Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar 2025
Miðvikudaginn 19. mars 2025 var haldinn aðalfundur félagsins í sal Framvegis að Borgartúni 20.
Mættar voru af hálfu stjórnar: Helga Pálmadóttir, Kristín Ósk Wium Hjartardóttir, Selma Hafsteinsdóttir, Sigríður Dhammika Haraldsdóttir og Sólveig Diljá Haraldsdóttir.
Mættar af hálfu skrifstofu: Ásta Sól Kristjánsdóttir, framkvæmdarstjóri og Thelma Rut Runólfsdóttir, sérfræðingur mætti í streymi.
Fundargerð aðalfundar ritaði: Selma Hafsteinsdóttir, fundargerð verður birt eftir að stjórn hefur samþykkt hana.
Dagskrá aðalfundar:
- Fundarstjóri og fundarritari kjörnir
- Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
- Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins lagður fram til samþykktar.
- Breytingar á samþykktum félagsins
- Ákvörðun árgjalds.
- Kjör stjórnar
- Aðalfundaraukar: Fræðsla um lokaverkefni í félagsfræði og um ættleiðingar
2 ný framboð bárust en samþykktum sem breytt var á aðalfundi 2024 var leiðrétt til samræmis við breytingar á reglugerð 453/2009 um ættleiðingarfélög 1.október 2023, líkt og áætlað var. Þar hafði verið ruglingur á orðalagi. Stjórn var því sjálfkjörin þar sem hún á að samanstanda að minnst fimm mönnum.
Ný stjórn Íslenskrar ættleiðingar er skipuð sex mönnum að þessu sinni og þeir eru:
Elísabet Hrund Salvarsdóttir
Helga Pálmadóttir
Jón Guðmundur Björgvinsson
Kristín Ósk Wium Hjartardóttir
Selma Hafsteinsdóttir
Sigríður Dhammika Haraldsdóttir
Við bjóðum nýja stjórnarmenn velkomna og þökkum Sólveigu Dilja Haraldsdóttir sem ekki gaf kost á sér áfram.
Fundargerð aðalfundar mun vera birt á heimasíðunni eftir að hún hefur verið samþykkt á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar.
Hægt er að skoða ársskýrslu 2024 hér.