Sundferð á sunnudag
Hin árlega og margrómaða sundferð Íslenskrar Ættleiðingar verður næstkomandi sunnudag 11. apríl frá 11-13. Að þessu sinni ætlum við að baða okkur í Ásvallalaug í Hafnarfirði.
Ásvallalaug er frábær aðstaða fyrir börnin, innandyra vatnsrennibraut og skemmtileg buslulaug fyrir börnin. Foreldrar geta flatmagað í heitipotti með ágætis útsýni yfir barnalaugina.
Með kveðju,
skemmtinefnd ÍÆ