Vetrarstarf Íslenskrar ættleiðingar
Nú þegar vetur gengur í garð er ástæða til að kynna félagsstarf Íslenskrar ættleiðingar sem verður mikið og gott í vetur enda byggir félagið á langri hefð sem foreldrafélag auk þess að miðla ættleiðingum fyrir áhugasama umsækjendur.
Í Reykjavík verða foreldramorgnar tvisvar til þrisvar í mánuði, fyrsta laugardag í mánuði kl. 14.00 í Hreyfilandi og síðan ýmist einhver útivera eða föndur inni í húsnæði KFUM&K.
Á Akureyri verður eitthvað skemmtilegt á dagskrá í hverjum mánuði til vors.
Dagsetning á foreldramorgnum/hittingi á Vestfjörðum verður kynnt fljótlega.
Málþing verður í Reykjavík laugardaginn 25. nóvember en ljóst er að fyrir foreldra og umsækjendur sem búa utan Reykjavíkur er miklu heppilegra að hafa fræðslu í heilan dag en að mæta á staka fyrirlestra á virkum kvöldum. Dagskrá málþingsins verður nánar kynnt fljótlega. Síðasta málþing var í tilefni 25 ára afmælis ÍÆ vorið 2003 en þá mættu um 100 manns til að fræðast um ýmislegt tengt ættleiðingum.
Fleiri atburðir koma eflaust á dagskrána þannig að best er fyrir félagsmenn að fylgjast vel með henni hér á vefsíðunni
Dagskrá höfuðborgarsvæðisins veturinn 2006 - 2007:
Október
Laugardagurinn 7. október kl. 14:00 - 15:00 - Íþróttir í Hreyfilandi
Sunnudagurinn 15. október kl. 16:00 - Bíóferð í Kringlubíó til að sjá myndina The Wild
Laugardagurinn 21. október kl. 10:00 - 1200 - Haustföndur - KFUM&K
Nóvember
Laugardagurinn 4. nóvember kl. 14:00 - 15:00 - Íþróttir í Hreyfilandi
Fimmtudagurinn 16. nóvember kl. 20:00 - 22:00 - Spjallkvöld, umræða um biðtímann, allir velkomnir - KFUM&K
Laugardagurinn 18. nóvember kl. 15:00 - 17:00 - Furðufataball - KFUM&K
Desember
Laugardagurinn 2. desember kl. 14:00 - 15:00 - Íþróttir í Hreyfilandi
Laugardagurinn 9. desember kl. 10:00 - 12:00 - Piparkökumálun - KFUM&K
Fimmtudagurinn 28. desember kl. 16:00 - 18:00 - Jólaball - KFUM&K
Janúar
Laugardagurinn 6. janúar kl. 14:00 - 15:00 - Íþróttir í Hreyfilandi
Laugardagurinn 20. janúar kl.10:00 - 12:00 - Sundferð í Salarlaug í Salarhverfi í Kópavogi
Febrúar
Laugardagurinn 3. febrúar kl. 14:00 - 15:00 - Íþróttir í Hreyfilandi
Fimmtudagurinn 15. febrúar kl. 20:00 - 22:00 - Spjallkvöld, umræða um heimkomuna og eftirlit fyrst eftir heimkomu - KFUM&K
Laugardagurinn 17. febrúar kl. 10:00 - 12:00 - Hnoða, leira og lita - KFUM&K
Mars
Laugardagurinn 3. mars kl. 14:00 - 15:00 - Íþróttir í Hreyfilandi
Laugardagurinn 17. mars kl. 10:00 - 12:00 - Páskaföndur - KFUM&K
Sunnudagurinn 25. mars kl. 15:00 - 17:00 - Keila í Keiluhöllinni, börnin keppa við foreldrana
Apríl
Laugardagurinn 21. apríl kl. 10:00 - 12:00 - Málun og vatnslitun - KFUM&K
Maí
Laugardagurinn 5. maí kl. 14:00 - 15:00 - Íþróttir í Hreyfilandi
Laugardagurinn 19. maí kl. 10:00 - 12:00 - Skeljar og kuðungar - Ylströndin í Nauthólsvík
Júní
Sunnudagurinn 10. júní kl. 11:00 - 13:00 - Sumargrill í Furulundi í Heiðmörk
Dagskrá Norðurlandsdeildar veturinn 2006-2007:
Október
Laugardagurinn 14. október kl. 10:00 - 12:00 - Foreldrahittingur í Glerárkirkju, leikur, spjall og huggulegheit
Nóvember
Laugardagurinn 11. nóvember kl. 11:00 - Íþróttadagur í Þelamörk. Sett verður upp þrautabraut og eitthvað skemmtilegt gert
Desember
Sunnudagurinn 3. desember kl. 14:00 - Piparkökumálun og jólaföndur á Hæfingarstöðinni við Skógarlund
Föstudagurinn 29. desember kl. 16:30 - Jólaball í sal Glerárkirkju - Eins og alltaf leggja allir eitthvað með sér á kaffiborðið
Janúar
Laugardagurinn 13. janúar Bíóferð (Nánar auglýst síðar)
Febrúar
Laugardagurinn 10. febrúar kl. 11:00 - Sundferð í Þelamörk - Svo væri hægt að enda á að fara í ísbíltúr saman
Mars
Laugardagurinn 10. mars kl. 14:00 - Sleðaferð í Kjarnaskóg klukkan 14:00. Allir hafa með sér nesti
Maí
Laugardaginn 12. maí Óvissuferð (Nánar auglýst síðar)
Júní
Laugardagurinn 9. júní kl. 12:00 Sumargrill í Kjarnaskógi
Við vonumst til að sjá sem flesta á uppákomum vetrarins og ef þið lumið á skemmtilegum hugmyndum, eða hafið einhverjar spurningar, þá endilega setjið ykkur í samband við okkur:
Inga Magga (s: 898-7301 eða með tölvupósti á netfangið ingamagg@simnet.is )
Birna ( s:845-1237 eða með tölvupósti á netfangið bir@simnet.is
Að lokum minnum við á að útilegan 2007 verður 20. til 22. júlí að Húsabakka í Svarfaðardal