Fréttir

Að vera ættleiddur á Íslandi

Næsti fræðslufyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 20:00. 

Að þessu sinni munu Karen Sif Róbertsdóttir og Lísa Björg Lárusdóttir sem báðar eru ættleiddar frá Indonesíu 1982,  deila reynslu sinni af því að alast upp á Íslandi. 

Fræðslan mun standa í ca. tvo tíma og mun Lárus H. Blöndal sálfræðingur stýra umræðum í framhaldinu.

Fyrirlesturinn veður haldinn í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg (gamli Sjómannaskólinn).

Skráning er á isadopt@isadopt.is

Fræðslan er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn.



Svæði