Íslensk ættleiðing

Fréttir

Námskeið um áhrif áfalla á tengsl og þroska 31. janúar 2026

Íslensk ættleiðing stendur fyrir námskeiði um áhrif áfalla á tengsl og þroska barna og ungmenna sem leitt er af Sigríði Hlíf Valdimarsdóttur sviðsstjóra í Klettabæ. Námskeiðið er opið öllum en niðurgreitt fyrir félagsmenn. Lögð er áhersla á að foreldrar læri að skilja hegðun barns síns, geti veitt því viðeigandi stuðning og að þeir geti styrkst í hlutverki sínu í streituvekjandi aðstæðum, svo eitthvað sé nefnt.
Lesa meira

Neyðarkall í minningu Sigurðar Kristófers

Neyðarkall Landsbjargar er að þessu sinn til minningar um Sigurð Kristófer McQuillan Óskarsson sem lést af slysförum við æfingar við Tungufljót þann 3.nóvember 2024. Sigurður Kristófer var formaður Kyndils og ættleiddur frá Indlandi árið 1989.
Lesa meira

Jólabingó og -skemmtun 30. nóvember 2025

Jólaskemmtun fyrir alla aldurshópa verður haldin sunnudaginn 30. nóvember milli klukkan 14 og 16 í sal Framvegis í Borgartúni. Bingó, piparkökur, jólasveinn & jólatónlist.
Lesa meira

Rannsókn á reynslu foreldra ættleiddra barna

Íslensk ættleiðing í Reykjavíkurmaraþoni

Sumarleyfi 2025

Andlát: Hörður Svavarsson fv. formaður ÍÆ

Sumargrill 14. júní 2025

FANN ALSYSTUR SÍNA MEÐ DNA

Uppkomnir ættleiddir frá Kalkútta fara í útilegu

Svæði