Stjórnarfundur 08.07.2002
Fundur hjá Íslenskri ættleiðingu haldinn 8. júlí 2002.
Fundargerð.
Kínaheimsóknin.
Fundurinn hófst á umræðu um Kínaheimsóknina í kringum Hvítasunnuhelgina. Heimsóknin gekk vel í flesta staði, nema fundurinn sem stjórnin átti með gestunum. Gestirnir voru afar ósáttir við gang einstakra mála í okkar fyrstu ferð til Kína og létu óánægju sína óspart í ljós.
Óánægjan beindist ekki hvað síst að danskri aðstoðarkonu sem íslenska sendiráðið hafði mælst mjög til að við notuðum. Hennar vinnuframlags verður ekki óskað framvegis. Þrátt fyrir þessa erfiðleika sem upp komu í ferðinni eru ekki líkur á að verði nokkrir eftirmálar frá hendi Kínverjanna. Guðrún og Lisa munu hitta Ólaf Egilsson sendiherra á fundi á morgun miðvikudag 9. júlí og ræða reynsluna sem hlaust af þessari fyrstu ferð og hvað betur mætti fara.
Ljóst er að betri undirbúning þarf fyrir Kína ættleiðendur framtíðarinnar.
Kostnaður vegna heimsóknarinnar er ekki endanlega kominn á hreint en liggur í kringum 300 þúsund fyrir 6 manns, sem þykir bara vel sloppið.
Umsókn um styrki
Það virðist vera fullreynt fyrir ættleiðendur að reyna að fara fram á skattaafslátt vegna kostnaðar sem þeir hafa af öllu ferlinu.
Stjórnin þarf að senda bréf til stærstu stéttarfélaganna og spyrjast fyrir um möguleika á styrkjum frá þeim.
Ljóst er að kostnaðurinn liggur í kringum 1200 þús. á hjón miðað við þessa fyrstu ferð til Kína.
Útilegan.
Fjöldinn er ekki á hreinu, fólkið mætir bara en hingað til hefur mætingin verið 100 – 200 manns.
Heimasíðugerð.
Félagsmenn eru mjög að pressa á að heimasíða komist í gagnið hjá félaginu. Félagsmaður hjá Íslenskri ættleiðingu hefur mikinn hug á að aðstoða við gerð hennar en skilyrði sem stjórnin setur er að heimasíðan verði algerlega byggð á hennar forsendum og hún ráði öllu því sem fram kemur á henni. Æskilegt er að upphafssíðan sé kynningarsíða félagsins, alls ekki yfirhlaðin upplýsingum. Einnig væri gaman að sína myndir úr félagsstarfinu, hvað sé á döfinni, jólaböll, sumarferð og fleira sem vert er að vekja athygli á. Alls ekki sundurgreindur kostnaður við ættleiðingu, mataruppskriftir eða annað sem minna máli skiptir.
Ættleiðingar frá Indlandi.
Eftir að öll ættleiðingarmál fóru undir CARA má búast við fjögurra mánaða seinkun á afgreiðslu mála þaðan skv. upplýsingum frá dönum.
Fleira ekki rætt og lauk fundi í kringum 22:30.
Ásta B. Þorbjörnsdóttir.