Fréttir

Aðalfundur 05.10.1985

Aðalfundurinn var haldinn í Hreyfilshúsinu v/Grensásveg og hófst hann kl. 14:00. Elín Jakobsdóttir setti fundinn kl. 14:20 og tilnefndi Sigurð Karlsson sem ritara og Guðbjörgu Alfreðsdóttur sem fundarstjóra.
Þá var tekið til við dagskránna.
Fyrst á dagskrá var skýrsla formanns Elínar Jakobsdóttur. Fjallaði hún að sjálfsögðu mest um Sri Lanka. Kom í ljós að þaðan væru komin 33 hjón og mörg með 2 börn svo líklega eru Sri Lanka börnin orðin 50. 15 hjón fara fyrir jól og 10 eru í undirbúningi. 110 hjón eru á biðlista sem reyndar er óraunhæfur vegna þess hvað margir "gamlir" hanga inni á lista og eru ekki tilbúnir. Formaður drap á hið mjög svo góða samband sem ríkir á milli okkar og Damas og gengur allt mjög vel. Þó er eitt atriði sem Damas er ekki ánægður með. Um er að ræða hversu oft fólk velur kyn og þá aðalega stúlkubörn. Hann er óánægður með það og segir að þeir sem biðja um stúlkubörn verði að bíða lengur en hinir sem er alveg sama.
Næsta mál á dagskrá voru reikningar félagsins sem voru samþykktir einróma með fyrirvara um samþykki endurskoðanda. 
Þá var komið að kosningu stjórnar en fráfarnadi stjórn bar fram eftirfarandi tillögu.

Formaður: Engilbert Valgarðsson
Varaformaður: María Pétursdóttir
Gjaldkeri: Guðrún Ó. Sveinsdóttir
Ritari: Elín Jakobsdóttir
Meðstjórnandi: Monika Blöndal
1. varamaður: Sigurður Karlsson
2. varamaður: Jón Hilmar Jónsson

Tillagan var samþykkt einróma.

Fræðslunefnd var næst á dagskrá. Tillaga stjórnar var:
Helga Bragadóttir
Mónika Blöndal
Olga Stefánsdóttir
Tillagan var samþykkt einróma.

Skemmtinefnd var næst á dagskrá og var fráfarnadi skemmtinefnd búin að biðjast lausnar eftir 2ja ára mjög góða framkvæmd. Voru þeim þakkir færðar fyrir mjög vel unnin störf. Tillaga stjórnar að skemmtinefnd: 
Hilmar Karlsson
Guðbjörg Kristinsdóttir
Ragna Birna
Tillagan var samþykkt einróma.

Þá ræddi fundarstjóri um væntanlega heimsókn Dammas að ári. Ákveðið var að Trausti Gunnarsson og Sigurður Karlsson yrðu í móttökunefnd og fengju sjálfvalið lið til hjálpar.

Endurskoðendur voru endurkjörnir eða þeir:
Ásmundur Karlsson og Grímur Einarsson.

Þá var komið að ákvörðun félagsgjalda. Tillaga stjórnar var samtals kr. 1.000.- Sem skiptist í 500 kr félagsgjöld og 500 kr í varasjóð, framkvæmdasjóð.
Samþykkt einróma.

Þá var gert kaffihlé.

Þá var komið að liðnum önnur mál.
1. mál var þar á dagskrá eða:
Ættleiðingar barna og brjóstagjöf. Helga Bragadóttir flutti þar mjög skýrt erindi um þessi mál en hún hefur kynnt sér þau sérstaklega. Afhenti hún stjórninni gögn um þessi mál.

Fundi slitið kl. 15:30.

Guðbjörg Alfreðsdóttir


Svæði