Ný reglugerð um ættleiðingar í Samráðsgátt
Dómsmálaráðuneytiuð hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda drög að nýrri reglugerð um ættleiðingar. Þessari reglugerð er ætlað að koma í stað núgildandi reglugerðar um ættleiðingar nr. 238/2005.
Drögin að nýju reglugerðinni eru svo aðgengileg í heild sinni á vefsvæði Samráðsgáttar en opið er fyrir athugasemdir til 30.júní 2023, linkur á reglugerðina hér.
Eins og kemur fram í drögum að reglugerðinni eru helstu breytingar frá núgildandi reglugerð um ættleiðingar um heilsufar, sambúðartíma, aldur umsækjenda, einhleypir umsækjendur, yfirfærsla verkefna frá Íslenskri ættleiðingu til sýslumanns, námskeið, alþjóðleg fjölskylduættleiðing og fylgigögn.
Stjórn og skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar hefur sent inn umsögn á drögum að reglugerð um ættleiðingar.