DV - Áhrifamikil heimildarmynd um íslenska ættleiðingu á Indlandi
Snertir við áhorfendum
Heimildarmyndin er mjög áhrifamikil, strax frá fyrstu mínútum. Fyrstu stundirnar saman, fyrsta brosið og að heyra fyrsta hláturinn lætur engan áhorfanda ósnortinn.
„Við fengum bara jákvætt frá fólki, hvað þetta er frábært og að geta eignast fjölskyldu svona,“ segir Laufey Gísladóttir í heimildarmyndinni en þau hjón ræða ferlið frá byrjun til enda.
Þá er líka rætt við þær Birtu Rut og Hönnu Björk en hægt er að sjá heimildarmyndina í fullri lengd hér aðeins neðar.
„Ég gæti verið þræll í dag“
„Ég gæti verið þræll í dag eða mjög veik,“ segir ein dóttir séra Sigfúsar og Laufeyjar spurð hvernig lífið hennar væri hugsanlega í dag ef hún byggi enn á Indlandi.
Í myndinni er líka rætt um ferðalag þeirra hjóna til Indlands sem þau fóru í ásamt stelpunum sínum. Tilgangurinn var að leyfa stelpunum að kynnast, upplifa og sjá landið sem þær fæddust í.
Heimsóttu barnaheimilið
Ferðin var ekki auðveld fyrir fjölskylduna því „menningarsjokkið“ var mikið en stelpurnar tóku því vel þó svo að sumt hafi tekið á - eins og það að sjá börn á sama aldri og þær betla.
Stelpurnar heimsóttu barnaheimilið þar sem þær áttu heima áður en þær voru ættleiddar af séra Sigfúsi og Laufeyju. Stelpunum fannst það dýrmæt stund og aðstoðuðu við að gefa börnunum og leika við þau sem þar voru.
Verkefni í skólanum
Heiður María er á fjórðu önn í Kvikmyndaskóla Íslands en hún segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á ættleiðingum og að hún hafi þekkt séra Sigfús og Laufey í mörg ár: „Það var því ekki erfitt að finna umfangsefni,“ segir Heiður María.
Spurð hvað kom mest á óvart við vinnslu myndarinnar segir Heiður María: „Það sem kom mér mest á óvart var að ég hefði geta gert svona tíu mismunandi heimildarmyndir úr sama efninu. Það er miklu erfiðara að gera heimildarmynd en ég hélt í upphafi en maður þarf að vera með vissa sýn og vita hvað maður vill segja fólki með myndinni.“
Eins og áður segir er heimildarmyndin áhrifamikil og virkilega góð, þá sérstaklega þar sem þetta er frumraun Heiðar Maríu. Sjón er sögu ríkari.
Tiasha & Atreye from Heidur Maria on Vimeo.
http://www.dv.is/frettir/2014/2/7/ahrifamikil-heimildarmynd-um-islenska-aettleidingu-indlandi/