Að byrja í leik- og grunnskóla á Akureyri og nágrenni
Íslensk ættleiðing stendur að fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í leik- eða grunnskóla.
Fræðslan verður haldin kl. 17:00 þriðjudaginn 21. júní. Leiðbeinendur eru Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir grunnskólakennari, MA í sérkennslu og Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Fræðslan fer fram að Huldugili 56 Akureyri.
Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Gjaldfrítt er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir aðra.