Fréttir

Stjórnarfundur 03.02.2015

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 3. febrúar 2015, kl. 20:00

Mættir:
Hörður Svavarsson,  Elín Henriksen, Elísabet Hrind Salvarsdóttir og Anna Katrín Eiríksdóttir.

Einnig sat Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri félagsins fundinn.

Dagskrá:

  1. Ráðning endurskoðanda
    Lögð eru fram gögn frá framkvæmdastjóra um kostnað við núverandi bókhaldsþjónustu og endurskoðun á undanförnum tveimur árum.
    Lagt er fram tilboð frá Rýni endurskoðun.
    Lögð er fram tillaga um að fela framkvæmdastjóra að gera samning við Rýni endurskoðun á grundvelli tilboðs.

    Afgreiðsla: Samþykkt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið klukkan 20:15

 


Svæði