Aðalfundi lokið
Vel sóttum aðalfundi Í.Æ. lauk klukkan 21:55 í kvöld.
Fundurinn var áður boðaður þann 28. mars en var frestað vegna óvissu um gerð þjónustusamnings við Innanríkisráðuneytið. Þegar meirihluti fjárlaganefndar lagði fram tillögur um breytingar á fjárlagafrumvarpiinu var ljóst að unt væri að starfrækja félagið áfram og þá kom stjórn þess strax saman og boðaði aðalfundinn með minnsta mögulega fyrirvar, sem er þrjár vikur.
Fundurinn fór vel fram undir styrkri fundarstjórn Gísla Ásgeirssonar og eru honum þökkuð vel unnin embættisverk en þetta var í annað sinn sem hann annaðist fundarstjórn á Aðalfundi ÍÆ.