DV - Fannst í sefi eins og Móses
Sóley, ættleidd dóttir Gunnars Smára Egilssonar athafnamanns og Öldu Lóu Leifsdóttur, fannst fyrir tilviljun í sefi í Tógó í Afríku eftir að hafa verið kastað út í á. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hjónin í nýjasta tölublaði Nýs Lífs en þau ættleiddu stúlkuna í fyrra.
Sagan hennar minnir á söguna um Móses í sefinu. Gunnar Smári hefur verið áberandi í atvinnulífinu undanfarin ár og þá ekki síst á fjölmiðlamarkaði en segist nú vera búinn að helga sig heimilinu og fjölskyldulífinu.
Sóley og Alda Lóa komu til Íslands skömmu fyrir jól á síðasta ári. Þá höfðu þær lengi verið bundnar í Tógí vegna þess hversu erfiðlega tókst að fá allar uppáskriftir til að tryggja að ættleiðingin gengi í gegn. Það var því mikip um fagnaðarlæti í fjölskyldunni fyrir sléttu ári. En þá voru þau reyndar farin að halda að þau þyrftu að flytja lögheimili sitt til Tógó.