Ættleidd börn í skóla
Jafnrétti - Virðing - Virk Boðskipti - Þátttaka
Fyrirlesari er Svanhildur Kristjansson og fræðslan fer fram miðvikudaginn 19.október í sal Framvegis í Borgartúni 20, þriðju hæð klukkan 19:30.
Svanhildur er lærður kennari, sérkennari, talmeinafræðingur frá Noregi og með meistaragráðu í talmeinafræði, ásamt að hafa lokið starfsnámi sem einhverfu TEACCH ráðgjafi. Hún hefur starfað sem ráðgjafi í flestum sérskólum Íslands, var ráðgjafi á BUGL í 10 ár og stofnaði sérdeild einhverfra í Langholtskóla. Hún flutti til Arizona í Bandaríkjunum árið 1996 en er nú stödd hér á landi og ætlar að koma til okkar með fyrirlestur.
Eitt af markmiðum TEACCH er að gera umheiminn skiljanlegri þannig að nemendur geti tekið þátt á sínum forsendum. Mikilvægt er að tilheyra bekknum en ekki bara að passa inn, heldur vera virt sem virkir þátttakendur í skóla og seinna í starfi. Öryggi og samþykki er undirstaða fyrir vellíðan í öllum aðstæðum og stuðlar að virkri þátttöku.
Jafnrétti - Virðing - Virk Boðskipti - þátttaka - er það sem Svanhildur stendur fyrir og er hennar umfjöllunarefni í fyrirlestrinum með áherslu á þessa þætti barna í skólastarfi. Þeir sem vilja kynna sér efni frá henni frekar geta skoðað það hér
Fræðslan er félagsmönnum að kostnaðarlausu en kostar 1000 krónur fyrir aðra.