Fréttir

Ættleiðingar barna með sérþarfir frá Kína

Íslensk ættleiðing hefur tekið upp samstarf við CCAA um ættleiðingar á börnum með sérþarfir (Special Need Children) frá Kína. Ættleiðingarferlið fyrir börn með sérþarfir er nokkuð ólíkt hinu hefbundna ættleiðingarferli í Kína, meðal annars þurfa umsækendur að skrá sig á sérstakan biðlista. Þeir sem þegar eru komnir af stað í ættleiðingarferlinu geta skráð sig á þennan biðlista, hvar sem þeir eru staddir í ferlinu.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta ættleiðingarferli betur er bent á að nákvæmar upplýsingar er að finna undir flipanum Félagsmenn, en til að komast þangað inn þarf að sækja um lykilorð með því að senda tölvupóst á isadopt@isadopt.is. Þá er einnig hægt að hafa samband við skrifstofu ÍÆ símleiðis.

Við gerum ráð fyrir að upplýsingar um fyrstu börnin berist okkur innan skamms tíma.

 

Svæði