Fréttir

DV - Barnið og þarfir þess eru aðalatriðið varðandi ættleiðingu

DV mynd Hilmar Þór
DV mynd Hilmar Þór

Barnið og þarfir þess eru aðalatriðið varðandi ættleiðingu - segja stjórnarkonur félagsins íslensk ættleiðing
„Meginmarkmið félagsins er að aðstoða þá sem vilja ættleiða börn af erlendum uppruna og ávallt þannig að hagsmunir barnsins sitii í fyrirrúmi. Ættleiðing snýst um að gefa barni nýja fjölskyldu og betri möguleika í lífinu. Barnið og þarfir þess eru aðalatriðið og því er ávallt gengið út frá þeim forsendum," segja þær Ingibjörg Birgisdóttir og Guðrún Ó. Sveinsdóttir, tvær stjórnarkonur félagsins íslensk ættleiðing. Ingibjörg er formaður félagsins og Guðrún er starfsmaður þess. Þær hafa báðar ættleitt erlend börn og Guðrún reyndar tvö.
  „Það eru um 180 fjölskyldur í félaginu. Þær hafa allar ættleitt börn eða eru á biðlista eftir að ættleiða. Um 320 einstaklingar hafa verið ættleiddir hingað til lands frá því í kringum 1970.

25 hjón á biðlista
„Um 1980 jukust mjög erlendar ættleiðingar  hér  á  landi.  Síðan hafa ættleiðingar verið mjög algengar hér. Það er mikil þörf nú og biðlistar í gangi. Eðlilegur biðtími er 2 ár en þetta getur líka stundum tekið skemmri tíma, t.d. eitt ár.
Þrjú ár er má segja lengsti biðtími. Nú eru um 25 hjón á biðlista hjá félaginu. Hjón þurfa að sækja um til dómsmálaráðuneytisins ef þau vilja ættleiða erlent barn. Eftir að þau ganga í félagið íslensk ættleiðing fá þau aðstoð þess. Síðan kannar barnaverndarnefnd eða félagsmálastofnun hagi hjónanna og á grundvelli þeirrar umsagnar tekur ráðuneytið ákvörðun um hvort umsækjendur fá leyfi til að ættleiða barn. Þegar gengið hefur verið frá ættleiðingunni fær barnið sömu lagastöðu gagnvart kjörfor-
eldrum sínum og væri það kynbarn þeirra. Við í félaginu sjáum um að aðstoða fólkið á sem bestan
hátt við ættleiðinguna. Við leitum upplýsinga erlendis og öflum sambanda formlega."

Hefur gengið vel
„í langflestum tilfellum eru börnin á fyrsta eða öðru ári þegar þau eru ættleidd. í örfáum tilfellum eru þau á þriðja eða jafnvel fjórða ári þegar ættleiðing á sér stað. Við teljum að þetta hafi gengið mjög vel hér á landi. Þau hafa aðlagast vel íslenskum aðstæðum. Það er mjög mikilvægt að foreldrar byggi og styrki börnin rétt upp. Þau eiga að fá að vita um ættleiðinguna og hver uppruni þeirra er sem fyrst," segja þær Ingihjörg og Guðrún.
-RR


Mestar vonir nú bundnar við Kína
- segir Ingibjörg Birgisdóttir
„Kína er nú það ættleiðingarland sem mestar vonir eru bundnar við. Undanfarin ár hafa mörg börn komið til Norðurlandanna frá Kína og þeim hefur gengið vel. Við höfum reynt fyrir okkur í Kína í þó nokkurn tíma og höfum verið í sambandi við kínversk ættleiðingaryfirvöld," segir Ingibjörg Birgisdóttir, formaður Íslenskrar ættleiðingar.
  „Við höfum notið góðrar aðstoðar íslenska sendiráðsins í Peking. Það er mikill munur að hafa sendiráð í viðkomandi landi. Það hefur háð okkur mikið að hafa ekki sendiráð í þeim löndum sem við íslendingar höfum ættleitt frá," segir Ingibjörg.
-RR



Ættleiðing ævaforn
Ættleiðing er að stofni til ævaforn. Hún tíðkaðist m.a. í Indlandi, Egyptalandi og Rómaveldi. Það voru Rómverjar sem fyrstir settu lög um ættleiðingu. Sem lagaúrræði er ættleiðingin komin úr Rómarrétti inn í nútímalöggjöf flestra vestrænna þjóða.


Lagðist niður á miðöldum
Á miðöldum lagðist ættleiðing að mestu niður. Mun það hafa stafað af andstöðu kirkjunnar og hennar sterku áhrifum á þeim tíma. Það var stjórnarbyltingin mikla I Frakklandi sem leiddi til að þessi einstrengingslegu sjónarmið varðandi ættleiðingar liðu undir lok.
Stjórnarbyltingarmenn voru hlynntir ættieiðingu og hinn 18. janúar 1792 gaf löggjafarsamkoma þeirra út tilskipun sem heimilaði ættleiðingu.


Ættleiðingarlög á Íslandi
Á þjóðveldistímanum á Íslandi voru ekki í lögum nein ákvæði um ættleiöingu. Með lögtöku lögbókanna Járnsíðu og Jónsbókar tóku þó gildi hér á landi ákvæði um ættleiðingu. Ættleiðing í nútímaskilningi er komin í íslenskan rétt úr dönskum lögum og lagaframkvæmd. Núgildandi ættleiðingarlög voru sett 8. maí 1978. Í stórum dráttum má segja að svipuð löggjöf gildi hvarvetna á
Norðurlöndum um ættleiðingu.


Félagið íslensk ættleiðing
Fyrsta félag íslenskra kjörfjölskyldna var stofnað í Reykjavík árið 1978. Fljotlega var annað félag stofnað á Akureyri til að vinna að sömu málum. Árið 1983 sameinuðust þau síðan undir nafninu Íslensk ættleiðing og búa félagsmenn um allt land.


Fyrstu börnin frá Kóreu
Fyrstu börnin komu til Íslands árið 1970. Flest voru þau þá frá Kóreu. Nú eru löndin orðin alls 17, aðallega í Asíu og Suður-Ameríku. Nú eru um 320 einstaklingar hér á landi sem fæddir eru erlendis en hafa eignast íslenska foreldra og íslenskt ríkisfang.


Flest frá Indlandi
Frá árinu 1988 hafa flest börnin komið frá Indlandi. í skýrslu frá dómsmálaráðuneytinu kemur fram að alls 29 indversk börn hafa verið ættleidd hingað frá árinu 1991. Íslendingar hafa einnig ættleitt frá Kólumbíu og Tælandi auk fjölda annarra landa. Stöðugt er
unnið að öflun nýrra sambanda og í nýjum löndum.


Rekstur skrifstofu
Félagið hóf rekstur eigin skrifstofu árið 1988 og er starfsmaður þar í hlutastarfi. Á skrifstofunni eru veittar upplýsingar um allt sem viðkemur ættleiðingum og aðstoðað við undirbúning umsókna. Skrifstofan er til húsa að Grettisgötu 6 í Reykjavík.


Fréttabréf og skemmtanir
Félagar í íslenskri ættleiðingu fá sent fréttabréf 4 til 6 sinnum á ári. Haldnir eru fræðslufundir og fjölskyldufundir. Á hverju ári
er jólaskemmtun og sumarúti lega sem höfðar sérstaklega til barnanna.                       
-RR

DV - Barnið og þarfir þess eru aðalatriðið varðandi ættleiðingu


Svæði