Fréttir

Enginn biðlisti eftir börnum með skilgreindar sérþarfir

Eftir að CCAA í Kína breytti upplýsingagjöf sinni, um hvenær væri von á að aukið verði við lista yfir börn með skilgreindar sérþarfir, hefur jafnræði milli ættleiðingarfélaga víða um heim aukist og fólk á biðlista hjá Íslenskri ættleiðingu hefur notið góðs af því.

Í seinustu viku bárust okkur upplýsingar um að von væri á nýjum listum og því gátu tveir félagsmenn á vegum stjórnar Í.Æ. – stjórnarmeðlimur og hjúkrunarfræðingur – setið vaktina aðfarnótt miðvikudagsins. Árangurinn var gleðilegur.

Biðlistinn okkar eftir börnum með skilgreindar sérþarfir var að vísu ekki langur en nú er enginn á biðlistanum því það tókst læsa upplýsingum um börn fyrir alla sem voru á listanum. Fljótlega fara því þrenn hjón til Kína að sækja nýjustu fjölskyldumeðlimina sína.

Við óskum þessum verðandi foreldrum innilega til hamingju.

 

Svæði