Ættleidd börn á Íslandi. Langtímarannsókn með 20 börnum og fjölskyldum þeirrra.
Ættleidd börn á Íslandi.
Langtímarannsókn með 20 börnum og fjölskyldum þeirrra.
Fyrirlesarar eru Hanna Ragnarsdóttir prófessor á Menntavísindasviði HÍ og Elsa Sigríður Jónsdóttir fv. lektor á Menntavísindasviði HÍ.
Þátttakendur í rannsókninni eru 20 ættleidd börn frá Indlandi og Kína sem komu til Íslands 2002 (10 börn) og 2004 (10 börn) og foreldrar þeirra. Markmið rannsóknarinnar eru að skilja reynslu foreldra af því að ættleiða barn frá útlöndum; að varpa ljósi á hvernig móttöku barnanna var háttað og að skoða hvernig börnunum gengur að aðlagast nýju samfélagi, félagahópi og skólum. Tekin hafa verið viðtöl við foreldrana tvisvar, börnin einu sinni, svo og leik- og grunnskólakennara barnanna. Í erindinu verður fjallað um niðurstöður þessara viðtala, einkum viðtala við börnin og kennara þeirra sem tekin voru árið 2012.
Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg miðvikudaginn 22.október, klukkan 20:00. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu.
Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Ættleidd börn á Íslandi - auglýsing