Seinni hluti undirbúningsnámskeiðsins
Fólk sem bíður eftir ættleiðingu er skylt að sækja fræðslunámskeið sem ÍÆ gengst fyrir, skv. reglugerð innanríkisráðuneytisins.
Námskeiðið er fyrir fólk sem er að taka fyrstu skrefin í ættleiðingarferlinu, og er hannað til að hjálpa til við að taka ákvörðun um hvort ættleiðing barns sé skuldbinding sem fólk treystir sér í.
Námskeiðið leitast við að svara áleitum siðferðilegum spurningum um ættleiðingu og spurningum eins og er ættleiðing fyrir mig? Hvernig er að vera kjörforeldri, hvað er eins / hvað er öðruvísi? Hver er ábyrgð mín sem kjörforeldris? Get ég staðið undir þeirri ábyrgð? Námskeiðið kynnir aðdraganda og undirbúning ættleiðingarinnar og einnig er fjallað um líf barnsins áður en ættleiðingin á sér stað. Til þess að þátttakendur geri sér betur grein fyrir aðstæðum þeirra barna sem bíða ættleiðingar er meðal annars notast við myndband um líf barna á munaðarleysingjaheimilum erlendis. Við skoðum hvað það er sem barnaheimilisbörnin fara á mis við og hvort mögulegt er að bæta þeim það upp? Uppbygging námskeiðsins byggist mikið á virkri þátttöku þátttakenda og hvað þeir fá út úr námskeiðinu liggur í virkni þeirra sjálfra.
Undirbúningsnámskeiðið er sniðið eftir erlendu fræðsluefni og lagað að íslenskum aðstæðum.
Á námskeiðinu er þátttakendahópurinn blandaður, óháð því frá hvaða landi ættleitt er.
Námskeiðið er tvískipt.
Fyrri hluti:
Var haldinn laugardagurinn 25.október kl. 9:00 til kl: 16:00 sunnudagsins 26.október á sveitasetrinu við Laxá í Kjós, aðeins um 25 mínútna akstur frá Reykjavík.
Frekari upplýsingar um staðinn: Sjá http://sveitasetur.hreggnasi.is
Seinni hlutinn:
Verður haldinn laugardaginn 22.nóvember kl: 8:00 til 17:00.
Staðsetning: Dillonshúsið í Árbæjarsafni. Kistuhyl 4, 110 Reykjavík.
Leiðbeinendur eru eru:
Arndís Þorsteinsdóttir, Sálfræðingur
Arndís Þorsteinsdóttir lauk BA námi í sálfræði við HÍ árið 1984 og embættisprófi (Cand.Psych.) við Háskólanum í Bergen 1988. Hún hlaut sérfræðiviðurkenningu í klínískri sálfræði árið 2000 og meðferðarnámi í PMT (Parent Management Training) árið 2008. Arndís er starfandi á Þjónustumiðstöð hjá Reykjavíkurborg. Arndís er kjörforeldri og hefur því persónulega reynslu af ættleiðingum.
Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri
Þórgunnur er grunnskólakennari að mennt B.ed. Hún lauk svo meistaranámi MA Stjórnun menningar- og mennastofnanna við Háskólann á Bifröst árið 2011. Þórgunnur hefur starfað um árabil sem kennari við grunn- og gagnfræðiskóla en frá 2000 hefur hún starfað sem skólastjóri, fyrst við Grunnskóla Ólafsfjarðar og frá 2010 við Borgarhólsskóla á Húsavík. Þórgunnur er móðir tveggja barna, annað ættleitt frá Kólumbíu. Hún hefur því persónulega reynslu af ættleiðingum.