Fréttir

Stjórnarfundur 07.05.2013

Stjórnarfundur 07.05.2013

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 7.maí 2013 kl. 20:00

Mættir:
Anna K. Eiríksdóttir
Ágúst Guðmundsson
Árni Sigurgeirsson
Elín Henriksen
Hörður Svavarsson
Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri skrifstofu og Ragnheiður Davíðsdóttir starfsmaður skrifstofu sátu einnig fundinn.

Mál á dagskrá:
Dagskrá:
1. Mánaðarskýrsla mars
2. Mánaðarskýrsla Apríl
3. Rússland
4. Vinna með stjórn Samtakanna 78
5. Ráðning starfsmanns
6. Heimasíða
7. Fjórða alþjóðlega ráðstefna fræðimanna um ættleiðingar
8.NAC
9. Starfshópur um endurskoðun á ættleiðingarlöggjöf
10. Önnur mál

1. Mánaðarskýrsla mars
Lagt fram á fundi, umræðum um skýrslu frestað

2. Mánaðarskýrsla apríl
Frestað þar til á næsta fundi

3. Rússland
Lögð fram gögn frá Elínu (minnisblað um fund, frétt frá Rússlandi og póstur frá UTN. Lagt til að senda frekari upplýsingar til Rússlands til að styrkja umsóknina enn frekar. Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri sér um að safna þessum upplýsingum saman og mun svo heyra í Hermanni hjá IRR.

4. Vinna með stjórn Samtakanna 78
Lögð fram munnleg skýrsla um samráðsfund og fyrirhugað samstarf en Hörður Svavarsson, Kristinn Ingvarsson, Elín Henriksen og Sigrún María Kristinsdóttir sátu fund með stjórn Samtakanna 78 17.apríl 2013. Næsti fundur með Samtökunum 78 fyrirhugaður fljótlega.

5. Ráðning starfsmanns
Framkvæmdarstjóri greinir frá stöðu ráðningarferlis. Ráðning starfsmanns er í gangi en búið að þrengja niður í þrjá. Næstu skref er að fá meðmæli.

6. Heimasíða
Áætlaður afhendingardagur heimasíðu er 21.maí næstkomandi. Hörður Svavarsson formaður hefur unnið að þessu og sent þeim sem sjá um að setja upp síðuna það sem þarf að vera á heimasíðunni, logo og fleira í þeim dúr.

7. Fjórða Alþjóðlega ráðstefna fræðimanna um ættleiðingar
Ráðstefnan verður haldin á Spáni í júlí en hún er haldin á um það bil 4 ára fresti. (http://www.icar4.com/ICAR4/) Margir áhugaverðir fyrirlestrar í boði og lagt til að framkvæmdarstjóri, formaður og jafnvel nýji ráðgjafinn fari á ráðstefnuna. Samþykkt af stjórnarmönnum.

8. NAC
NAC ráðstefnan verður haldin 12.-14.september 2013. Íslensk ættleiðing er beðin um að senda 2 unga ættleidda á aldrinum 18-27 ára og borga fyrir þá á ráðstefnuna. Á ráðstefnunni verða margir áhugaverðir fyrirlestrar, meðal annars kemur fulltrúi frá Suður-Afríku, Laura Martinez mun tala um löggjöf, kostnað milli landa og fleira og það verður einnig fyrirlestur frá Færeyjum.

9. Starfshópur um endurskoðun á ættleiðingarlöggjöf
Bréf frá Þórunni Sveinbjarnardóttur lagt fram og áherslur ÍÆ mótaðar.

10. Önnur mál
Kristinn Ingvarsson sagði frá fundi með Svanhildi hjá Innanríkisráðuneyti sem var í dag 7.maí. Fundurinn gekk vel og var farið yfir helstu mál málaflokksins.

Fundi slitið kl.22:00
Næsti fundur áætlaður: 4.júní
Fundargerð ritaði: Ragnheiður


Svæði