Fréttir

„Er þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar eitthvað fyrir foreldra ættleiddra barna?“

Áhugaverður fyrirlestur og umræður
Áhugaverður fyrirlestur og umræður

„Er þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar eitthvað fyrir foreldra ættleiddra barna?“ fyrirlestur Gyðu Haraldsdóttur sálfræðings miðvikudaginn 25. febrúar 2015.

Annar mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar þetta árið var haldinn í gærkvöldi miðvikudaginn 25. febrúar sl. í Tækniskólanum í Reykjavík.  Fyrirlesturinn bar yfirskriftina „Er þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar eitthvað fyrir foreldra ættleiddra barna?“.  Fyrirlesarinn var Gyða Haraldsdóttir sálfræðingur og forstöðumaður á Þroska- og hegðunarstöð.  Mætingin var góð og var ánægjulegt hve margir nýttu sér að fylgjast með fyrirlestrinum á netinu.  Ari Þór Guðmannsson átti vega og vanda af tæknilegri útfærslu þessarar leiðar og á hann sérstakar þakkir skilið fyrir það. Almenn ánægja var með fyrirlesturinn.  Umræðan í kjölfar hans var mjög áhugaverð og spennandi þar sem fólk velti fyrir sér hvort og á hvern hátt þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar gæti nýst fyrir ættleidd börn og foreldra þeirra. Almennur áhuga var á því að halda þeirri umræðu áfram og finna mögulegar leiðir til að sinna þörfum þessa hóps. Við þökkum Gyðu fyrir góðan fyrirlestur og við hlökkum til væntanlegs samstarfs.

 


Svæði