Á ferð og flugi
Fulltrúar Íslenskrar ættleiðingar fóru á fulltrúafund EurAdopt sem haldinn var í Limburg í Þýskalandi nú í apríl. Að þessu sinni fóru Vigdís Ó. Sveinsdóttir sem er fulltrúi ÍÆ í stjórn EurAdopt og Kristinn Ingvarsson sem er varamaður í stjórn EurAdopt. Helstu verkefni fundarins var áframhaldandi skipulagning á EurAdopt ráðstefnunni sem haldin verður á næsta ári í Hollandi, yfirferð á fjármálum félagsins og skýrslur aðildarlandanna um það helsta sem hefur gerst í málaflokknum síðastliðið ár.