Stjórnarfundur 12.01.2021
Stjórnarfundur íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 12. janúar 2021 kl. 20:30 í gegnum fjarfundarbúnað.
Mætt; Berglind Glóð Garðarsdóttir, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Lísa Björg Lárusdóttir, Magali Mouy, Ari Þór Guðmannsson og Sigurður Halldór.
Dylan Herrera boðaði forföll sökum veikinda.
Einnig tók Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri þátt í fundinum.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Askur, skýrsla skrifstofu
- Aðalfundur ÍÆ 2021
- Ársreikningur 2020
- Samráðsfundur DMR og ÍÆ - minnisblað
- On the road to a new family
- Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt.
2. Askur, skýrsla skrifstofu
Kristinn fræddi um stöðu mála. Dylan er að uppfæra kerfið, gera það læsilegra og auðveldara til uppflettinga. Verður í staðin fyrir gagnagrunn félagsins.
Bættust við umsóknir í lok árs 2020 og enduðu því í 9.
Ein pörun varð við barn í Tékklandi rétt fyrir jól. Allt í ferli í því máli.
3. Aðalfundur 2021
Stefnt að því að hafa fund 23. mars kl. 20. Skoða þarf þegar nær dregur varðandi útfærslu m.t.t covid. Kristinn ætlar að athuga hvort það sé hægt að halda fundinn hjá Framvegis.
Á fundinum verður kosið um fjögur sæti.
Tillögur að breytingum á samþykktum þurfa að koma fram fyrir 31. janúar nk.
4. Ársreikningur 2020
Ragnheiður er að klára að bóka inn. Í framhaldi verður farið í afstemmingar og svo stillt upp í kjölfarið. Stefnt á að ársreikningur verði tilbúinn til kynningar fyrir stjórn í febrúar.
5. Samráðsfundur DMR og ÍÆ – minnisblað.
Þann 18. desember sl. var árlegur samráðsfundur í gegnum Zoom. Gekk ágætlega. Elísabet hafði sett inn minnisblað frá fundi til kynningar fyrir stjórn.
Verið er að vinna í reglugerð og verður hún vonandi send til yfirlestrar á félagið fljótlega.
Rætt var um fjárframlag sem nefnt hafði verið að kæmi frá félagsmálaráðuneyti fyrir atriði sem dómsmálaráðuneyti telur ekki falla undir þjónustusamning. Trúlegt að verið sé að bíða eftir barnafrumvarpi félagsmálaráðherra sem mun breyta öllu kerfinu.
6. On the road to a new family
Um er að ræða bók sem tékkarnir gáfu út. Leituðu til aðstandenda þeirra sem þeir hafa verið að vinna með. Kristinn reifar stuttlega og segir áhugavert þó hann sé ekki búinn að lesa ítarlega.
Jafnframt kom upp hugmynd um að óska eftir fræðslu varðandi þetta frá Ondrej. Kristinn ætlar að kanna með það, mögulega í gegnum zoom einhvertíma á næstunni.
7. Önnur mál
Gunnar Bender er búinn að gefa út bók um ættleiðingar. Hefur haft samband og lýst yfir áhuga á að félagið kaupi af honum bækur. Bjóða honum að senda formlegt erindi á stjórn.
Rætt um að fara í löggildingarmál fljótlega. Indland, Kólumbía og Dóminíska lýðveldið.
Kristinn upplýsir um að bandarísk ættleiðingarsamtök hafi haft samband við félagið vegna umsækjenda sem eru að flytja til Íslands en eru með umsókn í Indlandi. Kanna með aðkomu félagsins.
Frú Elísa hafði sambandi við félagið vegna bókar sem hún er að skrifa um konur á Íslandi. Var að óska eftir upplýsingum um réttindi samkynhneigðra og ættleiðingar.
Fundi lokið kl. 21:30
Næsti fundur : 9. febrúar kl. 20:30 í gegnum fjarfundarbúnað.