Fréttir

Aðalfundur 2012 verður 28. mars

Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar sem haldinn verður að hátíðarsal Fjöltækniskóla Íslands (gamla Sjómannaskólanum), Háteigsvegi, 28. mars 2012, kl. 20.

Dagskrá fundarins er sem hér segir: 
1. Skýrsla stjórnar. 
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar.
3. Kjör stjórnar.
4. Ákvörðun árgjalds.
5. Lagabreytingar.
6. Önnur mál.

Lagabreytingarnar sem lagðar verða fram eru þessar:
• 4. gr. Félagsmenn
Félagsmenn eru kjörfjölskyldur, væntanlegar kjörfjölskyldur, fullorðnir ættleiddir og aðrir sem náð hafa lögaldri og óska að vinna að málefnum félagsins. 
Breytingartillaga
Félagsmenn eru kjörfjölskyldur, væntanlegar kjörfjölskyldur, fullorðnir ættleiddir og aðrir sem náð hafa lögaldri og óska að vinna að málefnum félagsins og hafa greitt félagsgjöld.

• 6., 7., 12. og 13. gr. laganna
Í stað dómsmálaráðuneytisins kemur nú innanríkisráðuneyti

• 11. gr. Fræðsla
Þegar umsækjandi greiðir biðlistagjald, skuldbindur hann sig til að sækja fræðslu á vegum félagsins. 
Breytingartillaga
Þegar umsækjandi greiðir staðfestingargjald vegna umsóknar um forsamþykki til ættleiðingar, skuldbindur hann sig til að sækja fræðslu á vegum félagsins.


Svæði