DV - „Fann allt smella saman í sálinni“
Þrjátíu árum eftir að Brynja var ættleidd frá Srí Lanka leitar hún nú upprunans – Tilfinningaþrungin stund að fá fæðingarvottorðið – Langar að hitta líffræðilega móður sína
Þar til á miðvikudag átti Brynja Valdimarsdóttir aðeins eina mynd af móður sinni, frá þeirra síðustu samverstund á Sri Lanka fyrir ættleiðinguna. Nú hefur hún stigið fyrstu skrefin í leit að uppruna sínum, 30 árum eftir að hún var ættleidd.
Svör við brennandi spurningum Þar til á miðvikudag átti Brynja Valdimarsdóttir aðeins eina mynd af móður sinni, frá þeirra síðustu samverstund á Sri Lanka fyrir ættleiðinguna. Nú hefur hún stigið fyrstu skrefin í leit að uppruna sínum, 30 árum eftir að hún var ættleidd.
Mynd: Marella Steinsdóttir
Á miðvikudaginn, þrjátíu árum eftir að Brynja Valdimarsdóttir var ættleidd til Íslands frá Srí Lanka, fékk hún loks svör við spurningum sem brunnið höfðu á henni um árabil varðandi uppruna sinn. Hún hafði í höndunum umslag frá innanríkisráðuneytinu sem hún hafði óskað eftir rúmri viku áður. Í umslaginu var fæðingarvottorð hennar og önnur skjöl sem hún hafði loksins, eftir áralanga forvitni, ákveðið að kalla eftir upp á von og óvon um að þau væru til. Þrjátíu árum eftir að móðir hennar hér á landi sótti hana sex vikna gamla og veikburða frá Srí Lanka þann 14. desember 1985 til ættleiðingar ...
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is