Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Ritgerðir
Tengslamyndun alþjóðlega ættleiddra barna Höf. Sara Huld Halldórsdóttir
11.12.2023
Markmið þessarar heimildaritgerðar er að kanna hvaða áhrif ættleiðingar geta haft á
tengslamyndun alþjóðlega ættleiddra barna og hvaða afleiðingar getur fylgt þeim. Einnig
verður skoðað hvaða forvarnir og bjargir standa kjörfjölskyldum til boða hérlendis. Sögur
ættleiddra barna eru misjafnar eftir hverju barni en streita er algeng afleiðing sem fylgir.
Þjónusta sem veitt er hérlendis til alþjóðlega ættleiddra barna er af skornum skammti. Helstu
bjargir fyrir þennan jaðarsetta hóp koma frá Íslenskri ættleiðingu, en þau veita bæði
ættleiddum börnum og kjörforeldrum viðeigandi þjónustu ásamt því að veita gagnlega fræðslu
í skólakerfið. Stuðningi við málefni alþjóðlegra ættleiddra barna er ábótavant í samfélaginu,
heilbrigðiskerfinu og skólakerfinu.
Lesa meira
Skilyrði sem umsækjendur um ættleiðingar þurfa að uppfylla. Höfundur Jóhanna Sif Finnsdóttir
01.07.2020
Í ritgerðinni eru skoðuð þau skilyrði sem umsækjendur um ættleiðingar eða forsamþykki til ættleiðingar á erlendu barni þurfa að uppfylla, með áherslu á skilyrðin um aldur og heilsufar. Samanburður er gerður við skilyrði sem umsækjendur um tæknifrjóvgun og fósturforeldrar þurfa að uppfylla auk þess sem skilyrði í frumvarpi til laga um staðgöngumæðrun eru skoðuð. Þá eru skilyrði sem snúa að aldri og heilsufari umsækjenda um ættleiðingu á Norðurlöndunum skoðuð til samanburðar. Markmiðið með ritgerðinni er að rannsaka hvort skilyrði um aldur og heilsufar í lögum og reglugerðum um ættleiðingar hér á landi séu úrelt, í samræmi við önnur sifjalög sem og hvort þau séu í samræmi við önnur Norðurlönd. Einnig er kannað hvort skilyrðin séu of ströng eða of væg eftir að samanburður hefur verið gerður við ofangreind atriði.
Efni ritgerðarinnar var rannsakað með því að skoða lög, reglugerðir og dóma eftir því sem við átti. Jafnframt voru rannsökuð nokkur íslensk mál til að varpa frekara ljósi á rannsóknarefnið en aðgangur fékkst að fimm málum hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Tvö málanna snúa að aldri og þrjú að heilsufari.
Niðurstöður sýna að nokkuð mætti bæta þegar kemur að framsetningu á skilyrðum heilsufars en aldursskilyrðið er í ágætu samræmi við hin Norðurlöndin.
Meistaraitgerðin var skrifuð við lagadeild Háskóla Íslands. Leiðbeinandi Jóhönnu var Hrefna Friðriksdóttir.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.000 krónur fyrir einstakling.