Ráðherrann í liðinu
Einn ráðherra hefur öðrum fremur stutt við bakið á íslenska ættleiðingarfélaginu en ættleiðingarmál virðast alltaf vera í forgangi hjá Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra.
Nú er Össur í opinberum erindum á Indlandi brynjaður upplýsingum um ættleiðingarmálaflokkin frá heimalandinu og hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að heimsækja Cara, ættleiðingarmiðstöð indverskra stjórnvalda.
Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.