Að byrja í leik- og grunnskóla
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í leik- eða grunnskóla. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b, 2. hæð til hægri.
Þriðjudagurinn 19. maí kl. 20:00.
Grunnskólafræðsla. Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi/sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari.
Miðvikdagurinn 20. maí kl. 20:00.
Leikskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Díana Sigurðardóttur leikskólakennari og Sigurrós Ingimarsdóttir leikskólakennari.
Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fræðsluna á netinu.