Fréttir

Að ættleiða systkini

Mjög góð mæting á frábæra kynningu.
Mjög góð mæting á frábæra kynningu.

Í gærkvöldi var haldinn í Tækniskólanum við Háteigsveg kynning þar sem umfjöllunarefnið var ættleiðing systkina. Unnur Björk Arnfjörð og Stefanie Gregersen sögðu frá reynslu sinni af því að ættleiða systkini.  Unnur Björk og hennar maður Páll Sæmundsson ættleiddu þrjá bræður sl. sumar á aldrinum tveggja til fimm ára frá Tékklandi.  Stefanie og maður hennar Torben ættleiddu skömmu síðar þrjár systur á aldrinum fimm til átta ára frá sama landi.  Mætingin á kynninguna var mjög góð auk þess sem margir fyldust með á netinu.  Í kjölfar kynningarinnar spunnust líflegar umræður og var greinilega mikill áhugi á efni fundarins. Íslensk ættleiðing þakkar þeim Unni Björk og Stefanie fyrir að deila persónulegri reynslu sinni á áhrifaríkan hátt. 

 


Svæði