1.tími - Barna og unglingastarf, yngri hópur
Í ár ætlum við fara aftur af stað með barna- og unglingastarfið sem fékk góðar viðtökur síðasta vetur. Það var frábært fólk sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nýverið fyrir félagið og aldrei hefur safnast jafn há upphæð. Áheitin sem söfnuðust nýtast í að greiða niður barna- og unglingastarfið hjá okkur, það er því mikil ánægja að geta nú haldið áfram þessu mikilvæga starfi.
Núna verður breyting á starfsmönnum sem sjá um utanumhald og hafa umsjón með námskeiðinu. Þær Karítas og Dísa taka nú við keflinu af Rut og Kjartani. Einnig munu fleiri aðilar koma að tímunum, til að mynda í tengslum við jóga, leiklist og útiveru.
Karitas er 23 ára, fædd árið 1994 og er ættleidd frá Indlandi. Hún útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands sumarið 2017 en var áður á félagsvísindabraut við Kvennaskólann í Reykjavík.
Karítas hefur unnið með börnum og unglingum síðan 2013 og er í dag að vinna með verðandi skólakrökkum (5-6 ára) á leikskólanum Grandaborg. Hún hefur unnið með allan leikskólaaldur og auk þess á frístundaheimili. Sumarið 2016 var hún leiðbeinandi í unglingavinnunni.
Börn og unglingar eiga hug hennar allan og sér hún ekki fram á að það sé að fara að breytast.
Dísa er 23 ára, fædd árið 1995 og er einnig ættleidd frá Indlandi.
Hún var á tungumálabraut í Flensborg og útskrifaðist nú í sumar sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Dísa hefur mjög gaman af því að vera með börnum og hefur unnið mikið með þeim. Meðal annars hefur hún starfað á leikskóla, sem flokkstjóri í unglingavinnunni og á frístundaheimili.
Núna í haust er Dísa að byrja að vinna sem aðstoðaverkefnastjóri í tómstundamiðstöð í Hafnarfirði. Þar verður hún að vinna bæði með börnum á frístundaheimili og unglingum í félagsmiðstöð sem henni finnst mjög spennandi tækifæri.
Karítas og Dísa kynntust á viðburði hjá ÍÆ árið 1997 og hafa verið vinkonur síðan. Þeirra markmið með námskeiðinu er að draga saman einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að uppruni þeirra er ekki íslenskur, ræða um það, ásamt því að hafa gaman. Þær munu blanda inn hópefli, sem þær eru sérfræðingar í, ásamt myndlist, leiklist og sjálfsstyrkingu svo eitthvað sé nefnt.
Aðal málið verður að hafa gaman og gefa krökkunum tækifæri á því að ræða hluti sem ekki er talað um við hina vinina.
Sem áður verður boðið upp á tvo aldursflokka, 8-11 ára og 12-14 ára og krakkarnir mæta klukkan 17.30 og eru til 19.30. Þau borða kvöldmat áður en þau fara heim. Við verðum með aðstöðu í Síðumúla 23, efri hæði á bakvið Álnabæ og þar hittast hóparnir nema ef annað er auglýst.
Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi:
Yngri hópur (8-11 ára): 10. september, 1. október, 5. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl.
Eldri hópur (12-14 ára): 17. September, 8. Október, 12. Nóvember, 10. Desember, 14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars, 8. Apríl.
Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar ef þess þarf:
- tími í september: Kynning, hópefli og nafnaleikir
- tími í október: Leiklist
- tími í nóvember: Útinám
- tími í desember: Umræður um ættleiðingar, hópefli því tengdu
- tími í janúar: Sjálfsstyrking
- tími í febrúar: Myndlist og Yoga
- tími í mars: Matreiðsla
- tími í apríl: Lokahóf með foreldrum
Verð fyrir 8 skipti (september – apríl) er 24.000 kr fyrir félagsmenn og 48.000 kr fyrir þá sem ekki eru skráðir í félagið.