkvæðið líklega einsdæmi - Íslenska ættleiðingarfyrirkomulagið skarar fram úr - Tékkar taka íslenska foreldra fram yfir aðra
Lesa meira

DV - Ég vildi ekki breyta neinu

DV - Ég vildi ekki breyta neinu
Tónlistarmanninn Heimi Ingimarsson og eiginkonu hans hafði lengi dreymt um að eignast barn. Sá draumur rættist fyrir tveimur vikum þegar hjónin ættleiddu tveggja ára dreng, Breka Ingimar Chang. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Heimi um barnleysið, ættleiðingarferlið, tónlistina, trúna á Guð og síðast en ekki síst soninn sem þau hjónin biðu svo lengi eftir.
Lesa meira

Hringbraut.is - Fræðumst um ættleiðingar

Hringbraut.is - Fræðumst um ættleiðingar
Meðal spurninga sem Þórdís Lóa spyr í þætti sínum er hvernig tilfinning það er að ættleiða barn? Er þetta langt ferli? Getur hver sem er ættleitt? Meðal viðmælenda er Kristinn Ingvarsson, framkvæmdarstjóri Íslenskrar Ættleiðingar en hann fer yfir það helsta sem felst í því ferli að ættleiða. Þórdís Lóa fær einnig til sín tvær mæður, þær Ingibjörgu Valgerisdóttur og Rebekku Laufey Ólafsdóttur, sem segja frá reynslu sinni af alþjóðlegum ættleiðingum. Þær ræða hvernig ferlið sjálft hafði áhrif á þær og eiginmenn sína ásamt því hvernig tilfinning það er að ættleiða barn. Fylgist með í Sjónarhorni á Hringbraut
Lesa meira

Visir.is - Annast ættleiðingar frá Búlgaríu

Visir.is - Annast ættleiðingar frá Búlgaríu
Innanríkisráðuneytið og Íslensk ættleiðing hafa endurnýjað þjónustusamning sem á að gilda til 31. desember 2017. Samningurinn kveður á um að Íslensk ættleiðing, sem hefur löggildingu innanríkisráðherra til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá tilteknum erlendum ríkjum, veiti skilgreinda þjónustu sem þessu tengist. Í gær veitti ráðherra Íslenskri ættleiðingu jafnframt löggildingu til þess að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá Búlgaríu, en löggildingin er veitt til þriggja ára. Meðal verkefna Íslenskrar ættleiðingar er að annast meðferð umsókna kjörforeldra um ættleiðingu, samskipti við upprunaríki, sýslumann og kjörforeldra, skipuleggja námskeið til undirbúnings ættleiðingar, veita ráðgjöf eftir ættleiðingu og senda eftirfylgniskýrslur til upprunalands um stöðu barns eftir komu þess til landsins.
Lesa meira

gaflari.is - Þetta eru svo langþráð börn

gaflari.is - Þetta eru svo langþráð börn
„Þegar einar dyr lokuðust opnuðust bara aðrar í staðinn og það var í rauninni mjög auðvelt fyrir okkur að taka ákvörðun um að ættleiða barn,“ segir Helga Valtýsdóttir, Gaflari vikunnar en hún og Sigurður Sveinn Antonsson, eiginmaður hennar, hafa ættleitt
Lesa meira

visir.is - Margra barna mæður: Gerði hlé á barneignum í tæp 20 ár

visir.is - Margra barna mæður: Gerði hlé á barneignum í tæp 20 ár
„Það hvarflaði ekki annað að mér en að ég væri steinhætt að eiga börn,“ segir Selfyssingurinn Linda Jónsdóttir sem er viðmælandi í þriðja þætti af Margra barna mæðrum sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.
Lesa meira

Vísir.is - Ísland ákveðin fyrirmynd í ættleiðingarmálum

Vísir.is - Ísland ákveðin fyrirmynd í ættleiðingarmálum
Biðtími fjölskyldna eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er umtalsvert styttri nú en áður. Það skýrist meðal annars af góðu samstarfi á milli stjórnvalda og ættleiðingarfélagsins Íslensk ættleiðing og hefur það samstarf vakið mikla athygli ytra. Félagið á því von á að löndum sem það á ættleiðingarsamskipti við fjölgi á næstunni. Þetta segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar.
Lesa meira

Mbl.is - Eng­inn ein­hleyp­ur karl­maður hef­ur ætt­leitt

Eng­inn ein­hleyp­ur karl­maður hef­ur óskað eft­ir að fá að ætt­leiða barn í gegn­um fé­lagið Íslenska ætt­leiðingu. Nokkr­ir ein­hleyp­ir karl­menn hafa haft sam­band við sam­tök­in Staðgöngu að und­an­förnu og sýnt mögu­leik­an­um á því að eign­ast barn með hjálp staðgöngumóður áhuga. Gerð frum­varps um staðgöngu­mæðrun í vel­gjörðarskyni er á loka­stigi. Ein­hleyp­um var gert kleift að ætt­leiða með breyt­ingu á lög­um árið 1999 en í lög­un­um seg­ir að ein­stak­ling­un­um sé það heim­ilt ef sér­stak­lega stend­ur á og ætt­leiðing sé ótví­rætt tal­in barn­inu til hags­bóta.
Lesa meira

Dv.is - Pála er einhleyp og ættleiðir

Dv.is - Pála er einhleyp og ættleiðir
Mátti bara ættleiða veikt barn - Sækir Kristján Frey til Kína í febrúar. Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri hjá Borgarleikhúsinu, er 41 árs, einhleyp og býr í Reykjavík. Hún er nýorðin mamma, því 2. janúar síðastliðinn var ættleiðing hennar á Kristjáni Frey, tæplega tveggja ára kínverskum snáða, endanlega samþykkt. Má bara ættleiða veikt barn Pálu hafði lengi dreymt um að verða mamma og síðustu sex ár hefur hún gengið í gegnum ýmislegt til að láta þann draum verða að veruleika: „Mig hefur lengi langað til að ættleiða barn, frá því ég var pínulítil. Þegar ég var 34 ára var lokað fyrir ættleiðingar einhleypra, og ári síðar var opnað fyrir tæknifrjóvgun einhleypra. Það er eiginlega ástæðan
Lesa meira

Visir.is - Hálfgerð systkinatenging

Þau 59 börn sem ættleidd voru frá Indónesíu til íslenskra fjölskyldna á árunum 1981 til 1983 komu flestöll frá sama fósturheimili þar í landi. Fáein börn höfðu verið ættleidd fyrir þennan tíma í gegnum þriðja land. Fyrir nokkrum árum var stofnaður hópur á Facebook fyrir þennan hóp og eru nú fimmtíu manns meðlimir á þeirri síðu, þar á meðal Júlíus Þór Sigurjónsson og Laufey Karítas Einarsdóttir. Júlíus: „Það var lítið sem gerðist fyrstu árin. Við vorum aðallega að safna saman fólki og bjóða því að vera með í hópnum á Facebook. En svo setti ég nokkrar spurningar á síðuna í haust sem kveiktu líflegar umræður og þá fórum við að ræða það að hittast í fyrsta skipti.“ Laufey: „Það byrjaði meðal annars umræða um nöfnin okkar en við eigum öll nöfn frá Indónesíu. Ég hét til dæmis Silvana og skírði elstu dóttur mína því nafni. Svo töluðum við um fósturheimilið sem við vorum flest á og skiptumst á upplýsingum sem við höfum um okkur og uppruna okkar.“
Lesa meira

Mbl.is - Fann tví­bura­syst­ur sína á Youtu­be

Mbl.is - Fann tví­bura­syst­ur sína á Youtu­be
Líf tví­bur­ana Ana­is Bordier og Sam­an­tha Fu­term­an tók held­ur bet­ur óvænt­an snún­ing fyr­ir um það bil ári þegar vin­ur Bordier, sem er upp­al­in í Frakklandi, sendi henni skjá­skot af mynd­bandi af Youtu­be, þar sem tví­bura­syst­ir henn­ar, Fu­term­an, kom fyr­ir. „Ég velti fyr­ir mér hver hefði sett mynd­band af mér á Youtu­be,“ seg­ir Bordier við blaðamann CNN og hlær. Þegar hún kom heim til sín horfði hún aft­ur á mynd­bandið og áttaði sig á því að þetta væri ekki hún held­ur stelpa sem leit ná­kvæm­lega eins út og bjó í Banda­ríkj­un­um. Bordier lagðist í rann­sókn­ar­vinnu og komst að því hvaða kona væri í mynd­band­inu. Hún fann út að þær áttu af­mæli sama dag og voru báðar ætt­leidd­ar frá sömu borg í Suður-Kór­eu. Bordier ákvað í kjöl­farið að senda Fu­term­an skila­boð á Face­book. Fu­term­an, sem ólst upp í New Jers­ey í Banda­ríkj­un­um, sagði að það hafi verið skrýtið að fá póst frá sjálfri sér á Face­book og dró hún það að svara skila­boðunum í nokkra daga en hugsaði svo með sér að þetta gæti verið satt. Teng­ing­in mjög sterk Bordier seg­ir að sem einka­barn hafi það verið magnað að kom­ast að því að hún ætti syst­ur. Hvað þá að vera tví­buri þar sem tví­bur­ar eiga svo ótrú­lega margt sam­eig­in­legt. „Það er mjög sterk teng­ing á milli tví­bura sem er í raun ekki hægt að út­skýra. Við skilj­um hvora aðra án þess að þurfa að tala,” sagði Bordier. Þær segja að for­eldr­ar þeirra beggja séu hæst­ánægðir með frétt­irn­ar, þó svo að þeir hafi verið í upp­námi fyrst, þar sem for­eldr­arn­ir vissu ekki að stelp­urn­ar væru tví­bur­ar þar sem það kom hvergi fram á papp­ír­um við ætt­leiðingu. „Mamma sagði að hún hefði ætt­leitt okk­ur báðar ef hún hefði vitað af því að það væri verið að slíta okk­ur í sund­ur,“ seg­ir Fu­term­an. Syst­urn­ar hafa reynt að hafa sam­band við líf­fræðilegu móður sína en segja að hún hafi ekki áhuga á að end­ur­nýja sam­band sitt við þær. „Ef við lærðum eitt­hvað af þessu, þá er það að all­ir hlut­ir ger­ast eins og þeir eiga að ger­ast,“ seg­ir Fu­term­an. „Og ef hún vill hafa sam­band við okk­ur einn dag­inn, þá erum við hér, við erum til í það og við erum til­bún­ar.“
Lesa meira

Fréttatíminn - Duttu tvisvar í lukkupottinn

Fréttatíminn - Duttu tvisvar í lukkupottinn
Stefanía Carol var tekin af blóðmóður sinni í Kólumbíu vegna lélegs aðbúnaðar og Arnar Ze var sex mánaða gamall skilinn eftir fyrir utan spítala í Kína. Bæði búa þau nú í Garðabænum með foreldrum sínum, þeim Aðalheiði Jónsdóttur og Guðfinni Kristmannssyni. Tvö ár eru síðan þau ættleiddu Stefaníu Carol og þó aðeins sé mánuður síðan Arnar Ze kom til Íslands kann hann þegar að vel að meta slátur.
Lesa meira

visir.is - Samkynhneigðir fá að ættleiða frá S-Afríku

visir.is - Samkynhneigðir fá að ættleiða frá S-Afríku
Danskt samkynhneigt par hefur ættleitt barn frá Suður-Afríku og er þetta í fyrsta sinn sem hinsegin fólk í Danmörku hefur fengið barn til ættleiðingar erlendis frá, samkvæmt frásögn danskra fjölmiðla. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri opinberlega greint frá því að samkynhneigt par hafi verið samþykkt sem foreldrar af upprunaríki. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir málaflokkinn í heild sinni. Vonandi verður þetta til þess að fleiri samkynhneigðir fái að ættleiða börn. Þeir geta svo sannarlega verið jafngóðir foreldrar og aðrir,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann segir Íslenska ættleiðingu hafa verið í samstarfi við Samtökin "78 undanfarin ár og skoðað möguleikana fyrir samkynhneigða á að ættleiða börn. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78, fagnar því að loksins séu að opnast leiðir til ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá. „Innlendar ættleiðingar hafa verið fáar og ekki verið tækifæri til að nýta lögin sem sett voru fyrir nokkrum árum,“ segir hann.
Lesa meira

Skessuhorn - Ættleiddu lítil systkin frá Tékklandi

Skessuhorn - Ættleiddu lítil systkin frá Tékklandi
Sigrún Þorbergsdóttir grunnskólakennari og eiginmaður hennar Ástþór Vilmar Jóhannsson kjötiðnaðarmaður eru bæði í barneignarleyfi. Það væri þó ekki frásögum færandi ef ekki væri fyrir þær sakir að þau ættleiddu nýverið systkini, fjögurra ára pilt og tveggja ára stúlku, frá Tékklandi. Fyrir eiga þau ellefu ára dóttur sem ættleidd var frá Kína. Ekki er algengt að systkini séu ættleidd hingað til lands og enn sjaldgæfara er að þau komi saman. Hjónin sögðu blaðamanni Skessuhorns sögu sína og barnanna þriggja.
Lesa meira

Mbl.is - Fögnuðu nýj­um húsa­kynn­um

Mbl.is - Fögnuðu nýj­um húsa­kynn­um
Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt að gera leigu­samn­ing við Íslenska ætt­leiðingu á hús­eign­inni Bjark­ar­hlíð við Bú­staðaveg, en í til­efni af því bauð fé­lagið fé­lags­mönn­um og velunn­ur­um til grill­veislu í skóg­ar­lund­in­um við húsið í dag. Bjark­ar­hlíð stend­ur í fal­leg­um skóg­ar­lundi aust­an und­ir Bú­staðakirkju við Bú­staðaveg. Þar mun framtíðaraðstaða fé­lags­ins verða, skrif­stofa, fræðslu­starf og þjón­usta við börn og fjöl­skyld­ur þeirra eft­ir ætt­leiðingu. Viðræður um sam­vinnu við Reykja­vík­ur­borg hafa staðið í rúm tvö ár og seg­ir fé­lagið það því meira mikið fagnaðarefni að þess­um áfanga sé náð.
Lesa meira

Fréttablaðið - Form ættleiðinga hér á landi vekur áhuga

Fréttablaðið - Form ættleiðinga hér á landi vekur áhuga
Íslensk ættleiðing fær fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum og löndum sem börn eru ættleidd frá um þjónustusamninginn við íslenska ríkið. Samningurinn tryggði rekstur félagsins og umsóknum hefur fjölgað á ný. Nýja íslenska fyrirkomulagið á ættleiðingum, sem komst á laggirnar með þjónustusamningi innanríkisráðuneytisins og Íslenskrar ættleiðingar í lok síðasta árs, vekur mikla athygli úti í heimi. Í kjölfar kynningar á fyrirkomulaginu á ráðstefnu evrópskra samtaka ættleiðingarfélaga, Euradopt, á dögunum hafa ekki bara borist fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum, heldur einnig upprunalöndunum, það er að segja löndum sem börn eru ættleidd frá. Þetta segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Kristinn segir öll ættleiðingarfélög rekin á gjöldum sem fara eftir fjölda umsækjenda og ættleiðinga. „Tekjurnar minnka um leið og ættleiðingum fækkar eins og hefur verið að gerast og ekki síst þess vegna vekur íslenska
Lesa meira

Ættleiðingar og mannréttindi

Ættleiðingar og mannréttindi
Á Íslandi gilda lög um að samkynhneigðir mega ættleiða. Staðan er sú að ekkert erlent land sem við erum í samskiptum við leyfir ættleiðingar milli landa til samkynhneigðra. Í þessu máli skarast reglur upprunaríkis og móttökuríkis svipað og gerist með lög um ættleiðingar einhleypra einstaklinga og fatlaðra. Þetta er ástæða þess að samkynhneigð pör geta aðeins ættleitt innanlands. Misskilningurinn er sá að margir lesa út úr þessum tilmælum að það sé verið að banna samkynhneigðum hérlendis að ættleiða. En sú er ekki raunin og í rauninni er Ísland alveg undir það búið, ef önnur lönd fara að leyfa ættleiðingar milli landa til para af sama kyni, að taka þá þátt í því.
Lesa meira

Visir.is - Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða

Visir.is - Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða
„Ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá hafa og eru enn nokkuð fjarlægur möguleiki. Lögin um ættleiðingar voru sett 2006 en síðan hefur lítið gerst í málunum. Það er eins og eftirfylgnina hafi skort,“ segir Unnsteinn Jóhannsson sem fer fyrir ættleiðingahópi Samtakanna "78. Unnsteinn segir að samtökin séu í góðri samvinnu við Íslenska ættleiðingu en það skorti fé til að sinna þessu máli af þeim krafti sem til þarf. Menn vinni að ættleiðingarmálum hinsegin fólks í sjálfboðavinnu.
Lesa meira

Visir.is - Geta ekki ættleitt erlendis frá

Visir.is - Geta ekki ættleitt erlendis frá
Ekkert samkynhneigt par á Íslandi ættleiddi barn erlendis frá á árunum 2008 til 2012. Þetta kemur fram í skriflegu svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanni Framsóknarflokks. Á umræddu tímabili var 81 barn frumættleitt til landsins af 71 pari. Þau lönd sem helst er ættleitt frá eru Indland, Kína, Kólumbía, Tékkland og Tógó. Jóhanna María spurði hvort það hafi verið skoðað að gera samninga við lönd sem ekki er ættleitt frá sem stendur en leyfa ættleiðingar til samkynhneigðra.
Lesa meira

Vísir.is - Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða

Vísir.is - Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða
„Ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá hafa og eru enn nokkuð fjarlægur möguleiki. Lögin um ættleiðingar voru sett 2006 en síðan hefur lítið gerst í málunum. Það er eins og eftirfylgnina hafi skort,“ segir Unnsteinn Jóhannsson sem fer fyrir ættleiðingahópi Samtakanna "78.
Lesa meira

Samkynhneigð pör ekki enn getað ættleitt börn að utan

Samkynhneigð pör ekki enn getað ættleitt börn að utan
Ekkert íslenskt par af sama kyni hefur ættleitt barn saman erlendis frá síðan lög sem heimila samkynhneigðum að ættleiða börn voru samþykkt árið 2006. Innanríkisráðuneytið lítur ekki á það sem sitt hlutverk að eiga frumkvæðið að því að afla nýrra sambanda við upprunaríki sem heimila ættleiðingar til samkynhneigðra og segir það hlutverk ættleiðingarfélaga. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir þó að hún styðji slíkar umleitanir og að farsælt gerðir væru slíkir samningar.
Lesa meira

Mbl - Björguðu 382 börnum

Mbl - Björguðu 382 börnum
Kínverska lögreglan hefur handtekið 1.094 manns og bjargað mörg hundruð ungbörnum úr klóm þeirra. Málið tengist herferð gegn barnasölu í landinu. Viðskipti með börn eru algeng í Kína vegna laga þar í landi sem takmarka þann fjölda barna sem fólk má eiga. Barnasala fer í auknum mæli fram á netinu í gegnum ólöglegar ættleiðingarsíður, segir í frétt ríkissjónvarpsstöðvarinnar Xinhua. Síðurnar sem um ræðir og fólkið notaði til að selja börnin í gegnum heita China's Orphan Network og Dream Adoption Home.
Lesa meira

Vísir - Tvíburasystur kynntust fyrir tilviljun í gegnum YouTube

Vísir - Tvíburasystur kynntust fyrir tilviljun í gegnum YouTube
Tvær konur, önnur alin upp í Los Angeles og hin í París, fengu það staðfest með DNA rannsókn að þær eru tvíburasystur sem voru aðskildar eftir fæðingu. Systurnar kynntust eftir að önnur þeirra sá myndband með hinni á YouTube. Konurnar eru fæddar í Suður Kóreu þaðan sem þær voru ættleiddar. Önnur systirin, Anais Bordier, sendi hinni, Samantha Futerman, tölvupóst í febrúar í fyrra og sagði henni frá því að þær væri mjög líkar. Í kjölfarið komst Bordier að því að þær væru fæddar sama dag í sömu borg í Suður Kóreu og að þær hefðu báðar verið ættleiddar. Bordier ólst upp hjá foreldrum sínum í París en Futerman ólst upp í New Jersey. Hvorug þeirra hafði hugmynd um að þær ættu tvíburasystur.
Lesa meira

DV - Áhrifamikil heimildarmynd um íslenska ættleiðingu á Indlandi

DV - Áhrifamikil heimildarmynd um íslenska ættleiðingu á Indlandi
Heiður María Rúnarsdóttir gerði heimildarmynd um ættleiðingarferli hjóna frá Keflavík - Hjónin ættleiddu tvær stelpur frá Indlandi sem nú eru 13 og 15 ára. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ættleiðingum og hef þekkt Sigfús og Laufey í mörg ár,“ segir Heiður María Rúnarsdóttir, kvikmyndagerðarkona, sem nýlega gerði heimildarmynd um ættleiðingarferli hjóna frá Keflavík. Hjónin séra Sigfús Ingvason og Laufey Gísladóttir ættleiddu tvær stelpur frá Indlandi, þær Birtu Rut Tiasha og Hönnu Björk Atreye, sem nú eru 15 og 13 ára gamlar.
Lesa meira

Mbl - „Barn manns frá fyrstu mínútu“

Mbl - „Barn manns frá fyrstu mínútu“
Hjónin Ingibjörg Ólafsdóttir og Valdimar Hjaltason hafa ættleitt tvö börn frá Kína. Þau fengu son sinn í hendurnar í október árið 2010 og dóttur þeirra í nóvember árið 2012.
Lesa meira

Mbl.is - Ekkert samkynhneigt par ættleitt frá 2008

Mbl.is - Ekkert samkynhneigt par ættleitt frá 2008
Alls hefur 81 barn verið frumættleitt til Íslands erlendis frá á tímabilinu 2008-2012 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands og sýslumanninum í Reykjavík. Á sama tímabili hefur 71 par frumættleitt barn til landsins að utan. Ekkert par af sama kyni, búsett á Íslandi, hefur ættleitt barn (saman) að utan. Þetta kemur fram í svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, um ættleiðingar. Hún spurði hve margir hefðu frá árinu 2008 ættleitt börn frá útlöndum, um hve mörg pör væri að ræða og hve mörg þeirra væru samkynhneigð pör. Þá kemur fram að helstu löndin sem ættleitt er frá séu Indland, Kína, Kólumbía, Tékkland og Tógó. Jóhanna spurði ráðherra m.a. um það hvort ráðuneytið hefði fengið einhverjar athugasemdir um að erfitt væri fyrir samkynhneigð pör að ættleiða. „Ef svo er, er erfiðara fyrir samkynhneigð pör að ættleiða frá einhverjum ákveðnum löndum fremur en öðrum?“ Reglur upprunaríkis og móttökuríkis geta skarast Í svari ráðherra kemur fram að Ísland sé aðili að alþjóðlegum samningi um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingar milli landa sem undirritaður hafi verið 1993 í Haag í Hollandi (Haag-samningurinn). Megintilgangur hans sé að tryggja að við ættleiðingar á börnum milli landa séu hagsmunir þeirra hafðir að leiðarljósi. Þá byggist samningurinn á því að ættleiðingar á börnum milli landa fari fram í samvinnu stjórnvalda upprunaríkis og móttökuríkis. Upprunaríkin, ekki síður en móttökuríki, setji reglur um hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt til þess að ættleiðing milli landa geti komið til greina og jafnframt reglur um hæfi væntanlegra kjörforeldra. Þá segir að oft fari reglur upprunaríkis og móttökuríkis saman en stundum skarist þær. Samkvæmt íslenskum lögum geti til að mynda einhleypir verið ættleiðendur en ekki öll upprunaríki heimila ættleiðingar til einhleypra. Þá séu ættleiðingar til para af sama kyni heimilar samkvæmt íslenskri löggjöf. „Ráðuneytinu er kunnugt um að ekkert par af sama kyni, búsett á Íslandi, hafi ættleitt barn (saman) erlendis frá síðan lög um breytingu á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkynhneigðra (sambúð, ættleiðingar, tæknifrjóvgun), nr. 65/2006, tóku gildi. Staðan á Íslandi hvað þetta varðar er sambærileg og þegar kemur að öðrum norrænum ríkjum, en samstarfsríki þeirra eru þó mun fleiri en samstarfsríki Íslands,“ segir í svari ráðherra. Telur farsælt að semja við ríki sem leyfa ættleiðingar samkynhneigðra Þá spurði Jóhanna hvort það hefði verið skoðað að gera samninga við lönd sem ekki væri ættleitt frá sem stendur en leyfðu ættleiðingar til samkynhneigðra.
Lesa meira

VÍSIR - Hinsegin fólk stendur ekki jafnfætis gagnkynhneigðum í ættleiðingum þrátt fyrir að lögin kveði svo um

VÍSIR - Hinsegin fólk stendur ekki jafnfætis gagnkynhneigðum í ættleiðingum þrátt fyrir að lögin kveði svo um
„Ástæðan er einföld. Löndin sem við skiptum við leyfa ekki ættleiðingar samkynhneigðra,“ segir Unnsteinn Þorsteinsson, sem fer fyrir áhugahópi um ættleiðingar hinsegins fólks. Í vikunni stóð hópurinn ásamt Samtökunum '78 fyrir fjölmennum fundi um stöðu ættleiðinga á Íslandi eftir lagabreytingar. Á fundinum kom fram að þrátt fyrir lög og skýran, þverpólitískan, vilja virðast hinsegin pörum ekki vera leiðin greið þegar kemur að ættleiðingum utan landssteinanna.
Lesa meira

MBL - Bíða í mörg ár eftir barni

MBL - Bíða í mörg ár eftir barni
Sjötíu fjölskyldur eru nú á biðlista hjáÍslenskri ættleiðingu vegna ættleiðingar barns erlendis frá. Átta börn voru ættleidd hingað til lands í gegnum félagið á síðasta ári og eru það heldur færri en á síðustu árum. Nokkrar fjölskyldur hafa beðið eftir barni frá árinu 2007. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir félagið líta björtum augum til framtíðar og fagnar nýjum þjónustusamningi sem gerður var í lok síðasta árs. „Upprunalönd barnanna stýra fjölda ættleiðinga,“ segir Kristinn. „Mjög mörg upprunalönd hafa dregið talsvert úr ættleiðingum og því hefur ættleiðingum farið fækkandi í heiminum undanfarin ár.“ Hann bendir á að áður hafi mörg börn verið ættleidd frá sumum löndum, en nú hafi löndin dregið saman seglin og færri börn komi þaðan.
Lesa meira

PESSAN- „Loksins erum við orðin vísitölufjölskylda – með barn og hund!“

PESSAN- „Loksins erum við orðin vísitölufjölskylda – með barn og hund!“
Elísabet Hrund Salvarsdóttir og Smári Hrólfsson hafa nú gengið í gegnum ættleiðingarferli sem var bæði langt og strangt. Þau sóttu um að ættleiða barn frá Tékklandi og nú er litli gullmolinn þeirra, Birkir Jan Smárason kominn til þeirra og er hann mjög kærkomið barn! Við fengum að líta inn til þeirra og fengum að vita hvernig ferlið fór fram. Þetta er saga sem lætur engan ósnortinn! Elísabet og Smári kynntust árið 1999 þegar þau voru bæði að vinna í SPRON. Þau hófu sambúð árið 2000 og það var í maí 2005 að þau fóru að ræða barneignir. Hálfu öðru ári síðar hafði ekkert gerst í þeim efnum en þau töldu sig bæði vera ágætlega heilbrigð. „Ég fór þá til kvensjúkdómalæknis og kom þá í ljós að ég var með legslímuflakk,“ segir Elísabet. „Ég fór síðan í aðgerð í nóvember 2006 og í framhaldi fórum við í fyrsta viðtal til Art Medica.“ Þau gengu í gegnum fjórar tæknifrjóvganir á þessum tíma og sex smásjárfrjóvganir. Þrisvar sinnum voru settir upp frystir fósturvísar og Elísabet fór ótrauð í gegnum þetta ferli þrátt fyrir mikið álag sem fylgir slíkum hormónagjöfum. „Þetta var í raun eins og að ganga í gegnum breytingarskeiðið aftur og aftur,“ segir Smári. „Sem betur fer hefur Elísabet mikið jafnaðargeð og fór ótrúlega vel í gegnum þetta þrátt fyrir að það taki líkamann í raun mörg ár að jafna sig eftir svona hormónameðferðið.“
Lesa meira

RUV - Ættleiðingarskrifstofa svipt starfsleyfi

RUV - Ættleiðingarskrifstofa svipt starfsleyfi
Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að svipta AC Børnehjælp, aðra af tveimur viðurkenndum ættleiðingarskrifstofum landsins, starfsleyfi tímabundið vegna óreiðu í fjármálum. Á fimmta hundrað umsækjenda bíða í óvissu um hvort þeir fá að ættleiða barn. Sjónvarpsstöðin TV2 greindi fyrst frá málinu. Í frétt hennar frá því í morgun kemur fram að danska félagsmálaráðuneytið hafi ákveðið að svipta AC Børnehjælp starfsleyfinu eftir að rannsókn leiddi í ljós að verulegir ágallar væru á fjárreiðum skrifstofunnar. Stóran hluta ársins 2012 var kostnaður ekki færður til bókar og í skjóli þess tókst starfsmanni að draga sér jafnvirði tíu milljóna íslenskra króna. Það fé átti að nota til þróunarverkefna í samstarfslöndunum.
Lesa meira

VÍSIR - Dregið úr fjárframlögum til ættleiðinga á næsta ári

VÍSIR - Dregið úr fjárframlögum til ættleiðinga á næsta ári
Dregið úr fjárframlögum til ættleiðinga á næsta ári Íslensk ættleiðing fær 100 þúsund krónum minna á næsta ári en í ár, en segist þurfa 44 milljónir til viðbótar. Forgangsraðað þannig að ættleiðingar séu afgangsmál segir Hörður Svavarsson, formaður félag
Lesa meira

VÍSIR - Dregið úr fjárframlögum til ættleiðinga á næsta ári

VÍSIR - Dregið úr fjárframlögum til ættleiðinga á næsta ári
Dregið úr fjárframlögum til ættleiðinga á næsta ári Íslensk ættleiðing fær 100 þúsund krónum minna á næsta ári en í ár, en segist þurfa 44 milljónir til viðbótar. Forgangsraðað þannig að ættleiðingar séu afgangsmál segir Hörður Svavarsson, formaður félag
Lesa meira

DV - Gátu ekki eignast barn

DV - Gátu ekki eignast barn
Guðmundur Andri Thorsson segir það rétt hvers barns að eignast foreldra, en hann ættleiddi tvær dætur frá Indlandi. Það var mesta gæfa lífsins og ekkert getur lýst því þegar hann fékk dætur sínar í fangið, eftir að hafa horft á myndir af þeim og látið sig dreyma um líf þeirra saman. Hann segir einnig frá uppvaxtarárunum og foreldrum sínum, þeim Margréti Indriðadóttur og Thor Vilhjálmssyni, sem hann þurfti gjarna að svara fyrir. Sjálfur gæti hann ekki hugsað sér líf án skáldskapar en segist eiga eftir að skrifa bókina sem muni skipta sköpum fyrir hann sem höfund.
Lesa meira

DV - Beið eftir barninu í tíu ár

DV - Beið eftir barninu í tíu ár
Össur Skarphéðinsson barðist fyrir því að ættleiða dóttur sína frá Kólumbíu og það hafðist eftir tíu ára bið. Þau hjónin eiga nú tvær dætur sem þau ættleiddu þaðan en hann segir að það hafi breytt lífi sínu, ekkert hafi verið eins magnað og að fá dóttur sína í fangið í fyrsta sinn. Hann segir einnig frá barnæskunni, lífsháska á sjó en hann fylltist æðruleysi þegar hann féll útbyrðis og skipsfélagarnir voru ekki að ná honum aftur um borð, og gerir upp við síðustu ríkisstjórn.
Lesa meira

DV - Beið eftir barninu í tíu ár

DV - Beið eftir barninu í tíu ár
Össur Skarphéðinsson barðist fyrir því að ættleiða dóttur sína frá Kólumbíu og það hafðist eftir tíu ára bið. Þau hjónin eiga nú tvær dætur sem þau ættleiddu þaðan en hann segir að það hafi breytt lífi sínu, ekkert hafi verið eins magnað og að fá dóttur sína í fangið í fyrsta sinn. Hann segir einnig frá barnæskunni, lífsháska á sjó en hann fylltist æðruleysi þegar hann féll útbyrðis og skipsfélagarnir voru ekki að ná honum aftur um borð, og gerir upp við síðustu ríkisstjórn.
Lesa meira

Pressan - Er tími ættleiðinga liðinn?

Pressan - Er tími ættleiðinga liðinn?
Laugardagur 07.12.2013 - 11:00 - Ummæli (2) Fyrirtæki sem annast ættleiðingar barna eru aðþrengd þessa dagana því ættleiðingum hefur fækkað mikið og nú er orðið mun erfiðara að ættleiða börn á milli landa en áður. Í Svíþjóð hefur alþjóðlegum ættleiðingum fækkað um meira en helming á aðeins 10 árum. Í Svíþjóð voru 1.008 börn ættleidd erlendis frá árið 2002 en á síðasta ári voru þau aðeins 466. Í Danmörku er sömu sögu að segja, árið 2002 voru 609 börn ættleidd erlendis frá en í fyrra voru þau aðeins 219. En þetta er ekki aðeins bundið við Svíþjóð og Danmörku því svona er staðan um allan heim. 2003 voru 43.710 börn ættleidd á heimsvísu en 2011 var fjöldinn kominn niður 23.609 börn.
Lesa meira

Fréttatíminn - Dæmd í keisaraskurð og barnið tekið til ættleiðingar

Fréttatíminn - Dæmd í keisaraskurð og barnið tekið til ættleiðingar
Barnaverndaryfirvöld í Essex eru harkalega gagnrýnd fyrir að hafa látið taka barnið ítalskrar konu með keisaraskurði og gefið það til ættleiðingar. Hliðstæð mál óþekkt á Íslandi en 2-3 börn hafa verið tekin til ættleiðingar strax eftir fæðingu. Barnaverndaryfirvöld í Essex á Englandi eru nú harðlega gagnrýnd eftir að þau þvinguðu ítalska konu, sem er greind með geðhvörf og dvaldist tímabundið á Englandi, til þess að gangast undir keisaraskurð og sviptu hana forræði barnsins strax eftir fæðingu og komu því í fóstur og settu af stað ættleiðingarferli.
Lesa meira

VÍSIR - Innanríkisráðuneytið semur við Íslenska ættleiðingu

VÍSIR - Innanríkisráðuneytið semur við Íslenska ættleiðingu
Innanríkisráðuneytið og Íslensk ættleiðing hafa gert með sér þjónustusamning sem gilda á út árið 2014.
Lesa meira

RUV - Undirrita þjónustusamning um ættleiðingar

RUV - Undirrita þjónustusamning um ættleiðingar
Fyrst birt: 05.12.2013 09:28, Síðast uppfært: 05.12.2013 09:28 Flokkar: Innlent, Heilbrigðismál Íslensk ættleiðing hefur löggildingu innanríkisráðuneytisins til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá tilteknum erlendum ríkjum. Í gær var skrifað undir þjónustusamning þess efnis sem gildir út næsta ár. Fjárveitingar verða ákveðnar með fjárlögum hverju sinni. Gert er ráð fyrir ráðuneytið leggi til fjármagn og að Íslensk ættleiðing veiti þá þjónustu sem kveðið er á um. Meðal þess er að annast meðferð umsókna kjörforeldra um ættleiðingu, samskipti við upprunaríki, sýslumann og kjörforeldra, skipuleggja námskeið til undirbúnings ættleiðingar, veita ráðgjöf eftir ættleiðingu og senda eftirfylgniskýrslur til upprunalands um stöðu barns eftir komu þess til landsins.
Lesa meira

MBL - Samið við Íslenska ættleiðingu

MBL - Samið við Íslenska ættleiðingu
Innanríkisráðuneytið og Íslensk ættleiðing hafa gert með sér þjónustusamning sem gilda á út árið 2014. Samningurinn kveður á um að Íslensk ættleiðing, sem hefur löggildingu innanríkisráðherra til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá tilteknum erlendum ríkjum, veiti skilgreinda þjónustu sem því tengist. Fjárveitingar til verkefna samningsins eru ákveðnar með fjárlögum hverju sinni.
Lesa meira

DV - Ekki lengur eitt barn á par í Kína. Kínversk stjórnvöld breyta 30 ára gömlum reglum

DV - Ekki lengur eitt barn á par í Kína. Kínversk stjórnvöld breyta 30 ára gömlum reglum
Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að breyta stefnu um barneignir í landinu. Breytingarnar hafa meðal annars það í för með sér að þar sem annað foreldrið er einkabarn má parið eignast annað barn.
Lesa meira

RÚV - Svíar mega ekki ættleiða rússnesk börn

RÚV -  Svíar mega ekki ættleiða rússnesk börn
Svíar geta ekki lengur ættleitt börn frá Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld ákváðu að hætta samstarfi um ættleiðingar, vegna þess að hjónabönd fólks af sama kyni, eru leyfð í Svíþjóð.
Lesa meira

RÚV - Ættleiðingum fækkar

Ættleiðingum barna til vestrænna rikja hefur fækkað umtalsvert á síðustu tíu árum. 2003 var fjöldi ættleiddra barna rúmlega 41 þúsund en í fyrra nam fjöldi þeirra um 18 þúsund. Hér á landi voru 17 ættleiðingar í fyrra en það sem af er þessu ári hafa aðeins verið ættleidd fimm börn.
Lesa meira

DV - „Þetta er búið að taka gríðarlega langan tíma og enn virðist allt sitja fast“

DV - „Þetta er búið að taka gríðarlega langan tíma og enn virðist allt sitja fast“
Gengur hægt að semja við Rússa um ættleiðingar – Fimm börn ættleidd það sem af er ári
Lesa meira

VÍSIR - Mega ekki ættleiða frá upprunalöndum

VÍSIR - Mega ekki ættleiða frá upprunalöndum
Ekkert land í heiminum sem leyfir ættleiðingar til annarra landa leyfir ættleiðingar til samkynhneigðra hjóna. Nokkur samkynhneigð hjón hafa leitað til Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ) í von um að getað ættleitt barn frá útlöndum, en er alltaf vísað frá. Ein hjón hafa þó fengið forsamþykki en umsóknin var þó aldrei send út á grundvelli erlendra laga. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri ÍÆ, segir félagið enn ekki hafa fundið neitt land í heiminum sem leyfi alþjóðlegar ættleiðingar barna til samkynhneigðra, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir.
Lesa meira

VÍSIR - Áfangar í mannréttindabaráttu

VÍSIR - Áfangar í mannréttindabaráttu
Á forsíðu Fréttablaðsins í gær voru tvær fréttir sem tengjast réttindabaráttu samkynhneigðra, hvor frá sínu landinu. Annars vegar var sagt frá því að íslenzk, samkynhneigð hjón hefðu í fyrsta sinn ættleitt barn. Hins vegar að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði kveðið upp tímamótaúrskurð, þar sem alríkislög sem banna samkynhneigðum hjónum að njóta sömu réttinda og gagnkynhneigðir njóta, meðal annars í velferðarkerfinu, voru lýst í andstöðu við bandarísku stjórnarskrána. Sindri Sindrason og eiginmaður hans eru í hópi allra fyrstu samkynhneigðu hjónanna á Norðurlöndum sem ættleiða barn, Lagaákvæði sem leyfa slíkar ættleiðingar hafa þó verið í gildi í allnokkur ár; á Íslandi frá 2006. Ein meginástæðan fyrir því að aðeins örfáar ættleiðingar hafa gengið í gegn er að samkynhneigð pör geta eingöngu ættleitt börn innanlands, en ekki frá erlendum ríkjum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Ekkert ríki sem Íslenzk ættleiðing er með samning við leyfir ættleiðingar samkynhneigðra hjóna. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir í blaðinu í dag að þrýsta þurfi á utanríkisráðuneytið að beita sér fyrir samningum við erlend ríki um að leyfa slíkar ættleiðingar. Það er full ástæða til.
Lesa meira

RÚV - Fyrsta samkynhneigða parið ættleiðir

RÚV -  Fyrsta samkynhneigða parið ættleiðir
Sindri Sindrason og eiginmaður hans Albert Leó Haagensen eru fyrsta samkynhneigða parið hérlendis sem ættleiðir barn. Lög um ættleiðingu samkynhneigðra hafa verið við gildi frá því 2006 en ættleiðingarferli Sindra og Alberts hófst árið 2011.
Lesa meira

DV - „Það sem Sindri er að tala um er ekki í vel­gjörðar­skyni heldur við­skipti“ Ummæli Sindra Sindrasonar vekja athygli – Hefði farið til Indlands og fengið hjálp frá staðgöngumóður

DV - „Það sem Sindri er að tala um er ekki í vel­gjörðar­skyni heldur við­skipti“ Ummæli Sindra Sindrasonar vekja athygli – Hefði farið til Indlands og fengið hjálp frá staðgöngumóður
„Það er ekki auðvelt fyrir karlmenn í okkar stöðu að eignast börn,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður, en eins og greint var frá í morgun eru hann og eiginmaður hans fyrsta og eina samkynhneigða parið sem hefur ættleitt barn hér á landi. Dóttir þeirra á íslenska og serbneska kynforeldra og kom til þeirra þegar hún var eins og hálfs árs.
Lesa meira

MBL - Samkynhneigðir geta ekki ættleitt frá útlöndum

MBL - Samkynhneigðir geta ekki ættleitt frá útlöndum
Samkynhneigðir geta ekki ættleitt börn sem fædd eru erlendis þar sem engir samningar eru við önnur ríki þess efnis. Formaður Samtakanna '78 kallar eftir því að stjórnvöld sýni vilja í verki og leiti samninga við önnur ríki. Öðrum kosti sé samkynhneigðum mismunað þegar kemur að þessum málaflokki.
Lesa meira

VÍSIR - Fyrsta samkynhneigða parið sem ættleiðir barn

VÍSIR - Fyrsta samkynhneigða parið sem ættleiðir barn
„Um leið og hún kom til okkar í fóstur leið mér eins og hún væri okkar. Ættleiðingin tók rúmt ár að ganga í gegn, sem er reyndar methraði,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður. Hann og eiginmaður hans eru fyrsta samkynhneigða parið hér á landi til að ættleiða barn. Lög um ættleiðingu samkynhneigðra tóku þó gildi hér á landi árið 2006.
Lesa meira

RÚV - Ættleiðingar frá Eþíópíu leyfðar á ný

RÚV - Ættleiðingar frá Eþíópíu leyfðar á ný
Dönsk yfirvöld hafa gefið ættleiðingarsamtökunum DanAdopt leyfi á ný til að sjá um ættleiðingar frá Eþíópíu. Yfirvöld stöðvuðu allar ættleiðingar þeirra frá Eþíópíu í apríl síðastliðnum þegar í ljós kom að foreldrar höfðu verið blekktir eða beittir óeðlilegum þrýstingi til að láta börn sín frá sér.
Lesa meira

MBL - Ætlaði að selja börn 16 kvenna

MBL - Ætlaði að selja börn 16 kvenna
Sextán ófrískum konum var í dag bjargað úr húsi í Nígeríu þar sem þeim var haldið gegn vilja sínum, en talið er að meðal annars hafi átt að selja börn þeirra. Maðurinn sem grunaður er um að hafa rekið heimilið hefur verið handtekinn. Að sögn lögreglu var hann handtekinn fyrir samskonar glæp fyrir tveimur árum.
Lesa meira

MBL - Segja barnið fá brenglaða sýn á lífið

MBL - Segja barnið fá brenglaða sýn á lífið
Rússar hyggjast nú þrengja lög um ættleiðingar í landinu enn frekar. Með lagabreytingunni verður einstaklingum frá löndum þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru leyfð samkvæmt lögum ekki heimilað að ættleiða rússnesk börn.
Lesa meira

MBL - Rændi börnum og seldi til ættleiðingar

MBL - Rændi börnum og seldi til ættleiðingar
Alsírskur læknir hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir að hafa rænt börnum einstæðra mæðra í Alsír og selt þau til ættleiðingar í Frakklandi.
Lesa meira

MBL - „Vildi vita meira um rætur mínar“

MBL - „Vildi vita meira um rætur mínar“
„Á meðan ferðinni stóð, áttaði ég mig meira og meira á því hversu sænsk ég var í raun og veru,“ segir Lisa Kanebäck. Hún var stödd hér á landi ásamt vini sínum Sebastian Johansson, en þau voru sem börn ættleidd til Svíþjóðar frá Kolkata á Indlandi. Þau sneru bæði til baka á síðasta ári þar sem þau unnu meðal annars á barnaheimilinu þar sem Lisa dvaldi fyrstu mánuði ævi sinnar. Um helgina stóð Íslensk ættleiðing fyrir fræðslufundum um leit ættleiddra ungmenna að uppruna sínum. Á fundinum deildu Lisa og Sebastian reynslu sinni, upplifun, vonum og væntingum og vakti frásögn þeirra athygli fundargesta.
Lesa meira

STÖÐ 2 - Ættleidd börn fræðast um upprunann

http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV51795117-94CA-4FBE-8C72-2C36EFDDABF0
Lesa meira

VÍSIR - Ættleidd ungmenni í leit að uppruna sínum

VÍSIR - Ættleidd ungmenni í leit að uppruna sínum
„Það er alltaf að aukast að ungt fólk komi til okkar í upprunaleit,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, sem stendur fyrir fræðslufundum um helgina um leit ættleiddra ungmenna að uppruna sínum.
Lesa meira

RÚV - Ættleiðingarsamningum gæti verið breytt

RÚV - Ættleiðingarsamningum gæti verið breytt
Stjórnvöld í Rússlandi kunna að breyta samningum um ættleiðingar á rússneskum börnum til Frakklands og annarra vestrænna ríkja sem lögleiða hjónabönd samkynhneigðra.
Lesa meira

RÚV - Úttekt á ættleiðingum í Danmörku

Danska ríkisstjórnin hefur fyrirskipað heildarúttekt á fyrirkomulagi ættleiðinga í landinu eftir að í ljós kom að blekkingum var beitt til að fá eþíópíska foreldra til að láta börn sín frá sér. Málið minnir um margt á hneyksli sem upp kom í Tsjad árið 2007.
Lesa meira

RÚV - Danir stöðva ættleiðingar frá Eþíópíu

RÚV - Danir stöðva ættleiðingar frá Eþíópíu
Dönsk yfirvöld hafa stöðvað allar ættleiðingar frá Eþíópíu í gegnum DanAdopt, önnur stærstu ættleiðingarsamtök landsins. Eþíópískir foreldrar höfðu verið lokkaðir til að gefa börn sín til ættleiðingar á fölskum forsendum og dánarvottorð þeirra falsað.
Lesa meira

Smugan - Samtökin 78 krefja frambjóðendur svara um ættleiðingar samkynhneigðra

Smugan - Samtökin 78 krefja frambjóðendur svara um ættleiðingar samkynhneigðra
Starfshópur Samtakanna ’78 um ættleiðingar hinsegin fólks hefur sent frambjóðendum til komandi Alþingiskosninga bréf er varðar barneignir og ættleiðingar hinsegin fólks. Bréfið innihélt fimm spurningar, en svörum við þeim er ætlað að varpa ljósi á afstöðu framboðanna til réttinda hinsegin fólks til barneigna.
Lesa meira

RÚV - Mörg samkynhneigð pör vilja ættleiða

RÚV - Mörg samkynhneigð pör vilja ættleiða
Frá því lög sem heimila samkynhneigðum að ættleiða tóku gildi hér á landi árið 2006 hefur ekkert samkynhneigt par ættleitt barn. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna 78, segir að mörg pör vilji ættleiða.
Lesa meira

VÍSIR - Samkynhneigð pör hafa ekki ættleitt börn

VÍSIR - Samkynhneigð pör hafa ekki ættleitt börn
Ekkert par af sama kyni, sem búsett er hér á landi, hefur ættleitt barn frá árinu 2006 - hvorki innan lands né erlendis frá. Svipaða sögu eru að segja þegar kemur að öðrum norrænum ríkjum.
Lesa meira

VÍSIR - Segir lög um ættleiðingar samkynhneigðra ekki hafa náð að þjóna tilgangi sínum

VÍSIR - Segir lög um ættleiðingar samkynhneigðra ekki hafa náð að þjóna tilgangi sínum
„Þetta eru náttúrulega upplýsingar sem koma mér ekki á óvart og okkur sem höfum verið að rótast í þessu," segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78, um svar Ögmundar Jónassonarinnanríkisráðherra við fyrirspurn um ættleiðingar samkynhneigðra.
Lesa meira

RÚV - Umsóknirnar stoppa í upprunalandi barnanna

RÚV - Umsóknirnar stoppa í upprunalandi barnanna
Ekkert par af sama kyni hefur ættleitt barn hér á landi, hvorki innan lands né erlendis frá, síðan lög sem heimila ættleiðingar samkynhneigðra tóku gildi árið 2006. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar.
Lesa meira

RÚV - Samkynhneigðir hafa ekki ættleitt hér

RÚV - Samkynhneigðir hafa ekki ættleitt hér
Ekkert par af sama kyni hefur ættleitt barn hér á landi, hvorki innan lands né erlendis frá, síðan lög sem heimila ættleiðingar samkynhneigðra tóku gildi árið 2006. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.
Lesa meira

VÍSIR - Ættleiðingarsamband við Rússland að verða að veruleika

VÍSIR - Ættleiðingarsamband við Rússland að verða að veruleika
Síðastliðinn föstudag fóru lokadrög að samningi um alþjóðlegar ættleiðingar milli Íslands og Rússlands með hraðsendingu til Rússlands.
Lesa meira

RÚV - Samningur um ættleiðingar langt kominn

RÚV - Samningur um ættleiðingar langt kominn
Líkur eru á að gengið verði frá samkomulagi við Rússa á næstu vikum sem gerir Íslendingum kleift að ættleiða börn þaðan. Unnið hefur verið að gerð slíks samnings um þriggja ára skeið.
Lesa meira

DV - Samningur um ættleiðingar frá Rússlandi á lokasprettinum

DV - Samningur um ættleiðingar frá Rússlandi á lokasprettinum
Gleðifréttir, segja samtökin Íslensk ættleiðing og er stjórnin full bjartsýni
Lesa meira

MBL - Styttist í ættleiðingar barna frá Rússlandi

MBL - Styttist í ættleiðingar barna frá Rússlandi
Unnið hefur verið að ættleiðingarsambandi við Rússland í rúm þrjú ár eða frá því að stjórn Íslenskrar ættleiðingar óskaði eftir því við íslensk stjórnvöld að þau sendu formlega beiðni til rússneskra stjórnvalda um ættleiðingasamband milli landanna.
Lesa meira

MBL - Heimsótti munaðarlausa í Kalkútta

MBL - Heimsótti munaðarlausa í Kalkútta
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti í gær heimili fyrir munaðarlaus börn í Kalkútta á Indlandi. Frá þessu heimili eru langflest börn sem ættleidd hafa verið til Íslands frá Indlandi undanfarin ár.
Lesa meira

VÍSIR - Ráðherra hitti munaðarlaus börn

VÍSIR - Ráðherra hitti munaðarlaus börn
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti í gær barnaheimili í Kolkata á Indlandi sem hefur átt í miklu og góðu samstarfi við Íslenska ættleiðingu (ÍÆ). Frá heimilinu hafa 160 indversk börn verið ættleidd til Íslands.
Lesa meira

RÚV - ,,Ættleiðing“ ekki það sama og ættleiðing

,,Sonur minn er ekkert líkur mér. Hann er heldur ekkert líkur pabba sínum, né neinum öðrum í fjölskyldunni. Stundum strýkur hann mér hárið og segir: „Við erum með alveg eins hár" en við vitum bæði að það er ekki rétt.
Lesa meira

Um notkun orðsins „ættleiðing“

Um notkun orðsins „ættleiðing“
Sonur minn er ekkert líkur mér. Hann er heldur ekkert líkur pabba sínum, né neinum öðrum í fjölskyldunni. Stundum strýkur hann mér hárið og segir „við erum með alveg eins hár“ en við vitum bæði að það er ekki rétt, mitt hár er músargrátt en hans er hrafnsvart. Það vefst ekki fyrir neinum sem sér okkur saman að hann er ættleiddur. Hann var tæplega þriggja ára þegar við hittumst fyrst og man, eða telur sig muna, þegar hann kvaddi „hinar mömmurnar“ sem höfðu annast hann í Kína. Eftir því sem hann eldist og þroskast eykst löngun mín til að gera athugasemdir við notkun orðsins „ættleiðing“ þar sem mér finnst hún ekki eiga við. Ég sé eftir að hafa stillt mig um að hringja í Ríkisútvarpið þegar það flutti frétt af því að hópur fólks hefði „ættleitt“ illa farið hús á Raufarhöfn og bjargað því frá niðurrifi, og ég vildi að hefði haft samband við Jón Gnarr þegar hann vildi „bjóða áhugasömum að ættleiða drykkjumenn sem hafast við á götum borgarinnar“ eins og það var orðað í kynningu hjá Kastljósi.
Lesa meira

BYLGJAN - Eru á heimleið

http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=VTV6CB7A541-BDBF-4023-8804-C0CFBEBC3302
Lesa meira

DV - Dæturnar koma loksins heim. Hafa verið föst í Kólumbíu í heilt ár að bíða eftir ættleiðingu

DV - Dæturnar koma loksins heim. Hafa verið föst í Kólumbíu í heilt ár að bíða eftir ættleiðingu
Hjónin, Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson fóru út í desember síðastliðnum til að sækja tvær litlar stelpur sem þau hugðust ættleiða frá Kólumbíu og bjuggust þá við að vera úti í kringum 6 vikur. Þau eru ekki ennþá komin heim tæplega ári síðar en í dag féll dómur í Hæstarétti í Medellinn í Kólumbíu og eru systurnar Helga Karólína og Birna Salóme nú löglega dætur þeirra Bjarnhildar og Friðriks. Systurnar og foreldrar þeirra ættu að koma heim á næstu vikum. Stúlkurnar eru tveggja og fjögurra ára gamlar og hafa myndað náin tengsl á þessum mánuðum sem þau hafa dvalið saman úti.
Lesa meira

RÚV - Komin heim frá Kólumbíu með dæturnar

RÚV - Komin heim frá Kólumbíu með dæturnar
Hjónin Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson komu til Íslands í gær með ættleiddar dætur sínar, Helgu Karólínu og Birnu Salóme frá Kólumbíu. Hjónin hafa undanfarið ár beðið ásamt dætrum sínum eftir því að komast heim.
Lesa meira

MBL - Komin heim með dæturnar

MBL - Komin heim með dæturnar
Hjónin Friðrik Kristinsson og Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir eru komin heim til Íslands með dæturnar Helgu Karólínu og Birnu Salóme. „Þetta er búinn að vera hreint út sagt alveg meiriháttar dagur. Við erum svo glöð að vera komin heim með dætur okkar,“ skrifa þau áfacebooksíðu sína í nótt.
Lesa meira

DV - „Við erum komin heim!!!“ Fjölskyldan komin frá Kólumbíu og sameinuð á Íslandi

DV - „Við erum komin heim!!!“ Fjölskyldan komin frá Kólumbíu og sameinuð á Íslandi
Friðrik Kristinsson og Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir eru loksins komin heim frá Kólumbíu með dætur sínar þær Helgu Karólínu og Birnu Salóme. Þau greina frá þessu á Facebook síðu fjölskyldunnar. Þau hafa verið föst í Kólumbíu frá því í desember fyrir ári síðan en þá komu þau fyrst til landsins í þeim tilgangi að ættleiða stúlkurnar tvær. Eitthvað fór úrskeiðis þegar kom að pappírsvinnunni með þeim afleiðingum að þau þurftu að reka mál sitt fyrir réttarkerfinu í Kólumbíu. Stór veisla var haldin í tilefni af komu fjölskyldunnar heim til Íslands. Í upphafi færslunnar á Facebook segir einfaldlega: „Við erum komin heim!!!!“ Ljóst er að þungu fargi er af þeim létt.
Lesa meira

VÍSIR - Kólumbíumartröðin á enda:

VÍSIR - Kólumbíumartröðin á enda:
Hjónin Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson eru komin heim með dætur sínar tvær, Helgu Karólínu og Birnu Salóme, eftir ársdvöl í Kólumbíu. Hjónin ættleiddu stúlkurnar en það reyndist þrautin þyngri því ættleiðingarmálið fór fyrir dómstóla, þar sem það hefur verið í eitt ár. Hjónin sögðu í júní á þessu ári að baráttan við yfirvöld í landinu hafi verið martröð.
Lesa meira

VÍSIR - Bíða bara vegabréfsáritunar

VÍSIR - Bíða bara vegabréfsáritunar
Útlit er fyrir að að íslensk fjölskylda, sem hefur verið föst í Kólumbíu í tæpt ár, sé á leið heim á allra næstu dögum. Þau bíða aðeins eftir vegabréfsáritun, sem er á leið frá Íslandi í sænska sendiráðið í Bogotá.
Lesa meira

DV - „Við erum varla að trúa því að þetta sé loksins að taka enda“. Dómara bannað að taka að sér ættleiðingamál eftir vandamál íslenskrar fjölskyldu

DV - „Við erum varla að trúa því að þetta sé loksins að taka enda“. Dómara bannað að taka að sér ættleiðingamál eftir vandamál íslenskrar fjölskyldu
Fjölskyldan, Friðrik Kristinnson, Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir, Helga Karólína og Birna Salóme, undirbýr það nú að koma hingað til lands, en þau hafa verið föst í Kólumbíu í tæpt ár. Þau bíða nú eftir íslenskri vegabréfsáritun og þá geta þau loksins komið öll heim saman. Friðrik og Bjarnhildur ættleiddu þær Helgu Karólínu og Birnu Salóme á þessu ári frá Kólumbíu. Eftir að ættleiðingin hafði verið samþykkt þurfti formlega heimild dómara til að það gengi eftir. Það mál strandaði fyrir dómstólum í Kólumbíu og telja þau Friðrik og Bjarnhildur að þau hafi verið beitt miklu óréttlæti af dómara í máli sínu. Dómarinn dró það í hálft ár að úrskurða í máli þeirra og kvað síðan upp sinn dóm; foreldrunum væri óheimilt að flytja stúlkurnar hingað til lands.
Lesa meira

MBL - Geta brátt lagt af stað heim

MBL - Geta brátt lagt af stað heim
„Það hefur gengið mjög vel hjá okkur fjölskyldunni seinustu daga. Nú erum við komin með alla þá pappíra sem við þurfum hér í Kólumbíu sem staðfesta ættleiðinguna. Við fengum vegabréfin fyrir stelpurnar í gær og var alveg dásamleg tilfinning að vera loksins með þau í höndunum. Núna vantar okkur bara vegabréfsáritun fyrir stelpurnar, hún er send frá Íslandi í sænska sendiráðið hér í Bogota. Þegar við erum komin með hana límda inn í vegabréfin getum við lagt af stað heim til Íslands.“
Lesa meira

FRÉTTATÍMINN - Þau buguðust aldrei

FRÉTTATÍMINN - Þau buguðust aldrei
„Hjónin hafa sýnt mikinn styrk í þessu erfiða og flókna ferli og þau buguðust aldrei, sama hvað á dundi“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri íslenskrar ættleiðingar, um hjónin Bjarnhildi Hrönn Níelsdóttur og Friðrik Kristinsson, sem hafa verið föst í Kólumbíu með dætur sínar tvær frá því 20. desember í fyrra, en eru loks á leið heim til Íslands. Þau hafa háð einstaka baráttu við kólumbískt réttarkerfi og höfðu loks sigur og þurfa því ekki að brjóta loforðið sem þau gáfu dætrum sínum daginn sem þau hittu þær fyrst: „Við munum alltaf, alltaf, vera fjölskylda.“
Lesa meira

Fréttatíminn - Rannsakað hvort börn séu keypt til ættleiðingar til Íslands

Fréttatíminn - Rannsakað hvort börn séu keypt til ættleiðingar til Íslands
Mál eru til rannsóknar hjá lögreglu þar sem grunur er um mansal barna sem flutt hafa verið ólöglega hingað til lands með fölsuðum skjölum, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Æ fleiri börn koma ólöglega til landsins en Útlendingastofnun hefur hert eftirlit með þessum málum að undanförnu. Fyrir stuttu barst yfirvöldum tilkynning um grunsemdir um að barn á fjórða ári sem kom til landsins fyrr á árinu væri ekki barn pars sem þóttist vera foreldrar þess. Rannsókn lögreglu, Útlendingastofnunar og barnaverndaryfirvalda leiddi í ljós að grunurinn var á rökum reistur og játaði parið, íslenskir ríkisborgarar, að vera ekki foreldrar barnsins. Ranglega kom fram í fjölmiðlum í gær að barnið væri kornabarn.
Lesa meira

VÍSIR - Að vera fastur í fjalli

VÍSIR - Að vera fastur í fjalli
Á sama tíma og fjárlagavaldið kom því á framfæri við íslenska ættleiðingarfélagið að ekki væri svigrúm til að hækka framlög til félagsins um eina krónu, félags sem þó sinnir mörgum stjórnsýslulegum verkefnum, ákváðu stjórnmálamennirnir sem hafa þetta fjárveitingavald að skuldbinda ríkissjóð vegna átta þúsund og sjö hundruð milljóna króna framkvæmdar. Það er nefnilega mjög mikilvægt að bora göng í gegnum Vaðlaheiði.
Lesa meira

VÍSIR - "Loksins, loksins, loksins“

VÍSIR -
„Loksins loksins loksins dómur er fallinn í Tribunal (Hæstarétti í Medellin) og var okkur dæmt í vil :D Helga Karólína og Birna Salóme eru orðnar löglegar dætur okkar."
Lesa meira

RÚV - Fá að ættleiða stúlkurnar

RÚV -  Fá að ættleiða stúlkurnar
Hæstiréttur í Medellin í Kólumbíu hefur staðfest að hjónin Friðrik Kristinsson og Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir, sem fóru til Kólumbíu fyrir tæpu ári til að ættleiða tvær stúlkur, fái að taka þær með sér heim til Íslands.
Lesa meira

MBL - Komast loksins heim með dæturnar

MBL - Komast loksins heim með dæturnar
„Loksins loksins loksins dómur er fallinn í Tribunal (Hæstarétti í Medellin) og var okkur dæmt í vil,“ eru skilaboð sem hjónin Friðrik Kristinsson og Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir hafa birt á Facebook-síðu fjölskyldunnar. Þau hafa verið föst í Kólumbíu í tæpt ár, en þeim hafði ekki verið hleypt úr landi eftir ættleiðingu.
Lesa meira

Morgunblaðið - Kom frá Indónesíu fyrir 30 árum

Morgunblaðið - Kom frá Indónesíu fyrir 30 árum
Faðir hennar sótti hana til Indónesíu þegar hún var aðeins þriggja vikna gömul. Það var árið 1982 og hefur ættleiðingarferlið tekið stakkaskiptum á þessum þrjátíu árum. „Það er ljótt að segja það en það má eiginlega segja að það hafi verið sett frímerki á börnin og þau send í burtu. Það var engin áhersla lögð á tengslamyndun við upprunalandið,“ segir Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, héraðsdómslögmaður, þegar hún rifjar upp sögu sína. Vigdís er í dag í stjórn Íslenskrar ættleiðingar og þessi málaflokkur er henni einkar hugleikinn. Hún á tvær dætur, tveggja og átta ára, og segist ekki útiloka þann möguleika að ættleiða barn líka. „Mér finnst allt svo vel heppnað hvað varðar mig og mína fjölskyldu þó að við höfum ekki haft tækifæri til eftirfylgnisþjónustu í þá daga,“ segir Vigdís. Hún tók sér nýlega ársleyfi frá vinnu sem lögmaður og leggur nú stund á nám í alþjóðlegu sakamálaréttarfari í Bretlandi. Eina dökka barnið í bekknum Foreldrar Vigdísar voru ekki mikið að ræða það við hana að hún væri ættleidd en það var heldur
Lesa meira

Morgunblaðið - Finna foreldra fyrir börnin

Morgunblaðið - Finna foreldra fyrir börnin
HAGSMUNIR BARNSINS HAFÐIR AÐ LEIÐARLJÓSI Finna foreldra fyrir börnin ÞAÐ ERU BÆÐI FJÖLMARGAR OG MJÖG SVO ÓLÍKAR ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ FÓLK TEKUR ÞÁ ÁKVÖRÐUN AÐ ÆTTLEIÐA BARN. ÞEIR ÍSLENDINGAR SEM SÆKJAST EFTIR ÞVÍ AÐ ÆTTLEIÐA BÖRN UTAN ÚR HEIMI GERA ÞAÐ MEÐ MILLIGÖNGU ÍSLENSKRAR ÆTTLEIÐINGAR. Í ÞESSU FERLI ERU HAGSMUNIR BARNSINS HAFÐIR AÐ LEIÐARLJÓSI OG MARKMIÐIÐ ALLTAF AÐ FINNA BARNINU GOTT OG ÁSTRÍKT HEIMILI.
Lesa meira

VÍSIR - Ættleiðingarnámskeið verða haldin að nýju

VÍSIR - Ættleiðingarnámskeið verða haldin að nýju
Íslensk ættleiðing hyggst hefja undirbúningsnámskeið fyrir verðandi kjörforeldra á nýjan leik í þessum mánuði. Námskeiðin hafa legið niðri síðan í apríl vegna fjárskorts. Seta á undirbúningsnámskeiði er forsenda fyrir því að hægt sé að gefa út forsamþykki fyrir ættleiðingu og senda umsóknir fólks úr landi.
Lesa meira

VÍSIR - Þrjú börn ættleidd til einhleypra á árinu

VÍSIR - Þrjú börn ættleidd til einhleypra á árinu
Tvær íslenskar, einhleypar konur hafa ættleitt börn erlendis frá á þessu ári. Sú þriðja fær sitt barn í hendurnar innan skamms. Þetta eru fyrstu ættleiðingar einhleypra hingað til lands frá árinu 2007, en ættleiðingarnar stöðvuðust þá vegna breytinga á reglum í Kína.
Lesa meira

Mbl - Einhleypir ættleiða að nýju

Mbl - Einhleypir ættleiða að nýju
Eftir reglubreytingu í Kína í ársbyrjun 2007 var talið að Íslensk ættleiðing gæti ekki sent umsóknir frá einhleypum til nokkurs lands. Við nánari skoðun var ákveðið að láta á það reyna og ættleiddi einhleyp kona fyrr á þessu ári barn frá Tékklandi, önnur frá Tógó og innan skamms sú þriðja.
Lesa meira

Rúv - Einhleypir ættleiða á ný

Rúv -  Einhleypir ættleiða á ný
Einhleypir hafa jafnan haft minni möguleika á að ættleiða barn erlendis frá. Frá árinu 2007 voru engin tækifæri hér á landi fyrir einhleypa þar sem Kína lokaði á ættleiðingar til þeirra. Umsóknir þeirra voru settar á svokallaða hliðarlista frá árinu 2007 en árið 2010 opnuðust möguleikar aftur fyrir einhleypa. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar sagði í Síðdegisútvarpinu að í raun hafi möguleikarnir verið opnir frá 2007 hjá öllum löndum sem ÍÆ hefur sambönd við þótt Kína hafi lokað tímabundið aðgangi. Um 30 einhleypir komu því að lokuðum dyrum um árabil þegar í raun var alveg hægt að finna börn. Nú eru tvö ættleidd börn einhleypra nýkomin til landsins, frá Tógó og Tékklandi. Sumir á hliðarlistanum eru runnir úr á tíma, hafa náð 46 ára aldri sem er takmark fyrir þá sem vilja senda inn beiðni um ættleiðingu. Hliðarlistinn var bara skár með nöfnum og hafði ekkert gildi og því eru þeir sem á honum voru á byrjunarpunkti. Kristinn sagði að einhvers kona vangeta hjá félaginu áður hafi orðið til þess að frá 2007-2010 hafi dyrnar verið lokaðar einhleypum þótt möguleikar víða um lönd hefðu verið opnir. Kristinn tók við sem framkvæmdastjóri ÍÆ árið 2010 þegar rykið var dustað af hliðarlistanum og staða einhleypra leiðrétt.
Lesa meira

Mbl - Vilja eignast fleiri en eitt barn

Mbl - Vilja eignast fleiri en eitt barn
ERLENT | 30. september | 8:44 Mikill þrýstingur er á stjórnvöld í Kína að hverfa frá stefnu þeirra um að fjölskyldur megi ekki eiga fleiri en eitt barn. Tölur sýna að 4% allra barna látast áður en þau ná 25 ára aldri sem þýðir að um 10 milljón foreldrar eru barnlausir þegar þeir komast á elliár.
Lesa meira

Fréttatíminn - Tregafull gleðistund í hótelanddyri í Kína

Fréttatíminn - Tregafull gleðistund í hótelanddyri í Kína
Stóra stundin. 20. ágúst síðastliðinn biðu Andrea Rúna Þorláksdóttir og Brjánn Jónasson eftir stráknum sínum í anddyri hótels í Jinan borg í Kína. Þau voru stressuð, spennt enda langþráður draumur að rætast. Þau voru að fá barnið sitt í hendurnar. Litli Mingji Fu varð þeirra Kári Björn Mingji Brjánsson. Hann ber nafn með rentu því það er engin lognmolla í kringum þennan kraftmikla dreng. Það fyrsta sem þau heyrðu var grátur, rétt eins og svo margir upplifa þegar þeir verða foreldrar í fyrsta sinn. Þau ætluðu að vera tilbúin með myndavélarnar. En geðshræringin var of mikil. Þau missti af augnablikinu þegar hann kom grátandi með starfsmanni af barnaheimilinu sem hann hafði búið á frá því að hann fannst í húsasundi, aðeins ungbarn. „Já, hann hágrét,“ segir Brjánn. „Hann vildi ekkert púkka upp á okkur. Hann vildi ekki fara frá starfsmönnum barnaheimilisins,“ segir hún.
Lesa meira

RÚV - Styttri biðlisti eftir ættleiðingum

RÚV - Styttri biðlisti eftir ættleiðingum
Biðlistinn eftir að ættleiða barn erlendis frá hefur styst um 20 prósent á nokkrum misserum. Formaður Íslenskrar ættleiðingar segir fjölguna ættleiðinga frá Kína eiga stóran þátt í því.
Lesa meira

Fréttablaðið - Föst fjölskylda fær þrjár milljónir

Ríkisstjórnin mun styrkja íslenska fjölskyldu, sem hefur verið föst í Kólumbíu í níu mánuði, um þrjár milljónir króna. Þetta var ákveðið fyrir helgi. Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson héldu til Kólumbíu í desember síðastliðnum til þess að sækja ættleiddar dætur sínar tvær. Þau gerðu ráð fyrir því að komast heim með dæturnar um sex vikum síðar en dómstólar ógiltu fyrri dóm um að stúlkurnar væru lausar til ættleiðingar. Af þessum sökum hefur fjölskyldan verið föst í Kólumbíu á meðan málið er tekið fyrir á æðri dómstigum. Þau munu því að öllum líkindum þurfa að vera í Kólumbíu í nokkra mánuði enn. Að sögn Íslenskrar ættleiðingar er kostnaður hjónanna orðinn um tólf milljónir króna. Tekið hefur verið við frjálsum framlögum fyrir þeirra hönd auk þess sem Íslensk ættleiðing hefur styrkt hjónin. Í tilkynningu Íslenskrar ættleiðingar um málið segir að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi beitt sér fyrir því að fjölskyldan yrði styrkt.
Lesa meira

Fréttablaðið - Dregið úr fjárframlögum til ættleiðinga á næsta ári

Fréttablaðið - Dregið úr fjárframlögum til ættleiðinga á næsta ári
Íslensk ættleiðing fær 100 þúsund krónum minna á næsta ári en í ár, en segist þurfa 44 milljónir til viðbótar. Forgangsraðað þannig að ættleiðingar séu afgangsmál segir Hörður Svavarsson, formaður félagsins. Fjárframlög til Íslenskrar ættleiðingar verða hundrað þúsund krónum minni á næsta ári en í ár, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær. Gert er ráð fyrir því að Íslensk ættleiðing fái 9,1 milljón króna á fjárlögum en upphæðin í ár var 9,2 milljónir. „Félagið þarf 44 milljónir til viðbótar við núverandi tekjur til að geta sinnt þeim verkefnum sem lög og reglugerðir leggja því á herðar. Um það er ekki ágreiningur og það hefur verið viðurkennt af hálfu ráðuneytisins að félagið geti ekki farið að lögum ef því verða ekki tryggðar þessar tekjur,“ segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar.
Lesa meira

Mbl - Kólumbísku stúlkurnar leika sér á íslensku

Mbl - Kólumbísku stúlkurnar leika sér á íslensku
Hjón sem ættleiddu systur frá Kólumbíu bíða þess enn að málið fari fyrir dómstóla svo þau komist heim. Stúlkurnar eru farnar að tala íslensku og hafa myndað sterk tengsl við fjölskylduna. Önnur íslensk hjón eru nú í Kólumbíu vegna ættleiðingar en ekki er búist við öðru en að þau komist fljótt heim.
Lesa meira

VÍSIR - Ríkið styrkir fjölskylduna í Kólumbíu um þrjár milljónir

VÍSIR - Ríkið styrkir fjölskylduna í Kólumbíu um þrjár milljónir
Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að verja þremur milljónum af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja fjölskylduna sem dvalið hefur í Kólumbíu í níu mánuði í þeim tilgangi að ættleiða þaðan tvær stúlkur.
Lesa meira

Mbl - Tvö börn frá Tógó til Íslands

Mbl - Tvö börn frá Tógó til Íslands
Ættleiðingarsamband Íslenskrar ættleiðingar við Tógó er nú orðið virkt að fullu og hafa tvö munaðarlaus börn frá Tógó nú þegar eignast fjölskyldur á Íslandi.
Lesa meira

RÚV - Tvö börn ættleidd frá Tógó

RÚV - Tvö börn ættleidd frá Tógó
Tvö munaðarlaus börn frá Tógó eru að eignast fjölskyldur á Íslandi. Annað barnið er þegar komið heim til fjölskyldu sinnar og hitt barnið er á leiðinni. Ættleiðingarnar tvær eru afrakstur vinnu sem staðið hefur frá 2009.
Lesa meira

Vísir - Tvö börn frá Tógó eignast íslenska foreldra

Vísir - Tvö börn frá Tógó eignast íslenska foreldra
Ættleiðingarsamband Íslenskrar ættleiðingar við Tógó er nú orðið virkt að fullu og hafa tvö munaðarlaus börn frá Tógó nú þegar eignast fjölskyldur á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Svavarssyni, formanni Íslenskrar ættleiðingar. Þar segir að hið nýstofnaða félag, Alþjóðleg ættleiðing, fór árið 2009 fyrir eigin reikning og óeigingjarnt sjálfboðastarf til Tógó með það að markmiði að koma á samböndum þar í landi. Í kjölfarið óskaði félagið eftir því við íslensk stjórnvöld að gerður yrði ættleiðingarsamningur milli Íslands og Tógó. Eftir að Alþjóðleg ættleiðing sameinaðist Íslenskri ættleiðingu tók ÍÆ upp þráðinn gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Ögmundur Jónasson ráðherra ættleiðingarmála beitti sér fyrir því þegar hann var nýtekinn við embætti að kraftur var settur í að ná samningi við Tógó og Íslensk ættleiðing fékk löggildingu til að hafa milligöngu um ættleiðingar frá Tógó í febrúar 2011.
Lesa meira

Fréttatíminn - Góður pabbi og dáð dragg-drottning

Fréttatíminn - Góður pabbi og dáð dragg-drottning
James William Ross IV, sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum í draggi sem Tyra Sanchez, vinnur fyrir sér og sjö ára syni sínum með því að troða upp í kvenmannsgervi. Kvikmyndagerðarmaðurinn Björn Flóki ætlar að segja sögu þeirra feðga í heimildamyndinni Drag Dad. Björn Flóki er samkynhneigður og hefur ásamt manni sínum rekið sig á þá veggi sem mæta samkynhneigðum sem vilja ættleiða barn. Með myndinni vill hann ekki síst sýna fram á að fólk geti verið góðir foreldrar óháð kynhneigð og fleiri en karl og kona geti alið upp barn saman. Björn Flóki flutti til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum til þess að ljúka mastersnámi í kvikmyndagerð og hefur búið í New York síðan.
Lesa meira

RÚV - Gera samning við Íslenska ættleiðingu

RÚV -  Gera samning við Íslenska ættleiðingu
Til stendur að innanríkisráðuneytið geri þjónustusamning við Íslenska ættleiðingu. Drög að slíkum samningi liggja þegar fyrir og hafa verið til umfjöllunar innan ráðuneytisins. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins.
Lesa meira

RÚV - Erfiðasta sem við höfum gert

Erfiðasta sem við höfum glímt við, segir kona sem, ásamt manni sínum, hefur beðið í 14 mánuði eftir forsamþykki til að ættleiða barn. Óvenju langur tími, segir framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar.
Lesa meira

Mbl - Furða sig á ákvörðun yfirvalda

Mbl - Furða sig á ákvörðun yfirvalda
Innanríkisráðuneytið furðar sig á vinnubrögðum kólumbískra yfirvalda í máli íslenskra hjóna sem hafa að ekki komist frá Kólumbíu með tvær ættleiddar dætur sínar.
Lesa meira

RÚV - Ættleiðing í uppnámi

Kólumbískur dómstóll hefur neitað íslenskum hjónum að ættleiða tvær kólumbískar systur en þau höfðu áður fengið heimild kólumbískra yfirvalda fyrir ættleiðingunni.
Lesa meira

MBL - 600 þúsund króna klipping

Erna Kristín Stefánsdóttir hét því að láta raka af sér allt hárið ef henni tækist að safna hálfri milljón til styrktar hjálparstarfi á vegum ABC. Söfnunin gekk vonum framar og í morgun höfðu safnast tæpar sexhundruð þúsund krónur og hárið því látið fjúka.
Lesa meira

RÚV - Íslensk ættleiðing rædd á þingi

RÚV - Íslensk ættleiðing rædd á þingi
Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks hvatti þingmenn við upphaf þingfundar á Alþingi í dag til að beita sér fyrir málefnum Íslenskrar ættleiðingar.
Lesa meira

Ísland í dag - Þurfa 60 milljónir á ári

http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=SRC7212F5D5-AFF4-483E-BC6D-9285B37BD8C2?fb_ref=top&fb_source=home_multiline
Lesa meira

RÚV - 15 milljónir í ættleiðingar

RÚV - 15 milljónir í ættleiðingar
Íslensk ættleiðing og innanríkisráðuneytið eru ekki á sama máli um hve háa fjárupphæð þurfi til að leysa fjárhagsvanda félagsins en samið hefur verið um að ráðuneytið leggi fimmtán milljónir króna til rekstrar félagsins á þessu ári.
Lesa meira

RÚV - Foreldrar senda Ögmundi bréf

RÚV - Foreldrar senda Ögmundi bréf
Félagar í Íslenskri ættleiðingu hafa sent Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra bréf þar sem ráðherrann er hvattur til þess að kippa fjárhagsgrundvelli Íslenskrar ættleiðingar í lag.
Lesa meira

Mbl - Ganga þarf á varasjóð

Mbl - Ganga þarf á varasjóð
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar hefur sent innanríkisráðuneyti tilkynningu um að ganga þurfi á varasjóð félagsins og að þær ráðstafanir kunni að leiða til þess að ekki verði rekstrarforsendur til að ljúka málum er kunna að vera til meðferðar á vegum félagsins á þeim tíma þegar félagið verður lagt niðu
Lesa meira

Vísir - Draumur um barn í lausu lofti vegna tafa

„Mér finnst fáránlegt að einhverjir karlar í jakkafötum, án þess að ég sé með einhverja fordóma, geti stjórnað því hvort ég fái minn æðsta draum uppfylltan," segir Tinna Rúnarsdóttir, sem sér fram á að geta ekki eignast barn ef Íslensk ættleiðing fær ekki fjárveitingar frá ríkinu til að halda nauðsynleg námskeið fyrir verðandi kjörforeldra. Félagið hætti að bjóða upp á námskeiðin fyrir um mánuði vegna þess að ekki hafa náðst samningar við stjórnvöld um fjárframlög. Mánuði fyrr hafði félagið frestað aðalfundi sínum af sömu ástæðu. Tinna segir að sér finnist ráðuneytið hafa verið allt of lengi að bregðast við. „Ef það eru til peningar til að endurnýja bílaflota ráðherra þá eru til peningar til að styrkja Íslenska ættleiðingu og halda þessi námskeið," segir hún.
Lesa meira

Vísir.is - Íslensk hjón bíða eftir barni í Kólumbíu

Vísir.is - Íslensk hjón bíða eftir barni í Kólumbíu
Íslensk hjón hafa dvalið í Kólumbíu í rúma fjóra mánuði og beðið eftir að ættleiða kólumbískt barn. Ættleiðingin hefur dregist úr hófi fram og hafa íslensk yfirvöld blandað sér í málið. Hjónin fóru til Kólumbíu í lok síðasta árs til að sækja barn sem tilkynnt hafði verið að þau gætu ættleitt. Íslendingar hafa áður ættleitt börn frá Kólumbíu án vandkvæða. Málið nú hefur hins vegar tafist mánuðum saman hjá héraðsdómstóli í Kólumbíu þar sem endurtekið er kallað eftir frekari gögnum, og málið ekki afgreitt. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er einsdæmi að mál tefjist þetta lengi. Algengt er að verðandi foreldrar dvelji í um tvær til fjórar vikur í því landi sem þeir fara til vegna ættleiðinga.
Lesa meira

Mbl - Ráðuneytið að skoða ættleiðingar

Mbl - Ráðuneytið að skoða ættleiðingar
Innanríkisráðuneytið er að fara yfir málefni Íslenskrar ættleiðingar og stefnir að því að svara félaginu í næstu viku. Staða félagsins er í mikilli óvissu vegna fjárhagserfiðleika.
Lesa meira

Mbl - Greiða 75 þúsund fyrir námskeiðið

Mbl - Greiða 75 þúsund fyrir námskeiðið
Foreldrar sem sótt hafa námskeið Íslenskrar ættleiðingar hafa greitt 75 þúsund krónur í námskeiðsgjöld. Þrátt fyrir það hefur verið tap á flestum námskeiðum. Félagið frestaði í vor aðalfundi vegna þess að enginn vill sitja í stjórn vegna óvissu um stöðu og framtíð félagsins.
Lesa meira

RÚV - Hætt við námskeið vegna fjárskorts

RÚV - Hætt við námskeið vegna fjárskorts
Félagið Íslensk ættleiðing getur ekki lengur haldið námskeið fyrir verðandi kjörforeldra, líkt og félagið hefur gert samkvæmt reglugerð.
Lesa meira

Vísir - Hætta skyldunámskeiðum fyrir verðandi kjörforeldra

Vísir - Hætta skyldunámskeiðum fyrir verðandi kjörforeldra
Íslensk ættleiðing (ÍÆ) hefur ákveðið að hætta að halda skyldunámskeið fyrir verðandi kjörforeldra sökum peningaskorts. Samkvæmt reglugerð um ættleiðingar er nauðsynlegt að sýna fram á setu á slíku námskeiði til að fá forsamþykki fyrir ættleiðingu. ÍÆ sendi ráðuneytinu bréf vegna málsins þann 11. apríl síðastliðinn. Hörður Svavarsson, formaður félagsins, segir engin svör hafa borist. „Ráðherra getur sjálfsagt breytt reglugerðinni en þá er auðvitað mikilvægt að tryggt sé að þau loforð sem við höfum gefið með því að undirgangast Haag-samninginn um alþjóðlegar ættleiðingar verði efnd," segir Hörður. „Þar er því lofað að þjálfa og undirbúa væntanlega kjörforeldra sem best, það loforð hefur Íslensk ættleiðing efnt fyrir stjórnvöld til þessa."
Lesa meira

VÍSIR - Skýrar leiðir til lengri tíma

VÍSIR - Skýrar leiðir til lengri tíma
Námskeið sem eru skilyrði fyrir því að fólk fái forsamþykki fyrir ættleiðingu verða ekki haldin í bili á vegum Íslenskrar ættleiðingar. Ástæðan er fjárskortur. Námskeiðin hafa verið haldin til að uppfylla skilyrði Haag-samningsins um alþjóðlegar ættleiðingar en þar er því lofað að þjálfa og undirbúa væntanlega kjörforeldra eins vel og kostur er. Íslensk ættleiðing hefur annast þetta námskeiðahald fyrir væntanlega kjörforeldra og hafa námskeiðin mælst vel fyrir. Nú eru 100 fjölskyldur í umsóknarferli hjá Íslenskri ættleiðingu, þar af bíða 44 forsamþykkis. Ljóst er að ef ekki verður leyst úr málum milli Íslenskrar ættleiðingar og innanríkisráðuneytisins þá munu sumir þeirra sem nú eru að hefja umsóknarferli lenda í blindgötu, auk þess sem óvissan kemur í veg fyrir að nýir foreldrar geti hafið ættleiðingarferli.
Lesa meira

Mbl - Getur ekki haldið námskeið

Mbl - Getur ekki haldið námskeið
Íslensk ættleiðing hefur tilkynnt innanríkisráðuneytinu að við ríkjandi aðstæður geti Íslensk ættleiðing ekki haldið námskeið fyrir verðandi kjörforeldra með sama hætti og áður.
Lesa meira

RÚV - Ættleiddu tvo stráka með sérþarfir

Eftir að hafa beðið í fjögur ár eftir að ættleiða barn frá Kína ákváðu hjónin Guðbjörg Grímsdóttir og Sigurður Halldór að freista þess að flýta ferlinu með því að ættleiða barn með sérþarfir. Fjórum vikum seinna héldu þau til Kína til að sækja soninn Kára.
Lesa meira

RÚV - Íslensk ættleiðing bíður ákvörðunar

RÚV - Íslensk ættleiðing bíður ákvörðunar
Óvíst er með framhald ættleiðinga erlendis frá, vegna fjárhagsstöðu eina félagsins hér á landi sem annast ættleiðingar. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að félagið vanti tugi milljóna króna í fjárveitingar frá hinu opinbera.
Lesa meira

RÚV - Samið um ættleiðingar frá Rússlandi

RÚV - Samið um ættleiðingar frá Rússlandi
Yfir hundrað íslenskar fjölskyldur bíða eftir því að ættleiða börn frá útlöndum. Samningur um ættleiðingu milli Rússlands og Íslands er í burðarliðnum. Íslensk ættleiðing hefur stefnt að honum í tvö ár.
Lesa meira

Fréttatíminn - Gafst upp á ættleiðingum vegna afskipta ráðuneytis

Fréttatíminn - Gafst upp á ættleiðingum vegna afskipta ráðuneytis
„Ég get ekkert tjáð mig um þetta og vísa til bréfsins sem ég skrifaði innanríkisráðherra. Þú verður að fá það hjá ráðuneytinu,“ segir Áslaug Þórarinsdóttir, sýslumaður í Búðardal, í samtali við Fréttatímann þegar hún var innt nánar um óánægju hennar með afskipti starfsmanna innanríkisráðuneytisins af ættleiðingamáli sem voru á hennar forræði á liðnu sumri. Áslaug taldi afskipti starfsmannanna vega að sjálfstæði embættisins gagnvart æðra stjórnvaldi sem og starfsheiðri hennar sjálfrar og við það gæti hún ekki unað. Hún fór einnig fram á það að miðstöð ættleiðinga, sem hefur verið á forræði sýslumannsins í Búðardal frá ársbyrjun 2007, yrði flutt frá embættinu eins fljótt og kostur væri. Í bréfi Áslaugar kemur fram að hún hafi afgreitt um 700 ættleiðingarmál frá árinu 2007 og í skýrslu ráðuneytisins frá 2010 sé það sérstaklega tiltekið að sýslumaður hafi unnið verkefnin af heilindum og fagmennsku. Áslaug rekur í bréfinu aðkomu skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu að máli sem varðaði ættleiðingu barns frá Kína á liðnu sumri. Sýslumanni barst umsókn um forsamþykki ættleiðingarinnar 6. júní 2011 og sama dag var það sent til umsagnar barnaverndarnefndar í umdæmi umsækjenda. Föstudaginn 1. júlí fékk Áslaug sýslumaður símtal frá skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu sem spurðist fyrir um málið. Sama dag eftir símtalið barst sýslumanni umsögn barnaverndarnefndar þar sem mælt var með því umsækjenda yrði veitt forsamþykki. Vegna verulegrar neikvæðrar eiginfjárstöðu umsækjenda ákvað sýslumaður að senda málið til umsagnar Ættleiðingarnefndar eins og gert hafði verið í mörgum slíkum málum þar á undan. Var málið sent til Ættleiðingarnefndar strax mánudaginn 4. júlí. Stuttu fyrir hádegi föstudaginn 8. júlí barst tölvubréf frá skrifstofustjóranum ásamt bréfi frá framkvæmdastjóra félagsins Íslensk ættleiðing þar sem farið fram á að afgreiðslu málsins yrði flýtt. Í símtali sýslumanns við skrifstofustjórann kom fram sú ósk skrifstofustjórans að málið yrði afgreitt strax án úrskurðar Ættleiðingarnefndar. Svo fór þó ekki og treysti nefndin sér ekki til að meta umsækjandann traustan. Sá úrskurður var kærður til ráðuneytisins og þótti sýslumanni sá frestur sem honum var veittur til koma athugasemdum að of skammur.
Lesa meira

Mbl - Flutningur verði aðeins til bráðabirgða

Mbl - Flutningur verði aðeins til bráðabirgða
Fram kemur í nýju fréttabréfi Íslenskrar ættleiðingar að félagið telji þá breytingu til bóta að veiting leyfa til ættleiðinga til Íslands hafi um áramótin verið færð frá sýslumannsembættinu í Búðardal og til sýslumannsembættinu í Reykjavík með gildistöku nýrrar reglugerðar í þeim efnum.
Lesa meira

RÚV - Ættleiðingar færast til Reykjavíkur

RÚV - Ættleiðingar færast til Reykjavíkur
Sýslumanninum í Reykjavík hefur verið falin umsjón með veitingu leyfa til ættleiðinga. Sýslumaðurinn í Búðardal óskaði eftir því í sumar að verkefnið færi frá embættinu. Formaður Íslenskrar ættleiðingar segir að sýslumenn ættu ekki að hafa umsjón með þessum málaflokki.
Lesa meira

Mbl - Ættleiðingar flytjast til Reykjavíkur

Mbl - Ættleiðingar flytjast til Reykjavíkur
Á morgun, gamlársdag, gengur í gildi ný reglugerð innanríkisráðherra um veitingu leyfa til ættleiðinga. Frá og með 1. janúar 2012 verður sýslumanninum í Reykjavík falið að annast veitingu leyfa til ættleiðinga.
Lesa meira

Eyjan/Pressan - Heimilt að ættleiða frá Rússlandi. Samningur í undirbúningi eftir fund utanríkisráðherra í Moskvu

Eyjan/Pressan - Heimilt að ættleiða frá Rússlandi. Samningur í undirbúningi eftir fund utanríkisráðherra í Moskvu
Á fundi utanríkisráðherra Íslands og Rússlands í Moskvu í gær sammæltust þeir um að gera samning milli ríkjanna um ættleiðingar rússneskra barna til Íslands.
Lesa meira

Fréttatíminn - 34 börn með sérþarfir ættleidd til landsins

Fréttatíminn - 34 börn með sérþarfir ættleidd til landsins
Alls hafa 34 börn með skilgreindar sérþarfir verið ættleidd frá Kína hingað til lands frá árinu 2007. Þessi leið getur stytt bið foreldra eftir barni um mörg ár. Eitt hundrað fjölskyldur á biðlista eftir barni til ættleiðingar. Fjögur hjón sem sóttu börn án sérþarfa í sumar höfðu beðið í fimm ár. „Börn með skilgreindar sérþarfir hafa verið mjög stór partur þeirra barna sem hafa frá Kína síðastliðin ár,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann sest mánaðarlega fyrir framan tölvu að nóttu til, ásamt starfsmanni Ættleiðingarfélagsins, og skannar uppfærða lista kínverskra stjórnvalda yfir börn með sérþarfir.
Lesa meira

Fréttatíminn - Fengu fullkominn dreng

Fréttatíminn - Fengu fullkominn dreng
Eftir nokkurra ára raunir, misheppnaðar tækni- og glasafrjóvganir, í von um barn mætti Ingibjörg Ólafsdóttir með hnút í maga í vinnu sína á Reykjalundi um miðjan júní 2010. Hún vissi að þennan dag fengi hún hugsanlega símtal um að barn biði þeirra Valdimars Hjaltasonar, eiginmanns hennar, í Kína. Starfsmenn Íslenskrar ættleiðingar sátu alla nóttina og leituðu barna með skilgreindar sérþarfir á listum kínverskra stjórnvalda eftir forskrift væntanlegra foreldra. „Svo var hringt,“ segir hún. „Yfirmaður minn sagði að hann hefði viljað skutla mér heim um leið og ég fékk fréttirnar, en hann sá bara undir iljarnar á mér þar sem ég hljóp í gegnum trjálendið beinustu leið heim. Ég gat ekki beðið eftir því að greina manninum mínum frá fréttunum,“ segir hún þar sem við sitjum við eldhúsborðið á heimili þeirra í Mosfellsbæ. Sonur þeirra Eysteinn Orri sötrar heitt kakó við hlið hennar. Hann varð þriggja ára í byrjun maí. Ingibjörg lýsir því þegar hún vissi fyrst af Eysteini.
Lesa meira

DV - Of fátæk til að ættleiða: Mjög jákvæð umsögn barnaverndarnefndar

DV - Of fátæk til að ættleiða: Mjög jákvæð umsögn barnaverndarnefndar
Fullkomlega fær um að ættleiða barn
Lesa meira

Pressan.is - Ættleiðendur ósáttir við sýslumann: Hrunið eyðileggur – Sumir hætta við eða flytja út

Pressan.is - Ættleiðendur ósáttir við sýslumann: Hrunið eyðileggur – Sumir hætta við eða flytja út
Félagið Íslensk ættleiðing er ósátt við nýtt verklag sýslumannsins í Búðardal í kjölfar hrunsins við meðferð umsókna til ættleiðingar. Allir með neikvæða eiginfjárstöðu sendir í sérstaka rannsókn. Segja það tefja og jafnvel skemma fyrir. Sýslumaður ber fyrir aukinni rannsóknarskyldu. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, skrifar grein á heimasíðu félagsins þar sem hann lýsir yfir óánægju með framferði sýslumannsins í Búðardal, sem hefur allar ættleiðingar á sinni könnu.
Lesa meira

Stöð 2 - Starfshópur um ættleiðingar

http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV3EC8B456-5EDA-402A-8CF6-81F6767FF700
Lesa meira

RÚV - Ættleiðingalög endurskoðuð

RÚV -  Ættleiðingalög endurskoðuð
Innanríkisráðherra segir að ættleiðingalögin verði endurskoðuð og lofar úrbótum í málaflokknum. Formaður Íslenskrar ættleiðingar er sammála því að færa hæfnismat úr höndum banraverndanefnda eins og lagt er til í nýrri skýrslu um ættleiðingar.
Lesa meira

DV - Íslendingar geta nú ættleitt frá Tógó

DV - Íslendingar geta nú ættleitt frá Tógó
Innanríkisráðuneytið hefur gefið út löggildingu fyrir félagið Íslenska ættleiðingu til að annast milligöngu um ættleiðingar frá Tógó. Íslensk ættleiðing hefur unnið að því að koma á ættleiðingarsambandi við Tógó frá því félagið Alþjóðleg ættleiðing sameinaðist félaginu síðastliðið sumar.
Lesa meira

RÚV - Leyfa nú ættleiðingu frá Tógó

RÚV - Leyfa nú ættleiðingu frá Tógó
Innanríkisráðuneytið hefur gefið út löggildingu fyrir félagið Íslenska ættleiðingu til að annast milligöngu um ættleiðingar frá Tógó. Tógó er fyrsta samstarfsríki Íslands í Afríku á sviði ættleiðinga en bæði ríkin eiga aðild að Haag-samningnum um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingar milli landa.
Lesa meira

Mbl - Tógó í samstarf við Ísland um ættleiðingar

Mbl - Tógó í samstarf við Ísland um ættleiðingar
Innanríkisráðuneytið hefur gefið út löggildingu fyrir félagið Íslenska ættleiðingu til að annast milligöngu um ættleiðingar frá Tógó. Tógó er fyrsta samstarfsríki Íslands í Afríku á sviði ættleiðinga en bæði ríkin eiga aðild að Haag-samningnum um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingar milli landa.
Lesa meira

Mbl - Fátt í boði fyrir samkynhneigða karla

„Það eru nánast engin úrræði í boði fyrir samkynhneigða karlmenn sem langar til að eignast barn“, segir Svavar Örn Svavarsson hárgreiðslumaður.
Lesa meira

VÍSIR - Skuldir hindra ættleiðingu

VÍSIR - Skuldir hindra ættleiðingu
Stökkbreyttar skuldir geta komið í veg fyrir að fólk geti ættleitt barn. Ólögleg gengistryggð lán koma þar við sögu. Íslensk ættleiðing gagnrýnir hvernig staðið er að leyfisveitingu og vill skýrari reglur um fjárhag. Stökkbreytt skuldastaða hjóna á biðlista eftir ættleiðingu veldur því að afgreiðsla umsókna þyngist að mun. Í mörgum tilfellum eru það gengistryggð lán, sem dæmd hafa verið ólögleg, sem valda fólki erfiðleikum. Heimildir Fréttablaðsins herma að fólk eigi jafnvel á hættu að falla af biðlista vegna þessa. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að forsamþykki til ættleiðinga sé í gildi í ákveðinn tíma og þá þurfi að fá það endurnýjað. „En hafi fjárhagsleg staða viðkomandi breyst frá þeim tíma sem forsamþykki til ættleiðingar fékkst í upphafi og til þess tíma sem endurskoðun fer fram getur það valdið því að fólk missir rétt sinn. Þetta er því miður svona, það er rétt."
Lesa meira

RÚV - Ættleiðingar frá Tógó

RÚV - Ættleiðingar frá Tógó
Líkur eru á því að Íslendingar geti í framtíðinni sótt um að ættleiða börn frá afríkuríkinu Tógó.
Lesa meira

Mbl - Sjö börn ættleidd frá Kína

Mbl - Sjö börn ættleidd frá Kína
Sjö íslenskar fjölskyldur hafa ættleitt börn í Kína og komu fjölskyldurnar heim í gær eftir hálfsmánaðar langa dvöl í Kína. Að sögn Íslenskrar ættleiðingar eru þessir nýju Íslendingar 5 stúlkur og 2 drengir.
Lesa meira

DV - Sjö nýir Íslendingar frá Kína

DV - Sjö nýir Íslendingar frá Kína
Sjö kínversk börn voru nýlega ættleidd af íslenskum fjölskyldum. Fjölskyldurnar komu heim í gær. Ættleiðingarfélagið Íslensk ættleiðing hafði milligöngu um ættleiðinguna. Fimm stúlkur og tveir drengir voru ættleidd.
Lesa meira

VÍSIR - Sjö kínversk börn ættleidd

VÍSIR - Sjö kínversk börn ættleidd
Síðdegis í gær komu heim til landsins sjö íslenskar fjölskyldur sem dvalið höfðu í tvær vikur Kína fyrir milligöngu Íslenskrar ættleiðingar. Með í för voru sjö nýir Íslendingar, fimm stúlkur og tveir drengir sem fjölskyldurnar ættleiddu. Fyrir nærri þremur árum síðan var jafn stór hópur barna ættleiddur til landsins í einu, en það var í september 2007 þegar 8 stúlkur komu með nýjum fjölskyldum sínum frá Hubei í Kína. Núna eru ættleiðingar með milligöngu Íslenskra ættleiðingar orðnar jafn margar og þær voru allt árið í fyrra en þeim hefur fækkað nokkuð undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri ættleiðingu hafa ættleiðingar að jafnaði verið þrettán á ári undanfarin ár en árin þar á undan voru börn sem ættleidd voru til landsins að jafnaði um þrjátíu talsins. Nú eru börnin sem ættleidd hafa verið til landsins á árinu fyrir milligöngu Íslenskrar ættleiðingar orðin fjórtán en það eru jafn margir einstaklingar og ættleiddir voru allt árið í fyrra. Börnin sem komið hafa til landsins á þessu ári eru frá Kólumbíu, Tékklandi, Indlandi og Kína en flest koma þau frá Kína.
Lesa meira

VÍSIR - Erum eftirbátar í ættleiðingum

VÍSIR - Erum eftirbátar í ættleiðingum
Íslensk ættleiðing og Alþjóðleg ættleiðing hafa verið sameinuð undir merkjum Íslenskrar ættleiðingar. Í tilkynningu segir að nú aukist möguleikar umsækjenda til að ættleiða barn í upphafi umsóknarferils. Alþjóðleg ættleiðing var stofnuð fyrir fimmtán mánuðum og hlaut löggildingu til að annast milligöngu um ættleiðingar frá Póllandi en ekkert barn var ættleitt fyrir tilstilli félagsins. „Ísland er mikill eftirbátur annarra Norðurlanda á þessu sviði og ekki er hægt að una við langa biðlista eftir barni hér innanlands, meðan staðfest er að yfirgefnum og munaðarlausum börnum í heiminum er ekki að fækka," segir í tilkynningunni. - gar
Lesa meira

DV - „Ísland er mikill eftirbátur annarra Norðurlanda“

DV - „Ísland er mikill eftirbátur annarra Norðurlanda“
Ísland er mikill eftirbátur annara Norðurlanda á sviði ættleiðinga ekki er hægt að una við langa biðlista eftir barni hér innanlands, meðan staðfest er að yfirgefnum og munaðarlausum börnum í heiminum er ekki að fækka.
Lesa meira

Mbl - Ættleiðingarfélög sameinast

Ættleiðingarfélögin tvö Íslensk ættleiðing og Alþjóðleg ættleiðing hafa verið sameinuð með þeim hætti að starfsemi Alþjóðlegrar ættleiðingar hefur verði lögð niður og sameinuð Íslenskri ættleiðingu.
Lesa meira

Vísir - Styðja félög eins og kostur er

Vísir - Styðja félög eins og kostur er
Skapist skilyrði til að koma á formlegu ættleiðingarsambandi við Haítí mun dómsmálaráðuneytið styðja við ættleiðingarfélögin eins og kostur er, segir Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra. Íslensk ættleiðing hefur lýst áhuga á ættleiðingum frá Haítí í kjölfar náttúruhamfaranna í landinu í bréfi til ráðherra. Ragna segist skilja erindið þannig að ætli alþjóðasamfélagið að bregðast við ástandinu með því að ættleiða börn úr landi sé skorað á íslensk stjórnvöld að láta ekki sitt eftir liggja. Ekki sé farið fram á það að íslensk stjórnvöld taki upp á sitt einsdæmi að hafa frumkvæði að ættleiðingum frá Haítí meðan ástandið í landinu sé svo viðkvæmt.
Lesa meira

RÚV - Vilja fleiri börn frá Rússlandi

Íslensk ættleiðing hefur beðið stjórnvöld að senda formlega beiðni til rússneskra yfirvalda um ættleiðingu á rússneskum börnum hingað til lands.
Lesa meira

RÚV - Ættleiðingar frá Póllandi og Nepal

Íslensk ættleiðing hefur fengið leyfi til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá Nepal og hið nýstofnaða Alþjóðlega ættleiðingafélag hefur fengið sambærilegt leyfi á ættleiðingum barna frá Póllandi og áformar að ættleiða einnig börn frá Afríku og Kenýa.
Lesa meira

Tugir barna til Evrópu á ári

Tugir barna til Evrópu á ári
Íslensk stjórnvöld hafa gert samstarfssamning um ættleiðingar frá Filippseyjum til Íslands. Félagið Íslensk ættleiðing hefur fengið löggildingu til að hafa milligöngu um ættleiðingarnar, segir Hörður Svavarsson, formaður félagsins. „Landið er ekki mjög stórt ættleiðingarland, en það væri líka rangt að segja að ættleiðingar þaðan séu fátíðar," segir Hörður. Nokkrir tugir barna frá Filipps­eyjum hafa verið ættleidd í Evrópu á ári hverju undanfarið. Skilyrði um lágmarksaldur eru heldur rýmri þar í landi en annars staðar, og þurfa væntanlegir kjörforeldrar að vera 27 ára eða eldri. Biðtími eftir barni er svipaður og hjá öðrum samstarfslöndum Íslenskrar ættleiðingar, um þrjú ár.
Lesa meira

Vefritið - Ættleiðingar samkynhneigðra

Birt 19/11/2010 - Flest fólk telur það til mannréttinda að eignast börn. Samkynhneigðir búa við það að þurfa í­ flestum tilvikum að leita ættleiðinga, vilji þeir ala upp börn. Þótt í­slensk lög geri ráð fyrir ættleiðingum samkyn-hneigðra er það einungis hálfur sigur fyrir þá. Vandkvæði á ættleiðingum þrátt fyrir fengin réttindi Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að þó svo að ættleiðingar til samkynhneigðra séu leyfðar hér á landi samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi 27. júní­ 2006 eru möguleikar þeirra til ættleiðinga litlir og slí­kt er nánast útilokað fyrir samkynhneigða karlmenn. Enn hefur nefnilega engin þjóð leyft ættleiðingu til samkynhneigðra utan sí­ns lands. Íslensk ættleiðing óttast það að þrýsta á þau lönd sem Íslendingar eru með samninga við varðandi ættleiðingar sökum þess að þetta er mjög viðkvæmt mál.
Lesa meira

Morgunblaðið - Opnir fyrirlestrar

AÐALFUNDUR Samtaka norrænu ættleiðingarfélaganna (NAC) hefst í dag í Reykjavík og stendur til laugardags. Þar verður m.a. kynnt ný íslensk rannsókn og í tengslum við fundinn verður opin dagskrá á morgun og laugardag fyrir fagfólk, kjörforeldra og aðra áhugasama um ættleiðingar þar sem boðið verður upp á fróðlega fyrirlestra, erindi og umræður. Aðalfundurinn, sem verður á Grand hóteli, er haldinn annað hvert ár og fer nú fram í annað skipti á Íslandi. Íslensk ættleiðing er gestgjafi að þessu sinni.
Lesa meira

Morgunblaðið - Hvers vegna ert þú hvít og mamma þín líka hvít?

Morgunblaðið - Hvers vegna ert þú hvít og mamma þín líka hvít?
Ættleiðing barna er fyrir löngu hætt að vera feluleikur – sem betur fer BÖRNUM sem ættleidd eru til Íslands hefur fækkað undanfarið og líklega verða þau innan við 20 á þessu ári, en nú eru á biðlista hérlendis um 120 fjölskyldur sem hlotið hafa forsamþykki til ættleiðinga. Sigrún María Kristinsdóttir, blaðamaður og verðandi móðir, hefur skrifað bók um ættleiðingar og spjallar þar við fólk sem hefur verið ættleitt, foreldra þeirra, fagfólk og fleiri.
Lesa meira

VÍSIR - Pör sem vilja ættleiða líða fyrir fjársvelti í góðærinu

VÍSIR - Pör sem vilja ættleiða líða fyrir fjársvelti í góðærinu
Einfaldar breytingar á íslenskum reglum um ættleiðingar gætu aukið möguleika íslenskra hjóna á því að fá að ættleiða börn erlendis frá, segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar. Félagið skorar á dómsmálaráðherra að breyta reglunum sem fyrst. „Dómsmálaráðherra hefur talað eins og hún hafi mikinn skilning á okkar málum og við væntum þess að fara að sjá verulegar breytingar á næstunni," segir Hörður. Um 120 íslensk hjón bíða nú eftir því að geta ættleitt börn. Biðtíminn hefur lengst umtalsvert undanfarið og geta pör sem sækja um í dag vonast til að fá barn eftir þrjú til fjögur ár. Á síðasta ári voru þrettán börn ættleidd til landsins og allt stefnir í sama fjölda í ár, segir Hörður. Biðlistar hafa lengst mikið undanfarin ár og segir Hörður það afleiðingu þess að ættleiðingarfélögum hafi verið haldið í fjársvelti á þenslutímabilinu.
Lesa meira

Morgunblaðið - Notkun orðsins ættleiðing

Morgunblaðið - Notkun orðsins ættleiðing
Á HEIMASÍÐU Hrafnistu – www.hrafnista.is – og einnig í grein í Morgunblaðinu þann 12. júní síðastliðinn er að finna ljúfa sögu af fallegum álfadúkkum sem þurfa á nýjum heimilum að halda og hvernig leirlistarkonan Jóhanna Jakobsdóttir og íbúar Hrafnistu bregðast við til að koma þeim í góðar hendur. Í þessari viðleitni leirlistarkonunnar og íbúa Hrafnistu til að koma álfadúkkunum til manna er talað um að fá fólk til að ættleiða álfadúkkurnar. Samkvæmt íslenskri orðabók fyrir skóla og skrifstofur er merking orðsins: Ættleiðing: 1 taka sér í sonar (dóttur) stað, gera að kjörbarni sínu, veita óskilgetnu barni réttindi skilgreinds barns, 2 rekja uppruna og skyldleika (t.d. orða). Ættleiðing er þegar fullorðnir taka sér það hlutverk að vera foreldrar barns sem er ekki líffræðilegt afkvæmi þeirra, samkvæmt lögum þar um. Þau ættleiðingarskjöl sem staðfesta ættleiðinguna eru löglegir pappírar gefnir út af við- eigandi yfirvöldum. Það er okkur, foreldrum ættleiddra barna, hugleikið að orðið ættleiðing sé ekki ranglega notað í íslensku máli. Erum við þá meðal annars að hugsa um börnin okkar, því með rangri notkun orðsins geta þau fengið rangar hugmyndir um ástæður þess að þau eru gefin til
Lesa meira

Mbl - Innlendar hindranir tefja ættleiðingar

Mbl - Innlendar hindranir tefja ættleiðingar
Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar hefur sent frá sér yfirlýsinu í tilefni af fréttaflutningi um bið eftir ættleiðingum þar sem hann segir ekki allskostar rétt að vandinn sé alþjóðlegur og að framleiðni í dómsmálaráðuneytinu virðist lítil og starfsemin hægvirk.
Lesa meira

Vísir - Bið eftir ættleiðingu lengist

Ættleiðing tók eitt til tvö ár fyrir nokkrum árum. Nú þurfa tilvonandi foreldrar að bíða í allt að fjögur ár. Líklegra er að biðtíminn lengist en Biðtími eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er nú þrjú til fjögur ár. Fyrir nokkrum árum var biðtíminn mun styttri, eða um eitt til tvö ár. Þetta kemur fram í meistararitgerð í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík eftir Ólöfu Marínu Úlfarsdóttur. Ísland hefur verið aðili að Haag-samningi um samvinnu varðandi ættleiðingar milli landa frá 2000. Helsta markmið samningsins var að stytta bið eftir erlendum börnum til ættleiðingar. Markmiðið hefur ekki náðst, að mati Ólafar. Þróunin sé frekar í hina áttina. „Biðtíminn er svo langur af því miklu meiri eftir­­spurn er eftir ættleiðingu heldur en framboð af börnum," segir hún.
Lesa meira

Vísir - Tugir hjóna að falla á tíma

Íslensk ættleiðing og Foreldrafélag ættleiddra barna hafa lagt til við dómsmálaráðherra að aldurshámark verði fellt úr reglugerð um ættleiðingar og miðað verði við aldurshámark upprunaríkisins, segir í nýju fréttariti Íslenskrar ættleiðingar. Eins og staðan er í dag eru tugir íslenskra hjóna sem vilja ættleiða barn að falla á tíma vegna innlends aldurshámarks. Núverandi hámark er 45 ár, en er í flestum löndum hærra. Nokkur ár getur tekið að bíða eftir að ættleiðing barns gangi í gegn og ef það gerist ekki fyrir 45 ára aldur missa hjónin möguleikann á ættleiðingu.
Lesa meira

Morgunblaðið - Einhleypir geta ættleitt

Morgunblaðið - Einhleypir geta ættleitt
Íslendingar fá að ættleiða tíu börn frá Nepal *Ísland með fyrstu löndum sem gera samning *Mjög hefur hægt á ættleiðingum frá Kína að undanförnu Nýlega fékk Íslensk ættleiðing löggildingu til að annast milligöngu um ættleiðingu á börnum frá Nepal, en reglurnar þar gera einhleypum loks aftur fært að ættleiða börn. „ÞAÐ er sannarlega mjög ánægjulegt að Nepal skuli leyfa einstæðum að sækja um að ættleiða barn. En það hefur engin einstæður sótt um að ættleiða barn frá því þau góðu tíðindi bárust fyrr í mánuðinum að Íslensk ættleiðing hefði fengið löggildingu til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá Nepal, enda er þetta svo nýtilkomið að margir vita ekki enn af þessu,“ segir Hörður Svavarsson formaður stjórnar Íslenskrar ættleiðingar. Hörður segist vita til þess að einhverjir einstæðir séu í startholunum. Þeir hafi ekki lagt út í það að sækja um síðustu tvö árin af því lokað var fyrir þann möguleika hjá Kína 1. maí árið 2007 að einstæðir gætu ættleitt börn.
Lesa meira

Deiglan - Birna Ósk Einarsdóttir, formaður Alþjóðlegrar ættleiðingar

Birna Ósk Einarsdóttir er Deiglugesturinn þann 28.05.09
Lesa meira

DV - Hægt að ættleiða frá Póllandi og Nepal

Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, gaf í dag út löggildingu fyrir Íslenska ættleiðingu til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá Nepal.
Lesa meira

VÍSIR - Tveir hafa sagt sig úr stjórninni

Veruleg uppstokkun á sér stað á stjórn Íslenskrar ættleiðingar þessa dagana. Formaður félagsins náði ekki endurkjöri á aðalfundi sem haldinn var nýlega. Þá hafa tveir stjórnarmenn sagt sig úr stjórn og öllum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Annar stjórnarmaðurinn segir af sér þar sem hún sér sér ekki fært að starfa innan hinnar nýju stjórnar, samkvæmt fundargerð félagsins, og telur sig ekki njóta trausts félagsmanna, hinn segir af sér af persónulegum ástæðum. Boðað hefur verið til aukaaðalfundar félagsins 21. apríl. Hörður Svavarsson, formaður félagsins, segir að þetta sé gert þar sem stjórnin sé ekki lengur fullskipuð. Á aukaaðalfundinum verði þess freistað að fá tvo menn til viðbótar kjörna í stjórn í stað þeirra sem hafa sagt af sér. Stjórn Íslenskrar ættleiðingar hefur ákveðið að hækkanir á biðlista- og lokagreiðslum, sem ákveðnar höfðu verið af fyrri stjórn, komi ekki til framkvæmda í þeirri mynd sem félagsmönnum var tilkynnt með bréfi um miðjan mars heldur teknar til endurskoðunar og niðurstaðan kynnt síðar á árinu. Hörður segir að þetta sé gert vegna óvissunnar í efnahagsmálum þjóðarinnar og óvissu í greiðslugetu fjölskyldnanna í landinu.
Lesa meira

Mbl - Ættleiddum börnum fækkar milli ára

Mbl - Ættleiddum börnum fækkar milli ára
Þeim börnum sem ættleidd eru til Íslands hefur fækkað til muna sl. ár miðað við það sem áður var. Þannig voru samtals 34 börn ættleidd til Íslands árið 2005 í gegnum Íslenska ættleiðingu, árið 2006 voru þau aðeins 8 og í fyrra samtals 13.
Lesa meira

Fréttablaðið - Hækkun á heildarkostnaði við ættleiðingu nærri tvöfaldast milli ára: Þykir órökstudd og óskýr

Fréttablaðið - Hækkun á heildarkostnaði við ættleiðingu nærri tvöfaldast milli ára: Þykir órökstudd og óskýr
Hækkun á heildarkostnaði við ættleiðingu hefur ekki komið til framkvæmda. Þá er Íslensk ættleiðing hætt við að krefjast þess að umsækjendur greiði nýtt 60 þúsund króna gjald fyrir 1. apríl eða líta annars svo á að umsækjendur hafi fallið frá umsókn sinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ingibjörgu Birgisdóttur, varaformanni Íslenskrar ættleiðingar. Í bréfi sem Íslensk ættleiðing sendi félagsmönnum nýlega var tilkynnt að kostnaðurinn verði 2,5-2,8 milljónir króna með ferð- um, fyrst og fremst vegna gengisfalls íslensku krónunnar. Heildarkostnaðurinn mun samkvæmt því næstum tvöfaldast en hann hefur fram til þessa verið 1,2-1,5 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Í yfirlýsingu varaformannsins segir að stjórnin harmi það að kynning á þessu nýja fyrirkomulagi hafi ekki verið nægilega skýr frá hendi félagsins. Gerð verði ítarlega
Lesa meira

Mbl - Kostnaður hækkar um helming

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur Kostnaður við ættleiðingar tvöfaldast samkvæmt bréfi sem Íslensk ættleiðing (ÍÆ) sendi á dögunum til fólks sem bíður eftir ættleiðingu.
Lesa meira

Mbl - Unnið að gerð reglna fyrir ættleiðingarfélög

Mbl - Unnið að gerð reglna fyrir ættleiðingarfélög
Í dóms og kirkjumálaráðuneytinu er nú unnið að gerð almennra reglna fyrir ættleiðingarfélög sem haft geta milligöngu um ættleiðingar fólks hér á landi á börnum frá öðrum löndum. Hér á landi er starfandi eitt löggilt ættleiðingarfélag, Íslensk ættleiðing, en sótt hefur verið um löggildingu fyrir annað félag, Alþjóðlega ættleiðingu. Sú beiðni er nú til meðferðar í ráðuneytinu.
Lesa meira

DV - Fannst í sefi eins og Móses

DV - Fannst í sefi eins og Móses
Sóley, ættleidd dóttir Gunnars Smára Egilssonar athafnamanns og Öldu Lóu Leifsdóttur, fannst fyrir tilviljun í sefi í Tógó í Afríku eftir að hafa verið kastað út í á. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hjónin í nýjasta tölublaði Nýs Lífs en þau ættleiddu stúlkuna í fyrra.
Lesa meira

Færri ættleiða frá Kína vegna hertra krafna

Kínverjar gera minni kröfur til umsækjenda sem vilja ættleiða fötluð börn, en til þeirra sem vilja ættleiða heilbrigð börn.Umsóknum hefur fækkað eftir að kröfur til umsækjenda voru hertar í maí síðatliðnum. Kínverjar gera minni kröfur til umsækjenda sem vilja ættleiða fötluð börn, en til þeirra sem vilja ættleiða heilbrigð börn.Umsóknum hefur fækkað eftir að kröfur til umsækjenda voru hertar í maí síðatliðnum. Nýjar Kínverskar reglur sem tóku gildi 1.maí síðastliðinn gera mun meiri kröfur en áður var til foreldra sem vilja ættleiða börn þaðan. Í ágúst næstkomandi verður í fyrsta skipti tekið á móti börnum frá Kína sem eru með einhverskonar sérþarfir eða fatlanir, en minni kröfur eru gerðar til foreldra sem taka á móti fötluðum börnum en heilbrigðum.
Lesa meira

DV - SÁTT AÐ HAFA REYNT AÐ FÁ BARN

DV -  SÁTT AÐ HAFA REYNT AÐ FÁ BARN
Breytt löggjöf í Kína takmarkar möguleika til ættleiðinga.Mun erfiðara verður fyrir einhleypinga að ættleiða Félagasamtökin Íslensk ættleiðing eru harðlega gagnrýnd fyrir að veita umsækjendum ekki nægilega góða þjónustu og sinna ekki sem skyldi þeim einstaklingum sem sækja um að ættleiða börn erlendis frá. Foreldrasamtök ættleiddra barna segja á vefsíðu sinni að Íslensk ættleiðing reyni ekki að afla sambanda við önnur lönd og að nýjar reglur í Kína geri að verkum að ættleiðingarferlið lengist og einstaklingar geti ekki lengur ættleitt börn erlendis frá. Einstæð kona Arnheiður Runólfsdóttir, sem hefur beðið í þrjú ár eftir að ættleiða barn frá Kína, segir að Íslensk ættleiðing hafi fordóma í garð einstæðra.
Lesa meira

Mbl - Möguleikar einstaklinga á að ættleiða börn hverfa

Mbl - Möguleikar einstaklinga á að ættleiða börn hverfa
Kínverjar hafa sett nýjar reglur varðandi ættleiðingar barna frá Kína. Reglurnar, sem eru mun harðari en fyrri reglur, taka gildi 1. maí næstkomandi en samkvæmt upplýsingum félagsins Íslenskrar ættleiðingar er þegar orðið of seint fyrir íslenska umsækjendur um börn til ættleiðingar að sækja um samkvæmt eldri reglum þar sem afgreiðslutími umsókna frá Íslandi er fjórir til sex mánuðir og því er ekki hægt að gera ráð fyrir að nýjar umsóknir nái til skráningar í Kína fyrir 1. maí.
Lesa meira

Vísir - Vilja ættleiða frá fleiri löndum

Arnheiður Runólfsdóttir er ein þeirra fjölmörgu einhleypra kvenna sem bíða þess að ættleiða barn á vegum Íslenskrar ættleiðingar. Hún var búin að vera á svokölluðum hliðarlista í á annað ár þegar hún komst loks inn í umsóknarferlið. Arnheiður furðar sig á því að ekki sé hægt að ættleiða börn frá fleiri löndum en þeim sem Íslensk ættleiðing hefur á sinni könnu og þá sérstaklega frá löndum sem heimila einhleypum að ættleiða börn. Arnheiði finnst að Íslensk ættleiðing hafi ekki sinnt þörfum einhleypra nægilega vel en hún var 38 ára þegar hún hóf ættleiðingarferlið en er nú 41 árs. Hún eygði von um að geta sent umsókn til Kína um næstu áramót en þær vonir eru nú að engu orðnar þar sem Kínverjar hafa breytt reglum sínum og útiloka einhleypa frá ættleiðingum þarlendra barna frá 1. maí 2007.
Lesa meira

Ættleiðingarstyrkir – örlítil upprifjan

Ættleiðingarstyrkir – örlítil upprifjan
9. desember 2006 | Aðsent efni Ættleiðingarstyrkir – örlítil upprifjan Helgi Seljan skrifar um ættleiðingarstyrki: "Það er hins vegar til umhugsunar að alltaf miðar okkur nú eitthvað áfram í þeirri samfélagslegu viðmiðun sem mér þykir að alltaf eigi að móta öll okkar lög." ÞAÐ gladdi sannarlega hug minn þegar Alþingi samþykkti styrkveitingar til foreldra sem ættleiða börn erlendis frá með ærnum tilkostnaði og þakkir margra fá félagsmálaráðherra og alþingismenn örugglega fyrir þessa lagasetningu, sem löngu var tímabær.
Lesa meira

Morgunblaðið - Ný lög um styrki vegna kostnaðar við ættleiðingu barna erlendis frá hjálpar nýjum fjölskyldum

Morgunblaðið - Ný lög um styrki vegna kostnaðar við ættleiðingu barna erlendis frá hjálpar nýjum fjölskyldum
Alþingi samþykkti á dögunum frumvarp félagsmálaráðherra um lög um ættleiðingarstyrki. Björg Kjartansdóttir er deildarsérfræðingur í Félagsmálaráðuneytinu: „Með lögunum eiga þeir sem ættleiða börn erlendis frá þess kost að fá styrk frá hinu opinbera til að mæta kostnaði við ættleiðingarferlið,“ segir Björg. Það er mjög kostnaðarsamt að ættleiða börn erlendis frá: „Bæði þarf að standa straum af ýmsum opinberum gjöldum í hinu erlenda ríki og sömuleiðis af kostnaðarsömum ferðalögum,“ segir Björg. „Samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskrar ættleiðingar, sem er eina löggilta ættleiðingarfélagið á Íslandi, er kostnaður við ættleiðingu að jafnaði frá 1,3 til 1,5 milljónum króna. Þá má ætla að stór hluti
Lesa meira

Morgunblaðið - Ólöglegar ættleiðingar

Morgunblaðið - Ólöglegar ættleiðingar
Kvikmyndaleikkonan Angelina Jolie segir söngkonuna Madonnu hafa mátt vita að ættleiðing hennar á ungum dreng frá Malaví gæti valdið henni vandræðum þar sem ættleiðingarlöggjöf Malaví sé ekki skýr. „Madonna veit vel að hún ættleiddi barn frá landi þar sem ættleiðing er ekki lögleg og að því voru aðstæður óvenjulegar, sagði Jolie í viðtali við breka blaðið New. Jolie á sjálf tvö ættleidd börn og hefur lýst yfir áhuga sínum á að ættleiða fleiri. Hún kveðst þó ekki óttast það að lenda í svipuðum aðstæðum og Madonna þar sem hún hafi ekki í hyggju að ættleiða barn frá landi þar sem ættleiðing úr landi sé ekki lögleg.
Lesa meira

Morgunblaðið - Ólöglegar ættleiðingar

Morgunblaðið - Ólöglegar ættleiðingar
Kvikmyndaleikkonan Angelina Jolie segir söngkonuna Madonnu hafa mátt vita að ættleiðing hennar á ungum dreng frá Malaví gæti valdið henni vandræðum þar sem ættleiðingarlöggjöf Malaví sé ekki skýr. „Madonna veit vel að hún ættleiddi barn frá landi þar sem ættleiðing er ekki lögleg og að því voru aðstæður óvenjulegar, sagði Jolie í viðtali við breka blaðið New. Jolie á sjálf tvö ættleidd börn og hefur lýst yfir áhuga sínum á að ættleiða fleiri. Hún kveðst þó ekki óttast það að lenda í svipuðum aðstæðum og Madonna þar sem hún hafi ekki í hyggju að ættleiða barn frá landi þar sem ættleiðing úr landi sé ekki lögleg.
Lesa meira

VÍSIR - Vill nánari útskýringu á ummælum um ættleiðingu samkynhneigðra

VÍSIR - Vill nánari útskýringu á ummælum um ættleiðingu samkynhneigðra
Formaður Samtakanna '78 hefur óskað eftir fundi með stjórn Íslenskrar ættleiðingar vegna ættleiðinga samkynhneigðra á Íslandi. Hún vill fá nánari útskýringar á ummælum forsvarsmanns Íslenskrar ættleiðingar um möguleika samkynhneigðra til ættleiðinga. Ættleiðingar samkynhneigðra voru leyfðar að fullu hér á landi frá og með 27. júní síðastliðnum. Samtökin '78 vinna nú að því að greiða götu samkynhneigðra para og hjóna sem vilja ættleiða börn. Íslensk stjórnvöld eru með samninga um ættleiðingar við fimm lönd; Indland, Kína, Kólumbía, Tékkland og Tailand, en ekkert þessara landa leyfir ættleiðingu til samkynhneigðra. Íslensk ættleiðing fer með umsóknir um ættleiðingu en það er í höndum dómsmálaráðuneytisins að semja við ný lönd um ættleiðingar. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður samtakanna 78 segir að á heimasíðu íslenskrar ættleiðingar komi fram sjónarmið sem samræmist ekki lögum og reglum stjórnvalda, hvað varðar réttindi samkynhneigðra. Þar segir meðal annars að samkynhneigð sé ekki viðurkennd í öllum samfélögum með sama hætti og hérlendis og á Vesturlöndum. Samskipti við yfirvöld og stofnanir annarra landa krefjist virðingar fyrir lögum og siðvenjum í viðkomandi löndum. Samtökin leggja því áherslu á að sérstökrar varðúðar verði gætt við stofnun nýrra samninga við önnur lönd og að þeir hafi ekki áhrif á núverandi samninga til ættleiðingar.
Lesa meira

Morgunblaðið - Umsóknir yrðu strand á Íslandi

Morgunblaðið - Umsóknir yrðu strand á Íslandi
Samtökin 78 vilja að ráðuneytið kanni hvaða lönd heimili ættleiðingarnar Enn er ekkert land sem Ísland hefur samið við um ættleiðingar barna, sem tekur við umsóknum frá samkynhneigðum pörum, samkvæmt upplýsingu frá félaginu Íslensk ættleiðing (ÍÆ). Stjórn félagsins er reyndar ekki kunnugt um nein lönd sem heimila erlendu samkynhneigðu pari að ættleiða barn. Stjórn Samtakanna 78 mun á næstunni senda fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um stöðu málsins og fara þess á leit að það kanni hvort einhver lönd séu tilbúin að leyfa samkynhneigðum pörum að ættleiða börn þaðan. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að verði dóms- og kirkjumálaráðuneytinu bent á land, sem hafi áhuga á
Lesa meira

Mbl - Vilja láta kanna hvaða lönd heimili að samkynhneigðir ættleiði þaðan börn

Mbl - Vilja láta kanna hvaða lönd heimili að samkynhneigðir ættleiði þaðan börn
Stjórn Samtakanna 78 ætlar að fara þess á leit við dómsmálaráðuneytið að það kanni hvort einhver lönd séu tilbúin að leyfa samkynhneigðum pörum að ættleiða börn þaðan.
Lesa meira

blaðið - Ættleiðingarþunglyndi er vel þekkt

blaðið - Ættleiðingarþunglyndi er vel þekkt
Margir foreldrar sem ættleiða börn eru frá sér numin af gleði þegar barnið kemur heim. Hjá sumum er þessi gleði skammvinn og hún leysist upp í ættleiðingarþunglyndi. Ættleiðingarþunglyndi getur verið allt frá dapurleika í einhvern tíma yfir í raunverulega örvæntingu í lengri tíma. Flestir þjást þó í hljóði þar sem þeir finna fyrir skömm og sekt yfir að vera ekki fullkomlega hamingjusamir með eitthvað sem þeir kusu sjálfir og unnu lengi að. Ættleiðingarþunglyndi er vel þekkt á meðal starfsfólks innan ættleiðingarkerfisins en það hafa engar rannsóknir farið fram á sjúkdómnum. Ingibjörg Birgisdóttir, fræðslufulltrúi Islenskrar ættleiðingar,
Lesa meira

Jafnrétti til barneigna

Jafnrétti til barneigna
4. febrúar 2006 | Aðsent efni | 428 orð | 2 myndir Jóhann Sigurðsson og Margrét R. Kristjánsdóttir fjalla um kjörforeldra: "Vonum að alþingismenn allir verði við ákalli þessu og skorum á þá að koma málinu í höfn á vorþinginu." FYRIR Alþingi liggur fyrir í þriðja skipti tillaga Guðrúnar Ögmundsdóttur til þingsályktunar um að taka upp styrki til foreldra sem ættleiða börn frá útlöndum. Frumvarp þetta er mikið jafnréttismál sem ekki hefur fengið þær viðtökur og það brautargengi sem við mætti búast, svo sjálfsagt sem það virðist. Málið snýst um jafnræði til ættleiðinga óháð efnahag og tekur á þeirri brýnu þörf að jafna möguleika fólks til að eignast barn burtséð frá því hvort það teljist til hátekjufólks eða ekki. Um er að ræða afar hóflega styrki sem þó skipta sköpum fyrir þá sem eru að ættleiða barn.
Lesa meira

Mbl - Af skattlagningu barneigna

Mbl - Af skattlagningu barneigna
Af skattlagningu barneigna Ólöf Ýrr Atladóttir fjallar um ójafnræði varðandi barneignir Íslendinga: "...ég sætti mig ekki við það að mín barneign njóti ekki jafnræðis á við aðrar barneignir Íslendinga og því síður við það að með því að þetta ójafnræði ríkir, sé gefið í skyn að dóttir mín sé ekki jafnvelkomin í hóp Íslendinga og önnur börn." FYRIR tæpum tveimur árum hlotnaðist mér það happ að eignast dóttur. Hún er núna nýorðin þriggja ára, eiturklár stelpa og skemmtileg, sem stefnir annaðhvort á lækninn eða prinsessuna þegar hún verður stór. Dóttir mín er fædd í Kína. Það voru mörg sporin sem stíga þurfti í tengslum við þessa barneign mína. Það þurfti að fara milli stofnana hér heima, sækja alls konar vottorð og umsagnir um að við hjónin værum líkamlega og andlega fær um að ala önn fyrir barninu okkar þegar þar að kæmi.
Lesa meira

visir.is - Ræddi bara við suma umsækjenda

visir.is - Ræddi bara við suma umsækjenda
Dómsmálaráðuneytið sendir mál til umsagnar ættleiðingarnefndar í undanþágutilvikum og þegar vafi leikur á að skilyrði til að veiting leyfis til ættleiðingar sé fyrir hendi. Ættleiðingarnefnd fer ekki með mál í samstarfi við viðkomandi barnaverndarnefnd hverju sinni, þar sem verkefni hinnar síðarnefndu er lokið, lögum samkvæmt, þegar þar er komið sögu. Þetta sagði Margrét Hauksdóttir formaður ættleiðinganefndar, spurt um starf nefndarinnar. Hún kvaðst ekki vilja tjá sig um það einstaka mál sem nú væri fyrir dómstólum. Það snýst um að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti með því að Lilja Sæmundsdóttir mætti ættleiða barn frá Kína. Ættleiðingarnefnd mælti ekki með leyfi til ættleiðingar. Dómsmálaráðuneytið synjaði umsókn Lilju sem fór með málið fyrir Héraðsdóm. "Þegar dómsmálaráðuneytið vísar máli til ættleiðinganefndar nefnir það þau atriði sem það vill láta athuga, " sagði Margrét. Spurð hvort nefndin kallaði þá viðkomandi umsækjanda og sérfræðinga til viðtals kvað Margrét það fara eftir því hvað um væri að ræða hverju sinni. "Við höfum aflað frekari upplýsinga og rætt við sérfræðinga, svo og umsækjendur í málum. Það fer eftir því um hvað er verið að fjalla hverju sinni. Ég hef ekki athugað það nákvæmlega en get trúað að það gerist í um það bil helmingi mála. Það er engin skylda hjá okkur að kalla umsækjendur fyrir. Við eigum einungis að gæta þeirra sjónarmiða að hvert mál sé rannsakað með næganlegum hætti og tryggja að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir, sem byggja megi umsögn nefndarinnar á." Spurð hvort það gæti ekki reynst erfitt að ljúka því sem ráðuneytið teldi ábótavant í rannsókn máls, án þess að kalla fyrir viðkomandi sérfræðinga og/eða umsækjendur, sagði Margrét það fara eftir því hvað verið væri að athuga. Líta yrði á hvert mál með heildrænum hætti. Spurð hvort í umræddum tíu málum hefði verið stuðst við fyrirliggjandi umsagnir barnaverndarnefna vísaði Margrét á ráðuneytið. Það tæki ákvörðun um að senda mál til ættleiðingarnefndarinnar og hefði þá sínar forsendur fyrir því. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kvaðst ekki vilja tjá sig varðandi mál sem væri fyrir dómstólum.
Lesa meira

Morgunblaðið - Hefur gefið okkur meira en orð fá lýst

Akureyri. Morgunblaðið. "UMRÆÐAN er að opnast og það er gott. Barnsins vegna er betra að tala um hlutina af hreinskilni og það hef ég ákveðið að gera þótt það geti verið óþægilegt fyrir stelpuna mína," segir móðir á Akureyri en hún og eiginmaður hennar hafa ættleitt tvær stúlkur frá Indlandi. Þær eru fjögurra og sex ára gamlar auk þess sem þau eiga einnig 15 ára dóttur. Þau hjónin fengu eldri stúlkuna heim fimm mánaða gamla og þá yngri sex og hálfs mánaða. Eldri stúlkan hefur verið greind með ódæmigerða einhverfu og ofvirkni með athyglisbrest en móðir hennar segir það þó samdóma álit þeirra sem með hana hafa haft að gera að hún sé ekki einhverf, heldur sé hún með svonefnda tengslaröskun.
Lesa meira

Áhætta fylgir ættleiðingu barns af stofnun

Áhætta fylgir ættleiðingu barns af stofnun
21. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 493 orð | 1 mynd Áhætta fylgir ættleiðingu barns af stofnun Geðlæknirinn Ron Federici hefur sérhæft sig í lækningum á stofnanaskaða ættleiddra barna. Geðlæknirinn Ron Federici hefur sérhæft sig í lækningum á stofnanaskaða ættleiddra barna. — Morgunblaðið/Jim Smart Ættleidd börn, sem alist hafa upp á stofnunum, geta átt við ýmis hegðunarvandamál að stríða sem og líkamleg, m.a. vegna vannæringar. Nauðsynlegt er fyrir foreldra að gera sér grein fyrir áhættunni og sjá til þess að barnið fái mjög reglulegt eftirlit allt frá fyrsta degi. Sé það gert eru góðar líkur á að barnið aðlagist nýju umhverfi. Hér er rætt við bandaríska geðlækna og íslenska móður.
Lesa meira

Frumskilyrði andlegs heilbrigðis

Frumskilyrði andlegs heilbrigðis
20. janúar 2005 | Dagbók | 450 orð | 1 mynd Börn | Námstefna um greiningu og meðferð barna með tengslaröskun Frumskilyrði andlegs heilbrigðis Málfríður Lorange er fædd árið 1951. Hún lauk kandídatsprófi í sálfræði frá Árósaháskóla 1981 og var síðan í framhaldsnámi í fjölskyldumeðferð 1981-83. Þá lagði hún stund á framhaldsnám í taugasálfræði barna og unglinga í Hollandi 1995-96. Málfríður starfaði sem forstöðumaður sálfræði- og sérkennsludeildar Leikskóla Reykjavíkur 1987-95. Hún hefur verið yfirsálfræðingur á Barna- og unglingageðdeild LSH frá 1996. Þá rekur hún ásamt öðrum læknastofu.
Lesa meira

Morgunblaðið - SKÍNANDI DÓTTIR FRÁ KÍNA

Morgunblaðið - SKÍNANDI DÓTTIR FRÁ KÍNA
Ættleiðing er langt og strangt ferli og tók hátt í þrjú ár hjá mæðgunum Þórunni Sveinbjarnardóttur og Hrafnhildi Ming, þrátt fyrir að þingkonan sé fljót að taka ákvarðanir. Þróunaraðstoð og mannréttindi hafa lengi verið á meðalbaráttumála og hugðarefna Þórunnar og störf hennar fyrir Alþjóða Rauðakrossinn eiga sinn þátt í þeirri ákvörðun hennar að ættleiða barn frá Kína. Hrafnhildur Ming, sextán mánaða, handleikur stóra kubba, tætir tepoka og rífur í pottablóm eins og henn- ar aldri sæmir. Mamma hennar, þingkonan Þórunn Sveinbjarnardóttir, fylgist með og grípur inn í þegar pottablómið er farið að þjást óþarflega mikið. ?Hún hefur mikið skap og lætur ekki ganga framhjá sér,? segir hún og horfir á dóttur sína sem hún fékk fyrst í fangið í Kína fyrir tæpum þremur mánuðum. Þá var lokið ættleiðingarferli sem alls tók tvö ár og níu mánuði. Það er ýmislegt sem getur dregið ættleiðingu á langinn, hér á landi og í heima- landi barnanna. Í Kína virðist daglegt brauð að stúlkubörn séu borin út, þar sem karlkynið er rétthærra þar í landi og lög í gildi um að hjón megi bara eignast eitt barn. Þær sem bornar eru út bjargast stundum og fá þá skjól á munaðarleys- ingjahælum eða barnaheimilum. Auglýst er eftir foreldrum þeirra og ef enginn gef- ur sig fram er hægt að huga að ættleiðingu.
Lesa meira

Flest börnin koma frá Kína

Alls 30 börn ættleidd hingað til lands á síðasta ári og fjölgar ár frá ári
Lesa meira

Fréttablaðið - Kostnaður vegna ættleiðinga

Fréttablaðið - Kostnaður vegna ættleiðinga
Frá árinu 1981 hafa Íslendingar ættleitt 425 börn erlendis frá. Þau koma frá 23 löndum. Um þessar mundir eru 60-70 fjölskyldur á biðlista Íslenskrar ættleiðingar eftir börnum og hefur þorri þeirra tekið stefnuna á Kína. Ísland gerðist aðili að Haagsamningnum um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingar árið 1999 en hann byggir á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Með aðild að Haag-samningnum er tryggð samvinna aðildarríkjanna um ættleiðingar barna og lög og reglur þar að lútandi settar í fastar skorður. Þá samþykkti Alþingi ný lög um ættleiðingar í desember 1999 en í þeim er m.a. kveðið á um að einhleypingar geti ættleitt börn „ef sérstaklega stendur á og ættleiðing er ótvírætt talin barninu til hagsbóta“, eins og þar segir. Óhætt er að fullyrða að mikil réttarbót fylgdi setningu nýrra laga um ættleiðingar og aðild Íslands að Haagsamningnum, þótt enn hafi ekki verið stigið það sjálfsagða skref hér á landi að leyfa ættleiðingar af hálfu samkynhneigðra.
Lesa meira

Mbl - Um 400 ættleidd börn hér á landi

Heilsufar barna við ættleiðingu og aðlögun og skólaganga kjörbarna verða á meðal viðfangsefna málþings sem Íslensk ættleiðing stendur fyrir á laugardag í safnaðarheimili Hallgrímskirkju kl. 13-17.
Lesa meira

DV - Fóstur og ættleiðing verði hjá sama embætti

DV - Fóstur og ættleiðing verði hjá sama embætti
Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, er ósáttur við að hans embætti hafi ekki með ættleiðingarmál að gera. Þær reglur gilda um fósturráðstafanir að barnaverndarnefndum er óheimilt að ráðstafa fyrr en að fenginni umsögn Barnaverndarstofu. Það er til að tryggja að samræmt mat sé á þeim kröfum sem gerðar eru til hæfis fósturforeldra í landinu öllu, enda ekki eðlilegt, að mati Braga, að svoleiðis vinna dreifist á 50 barnaverndarnefndir í landinu. „Ef við lítum hins vegar á ættleiðingar sem eru í eðli sínu alveg sambærilegar ráðstafanir þá ber svo við að hæfismatið liggur ekki hjá Barnaverndarstofu heldur í umsókn viðkomandi barnaverndarnefnda. Siðan fer
Lesa meira

Kjördætur frá Kína á leiðinni heim til Íslands

Kjördætur frá Kína á leiðinni heim til Íslands
11. maí 2002 | Miðopna | 1252 orð | 1 mynd Kjördætur frá Kína á leiðinni heim til Íslands Lísa Yoder: Allar nýjar leiðir eru gleðiefni. TÍU stúlkubörn frá Kína koma hingað til lands með íslenskum foreldrum sínum á næstunni. Þessir nýju Íslendingar bjuggu á barnaheimilum í fæðingarlandi sínu þar til fyrir nokkrum dögum, að hópur Íslendinga lagði land undir fót og hitti loks langþráð kjörbörn sín. Þá tók við bið sem enn stendur, á meðan gengið er frá ættleiðingum stúlknanna tíu, en á meðan búa þær hjá kjörforeldrum sínum, sem bráðlega halda heim á leið með dæturnar. Þetta eru fyrstu börnin sem ættleidd eru hingað til lands frá Kína, í samræmi við samkomulag íslenska dómsmálaráðuneytisins og kínverska félagsmálaráðuneytisins. Í júlí á síðasta ári var skýrt frá því í Morgunblaðinu að samkomulagið væri í burðarliðnum og þá fylgdi sögunni að mörg kínversk börn biðu ættleiðingar í heimalandi sínu og þetta samkomulag myndi því opna mikla möguleika á ættleiðingum erlendis frá. Önnur Norðurlönd hefðu góða reynslu af samskiptum við Kínverja í ættleiðingarmálum. "Meginreglan verður sú," sagði í fréttinni, "að væntanlegir kjörforeldrar sem vilja ættleiða börn í Kína munu þurfa að fara sjálfir til landsins til að sækja börnin."
Lesa meira

Mbl - Ættleiðingar kínverskra barna ættu að geta hafist í haust

Samkomulag er í burðarliðnum á milli dómsmálaráðuneytisins og kínverska félagsmálaráðuneytisins um ættleiðingar milli landanna. Samkomulagið mun hafa þá þýðingu að íslenskir kjörforeldrar munu geta ættleitt börn í Kína en mörg kínversk börn bíða ættleiðingar og mun það því opna mikla möguleika á ættleiðingu barna erlendis frá.
Lesa meira

DV - Ættleiðing góður kostur

DV - Ættleiðing góður kostur
Það vakti athygli í dönsku pressunni, nánar tiltekið Berlingske tidende, að heldur hefði minnkað áhugi í Danmörku á œttleiðingum erlendis frá og ástœðan sögð sú að of dýrt vœri að ættleiða. Á íslandi eru nú um og yfirfjögur hundruð börn sem komið hafa frá öðrum löndum og biðlisti væntanlegra foreldra langur. Hjá félaginu Íslensk œttleiðing, sem eru samtök þeirra sem hafa þegar œttleitt barn eða börn og hinna sem bíða eftir ættleiðingu, varð Lísa Karen Yoder fyrir svörum.
Lesa meira

Mbl - Fjórar á tíu árum

FJÓRUM einhleypum einstaklingum hefur verið veitt leyfi til frumættleiðingar á barni á síðustu tíu árum að því er fram kemur í skriflegu svari dómsmálaráðherra, Sólveigar Pétursdóttur, við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar þingmanns Samfylkingarinnar.
Lesa meira

Mbl - Karl og kona í óvígðri sambúð fá að ættleiða

ÆTTLEIÐINGUM barna á Íslandi hefur farið fækkandi síðustu tólf árin og voru þær fæstar 28 árið 1995. Áður hafði ættleiðingum hins vegar farið fjölgandi og voru flestar 89 árið 1985. Þetta kemur m.a. fram í frumvarpi til nýrra ættleiðingalaga, sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra og starfandi dómsmálaráðherra, mælti fyrir á Alþingi í gær.
Lesa meira

DV - Barnið og þarfir þess eru aðalatriðið varðandi ættleiðingu

DV - Barnið og þarfir þess eru aðalatriðið varðandi ættleiðingu
Barnið og þarfir þess eru aðalatriðið varðandi ættleiðingu - segja stjórnarkonur félagsins íslensk ættleiðing „Meginmarkmið félagsins er að aðstoða þá sem vilja ættleiða börn af erlendum uppruna og ávallt þannig að hagsmunir barnsins sitii í fyrirrúmi. Ættleiðing snýst um að gefa barni nýja fjölskyldu og betri möguleika í lífinu. Barnið og þarfir þess eru aðalatriðið og því er ávallt gengið út frá þeim forsendum," segja þær Ingibjörg Birgisdóttir og Guðrún Ó. Sveinsdóttir, tvær stjórnarkonur félagsins íslensk ættleiðing. Ingibjörg er formaður félagsins og Guðrún er starfsmaður þess. Þær hafa báðar ættleitt erlend börn og Guðrún reyndar tvö. „Það eru um 180 fjölskyldur í félaginu. Þær hafa allar ættleitt börn eða eru á biðlista eftir að ættleiða. Um 320 einstaklingar hafa verið ættleiddir hingað til lands frá því í kringum 1970. 25 hjón á biðlista „Um 1980 jukust mjög erlendar ættleiðingar hér á landi. Síðan hafa ættleiðingar verið mjög algengar hér. Það er mikil þörf nú og biðlistar í gangi. Eðlilegur biðtími er 2 ár en þetta getur líka stundum tekið skemmri tíma, t.d. eitt ár. Þrjú ár er má segja lengsti biðtími. Nú eru um 25 hjón á biðlista hjá félaginu. Hjón þurfa að sækja um til dómsmálaráðuneytisins ef þau vilja ættleiða erlent barn. Eftir að þau ganga í félagið íslensk ættleiðing fá þau aðstoð þess. Síðan kannar barnaverndarnefnd eða félagsmálastofnun hagi hjónanna og á grundvelli þeirrar umsagnar tekur ráðuneytið ákvörðun um hvort umsækjendur fá leyfi til að ættleiða barn. Þegar gengið hefur verið frá ættleiðingunni fær barnið sömu lagastöðu gagnvart kjörfor- eldrum sínum og væri það kynbarn þeirra. Við í félaginu sjáum um að aðstoða fólkið á sem bestan hátt við ættleiðinguna. Við leitum upplýsinga erlendis og öflum sambanda formlega."
Lesa meira

Helgarpósturinn - Leiðin liggur til Kólumbíu

Helgarpósturinn - Leiðin liggur til Kólumbíu
Íslendingar hafa á síðustu þrjátíu árum ættleidd þrjúhundruð erlend börn. Stærsti hópurinn, eða yfir áttatíu börn, komu frá Sri Lanka fyrir áratug. Hátt í hundrað og tuttugu kjörbörn hafa síðan verið ættleidd frá Indónesíu og Indlandi. Á síðustu árum hafa æ fleiri farið á eigin vegum til Kólumbíu í ættleiðingarhugleiðingum eftir að hafa gefist upp á biðröðinni hjá íslenskri ættleiðingu.
Lesa meira

Helgarpósturinn - Þessi böm voru ættluð okkur

Helgarpósturinn - Þessi böm voru ættluð okkur
Hafa ættleitt tvö börn með nokkurra ára millibili Þessi börn voru ættluð okkur Ein þeirra hjóna, sem rutt hafa sína eigin braut og staðið algerlega sjálf að ættleiðingum á eigin börnum, eru hjónin Ingveldur Jóna Árnadóttir og Hannes Sigurgeirsson. Þau eiga tvö börn, Guðrúnú tólf ára og Sigurgeir, fimm ára, sem þau ættleiddu með nokkurra ára millibili frá Kólumbíu í gengum ríkisstofnunina, sem oft er kölluð fjölskylduráðuneytið í Bogotá. Í von um að geta hvatt aðra til þess að fara sömu leið ákvað Ingveldur Jóna að segja upp og ofan af sinni reynslu, en bæði telur hún ættleiðingar alltof mikið feimnismál á Islandi auk þess sem henni finnst sem upplýsingar um þennan þrautseiga hóp sem leitað hefur til Kólumbíu hafi verið sniðgengnar af ýmsum aðilum. „Þetta er svo stórkostlegt að ég vil gjarnan deila þessu með öðrum. Alltof fáir vita að hægt er að leita milliliðalaust til Kólumbíu og dvelja þar í mjög hentugu húsnæði á
Lesa meira

Helgarpósturinn - Merkilegt hversu fáir hafa snúið sér hingað

Helgarpósturinn - Merkilegt hversu fáir hafa snúið sér hingað
Umhverfisráðherra og frú ættleiða barn í Kólumbíu Merkilegt hversu fáir Islendingar hafa snúið sér hingað sagði Össur Skarphéðinsson þegar Morgunpósturinn náði tali afhonum í Kólumbíu. Eins og komið hefur fram ættleiddu Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra og eiginkona hans, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur, tveggja mánaða stúlkubarn fyrir þremur vikum. Vegna mikillar skriffinnsku eru þau enn þar í landi, en koma heim um helgina eftir fimm vikna dvöl. MORGUNPÓSTURINN náði tali af hinum nýbakaða föður þar sem hann var í gærdag staddur á hóteli í Kólumbíu. „Það er alveg klárt að málin hér niður frá ganga upp. Kerfið í Kólumbíu er pottþétt og mjög skilvirkt. Ég er í raun alveg hissa á að ekki hafi fleiri íslendingar leitað á þessar slóðir."
Lesa meira

Morgunblaðið - Náð í nýjan Íslending til Taílands

Morgunblaðið - Náð í nýjan Íslending til Taílands
Lesa meira

Morgunblaðið - Dregið hefur úr ættleiðingum á Íslandi

Morgunblaðið - Dregið hefur úr ættleiðingum á Íslandi
Lesa meira

Morgunblaðið - Að sjá fyrir lit

Morgunblaðið - Að sjá fyrir lit
Alltaf öðru hverju birtist hér á fjósbitanum sá ljóti sálarpúi sem kallast kynþáttafordómar og lifir á því hugarfari manna að geta ekki litið þá réttu auga sem eru öðru vísi en þeir sjálfir. Í okkar heimshluta byggjast þessir fordómar oftast nær á útliti fólks, á litarhætti þess, á því hugboði að þar sem fari blökkumenn, arabar, eða fólk af hinum svokallaða gula kynstofni (þar með taldir indjánar og innúítar), þar megi búast við undirferli og illvirkjum. Af hinu dökka útliti er umsvifalaust dregin ályktun um skuggalegt innræti.
Lesa meira

Þjóðviljinn - Ættleiðing barna stöðvuð

Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fresta allri frekari afgreiðslu á beiðnum um ættleiðingu frá Sri Lanka þar til ákveðið mál hefur fengist upplýst. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði við Þjóðviljann í gær að þessi ákvörðun hefði verið tekin fyrir nokkrum vikum og væriekkert tengd bréfi Einars Benediktssonar,sendiherra í Lundúnum til utanríkisráðherra. Ástæðan fyrir því að ákveðið hefur verið að afgreiða engar beiðnir er að upp kom atvik, sem hefur fengist staðfesting á, sem sé þess eðlis að ráðuneytið hefur séð sig knúið til að láta athuga þann aðila, sem hefur séð um að útvega börn til ættleiðingar frá Sri Lanka.
Lesa meira

DV - Hvernig ber fólk sig að þegar það ættleiðir börn

DV - Hvernig ber fólk sig að þegar það ættleiðir börn
„Þau eru mjög vær, láta svona vita af sér þegar þau vilja drekka og láta skipta á sér," sögöu hjónin Sigurður Karlsson og Ellen Ólafsdóttir í viðtali í DV í gær en þau hjón ættleiddu tvö börn frá Sri Lanka þann 21. mars síðastliðinn. Eins og fram kom í DV í gær voru þau ekki ein um það. Alls voru kjörbömin fjögur sem komu til landsins um síðustu helgi og var það stór stund hjá þessum þremur fjölskyldum. En hvernig ber fólk síg aö þegar það vill ættleiða börn? Fá allir að ættleiða börn, kostar það eitthvað, hversu mörg böm hafa verið ættleidd frá svokölluðum þróunarríkjum á síðustu árum?
Lesa meira

Vísir - Um ættleiðingu barna

Vísir - Um ættleiðingu barna
Fyrir nokkru flutti próf. Símon Jóh. Ágústson útvarpserindi um ættleiðingu barna. Vísir varð bess var, að erindi þessi vöktu mikla athygli almennings, enda ættleiðing víða á dagskrá af augljósum ástæðum, svo að blaðið fór þess á leit að fá erindin til birtingar. Hefur prófessorinn endursamið þau að nokkru leyti fyrir blaðið, og kann það honum þakkir fyrir.
Lesa meira

Vísir - Um ættleiðingu barna

Vísir - Um ættleiðingu barna
Ættleiðingum hefur farið ört fjölgandi hér á landi — einkum eftir 1940. Frá lokum fyrri heimsstyrjaldar (1918) fram um 1930 voru þau um 10 á ári að meðaltali, en seinustu árin (1952—1958) hafa verið veitt rúmlega 77 ætfleiðingarleyfi árlega til jafnaðar. Eftir Símon Jóh. Ágústsson
Lesa meira

Alþýðublaðið - Kjörbörn og fósturbörn

Alþýðublaðið - Kjörbörn og fósturbörn
GERA ber skarpan greinarmun á 1) ættleiðingu og 2) fóstursambandí, sem er tvennt ólíkt. Um ættleidd börn, eða kjör börn eins og þau eru venjulega nefnd manna á milli, gilda hér á landi sérstök lög, en um fóstur börn er við fá lagafyrirmæli að styðjast og alls engin heildarlög. Lög um meðferð einkamála í héraði og lög um meðferð opinberra mála drepa þó lítillega á fóstursamband. Sjá og alm. hegningarlög og lög um almannatryggingar.
Lesa meira

19.júní - Ættleiðingar

19.júní - Ættleiðingar
Í janúar í vetur flutti Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari erindi um ættleiðingar á fundi KFRÍ. Svo sem vænta mátti var erindið mjög fróðlegt og fjallaði það bæði um sögulega og lagalega hlið málsins. Ennfremur um ættleiðingar í reynd, og gaf Hákon upplýsingar um það, hversu mjög ættleiðingum hefði fjölgað undanfarið. Að erindinu loknu urðu miklar umræður og var mörgum fyrirspurnum beint að fyrirlesaranum, sem gaf við þeim greið svör. Fréttir af fundi þessum vöktu talsverða athygli og komu af stað umræðum manna á milli. Er hér um mjög viðkvæmt og margþætt mál að ræða og þvi taldi ,,19 júní" vel við eigandi að gefa lesendum sínum kost á að fræðast um málið frá sem flestum hliðum og leitaði blaðið í því skyni upplýsinga hjá lögfræðingi, sálfræðingi og starfsmanni Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Brugðust þeir
Lesa meira

Vísir - Bækur og höfundar; Um ættleiðingu eftir Símon Ágústson

Vísir - Bækur og höfundar; Um ættleiðingu eftir Símon Ágústson
Fyrir skömmu kom út bók eftir próf. Símon Jóh. Ágústsson með þessu nafni. Gerir höfundur þar rækilega grein fyrir ættleiðingum frá sálfræðilegu og félagsfræðilegu sjónarmiði. Bókin greinist í 10 kafla, og auk þess eru í viðbæti prentuð ýmis lög, reglugerðir og samþykktir um ættleiðingar. Í fyrsta kaflanum er skýrt frá niðurstöðum á rannsókn, sem gerð hefur verið á íslenzkum ættleiðingum. Þar er tekin athugun Ármanns prófessors Snævars á ættleiðingarleyfum frá 1952-1958, alls 500 ættleiðingarleyfi. Prófessor Símon hefur síðan haldið þessari rannsókn áfram og athugað 388 ættleiðingarleyfi frá 1959-1962. Nær athugun þeirra beggja yfir rúman helming allra þeirra ættleiðingarleyfa, sem veitt hafa verið „síðan stjórnvaldið fluttist inn í landið".
Lesa meira

Svæði