Morgunblaðið - Hefur gefið okkur meira en orð fá lýst
Akureyri. Morgunblaðið.
Tengslaröskun lýsir sér m.a. á þann veg að ættleidd börn eiga í erfiðleikum með að tengjast foreldrum sínum, "að gefa þá skilyrðislausu ást sem börn öllu jöfnu sýna foreldrum sínum". Hún segir þetta hafa komið í ljós strax og heim var komið. "Sá möguleiki hvarflaði aldrei að okkur að hún myndi eiga í vandræðum með að taka á móti allri þeirri ást og umhyggju sem við áttum handa henni." Hún segir telpuna hafa átt erfitt með svefn, oft vakað heilu næturnar og verið mjög kröfuhörð á foreldra sína, vildi hafa stjórn mála á sinni hendi. Þá hafi hún einnig iðulega vaknað upp með martraðir, en ekki þáð snertingu nema þá á sínum forsendum, setti olnbogann á öxl þess sem tók hana upp til að forðast of náið faðmlag. "Hún fór illa í fangi, eins og við sögðum," segir móðir hennar, en þó hafi foreldrunum verið ljóst að hún þráði ást og hlýju en leyfði sér ekki að njóta. Foreldrunum fannst stúlkan því ekki haga sér eins og önnur börn og fóru með hana til barnalæknis. Hann kvað hana vera óþæga og best færi á að hún yrði sett á leikskóla þar sem hún myndi læra að haga sér almennilega.
Áfall að eignast systur
"Hún er allt annað barn nú en fyrir tveimur árum, þá hefði hún ekki getað sagt okkur að henni þætti vænt um okkur. Nú vefur hún handleggjunum utan um okkur og segir að hún elski okkur. Þetta er frábær stelpa, eldklár og skemmtileg. Hún hefur gefið okkur meira en orð fá lýst og kennt okkur margt. Við erum lánsöm að hafa fengið að eyða lífinu með henni og hefðum aldrei viljað missa af því," segir móðirin.
Akureyri. Morgunblaðið.