Fréttir

Stjórnarfundur 13.02.2019

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 13. febrúar kl. 20:00  í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.  

 Mætt: Lísa Björg Lárusdóttir, Magali Mouy, Sigrún Eva Grétarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir sem ritaði fundargerð. 
Lára Guðmundsdóttir og Sigurður Halldór Jenson tóku þátt með fjarfundabúnaði.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri.

Dagskrá stjórnarfundar   

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
    Fundargerð samþykkt samhljóða.  
  2. Mánaðarskýrsla janúar 
    Mánaðarskýrsla lögð fram til kynningar. 
  3. Þjónustusamningur 2019 undirritaður
    Fulltrúar DMR og fulltrúar ÍÆ hafa undirritað þjónustusamning ráðuneytisins við Íslenska ættleiðingu til eins árs, 2019. 
  4. Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar 2019
    Stjórn Íslenskrar ættleiðingar samþykkir samhljóða að aðalfundur félagsins verði haldinn miðvikudaginn 13. mars 2019 kl. 20:30. Framkvæmdastjóra er falið að senda út fundarboð með löglegum fyrirvara samkvæmt samþykktum félagsins. 
  5. Samanburður á gjaldskrám milli landa
    Lára Guðmundsdóttir hefur tekið saman samanburð á gjaldskrám milli ættleðingarfélaga á Íslandi, Finnlandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi.  Minnisblað lagt fram til kynningar og umræðu. Gögnin verða nýtt í frekari vinnu við gjaldskrá Íslenskrar ættleiðingar og er vísað til umræðu í gjaldskrárnefnd. 
  6. Undirbúningsnámskeið fyrir ættleiðingu  
    Anita Maj Berner sálfræðingur hjá miðstjórnvaldinu í Danmörku kom til Íslands í janúar og deildi þekkingu, reynslu og fræðsluefni fyrir verðandi kjörforeldra með leiðbeinendum hjá Íslenskri ættleiðingu. Fyrir hönd ÍÆ sendum við Anitu Maj Berner og danska miðstjórnvaldinu þakkir fyrir mikilvægt framlag við framþróun á námskeiðum og fræðslu ÍÆ.  
  7. NAC ráðstefna á Íslandi – dagskrárdrög  
    Drög að dagskrá ásamt athugasemdum frá stjórn NAC lögð fram til kynningar. Undirbúningsnefnd fyrir ráðstefnuna heldur í framhaldinu sinni vinnu áfram. 
  8. Adoption Joy Week, mars 2019
    Undirbúningshópur skipaður Lísu Björgu Lárusdóttur og Magali Mouy kynnir hugmyndir að viðburðum í Adoption Joy Week, sem er vitundarátak á vegum NAC í mars 2019. Sigrún Grétarsdóttir bætist í undirbúningshópinn sem fylgir hugmyndavinnu eftir. 
  9. Project that maps life stories of children
    Verkefnið er á vegum miðstjórnvaldsins í Tékklandi og gengur út á að safna sögum barna sem ættleidd hafa verið þaðan til annarra landa. Sögurnar eru unnar út frá spurningalistum og verða niðurstöður kynntar í upprunalandinu; Tékklandi. Evrópusambandið styrkir verkefnið. Stjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra að skoða mögulega þátttöku félagsins, meðal annars með hliðsjón af persónuverndarlögum. 

Ekki voru fleiri mál tekin fyrir, fundi slitið kl. 22:00. 

 


Svæði