Stjórnarfundur 14.06.2023
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 14. júní 2023 kl. 17:30.
Mætt: Gylfi Már Ágústsson, Selma Hafsteinsdóttir, Sigríður Dhammika Haraldsdóttir, Sólveig Diljá Haraldsdóttir, Svandís Sigurðardóttir og Örn Haraldsson.
Fjarverandi: Berglind Glóð Garðarsdóttir
Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdastjóri þátt í fundinum.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Skýrsla skrifstofu
- DMR
- Þjónustugjöld
- NAC
- Hague 30 ára afmæli
- Tékkland – minnisblað
- Sumarlokun skrifstofu- minnisblað
- Önnur mál
1.Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt
2.Skýrsla skrifstofu
Minnisblað vegna skýrsla skrifstofu fyrir maí rætt.
3.DMR
Áframhaldandi viðræður vegna þjónustusamnings frá 1.október 2023. Búið að bjóða fulltrúum ráðuneytis á fund 15.júní en líklega verður hann ekki fyrr en seinna í júní.
4. Þjónustugjöld
Framkvæmdastjóri sendi tillögur um hækkun á þjónustugjöld á stjórn. Mikil óvissa um fjármagn og þarf að funda sérstaklega um það.
5.NAC
Rætt um ráðstefnu NAC sem verður 15.september, búið að opna fyrir skráningu á heimasíðu ÍÆ, https://www.isadopt.is/is/nac. Þemað er Adoption – a lifelong process. Ráðstefna opin öllum sem hafa áhuga á ættleiðingum.
6.Hague 30 ára afmæli
Framkvæmdastjóri tók þátt í ráðstefnu sem haldin var 30.maí í tilefni af 30 ára afmælis Hague samningsins.
7.Tékkland - minnisblað
Framkvæmdastjóri leggur fram minnisblað vegna fundar sem skrifstofu ÍÆ og fulltrúar stjórnar áttu við fulltrúa UMPOD í Tékklandi.
8.Sumarlokun skrifstofu - minnisblað
Framkvæmdastjóri leggur fram minnisblað vegna sumarlokunar á skrifstofu ÍÆ. Minnisblaðið rætt.
9.Önnur mál
a.Styrkur úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla
Félagið hefur fengið samþykktan styrk að andvirði 150.000 kr. úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2023.
b. Fundur með Origo
Framkvæmdastjóri fer 15.júní á fund hjá Origo vegna hugsanlegs styrks.
Fundi lokið kl. 18:51
Næsti stjórnarfundur miðvikudaginn 9.ágúst kl. 17:30