Ættleiðing - tímarit Í.Æ. er komið til félagsmanna
Ritnefnd Í.Æ. hefur nú sent frá sér annan hluta af glæsilegu tímariti félagsins í PDF formi.
Í tímaritinu sem er sextán síður að þessu sinni er nýafstaðinni ráðstefnu NAC (Nordic Adoption Council) í Reykjavík gerð góð skil í fjórum greinum. Yfirgripsmikil hugleiðing er um orðið SN-barn, birtar eru myndir af börnum sem nýlega hafa verið ættleidd til landsins, kjörmóðir greinir frá svokölluðu foreldraorlofi sem foreldrar eiga lagalegan rétt á fyrir átta ára aldur barnsins, fjallað er um lífsbók og fleira.
Ættleiðing – tímarit Í.Æ. var sent félagsmönnum í Íslenskri ættleiðingu í dag í netpósti en ráðgert er að prentuð útgáfa með úrvali úr öllum hlutum blaðsins komi út fyrir árslok.
Þeir sem ekki hafa fengið tímaritið sent eru hvatir til að snúa sér til skrifstofu félagsins og gefa upp netfang sitt. Blaðið verður einnig aðgengilegt á læstum hluta vefjarins innan skamms.