Sálfræðiviðtöl á Akureyri?
Íslensk ættleiðing langar til að kanna þörf sinna félagsmanna fyrir viðtöl hjá Lárusi H. Blöndal, sálfræðingi. Stefnt er að hann komi til Akureyrar í nóvemberlok. Staðsetning og tími verður auglýst síðar ef nægur fjöldi skráninga næst.
Félagsmenn Íslenkrar ættleiðingar eru hvattir til að nýta sér þessa frábæru þjónustu.
Viðtölin eru ókeypis fyrir félagsmenn, en kosta annars kr. 13.000.-. Skráning viðtalstíma er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar.