Fréttir

Vegna fréttar RÚV um hækkanir gjalda hjá ÍÆ

Í tilefni af frétt sjónvarpsins í kvöld kl 19:00 af hækkun gjalda vegna ættleiðinga hjá Íslenskri ættleiðingu, vill stjórn félagsins koma því á framfæri að bréf það sem sent var út til félagsmanna var kynning á fyrirhugaðri hækkun, sem ekki er komin til framkvæmda enn.

Félagið hefur alls ekki í hyggju að krefjast þess að umsækjendur greiði nýja gjaldið fyrir 1. apríl næstkomandi né mun það líta þannig á að verði gjaldið ekki greitt skoðist það þannig að umsækjendur hafi fallið frá umsókn sinni.

Félagið harmar það einnig að kynning á þessu nýja fyrirkomulagi hafi ekki verið næganlega skýr frá hendi félagsins og mun á aðalfundi félagsins í næstu viku gera ítarlega grein fyrir henni.

Umrædd hækkun á heildarkostnaði við ættleiðingu stafar að lang mestu leiti af gengisfalli íslensku krónunnar.


Svæði